Lögberg - 09.03.1899, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.03.1899, Blaðsíða 4
LÖQBERG, FIMM.TUDAGINN 9. MARZ 1699. K LÖGBERG. Gefið út að 309^ Elgin Ave.,WiNNiPEG,MAN af The Lögberg Print’g & Publising Co’y (Incorporated May 27,1890) , Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson. Business Manager: B, T. Björnson. AUGLÝSINGAR: Smá-anglýsinpar í eltt skifti OBc. fyrir 30 ord eda 1 þml. dálkslengdar, 75 cts um rnánndinn. Á starri auglýsingnm um lengri tíma, afsláttur efiir samningi. BÚSTAD \-SKIFTI kanþenda verdur ac) tllkynna •kriflega og geta'um fyrverandi bústad jafnframt’ Utanáskripttil af^eid^lustofublaðsinser: The Logberg PrintingJ&. Publishing Co. P.O.Box 585 Winnipeg,Man. UtAnáskrip ttilritstjórans er: Editor Lögbierg, P *0. Box 585 9 Winnipeg, Man. _ Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupenda á Jadiógild,nema hannsje skaldlaus, þegar hann seg r upp. —Ef kaupandi, sem er í skuld vid bladid flytu vtstferlum, án þess ad tilkynna heimilaskiptin, þá er bad tyrir dómstólunum álitin sýníleg sónnumfyrr p *ottvísum tilgangi. FIMMTUDAGINN, 9. MABZ 1899. Lagabætnrí Biitisli Col- umbia. Afturhalds-málgögnin „stór og smá“ hafa ærst og óskapast útaf því tiltæki frjálslyndu stjórnarinnar óg þingsins í British Columbia, að leyfa sér að gera nauðsynlegar • umbætur á löggjöf fylkisins. þeim er sér- staklega illa við breytingarnar á kosningalögunum, við lögin sem nema úr gildi stórkostlegar land- gjafir, sem afturhalds-stjórnin gamla þar var svo örlát að veita ýmsum íélögum (sem ekki gerðu það, er þau þóttust ætla að gera íýrir landveit- ingar þessar) og lögitt sem ákveða að ekki megi höfðamál (nema saka- mál) gegn þingmönnum á meðan þingið er að starfa. Vér skulum nú fara nokkrum orðum um þessar lagabætur, eins og vér gerðum hálf- vegis ráð íyrir í síðasta blaði. Hvað snertir breytingarnar á kosningalögunum, þá eru hinar þýð- ingarmestu þeirra innifaldar í því, að embættismenn fylkis-stjórnar- innar, sambands-stjórnarinnar og menn sem tilheyra brezka land- og sjó-hernum‘ bafa ekki atkvæðisrétt hór eftir í fylkinu. Frjalslyndi flokkurinn gcrði samskyns breyt- ingar á kosningalögunum hér í Manitoba fyrir allmörgum árum síðan, og sú breyting er vinsæl.jafn- vel hjá miklum meirihluta þeirra manna, sem mistu utkvæðisrétt við hana. Embættismenn líta sjálfir al- ment svo a,að það sé betra fyrir sig að þurfa ekki að blanda sér í pólitfk.sem þeir ekki geta koinist bjá ef þeir hafa atkvæðisrétt. því ef embættismenn stunda starf sitt trúlega og blandu sér ekki inn í kosninga-bardaga, þá er engin ástæða til að víkja þeim frá embættum þótt stjórnarbylting verði, þ. e. þótt hinir pólitisku flokk- ar nái völdum eða séu við völdin á víxl. En á meðan embættismenn eru að vasast í kosningum, er ekki nema eðlilegt að flokkurinn, sem kemst til valda, víki eins mörgum af þeim embætismönnum og þeir geta frá, sem unnið hafa á móti flokknum með oddi og egg, svo þannig verður staða embættismann- anna ætíð óviss, á meðan þeir hafa atkvæðisrétt og eru að vasast í kosningum. Einu embættismenn- irni.r hér í fylkinu, sem óánægðir eru með að hafa. ekki atkvæðisrétt, eru ofstækisfullir afturhaldsmenn, sem höfðu vasast í pólitík alla æfi sína og fengu síðan feit