Lögberg - 12.03.1890, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.03.1890, Blaðsíða 7
LOGBERG, MIDVIKUDAGINN 12. MARZ 1890. 7 JSberjir mi mcb? Hverjir eru með og hverjir eru á móti velferðarmálum vorum Vest- íslendinga ? Þessari spurningu verð- ur líklega ekki svo auðvelt að svára, en mjer finnst að við landar hjer ættum að hugleiða hana, og ganga svo í þann flokkinn, sem okkur finnst hafa rjettari stefuu. t>að er nú enginn efi á Jj>ví lengur, að flokkarnir eru tveir, og blöðin okk- ar, J,ögberg og Heim&krivgla, sitt í hvorum flokki. En við pyrftum að vita meira. Við pyrfturn, ef vel ætti að vera, að vita vissu okkar uin, hverjir og hve margir eru með, og hverjir og hvc margir e. 11 á móti velíerðarmálum vorum. Ann- ars getur skeð, að vjer leiðumst ó- viijandi í óvinaflokkinn. l>að sætir annars undrum, hvað J>ag- mælskir og skeytingárlausir j>eir menn eru, sem kaupa högberg, og Heimtilcringlu. að aldrei skuli J>eir láta til sín heyra um álit sitt á ]>eim, rjett eins og ]>að væri einsk- isvert fyrir þjóðflokk vorn, hverja stefnu ]>au hafa. Sem stendur eru sumir í verri flokknum af heimsku- legri trúgirni og þekkingarleysi á því, hvað rjett er eða rangt. Dess- vegna verður að leggja sig fram um að koma sannleikanum inn í menn. Auðvitað kannast jeg við ]>að, að þeir eru margir, sem sjá og skilja, hverja stefnu Hijðin hafa, en eru }>ó livorki ineð ]>eim nje móti, og halda eins áfram með sömu ]>ögn- inni að kaupa ]>að blaðið, sem nið- ur brýtur af öllum kröptuni ]>að sem byggt er oss til afls og virðingar. En liinir eru líka vafalaust margir, sem ekki mundu vísvitandi vilja fylla verra flokkinn, en sem nú gera ]>að af trúgirni og ]>ekkingarieysi eins og jeg áður sagði. Það væri ]>ví óskandi, að við fengjuin einhvern tíma að sjá á prenti afdráttarlaust álit okkar beztu manna á blöðunum Lögbergi og Heimskringlu. t>að mætti ekki heldur minna vera, en að ]>eir fengju heiður, sem heiður lieyrir, en hinir sem á móti eru mættu koma í birtuna, svo almenn- ingur sæi, hver vegur oss er af }>eim vísaður. En ]>ar til purfa okkar heztu og vitrustu menn að leggja orð í belg. Jeg skal til færa eitt dæmi upp á ]>á heimskulegu trú- girni, sem á sjer stað, }>ar sem ræða er um álit sumra manna á blöðun- um. Jeg hitti tvo landa í Portage la Prairie síðastliðið haust, og barst talið á blöðin. Jeg spurði ]>á fyrst: „Hvernig líka ykkur íslenzku blöðin, Lögberg og Heimskringlau? Annar peirra varð fyrir svörum ; hinn samsinnti allt. „Þau eru nú fremur ljeleg“, svaraði hann—„Hvort blaðið er betra, Lögberg eða Heitns- kringla ?“ spurði jeg.—„Heimskrg.“ —„Er pað mögulegt ? jeg lield Lög- berg, • og líkar pað blað ágætisvel“.— „Jeg vildi ekki gefa 50 cent fyrir Lögberg; ]>að er svo ómerkilegt blað“. „Hefurðu liaft bæði blöðin frá byrjun“, „Nei, Heimskringlu að eins, en jeg hef sjeð eitt cða tvö númer af Lögbergi“. „Hvernig geturðu sagt Lögberg „ómerkilegt blað“, ef ]>ú hefur ekki sjeð nema eitt eða tvö númer af }>ví ?“ spurði jeg.