Lögberg - 22.02.1900, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.02.1900, Blaðsíða 5
LÖGBERÖ, FIMMTUDAQINN 22 FEBRÚAR 1900. aS þjóna söfnufii séra Jóns (Fyrsta lút. söfnuði í Winnipeg') um tfma. Sjúkleiki séra Jóns ágerðist svo mjög, að honum var ekki ætlað líf, og er enginn vafi á að séra Hafst. taHi sjálfsagt að hann yrði ekki einasta prestur 1. lút. safnaðar, held- ur einnig forseti kirkjufélagsins. En svo sneri forsjónin þvi svo, að séra Jón komst á fætur aftur og hélt áfram öllum fyrri störfum sín- um. þi var eins og algerlega tirmdi yfir séra Hafstein. Hann fór að verða fálátur og uudarlegur við þá í 1. lút. söfnuði, er hann hafði urn- gengist, og það er álit þeirra, sem bezt þekkja, að vonbrigði þau, er hann varð fyrir, og sár það, sem metorðagirnd hans fékk, í sambandi við það að séra Jón komst til heilsu, hafi ankið geggjan séra Iíafsteins. það var því eðlilegra að álykta svona, þar sem mönnum var kunn- ugt um hvernig séra Hafst. varð við vonbrigðin að fá ekki dómkirkju- prests-embættið í Rvík og hvílíkt hatur hann lagði á biskupinn og fleiri menn útaf því. Séra Hafsteinn hafði lýst yfir þv{, að hann ætlaði ekki að þjóna hinum gömlu söfnuðum s'num úti á landinu framar, af því að hann þyrfti að vera í stórum bæ eins og Winnipeg til þess að geta haft að- gang að bókasöfnum o. s. frv. Fyrsti lút. söfnuður í Winnipeg réð hann því sem nokkurskonar missíóns- prest hér í Winnipeg og fól honum að mynda annan lúterskan söfnuð. Séra Hafsteinn tókst þetta á hendur, og borgaði 1. lút. söfnuður honum $50.00 um mánuðinn sem laun í uokkrá mánuði, á meðan hann var að þessu starfi. þannig myndaði séra Hafst. Tjaldbúðar-söfnuð, og kallaði liann séra Hafstein sem prest sinn. Margir af þeim, er gerðust meðlimir Tjaldbúðar-safnaðar, höfðu áður verið meðlimir 1. lút. safnað- ar, og var auðvitað búist við að Tjaldbúðar-söfnuður gengi inn í kirkjufólagið; en þegar það spurs- mál kom fyrir kom það upp úr köf- unum, aö séra Hafsteinn hafði tekið ýmsa inn I þennan nýja söfnuð með þeim samningi, að hann (Tjaldbúðar- söfnuður) gengi ekki inn í kirkju- félagið. þetta kom í ljós á fundi, sem haldinn var í söfnuðinum til að ræða um inngönguna, og á annan hátt. Séra Hafst. hafði unnið að því fyrir fundinn, að meirihluti aafnaðarlima greiddi atkvæði á móti inngöngunni, enda talaði hann á móti inngöngunni á fundinum, þótt hann greiddi sjálfur atkvæði með inngöngunni af því hann vissi, að: Qógu margir greiddu atkvæði á móti. Nú sáu meðlimir 1. lút. safn- aðar og kirkjufélags-menn, að séra Hafst. hafði svikið þá i trygðum — hafði breytt eins og Júdas á meðan hann var í þjónustu þeirra og var launaður af þeim. „Eftir þann bita fór djöfullinn í Júdas“, segir ritn- ingin, og það fór líkt með séra Haf- stein. Eftir það gerði hann alt, sem hann gat, til þess að vekja fjandskap hjá söfnuði sínum til 1. lút. safnaðar, taldi safnaðarlimum s'num trú um, að meðlimir 1. lút. safnaðar væru að ofsækja sig og söfnuð sinn, sem var mesta fjar- stæða og ósannindi. Síðan hefur séra Hafsteinn, hæði ljóst og leynt, reynt að ófrægja kirkjufélagið og presta þess og gengið f lið með öll- um og öllu, sem hann hefur fmynd- að sér að mundi geta orðið kirkju- félaginu til skaða. Hann hefur rit- að greinir í „Hkr.