Lögberg - 22.02.1900, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.02.1900, Blaðsíða 4
4 LÖGBERQ, FIMMTUDAGINN 22, FEBRÚAR, 1900. LÖGBERG. GefiO út afl 309 J* Elgin Ave.,WiNNlPttG,MAN af The Lögberg Print’g & Publising Co’y (IneorporatedMay27,1890) , Ritstjóii (Editor); Sigtr. Jónasson. Business Manager: M. Paulson. aUGLÝSINGAR: Smá.anglýsingar í eltt akiftl26c. fyrir 30 ord eda 1 þml. dálkslengdar, 76 cts um mánndlnn. A atærri anglýsingnm nm lengrl tíma, afsláttur efiir samningl. BÚSTAD A-8KIFTI kanpenda verdnr ad tllkynna sk a lflega og geta'um fyrverandl b ástad jafnfrnm Utanáskripttil afgreldslustofubladslns er i The Logberg Printing & Publlshing Co. P. O.Box 1202 Winnipeg.Man. , Utanáskrip ttilrltstjórans er: Editor Lágberg, P O.Box 1202, Wlnnlpeg, Man. .. ■ samkvnmt landslðgnm er uppsOgn kanpenda á oladi dgild, nema bannaje sknldlans, þegar bann seg r npp. — Ef kaupandi, sem er 1 sknld vid bladid flytn Tl .tferlnm, án þess ad tllkynna helmllasklptln, þá er þad lyrir dðmstdlnnnm álltln sýnlleg sðnnnmfyrr rettvísum tllgangl. FIVI MTUDAGINN, 22. I’EBB. 1900. Fínanzfjœði „Hkr.“ Ritstjóri „Hkr.“ hefur viö og við verið að vella um það í blaði s'nu, að það hafi verið svo og svo mikil s^ód^wrcThjáGreenway-stjóm- inni, og er ritstjórinn svo ósvífinn að staðhæfa, að fyrverandi fjárrn&la- ráðgjafi fylkisins, McMillan ofursti, hatí játað að sjóðþurð ha.fi verið, og að Lögberg hafi játað hið sama. Um leið og vér lýsum þessar staðhæfiDgar ritstj. „Hkr.“ helber ó- sannindi.skulum vér taka það fram, að þó ritstj. sé óvandaður til munns- ins og manna ósvífnastur í ræðu og riti, þá má vera að hann hafi ekki vísvitandi og af yfirlögðu ráði farið með ósannindi í þetta sinn. Fá- fræði has 1 stjórnmálum og skiln- iugsleysi á ensku og íslenzku máli er sem sé jafn stórkostlegt eins og ósvífni hans. þegar maður les bull ritstjórans um „sjóðþurð", getur maður nefnilega eins vel komist að þeirri niðurstöðu að hann, af fávizku sinni, viðhafi orðið sjóffþv/rð' í stað- inn fyrir orðið teJcjuhalli, sem er, eins og allir skynsamir, upplýstir raenn vita, sitt hvað. Orðið sjóð- þurð er sem sé vanalega viðhaft um það, að I einbvern sjóð eða fjárhirzlu vanti fé, sem þar hafi átt að vera, og að því, sem vanti, hatí verið stol- ið eða verið ranglega varið. En hér er ekki spursmál um að neitt þessh&ttar hafi átt sér stað, heldur að það hafi orðið tekjuhalli, að viss- ar tekjur, sem ráð var gert fyrir í fjárlaga-frumvarpinu að kæmu inn, hafi ekki komið inn. Og það er einmitt þetta, sem Mr. McMillan og Lögberg hafa sagt að hafi átt sér stað, en alls ekki að nein sjóðþurð hafi verið. Sjóðþurðar-hjal ritstj. „Hkr.