— „Jeg ]>arf ekki nema lesa Heimskringlu til pess að þekkja Lögberg“, svaraði hann. Svo slitum við talinu og mjer ofbauð. En eptir petta fór jeg að kaupa neimskringlu; mjer fannst skylda mín að vita vissu mína um, hvernig blaðið er í raun og veru, og jeg las pað rækilega. En pví meir sem jeg las pví betur sá jeg mismuninn 4 blöðunum, og alltaf vonaðist jeg eptir að lieyra einhverja rödd frá utan við standandi mönnum um stefnu þeirra, ]>ó ekki hafi sú von ■enn rætzt. Aptur á móti kom grein í Heimskringlu með fyrirsögninni ,,Blöðin“, en sú grein var svo nauða- lík öllu öðru, sem Heimskringla Jlytur lesendum sínum, að pað væri lafhægt að koma meðallagi trú- gjörnum mönnum til að trúa ]>ví að ritstjórn ]>ess blaðs hefði búið hana. til. Annars or ]>að undra-vert, ef kaupendur Heimskringlu eru ckki löngu orðnir sárpreyttir á að lesa allar ]>ær skammir og allan ]>ann pvætting, sem hún flytur lesendum sínum fyrir $1,75—$2,00. Ef einhver skyldi halda, áð petta sje óviður- kvæmilega sagt um Heimskringlu, og að hún muni vera gott blað, pá vil jeg yinsamlegast benda honum á að taka sig nú einu sinni til og útvega sjer 5., G„ 7. og 8. nr. af pessa árs árgangi hennar, par sem eldfjörugur Ásgeir Lindal burðast með sinn botnlausa skamma-pvætting og rekur svo endahnútinn á með nokkrum vottorðum—flestum nafna- lausum ! Það má mikið vera, ef öll- um sem um pað hugsa á annað borð, þykir ástæða til að taka slík- uip fróðleik eða skemmtun með pökk- um. Annars sýnist svo sem ritstjórn Heimskringlu ætti að vera svo skarpskygn oða Vönd að virðingu sinni, livað sem öðru líður um stefnu hcnnar, að hyllast ekki til að verða beinlínis málgagn verstu mannanna, sem reyna að svívirða pjóðflokk vorn. Jeg býst nú við að margt og mikið verði komið út í blöðunum, áður en pessar línur sjást á prenti, og ef til vill kann einhver pá að verða búinn að kveða upp úr með álit sitt á Heimskringlu. Þessar línur verða þá svo sem til uppfyllingar úr fjarlægðinni. Kaupandi Heimskeinglu. * * Atiis. eitst. Oss er því meiri ánægja að taka þessa grein í blað vort, sem höfundurinn hefur, að pví er vjer bezt vitum, lítið eða ekki verið með íslendincrum að staðaldri síð- an hann kom til pessa lands, heldur leitað sjer atvinnu meðal hjerlendra manna. Hann hefur pví ekki get- að orðið fyrir neinum pcrsónuleg- um áhrifum, hvorki af vinum vor- um nje mótstöðumönnum, heldur hafa blöðin sjálf og málefnin ver- ið ein um að hafa pau áhrif á hann, er koma fram í grein þeirri sem prentuð er hjer á undan. Jafnframt skulum vjer og leyfa oss að benda hinum háttvirta liöf- undi á pað, að ýmsir af þeim mönn- um, sem flestir mundu telja meðal hinna beztu manna vorra, hafa nú einmitt gert það sem hann fer fram á. Þannig skulum vjer minna hann á pað sem þeir síra Friðrik J. Berg- mann, Friðjón Friðriksson og Frið- björn heitinn Björnsson bentu á viðvíkjandi Hkr. FRÁ ÍSLANDL Úk brjefi úit Hónavatnssýslu. 9. jan„ 1890. Hið liðna ár hefur að öllu leyti verið oss mjög gott og notadrjúgt, og sjálfsagt með okkar beztu ár- um, livað tíðina snertir; það má telja að verið liafi öndvegistíð frá pví um miðjan fyrra vetur. Hug- ur manna og áhugi fer nú líka lifn- andi, ]>Ó miklar menjar sjeu enn eptir af hinu langvinna bága árferði, sem mjög tók að kreppa að, og má pað til dæmis taka, að á ný- afstöðnum auka-sýslufundi hjer í sýslu áleit sýslunefndin að 2 lirepp- ar í sýslunni væru ekki færir u m að borga hallærislán sitt, og slengdu pví upp á sýslusjóðinn, sem þó er ekki til nema í vasa lítt bjargálna manna. Það er eitthvað hart aðgöngu að hallærislánin svo kölluðu — bendir ekki hallærislán á að hallæri og harðrjetti liafi átt sjer stað? — skuli skapa ný vandræði og fjártjón manna á meðal, en svo er pví pó varið í raun og veru; hjer • á norðurlandi hafa pau