Lögberg - 09.06.1898, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTXJDAGINN 9. JUNÍ 1898
LOGBERG.
GefiS út aö 148 Prince5s St., W'innipeg, Man
af Ths Lögberg Print’g & Publising Co’y
(Incorporated May 27,1890) ,
Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson.
Business Manager: B, T. Björnson.
\ tift lýtfinffar : Smá-anglýsingar í eitt sklpti 25
yrir 30 ord eóa 1 þml. dálRslengdar, 75 cts um mán
dinn. Á atærri auglýsingum, eða auglýsingumum
lengritíma,afsláttur eptirsamningi.
tfástnda-hkipti kaupenda verður að tilkynna
skril ega og geta um fyrverand’ búatað jafnframt.
Utanáskript til afgreiðslustofu blaðsins er:
1 Le Légberg 1 nnting & Co
P. O. Box 585 .
Winnipeg,Man.
• Utanáskrip ttil ritstjórans er:
£<titor Lttgbergy
P *0. Box 585,
Winuipeg, Man.
Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupenda á
i>*aðiógild,nema hannsje skaldlaus, þegar hann seg
rapp.—Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið flytu
f dtferlum, án þess að tilkynna heimilagkiptin, þá er
pað fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnum fyrr
prettvísum tilgangi.
FIMMTUDAÖINN, 9. JÍÍNf 1898.
Olriðar-viðburðir.
Vjer höfum skjfrt greinilega frá
tildrögum ófriðarins miili Bandaríkj-
auna og Spánar í Lögbergi, og einnig
frá hinum merkilegustu viðburðum,
síðan ófriðurinn bjrjaði, jafnótt og
eitthvað sögulegt hefur gerst. En
eins og eðlilegt er eigaleseudur vorir,
eins og lesendur annara blaða, erfitt
með að fá samhengi í sögu ófriðarins,
svo oss datt í hug að pað gæti verið
beði fróðlegt og leiðbeinandi að birta
í blaði voru stutt yfirlit yfir helztu
viðburði, sem standa í sambandi við
ÓTÍðinn fram að byrjun pessa mán-
aðar. Fjöldi af )e3endum vorum eru
Bandaríkja-menn, og fylgja pví eðli-
lega með mesta áhuga öllu,setn stend
ur í sambandi við ófriðinn. En J>ó
ólíklegt sje, pá fylgja lesendur vorir
í Canada öllu, sem stendur í sambandi
við ófriðinn, með engu minni áhuga,
enda er pað ekki furða, pví peir eiga
fjölda af vinum og vandamönnum í
Bandaríkjuuum og hagsmunir pessara
nágrannapjóða eru svo samtvinnaðir,
að flest mótlæti og rneðlæti í öðru
landinu hefur áhrif á hitt. X>ar að
auki er nú svo komið, að vinátta mikil
er að takast milli brezku þjóðarinnar
og Bandarlkja-pjóðarinnar og allt
bandir til, að áður en langt um líði
gangi hið víðlenda brezka ríki og
Bandaríkin í samband, til að halda
uppi mannfrelsi og verzlunarfrelsi, og
til sð útbreiða menntun, menningu
og mannúð í heiminum. t>að er líka
eðlilegt, að pjóðir pessar gangi í
bandalag, pví pað er svo margt—ef^
ekki allt—sameiginlegt með peim:^
saga, tunga, löggjöf, menning, trúar-
í brögð, siðvcnjur o. 's. frv. Báðar
þjóðirnar eru par að auki mestu iðn-
aðar og verzlunarpjóðir,og er peim pvl
um að gera að halda opnum mörkuð-
um, hvervetna í heiminuin, fyrir verzl-
un sína og iðnað. t>að er enginu vafi
á, að eptir ófrið Jennan fara Banda-
ríkin að taka sama pátt í málefnum
heimsins í heild sinni eins og Evrópu-
stórveldin, að Bandaríkin auka hinn
standandi her sinn og auka herflota
sinn svo, að hann gangi næst her
Breta. t>egar svo er komið, og báðar
pessar miklu, enskumælandi pjóðir
eru gengnar í bandalag, munu f»apr
bera ægisbjálm yfir öllum heiminum.
Og I stað pess að petta sje Iskyggi-
legt, er pað gleðileg tilhugsun, af pví
að pjóðir pessar unna mannfrelsinu
meira og halda málefni menningar-
innar og mannúðarinnar á lopti meir
en hinar aðrar stórpjóðir heimsins.
