Lögberg - 18.08.1898, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18 ÁOUST 1898..
Frjettabrjef.
Calgary, Alberta, 8. ágúst ’98.
Herra ritstj. Lögbergs.
Jeg er nú búinn að ferðast um
Red Deer-nylenduna í Alberta, og
svolítið að ná mjer aptur eptir all-
*r þaar veizlur og og skemmtanir,
sem jeg varð f>ar aðnjótandi, og eiga
vfst fáir hjerlendir ferðamenn, sem
terðast um ókunnug hjeröð meðal
hjerlendra þjóða, pví að fagna, að pað
sje tekið tveim höndum á móti peim
allsstaðar og leikið við f>á eins og
Dánustu ættingja og vini. Alberta-
íslendingar eru engir eptirbátar ann-
sra Islendinga með gestrisnina, f>ví
það var eins og hver og einn vildi
brjóta sig í mola til pess að gera dvöl
Dilna sem skemmtilegasta, og jeg er
sannarlega glaður yfir að hafa haft
tækifæri til að kynnast svo mörgum
góðum og glaðlyndum mönnum og
tonum, sem jeg kynntist f>ar,já, glað-
íyndum, pví f>ar er fólk undantekn-
ingarlaust allt glaðlynt og ánægt—
ánaegt með kjör sín og ánægt með
nylenduna, finnandi til f>ess, að hörð-
Ustu nybvggjara árin eru liðin og
að þeir eiga góða og farsæla framtíð
lyrir höndum, jafnvel f>ó f>eir leggi
ökki hart á sjálfa sig. Jeghefíenga
Í8lendinga-byggð komið, f>ar sem
Uienn erueins jafnefnaðir, f>ví hjer eru
engir ríkir og engir fátækir, og f>ess
vegna á sjer engin öfund stað manna
á meðal. Bændur hjer eiga eignir,
sem eru frá 2 til 3 J>úsund dollara
viröi, hver, og synast (>að máske ekki
miklar eignir á pappírnum, en f>egar
maður tekur f>að til greina, að jarðir
þeirra eru metnar mjög lágt enn, sök-
um f>ess hvað mikið er af ónumdu
landi I nylendunni og allt í kringum
hana (landi, sem er fullt eins gott og
Sumt jafnvel betra en f>að, sem f>egar
hefur verið numið), pá eru eignirnar
miklar; f>ví flestir, sem f>ar eru, komu
þangað efnalitlir og sumir bláfátækir
(áttu ekkert nema eina kú að hálfu
leyti), en nú, eptir 0 til 8 ára dvöl
hjer, líður f>eim ljómandi vel og hef-
ur liðið vel undanfarandi ár.
Búskapur í nylendunni er líkast-
Ur því, sem átti sjer stað á íslandi, af
öllum þeim nýlendum, sem jeg hef
komið í. Landslagið er einnig líkast
því er átti sjer stað heima: grænar
engjar, háir hólar, brekkur, sem eru
Sumar þaktar grænum skógi (en sum-
ar ekki), uppsprettu-lindir, smávötn
og jökul-ár. Á bakvið nylenduna
liggur fell, allhátt, sem eykur mjög
fegurð byggðarinnar, og í fjarska, til
suðurs og vesturs, rísa eins og úr hafi
hin risavöxnu og tignarlegu Kletta-
fjöll, með sína bláu hnjúka og hvítu
skalla; og svo langt sem augað eygir
I áttina til þeirra, eru skógi vaxnar
hæðir með grassljettum á milli, ágætt
land, sem I framtíðinni á eptir að
verða að blómlegri byggð. — Vest-
urpartur ryl. er meðfram bökkum
Medicine árinnar. 1 henni er tölu-
vert vatnsmagn, sem hæglega mætti
nota til að framleiða hreifi-afl fyrir
mylnur og annað fleira. Að henni
eru víðastháir bakkar, og eru inndælir
furu-topar hjer og hvar í bakka hlíð-
unum. Áin er hyljótt, en hjer og
hvar eru straumhörð brot, svo hægt
er að ríða hana eða keyra yfir hana.
