Lögberg - 28.03.1895, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.03.1895, Blaðsíða 1
Lögberu er geliö út hvern fimmtudag a Thr LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO. Skrifstota: Atgreiðsl astoia: rVcr.timiðj’ 148 Prlnoess Str,, Wlnnipeg Man. Kostar $2,oo um árið <í íslandi 6 hr. borgist fyrirfram.—EinstöVVp jj a U lg, 'on. Je m. LðSRSRG is puVhshed every Thursaay by Tití Lögbsrg PRIN'TING & PUBHSHINGCO at 143 Princ9ss Str., Winnipeg Man. •S ubscription price: $2,00 a year payable n adva Single copies 6 c. 8. Ar • í Winnipeg, Manitoba liitiintudagriiin 28. inarz 1895. Nr. í :í. G-efnar MYNDIR OG BÆKUIi tjy — Ilver sem sendir 25 Royal Crown Soap Wrappers til Royai Crotvn Soap Co., Winnipeg, Man., getur valið úr löngum lista af ágætum bókum e tir fræga höfundi: The Modern Home Cool^ Book eða Ladies’ Fancy Work Book eða valið úr sex Nyjum, fallegum myndum Kyrir 100 ROYAL GROWN SOAP WRAPPERS Ljómandi fallcgar Bækur í ljereptsbandi. Eptir fræga höfundi. Engum netna Royal Crown Soap wrappers verður veitt móttaka. Sendið eptir lista yfir bækurnar. Tha Rtyal SiapGo., Wint\ip8g. vald og önnur óvætti“. Allt fietta gleypir Hkr. og verður ekki bumbult Ritstj. Lögbergs]. af. Hon. Mr. Laurier kom til Mon- treal í fyrradag til að ráðfæra sig við læknir. I>að er sagt að hann sje tals- vert bilaður á heilsu. FRJETTIR CANADA. í staðinn fyrir að stofna til al- mennra kosninga, eptir að hafaheimt- að að Manitoba breytti skólalögunum eptir vilja kapólskra manna, eins og flestir pó bjuggust við, komst Ottawa- stjórnin að peirri niðurstöðu, að kalla pingið saman fyrst. Það á að koma saman i Ottawa 18. næsta mán- aðar (april) og búast margir við, að pað standi yfir fram eptir öllu sumri og verði mjög róstusamt. Ottawa- stjórniu veit náttúrlega, að Manitoba- pÍDgið neitar að breyta skólalögunum og vill pví koma frekari ábyrgð á pessu máli af sjer yfir á Dominion pingið. Mesta ósamlyndi kvað vera á milli ráðgjafanna sjálfra út af pessu skólamáli, og fleiru,og er sagt að einn peirra, Patersonhermálaráðgjafi muni segja af sjer. Einn ráðgjafinn, Clarke Wallace, hefur haldið ræður í Ontario og fyrirdæmt pá stefnu, að skipta sjer af skólamáli Manitoba fylkis. Sein ustu frjettir frá Ottawa segja, að svo rammt kveði að ósamlyndi og illdeil- Um milli ráðgjafanna, að pað hafi lent í handalögtnáli milii priggja af peim í Rideau klúbbnum fyrir nokkr- um dögum, að póstmálaráðgjafi Hag- gart bafi gefið peim tveimur, Oumet og Angers (frönskura ráðherrum) upp á snúðinn. t>að kæmi vist fáum á óvart, pótt Ottawastjórnin yrði í minni hluta pegar pingið kemur sam- an, pví pað er varla liugsanlegt, að pegar stjórnin er sjálfri sjer sundur pykk, að hún gati staðist og haldið piugmannaflokk sínutn sainan. „Hvert pað ríki, sem sjálfu sjer er sundur- pykkt, mun leggjast í auðn, og hvert hús par yfir annað hrapa.“ Canada Pacific járnbr. fjelagið ætlar að setja niður laun allra starfs- manna sinna sem fá $1000 eða meir í laun um árið. ÍTLftND. Uppreisnarmenn í Cuba eru allt af að fjölga; pað er illur kurr rnilli Bandaríkjanna og Spánverja út af pvl að Spánverjar skutu á Bandaríkjaskip. Það er ekki ólíklegt að petta gefi uppreisnarmönnum von um hjálp frá Bandáríkjunum til að_losa Cuba und- an Spánverjum. Nylega skaut Japansmaður einn á Li Hung Chang, sendimann Kín- verja til Japan til að semja utn frið, og lenti kúlan í beini í andliti hans en ekki hvað lífi hans vera neiu hætta búin af skotinu. Þetta banatilræði tefur samt að sjálfsögðu fyrir friðar- samningunum. Toronto blaðið „Globe“ sagði rjett nylega: „The Mail and Empire“ (aðalblað apturhaldsflokksins, gefið ót í