“ er annaðhvort ryk, sem hann er að reyna að kasta í augu lesenda blaðs síns, eða þá misskilnings- og fávizkuhjal. það er ámóta við það þegur hann á Islandi þýddi enska orðið people með „pöpull“. Eins og allir vita þýðir orðið people fólk eða þjóð, en orðið „pöpull“ þýðir nú á Islandi- „skríll", og er þaðafbökun á danska orðinu Pöbel, er þýðir skríll. Mr. McMillan og Lögberg hafa margsiunis tekið fram, að það hafi orðið tekjuhalli árið sem leið, og að sá tekjuhalli liggi í því, að það hafi ekki komið inn $300,000, sem fylk- isstjórnin bað um úr skólalandasjóði Manitoba, er sambands-stjórnin í Ottawa hefur í vörzlum sínum, og sem ráð var gert fyrir í áætlaninni yfir tekjur fylkisins, er lögð var fyrir síðasta þing og samþykt, að kæmi inn á árinu. En eins og vér höfum margsinnis tekið fram, neit- aði efri deild sambands-þingsins (sem afturhaldsmenn eru í meiri- hluta f) að láta Manitoba-fylki fá þessa upphæð af sínu eigin fé, og þess vegna kom hún ekki í fylkis- sjóðinn á árinu. Af þessu varð tekjuhalli, sem þó nemur miklu minna en $300,000 eftir því sem „Hkr.“ sjálfri segist frá. það býst víst enginn skynsamur maður við, að fé sem aldrei hefur komið inn í fylkissjóð sé þar. En ffnanzfræð- ingurinn, ritstj. „Hkr.“, virðist þó búast við því. En fyrst þessir $300,000 hafa ekki komið í fylkis- sjóð.þá hljóta þeir að vera 1 höndum sambands-stjómarinnar í Ottawa, nema þeim hafi verið stolið, sem er eins líklegt að ritstj. „Hkr.“ fari að halda fram næst. Ofursti McMillan fór nokkuð frekar út í fjármál fylkisins í sam- tali við fréttaritara blaðsins „Mani- toba Free Press“, er birtist í blaðinu 9. þ. m., en vér höfum ekki pláss fyrir þýðingu af því í þessu númeri blaðs vors. það kemur í næsta blaði. ,,)>jóðólfs“-durgarnir. Vér birtum á öðrum stað í þessu númeri blaðs vors durgslegan bréf- kafla, er hinn durgslegi ritstjóri hins durgslega Reykjavíkur-blaðs, „þjóðolfs", prentaði í því númeri blaðsins er koin út 24. nóvember síðastl., og hefur durgslegi ritstjór- inn hnýtt sínum eigin durgslegu athugasemdum aftan við durgslega bréfkaflann. Fyrirsögniu fyrir dellunni (bréfkaflanum og athuga- semdum ritstj. „þjóðólfs”) or: „Bak við tjöldin“, og segir durgslegi ritstj<Srinn að það, sem hann birtir, sé „Kafli úr prívatbréti til ritstjóra þjóðólfs, dags. Winnipeg 4. sept.“ 1899. Brófkaflinn er nafnlaus, eins og nærri má geta, en margir, sem þekkja hugsunarhátt og rithátt afdankaða Tjaldbúðar prestsins, séra Hafst.Péturssonar, eru ekki í neinam vafa um, hver höfundurinn muni vera. Vér álítum að það skifti allmiklu, hver höfundur bréfkaflans er, og, þar eð einhverjir kunna að efast um að afdankaði Tjaldbúðar-presturiun só höfundur hans, þá ætlum vór að færa nokkur rök að því, að svo sé. í þessu skyni prentum vér þá fyrst og fremst greinarstúf er birtist í „ísafold" 2. des. síðastl., er hljóðar sem fylgir: „MÓTMÆLI GKGN ÞJÓÐÓLFS-ÓSANN- INDUM. ,Djóðólfur‘ hefur upp & síðkastið gert sér einkarmikið far um að telja ísleDdingum trú um, að ég leggi kapp & að koma nönnum héðan af landi burt ve3tur um haf. Og hann áréttir þá langvarandi viðleitai sfna með bréfkafla fr& Winnipeg, sem reyndar er nafnlaus, en sýnilega saman settur af uppgjafaprestinum Hafsteini Péturssyni, sæmdarmanni peim, er einkennilegastan orðstlr hefur getið sór meðal Vestur íslendinga fyrir sannsögli. Ég hefi ekki lagt í vana minn að troða illsakar við ,Djóðólf út af pess- um né öðrurn tilraunum hans til þess að vekja óvild gegn mór hér & landi og ætla ekki að gera pað. En eitt Soifti fyrir öll lýsi ég hór með dylgjur hanns I