Lögberg - 25.11.1897, Síða 2

Lögberg - 25.11.1897, Síða 2
2 LÖOBERG, FIMMTJDAGINií 25. NOVEMBER 1897. Gullbrúðkaup. I>að er sjaldgæft, að hjón lifi svo leogi saman að f>au haldi 50 ára minning hjónabands síns. En f>eim mun sjaldgæfara sem f>að er, f>eim mun eptirtektaverðara er pað. Flestir Vestur-íslendingar munu hafa heyrt getið um £>orlák G Jónssan, föður peirra sjera Páls heitÍDS og sjera N. Steingríms £>orláksson». Fimrotudaginn 28. október voru liðin 50 4r frá pvi, að hann gekk i hjóna- band. Börn hans höfðu komið sjer saman um að halda dag J>?nnan há- tiðlrgan. Fyrst var komið saman i kirkj- unni á Mountain jitlu fyrir miðjan dag. Voru par gullbrúðkaupshjónin, börn peirra flest og barnabörn og mirgt af vinum peirra og nágrönnum. I>eir vorupar prestarnir sjera N. Stein- grímur Dorláksson og sjera Friðrik J. Bergmann. Athöfnin byrjaði með pví að sung- inn var brúðkaupssálmurinn nr. 589. Hugsanirnar, sem vakna hjá manni, pegar sá sálmur er sunginn, eru nokkuð aðrar við annað eins tækifæri og petta, pegar samferðin á hjúskap- arleiðinni hefur varað í 50 ár, en peg- ar öll sú leið er ófarin. Pau sannindi, sem par eru tekin fram, eiga samt jafnvel við bæði tækifærin, en verða björtust pá, pegar reynslan er fengin fyrir peim. Að sálminum enduðum stje sjera F. J. Bergmann í stólinn, las einn Daviðs sálm og flutti bæn. Því næst prjedikaði sjera N. Steingr. Dorláksson, sýndi fram á dásamlega hindleiðslu drottins i öllum hlutum og talaði um pá lofgjörð til vors himneska föður, sem fylla ætti iijöit- un við annað eins tækifæri og petta. Dví næst fór fram altarisganga. Voru gullbrúðkaupshjónin og börn peirra til altaris. Að síðustu var sunginn sálmurinn nr. 443: „Vertu hjá mjer, halla tekur degi“. t>egar sá sálmur hafði verið sunginn til enda, stóðu hin ö'druðu brúðhjón um stund fyrir framan gráturnar meðan peir sem við voru staddir fluttu peim sínar ham- ingjuóskir.—I>á var öllum boðið að piggja góðgjörðir, en auglýst um leið, að komið yrði saman í kirkjunni sptur að pví búnu.—E>egar komið var aptur í kirkjuna var orðið nokkuð framorðið. Samt tóku ymsir til máls og urðu pað all-fjörug ræðuhöld, sem h jeldust pangað til dimmt var orðið. Fór pá fólk að fara, pví margir áttu langt heim til sln. í kirkjunni las sjera Steingrímur npp kvæði eptir föður sinn,—lofgjörðarsálm, sem hann hafði ort til drottins út af pessum liðna áfanga æfi sinnar. Af pví að pau hjónin, Porlákur G. Jónsson og kona hans, eru af svo mörgum pekkt bæði hjer og 4 ís- landi, látum vjer hjer fylgja helztu æfiatriði peirra. Þorlákur Gunnar Jónsson er fæddur á Þernunesi í Fáskrúðsfiiði í Suður-Múlasyslu 16. ágúst 1824. Var Jón, faðir Þorláks, sonur ívars Jóns- sonar, er eitt sinn bjó 4 Bakka á Tjör nesi; átti hann fyrir konu Aðalbjörgu, systur sjera Þorláks, sem lengi var prestur í Húsavik á undan sjera Jóni Þorsteinssyni go var Þorlákur G. Jóns- son látinu heita eptir pessum ömmn- bróður slnum. En Gunnars nafnið var í höfuð á sjera Gunnari í íjaufási, föður Tryggva Gunnarssonar og peirra systkina. ívar, afi Þorláks, mun hafa flutt frá Bikka til Stefáns Amtmanns Thorarensen og verið all-lengi ráðs maður hjá honum. ívar pótti nokkuð skrítinn og glettinn, búmaður mikill og hófsmaður, pótti pvf amtmanni vænt um hann, en fannst bann pó stundum nokkuð strlðinn. Var Stef- án amtmaður t. d. eitt sinn að tala