Lögberg - 15.01.1901, Síða 3
ALDAMÓTABLAÐ LÖGBERGS 1901.
3
Helztu vidburdir 19. aldarinnar.
þótfc mikið vanti 4 að nítjánda
öldin hafi verið hin lengi þráða gull-
Öld, þA er enginn vafi á að hún hefur
verið lang-ríkust a lra liðinna alda af
þýðingarmiklum viðburðum, upp-
fundningar veiið fleiri og merkilegri
og mannkyninu farið tneira fram en
á nokkurri annari öld. Notkun
gufuaflsins til samgangnab'tta og
notkun telegrafsins hefur haft meiri
þýðingu en nokkuð annað til að um-
steypa ástandinu á hnetti vorum,.
því það er þetta tvent sem hefirgert
það að verkum, að það er nú nánara
samband milli hinna fjarlægustu
hluta veraldáiinnar en var á milli
fjarlægustu hluta smáríkjanna í
byrjun aldarinnar. þáð er eins og
þjóðirnar hafi færst svo miklu nær
hver annari, og að allar hinar ment-
uðu þjóðir séu að vissu leyti orðnar
ein allsherjar þjóð. Sérhver ný
hugsun, sérhver ný uppgötvun, eða
uppfundning, er nú óðara orðin eign
alls hins siðaða hluta mannkynsins,
hvar sem hann býr á hnettinum.
Mentunin er nú orðin eign almenn-
ings í flesfcum löndum, arfgeng for-
réttindi og sfcéttamunur er að rniklu
leyti horfið, svo fátækum og um-
komulitlum mönnum er UDtað kom-
ast jafn hátt í heiminum eins og hin-
um ríku og stórætfcuðu, ef þeir hafa
hæfileika og beita kröftum sínum.
En vér ætlum ekki að fara lengra
út f það efni í þessari "grein, heldur
skulum vér telja upp nokkraaf hin-
um þýðingarmestu viðburðum, um-
bótum, uppgötvunum, uppfundning-
um, stríðum, byltingum, slysum o. s.
frv., sem orðið hafa í veröldinni í
heild sinni á hinni liðnu öld. það
verður auðvifcað einungis stutt og ó-
fullkomin upptalning, en getur samt
verið talsvert fróðleg fyrir ýmsa af
lesendum Lögbergs og rifjað hlutina
upp fyrir þeim. Vér skiftum efninu
niður í flokka, en nefnum einungis
árin, sem hvað um sig skeði, en ekki
mánaðardaga, og binaum oss ekki
æt'ð við röð áranna.
•
Stríd og STJÓRNARBYLTINGAR.
Árið 1805 var hinn þýðingarmikli
bardagi við Austerlitz háður; þar
vann Napoleon Bonaparte (fyrsti
Frakkakeisari) sigur á her Austur-
ríkismanna og Rússa.
Sama ár var hinn nafntogaði sjó-
bardagi við Trafalgar; þar vann
Nelson, aðmiráll Breta, algerðan sig-
ur yfir herskipaflota Frakka.
Árið 1812 fór Napoleon óheilla-
herferð sfna til Rússlands, og þá
brendu Rússar hina gömlu höfuðborg
Jands síns, Moscow fcil þess að Napole-
on gæti ekki haft þar vtrarsetu og
neyddist til að hrekjust burt aftur
um hávetur.
Árið ,1815 var hinn nafntogaði
bardagi háður við Waterloo; þar
eyðilagði Wellington, general Breta,
lier Frakka og frelsaði Evrópu úr
járngreipum Napoleons
Árið 1827 var bardaginn við Na-
varino háður, sem hafði það í för
með sér, að Grikkir náðu aftur frelsi
sínu og urðu óháðir.
Árið 1853—5 var hið svonefnda
KrJm-stríð; þar börðust Bretar,
1 rakkar og fleiri Evrópu-þjóðir sam-
eiginlega við Rússa og hnektu veldi
þeirra um stund.
Árið 1857 gerðu innfæddir her-
menn á Indlandi uppreist gegn for-
ingjum sínum og brezku valdi í heild
sinni, og strádrápu niður brezka
karlmenn, konur og bö> n, hvar sem
til náði.
Árið 1859 var ófriður milli Frakka
og Austurríkismanna, og strax á
eftir (1860) hóf Garibaldi leiðangur
sinn, sem endaði með því, að ítölsku
fylkin eða smáríkin runnu saman í
eitt og urðu konungsrfki, en páfínn
misti hið verzlegn vald sitt á ítal'u'
Árið 1861 —5 stóð hið mikla borg-
arastrið j’fír í Norður Ameriku (milli
Norður og Suðurríkjanna). Lee,
yfirherforingi Sunnanmanna, gekk
á vald Grant’s, yfirherforingja Norð-
anmanna, við Appomatox hinn 9.
apríl 1865 með leifarnar af liði sínu,
og þar með var ófriðnum lokið.
Árið 1866 var ófriður milli Ausfc-
urríkis og Prússlands. Hinn 3. júlí
var bardaginn við Sadova háður,
sem réði úrslitunum.
Árið 1870 var hinn hræðilegi ó-
friður milli Frakka og Prússa. Hinn
1. sept. var bardaginn við Sedan
háður. 1 þeim ófriði varð Napoleon
3. að afsala sér keisara eða kon-
uugsvaldi, en Frakkiand varð lýð-
veldi og hefur verið það siðan. Upp
úr þessum ófriði gengu hin þýzku
ríki f samband, og þannig myndaðist
þýzka keisaraveldið, sem nú er.