embætti hjá afturhalds-stjórnunum (fylkis stjórn- inni og sambands-stjórninni) sem umbun fyrir trúa og holla þjónustu, hvort sem þeir voru hæfir fyrir em- bættin eða ekki. það eru einungis þessir ofstækisfullu afturhaldsflokks embættismenn, sem eru að gera veð- ur út úr þessari lagabreytingu. — Helzta ástæðan, sem hið ónefnandi íslenzka afrurhalds-málgagn hér í bænum færir fyrir því, að rangt sé að afnema atkvæðisrétt embættis- manna, er sú, að þeir séu upplýstir menn og eigi eignir. Ef þessir em- bættismenn eru færari um en aðrir að greiða atkv. skynsamlega, þá ættu þeir, ef þeir eru eins miklir föður- landsvinir eins og málgagnið er að reyna að telja mönnum trú um, að segja embættun'um af sér, gerast réttir og sléttir borgarar og greiða atkvæði, En á meðan þeir eru í emmbættunum, eru þeir þjónar þjóðarinnar—kjósendanna—og það er óeðlilegt að þeir hafi bönd í bagga með hvernig búsbændur þeirra —kjósendurnir—vilja hafa stjórnina í landinu. Menn hafa ýms dæmi fyrir sór hér í fylkinu um það, hvernig þessir þjónar kjósendanna— embættismenn afturhalds-stjórn- anna—misbeittu stöðu sinni og voru að reyna að taka fyrir kverkarnar á búsbændum sínum. En vér viljum einungis miuna'á eitt dæmi, sem mörgum íslendingum er kunnugt. Vér eigum við það þegar B. L. Bald- winson, sællar minningar, var em- bættismaður (innflutninga-agent) sambands-stjórnarinnar, hafði há mánaðar-laun, föt, ferðakostn- að o. s. frv. af almennings- fé. Samkvæmt lögum átti hann að vinna eingöngu að því verki, sem hann var útnefndur til að vinna fyrir laun sín, o. s. frv., en ekki a’S vera að vasast í pólitík. En hvað skeði? Hann ferðaðist margar ferð- ir til Nýja-ísl&nds til að afla sér atkvæða til þingmennsku, og fékk bæði laun og ferðakostnað af opiu- beru fé á meðan hann var í þessu kosninga-ferðabraski. Hann ’ for- ■ sómaði auðvitað það starf á meðan, sem lionum var borgað af opinberu fé fyrir að vinna. Hann stal þann- ig tíma af hinu opinbera, eða fénu, sem honum var borgað fyrir tímann er hann notaði til alh annars, en hann átti að nota hann til samkv. lögum. þetta mundu sumir menn segja að væri að „lifa á stolnu fó“— t.d. B.L.B. sjálfur, ef hann ætti ekki •sjálfúr hlut að máli. En ekki nóg með þetta. þessi sami emba^ttis- maður, B. L. B., misbeitti stöðu sinni á annan hátt til að reyna að komast upp í þingmanns-sæti. Hann not- aði stöðu sína sem embættismaður innanríkis-deildarinnar, sem opin- ber lönd heyra undir, til að lokka og hræða lítilsiglda ísl. landnáms- menn til að greiða atkvæði með sér. þessi dæmi eru til að sýna, hvé hættulegt og óeðlilegt er að embætt- ismenn sambands-stjórnarinnar og embættismenn fylkjanna bati kosn- ingarrétt og séu að vasast í pólitík. Hagsmunir gjaldþegnanna og em- bættismannanna fara ekki saman, og þess vegna ættu embættismenn ekki að hafa kosningarrétt eða skipta sér af pólitik á meðan þeir eru í embættum, hvorki hór í landi né í öðrum löndum. þad er rangt og óeðlilegt, og það hefur orðið or- sök til að einbættislýðurinn hefur stundum tekið fyrir kverkar þjóð- anna —kæft niður vilja helztu skatt- greiðenda og unnið þeim stórtjón með því, að viðhalda spilltri stjórn, sem hefði verið rekin frá völdum ef viljí þeirra, sem byrðina bera, hefði komist að. í staðinn fyrir