Lögberg - 09.03.1899, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.03.1899, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FiMMTUDAGINN 9. MARZ 1899. < Ar frá ári. Meira heims mig nepjan nístir 6r fr6 6ri; Sorg 6 bjartað pyngra prjfstir 6r frá 6ri. Einskis manns nú alúð vinn eg, aldrsi minnast harma linni’ eg, trega meiii og tómleik finn eg ár frá ári. öll mín prá af sorgum sýrð er ár frá ári; góðvina mjer gleði rýrð er ár frá ári; vonir mínar sje jeg sökkva: sigla í kaf á dauðans nökkva eilífðar í æginn dökkva— 6r frá ári. Sinnuleysi sárt mjer mætir ár frá ári, sem mig eins og sundur tætir ár frá ári. Blikna sje jeg blóma grúa, blóm, sem hefði að mátt hlúa’ og eilífðar krans úr peim búa— ár frá ári. Allt af f>eir, sem ann jeg, hverfa ár frá ári; að mjer skörðin sárar sverfa ár frá ári, ^andans sjón peir að eins mæta, endurminnÍDgar mig græta, pyngri má jeg sektuin sæta ár frá ári. Ort ’95.—J. R. I samtíðinni. Einn lltur yfir löngu gengin spor, og Jjúfar myndir hugans sjer par vaka, og skilst pá fyrst að lífs er liðið vor, og langar sárt að hverfa nú til baka- En annar væntir eptir pví að sjá sitt auðnudaga skaut í framtíðinni; hve inndælt llfið veit hanu verður pá, og vill pvl komast fram úr samtíðinni. En jeg—jeg elska dsginn pann I dag, hann dyrnar opnar mjer á framtíðinni; I örmum hans jeg yrki nú minn brag, og uni himÍDglaður samtlðinni. Ort ’98.—J. Runói.fsson. Islands frjettir, ísafirði, 3. des. 1898. Tíðaefae. — Slðan síðasta nr. blaðsins kom út hefur viðrað all-bæri- lega, veðrátta verið frostlin, og engir ofsar, pó að smá-vindpotur hafi verið öðruhvoru.—30. f.m. gerði pó all-arða norðan hrynu, er helzt enn. He. Hói.mgeik Jensson, amts- dýralæknir, hefur fyrir nokkru bólu- sett fé á ýmsum bæjum I Inndjúpinu. í Ögurvíkinni bólusetti hann liðugt hundrað, og drápust sex kindur; I Vatnsfirði og Skálavík kvað hann og hafa bólusett töluvert á annað hundr- að, og kvað par einnig hafa drepist sex.— Kindurpessar drápust strax, en síðan hefur ekkert farist, og telur heimildarmaður vor pað óvanalegt, par sem á pessum bæjum hafi vana lega verið dautt fleira og færra um petta leyti. Annars er sagt, að litið beri á bráðafári I inndjúpinu enn sem komið er. ísafirði 12. des. 98. Tíðakfae. Norðangarðurinn, sem hófst 30. f. m.', stóð I samfleytta viku og stilti fyrst aðfaranóttina 7. p. m., en reif sig upp aftur aðfaranótt 8. p. m., svo að blindbylur varpann dag.— 9. var gott veður að morgni, en baró- meterstaðan afar lág. enda skall pá á útsynningsstormur um hádegisbilið og er tíð rosasöm. Aflaheögð. Eftir viku landlegutíma gaf loks á sjóinn 7. p. ro., og var pá all-góð fiskireita bjá almenningi bæði I Hoífsdal og I Bolungarvík: Hlutir I Vjkinni pann dag hæztir 8 kr., og lœgstir 2 kr. — 9. p. m. reru og nokk- rir bátar hér úr kaupstaðnum, og var pá príðisgóður afli. í öðrum verstöð- um einnig dágott 9. p. m., en kippti fljótt úr við vestanáttinr. Fisknrinn er yfirleitt vænn og feitur, svo að vafalaust myndi nú aflast vel, ef gæftaleysið væri ekki eins frámuna- lega bagalegt, eins og verið hefur I vetur. ísafirði. 31. des. 98 Engin Bkáðapest hefir í vetur gert vart við sig á Vesturlandi, að teljandi sé, og stafar pað að líkindum af pví, að snjópyngsli lögðust fljótt á I haust, svo að menn urðu nauðugir viljugir að taka fé sitt á gjöf, og féð losaðistpannig við hina afar-háskalegu haust-útbeit, sem drepur pað hrönn- um saman, og kallast svo bráði. Tíðaefae hefir I p. m. verið afar- óstöðugt og stormasamt, svo að vart i hafa menn getað hætt sér á sjó, nema i stund I bili.