Lögberg - 29.01.1890, Blaðsíða 4
4z
LÖGBERG, MIDVIKUDAGINN 29. JANÚAR 1890.
3C ö g b c 1 q.
MID VIKUr. 29. JAN. 1890. ---------
Útgefenour:
Sigtr. Jónasson,
Bergvin Jónsson,
Árni FriSriksson,
Einar Hjtirleifsson,
Ólafur þórgeirsson,
Sigurður J. Jóhannesson.
-A-llar upplýsingar víSvíkjandi verði á aug-
lýsingum í LöGnEKGi geta menn fengið á
skrifstofu blaðsins.
Hvc nær sem kaupcndur Lögbergs skipta
am bústað, eru Jieir vinsamlagast beðnir að
senda s k r i f 1 e g t skeyti • um það til skrifi
stofu blaðsins.
XTtan á öll brjef, sem útgcfendum Lög-
Bergs cru skrifuð viðvikjandi biaðinu, ætti
að skrifa :
The Lögherg Printing Co.
35 Lombirtl Str., ^inriipeg.
„Commercial Union“.
iii.
í síöasta blaíi voru bentum
vjer á aðalatriði hagsmuna þeirra,
cr formælendur viðskiptasambands-
ins halda fram að bændum hjer
norðan landamæranna mundu falla
í skaut, ef slíkt samband kæmist
á. En eins o" vjer tðkuin fram
í siðasta blaði, er hjer í tleiri
horn að líta.
þannig benda vinir viðskipta-
sambandsins á það, að Canada sje
framúrskarandi auðug að allskon-
«r námum. Hjer er járn. eir,
nickel, blý, kol o. s. frv. En það
gengur frámunalega seint, að því
er þeim virðist, að færa sjer þær
auðs-uppsprettur landsins í nyt.
það eru sannarleg ógrynni járns,
segja þeir, sem em unnin, smíð-
uö og keypt á þessu meginlandi.
En af þessari auknu veralun hefur
Canada engan hag, Jirátt fyrir öll
þau feikn af járni, sem hjer eru
í jörðunni. Sunnan við Superior-
vatnið, í Bandaríkjunum, segja þeir
er allt á djúgandi ferð, og þar er
cytt liverri milliónium á fætur ann-
nri. En á norðurströndinni á því
vatni, í Canada, er allt í meira
lagi hægfara. I suðurríkjunum,
t. d. Alabaina og Tennessee og
víðar, hafa járnnámurnar á síðustu
árum verið unnar af óþreytandi
elju og járngröpturinn hefur auk-
izt geysilega. En á sama tíma-
bili hefur ekkert breytzt í Canada
í Jiessu efni annað en það, að
tollurinn á járninu hefur verið
luekkaður. Nú er járn Canada
vitanlega langt urn betra en járn
það m unnið er í námum suð-
iirríkjannu.
Vf Iivi-rju keinur það nú,
spyrja formæleudur tollsambands-
ins, að þetta lakara járn suður
frá er unnið af mesta krapti, en
jámnámurnar í Canada liggja ó-
hrærðar? það kemur beinlínis af
því, svara þeir, að markaðurinn í
Canada einni er ekki svo mikill,
aö það geti borgað sig að snúa
sjer að því fyrir alvöru að vinna
inálma landsins. ])að kemur bein-
línis af því, að markaðurinn fýrir
sunnan landamærin er jafn-lokað-
ur fyrir þessum vörurn, eins og
hann væii á öðrum enda hnatt-
arins. þegar maður nú að öðru
leytinu gætir að öllum þcim ó-
grynnum af málmum, sem eru í
jörðuntii út um alla Canada, og
að liitiu leytinu að því, að í Can-
ndtt er sem stendur og verður
fyrst um sinn svo sára-lítill mark-
aður fyrir )>á í samanburði við
J;að sem til er af þeitn, þá er,
eptir skoðun þeirra, sem halda
Jiessai'i hrevtingu fram, ckki nema
eitt að gera, og j>aö er að rífa
niður, ef auðið verður, alla þá
tollgarða, sern loka þessi auðæíi
úti frá Jreirra eðlilega markaði,
oít gera allt, sem í manns valdi
stendur, til þess að geta náð til
þeirrar þjóðar, sem ein getur látið
þessi auðæíi verða mönnunum að
notum.