um blóðtökur og halda pví fram, að blóð ætti að taka sem fjærst hinum veika parti. Sagði pá ívar, að eptir peirri kenning ætti, pegar liestur hefði skœl, að taka honuán blóð á stertinum. Var mörg lík fyndni eptir honum höfð. Þegar ívar fór frá amtmanni, gerðist hann bóndi I Hvammi fyrir framan Akureyri og seinast á eigin- jöxð sinm Naustum við Akurejrri. Móðir Þorláks hjet Rannveig og var dóttir sjera -Magnúsar Erlends sonar, prófasts á Hrafnagili, og Ingi- bjargar, dóttur Sveins lögmans á Munkapverá, og er sú ætt alkunn. Um pað leyti er Þorlákur fædd- ist, var sjera Hjálmar Guðmundsson prestur að Kolfreyjustað og sóknar- prestur foreldra hans. Þegar hann skírði Þoriák, orti hann vlsu pessa: Herrans náð og dyggðadáð dagvaxi með Þorláki; lífs um práð I lengd og bráð lukk&n sje með Gunnari. Þegar Þorlákur var á 8. ári flutt- ust foreldrar hans frá Þernunesi að Naustum við Akureyri, eptir lát ívars Jónssonar, afa hans. Þar var hann hjá peim pangað til hann var 11 ára. Þá fór hann til sjera Sigurðar Arna- sonar á Hálsi. Sjera Sigurður var sonur Árna frá Sigluvlk, sem pessi vísa var ort um: Hvergi sjer 4 happi hrukku, hamingjan er rlk; augafullur er af lukku Árni I Sigluvlk. Kona sjera Sigurðar á Hálsi hjet Val- gerðu og var dóttir sjera Magnúsar Erlendssonar á Hrafnagili og var pví móðursystir Þorláks G- Jón' s mar. Hjá peim pretshjónunum á Hálsi var hann I 9 ár, og fór paðan tvítugur til Sig- fúsar Schulesen, sem pá var syslu- maður I Þingeyjarsýslu; gengdi hann pá skrifarastörfum fyrir hann einn vetur, og segist pá ekki hafa kunnað annað en fljótaskript. En síðan lærði hann af sjálfum sjer að skrifa ágæta rithönd, og hefur henni enn mjög Htið farið aptur, svo fágætt er að sjá jafn gamlan mann rita svo vel. Nú fór Þoilákur aptur að Hálsi til sjera Þorsteins Pálssonar, sem pá var nýkominn pangað, og gengdi vinnu mannsstörfum hjá honum eitt ár. Fór hann með honum suður til Reykjavlkur á alping pað, sem par var haldið 1847—hið annað— og var kaupamaður hjá Ólafi Stephensen, sekretjera I Viðey, um pingtímann. Um haustið, pegar heim kom, fór hann til Húsavíkur og varð skrifari aptur hjá Schulesen sýslumanni. Gekk hann pá um haustið (28. okt. 1847) að eiga ungfrú Henrjettu Lov- ísu Nlelsdóttur. Faðir hennar var Níels Jónsson Nielsen, faktor á Siglufirði og E kifirði, pangað til hann flutti paðan á fíúsavík, og par dó hann. Faðir hans, Jón Níelsson, var af norskum ættum frá Kristians- sand I Noregi; hjet kona hans Solveig og átti fyrir seinni mann Baagoe, er lengi var faktor á Húsavlk, og pótti hún mesta merkiskona; var hún amma (föðurmóðir) Lovísu Níelsdóttur. En móðir hennar hjet Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Fljótum, af hinni svokölluðu Hrauna-ætt, sem talin var með merk- ustu ættum. Lovísa Níelsdóttir er fædd 16. ágúst 1821 og er pví premur árum eldri en maður hennar. Hún hefur verið tápkona hin mesta, bæði til sál- ar og líkama og borið sinn part af stríðinu með frábærum dugnaði, og verið hin mesta sómakona I öllu. Á peim árum, sem Þorlákur var skrifari á Húsavlk, leitaðist hann við að afla sjer allrar peirrar pekkingar oo menntunar, sem honum var unnt, en aldrei átti hann kost á að njóta neinnar kennslu. Komst hann með ástundun sinni svo langt, að hann hefur ætlð verið talinn ireð upplýst- ustu alpýðumönnum. Eptir að Þorlákur fór frá Schule- sen