þ& i»tt, sem hér er sérstaklega um að ræða, tilhoefu- laus ósannindi. Og jafnframt skal ég trúa ritstjóra ,Djóðólfs‘ fyrir því, að með atferli slnu fær hann mig ekki til að taka upp þann sið, er hann fylgir andspæn- is Vestur-íslendingum. Eg mun eftir sem &ður verða jafn-sannfærður um, að gffarasælla sé að öllu leyti að tala af beztu samvizku og sannfæring um menn þeirra og m&lefni, heldur en að taka upp h&ttsemi ,Djóðólfs‘- ritstjðrans og Hafsteins Pétursssnar, og, til dæmis að t&ka, hafa einurð & að telja mönnum trú um að séra Jón Bjarnason sé vesturferða agent Cacadastjórnar og að aðalm&l kirkju- félagsins (vestur-Islenzka) eé I raun og veru orðið fyrir löngu innflutn- ingur fr& íslandi“. E. H. Greinarstúfur þessi sýnir, að Mr. Einar Hjörleifsson gengur ekki að því gruflandi hver höfundur bréfkaflans er, enda játar ritstj. „þjóðólfs” svo gott, að það sé séra Hafsteinn Pétursson, þótt hann geri það á sinn vanalega durgslega hátt, en ekki hreint og beint og blátt áfram eins og drenglyndir menn gera. I skatmnagrein til Mr. Ein- ars Hjörleifssonar, útaf hinum ofan- prentuðu kurteisu mótmælum hans gegn nokkru af lygunum í bréfkafl- anum, farast ritstj. „þjóðólfs“ orð sem fylgir í blaðinu er út kom 8. desember síðastliðinn: „Tilgáta E. H. um höfund bréfsins í „þjóðólfi" er dálítið und- arleg. Heldur hann, að enginn nema séra Hafsteinn Pétursson hafi einurð til að sýna fram á, hverskon- ar blað ,Lögberg‘ er, hverjir standi á bakvið það og á hverju það og þeir félagar allir lifa". Hver einasti maður með heil- brigðri skynsemi skilur það, að ef séra Hafsteinn Pétursson væri ekki höfundur brófkaflans—þótt ritstj. „þjóðólfs" hafi ef til vill bætt nokkr- um setningum inn í hann og lagaÖ hann dálítið til—þá hefði ritstj. „þjóðólfs“ blátt áfram neitað að séra Hafst. væri höfundurinn, í staðinn fyrir aö fara þessa durgslegu króka- vegi. En þótt þessar sannanir um faðerni bréfkaflans væru ekki fyrir hendi, þá veit hver maður, sem þekkir séra Hafstein, hugsunarhátt hans og rithátt, að bréfkaflinn, eða mest af honum, er eftir afdankaða Tjaldbúðar-prestinn. Séra H. P. hefur verið með mest af sama rugl- inu og gutlinu í ræðum, er hann hefui haldið, hann hefur verið með sumt af því í einum Tjaldbúðar- bæklingi sínum, og hann hefur ver- ið með þaö í „Hkr.“ það er að miklu leyti sama upptuggan, og sver sig greinilega í ættina. Ritstj. „Hkr.“ var nýlega að myndast við að mótmæla sumu at' lygaruglinu í brófkaflanum, en þótt ritstj. viti eins vel eins og vór og aðrir að bréfkaflinn er eftir sóra Hafstoin Pétursson, þá læst hann enga hugmynd hafa um hver höf- undurinn er, og er meira að segja að reyna að afvegaleiða lesendur blaðs síns því atriði viðvíkjandi. Ritstj. „Hkr." sýnir með þessu, að hann álítur að bréfkaflinn sé höf- undinum til skammar, og þess vegna er hann að fela hann í skugganúm. það stendur líka ritstj. „Hkr.“ næst að bera blak af séra Hafsteini, því afdankaði Tjaldbúðar-presturinn ferðaðist um með honum í vor er leið til að selja „Hkr.