að frjUslyndi flokkurinn hafi fram- ið stórkostlegt ranglæti í British Columbia með lagabreytingu þess- ari, eins og afturhalds-málgögnin eru að reyna að telja lesendum sín- um trú um, þá hefur flokkurinn komið þar á stórkostlegri og nauð- synlegri og eðlilegri réttarbót. — Hvað brezku hermennina snertir, þá .vita allir, að sömu mennimir hafa ekki aðsetur á sömu herstöðv- um utan fá ár í senn.og hafa þannig engan verulegan samastað í Britisn Columbia. það er því óeðlilegt að láta þá hafa atkvæðisrétt. Hinir fátæku verkamenn, sem koma til British Columbia og sem ísl. aftur- halds-málgagnið talar um með svo mikilli f^rirlitningu, fá ekki at- kvæðisrétt fyr en þeir eru búnir að vera 3 ár í fylkinu og orðnir brezk- ir þegnar. þegar svo er komið, að menn þessir hafa dvalið 3 ár í fylk- inu og orðnir brezkir borgarar, þá eru allar líkur til að þeir séu seztir þar að til fulls. Hví skyldu þeir þá ekki hafa atkvæðisrétt? ’ íslenzka afturhalds-málgagnið fylgir sömu stefnu og hin önnur mákrögn flokks- ins, að vilja láta auðmenn og ein- bættismann flokks síns ráða öllu, en láta hina fátæka innöytjendur og verkalýðinn einungis vera réttinda- laus vinnudýr! Svona er stefna afturhaldsmanna göfug gagnvart hinum fátækari hluta fólksins. Frjálslyndi flokkurinn segir þar á móti, að skynjandi verur—þó þær séu fátækar—eigi að greiða atkvæði, en ekki skynlausir dollarar og kúg- ararnir, sem hafa þá { vösum sínuai. Viðvíkjandi hinum stórkost- legu landgjöfum afturhalds-stjórn- arinnar sál. í British Columbia er það að segja, að það var eins og hún (stjórnin) hefði verið að kep[;ast við í líf og blóð að gefa burt hverja ekru af landi, sem fylkið átti. Aft- urhalds-málgögnin hafa aldrei neitt út á það að setja, þótt afturhalds- stjórnirnar gefi tuga milljóna doll- ara virði af bezta ukuryrkjulandi og málmauðugu landi fyrir ekkert, en þau ætla að ærast ef frjálslynda stjórnin veitir einhverju félagi styrk til að koma á nauðsynlegu fyrir- tæki, eins og t. d. að leggja j írn- braut inn í Yukon-landið, byggja Crows Nest Pass-járnbrautina inn í náma-héruðin í British Columbia, o. s. frv. Vór höfum áður minst á lögin sem vernda þingmenn frá lögsókn- um (nema fyrir glæpi) á meðan þeir sitja á þingi, og eru þau lög eðlileg og í samræmi við samkyns löggjöf hvervetna í brezka ríkinu. þess vegna förum vér ekki fleiri orðum um lög þessi. Og rugl af'turhalds- blaðanna um aðrar lagabætur í British Columbia, eru ekki svarp,- verðar. Ræða McKinley’s. Vér lofuðum fyrir skömtnu að birta ágrip af hinni merkilegu ræðn er forseti Bandaríkjanna, McKinley, flutti í veizlu, sem Home Marlcet- klúbburinn í Boston hélt honum hinn 16. f. m., viðvíkjandi ófriðnum milli Bandaríkjanna og Spánar, en sérílagi um Philippine-eyja spurs- málið,. og bindum vér nú enda á þetta loforð. En áður en vér byrj- um ágripið skulum vér taka fram, að þeir sem vilja fræðast um hin ýmsu spursmál, sem uppi eru í hin- um ýmsu löndum, ættu að lesa ræð- ur hinna merkustu stjórnmála manna þessara landa með sérstakri eftirtekt, hvenær sem þeir hafa tækil'æri til þess, því stjórnmála- menn þessir eru málunum kunnugri en allir aðrir, og þess vegna meira leggjandi upp úr þvl, sem þeir segja, en því sem hinir og þessir ábyrgðar- lausir og þekkingarlitlir