Allsstaðar er grjót eða malarbotn í
henni, og gull-leitarmenn, sem ferðast
hafa þar um í sumar, hafa sagt, að
talsvert gull fyndist í farvegi hennar,
en samt hafa Alberta íslendingar ekki
fengið neinn snert af gull-pestinni.—
I>að hafur verið og er enn talsverð
veiði í ánni af hinum algenga vatna-
fiski þessa lands. Deir Medicine-búar
hafa margir valið hússtæði á árbökk-
unum, sem gefa ekki eptir að fegurð
kastala-stæðum fyrri daga.
Svo er norður-byggðin, sem svo
er nefnd. E>ar eru meiri sljettur, en
rainna af skógi og hólum, en samt er
landið alls ekki flatt, og hefur það
sína einkennilegu fegurð. Dað er
dálítið stöðuvatn í norður-byggðinni,
og þeir sem búa uppi í fells-hlíðinni
hafa uppsprettu-lindir, hreinar og tær-
ar, sem aldrei frjósa, og var það í
fyrsta sinni síðan jeg kom til Canada
frá íslandi, að jeg smakkaði vatn sem
jeg gat drukkið mjer til sælgætis, án
þess að jeg væri nokkuð þyrstur.
Menn ná vlðast hvar I nylendunni I
ágætt vatn með þvl að grafa brunna.
—Jarðvegurinn er góður og landið
gott til akuryrkju, og var hún fyrst
stunduð talsvert, en vegna nætur-
frosta á sumrin, er skeramdu korn
fyrir bændum fyrstu árin, og vegna
þess að þeir hafa vissan gróða á gripa-
ræktinni, þá hafa þeir hætt við korn-
rækt. En þar eru menn, sem alltaf
hafa ræktað hveiti, hafra og bygg og
hafa haft góða uppskeru I síðastliðin
ár; því þó það kæmi sumarfrost þá
tóku menn fljótt eptir því, að þau
skemmdu opt einungis á landi sem
liggur lágt, en ekki á hálendinu, og
má á sumarkveldum stundum sjá
hvltgráa þoku læðast eptir öllum
lægðum, en hólar og hæðir standa
uppúr þeim, sem eyjar í hafi, og er
það fögur sjón að sjá. Mig undrar
ekki, að Alberta-lslendingar eiga eins
gott náttúru-skáld sem Stephan G.
Stephanson er.
Loptslagið er Hkt og I Manitoba,
nema hvað næturnar eru svalari, og
segja menn I nyl. mjer, að á haustin
sje skemmtilegasta veðráttan á árinu.
Á veturna fá menn þar einstaka sinn-
um smekk af hinum alþekkta heita
vestanvindi er „Chinook“ nefnist,
.vindi, sera á fáeinum kl.stundum kem-
ur yfir fjöllin og bræðir allan snjó
sem fyrir er.
Alberta-íslendingar eru miklir
mjólkurbændur, og hafa þeir markað
'fyrir mjólk sina á ostagerðar-húsum,
sem eru tvö I byggðinni. Annað á
Helgi Jónasson, og Einar Jónsson I
fjelagi með honum,en hitt eiga „Beni-
diktson Bros“. (J6n og Ólafur). Á
húsum þessum er ostur búinn til úr
mjóikinni fyrir 2c. pundið, og fá svo
bændur þetta frá 9c. til llc. fyrir
pundið af ostinum, eptir því sem
markaðurinn er. Dað koma að jafn-
aði 10 pund af osti úr 100 pundum af
mjólk, og hafa margir bændur um 500
pund af mjólk á dag yfir sumar-mán-
uðina, og hafa þeir þannig $3.50 upp
úr mjólk sinni á dag, eða yfir 100
dollara á mánuði. Markað hafa þe r
I bæjunum Innisfail og Red Deer
fyrir ost sinn, en nú eru ostagerðar-
mennirnir að byrja á verzlun sjálfir,
sem, ef vel er með farið, ætti að geta
orðið þeim og byggðinni til mikils
hagnaðar, þar eð það er töluverður
kostnaður við að þurfa að sækja verzl-
un sína út úr byggðinni. Nautgripir
eru I heldur góðu verði I nylendunni,
enda hafa margir gott nautakyn og
leggja, talsverða stucd á að bæta það,
en samt mætti betur gera. Sauðfjár-
rukt blessast hjer vel, og hesta er opt
hægt að fá með góðu verði. Hafa
sumir bændur hjer fengið ágæta reið-
hesta (ponies) hjá lnd'ánum fyrir 3,
5 og 10 dollara, og selja bændur þá
aptur sín á milli fyrir 25 og 30 doll.