— Himininn alloptast í dimviðris-skýjum hulinn, og hríðar- byljir einatt annað slagið. Seint I f. m. andaðist að Kvíum I Grunnavíkurhreppi merkisbóndinn Samiiel Þorkelsson, um sextugt. — Hann var um mörg ár fyrirvinna hjá ekkjumi Sigurborgu Jónsdóttur. ekkju Jakobs heitir.s Jóhannessonar, er drukknaði fyrir 30—40 árum. — Samúel heitin lætur eftir sig eitt barn Jakoblnu að nafni. Hann var orðlagður dugnaða-og atorku- raaður, og er sveitungum hans o. fl. að hon- um eftirsjá. Þak Rauf af fiskhusi I Hnífsdal aðfaranóttina 22. p. m- I ofsaveðrinu, er pá var.—Skemdir urðu og nokkrar á bátum o. fl. Aflabkögð voru mikið góð hjá öllum almenningi I gær og fyrradag, bæði bjá peim fáu skipum, er reru úr kaupstaðnum, og eins I Hnífsdal og Bolungarvík; alment um 8 kr. hlutir I Hnífsdal I fyrradag, eftir blautfisks- verði. Chk. Gkam, sonur N. C. Grams sáluga konsúls, er nú skipaður til pess að hafa umsjá alla hér á landi með veizlunum peim, er faðir hans seldi hlutafélaginu „N. Chr. Gram’s Aktieselskab“ I Khöfn I fyrra. ísafirði, 16. jan. 1899. Tísaefae. Síðan Dýja árið hófst hafa gengið slfelldir stormar, og af- taka-veður, útsynningsrosar fyrstu dagana, en síðan grenjandi norðan garður nú I fulla viku óslitið, enda pykjast elztu menn eigi muna jafn langvinna storma^Ið, eins og verið hefur, slðan I síðastl. október-mánuði. Af) morgni 5. p. m. andaðist hér á bæjar-spítalanum Carl Ernst Alex- ander Fensmark, er sýslumaður var ísfirðinga árin 1879—’84. Hafði hann vérið lagður inn á spltalann slðastl. haust, farinn að heilsu. . Aflabbögð. Dað mun hafa ver- ið alls tvisvar síðan á Dýjári, að stöku bátar hafa getað skroppið á sjóinn, og var afla tregt fyrri daginn, svo sem títt er I suðvestanátt, en all-vel að fiska slðari daginn, svo að menn telja nú víst, að Djúpið hafi fyllzt af flski I norðangrðinum. Dáin. 4. p. m. fanst húskona ein hér I bænum, Guðrún Jónsdóttir að nafni, örend I flæðarmálinu hér I kaupstaðnum. Hún var ekkja Gests heitins Sigurðssonai, er lengi var hús- maður hér I bænum. Guðrún beitin hafði verið lasin um hríð, og lá nppi í rúmi, er stúlka sú, er hjá henni var, fór upp I lyfjabúð, til að sækja henni meðul.—En er stúlkan kom aftur, var Guð'-ún horfin úr bænum, er hún bjó I, og fanst pá rétt á eftir örend niðut í flæðarmáli.—Fer pví um pað tveDn- um sögunum, hvort hún hafi reÍKað út- I einhverju ráðleysi, og orðið bráð- kvödd, eða hún hafi fyrir farið sér sjálf. t Hún lætur eftir sig tvö uppkom- in börn: Kristínu, konu Kristjáns Bjarnasonar, húsmanns hér I bænum, og Guðmund Gestsson. Hoenstköndum 17. nóv. 1898: „Mjög hefur verið rosasamt petta út- llðandi haust; 22. okt. var hér hrlðar- bylur norðaustan, með stórkostlegri sjávarólgu, og 3. p. m. aftaka-norðan- veður, með fjarska miklum sjógangi, og gekk pá sjór um 150 faðma á land upp á Hafnarsandi, par sem hann er lægstur.—*Næstliðna nótt kom og I priðja skifti llkur brimagangur, og er pað hrikaleg sjón, að horfa á hinar stóru haföldur, pegar pær rlsa og brotna við landið, og róta um öllu, sem hræranlegt er.