sýslumanni, var hann eitt 4r sjálfs síns maður á Húsavík og stundaði pá sjómennsku. Þá fluttu pau hjónin að Stórutjörnum I Ljósavatnsskarði árið 1851 og bjuggu par I 14 ár. Þá fluttust pau að Krossi og voru par I 4 ár og svo að Stórutjörnum aptiy: og voru par önnur 4 ár. En árið 1873 fiuttust pau til Amerlku og voru pft synir peirra tveir, Páll og Haraldur, komnir ft undan. Höfðu peir sezt að I borginni Milwaukee í Wisconsin- ríkinu og pangað fluttust foreldrar peirra með fjölskyldu s'ns, ásamt hópi af íslenzku fólki, flestu úr Þing- eyjarsýslu. í Milwaukee voru pau hjónin eitt ftr, en fóru haustið 1874 til Shawano Co., Wis., par sem hópur af Islendingum tók sjer bólfestu. Voru pau fyrst til húsa hjá norskum hjónum, en námu svo land 12 mílur fyrir utan hið eiginlega landnám í?- lendinga par, rjett við hliðina á Indí- ánum, sem par voru býsna fjölmennir um pær mundir. Var par sljettuland skóglttið, go vonaði ÞorlákurG. Jóns- son, að pangað mundi löndum pykja árennilegra að hverfa en inn I hyl- dýpi furuskóganna. Þótti pað næsta áræðnislegt af svo gömlum manni, enda átti haun mörg spor á milli pessa heimilis slns og hinnar eigin- legu nylendu, og varð pá opt að skilja konuna eina eptir heima með tvö yngstu börnin, og Indíánar allt I kring. Kom pá fram táp hennar og kjarkur engu síður en hans, pví frem- ur fáar konur mundu hafa leikið petta eptir henni. Árið 1875 tók Páll sonur peirra prestvígslu I St. Louis og myndaði parna I Shawano Co. fyrsta íslenzka söfnuðinn bjer I landi og pjónaði hon- um, ásamt norskum söfnuðum par I grenndinni, pangað til árið 1877 að hann fór til Nýja-íslands. Sumarið 1879 fluttist Þorlákur með konu sinni og flestum börnunum til Norður Dakota og tóku sjer ból- festu par sem kallað var í Vík—nú Mountain P. O. Þar hafa pau síðan átt heiina,—nú síðari árin til skiptis hjá börnum sinum. Þeim hjónum varð 9 barna auðið; voru pað 6 drengir og 3 stúlkur og eru nöfn peirra pessi: 1. Haraldur, giptur Marlu, dótt- ur Sigurðar heiiins á Ljósavatni, og systur Stefáns Sigurðssonar, kaup- manns I Minneota. Haraldur var um nokkur ár kaupmaður á Mountain, en er nú kominn suður til Detroit, Minn., og býr par. Þau Mara'dur og María hafa átt 10 börn, en 5 eru dáin. 2. Jón Valdemar, giptur Petrínu Guðnadsdóttur, stjúpdóttur Sigur- geirs Björnssonar, bónda að Gardar. Þau hafa átt 8 börn, en eitt er dáið. 3. Pftll; hann lærði I heimaskóla og fór svo til Reykjavíkur og stund- aði nám við latínuskólann og útskrif- aðist paðan tneð ágæt'seinkunn 1871. Var hann pá einn vetur heima með foreldrum sínum, en fór með Haraldi / . bróður sínum og konu hans til Aine- rlku 1872. Fljótt tók hann að stunda guðfræðisnám við prestaskólann I St. Louis og útskrifaðist paðan sumarið 1875 og tók um leið prestvígslu. Hann var prestur íslendinga bæði I Shawano Co., Nýja íslandi og Dakota. Nýlenduna I Pembina Co. stofnaði hann en entist ekki aldur til að sjá hana ná peim framförum og blóma, sem nú er orðið, pvl vorið 1882 ljezt hann úr brjósttæringu og var öllum mönnum harmdauði, peim e^ nokkuð pekktu til hans. 4. Guðrún Jakobina; hún giptist norskum manni, Gjentoft leaksen, hafa pau lengst af búið í Shawano Co., Wisconsin, en eru nú komin til Pem- bina Co. og sezt par að. Þeim hjón- um hefur orðið 10 barna auðið, en 2 hafa dáið. Elzta dóttir peirra, María, er gipt íslenzdum inanni, Brandi Sveinbjörnssyni; eiga pau eitt barn á lífi, svo gömlu hjónin, Þorlákur og Lovlsa, eru pegar orðin langafi og langamma. 