“ og gefið út hæklinga, til að syngja sjálfum sér lof og dýrð og niðra kirkjufélaginu og prestum þess. Hann hefur skrif- að rógs- og lygabréf um kirkju- félagið, presta þess og skólanefnd kirkjufélagsins til merkra manna á Islandi. Meðal annars skrifaði hann merkum guðfræðingi í Reykjavík þá lygi sumarið 1898, að skólasjóður kirkjufélagsins væri að mestu tap- aður og að séra Jónas A. Sigurðsson hefði ferðast til Islands á peningum hans. þegar merku mennirnir á íslandi sintu ekki rógi hans og lyg- um, tók hann það ráð að fara að skrifa ritstjóru „þjóðólfs"; og með því að spila áhinaalkunnu fordðms- strengi hans gegn *vesturflutningi, og fjandskap hans gegn Yestur- Islendingum, Lögbergi og öllu amer- íkönsku í heild sinni, gat hann narrað „durginn‘‘ til að birta órúðs- dellu sína. Eftirfylgjandi greinar- stúfur eftir ritstj. „þjóðólfs‘‘, er birt- ist í blaðinu 10. nóv. síðastl., sýnir, að séra Hafst. hefur verið búinn að skrifa ritstjóranum fleiri lygar um meðferðina á sér hér vestaa. Stúf- urinn hljóðar sem fylgir : „Sóra Hsfsteinn Pétursson er nú hættur prests sksp 1 Winnipeg og far- inn burtu þaðan til Kaupmannahafn- ar. Segir blaðið ,Heimskringla‘, að hann sé orðinn ,rithöfundur‘ við Gyld- endals bókaverzlun, og er það líklega svo að skilja, að hann hafi feng;ð ein- hverja ritara- eða aðstoðarmannsstöðu við þessa miklu bókaverzlun. Séra Hafsteinn mun aldrei hafa kunnað við sig í prestskapnum parna vestur fr& undir handarjaðrinum & séra Jódí Bjarnasyni og Lögbergsmönnum, pví að hann var ekki af sama sauða- húsi, og þess' vegna lystur í bann, eins og lög gera ráð fyrir hjá þeim kirkjuhöfðingjunum par vestra“. Sannleikurinn er, að séra Jón Bjarnason, kirkjufélagsmenn og Lögbergsmenn hafa látið séra Haf- stein algerlega óáreittann, enginn af prestum kirkjufélagsins hefur svarað áreitnis-og lygagreinum hans einn oríi, og Lögberg hefur þvínær algerlega gengið fram hjá áreitni hans og íllkvitni með fyrirlitningu. Hvað snertir veru séra Hafsteins hjá Tjaldbúðar-söfnuði, þá fór hún eins og við mátti búast. Hann við- hafði svik og undirferli við mynd- un safnaðarins, eins og áður hefur verið sagt, og ætlaði að halda sér uppi hjá honum með æsingum og rógi gegn 1. lút. söfnuði og kirkju- félaginu. En söfnuðurinn (eða meirihluti fólks í honum) sá brátt hve hatursfull og ókristileg þessi stefna séra Hafsteins var og vildi ekki fylgja honum íhenni. þá fékk séra Hafsteinn fýluköst, hótaði fyrst að seg ja af sér, og fór síðan að segja af sér. Hánn var nokkrum sinnum búinn að segja söfnuðinum upp þjónustu sinni, en það var þá gengið eftir honum að vera. En loks þregttist söfnuðurinn á þessu, og þegar hann sagði af sér seint í sumar, var uppsögn hans þegin— þvert á móti tilgangi hans—honum borgað