E>ær draga aldrei sverð sitt úr sliðrum
nema pær verði að verja rjettindi sín
eða skjólstæðinga sinna, eða vegna
málefnis mannúðarinnar. Bandarik-
in eru nú að beijast fyrir málefni
mannúðarinnar, og pó hefðu sum Ev-
rópu-stórveldin vafalaust nú verið
gengin í lið með Spánverjum á móti
peim, ef Bretar hefðu ekki hótað
peim hörðu ef þau gerðu pað. I>egar
Bretar ogBandaríkja-menn eru gengn-
ir í samband, eru meiri likur til að
friður haldist í heiminum en áður, því
báðar pjóðirnar eru friðsamar og
bandalag petta verður svo öflugt, að
engin stórveldi eða stórvelda-sambönd
munu voga sjer út í ófrið par, sem
ensk ameríkanska bandalagið setti
sig á móti pví. En vjer ætlum ekki
lengra út í þetta efui nú, heldur kcma
nú með yfirlit pað, er vjer minntumst
á í byrjun greinar þessarar:
15. febr. 1898 var Bandarikja-
herskipið Maine eyðilagt á Havana-
höfn.
28. marz gaf rannsóknarnefud
Bandaríkja sjóliðsins pá skjrslu, að
skipið Maine hefði verið eyðilagt með
sprengingu utan að.
11. apríl sendi MeKinley forseti
congressinum hinn merkilega boð-
skap sinn, viðvíkjandi Cuba-málinn,
sem vjer áður höfum birt greinilegan
útdrátt úr í Lögbergi.
18. apríl skoraði spanska stjórnin
ástórveldin að hindra „ágang“ Banda-
ríkjanna í Cuba málinu.
19. apríl gerðu báðar deildir con-
gressins sampykkt, er fól forsetanum
að skerast í Cuba-málið og nota land-
og sjóher Bandaríkjanna til að friða
eyna.
20. apríl skrifaði forsetinn undir
sampykktina. Og sama dag sendi
Bandar.-stjórn Spánar stjórn aðvörun
um, að ef hún ekki sampykkti innan
priggja daga að sleppa yfirráðum
paðan, pá skærust Bandar. í málið
með valdi. Strax og sendiherra Spán-
verja í Washington, Senor Polo y
Barnabe, var tilkynnt petta, fór hann
burt úr landinu. Ekkjudrottningin á
Spáni, sem hefur konungsvald með
höndnm pangað til sonur hennar fær
aldur til að taka við konungdómi,
hjelt ræðu yfir spanska þinginu og
skoraði á pjóðina að verja hinn uuga
könung gegn „áreitni11 Bandarlkj-
anna.
21. april afhenti Spánar- stjórn
sendiherra Bandar., Woodford, „reisu-
passa“ hans.
22. apríl auglýsti forseti McKin-
ley, að skipaferðir væru bannaðar til
og frá höfnum á Cuba. Bandaríkja-
flotinn tók hið fyrsta kaupskip Spán-
verja í Mexico-flóanum, nefnil. skipið
Buena Ventura.
23 apríl augljsti forseti McKin-
ley eptir 125,000 af sjálfboða-herliði,
og sama dag var lagt fyrir neðri deild
congressins frumvarp um, að fá inn
tekjar til að mæta kostnaði þeim er
ófriðurinn hefði í för með sjer.
24. aprll augljsti spanska stjórn-
in, að ófriður ætti sjer stað vegna
áreitni Bandaríkjanna, og áskildi sjer
rjett til að leyfa prívatmönnum að
gera út skip til hernaðar (sjórána).
Brezka stjórnin augl/sir, að hún veiti
hvorugum.
25. aprll Ijsti coDgressinn yfir
pví, útaf boðskap frá forsetanum, að
ófriður eigi sjer stað, og hermáladeild-
in skorar á „governor“ana í hinum
Jmsu ríkjum og „territory“um, að
leggja til hver sinn hluta af herliði.
Utanríkismála-ráðgjafi Bandaríkjanna
John Sherman, sagði af sjer.
26. apríl auglýsti forseti McKin-
ley, að Bandarikin haldi sjer við
Parísar-yfirlýsinguna viðvíkj. sigl-
ingum á ófriðartímum og útskýrir
siglinga-rjettindin. Spanska stjórnin
skrifar stórveldunum aptur, og áfellir
general Lee (yfir-kocsúl Bandaríkj-
anna á Cuba) fyrir atferli hans par.
Forseti Bandaríkjanna útnefnir W. R.