Og skyldj það nú takast með
Commerckd Union, milli Canada
og Bandaríkjanna, að koina eitt-
hvað svipuðu líti í allt ];að starf,
sein að málmunum lýtur, náma-
gröptinn, smíðarnar, verzlunina,
eins og suður frá á sjer stað, ]>á
mundi ekki verða smáræðis breyt-
ing á horfunum lijer í Canada, ept-
ir því sem fram er haldið af
fonnælendum viðskipta-sambands-
ins. þá mundi fyrst og fremst
aukast til stórra muna markaður-
inn í landinu sjálfu fyrir vörur
bændanna, því að J>á ykist svo
mjög tala þcirra manna í Cana-
da, sem hefðu atvinnu af öðru
en landbúnaði. En það væri síð-
ur en svo að við það eitt sæti.
Iðnaðannf nnirnir, verksmiðjueig-
endurnir, kaupmennirnir, Imnka-
stjórarnir, járnbrauta-fjelögin, og
allar aðrar atvinnugreinar mundu
hafa stórkostlcgan hag af hinum
auknu viðskiptuin, sem svo sem
af sjálfsögðu fylgdu með breyt-
ingunni, sem væru í raun og
veru aðalatriði breytingarinnar
sjálfrar.
því er, eins og nærri má geta,
haldið fram af mótstöðumönn-
um viðskipta-sambandsins, að
með Commerckd Union ykist
ekki að eins markaðurinn, lieldur
og líka mmkeppnin; að jafnframt
því sem bóndinn, námamaðuiinn,
vcrksmiðju-cigandinn o. s. frv.
fengi færi á að selja sínar vörur
í Bandaríkjunum, þá mundu og
Bandaríkja-menn fylla Canada-
markaðinn á auga lifandi bili
með sínar vörur, og þá mundi
Canada-mönnum finnast munur á
að koma sínum eigin vörum út
í sínu eigin landi. Við ]>eirri mót-
háru virðist óneitanlega-það svar
Hggja nærri, að Canada-inenn
stæðu að cngu leyti ver að vígi
en Bandaríkjamenn. Hver einasti
maður, sem í Canada vill vera á
annað borð, hvort sem hann er
hlynntur eða andstæður Commcr-
cial Union, heldur því fram, að
Canada sje í raun og veru eins
gott land eins og Bandaríkin; að
með tiltölulega jafn-miklu fjárafii,
jafn-miklum vinnukrapti, og' allri
tilhögun jafn-viturlégri eins og í
Bandaríkjunum gcti auðsæld og
velmegun fólksins orðið eins mikil
norðau landamæranna eins og
sunnan við þau; J>að sje með
öðrum orðum ekkert örðugra uð
færa sjer í nj-t gæði landsins í
Canada en í Bandaríkjunum. Ekki
þarf að óttast fjárskortinn í Cana-
da til þess að hrinda fyrirtækj-
unum af stað. Geti það að eins
sýnilega borgað sig, að leggja fje
í fyrirtækin, þá eru Bretar ávallt
til toks, þó að Canada-lýðurinn
sje enn tiltölulega fámennur og
fátækur. Og ekki ér minni mark-
aðurinn, sem opnast fyrir Cannda-
menn fyrir sunnan landainærin,
heldur en sá sem Bandaríkjamönn-
um bætist hjer nyrðra. En sje
því svo varið, scm Canada-menn
sjálfir segjn, að þeirra land sje
eins gott og landið syðra, að mcnn
ejgi hjer ckkert örðugra aðstöðu,
að því er landskosti snertir, og
sje fjo á boðstólum, sem ]>að auð-
litað cr, livenær sem það getur
borgað sig að leggja það í ný
fyrirtæki — hvað er þá að ótt-
ast? Eða borgar sig ekki yfir
höfuð að tala landbúnaðurinn og
námugröpturinn og iðnaðurinn í
Bandaríkjunum? Af hverju ráða
inenn það, að slíkt mundi ekki
jafnt borga sig hjer norðan megin,
ef inenn stæðu jafnt aö vígi og
Bandaríkjamenn, eða að það mundi
enda einmitt fara að borga sig
lakara við það að Canada-vörur
fengju alveg sama markað eins og
vörur Bandaríkjanna?
