Lögberg - 29.06.1899, Síða 8
8
LÖGLERG, FiMMTUDAGINN 29. JUNÍ 1899.
Sa timi var
Sa timi er nu
að forfeður vorir báru engin klæði hvorki til skrauts
eða skjóls utan þeirra eigin húðir sem þeirl höfðu
málað“,—Cowpeb.
að föt eru það sem allir þurfa með, en málað hörund
eru alveg úr móð.
Framfarir í klœðagerð halda stöðugt áfram.
Heilmikið af fötum sem eru á markaðnum eru ekki
smekkleg.
Ef þér viljið fá yður smekkleg föt þá fáið yður
H. og T. fatnað, sem beinlínis eru gerðir fyrir verzl-
vora. Verðið drepur engann—$12, til $15.
Hoover & Town.
68o Main Street.
Næst Clifton House.
U r bæn u m
og grendinni.
Northern Pagific-járnbrautarfél.
he'ur sett fargjaldið niður 1 3 cents á
mlluna á öllum brautum sinum hár i
jylkinu.
R&ðsmaður Lögbergs getur vísað
& kaupanda að fyrsta og öðrum árg.
„Sameiningarinnar“.
EKT ÞÚ GALLVEIKUIi?
Lasin lifur getur ekki síað gallið frá
blóf rnu, og þegar banvæn efni færast með
þvi út um likamann, þá gengur alt kerfið
úr lagi. Þetta er kallað gallveiki og
læknast hún algerlega af Dr. A. W. Chas-
es Kidney-Liver Pills. sem verka beinlínis
á lifrina og komu henni í rétt ástand. Ein
pilia er inntaka, og kosta öskjurnar 25
cents. Ódýiasta meðalið í heiminum.
Mutual Reserve Fund lífaábyrgð-
arfélagið hefur flutt skrifstofur sinar
frá nr. 9 1 Canada Permenant Block til
nr. 411 i Mclntyre Block, á fjóiða
lopti. ____________________
Síra B. B. Jónsson, frá Minneota,
hefur guðsþjónustu í kirkju Eyford-
safnaðar, í N. Dak., kl. 11 f. m. næst
komandi sunnudag (2. júll), og einnig
1 kirkju Gardar-safnaðar kl. 3. e. m.
sama dag.
Síra N. Stgr. Thorlakson hefur
guðtþjónustu i kirkju Selkirk-safn-
aðar (Selkirk, Man.) sunnudaginn 9.
júlf, bæði um morguninn og kveldið.
DR.A.W. CHASE'S QE
Q CATARRH CURE...
Is tent dlrect to tha dUeued
O ____ parte by the Improved Blower.
Heele the ulcen, cUen tbe alr
paaaacea, atop. dropptnn te the
^ throat and permanentbr eorea
KV. 1 *‘ CetarrhandHaTFeree. Blewer
free. AD dealera, ar Dr. A. W. Chaae
V \ -í UedWM Co„ TaceMe aad Belale
Síra O. V. Glslason, frá Islend-
ingafljóti, hefur guðsþjónustu í kirkju
Víkur-safnaðar (að Mountain, N.
Dak.,) kl. 11 f. m. næstkomandi (2.
júlí) og kirkju Fjalla safnaðar í N.
Dak , kí. 3 e. m. sama dag.
Mr. Kristjón Finnsson, kaupm.
frá íslendingafljóti, kom hingað til
bæjarins síðastl. þriðjudag, og var
kona hans og eitt barn með honum.
tau dvelja hér í nokkra daga.
Eldsútbrot
eru tignarleg, en útbro^ á hörundinu
draga úr gleði lífsins. Bucklens Ar-
rica Salve læknar þau; einnig gömul
s&r, kyli, líkþorn, vörtur, skurði, mar,
bruna og saxa í böndum. Bezta með-
alið við gylliniæð. Allstaðar selt,
25c askjan. Ábyrgst.