—Skemmdir hafa pó engar orðið hér nyrðra, að heyrzt hafi. Fiskafli hefur svo að segja eng- inn verið I haust, og stafar pað af hinni sífelldu óstillingu, sem verið hefur, slðan um miðjan f. m.: aftur má heita heldur góð veðrátta á landi. „Aldrei er ein báran stök“ meg- um vér Hornstrendingar segja, að pvl er erfiðleikana .og samgönguleysið á pessum nyrsta útkjálka landsins snert- ir, og sárt pótti oss pað síðastl. sum- ar, að horfa á „Skálholt11 fara hér pétt með björgunum, en skreppa hér ald- rei inn, og hefur pó nefnt skip, að áliti mínu og margra greindra sjómanna, farið á marga höfnina, sem ekki er betri, en Höfn á Hornströndum, prátt I fyrir skipströnd pau, er hér hafa orðið I tvö næstliðin vor og sumar, enda get ur slíkt hent á fleiri liöfnum, pótt góðar séu. Annars lítur helzt út fyrir, að vér Hornstrendingar séum fyrir utan mannlegt félag, nema hvað opinber gjöld snertir. Póstferðirnar hingað norður eru nú reyndar orðnar 4 á ári^ en—allar að sumrinu, pegar hægast er að koma blöðum og bréfum á ann- an hátt“. Úk 'Mýkaheeppi í Dýeafikði er oss ritað 25. des. slðastl.: „Hér er yfirleitt orðið mjög hart um björg manna á milii; lítill aíii I haust, kaup- staðarlán. mjög takmörkuð, sem að líkindum lætur, og heyskortur fyrir- sjáanlegur, ef menn ekki fækka skepnum, og veturinn verður mjög harður, eins og p.að, sem af er; sjálf- sagt nú búið að eyða eins miklum heyjum, eins og I meðalvetri með porra. Purfamönnum fjölgar ár frá ári, sveitarsjóðirnir purkast upp, og bænd- nr ganga svínbeygðir undir sköttum slnum, pótt eigi séu háir, af pvl að gjaldpolið er ekki neitt,—allir Jónar bráðum jafnir! Nú eru horfellislögin Dýju komin 1 gildi, og búið að gera eina skoðun hér I hreppi.—Fanst skoðunarmönn- um I fleiri stöðum of mikið sett á, og muD pó ekki hafa verið verra, en vant hefur verið. Horfellislögin erumjögilla pokk- uð hér hjá all-flestum, pykja óparfur gjaldaliður fyrir sveitarsjóðina, enda get ég eigi annað kallað, en að pau séu neyðarúrræði, og að eins bjóð andi lágt hugsandi og ómannúðlynd- um mönnum, enda verður pað og of- an á, pegar fanð verðiír að beita hor- fellislögunum, að peir, sem geta rétt höfuðið upp úr, borga brúsann fyrir hina, par sem lögbrotsmennirnir munu optast reynast ósjálfstæðir fátækling- ar, sem enga sekt geta borgað; en séu peir dregnir frá konu og börnum, til pess að sæta refsingu, kemur til hrepps-nefndarinnar kasta, að ráðstafa búinu, auðvitað upp á sveitarsjóðsins reiknÍDg, og eykst pannig ósjálfstæði manna, og hvar vlð lendir?“ -—Þjóðv. ungi. dr- Dalgleish, TANNLŒKNIR kunngerir hjer meö, að haDn hefur sett niður verð á tilbúnum ténnum (set of teeth), en þó með því skilyrði að borgað sé út í hönd. Hann er sá eini hér I bænum, sem dregur út tennur kvalaianst, fyilir tennur uppá nýjasta og vandaðasta máta og ábyrgist allt snt verk. 416 IV|ain St., - Mclntyre Blocl^. I. M. Cleghorn, M, D., LÆKNIR, og ’YFIRSETUMAÐUR, Et> Hefur keypt lyfjabúSina á Baldur og hefur þvl sjálfur umsjón á öllum meSölum, sem hann ætur írá sjer. EEIZABETH 8T. BALDUR, - - MAN P. 8. Islenzkur túlkur við hendin nær þörf gerist. Stranahan & Hamre, PARK RIVER, - N. DAK SELJA ALLSKONAR MEDÖL, BŒKUR SKRIFFÆRI, SKRAUTMUNI, o. s. frv. lEg” Menn geta nú eins og áðnr skrifað okkur á íslenzku, þegar þeir vilja fá meðöl Munið eptir að gefa númerið af meðalinu Premiu = Listi LÖGBERGS. Nyir kaupendur að Lögbergi, er senda oss tvo (2) dollars, sem fyrirfram borgun fyrir næsta árgang blaðsins geta fengið einhverjar tvœr (2) bækur af lista þeim, sem hjer fer á eptir í kaupbætir. Gamlir kaupendur er senda oss $2.00 sem fyrirfram borgun fyrir blaðið, geta fengið einhverja eina (1) af bókum þeim, er nefndar eru hjer næst á eptir: 1. Björn og Guðrún, Bj. Jónsson 2. Barnalærdómskver H. H. í b. 3. Barnfóstran 4: Brúðkaupslagið, Björnstjerne 5. Chicago för Mín. M. J. . 