IV.
Enn sem komið er, hafa til-
lögurnar viðvíkjandi fyrirkomu-
laginu á þessu fyrirhugaða verzl-
unar-sambandi ekki verið nákvæm-
ar. Aðal-atriðin í þeiin tilögum
eru þau, sem nú skal greina: Að
jafn-hár tollur verði lagður á allar
innrtuttar vörur í Bandaríkjunum
oe; Canada, og alvej; sami skatt-
ur á }>ær innlendar vörur, sem
skattur er lagður á og að hvoru-
tveggju þær tekjur renni í sam-
eiginlegan sjóð; og að við enda
hvers áts verði þessum tekjuin
skipt milli landanna, að rjettri
tiltölu við fólksfjölda þeirra. því
er haldið fram af hálfu formæl-
enda verzlunar-sambandsius, að
með þessu móti mundu tekjur
Cánada verða alveg eins miklar
eins og þær nú eru, en ef þær
skyldu ekki hrökkva, þá ætti að
Ieggja á menn einhverja aðra
skatta. En því er an.nars haldið
fram, og á því eru tillögurnar um
þetta fyrirkomulag bj’ggðar, að
Canadastjórn eigi ekki að þurfa
að halda á meiri tekjum tiltöiu-
lega heldur én Bandaríkjastjórn.
Jafnframt virðist og mönnum sem
Canada mundi hljóta að hafa
augsýnilegan hag af slíkum sam-
lögum, þar sem það er vitanlegt
að Bandaríkjamenn eyða meiru
en Canada-menn tiltölulega. Jat’n-
framt er og þess að gæta, að svo
framarlega sem formælendur toll-
sambandsins hafi rjett að mæla
og þessi breyting heppnaðist vel,
þá leiðir þar af, svo sem af sjálf-
sögðu, aukinn fólksfjöldi í Canada,
og sú viðbót yrði að öllum lík-
indum tiltölulega meiri norðan
megin, lieldur en suður frá, og
þannig er sá hlutur sem Canada
Viæri, líklegur til að fara tiltölu-
lcga vaxandi.
V.
í greinunum hjer að framan
höfum vjer að eins virt mál-
ið fyrir oss frá hagfræðis-hliðinni.
Eu málið hefur líka sína póli-
tísku hlið, og mn hana skulum
vjer að síðustu fara nokkrum
orðum.
Mótsöðumönnum tollsainbands-
ins hefur verið gjarnt til að gera
úr þessu má)i hálfgildings land-
ráðamál. þeir hafa hvað eptir
annað lialdið því afdráttarlaust
fram, að bak við þessa hugmynd
um Commercial Union lægi sú
ósk að losna við England ocr láta
hnýta Canada við Bandaríkin. Og
]>eir liafa farið mörgum ómildum
orðum um J>á undirferli, sem I
því væri fólgin, að látasein ekki
væri uin annað en meinlaust við-
skipta-samband við Bandaríkin að
ræða, þar scm menn þó byggju
yfir stórlegustu umturnan ■ á öllum
málefnum landsius.
Formælendur tollsambandsins
vísa að sínu Ieyti jafn-afdráttar-
laust frá sjer öllum slíkum get-
sökuin sem allsendis röngum og
ástæðulausum. þeir halda því
þvert á móti fram að það fyrir-
komulag, sem þeir eru að berjast
fyrir, mundi, ef nokkuð gæti úr
því orðið, algerlega vinna slig á
öllum löngunum Canada niogin ej>t-
ir pólitískri sameining við Banda-
ríkin, og að sainbandið við Bret-
land mundi þar af leiðandi ein-
mitt verða styrkara og öruggara
heldur en með því fyrirkomulagi,
sem nú á sjer stað. því að hvað
er ]>að, sem Canada-menn eru
eiginlega að sækjast eptir, að því
er Bandaríkjunum við kemur? Er
það fyrirkomulagið á ]>jóðfjelaginu
í Bandaríkjunuin í heild sinni?
Alls ekki. Canadamenn eru mest-
megnis Bretar, og þó að )>eir við-
urkenni að þjóðtjelags-fyirkomulag
Bandaríkjamanna hafi að mörgu
leyti reynzt gott og affarasælt,
þá þykjast þeir ekki vera neinir
klaufar sjálfir í slíkum sökum.