Atvinna er hjer nóg á sumrin, en
fáir íslendingar -nota hana, því þeir
sjá að það borgar sig betur að stunda
búskap sinn. Dað er hægt að fá
þetta 25 til 35 doll. um mánuðinn I
kaup yfir sumarið bjá hjarðbændum
(Ranchers) allt I kring, og gefa sumir
landar I byggðinni verkamönnum síc-
um gott kaup. Vinnukonur er hvergi
hægt að fá, og hafa margir enskir
beðið mig að útvega sjer vinnukonur.
I.æknis frú ein hjer sagði mjer aðhún
gæti aldrei haldið vinnukonu lengur en
3 mánuði I einu, þvl þá væri einhver
stórríkur hjarðbóndinn I nágrenninu
búinn að ná I liana og giptast henni,
því hjer væru ógiptir auðmenn á
hverju strái. Hún bað mig, ef jeg
hitti einhverja duglega,ógipta stúlku,
að vísa henni til sín; kaupið skyldi
ekki standa I vegi; og svo sagði liún
mjer, svona prívat, að þessar gipting-
ar hefðu aukið svo starfa mannsins
síns, sem annars hefði haft lítið að
gera, að nú liefði hann aldrei frl-
stund.
Jeg veit ekki af neinu plássi, sem
maður getur bytjað búskap I með
jafn litlum peningum,en með dugnaði,
eins og hjer og liðið vel frá byrjun,
og loptslagið og náttúrufegurðin er
nokkurn veginn eptir smekk íslend-
inga. Jeg er sannfærður um, að ef
einhverjir ísl. leituðu hingað, að þeim
yrði vel tekið, leiðbeint og bjálpað.
í nylendunni eru nú 205 manns—-10
bændur, sem eiga eignir er nema eitt-
hvað $81,610, eða hjer um bil $397
O
o
á hvern msnn 1 lieimili, og eru það
nokkuð góðar ástæður I svo ungu
byggðarlagi.
Fjelagslíf er nokkurt I nylend-
unni. Dar er nú bæði kvennfjelag og
lestrarfjelag, og svo er þar einn góð-
ur alþyðuskrtli, og gjalda bændur
kennaranuin 45 dollara um mánuðinn.
Svo hygg jeg að það líði ekki langur
tími áður en farið verður að mynda
kristilegau fjeJagsskap. Samlyndi
manna á meðal er ágætt, laust við
allan krit og þrætur, eins þó að menn
hafi mismunandi skoðanir. Til dæmis
hefur engum di ttið I hug að gera ís-
lendingsd'-gs-málið »ð kappsmáli.
Að endingu þakka jeg Alberta-
íslendingum fyrir þá miklu gestrisni,
er þeir syndu mjer, og vona að það
eigi fyrir mjer að lig/ja, »ð heim-
sækja þá optar. Jeg mun aldrei
gleyma Alberta íslcndingum.
Með virðingu,
Yðar,
Áiíni Eggkktsson.
REGLUR VI1) LANDTÖKU.
Af öllum sectionum með jafnri tölu, sem tilhevra sambvndsstjörn-
inni I Manitoba og Norðvesturíandinu, nema 8 og 26, geta fjölskyldu-
feður og karlmenn 18 ára gamlir eða eldri, tekið sjer 160 ekrur fyrir
heimilisrjettarland, það er að segja, sje landið ekki áður tekið,eða sstt
til síðu af stjórninni til viðartekju eða einhvers tnnars.
ÍNNRITUN.
Menn meiga skrifa sig fyrir landinu á þeirri landskrifstofu, sem
næst liggur landinu, sera tekið er. Með leyfi innauríkis-ráðherraris,
eða innflutninga-uraboðsmannsins I Winnipeg, geta menn gefið öðr-
um umboð til þess að skrifa sig f^ir landi. Innritunargjaldið er $10,
og hafi landið áður verið tekið þarf að borga $5 eða $10 urnfram fynr
sjerstakan kostnað, sem því er samfara.