menn eru að fleipra um málin. Utdráttuvinn úr ræðu McKinley’s hljóðar sem fylgir: „Ég veit auðvitað ekki hvernig á þvi stendur, að einraitt á árinu 1899 komu óvænt upp afar-þýðing- armikil spursmál, sem lýðveldi þetta (Bandaríkin) stóð augliti til auLflitis við og hlaut að taka til meðferðar. Vandamál þessi risu upp og eru nú uppi, og það var ekki hægt að halda þeim burtu. Margir af þeim sem óþolinmóðastir voru að vér legðum út í ófriðinn fyrir ári síðan, og sem augsýnilega voru ekki að hugsa um hinar þýðingarmiklu afieiðingar hans, eru nú hinir fyrstu til að lyfta rödd sinni upp gegn hinum yfirgripsmiklu afleiðingum af shtum eigin verkum. þeir af oss sem óttuðust ófriðinn mest, og sem gerðu alt er í þeirra valdi stóð til að koma í vég fyrir hann, óttuðnst að atieiðingar ófriðarins yrðu þær, að ný og vandasöm spursmál risu upp, sem erfitt yrði að útkljá. Við- burðanna rás, sem enginn maður gat ráðið við, hefur haft þessi vanda- mál I för með sór, þau hafa ekki risið upp fyrir neina forsómun af Vorri halfu, heldur hafa þau komið sem háleit skylda, er lögð er oss á herðar, og þess vegna mætum vér þessum vandainálum mefí góðri sam- vizku og óeigingjörnu augnamiði. og með þeiin einlæga ásetningi, að ráða sem bezt fram úr þeim. . .. „Vór heyrum ekki neinar kvart- anir um sambandið milli Banda- ríkja-stjórnarinnar og eyjartna Cuba og Puerto Rico. En sumir líta svo á, að það standi öðruvísi á með Phil- ippine-eyjaanar; en hve sundurleitar sem sko%nirnar eru viðvíkjandi þessari hlið málsins, þá kemur öll- um saman um, að Philippine-eyjarn- ar skuli ekki afhentar Spánverjum aftur. Enginn sannur Bandaríkja- maður samþykkir það. Jafnvel þótt vér hefðnm verið óviljugir til að taka við eyjunum sjáltir, þá hefði það verið vesalmannleg undanfærsla undan skyldu vorri, að heimta af Spánarstjórn að hún afhenti jiær einh.verju öðru ríki eða ríkjum og komast þannig undan vorri eigin ábyrgð. þótt vér hefðum haft vald til þess, sem vér ekki höfðum, neyða Spán til að afhenda einhverju öðru ríki eða ríkjum Philippine- eyjarnar, þá hefði ekki verið hægt að gera þetta án þess, að það liefði £ för með sér afar-alvarlegar þrætur milli ýmsra þjóða. 512 lá yfir stórt og eyðilegt sljettlendi. Gata þess lá sumsstaðar yfir mýrar og gegnum skóga, en svo komu þeir fjelagar í stórt rjóður, sem breið, straum- hörð á rann í gegnum. Hestarnir urðu að svamla yfir ána, því það var engin brú á henni, og þegar þeir voru komnir yfir um hana, sagði Sir Nigel mönnum sínum, að nú væru þeir kóranir yfir landa- mæri Frakklands. I>eir hjeldu eftir sömu mjóu göt- unni nokkrar mílur, og gegnum þjettau skóg, en svo breikkaði gatan og lá í krókum niður á skóglaust, öldótt hjerað, svipað landinu milli Aigillon og Cahors. I>ótt landið væri óyndislegt og eyðilegt þeim megin við landamærin sem Englendingar stjórnuðu, þá var það margfalt ljótara, eyðilegra og ófrjósam- ara þegar kom inn í Frakkland, því þeim megin var landið allt brunnið og afmyndað, með svörtum flekkj- utn hjer og hvar, þar sem bændabýlin höfðu verið hrerind, en innan um stóðu gráir og skörðóttir stafn- vegg'r af heldrimanna-bústöðum. Hvar sem maður Jeit, sá maður merki ófriðar og eyðileggingar—brotn- ar girðingar, hrynjandi veggi, víngarða þakta með