Day sem utanríkismála-ráðgjafa í
staðinn fyrir Sherman.
27. apríl skaut Bandaríkja-flotinn
á virkin í Matanzas, Cuba, þangað til
pau voru lögð í eyði og hættu að
skjóta.
29. apríl auglýsti Portugals-stjórn
(að dæmi Bretlands, Ítalíu, Svisslands,
Hollands, Svíaríkis og Noregs, Col-
umbia og Mexico — tveggja 1/ðvelda
I Ameríku— Rússlands, Frakklands,
Coreu, Argentinu-lýðveldisins, Japan
og Uruguaylýðveldisins) að hún
veiti hvorugum í ófriðnum. Mikil
deild af spanska flotanum, sem Cer-
vera admiral var fyrir, sigldi frá Cape
Verde-eyjunum áleiðis til Ameríku.
Sama dag tvístraði skothrlð frá Banda-
ríkja-herskipinu „New York“ spönsku
riddaialiði á landi við Fort Cabanas á
Cuba.
30. apríl kom hjálpar-varðskipið
„Paris“ til New York, eptir að sagt
var að Spánverjar hefðu náð því.
1. maí eyðilagði Kyrrahafsfloti
Bandaríkjanna (7 skip, sem commo-
dore Dewey var fyrir) spanska Kyrra-
hafs flotann (11 skip) við Manilla-
borg á Philippine-eyjunum, án pess
að missa einn einasta mann og án
þess að nokkurt af skipunum sakaði
til muna, en 8 menn af Bandaríkja-
liðinu særðust. Um 300 menn af
spanska liðinu misstu lífið, og um 400
særðust að auk.
3. mal kom spaDska þingið sam-
an, og voru par pá miklar æsingar og
gauragangur.
4. mal útnefndi forseti McKinley
11 ,,major“-generala og 26 deilda-
generala I herl. Bandar. JÞað var
auglýst á Spáni, að ýmsar borgir par
væru settar undir herlög vegna upp-
hlaupa, sem áttu sjer stað I þeim.
BlaDco, yfir-herstjóri Spánverja á
Cuba, setti málamynda-ping eyjar-
innar I Havana. Salisbury lávarður
(forsætis-ráðgjafi Breta) hjelt ræðu
um „lifandi11 og „deyjandi“ pjóðir
heimsins, sem vakti stórmikla eptir-
tekt meðal allra menntaðra pjóða.
5. mal voru upphlaupin á Spáni,
útaf verðhækkun brauðs, á hæsta stigi.
(Niðurl. I næsta blaði).
Frjettabrjef,
frá sjera Jónasi A. Sigurðssyni til
ritstjóra Lögbergs:
New York, 3. júní 1898.
Kæri vinur!
Ekki skrifa jeg pjer þessar línur
til að segja frá afreksverkum mlnum,
pvl pau eru eDgin, nje til að sýna
pjer og öðrum hvað jeg er pennafær.
Til pess eru ferðalög illa valin.
Ferðasögur skrifar vegfarandinn vana-
lega á hlaupum, og á hnje sjer þar
að auki.—En jeg veit pað eru ein-
hverjir, er frjetta vilja um ferð mlna
og afdiif, sem gerst hef nú um tlma
Gyðingurinn gangandi.
Jeg fór að heiman líkt og segir í
„Ebenezar og annríkið“. Seinasti dag-
urinn, sem jeg var heima, var hvíta-
sunnu dagurinn. Búist hafði jeg við,
að vera J>á kominn að heiman, en pað
drógst. Gestur sál. Pálsson lætur I
einni smásögu (prentaðri I „Suðra“
forðum daga) sjómennina spyrja I sl-
fellu hvern annan: „Eigum við að
setja?“ Og j>á endurtóku hinir: „Ja,
eigum við að setja?“—leggja frá landi,
hrinda bátnum á haf út.
Svipað var það víst fyrir mjer.
En loks setti jeg J>ó fram—bátinn
minn, veikaD, lekan og varla sjó-
færan.
Að morgni hvítasunnudag3 flutti
jeg guðspjónustu I kirkju Vídalíns-
safnaðar og kvaddi j>á vini mína, er
jeg náði til. Alla aðra kveð jeg inni-
lega með pessum orðum.—Síðan fór
jeg til Mountain, og jarðsöng par
barn. Síðar um kveldið gaf jeg
saman hjón, tók saman farangur minn
og lagði af stað um nóttina, sam-
kvæmt hraðskeyti er jeg fjekk, áleið-
is til St. Vincent,Minn. I>angað hafði
mjer verið sendur farseðill, sem jeg
gat ekki hagn/tt mjer frá öðrum
járnbrautarstöðvum nær mjer. t>ann-
ig byrjaði jeg J>á mlua íslandsferð.