Toronto), „hefur kingt stefnunni Bnt að skipta sjer af Manitoba skóla- toálinu, en gretti sig mikið yfir pví“. [Winnipeg blaðið „Heimskringla“ gleypti pessa stefnu líka — einn úlf- aldann — cg gretti sig ekkert yfir Þvl* — Ritstj. Lögbergs]. „Glóbe“ Sagði ennfremur: „Það eru bænd- Brtiir í Canada sem miklu framar I>arfna8t pess að fá lagaplástur (held- Ur en kapólskir menn í Manitoba). ^jettindi peirra (bændanna) voru af- oumin með lögum 1879 (pegar vernd- art°Hurinn var lögleiddur), og nú eru Þeir (bændurnir) reiðubúnirað heiinta r]ettindi sín aptur og munu lika sjá Unb að peir fái pau“. [Keimskringla SeRÍr: „Burt, burt! með bænd urna, oss Brudbury — milljónera, auð- Það var borin fram uppástunga í pyzka pingitiu um, að pingið óskaði prinz Bismarck til lukku á afmælis- degi hans, en uppástungan var felld. Forseti pingsins sagði af sjer út af pessu hneyksli. Vilhjálmur keisari afhenti Bismarck gullið sverð, sem er gjöf frá p/zku pjóðinni. Svo gaf keisarinn honum innsigli afa síns. Öidungurinn varð tnjög hrærður yfir pessari miklu virðingu og vinaiiótum, sem hann varð aðnjótandi hjá keisar- anum. Innfluenzasykin kvað vera í rjenun á Englandi, en pó allskæð sumstaðar enn. —Lord Roseberry líð- ur allt af af alleiðingum sýkinnar - einkum svefnleysi. Það er sagt að stjórnin á Englandi sje í bobba, og að sent hafi verið eptir Mr. Gladstone til að reyna að rjetta úr honum. Manitobaþingið. Þingfundur var á priðjudaginn 19. marz, seinni part dags. Mr. Burrows lagði frain bænar- skrá frá Jóni Sigfússyni (í Álptavatns- nýlendu) og 50 öðrum, um landpurk- un í posen-sveit. Lagabreytinga- nefndin lagði fram 5. skýrslu sína Mr. Sifton lagði fram skjölin um pað, hvað mörg mál hann hefði sjálfur sótt, og um pað hvað margar ekrur af mýrlendunum væri búið að afhenda fylkinu, o. s. frv., sem pingið liafði sampykkt að lagt yrði fram. Mr. Armstrong spurði eptir skjölunum viðvíkjandi yfirskoðun riskinga St. Clements-sveitar, og sagði Mr. Came- ron, að pau mundu bráðum verða til. Mr. Armstrong kom með uppá- stungu í pá átt, að pingið lýsi yfir pvi, að pað ættu að eins að vera 25 pingmenn í staðinn fyrir 40, og að eins 8 ráðgjafar i staðinn fyrir 5. Ástæðan, sem Mr. Armstrong færði fyrir uppástungu sinni, var, að pað sparaðist talsvert fje með pessu móti. Mr. Cameron sagði, að pingmað- urinn fyrir Woodlands (Mr. Arm- strong) kæmi nokkuð seint með pessa tillögu, pví hinn rjetti tími liefði ver- ið að koma fram með mótmæli gegn pingmanna c>g ráðgjafa kostnaði, pegar verið var að ræða fjárlögin Mr. Cameron sj'ndi fram á, að ping- menn væru ekki tiltölulega fieiri I Manitoba en í binum fylkjunum. Hann sagði og, að pingmenn hefðu verið jafnmargir og nú fyrir 9 árum (um pað leyti og Greenwaystjórnin komst til valdn) og pó hefði fólkið í fylkinu verið helmingi færra. Ráð- gjafarnir hefðu pi og verið 6 um tíma. Ilann sagði að pað væri ef til vill bezt að liafa bara priggja manna nefnd til að stjórna málum fylkisins, eins og aú væri verið að tala um að hafa hjerna í Winnipeg bæ, í staðinn fyrir bæjarráð. Hann sagði að pað lægi á bak við uppástuuguna sú hug- mynd, að sjálfsstjórn fólksins, i gegn um ping, væri að meira eða minna leyti óheppilegt stjórnarfyrirkomu- lag, en Mr. Cameron sagðist ekki liafa pá skoðun. Hann sagði enn fremur, að fyrsl að pingmaðurinn, Mr. Armstrong, vildi fækka ping- mönnunum hjer, pá lufði hanu átt að vera á móti pvi, að Ottawastjórnin og pingið liefði fjölgað kjördæmum og pingmönnum hjer í Manitoba nýlega. Ýmsar mjög skynsamar og slá andi ástæður færði Mr. Oameron fyrir pvi, að pað væri óbeppilegt og jafn- vel hættulegt að fækka pingmönnum °g sagði