Maður nokkur hér I bænum,Char-
les Johnson að nafni, hefur verið
dæmdur 1 sjö ára betrunarhúss-vinnu
fyrir að slást upp á Kínvcrja nokkurn,
ineð þeim fisetnicgi, að ræna hann
fémætum munum. Johnson hefur
verið þrisvar sinnum áður í fangelsi
o / fiBt nú þess vegna svona harðan
dóm. _____________________
Hugdirfd Bismarcks
var afleiðing aí góðri heilsu. Sterk-
ur viljakraptur og mikið þrek er ekki
til þar sem maginn, lifrin og n/run
eru I ólagi. Brúkið Dr. Kings New
Life Pills ef þjer viljið hafa þessa
eiginlegleika. l>ær fjörga alla hæfi-
Jegleika mannsins. Allstaðar seldar,
25 cents.
Einir fjórir eða fimm Kínverjar,
hér í bænum, hafa nylega verið kærð-
ir fyrir að seJja ópjum. Einn af pilt-
um þessum hefur þegar játað sök
síoa, og var sektaður um $25 fyrir
tiltækið. Hinir neita að vera sekir,
en lögreglan segist hafa svo gildar
sannanir gegn þeim, að þeir verði
sannir að sök. Eru mál þessi nú
fyrir rétti þessa dagana.
EFTIKTEKTAVEET ATVIK.
Mr. W. G. Phyall, eigandi Bodega
hotelsins, 36 Wellington Street East, Tor-
onto, segir: ,,Þegar ég bjó í Chicago var
ég i óttalegu ástandi af gylliniæða kláða
og blóðrensli. Eg reyndi ýmsa hinna
beztu lækna og var brendur og piataður
á ýmsan hátt með lækningum þeirra, en
alt til ónýtis, nema hvað það kostaði mig
mikla peninga. Eftir að ég kom til Tor-
onto heyrði ég sagt frá Dr. Chases Oint-
ment. Eg brúkaði aðeins úr einum öskj
um og hef síðan ekjii kent gyllinæða-
veiki á nokkurn hátt“.
Dað er nú fullyrt, að þeir Mc-
Kenzie & Mann hafi afráðið að halda
áfram með Hudsons Bay brautarstúf-
inn gamla norður að Manitoba-vatni,
og ætli með tímanum að halda áfram
með bygging brautarinnar enn lengra
norður eftir. Er frétt þessi höfð
eftir Macdonell, þÍDgmanni í Ottawa-
þinginu, sem Dykominn er að austan
og sem hafði talað við Mr. Mann um
þetta, rétt áður en haDn lagði af stað
frá Ottawa._____________
Cuba
er staðurinntil að fara til ef þjer vilj-
ið fá Yellow Jtck: en ef þjer viljið fá
bezta bveitimjöl sem til er á jörðinnr
ættuð þjer að fara með kornið ykkai
til Cavaiier Roller Mills. Dar fáið þjer
bezta viktina og bezta mjölið.
HinnlÖ. þ m. lenti fellibylur á
eyju einni 1 Winnipeg-vatni, sem
„George’s Island“ er kölluð. Eyði-
lagði hann að mestu frystihús þeiira
Sigurðsson bræðra, kaupm. að Hnaus-
um, og gerði fleiri skemdir. Eigna-
tjón á frystihúsunum er metið um
$500. Bylurinn hafði farið að eins
tlu fet frá því svæði sem íbúðarhúsin
standa á.
Kaupið „Our Voucher“
hveitimjölið frá Milton Mílling
Co. Félagið ábyrgist hveitið íhverj-
um poka, og biður mann að skila því
aftur tis verzlunarmannanna og fá
peninga slna, ef það ekki reynist ekki
gott.