alstaðar orð- J ið að harmabrauði, og pað ættu j menn að vilja miklu heldur kjósa að deyja drottni sínum en að hag- nýta sjer slik lán. Það er ómögu- legt að segja, að landsstjórninni fari hönduglega úr licndi að hjálpa. Það eru nú heldur líkur til, ef batnar í ári, að pað dragi úr Vesturheimsferðum. Þó er jeg á því, sem síra Jón Bjarnason ljet einhvern tíma í ljósi í „Sameining- unni“, að nokkrir mundu fara ár- lega, og jeg held petta sje gott og ákjósanlegt fyrir báða málsparta. Það er engan veginn pað bezta við Vesturlieimsfcrðir fyrir okkur sem eptir erum, að verða af með ónytjunga ogósjálfbjarga menn; „par eru sæmst eyru sem uxu“, og er rjett að hver sitji að sínu. En pað er skaðlegt og hættulegt, að ykkar fjelag troðfyllist af slíkum mönnum. Það heillavænlegasta við Vestur- heimsferðir tel jeg pað, að íslend- ingar par vestra gcti magnazt að fjölda nýtra manna, sem hefðu vilja og prek til að taka verklegan og andlegan pátt í þeim lifandi fram- fara-tilraunum, sem ræða er um hjá öllum betri mönnum par vestra. Að pessi fjelagsskapur geti orðið sem sterkastur hlýtur að verða liið heillavænlegasta fyrir okkur í austur- vegum, og mun liafa meiri og meiri álirif, eptir því sem tímar líða fram. Því þróttmeiri, staðfastari og fram- takssamari sem liin íslenzka pjóð réynist vestra, pví meiri eptirtekt mun hún vekja á pessu litla landi, ]>ar sem framtakssemin er enn svo lítil, og par sem um pessar mundir vantar öll lífsmeðöl og forsprakka til að geta gegnt pörfum og kröf- um tímanna. Það fór mjög illa, að menn sinntu ekki betur erindum síra Jóns Bjarnasonar hingað .í sumar. Jeg skil okkert í pessutn ungu mönn- um, sem eru að menntast á þessum tímum, að þá skuli ckki fýsa að fá stöðu úti í hinum menntaða heimi og vinna sjer til sóma og öðrum til gagns undir forustu liinna ácfætustu manna. Ekkert á nú að geta gagnað íslandi, ef farið- er út fyrir landssteinana, þó sagan sýni einmitt hið gagnstæða, að hjer getur ekkert prifizt af sjálfsdáðum, ekkert, nema það sæki sinn mátt og meginn út í framfarastraum lieimsins. Úr HH.IEFI AF Höfðaströnd í Skagafirði. 2. nóv. 1889. Frjettir hjeðan úr Skagafirði fáar en yfir höfuð nú heldur góðar. Árferði lieldur að ganga til batnaðar. Næstl. vetur snjóalítill, heldur umhleypingasamur en vel í meðallagi góður, næstl. vor fyrir- taks gott og skepnuhöld pví með bezta lacri. grasvöxtur í sumar með betra móti og nýting á heyjum’ heldur góð, svo hey eru nú víðast með mesta móti og beztu verkun en lieldur ljett. Haustið í haust að þessum tíma ágætt. Fiskiafli hefur vcrið í vor, sumar og haust í betra meðallagi. Fje reyndist til frálags í haust með bezta móti, sem var að pakka veðurblíðunni næstl. vor og sumar. Fjársala til Englendinga hefur verið í haust með mesta móti nú í nokkur ár, enda borguðu peir fjeð polanlega, 11—14 kr. fyrir vet- urgamalt, 16—17 fyrir 2 vetra sauði, 18—19 fyrir 3 vetra sauði og trippi 3—8 vetra, 50—70 kr. Mjög er líklegt að margir bændur hjer í sýslu liafi fækkað í haust skepnum að mun og máske um of en líklegt er að skuldir manna minnki að mun petta ár. Það er víst hreinasta undantekning að nokk- urstaðar hafi nokkurt lanlb verið skorið í haust. Ef næsta ár verð- ur að gæðum í nokkri líkingu við petta ár, pá rjetta menn mikið við eptir harðærið, en í svipinn er pað ekki .svo fljótt að láta á sjá, því menn voru orðnir svo aðþrengdir eptir margra ára harðindi og kúg- un. Úr brjefi úr Eyjafieði. 