Dagurinn (30 mal) er, sem kunnugt
er, rojög mikill hátíðisdagur hjá
Bandarlkjamönnum, einkum meðal
innfæddra manna og allra hermanna
úr prælastrlðinu. Nefna þeir daginn
Decorations Day. Skrýða peir pá
grafir framliðinna, einkura hermanna,
ganga skrúðgöngur og flytja ræður,
brennheitar af ættjarðar-ást og kridd-
aðar dálitlum pjóðar-gorgeir, sem
von er.
Mjer var engin hátíð I hug, en
miklu fremur hið gagnstæða—gröf,
gleymd og óskrýdd—pjóð og pjóðlíf,
sem ekkert stríð og engar hetjur á
nú I eigu sinni, vor eigin pjóð. En
svo sá jeg naumast neitt annað frá
Pembina til Crookston, Minn.—en
flö(W og reidhjól. Börnin, konur og
menn, ungt og gamalt, allt var á hjól-
um á þessum stöðum. — Mjer datt í
hng, að bráðlega yrði allt aðhafst
með hjólum (wheels). Og eins og
fæturnir eru alveg gengnir úr gildi,
pannig muni bráðlega aðrir limir—og
máske hæfileikar—rýma fyrir hjólum.
I>að er annars gott, að lausamennsku-
lögin Islenzku gilda ekki hjer vestra.
í Crookston var mín fyrsta dvöl.
Hitti jeg þar nokkra Pembina-county
menn—alla á hjólum. Allmikið bar
þar á vfnsölu, og mjög ölvaða menn
sá jeg J>ar á götum úti. Minnist jcg
ekki, að hafa sjeð neitt llkt pvi í
Dakota I laDga tlð. Fann jeg til
J>ess. pó jeg sje útlendingur, hve sárt
(>að er, að slíkum degi skuli varið
pannig til svalls. — Annars ættum
vjer, sem höfum flutt til landsins og
njótum peirrar blessunar er blóð her-
manna þessara keypti, að taka meiri
og innilegri pátt I hátlðar-athöfn
Bandamanna pennan „Decorations“-
dag.
Til Minneapolis kom jeg að
morgni hin3 31. maí. Nálega allan
pann dag rigndi til muna. Keypti
jeg mjer par farbrjef áfram til Chica-
go, Niagara Falls, New York og Liv-
erpool á Englandi með „llnu“ sem
Cunard-llna nefnist. I Minneapolis
er jeg nokkuð kunnugur; hef opt
komið paDgað og staðið þar við. Til
íslendinga, sem J>ar búa, hef jeg kom-
ið og átt góðu að mæta. í petta sinn
hitti jeg ekki íslendinga fyr en komið
var undir kveld og jeg purfti að
leggja af stað til Chicago. Var mjer
hinn mesti fögnuður I að finna pá.
Hitti jeg meðal þeirra, mjer mjög
óvænt, Frank R. Johnson frá Minne-
ota, sem nú er „traveling salesman“.
Minneapolis er myndarlegur bær.
En það er heldur óskemmtilegt I stór-
bæ I stórregni. t>á er ánægjulegra
50
ná á steininn með staf sínnm, en henni heppnaðist
J>að ekk;, svo hún hætti tilraunum sínum I örvænt-
ingu, og settist niður á lækjarbakkanum og spennti
greipar mæðulega. Hún sat par pegar Alleyne
kom að læknum.
„Komið yfir um, kona góð“, sagði hann. „t>að
er ekki hættulegt að fara yfir lækinn“.
„Ó, góði ungi maður,“ sagði gamla konan, „pað
er glý á augunum I mjer, svo pó jeg viti að J>að er
steinn parna I læknum, pá er jeg alls ekki viss um
hvar hann er“.
„t>að er alhægt að ráða bót á J>essu“, sagði
Alleyne glaðlega, og svo stökk hann yfir lækinn og
lypti henni upp ljettilega (hún var orðin mjög visin
af elli) og bar hana yfir lækinn. Hann tók nú samt
eptir pví, pegar hann setti hana niður, að hún var
gvo aflaus I hnjáliðunum, að hún ætlaði að hnfga nið-
ur og að hún gat varla haldið sjer upprjettri með
stafnum Btnum.