Veðrátta hefur verið hagstæð
bæði fyrir korn- og grasvöxt síðan
Lögborg kom út slðast, ymist hlyinda-
regn eða sólskin og hiti. Hveiti og
aðrar korntegundir lítur því mjög
vel út yfir höfuð alstaðar í fylkinu og
nærliggjandi ríkjum, og það eru allar
horfur á að þetta verði eitthvert bezta
grasár, sem lengi hefur komið. Dað
som að ofan er sagt gildir eins um
Islenzku bygðirnar í fylkinu og Norð-
vesturlandinu og nærliggjandi rlkjum.
Hátt verð borga ég fyrir eft-
irfylgjandi númer „Heimskringlu“:
IX. árg. (1895) nr. 35., X. árg. (1896)
nr. 24, 25, 40, 41 og 51; af „Fram-
fara“: I. árg. (1878) nr. 30. Einnig
kaupi ég af „Framsókn“ I. árg. nr 1.
og 3. II. árg. nr. 1; og af „Sunnan-
fara“ I. árg. allan. Blöðin þurfa að
vera hrein og gallalaus.
H. S. Bakdal,
181 Kicg gtr., Winnipcg
Eftir þvl sem blöðin segja er
þegar komið að því,að Ottawa-stjórn-
in sé reiðubúin að taka á móti tilboð-
umum að byggja bryggjuna að Gimli.
Fregn frá Ottawa segir, að uppdrætt-
ir allir og þessh&ttar sé altilbúið, og
verði innan fárra daga til synis á
pósthúsinu I Selkirk og viðar. Bréf
frá hlutaðeigandi ráðgjafa, sem vér
höfum I höndum, staðfesta þessar
blaðafregnir.
Markverd lækning.
Mrs. Michael Curtain, Plainfield,
111. segist hafa fengið slæmt kvef er
settist að í lungunum. Húd var und-
ir umsjón heimilis læknisins I meir en
mánuð en lakaði stöðugt. Hann
sagði henni að hún hefði tæring, sem
engin meðöl læknuðu. Lyfsalinn
r&ðlagði Dr. King’s New Discovery
við tæring. Hún fjekk flösku og
batnaði við fyrstu inntökuna. Hún
brúkaði sex flöskur og er nú eins
frísk og nokkurntíma áður. Allstað-
ar selt fyrir 50c. og $1.00 flaskan. *
Dað hefur borið allmikið á blómstra-
hnupli bér I bænum á undanfarandi
tímum. Varðmenn listigarðanna hafa
nóg að gera að verja blómstrareitina
1 görðunum fyrir þessum blómstur-
þjófum. Og menn sem hafa blóm-
reiti heima hjá húsum sínum hafa orð-
ið alveg fyrir hinu sama. Einum af
þessum þjófum var stefnt nylega, og
sektaður um $5 fyrir athæfið.
Að yifta si£
sé gleðileg tilhugsun fyrir allílesta er
nokkuð sem liggur I hlutarins eðli; að
hafa gleðisamkomu fyrir frændur og
vini er einnig eðlilegt; að hafa á
borðum alt það bezta, sem hægt er að
fá, er nokkuð sem er sálfsagt. Leitið
til landa yðar, G. P. Thordarsonar, við
öll sllk tækifæri; hann getur áreiðan-
lega uppfylt kröfur yðar í þeim ef-
num.
Á föstudaginn var komu hingað
til bæjarins frá Grafton, N. D., þeir
Ólafur JóhannessoD, Finnbogi Hjálm-
arson, og Aðaljón Guðmundsson.
Ætla þcir að skoða land i Swan River-
dalnum, Winnipegosis-héraðinu, og
þar i grendinni. Lítist þeim vel á
sig þar nyrðra, búast þeir við að
flestir eða allir þeir Islendingar, sem
nú eru í Grafton, muni flytja sig
norður yfir línuna og nema land áður
langt um liður.