HEIMILISRJETTARSKYLDUR.
Samkvæmt nú gildandi lögum verða menn að uppfylla beimilis-
rjettarskyldur sínar með 3 ára ábfúð og yrking landsins, og má land-
neminn ekki vera lengur frá landinu en 6 mánuði á ári hverju, án sjer-
staks leyfis frá innanríkis-ráðherranum, ella fyrirgerir hann rjetti sln-
um til landsins. '
BEIÐNI UM EIGNARBRJF
ætti að vera gerð strax eptir að 3 árin eru liðin, annaðhvort hjá næsta
umboðsmanni eða hjá þeim sem sendur er til þess að skoða hvað unn-
ið hefur verið á landinu. Sex mánuðum áður verður maður þó að
hafa kunngert Dominion Lands umboðsmanninum I Ottawa það, að
hann ætli sjer að biðja um eignarrjettinn. Biðji maður umboðsmann
þann, sem kemur til að skoða landið, um eignarrjett, til þeas að taka
af sjer órnak, þá verður hann um leið að afhendasiíkum umboðam. $5.
LEIÐBEININGAR.
Nykomnir innflytjendur fá, á innflytjenda skrifstofunni I Winni-
peg og á öllum Dominion Lands skrifstofum innan Mauitoba og Norð-
vesturlandsin, leiðbeiningar um það hvar lönd eru ótekin, ogallir, sem
á þessum skrifstofum vinna, veita ínnflytjendum, kostnaðar laust, leið-
beiningar og bjálp til þess að ná I lönd sera þeim eru geðfeld; enn
fremur allar upplýsingar viðvíkjandi timbur, kola og námalögum. All-
ar slíkar reglugjörðir geta þeir fengið þar gefins, einnig geta menn
fengið reglugjörðina um stjórnarlönd innan járnbrautarbeltisins I
British Columbia, með því að snúa sjer brjéflega til ritara innanrlkis-
deildarinnar I Ottawa, innflytjenrla-umbóðsmannsins I Winnipeg eða
til einhverra af Dominion Lands umboðsmönnum I Manitoba eða Norð-
vesturlandinu.
JAMES A. SMART,
Deputy Minister of the Interioi.
N. B.—Auk lands þess, sem menn geta íengið gefins, og átt er við
I reglugjörðinni hjer að ofan, þá eru þúsnndir ekra af bezta landi,sem
hægt er að fá til leigu eða kaup3 hjá járnbrautarfjelögum og ymsum
öðrum fjelögum og einstaklingum.
173
að til hinum hvítleita kjól hennar brá að eius fyrir
Við og við milli trjánna. Dá labbaði hann af stað,
hiðurlútur og hnugginn, eptir hinum stfgnum, reiður
Við sjálfan sig fyrir hina klunnalegu ræðu sína, sem
hafði móðgað hana án þess hann ætlaði sjer það.
Hann hafði gengið æði langan spöl, fullur af
efasemdum og sjálfs-ásökunum, hugur hans fullur
*f allskonar nyjum hugsunum, ótta og undrun—
þegar hann heyrði að það ikrjáfaði I laufinu að
baki sjer, og þegar hann leit við sá hann þessa yndis-
legu, fótljettu mær rjett á hælunum á sjer, og var
hið fagra höfuð hennar eins niðurbeygt og höfuð
ajálfs hans—og hún var reguleg Smynd auðmyktar
og iðrunar.
„Jeg skal ekki styggja yður og ekki svo mikið
aem ónáða yður með tali mínu“, sagði hún, „en jeg
vilcli fegin mega verða yður samferða þangað til við
erum komin út úr skóginum“.
„Djer getið ekki styggt mig“, svaraði hann og
hlynaði aptur um hjartaræturnar við að sjá hana.
„Dað voru hin óþyðu orð mln, sem styggðu yður; en
jeg hef alist upp með karlmönnum alla æfi mlna, svo
að þó jeg væri allur af vilja gerður, veit jeg varla
hvernig jeg á að haga ræðu minni fyrir eyru
kvenna“.