2. janúar, 1890. Við heyrum lxkara árferði að vestan en í fyrra og óskum því frem- ur góðs nýárs. Við höfum sjerlega milda tíð nú, og haldizt hún í 1—2 ár enn, rjettist margt við um stund. Litla trú hef jog samt á veruleg- um framförum hjá vorri pj 'ð — sízt ef haldið er hinu gamla horfi. Hið ameríkanska frelsi og ameríkanski stórhuirurinn kemst seint til Ev- rópu, hvað þá hingað. En án stór- huga kemst landið ekki upp. Bogi Pjetur Pjetursson, hjer- aðslæknir í Rangárvallasýslu, and- aðist að heimili sínu Kirltjubæ að- faranótt liins 22. desembr. eptir 4 daga legu í lungnabólgu, er hann hafði fengið upp úr ferðavolki við að vitja sjúkra. Hann var fæddur 19. júll 1848, einkasonur Pjeturs biskups Pjeturs- sonar og frú Sigríðar Bogadóttur, útskrifaður úr Rvíkurskóla 1869, tók heimspekispróf við liáskólann, en embættispróf frá læknaskólanum 1874, varð hjeraðslæknir í Húna- vatnssýslu 1876, og í Rangárvalla- sýslu 1878. — Hann var kvæntur Kristínu Skúladóttur Thorarensens hjeraðslæknis frá Móeiðarhvoli, er lifir mann sinn ásamt 2 sonum peirra, Skúla og Pjetri. Hann var drenirur ifóður o<r göfugmenni, sem hann átti ætt til, talinn mikið góður læknir, fram- kvæmdamaður og framfaramaður, bezti búhöldur. Er mjög mikill og sorg- legur mannskaði að honum, á bezta aldri. (ísafold.) 1. febr. 1890. Dómkirkjubrauðið veitt 2. jan. síra Jóhanni Þorkelssyni á Lága- felli, samkvæmt kosningu safnaðarins. Rangárvallasýsla laus. Sýslu- manni Herm. E. Johnsen veitt lausn frá embætti 2. jan. að beiðni hans með fullum eptirlaunum frá 1. maí p. á. Frá f.krey.ium. Færeyjingar hafa byrjað á nýju blaði, á sínu máli, færeysku. Eina blaðið sem þeir hafa haft áður, „Dimmalætting“, er stofnað var fyrir 12—.13 árum, er á dönsku. Ilið nýja blað lieitir „Föringinga-tíðindi“, kemur út einu sinni í mánuði, í minna broti en minnsta íslenzka blaðið nú („Þjóð- vil.“), og kostar 1. kr. árg. Hjer er ein klausa úr 1. blað- inu, til sýnis, og til pess að láta menn glíma við að skilja, — flestir munu komast út úr pví viðstöðu- lítið: „1889 má heita eitt gott ár fyri Förjar. — Seyðurin var tá, ið árið gekk inn, yvir hövur veikur. Várið var so gott, at tað bötti væl um seyðin og um neytafóðrið, sum hjá mongum var í minsta lagi. Summarið var av teimum bestu; og ýtari gröði lievur ikki nakrantíð komið í hús í Förjum enn tann í ár var. Skurðurin má kallast góður, um hann ikki hjá öllum var so feitur, sum væntað var. — Fiskiskap- urin her um Förjar var heldri vána- ligur í flestum stöðum, tó yvir hövur betri en í teimum seinastu árinum framman undan. — Skipini hava flestöll vunni væl, og ieir Föringar, suin hafa ró út í íslandi, fingu góða veiði“. Skipstiiand. Miðvikudagskvöld 29. f. m. rak kaupskipið Málfríði, er kom til Keflavíkur pann sama dag með kol og salt frá Enolandi, par upp i klettana og fór I spón. M enn komust allir lífs af. Aflabrögð. Fiskvart liefur orðið í Grindavík fyrir skemmstu, og á Miðnesi, en ekki innan Skaga, nema á Akranesi vestur í Forum (17 í hlut 25. f. m.). (ísafold). Uotut-nott. Eptir W. H. Stacpoole. Eitt kveld fór jeg að hátta með gljáandi móleitt hár og andlit átján ára stúlku; morguninn ej tir fór jeg út úr svefnherberginu mínu með hárið eins grátt eins og pað nú er, pó að síðan hafi liðið fjörutíu og tvö ár. Á einni nótt lao-ðist voða-atvik . O eitt á mig