„Sameiningin“ fyrir júnímánuð er
Dykomin út. í henni er, í þetta sinn,
kvæði eftir síra Valdemar Briem, rit-
gerð, „Heimurinn á herðunum“, eftir
síra N. Stgr. Thorlakson, byrjun á
sögu General Councils, og áframhald
af ferðasögu slra Jónasar A. Sigurðs-
sonar. í henni eru ennfremur ljóm-
andi góðar myndir af kirkju Gardar-
safnaðar, utan og innan, og stutt lýs-
ing af kirkjunni, sem er einkar
ánægjulegt guðsþjónustubús. Allur
frágangur á þessu númeri „Samein-
ingarinnar“ er hinn prýðilegasti.
Þræla saga.
Að vera bundinn á höndum og
fótum í mörgár með hlekkjum veik-
inda er sá versti þrældómur sem til
er. George D. Williams, Manchester,
Mich., segir hvernig þvílíkur þræll
fjekk lausD, hann segir:—„Konan
mín lá í rúminu í fimm ár og gat ekki
hreift sig. Eptir að brúka tvær
flöskur af-Electric Bitters hefur henni
mikið skánað og er fær um að gera
húsverkin“. Detta makalausa meðal
við kvennsjúkdómum, læknar tauga-
veiklun, svefnleysi, höfuðverk, bak-
verk o. s. frv. Allstaðar selt á 50c.
Uver ílaska ábyrgð.
Fimtudaginn 22. þ.m. (júnl) lézt
að heimili sínu, Ilallson I N.-Dak.,
sóma-öldungurinn Jóhann P. Hallson,
eftir að eins sólarhrings legu. Jóhann
s&l. var fæddur að Geldingaholti í
Skagafirði árið 1823, og var þvl meir
en hálf-áttræður er hann lézt. Hann
var jarðscttur I grafreit Hallron-safn.
síðari hluta laugardagsins 24. þ.m.
og var mikill mannfjöldi við jarðar-
förina. Kirkjuþinginu var frestað
frá hádegi til kvelds vegna jarðarfar-
arinnar, og fylgdu flestir kirkjuþings-
menn og kirkjuþings-gestir hinum
látna til grafar a-k vandamanna og
nágranna. Vfir líkinu töluðu í kirkj-
unni slra B. B. Jónsson frá Minneota
og prestur Hallson-safnaðar slra J. A.
Sigurðsson. Ennfremur voru ræður
haldnar við gröfina.—Jóhann s&l. var
fyrsti ísleDzki landnámsmaðurinn í
bygðarlagiuu kringum Hallson, og
mun blað vort stðar flytja helztu
atriði æfiferils hans.
Ritstj. Lögbergs kom heim af
kirkjuþingi á þriðjudag, en M. Paul-
son og Fr. Friðriksson (frá Glenboro)
komu hÍDgað þaðan að sunnan í gær.
Samferða þeim var fulltrúi Selkirk-
safnaðar, Mr. G. Ingimundarson, og
Mr. Gunnst. Eyjólfsson frá íslendinga-
fljóti, sem undanfarna daga hefur ver-
ið í kynnisför suður um íslenzku
bygðirnar I N. Dakota.
Á sunnudagsmorguninn var,
vildi það slys til, að Mr. J. R. Smith
kyndaxi á vöruflutningslest C. P. R.
félagsins, datt út úr gufu vagninum,
þar sem lestin var á hraða ferð, og
slasaðist svo að litlar vonir eru um að
haun lifi. Slysið vildi til nálægt Ing-
ólf, um 100 mllur austur frá Winni-
peg. Var hann sendur svo fljótt sem
auðið varð, hingað á spltlan, og ligg-
ur hann nú þar.
Allmiklar breytingar hafa nylega
verið gerðar á lestagangi Can. Pac.
járnbrautarfélagsins. Vestur frá
Winnipeg, eftir aðal-brautinni, ganga
3 lestir—2 & hverjum degi, nema
sunnudögum,—sem fara ki. 8.30 f. b.
og 7.10 e. h., og ein á hverjum degi
(Imperial Limited), sem fer kl. 7-15 f.
h. Austur frá Winnipeg ganga 2
lestir—ein & bverjum degi, nema á
sunnudöguin kl. 7.45 f. h., og hin
(Imperial Limited) á hverjum degi kl.