grjóti, og steinboga af niðurbrotnum brúm. Ein- ungis á stöku stað, út við sjóndeildarhringinn fram nndan þeim, sáust nokkrir klunnalegir kastala-turnar og mjóar spírur á kirkjum og klaustrum, sem sýndi, að vopnin og trúin hafði verndað smá eyjar frá hinu almenna eymdar- og eyðileggingar-flóði. Hinn litli flokkiV reið hnugginn og þögull eptir hinni krókóttu 521 varð honum litið á morkin á skildi Sir Nigels, og þá stóð hann kyrr og starði forviða á mennina, en reiði- eldurinn í hinum grænu augum hans breyttist f glettnislegt gamansemis-leiptur. „Mort Ðieu!í‘hrópaði hann, „þetta er þá litla hetjan mín frá Bordeaux, sem kunni svo vel að beita sverði. Jeg ætti að muna eptir skjaldmerkinu því arna, þar sem ekki eru nema þrír dagar sfðan jeg sá það á burtreiða-vellinum við Garonne-fljótið. Ah! Sir Nigel, Sir Nigel! þjer verðið að lofa mjer að endurgjalda yður þetta einhvern tfma“. Qann snerti hægri handlegg sinn, sem bundið var um með silki- klút rjett við öxlina, um leið og hann sagði þetta. En undran hins ókunna manns var sem ekkert í samanburði við undrunina og gleðina, sem skein út úr andliti Hampshire-riddaaans, þegar hann horfði á hið einkennilega andlit franska mannsins. Sir Nigel opnaði munninn tvisvar til að tala, en lokaði honum jafnharðan og rýndi aptur á andlit ókunna mannsins, eins og til að ganga úr skugga um, að augu hans væru ekki að blekkja hann. „Bertrand!” sagði hann loks og saup hveljur. „Bertrand du Guesclin!“ „Við hinn heilaga Ives!“ hrópaði franski her- maðurinn og rak upp reglulegt hláturs-öskur, „það var hyggilegt af mjer, að ferðast með hjálmgrímuna mína fyrir Sndlitinu, því að sjerhver sá, sem einu sinni hefur sjeð andlit mitt, þarf ekki að láta segja sjer nafn mitt. Já, f sannleika, það er jeg sjálfur, 5lÖ hurðinni og kallaði með hárri röddu á húsbóndann. Hann hrópaði þrisvar, og þar eð hann fjekk ekkert svar, opnaði hann aðra hurð, sem var fyrir dyrum aðal gestastofunnar. Bjartur eldur logaði glatt á opnum arni í innrí enda stofunnar, og snarkaði hátt í brennibútunum. öðrum megin við eldinn sat kona f bakháum eikar- stól, og sneri andlit hennar fram að dyrunum. Elds- birtan skein á andlit hennar, og Alleyne fannst að hann hafa aldrei á æfi s’nni sjeð jafn mikinn drottn- ingar-svip, þvílfkan göfugleik og styrkleik á andliti nokkurrar konu. Hún leit út fyrir að vera um 35 ára gömul, nefið var dálftið fbogið, rr.unnurinn lýsti einbeittri, en þó viðkvæmri lund, augabrýrnar voru dökkar og bogamyndaðar, en augun lágu djúpt inn í höfðinu og skinu og tindruðu með breytilegri birtu. Þótt konan væri fögur sýnura, þá var það ekki feg- urðin, setn hreif þann er horfði á hana; það var styrkur hennar, hið andlega afl, sem skein út úr and- litinu, viturleikinn, sem lýsti sjer í hinutn breiðu kjálkum og ffnmynduðu höku. Rós úr perlum tindraði f hinu svarta hári hennar, en smágert net úr silfurþræði lá yfir hárið og lagðist niður á herðar hennar. Hún var í dökkri kápu, sem hún sveipaði þjett að sjer, og hún hallaðist aptur á bak f stólnum, eins og hún væri að hvíla sig eptir ferðalag, sem hún væri nýkomin úr. í horninu hinumegin við eldinn, rjett á móti konunni, sat mjög digur og herðabreiður maður, seut

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.