að lokum, að stjórnir væri ekki reiðubúin til að taka uppástung una til greina. Mr. O’Malley hjelt hinu saina fram og Mr. Armstrong, að kostnað- urinn við löggjöíina væri óparílega mikill, á sama h&tt og kostnaðurinn við liúshald fylkisstjórans (sem er pó alveg sitt hvað). Mr. Myers sagði, að uppástungan væri ótimabær. Að Mr. Armstrong hefði átt að koma með hana pegar verið var að ræða um kaup ping- rnanna. Ilann sagði að eini tilgang- urinn moð ujipástungunni væri, að reyna að koma sjer í mjúkinn lijá fólki með pví að látast vera að berjast fyrir sparnaði, en allir sæju að petta væri bara uppgerð og yfirdrepskajiur, af pvi hanu (og mótstöðu flokkurinn) kæmi með petta í ótíma — alls ekki á rjettum tíma. Mr. Fisher (óháður apturh.m.) var á tnóti uppástungunni af sömu ástæð um og aðrir, sem á móti henni mæltu, en kom með breytingarupjiástungu í pá átt, að stytta pingtímann, lækka pingmannakaup og lækka laun ráð- gjafanna. A móti breytingar ujipástungu Fishers talaði O Alalley og Martin (báðir apturh. menn) og sögðu hún væri út frá efninu, en forseti áleit að breytingar-ujipástungan væri um efnið. Ýmsir aðrir tóku til máls og hjeldu pví fram, að fylkisbúar mundu verða á móti að fækka pingmönnum; peitn hefði verið fjölgað smátt o« smátt framan af vegna pess að fylkis- búar hefðu óskað pess; að pað væru ekki tiltölulega íleiri pingmenn hjer en í öðrum fylkjum, og fólkið og hin- ir ýmsu atvinnuvegir væru allt af að aukast; að pÍDgmenn hjer fengju ekki hærra kaup en annars staðar o. s. frv. Þess var og getið, að m9Ö pvl að pingmaðurinn fyrir Landsdowne hefði sagt af sjer, en ekki verið stofnað aptur til kosninga á nieðan pingið stóð, pá hefðu sparast $600. Mr. Forsyth gekk inn á, að ping og stjórn kostaði fylkið ekki nema hið hálfa af pvl, sem petta hefði kostað á tneðan apturlialdsflokkurinn sat að völdum og pó var fólkið helmingi færra pá. Þá var breytingar ujipástunga Fishers borin upp, og voru aðeins 6 með henni en 25 á móti. Þá stakk Martin (apturh. m.) upp á pví, að pingmenn sjeu 30, eu pessi uppástunga og uppástunga Mr. Arm- strongs voru báðar felldar. Þá gengu ýms frumvörp i gegn um aðra umræðu og nokkur ný frum- vörp voru lögð fram, o. s. frv. Þingfundir voru á miðvikudag- inD, bæði um eptirmiðdaginn og kveldið, og gekk mestur tíminn f að íhuga (í nefnd) frumvarpið um breyt- ingu á lögum viðvíkjandi yfirrjstt fylkisins (Court of Queens Bench). Þá úrskurðaöi pingið, að pað ekki gæti í petta sinn tekið bænarskrá Jóns Sigfússonar og 50 annara tíl greiua, af pvi að hjer væri að ræða um útgjöld af opinberu fje, en fjár- lögin væru um garð gengin. Þingfundur var á fimmtudaginn (21. marz). — Nokkrar bænarskrár voru lagðar fram, par á meðal lagði Mr. Burrows fram bænarskrá frá Ibú- um l’osen-sveitar um að purka Shoal Lake upjr. Mestur timinn gekk I að ræða uppástungu Mr. O'Malleys um að ,,sheriffs“, „bailiffs11, countyrjott- ar skrifarar og skrásetningrrmenn afsals og veðhrjefa, fái laun af fvlkis- fje, eu fái ekki borguti s'na með gjaldi frá hlutaðeigeudum eins og nú á sjer stað, en uppástungan fjell með miklum atkvæðamun (23 á móti 7). Ejitir uj)pá‘tungu Mr. Hartneys var sampykk að leggja fram öll skjöl viðvíkjandi pvf, hvað pað hefði kost- að fylkið að hjálpa fslenzkum inn- flytjendum að komast hingað frá landi o. s. frv. Um kvöldið kom Mr. Mickle með langa uppástungu til piugsályktunar um, að haldið yrði áfram „The Great North West Central11 járnbrautinni, og var uppástúngan sampykkt. Þingfundir voru á föstudaginn (23. inarz) bæði um eptirmiðdaginn os< kvöldið. Mr. Burrows lagði fram bænar- skrá frá Atnbrose Brunt og 26 öðruni um að purka upj) Shoal