9.50 e. h. Frá Wpg til Glcnboro fer
nú lest á hverjum degi, að undan-
teknum sunnudögum. Fer frá Wpg
kl. 8 50 f. h. og kemur til Glenboro
kl. 2.35. Frá Glenboro fer lest á
hverjum degi, nema sunnudögum, kl.
11.48 f. h. og kemur til Wpg 5.30
e. h. Tafla yfir lestaganginn & braut-
um félagsins birtist á öðrum stað I
þessu blaði. Hin nyja hraðlest fer
þvert yfir landið (frá Montreal til
Vancouver) á 4 sólarhringum og 4
kl. stundum, og er það miklu styttri
timi en aðrar lestir hafa þurft til þess.
Meðaltals-hraði hennar er um 29 mílur
& kl.stund.
Fjórði júlí á Gardar.
Ungu mennirnir á Gardar, N.-
Dakota, ætla að halda frelsisdag
Bandarlkjanna, 4. júlí, með mikilli
viðhöfn í hinum fagra Gardar-skógi
(Gardar Park), og hafa mikinn við-
búnað til að gera hátíðarhaldið sem
allra myndarlegast. Gardar-búar eru
kunnir að því, að þegar þeir halda
einhverja h&tlð, þá spara þeir aldrei
noitt til þess að hún skari fram úr
öðru samkyns hátíðarhaldi.
Það fara fram „Base Ball“-leikir,
„Foot Ball“-leikir, glímur, „Tug of
War“ og fleiri þessháttar íþróttir, og
50 doll. verður útbytt sem verðlaun-
um við ofannefnda leiki og íþróttir.
Ræður verða haldnar, bæði & Is-
lenzku og ensku, og verða þar beztu
ræðumenn úr ymsum áttum.
Hornleikara-flokkur Gardar-bygð-
ar leikur allan daginn, og stjórnar
Mr. S. Hall (hann útskrifaðist í vor
með hæzta vitnisburði í söngfræði)
hljóðfæraslættinum.
Um kveldið verður „Bowery“-
dans á palli I skóginum, og þá leikur
Gardar strengjahljóðfæra-flokkurinn.
Ef rigna skyldi, fara ræðuhöldiu
og dansinif fram I hinu afarstóra og
ágæta samkomuhúsi Foresters að
Gardar. Nóg hús er að fá að Gardar
fyrir hesta gestanna.
Þeir, sem standa fyrir hátlðar-
haldinu, vona, að menn sæki það al-
ment, og ritstj. Lögberga tokur þar
undir, þvl hann veit að ekkert verður
til sparað að gera samkomuna sem
bezta og ánægjulegasta. Það er ekki
hægt að óska sér skemtilegri staö
fyrir svona hátlðarhald en hinn fagra
Gardar skóg.
Fréttir.
Tveir þingmenn í franska þing-
inu urðu saupsáttir á þriðjudagiryj
var. Þegar þeir höfðu kastast á orð-
um um hríð, þá skoraði annar hinn til
hólmgöngu eins og Frakka er siður
við svoleiðis tækifæri, og ætla þeir að
berjast nú br&ðloga og hafa sverð að
vopni. Nöfn þÍDgmanna þessara eru:
M. Berteaux og M. Millevoye. Er
hinn fyrnefndi sósíalisti,en hinn síðar-
nefndi úr flokki lyðveldismann.