kaup sitt að fullu í haust og hann látinn fara. Hjal hans um „rithöfunds-störf'1 hjá Gyldendal var tóm ímyndun, eða vísvitandi ósannindi. Hann svo gott sem játaði þetta sjálfur á safnaðarfundi. . Yér ætlum ekki að fara lengra út í feril séra Hafsteins hér vestra, en sérhver lesandi Lögbergs getur dregið af því, er vér höfum sagt, hverja ályktanina sem hann vill: að maðurinn sé geggjaður á geðs- mununum og þjáist af ímyndunar- veiki, eða þá hina, að hann sé með fullu viti, en sé mjög óvandaður, samvizkulaus maður. Að hverri niðurstöðunni sem menn komast, er ekkert mark tak- andi á hjali séra Hafsteins í „þjóð- ólfi“ og annarsstaðar, enda ber sam- setningur hans sjáifur með sér, að eitthvað er bogið við hann. Fjöldi af Vestur-íslendingum veit, að sam- setningur hans er argasta rugl og fjarstæða í flestum eða öllum atrið- um, og er óþarfi þeirra vegna að fara fleiri orðum um bull hans I „þjóðólfi". En eins og uærri má geta, eru allmargir ísl. hér í landi sem ekki vita neitt greinilega um þau atriði, sem sóra Hafst. er að rugla um, og á íslandi er flestum ókunnugt um þau. þeirra vegna neyðumst vér til að fara nokkuð fleiri orðum um ósanninda-atriðin sjálf í bréfkafla hans. En af því að það og ádrepan, er vér ætlum að gefa ritstj. „þjóðólfs“ útaf athuga- semd hans aftan við bréfkaflann mundi gera þessa grein of langa, þá geymum vér það til næsta blaðs. Greiða-sala. Bezta gisti- og greiðasölu húsið á meðal íslendinga í Winnipeg er 605 Ross ave., þriðju dyr austan við búð Mr. Arna Friðrikssonar. Gott fæði, gott húsrúm, gott hesthús og fjós. Alt selt með mjög sanngjörnu verði. Tekið á móti ferðamönnum og hest- um n hvaða tíma sólarhringsins sem er.—Munið eftir staðnum: 605 Koss Ave. SV. SvEINSSON. Ég hefj tekið að mér að selja ALEXANDRA CREAM SEPARATORS, óska eftir að sem flestir vildu gefa mér tækifæri. Einnig sel ég Money Maker“ Prjónavélar. G. Sveinsson. 195 Princess St. Winnipeg T OKUÐUM TILBOÐUM, stllufturo ■L/ til uudirskrifaðs og "íeð utaná skriftinni: „Tenders for llaating ap- paratas, (Jourt House, Med cine Hat, Ass’, We»t“, verður veitt móttaka 6 & skrifstofu pessari paogað til & mið vikudaginn, 28. p. m., um að leggja til og setja inn hitunarfæri í dómhús ið í Medieine Hat, Assa, West, sam- kvæmt uppdráttum og reglugjörðum, sem til sýnis eru hjá stjórnardeild opinberra starfa í Ottawa, hjá Clerk of Works á dómhúsinu 1 Medicine Hat, Assa, West, og á skrifstofu D. Smith, Clerk of Works, Wiunipeg. Menn, sem tilboð gera, eru ámintir um pað, að engin tilboð verða tekin til greina séu pau ekki gerð á par til búin prentuð eyðublöð og undirskrif- uð raeð bjóðandanna réttu undirskrift Hverju tilboði verður að fylgja viðurkend banka ávtsun handa the Minister of Public Works, er jafogildi einura ttunda (10 prct) af upphæð tilboðsins. Og missir bjóð andi p& upphæð ef hann, eftir að hafa verið veitt verkið, neitar að vinna pað, eða fullgerir ekki pað sem um hefur verið samið. Sé tilboðinu hafn- að, pá er ávtsanin endursend. Deildin