5. Rannveig, einnig gipt norsk- um manni, Tönnes A. Möller, dug- legum og ötulum bónda og mjög heiðarleguro rnanni. Búa pau I WÍDnebago Co., Wis., og eru allvel efnnm búin. Þau hafa átt 8 börn og lifa pau öll. 6. Níels Steingrlmur; hann lærði undir skóla hjá sjera Páli heitnum bróður sínum veturinn 1875—76, fór um haustið 1876 til Decorah, Iowa, ft hinn nafukunna latínuskólu Norð- manna par, Luther College, stundaði par nám I 5 ár og útskrifaðist paðan með ágætum vitnisburði 1881. Var hann pá 2 ár við kaupmennsku með Haraldi bróðru slnum á Mountain, fór pá til Noregs 1883 og var par við guðfræðisnám við báskólann 1 Krist- lanfu I 4 ár, tók pá köllun safnaðanna I Minnesota, 'vlgðist 1887, giptist 1888 norskri konu, Erika Rynning, frá Kristíanlu, fór fyrir 3 ftrum sfðan frá Minnesota til Park River og pjón- ar nú norskum söfnuðum. Þau bjón- in hafa eignast 4 börn, en eitt er dáið. 7. Þorsteinn, giptur Hlaðgerði, dóttur Gríms heitins L&xdals og Al- dlsar Jónsdóttur Bergman.i, en syst- ur Daniels Laxdal, niálafærslumanns, og hálfsystur Eggerts Laxdal, kaup- manns á Akureyri. Þau hjónin eiga nú heima á Milton, N. D , og vinnur Þorsteinn par I búð. Þeim hefur orðið 8 barna auðið og eru 3 dáin. 8. Björn, giptur Ingu, dóttur Jó- hinns Stefánssonar frá Kroppi I Eyja- firði. Hafa pau átt 6 börn, en 2 eru dáin. Þau búa 2 mílur fyrir suð- vestan Mountain. 9. Solveig Valgerður, gipt Sig- urjóni Sveinssyni, bónda á Mountain. Þau hafa eignast 7 börn, en eitt er dáið. Af pessu sjest að ættbálknrinn er orðinn býsna stór. Barnabörnin eru orðin 61, en af peim eru 15 dáin. Og par að auki er 1 barnabarnabarn. Margt mætti um pau hjón segja, en pað pykir ekki hlýða að segja hjer nema sem fæst. ÞorlákurG. Jóns- son gengdi hreppstjórastörfum í Ljósavatnshrepp I 8 ár og var við sveitarstjórn riðinn miklu lengur. Sáttasemjari var hann til margra ára. Heimili peirra var ætíð hið mesta rausnarheimili, pð börnin væru mörg og efnin fremur af skornum skammti. Kirkjuna vestur-íslenzku hafa pau stutt af mætti, en bezt pó með pví, að gefa henni 2 presta úr hópi sona sinna. Stærsta reynslan, sem drott- inD hefur sent I peirra garð, hefur auðvitað verið sú, að pau fengu svo skamma stund að njóta pess sonarins, sem pau sjálfsagt befðu mátt vænta mest af fyrir allra hluta sakir. En pau báru pann harm með peirri still- ingu og hugarró, sem einkennt hefur allt líf peirra. Þau eru enn bæði við góða beilsu að kalla má, frísk og ern á fæti, með óbilaða sjón, bæði andlega og lfkam lega, en farinn er hann að kvarta um heyrnarleysi hin slðari ftrin, og mega pó enn ekki heita mjög mikil brögð að pvf um hann svogamlan mann. Um leið og Lögberg flytur petta ftgrip af æfi pessara gömlu gullbrúð- kanpshjóni1, leyfir pað sjer að flytja peim og börnum peirra einlægar lukkuóskir. Gat ekkl laust uiður í 18 uiánudi. McsBur í Toronto Junction er þjdðist af hjartveiki. VeikindiMr. L. W. Law, í Toronto Junction, Ont., voru ekki mjög hættuleg þótt þau væru töluvert óþægileg, þar eð það þurfti að hlaða koddpra alit í kringum hann í rdminu, því ef ^hann lagðist niður fjekk hann svo mikil andköf að hanu atl- aði að kafna. Honum batr aði ekkert fyrr en hann reyndi Dr. Agnews Cure for the Heart. Ein