Frjálslyndi flokkurinn í Chili, í
Suður Ameríku, hefur nú myndað
ráðaneyti úr sínum flokki. Aftur-
haldsmonn voru við völdin áður, þar
til 2. þ. m. að þeir urðu að segja af
sér, sökum þess hve flokkur þeirra
var orðinn af sér genginn og óvin-
sæll. ____________________
Spánverjar eru að gera altein
smáuppþot heima hjá sér þessa dag-
ana. I tveimur slíkum róstum, sem
nylega áttu sér þar stað, særðust
nokkrir lögreglumenn, sem voru að
reyna að stilla til friðar, og hershöfð-
ingi nokkur, Barbon að nafni. Spán-
verjar eru gramir eftir allar þær
ófarir, sem þeir eru búnii að fara, og
flokkar þeirra og klikkur kenna hvor-
ir öðrum um, og lendir svo I róst-
um milli þeirra út af því öðru-
hvoru.
Maryhill P. O., Man., 6. júní ’99.
A. R. McNichol, r&ðsmaður,
Winnipeg, MaD.
Kæri herra.
Hér með viðurkennist, að Mr.
Chr. Olafsson,fr& Winnipeg, hefur af-
hent mér $2000.00 frá féíagi yðar,
Mutual Reserve Fund Life Association
sem er að fullu borgun á lífsábyrgðar-
skírteinum nr. 303605 og nr. 303606,
$1000.00 hvert, er Ástr&ður sál. son-
ur minn, er dó I Dawson City siðastl.
sumar, hafði í félaginu.
Þrátt fyrir það að ómögulegt var
að útvega hinar ákveðnu sannanir
um dauðsfallið, borgaði félagið þessa
upphæð án allra mótmæla, eftir að
hafa fengið tvö eiðfest vottorð um
hvar og hvenær hann dó, takandi um
leið til greina allar kringumstæður, et
sönnuðu róttmæti kröfunnar.
Gerið svo vel að færa forseta og
stjórnarnefnd félagsins kærar þakkir
fyrir heiðarleg viðskifti. Svo óska ég
að Mutual Reserve Fund lífs&byrgð-
arfélagið f&i að eflast og útbreiðast en
þá meir til margfaldrar velgengni
fyrir land og lyð.
Yðar einlægur
Jón Mattíasson.
Samkvæmt auglysingu í síðustU
blöðum verður 4. júlí haldinn hátlð-*
legur & Sandhæðum í Akra Townsbip»
Pembina Co. N. D.
Hátíðin byrjar kl. 9^ árdegis með
skrúðgöngu með Cavalier Band í
broddi fylkingar.
Mr. Paul Johnson,forseti dagsins,byð-
ur fólk velkomið.
Mr. S. B. Brynjólfson les Declaration
ofIndependence.
Mr. B. G. Skúlason frá Grand Forkö
er ræðumaður dagsins.
Mr. B. 1/. Baldwinson frá Winnipeg
ræðir um ísland.
Fleiri flytja ræður, sem ekki oru uafn-
greindir hér.
Að ræðunum enduðum verður uppi'
hald til kl. 2 síðdegis.
Þá verða reyndar allskonar íþróttir
svo sem hlaup dg stökk af öllum
tegundum, gllmur og kappreiðar
á hestum og hjólum og margt fl«
Dans allan daginn og alla nóttina.
„Bandið“ spilar allan daginn.
Allskonar veitingar fást & staðnum.
Veður ábyrgst að vera gott.
F orstöðunef ndin.
Þar eð ég hef tekið eftir því, að
legsteinar þeir, er íslendingar kaup®
bjá enskutalandi mönnum, eru í flest-
uin tilfellum mjög klaufalega úr garði
gerðir hvað snertir stafsetninguna á
nöfnum, vorsnm o.s.frv., þá byðst ég
undirskrifaður til að útvega löndiim
mlnum legsteina, og fullvissa þá um,
að ég get selt þá með jafn góðum
kjörum, að minsta kosti, eins og nokk
ur annar maður I Manitoba.
A. S- Babdai,.
497 Willi&mave. Winnipeg-