skuldbindur sig ekki til að taka lægsta cé neinu boði. Samkvæmt skipun, JOS. E. ROY, acting secretary. Department of Public Works, ) Ottawa, Febr. 3rd, 1900. \ Fréttablöð, sem flytja pessa aug- lýsingu án leyfis deildarinnar, fá enga borgun. MANITOBA. fjekk Fybstu Vebðlaun (gullmeda- u) fyrir hveiti á malar&sýningunni, æm haldin var í Lundúnaborg 1892 jg var hveiti úr öllum heiminum sýnt par. En Manitoba e ekki að eina hið bezta hveitiland f heimi, heldur er par einnig pað bezta kvikfjá/ræktar- land, sem auðið er að fá. Manitoba er hið hentugasta svæði fyrir útflytjendur að setjast að í, pvl bæði er par enn mikið af ótekn am löndum, sem f&st gefins, og upp- vaxandi blómlegir bæir, bar sem g<..» fyrir karla og konur að fá <>*"innu. í Manitoba eru hin miklu fiskisælu veiðivötn, sem aldrei bregð ast. í Manitoba eru járnbrautirroikl ar og markaðir góðir. 1 Manitoba eru ágætir frfskólar hvervetna fyrir æskulýðinn. í bæjunum Wiunipeg, Brandon og Selkirk og fleiri bæjum munu vera samtals um 4000 fslendingar, — í nýlendunum: Argyle, Pipostone Nýja-íslandi, Álptavatn*> ^hoal Lake Narrows og vesturströnd Manitoba vatns, munu vera samtals um 4000 íslendingar. í öðrum stöðum f fylk ínu er ætlað að sjeu 600 íslendingar. ( Manitoba eiga pví heima um 8600 íslendingar, sem eigi munu iðrast pess að vera pangað komnir. í Manf toba er rúm fyrir mörgum ainnum annað eins. Auk pess erufNorð- vestur Tetritoriunum oa British Co lumbia að minnsta kosti um 1400 ís endiugar. íslenzkur umboðsm. ætíð reiða búiun að leiðbeina fsl. innflytjenduru Skrifið eptir nýjustu upplýsing ura, bókum, kortum, (allt ókeypisb Minister sf Agriculture * fmmirgation Winnipbg, Manitoba OLE SIMONSON, mælirmeð sínu nýja Scandinavian Hoiel 718 Main Stbbbt. Fæði $1.00 & dag. Stranahan & Hamre, PARK RIVER, - N. DAK SELJA ALLSKONAR MEDÖL, BŒKUR bKRlFFÆRl, SKRAUTMUNI, o.t.frí,0 tW Menn geta nú eins og áðnr gkrifa^ okkur á íslenzku, þegar teir vilja f á me Munið eptir að gefa númerið af ireysl 867 Áfangastaðurinn var I nánd. Fimm mínútum seinna komum við pangað sem klettaveggirnir slógu sér út aftur; stígurinn breikkaði og breyttist f grýtta fjöru; klettarnir fyrir ofan höfuð okkar mynduðu bvelfingu; við vorura í dálitlum helli, og öldurnar veltu sér mjúklega að og frá malarkambinum inni í hellrinum. Mynni hellisins var mjótt og lágt, svo l&gt, að pað voru ekki meira en tvö til prjú fet frá klettunum yfir mynui hans niður að sjónum; pað var aö eins nægilegt pl&ss fyrir b&t að fara inn og út um mynnið. Phroso stökk niður úr fanginu & mér og breiddi hendurnar út & móti dageljósinu. „ó, að við nú aðeios hefðum bátl“ hrópaði ég og hljóp niður í flæðarmáliö. Var nú óhepni okkar á enda og himingjan farin að brosa aftur til okkar? Detta virtist vera svo, pvf ég hafði varla slept orðinu pegar Phroso klappaði eaman lófunum og hrópaði: „B&tur! Hér er b&tur, l&varður minn“. Og svo stökk hún til mín, greip hönd mfna, og augu hennar tindruðu af fögnuði. Þetta var satt—mér til mikillar undrunar