“ og útbreiða „Heimskringlu“-trú, sem eftir því var orðin „Tjaldbúðar-trú“ hvað séra Hafstein snerti. Sumir hugsa nú ef til vill svo, að það geri ekki í rauninni mikið til hver sé höfundur bréfkaflans, lygi og rugl sé lygi og rugl hver sem höfundurinn sé, og maður geti mót- inælt því án alls tillits til þess hver höfundurinn sé. En vér lítum alt öðruvísi á þetta mál hvað snertir bréfkaflann, sem hér ræðir um, og skulum vér nú gera grein fyrir, hvernig á þvi stendur, aö það hefur mesta þýðingu í þessu sambandi hver höfundurinn er. Eins og Ijöldamörgum af les- endum vorum er kunnugt um, JA hefur altaf verið mikið spursmál um það hvort séra Hafsteinn Péturs- son hafi veriö með öllum mjalla eftir að hann kom hingað vestur og á meðan hann dvaldi hór. Yér vitum af bréfum frá Kaupmannahöfn, aö maðurinn var geggjaður á vitinu á meðan hann var þar, skömmu áður en hann fór hingað til Ameriku. þar að auki lýsti læknir einn, er þekti séra Hafst. Pétursson ( Khöfn, yfir því á kirkjuþingi fyrir nokkr- um árum síðan, að Hafst. Pótursson hefði verið geggjaður á vitinu í Khöfn og hefði vart verið ábyrgðar- fullur fyrir gjörðum sfnum síðan hann kom hingað til landsins. þetta er ástæðan fyrir, að kirkjufélagið (slenzka, prestar þess og leiðandi menn í því hafa ekki skift sér neitt af rugli sóra Hafsteins. þeir hafa sem só skoðað ruglið sem afleiðing af geggjuðum geðsmunum, og hKfst við að eiga orðastað við manu sem álitinn var geggjaður. þessi hlífö hefur jafnvel gengið svo langt hjá þeim, að þeir hafa ekki opinberlega gert grein fyrir, hvers vegna þeir mótmæltu ekki rugli sóra Hafsteins um kirkjufélagið og leiðandi menn í þv(. Ástæðan fyrir, að Lögberg hefur ekki tekið séra Hafstein í hnakkann fyrir árásir hans og bull, eru hinar sömu. Vór höfum álitið að maðurinn væri geggjaöur á geðs- munum ogekki ábyrgðarfullur fyrir því er hann talaði og ritaði. En allir hlutir geta gengið svo langt, að „hlífö hættir að vera dygð“.' þ#ss vegna er það, að vér skerum nú upp úr með þetta mál og skýrum opin- berlega frá ferli séra Hafsteins Pét- urssonar hér vestra og mótmælum óráðsrugli hans með fáum orðum. það fór ekki fram hjá þeim mönnum í Argyle-söfnuðunum, er mest áttu saman við séra Hafstein að sælda um safnaðamál o. s. frv., að það var eitthvaö bogið viö mann- inn. Og loks yfirgaf hann söfnuð- ina þar til fulls á mjög skyndilegan og einkennilegan hátt. Forseti kirkjufélagsins, sóra Jón Bjarnason, hafði verið veikur um all-langan tíma, og var séra H. P. fenginn til 3(52 „Við verðum að halda &fram“, sagði ég. „Við megum ekki tefja hér. Hin eina von okkar er I þvl fólgin að h&Ida &fram“. „Von? Von um hvað?“ sagði hún með ofur l&gri, örvæntingarfullri röddu. „Hvert get ég far- ið? Hvl skyldi ég halda bar&ttunni áfram?“ „Viljið þór komast & vald Mouraki’s?“ spurði ég og prýsti vörunum saman. „Nei; ég þarf ekki að gera það“, sagði hún. „Ég hef stinghnífinn minn & mói“. „Guð varðveiti yður frá að þér notið hann!“ hrópaði ég, en snöggur hryllingur fórl gegnum mig; og þr&tt fyrir ásetning minD, að kæfa tilfinningar mfnar niður, fann óg að hönd mln þrýsti höfði henn- ar ósj&lfr&tt að mór. Hún fann það einnig; húu reis upp 6 olboga, sneri andlitinu að mér og horfði I augu mé". Hvaðasvargat éggetiðþessu augnatilliti hennar? Ég sneri mér undan; hún lét höfuð sitt hnfga niður & milli handa sinna & klettagólfinu. „Við megum til að fara & stað“, sagði ég aftur. „Getið þér gengið, Phroso?