eins og pað hefði verið margir tugir ára. Jeg skal segia sötmna í eins stuttu máli eins og jeg get, og með pví að pað hefur aldrei brugð- izt, að þeim sem jeg he£ sagt hana áður munnlega pætti nokkurs vert um liana og þeir liafa verið margir — pá kann og lesendum þtssa blaðs að pykja gaman að sjá hana. Faðir minn hjet Mr. Mariiot, var skipsmiðill og bjó við Ruisell Square með fjölskyldu sina, móður mína og fjögur börn; jeg var þtirra elzt. Einn morgun í deiembenrán- uði 1842 sátum við að morgunvei ði; móðir mín var að lesa brjef, fem pósturinn var nýkominn með, og rjett í pví bili sein hún lauk við brjefið sagði liún: „Það er frá Judit. Hún vill fá Ellen til að fara og vera einn mánuð að Víðistöðum. En mjer er ekki um það. Ilún hefur aldrei heimsótt okkur síðan að hún kom til Englands í fyrra suir.ar. Auk þess liöfum við svo að segja engin 'kynni liaft af lienni um mörg ár“. „Ó, mjer pætti "frámunalega gaman að finna Júdit, frænku mína,“ hrópaði jeg. „En pú liefur aldrei sjeð hana, og ert henni allsendis ókunnug“, svaraði móðir mín. „Það eru næst um því 10 ár, síðan jeg sá hana, og mjer pótti hún ekki mjög við- feldin. Jeg liafði auðvitað ekki sjeð hana síðan jeg var barn, en, eins og jeg hef opt sagt ykkur, pá var eitthvað undarlegt og ónátt- úrlegt við hana, sem jeg kunni ekki við. Sannast að segja var hún ekki lík pví sem liún væri systir mín“. Júdit frænka mín var fimmtán árum eldri en systir hennar, móðir mín. Þegar hún var um tvítugt, giptist hún pýzlcum barón, sem var prófessor við háskóla einn. Enginn vissi, livernig á pví stóð, en eitt- hvað tveiinur áruin eða svo eptir giptingu sína fór Júdit frænka mln að láta sig mjög litlu skipta um skyldmenni sín á Englandi, og sjaldan sendi hún peim línu. Maður hennar, baróninn og prófessorinn, dó hjer um bil prem- ur árum áður en hjer var komið sögunni. Sorgar-spjöld þekktu menn ekki á peim tímum; en hún hefði pó getað látið systur sína vita um missi sinn. Okkur til stórmikillar furðu vorum við ekkert látin vita um að hann væri dáinn og hún orðin ekkja, og pað var af liend- ingu einni að kunningi okkar, sem hafði verið viðstaddur útförina, sagði okkur frá pessu. Enginn vafi ljek á um dauða og . groptrun barónsins. Jeg get pessa til pess að lesarinn skuli ekki halda að jeg ætli að fara að segja neina draugasögu, pó að mjer ann- ars virðist atvik þau sein jeg ætla að fara að skýra frá, vera voðaleori en nokkur draugasaga gæti verið. Hvað sem nú ]>ví leið, ]>á voru bæði móðir mín og faðir minn pví mótfallin, að jeg færi að Víðistöð- um — móðir mín af pvi að henni var, eða að minnsta kosti virtist mjer henni vera, eitthvað gramt I geði við systur sína; faöir minn var pví ekki mótfallinn af neinni annari ástæðu, eptir pví sem jeg gat kom- izt næst, en þeirri, að móðir min vildi pað ekki. En hvað sem nú því leið, pá vann jeg sigur á mót- spyrnu ]>eirra að löktim, og eiun leiðinlegan morgun — pvl að ]eg man, að skýin voru dimhi og pung, þ.egar jeg fór frá London — lagði jeg af stað ti! Víðistaða, íbúðarhúss I Warwickshire, sem Júdit móður- systir mín liafði fengið I arf eptir afa mínn. Ferðir gengu seinna á peim tímum en nú á dögum, og pað var ekki fvrr en klukkan var rjett að segja orðin sex um kveld- ið, að jog kom I fjalavagni upp eptir leiðiníegá vagnveginum, sein lá upp að Víðistöðum. (Mcira.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.