Lake. Mr. Greenway lagði fram árs- skfrslu deildar sinnar (akuryrkju og innflutningsmála deildarinnar). Skýrsl an sýndi meðal annars, að pað hefði verið sáð í 1,592,393 ekrur I fylkinu árið 1894 (39,132 ekrum meir en árið áður). Að hveiti hefði verið sáð f 1,010,186 ekrur, höfrum í 413,686 ekrur, byggi í 119,528 ekrur, kart- öflum í 13,300 ekrur, rófum o. s. frv. í 7,880 ekrur; að hveiti ujipskeran hefði verið 17,172,883 bushel, eða 17 bush. af ekrunni að meðaltali; að bygg uppskeran hefði verið 2,981,716 bush.; ertur 18,434 bushel;hör 366,- 000 bushel; rúgur 59,924 bushel. Skýrslau sýnir einnig, að tala hesta í fylkinu liafi árið 1894 verið 88.689; nautgripir 193,966; sauðfje 35,430; svín 08,367; að bændur í fylkinu hafi árið sepi leið kostað $725,534 ujip á byggingar á jörðum sínum. Nokkur frumvörp gengu í gegn um aðra og priðju umræðu. Mr. Martin spurði hvert stjórnin befði fengið nokkra orðsendingu frá Ottawa viðvíkjaudi plásturslögum lianda kapólskum mönuum, og svar- iði Mr. Cameron, að ekkert slikt hefði kotnið. Þá var pingi frestað pangað til á mánudag (25. marz) kl. 3 e. m. Þingfundui var ámánudags ejjttr miðdag, eins og til stóð. Forseti pingsins lýsti yfir pví, að pingið gæti ekki veitt móttöku bænarskrá fiá Ambrose Brunt og öðr- um viðvíkjandi pvf að purka upp Sboal Lake, af pví að hún hefði út- gjöld af opiuberu fje í för með sjer. Mr. Mclntyre lagði fram 3. skýrslu nefndarinnar sem sett var til að yfir- fara reikninga stjórnarinnar. Ilann gat pess, að nefndin befði haft 9 fundi og farið nákvæmlega yfir öll fylgi- skjöl (yfir 500) og að fylkisreikninga yfirskoðunarmaðurinn (Mr. Black) hefði unnið verk sitt samvizkusam- lega og vel í öllum greinum. Mr. Greenway lagði fram skjölin viðvíkjandi flutningi íslcndinga inn í fylkið. Þau sýna, að reikningur „Beav8r“-lfnunnar var í allt $10.744.- 61. Lpp f petta borguðu farpegjar sjalfir $4,255,43, og var pi ejitir ó- borgað (er iunfiytjendur komu himrað haustið 1893) $6,499.18. Eq upp til ársloka 1894 var kallaö inn upji I pessa skuld $3,255,04. Stjórniu hefði borgað (Beaver-línunni) ujij> í pessa skuld $1000, en eptir væri óborgað $2,244.14. Stjórnin hefði haft ejitir skrifleg loforð um borgun 3l. desetn- ber 1894, uppá $2,638 13. Það hefði kostað að kalla pið inn, setn inn ís- hefði komið, $638.13. Meira á 8. bls. VORID 1895. Nú er tjott tælafæri fyrir uienn að fá sjer vor- og sumariöt falleg og ódýr. Jcg lief nýlega fenglft mikið af fall- egum og viindnðum fataefnum austan frá Toronto, sem ír.enn geta nú valið úr. Jeg áhyrgist góðan ogvandaðan fragang á ö!l- uni fatnaði sem jeg liý til, og lægra vcrð en annarsstaðar í Uenum. Skraddari. 446 Notre DaniB Rve., WINNIPEG, MAN, Sko! Garnla góðkuuua guil- smiðsverkstæðiðá James- Street, andspænis lög- reglustöðinni. Mr. U. Thomas er liuttur þaðan eius og öllum er |>egar kunnugt, en 1 lians stað er kominn nýríslenzk- ur skósmiilttr. sem tek- ur á móti löndiun sínum jafn vinsamlega og Mr. Thomas gerði, mun enn- fremuv gera sitt bezta til að verkstœðið framvegis verði eigi síðurvinsælteu áðnr. Nýjar upp og límir bætur á gamla skó, svo sýnast nýir, sömuleiðis Hubbers, eins billega og vel frá genaið som mögu- f legter. Býr eimig til eptir máli nýja J. lvetilsson, 218 James Street, Winnipcg. CREAT ÖKSARl ITad to "Grin aml Bcar It” whon he had apain. You can grin and bau- Ish it at once by uaing Pkkby Bavis’ fPöimKiUev Roid and used even*where. A whole medlcine chest by itaelf. Kills every forrn of external or lntemal pain. _____ Dosk—A teaapoonful iu half glassof water or milk (warmTfconvénient).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.