6. Eðlisfræði 7. Eðlis lýsing jarðarinnar 8. Einir, Guðm. Priðj 9. Efnafræði 10. 11. Eggert Ólafsson (fyri., B/J.) 12. Uljótsdæla Vjdt- 13. Frelsi og menntun kVenmi, P.Br. 14. Hamlet, Shakespeare 15. Höfrungshlaup 16. Heljarslóðar orusta 17. Högni og Ingibjörg 18. Kyrmáks saga 19. Ljósvetninga saga 20. Lýsing Islands 21. Landafræði Þöru Eriðsiksson 22. Ljóðmæli E. Hjörleifssonar 23. Ljóðm. Þ. V. Gíslasonar 24. Ljóðm. Gr. Th., eldri útg. 25. Njóla, B. Gunnl. 26. Nal og Damajanti 27. Othello, Shakespeare (M. J.) 28. Romeo og Juliet “ 29. Reykdæla saga 30. Reikningsbók E. Briems 31. Sagan af Magnúsi prúða 32. Sagan af Finnboga ramma 33. Sagan af Ásbirni ágjarna 84. Svarfdæla. 35. Sjálfsfræðarinn (stjörnufræði) 36. “ (jarðfræði) 37. Tíbrá, I. og II. 38. Úti 4 víðavangi (Steph.G.Steph.) 39. Vasakv, handa kvennfólki (drJJ 40. Víkingarnir á Hálogal. (Ibsen) 41. Vígaglúms saga 42. Vatnsdæla 43. Villifer frækni 44. Vonir, E. H. 45. Þórðar saga Geirmundarsonar 46. Þokulýðurinn (sögus. Lögb.) 47’ í Leiðslu “ 48. Æíintýri kapt. Horns “ 49. Rauðir demantar “ 50. Sáðmennirnír “ Eða, ef menn viija heidur einhverja af bókum þeim, er hjer fara á eptir, þá geta nyir kaupendur valið einhverja eina af þessum í stað tveggja, sem að ofan eru boðnar. Gamlir kaupendur geta einnig fengið eina af þess- um bókum t stað hinna, ef þeir senda oss tvo (2) dollara, sem fyrirfram borgun fyrir blaðið, fyrir bókina. 51. Árni (saga, Bjðrnst. Bj.) 52. Hjálpaðu þjer sjálfur (Smiles) í b. 53. Hjálp í viðlögum 64. ísl. enskt orðasafn (J. Hjaltaín) 55. íslands saga (Þ. B,) í bandi 56. Laxdæla 57. Ljóðm. Sig. J. Jöh. (I kápu) 58. Randíður í Hvassafelli í b 59. Sögur og kvæði, E. Ben. og tuttugu (20) cents umfram 60. 61. Söngbók stúdentafjelagsins 63. Uppdráttur íslands, M. H. 64. Saga Jóns Espólíns 66. Sönglög H. Helgasonar 67. Sönglög B. Thorsteinssonar 62. Útsvarið, íb. 65. Þjóðsögur Ól. Davíðssonar Allar þessar premiur eru að eins fyrir fölk hjcr í luudi, sem borga oss 82.00 fyrirfram fyrir blaðið. Bækurnar á fyrri listanum eru allar seldar á 20 til 35 centg hver. en á hinum síðari frá 40 til 60 cents hver. Ekki er nema lítið til af sumum Iþessum bókum, og ganga þær því fljótt upp. Þeir sem fyrst panta þær sitja fyrir. JAFNVEL DflUDIR IVIENN... MUNU UNDRAST SLIKANVERDLISTA Þjer ættuð ekki að sleppa þessari mestu Kjörkaupa- veizlu í Norður-Dakota framhjá yður. Lesið bara pennan verðlista. Góð „Outing Flannels“............................. 4 cts yardið Góð „Couton Flannels.............................. 4 cts yardið L L Sheetings (til línlaka)....................... 4 cts yardið Mörg þúsund yards af ljósutn og dökkum prints á.... 5 cts yardið Háir hlaðar af flnasta kjólataui, á og yfir.......10 cts yardið 10 pnnd af góðu brenndu kaffi............................qq 10 stykki af af Kirks Comfort sápu fyrir................. 25 25 pund af mais-mjöli fyrir ............................. go og allar okkar vörur eru satt að segja með niðurskurðs-verði. L. R KELLY, MILT»N, N. DAKOTA. OLE SIMONSON, mælirmeð sínu nýja ScandÍDavian Botel 718 Main Stbket. Fæði 41.00 á dag. Arinbjorn S. Bardai Selur líkkistur og annast um út' arir. Allur útbúnaðui A bezti. Opið dag og nótt*. 497 WILUAM AVE. *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.