þeir þykjast hafa eins mikið frelsi
ineð sínu eigin fyrirkomulagi eins
og nokkrir aðrir og hafa með því
alveg eins mikið færi eins og
nokkrir aðrir á því að láta hætí-
leika sína alla ná sem fyllstum
þroska og verða þeim sjálfum og
öðruin að sem mestum notum.
Hvað er það þá sem menn sækj-
ast cptir? Menn sækjast eptir að
hafa þann peningalegan hagnað af
nálægð sinni við Bandaríkin eins
og framast er unnt. Sá peninga-
legi hagnaður yrði algerlega si
sami af viðskipta-sambandi eins
og af pólitísku sainbandi við Banda-
ríkin. Fengist viðskipta-samband-
ið, þá væri með því liorfin öll
ástæða til þess að óska eptir
pólitísku sameiningunni. Tollsam-
bands-mennirnir benda á, að í tólf
ár, frá 1854 til 1866, hafi verið
viðskipta-samband milli Canada og
Bandaríkjanna, þó ekki væri J>að
jafn-yfirgripsmikið eins og það
sem nú er farið fram á að stofna-
>
og þeir halda því fram, að á þeim
árum hatí lítið eða ekkert verið
um það rætt í Canada að rjett
væri að renna saman við Banda-
ríkin. þar á móti liali á næstu
árunum á undan þeiin samningi,
frá 1849 til 1854, hugir manna
mjög lineigzt í þá átt; og nú á
síðustu áruin, eptir að ]>essi samn-
ingur var undir lok liðinn, hatí
þeir menn æ orðið fieiri, öflugri og
djaríari, sem vilja rifa sig út úr
sambandinu við Bretland 0£ <;an<;a
Bandaríkjunum á hönd. Og nú
halda tollsambands-mennirnir J>v
fram, að svo framarlega sem þeirra
hugmynd fengi framgang, j>á mundi
fara eins og áður, að allar slíkar
byltingar-óskir mundu hverfa úr
hugum manna.
þá er ]>ví og haldið fram af
mótstöðuinönnum viðskipta-sam-
bandsins, að það væri ósarmgjarnt
og ómyiid, aO higgja lifta tolla A
vörur, sein liuttar væru inn í
Canada frá Bretlandi, en hleypa
Baiularíkjavörum ótolluðum inn í
landið. þessum mótbárum hafa for-
mælendur viðskipta-sainbandsins
svarað hjer uin bil á þessa leið:
Allar vörur, sem árlega eru
fiuttar inn í landið frá Eng-
landi, nema hjer um bil 40 millí-
ónum dollara; hagurinn af þeirri
verzlun fyrir verksmiðju-eigendur
á Englandi er hjer uin bil 10
prct., J>. e. 4 ínillíónir. Setjum nú
svo, að vörur, fiuttar inn í landið
frá Englandi, minnkuðu um hehn-
ing, þá töpuðu ensku verksmiðju-
eigcndurnir 2 millíónuin á ári, og
sú upphæð getur ekki skoðazt
nema sem smámunir einir í sain-
anburði við þann hagnað, sem
Canada liefði af óbundnum mark-
aði í Bandaríkjunum. Spursmálið
verður þannig þetta: Kiga fram-
farir Canada um aldur og æfi að
standa á því þroskaleysis-stigi, sem
þær nú standa á, á að loka liana
úti frá hinum geysi-mikla mark-
aði á landamæruin sínum, að eins til
þess að vissir menn, sem Canada
kemur ekkcrt við, skuli geta grætt á
henni 2 millíónir á ári?
því er og enn fremur haldið
fram, að þar scm Englendingar
eiga svo mikla peninga í ýinsum
fyrirtækjum í Canada, þá sje það
og nijög svo í þeirra hag, að verzl-
unarinál landsins komist í sem
bezt horf. Járnbrautirnar hafa að
mestu verið lagðar fyrir enska
peninga; húsabyggingar og umbætur
stjórnarinnar hafa verið gerðar
fyrir enska peninga; skuldir Cana-
da-stjórnar eru við Englendinga og
það eru að inestu leyti enskir
peningar, sem bændum hafa verið
lánaðir gegn veði í jörðum þeirra.