„I>jer eruð mjög veikburða, kona góð“, sagði
hann. „Eruð pjer langt að komin?“
„Jeg kem frá Wiltshire, ungi vinur minn“, svar-
aði hún með skjálfandi rödd; „jeg er búin að vera á
leiðinni I prjá daga. Jeg er að fara til sonar míns,
sem er 1 konungsliðÍDU I Brockenhurst. Hann hefur
ætið sagt, að hann ætlaði að annast mig I ellinni“.
„I>að er líka alvegrjett kona góð“,sagði Alleyne,
„pftr eð pjer önnuðust hann I ungdæmi hans. En
hvað er langt síðan að J>jer hafið fengið nokkuð til
að nærast á? ‘
&G
ert að tala um hluti, sem J>ú berð ekkert skynbragð
á. I>að er satt, að maðurinn hefur enn ekki komið
fyrir rjett, en nú er rjetturinn kominn fyric hann.
Hann flýði undan lögunum, og er nú pess vegna ut-
an vjebanda peirra. Skiptu pjer ekki af J>ví, sem
ekki kemur J>jer við. En hvaða bæn er J>etta, fant-
urinn pinn, sem J>ú ætlar að biðja?“ sagði hann svo
og sneri sjer að bandingjanum.
„Náðugasti herra“, sagði bandinginn, „jeg hef
I öðrum skónum mfnum ofurlitla spýtu úr skipinu
sem hinn heilagi Páll postuli var á pegar hann varð
fyrir skipreikanum við eyna Melita. Jeg keypti
hana fyrir tvo herramenn af sjómanni sem kom úr
Austurlöndum. Bænin, sem jeg ætla að biðja
yður að uppfylla er sú, að pjer látið spýtuna I hend-
ur mínar og látið mig dejja með hana I höndunum.
Með J>essu móti er jeg ekki einasta viss um mína
eigin sáluhjálp, heldur einnig um sáluhjálp ýðar,
pví jeg skal aldrei þreytast að biðja fyrir yður pegar
jeg er kominn 1 Faradís“.
Eptir skipan fógetans tóku menn hans skóna af
bandingjanum,og pá kom pað I ljós, að öðrumegin við
iljina var löng og mjó svört spýta, sem vafin var
innan I pjötlu af fínu, punnu silki. Bogamennirnir
tóku ofan pegar peir sáu spýtuna, og fógetinn
signdi sig guðhræðslulega um leið og hann rjetti
ræningjanum hana.
„Ef svo skyldi fara“, sagði fógetinn við ræningj-
ann, „að hin synduga sál pín skyldi komast inn I
54
reyndi að rlfa sig lausan og komast einnig brott, og
Alleyne heyrði tennur hans skellast saman eins og
hann hefði köldu, en handleggir hans urðu afllausir*
I>egar Alleyne póttist pannig sjá, að hjálp væri í
nánd, pá hjelt hann fantinum enn fastar, og gat loks
lagt hann á bakið. Svo leit hann aptur fyrir sig til
að sjá, hvaðan hófadynurinn kæmi.
Hann sá að stór og digur maður kom ríðandi
niður brekkuna; hann var klæddur I kyrtil úr purp*
urarauðu flaueli og keyrði stóra, brúna iiestinn, sem
hann reið, allt hvað hann gat farið. Hann beygði
sig vel fram á makka hestsins, og sxlir haDS lyptust
upp við hvert stökk, sem hesturinn tók, eins og mað-
urinn væri að lypta hestinum upp, I staðinn fyrir
hann bæri manninn. E>ó Alleyne að eins renndi aug*
unum til mannsins, pá sá hann að hann hafði hvíta
hjartarskinns-glófa á höndunum, að pað var hvít,
hrokkin fjöður I koll-lágu flauels húfunni hans og yfir
brjóst hans var breiður, gullsaumaður sverðs-fetill-
A eptir manni pessum riðu sex menn, tveir og tveir
samhliða, og voru peir klæddir I skrautlausar, brúnar
treyjur, og hangdu hinir löngu, gulu örvabogar
peirra aptan á hægri öxlum peirra. Allur hópurinö
reið allt hvað af tók niður brekkuna, yfir lækinn og
upp hinumegin, pangað sem ryskingarnar voru.
„Hjer er einn peirra!“ sagði foringinn, um leiö
og hann stökk af hinum kófsveitta hesti sínum og
greip í kragann á treyju hvíta fantsins. ,,E>etta eí
einn af peim. Jeg pekki hann á merki djöfulaine