inntaka bættl honum ti) stórra muna og ein flaska iæknaði hann, og hanD nýtur eins góðrar heilsu nd eins og annað folk. Hjartveikin leiðir til dauða ef hdn er ekki læknuð. DP CHASES QUIETS THE COUGH. ALLflYS V INFLAMMA- TION OF THE LUNGS AND BRONCHIAL TUBES. MR. CHA8. BAILEY, of Close Ave., Toronto, atid Mauager celebratod Jessop Steol Works, Manchester, Eng., eays: “ As a quick cough cure for faonlyuse, I coneider Dr. Chase’8 Hyrup of LiiiHeed and Turpentine the most wonderful mix- ture conceivable. This medicine cured me of a eovere attack of La Grippe very promptly. Mv wife would not consider our child eare from croup aud coughð without this preparatiou in the hou«o. Sold by »U dealcr-, or F.'1m%n«on, Bates & Co., Torooio. Ont.; ULLARKAMBAR... Norskir að ætt og uppr fást fyrir eicn dollar ($1] 131 Higgins st. Winnipeg I NOKKUfí | * * tOfíD UM I BfíAUD. Líkar ykkur gott brauðog smjör? Ef þjer halið smjör- ið og viljið fá ykkur veru- lega gott hrauð — betra brauö en þjer fáið vanalega hjá bdðarmönnum eða bökurum--þá ættuð þjerað ná í einhvern þeirra manna er keira dt brauð vort, eða skilja eptir strætisnafn og ndme- ykkar að 870 eða 679 Main Street, W. J. Boyd. Bezta „lce Cream“ og Pastry 1 bænum. Komið og reynið. Stranahan & Hamre, PARK RIVER, - N. DAK SELJA ALLSKONAR MEDÖL, BŒKUR SKRIFFÆRI, SKRAUTMUNI, o. s. frv. Menn geta nd eins Og áðnr skrifað okkur á Islenzku, þegar þeir vilja fá meööl Muuið eptir að gefa ndmerið af meðalinu. Glohe Hotel, 146 Prxncbss St. WinnifbO Gistihds þetta er títbdið með öllum nýjast dtbdnaði. Ágætt fæði, frí baðherbergi og vínföng og vindlar af beztu togund. Lýs upp með gas ljósum og rafmagns-klukk- ur i öllum herbergjum. Herbergi og fæði $1,00 á dag. Einstaka máltíðir eöa herbergi yfir nóttina 25 cts T. DADE, Kigandi. MANITOBA. fjekk Fyrsto Vkbðlaun (gullmeJs- liu) fyrir hveiti á malarasýningur.1', sem haldin var I Lundúnaborg 1892 °g var hveiti úr öllum heiminum sýut par. En Manitoba e: ekki aö cins hið bezta hveitiland 1 heiuai, heldur - r par einnig pað bezta kvikfjftnrækt»r- land, sem auðið er að f&. Manitoba er hið hentugs tft svæði fyrir útflytjendur að setjast »ð í, pví bæði er par enn mikið af ótekn am löndum, sem fást gefins, og upp- vaxandi blómlegir bæir, bar sem g1*1 fyrir karla og konur að fá atvinuu. í Manitoba eru hin miklu og fiskisælu veiðivötn, sem aldrei brcg7'- ast. í Manitoba eru jftrnbrautirmikl- ar og markaðir góðir. í Manitoba eru ftgætir friskólar hvervetna fyrir æskulýðinn. í bæjunum Wiunipeg, Brandon og Selkirk og fleiri bæjum muuu vera samtals um 4000 íslending’r. — í nýlendunum: Argyle, Pipestbu*» Nýja-íslandi, Álptavatns, Shoal L«ko Narrows og vesturströnd Manit«',>ft vatns, munu vera samtals um 4000 rslendingar. í öðrum stöðum í fjl^ inu er ætlað að sjeu 600 íslending’’1, í Manitoba eiga pvl heima un. 8600 íslendingar, sem eigi munu iðrast pess að vera pangað komnir. í M >' >'* toba er rúm fyrir mörgum sinn|,m annað eins. Auk pess eru I N orð- vestur Tetritoriunum og Briti.-h Co- lumbia að minnsta kosti um 14( 0 í»" endingar. íslenzkur umboðsm. ætíð rriðu- búinn að leiðbeina ísl. innflytje: duin- Skrifið eptir nýjustu upplýsinfí* m, bókum, kortum, (allt ókeyj s) 11 Hon. THOS. GREENWA5 . Minister *f Agriculture & Immigi .tioB WlNNIPKG, MaNITOBA.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.