„Jæja, takið þá aptur það sem þjer sögðuð“,
hrópaði hún I flyti; „segið að það hafi verið rjett af
mjer að óska, að ná hefnd yfir ljensmanninum“.
„Nei, það get jeg ekki gert“, svaraði hann með
alvörugofni.
180
hann var kominn nokkuð lengra, mætti hann sterk-
legum, svártskeggjuðum manni, sem var ríðandi á
brúnum hesti, og hjelt hann á talnabandi I hægri
hendinni, en langt tveggjahanda sverð glamraði við
vinstra ístað hans. Alleyne sá af hinni síðu, svörtu
hempu hans og hinum áttydda krossi á annari erm-
inni, að hann tilheyrði reglu þeirri er nefndist sánkti
Jóhannesar hospitals-riddarar af Jerúsalem, sem
höfðu aðsetur I Baddesly. Hann lypti upp tveimur
fingrum um leið og hann fór fram hjá og sagði:
„Benedice /ilie meus!u en Alleyne tók ofan og
hneigði sig, og horfði með mikilli lotningu á mann
þcnna, sem hann áleit að hefði varið öllu lífi sínu til
að leggja vantrúarmennina að velli. Veslings ein-
faldi pilturinn! Hann hafði enn ekki komist að því,
að það sem menn þykjast vera og það sem menn eru
I raun og veru, er sitt hvað, og að sánkti Jóhannesar-
riddararnir, sem höfðu erft mestallan auð hinna ó-
gæfusömu Templara, leið allt of þægilega til þess
þeim dytti 1 hug að skipta höll þeirra fyrir tjöld, eða
vínkjöllurunum á Englandi fyrir hinar þurru eyði-
merkur Syrlu. En samt getur þekkingarskoitur
verið dýrmætari en vkdómur, því þar sem Alleyne
hjelt leiðar sinnar, eptir að hafa mætt riddaranum,
einsetti hann sjer að lifa dygðugu og háleitu liferni
þegar hann hugsaði um, hvað riddarinn lagði I söl
urnar, og styrkti sig I þessu áformi með dæmi hans,
sem hann varla hefði getað gert ef har.n liefði vitnð,
að hospitals-riddarinn hugsaði mcira um Malmsoy-
169
„Vötn geta komið frá sömu Uppsprettu,, og samt
geta sum þeirra verið hrein og tær, en sum gruggug
og fúl“, sagði hún I flyti. „En til að gera langt mál
stutt, þá vildi faðir minn ekki hafa neitt með lens-
manninn að sysla sem biðil minn, og satt að segja
vildi jeg það ekki heldur. Degar hann fjekk að vita
þetta, þá strengdi hann þess heit að gera okkur eitt-
hvert meiu, og þar eð það er alkunnugt að hann er
hættulegur maður, og að margir skógarmenn og
aðrir þvílíkir menn fylla flokk hans, þá fyrirbauð
faðir minn mjer að fara á fálkaveiðar eða rlða um
skóginn fyrir norðan Christchurch-veginn. En það
vildi svo til i tnorgun, að jeg sleppti honum litla
Roland mínum hjerua til að eita vængjasterkan
hegra, og við Bertrand sveinn minn riðum áfram á
eptir þeím, án þess að gefa gætur að nokkru öðru en
veiðunum, þangað til við vissum ekki fyrri til, en við
vorum komin yfir I Minstead-skóg. Dað hefði nú
ekki gert svo mikið til, ef hesturinn minn, hann
Troubadour, hefði ekki stlgið skeifulausa framfætin-
um á beittan staur á jörðinni, jirjónað upp fram-
fótunum og sett mig af baki. I.ítið á kjólinn minn;
það er hinn þriðji, sem jeg hef óhreinkað þessa viku.
Hamingjan hjálpi mjer þegar hún Agatha vinnu-
kona sjer hvernig kjóllinn er útleikinn!“
„Og hvað skeði svo?“ spurði Alleyne.
„Dað, að Troubadour hljóp síoa leið, þvl jeg hef
llklega rekið sporana í hann um leið og hann datt,
cn Bortrand rcið á cptir honum. eins hart og hann