var petta satt! Góður, sterkur, botnbreiður, smár fiski- bátur var parna, honum hafði verið brýnt í fjörunni inni í hellrinum og árarnar lágu f honum. Hvernig stóð & að b&turinn var parna? læja, ég eyddi eng- um tfma f að hugsa um pað; augu mfn mættu augum Phroso, og ánægjan lýsti sér & andlitum okkar beggja. Gleðin yfir pessari hamÍDgju okkar yfirgnæfði alt 370 Ég leit á hana; sólin skein nú í augu hennar, og bjarminn í peim virtist kveykja f mór. Ég gleymdi —nokkru, sem óg hefði átt að muna. ág hvlldi &r- arnar eitt augnablik, beygði mig áfram og sagði með lágri röddu: „Já, vera frjáls og vera saman, Phroso“. Aftur flaug roðinn skyndilega 1 kinnarnar á Phroso, augu hennar tindruðu aftur af gleði og hið óviðjafnanlega, ótemjanlega bros kom & varir henn- ar; ég rétti út hægri höndina, og hönd Phroso laum- aðist feimnislega út til pess að mæta hönd minni. Jæja— engillinn sem ritar niður gjörðir mannanna hefur vissulega litið burt! Dannig vorum við rótt fyrir utan mynni hellis- ins; pverhnfptur klettur hóf sig upp frá fjörunni til vinstri handar; hann var sléttur að ofan og n&ði um 4 fet upp fyrir höfuðin á okkur. Og rótt pegar hendur okkar n&lguðust, og augu okkar—pessir skjótari sendiboðar—mættust, pá kom ofan af klett- inum hlátur, lágur hlátur, sem ég pekti vel. Eg held að ég hafi ekki litið upp; ég horfði enn & Phroso. Roðinn hvarf úr kinnum hennar, par sem ég horfði & hana, ótti lýsti sér í augum hennar og varir hennar titruðu af skelfingu. Ég las hina sönnu orsök ótta Phroso f andliti hennar. „Þetta er nú mjög fögur sjón! En hvað hafið pér gert við Constantine frænda yðar?“ spurði Mour- aki pasja, sem stóð uppi á klettinum. Giidran haíði pá tvöfaldan kjaft, og við höfðum 363 Ég greip hönd hennar og hvislaði að heuni mj'tg lágt, en með ákefð: „Nei, nei!“ „Hvað annað get ég gert?“ spurði hún, setiisti upp og horfði & mig. „Við verðum að gera öfluga tilraun til að kom* ast í óhultleika, eins og við höfðum áður ásett okkw ur“, sagði ég. „óhultleika?“ sagði hún, og pað virtist kom% svolltið háðbros á varir hennar, er pýddi: „Hvers* kyns óhultleiki er pað, sem pér eruð að ta!a um? ‘ „Já, f óhultleika“, sagði ég. „Ó, j&, pér verðið að komast f óhultleika“, saj;ð! hún og virtist alt í einu vakna til meðvitundar um eitthvað, er hún hefði gleymt. „Ó, ji, lávarðuu minn, pér verðið að komast í óhultleika. Tefjið ekki, l&varður minn, tefjið ekki! ‘ „ímyndið pér vður, að mér komi til hjgar, aíl fara béðan einsamali?“ spurði ég, og prátt fyrir alts gat ég ekki að mér gert nema brosa um le-'ð og ón bar spurninguna upp. Ég held að hún hafi í rauo OjJ veru álitið að petta, sem hún benti á, kynni að verð< sampykt af mér. „Nei“, sigði hún. „t>ér mundcð ekki fara eia* samall. En ég—ég get ekki farið yfir peisa hræði* legu brú“. „0 jú, pér getið pað“, sagði ég. „Komið ni^ með mér“; og svo stóð ég á fætur og breiddi faðminq út á móti henni. Hún horfði á mig, og pa-ð^voru enn tár 4 kipni

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.