þannig liggur ]>að í auguin uppi,
að það er í Englendinga hag, að
járnbrautirnar fái sem mestan
fiutning, að uinbætur stjómarinn-
ar borgi sig sem bezt, að bændum
veiti ljett að standa í skilum
]>annig mundi viss flokkur manna
á Englandi hafa miklu meiri hag
af Commercicd Union, heldur en
hnekkir sá nemur, er brezkir
verksiniðju-eigendur mundu verða
fyrir, svo framarlega sem þessi
breyting mundi hafa ]>au áhrif.
scm formælendur hennar staðhæfa
að hún mundi hafa. Og þannig
stendur á því, að þeir með engu
móti fallast á, að Commercial
Union mundi losa um samband
Canada viö brezka ríkið, heldur
þvert á móti.
— Hjer látum vjer þá stað-
ar numið að sinni viðvíkjandi þessu
stórmáli. Vjer könnuinst fúslega
við, að þessar greinar hafi verið
ófullkomnar. það yrði lika mjög
langt mál að skju-a það út í all-
ar æsar, enda er og málið sjálft
naumast komið í það horf, að
slíkt sje gerandi. En vjer vonum,
að þessi hugmynd hafi þó að
nokkru leyti skýrzt fyrir þeim
lesendum vorum, sem Htið eða
ekkert lmfa um mál þetta heyrt
eða lesið. Og það er um þetta,
ekki síður en önnur þjóðmál þessa
lands — því að þetta er síður en
ekki með þeim ómerkari — að
landar vorir, sem hjer ern seztir
að, ættu eptir megni að leggja
sig í framkróka um að kynnast
því. Með því einu móti verða
Islcndingar sannarlega góðir borg-
arar í þessu landi, að þeir geri
sjer far um að kynnast þeirn
málum, scm þessa þjóð varða, og
fá áhuga fyrir þeim. Lörjberg mun
framvegis leitast við að rjetta
þeim ]>á hjálparhönd í því efni,
sein kraptar vorir og aðrar ástæð-
ur leyfa.
i s k i b t x i) n x n a r
í Winuipcgvatni.
Herra G. Eyólfsson hefur,
eins og lesendum voruin er kunn-
ugt, tekið til máls í næstsíðasta blaði
„Lögbergs", út af grein vorri með
ofanritaðri fyrirsögn í 45. númeri
blaðsins f. á. þó grein herra G.
E. sje meiri að vöxtum en gæðum,
þá tókum vjer hana fúslega í blað-
ið, því vjer bæði óskuðum og
vonuðum að grein vor mundi vekja
umræður um þctta fiskiveiða mál,
scm er talsvert ]>j’ðingarmikið
bæði fyrir Islendinga og fjdkisbúa
í heild sinni. þar sem vjer segj-
um að grein herra G. E. sje meiri
að vöxtum en gæðum, þá mein-
um vjer með því, að í henni koma
ekki fram neinar upplýsingar uin
málið, sein byggðar eru á áreið-
anlegum rökum. Herra G. E.
staðhæfir ýmislegt viðvíkjandi fiski-
veiða spursmálinu, sem liann auð-
sjáanlega byggir ýmist á getgátum
sjálfs sín eða lausafregnum. þetta
er því óheppilegra fj'rir málstað
herra G. E. sem hann einmitt er
að reyna að sýna, að ekki muni
mikið að reiða sig á það sem
vjer eða aðrir í Winnipeg segjum
um málið, þar eð vjer ekki höfum
„eptir öðru að fara en annara
sögusögn“.
það er líka einkennilegt, að
herra G. E. gefur í skjm að Lt.
Govemor Schultz (það er sjálfsagfc
átt við hann, þar sem Dr. Schultz
er tilncfndur) muni liafa komizt
á rjetta niðurstöðu í þessu máli,
eða situr hann ekki á „hæginda-
stólnum í Winnipeg" og verður
hann ekki að fara eptir „annara
sögusögn?"
Grein herra G. E. er ausjá~
anlega sjer í lagi rituð í því skj’ni
að mótmæla því, sem vjer höfuim
sagt um fiskiveiða málið, en um>
leið til að vefengja framburð ýmsra
annara, sem ritað hafa um það í
ensku blöðunum hjef. Vjer höf-
um enga skyldu að verja fram-