*' „Ég tók ekki eftir nafninu, sem ég nefndi hana, og hún virtist heldur ekki veita því eftirtekt. „Ég get ekki farið“, stundi hún. „L&tið mig vera eftir hérna. Ég get m&ske komist til baka I húsið“. „Nei, ég vil ekki skilja yður eftir hér“, sagði ég. „Ég vil ekki skilja yður cftir handa Mouraki“. „Dér munuð ekki skilja mig eftir h&rda Mour- nki, heldur handa—“ sagði hún. *?1 sloppið fr& Constantine einungis til að lenda 1 klón- um & herra hans. Detta var svo Hkt Mouraki; ég var svo hissa en undraðist samt svo lítið, fallið var svo snögt, ósigur okkar svo skringilegur, að óg held að ég hafi brosað um leið og ég sneri augum mfnum fr& Phroso og leic & landstjðrann. Ég hefði m&tt vita það, eins og þér skiljið“, sagði ég upph&tt. XVIII. KAPÍTULI. HINN ÓKUNNI VINUK. Báturinn var enn & ofurlítilli hreifingu, sem af- leiðing af hinu sfðasta árartogi mtnu, svo hann flaut hægt og hægt fram hj& Mouraki, er stóð eins og einhver stór sjófugl uppi & klettinum. Ég svaraði ekki þessari mannvonzkulegu spurniogu neinu— spurningin sýndi ósvífnislega hvaða verk hann »tl- aði að l&ta verkfæri sitt vinna. Ég gat brosað af kýmnisblandinni beiskju, en I nokkur augnablik var mór varnað m&ls. Phroso sat og horfði niður fyrir sig og vafði hendurnar hverja utan um aðra; land- stjórinn lét sér nægja, sð svara brosi mfnu með brosi. B&tinn ckkar bar fram hjá klettinum, og þegar hann kom fyrir hornið, varð fyrir ckkur annar stærri b&tur, 8®m fjórir af hermönnum Mouraki’s voru I, og sem 36« nærri út I hollirinn. Eruð þér ekki orðinn þreyttur, l&varður minn?“ „Ekki hið allra minsta“, svaraði ég, og Phroso lót sór lynda þetta svar mitt. Dað skaðar samt engan þó ég j&ti nú, að ég var orðinn þreyttur, ekki þó eins mikið af að bera Phroso eins og af áreynslunni, er óg hafði mætt nótt- ina og daginn fyrir; þess vegna gladdist ég mjög þegar óg s& birtu dansa fyrir augum mér við endanD & löngum, beinum kafla f göngunum. Dað hallaði nú mikið undan fæti; og br&tt heyrði óg sj&varhljóð, er virtist bjóða okkur velkomin út I hið hreina loft og birtu veraldarinnar fyrir ut&n; því dagur var runninn fyrir stundu þegar við komum fram úr hin- um þiöngu göngum. Birtan, sem ég s& fram undan nér, var rauð af geislum hinnar nýuppkoinnu sólar. „Æ“, sagði Phroso áuægjulega, „ég heyri sj&far- suðuna. Ó, óg finn lyktina af sjónum. Og, l&varð- ur minn, litið & birtuna!“ Ég leit burt frá birtunni, þótt gleðilegt væri að 8j'& hana, og horfði & andlit hennar, er hvíldi rótt við vanga minn. Ég gat nú fyrst séð þetta andlit glögt. Augu okkar Phroso mættust. Ofurlítill roði breiddi sig um kinnar hennar, en hún 1& grafkyr og horfði & mig; og svo sagði hún með bllðlegri, l&gri, mjúkri röddu: „Dór eruð mjög þreytulegur. L&tið mig nú ganga, l&varður minn“. „Nei, við skulum dú halda áfram svona áfangann & 9nda“, sagði ég.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.