Árið 1877 var ófriður milli Rússa
og Tyrkja. Hinn 10. des. var hin
mikla orusta við Plevna háð. Afleið-
ingin af þessum ófriði varð, að Balk-
an-rlkin losnuðu undan Tyrklandi
og urðu óháð að nafninu.
Árið 1882 skutu brezk herskip á
Alexandríu á Egyptalandi, og síðan
hafa Bretar haft herlið í landinu og
ráðið þar lögum og lofum, þótfc
Egyptalaud sé enn að nafninu til
háð Tyrkjum.
Árið 1894 var ófriður milli Kín-
verja og Japansmanna, sem báru
hærri hlut í viðskiftunum, þótt
Rússar rændu þá ávöxtunum.
Árið 1898 var ófriður milli Banda-
rfkja Norður-Ameríku og Spánverja.
Hinn 1. maí eyðilögðu Bandarikin
herskipaflota Spánverja við Manila
á Philippine-eyjunum, og 3. júlí flot-
ann við Santiago á Cuba. Upp úr
þeim ófriði létu Spánverjar Cuba-ey
lausa, og afsöluðu sér Porto Rico-ey
ogPhilippine-eyjunum til Bandaríkj-
anna. Spánverjar misfcu þannig það
sem eftir var af nýlendum þeirra.
Spánverjar, sem voru taldir svo
voldugir í byrjun aldarinnar, eru nú
um aldamótin vanmáttug og fátæk
þjóð. Bandaríkin, þar á móti, sem
við byrjun 19. aldarinnar voru til-
tölulega fámenn og fátæk, eru nú
komin í tölu fólksflesfcu, auðugustu
og voldugusfcu þjóða heimsins og far-
in að láta til sín taka í alþjóða-mál-
um sem eitt af helztu stórveldum
hans.
Arið 1899 hófst ófriður milli Breta
og Búa-lýðveldanna í Suður-Afríku,
og var þeim ófriði ekki lokið við
aldar-byrjunina, þótt enginn efist
um, að lýðveldin verði brezk fylki
innan skams og algerlega innlimuð
í hið mikla brezka ríki.
Ekkert land hefir verið undirorp-
ið eins mörgum byltingum á hinni
nýliðnu öld eins og Frakkland. það
varð keisaraveldi árið 1804; lýðveldi
1848; keisaraveldi aftur 1852; og
lýðveldi (í þriðja sinn) árið 1870.
Ýmsar byltingar og byltinga-til-
raunir áttu sér stað víðsvegar um
Evrópu rétt fyrir miðja öldina, er
átti rót sína að rekja til byltingar-
innar á Frakklandi.
Árið 1870 rifu ítalir Rómaborg
undan valdi páfans og gerðu hara
að höfuðstað hins s meinaða ítalska
rikis.
Landkannanir o. s. frv.
Margir leiéangrar voru gerðir út
á hinni nýliðnu öld til að kanna
norðurhöfin, leita þar að löndum,
reyna að finna hina svonefndu norð-
vestur leið til Asfu (siglafyiir norð-
an meginland Atneríku inn í Kyrra
hafið), og til að reyna að komnst til
norðurpólsins. Hinir helzfcu af leið-
angrum þessum voru þeir sem kend-
ir eru við Sir John Franklin (1845),
De Long (1879), Greely (18sl). Peary
(1892), Nansen (1894), og hertog-
ann af Abrazzi (árið sem leið) er
komst lengra norður en nokkur ann
ar hefur komist, svo menn viti.
Prófessor Andrée lagði á stað fr.
Franz Jósefs landi sumarið 1898 a
loftfari og ætlaði að komasfc þannig
til norðurpólsins, eða yfir hann, en
?að má segja um loftreið Andrée’s
eins og segir í vísunni um reið
prestsiris : “Enginn veit um afdrif
haus,” o. s. frv.
þá hafa ýmsar tilraunir verið
gerðar til að kanna höfin í kringum
suðurheimsskautið, og eru hinir
helztu af þeim leiðangrum kendir
við Bisco (1831), Balleny (1838),
D’Urville (1840), Ross (1841), Wilkes
(1842), og Borchgrevink (1898).
Einnig hafa nokkrir leiðangrar
verið gerðir úfc til að kanna hið
“myrka meginland” (Mið-Afríku) og
eru hinir helztu af þeim kendir við
Livingstone (1840—73), Stanley
(1875—87), og Speke og- Grant
(1863). þótt þeir, er voru að kanna
hið “myrka meginland”, mættu því-
nær ótrúlegum erfiðleikum—árásum
villimanna, hungri, sóttum, steikj-
andi hita, hræðilega ógreiðri leið um
frumskógana—, þá er orðinn meiri
sýnilegur árangur af leiðangrunum
inn í hjarta Afríku en heimsskauta-
ferðunum, því nú er verið að leggja
telegrafþræði og járnbraufcir úr öll-
um áttum inn f miðbik Afríku og
gufuskipaferðir komnar á eftir hin-
um miklu stöðuvötnum og fljótum
inni í landinu, svo þess verður ekki
langt að blða, að Evrópu-mentunin
festir þar fullkomlega rætur og legg-
ur landið undir sig. Með heimsskaut-
in er öðru máli að gegna: þótfc land-
könnunar-menu komist þangað ein-
hvern tíma, þí mun hafts og hvíta
birnir rfkja þar eftir sem áður um
ókomnar aldir.
Fyrir 60 árum síðan hafði enginn
hvítur maður farið yfir Klettafjöllin,
avo sögur fari af, fyrir norðan Mexi-
co, en þá gerði Bandaríkja-stjórn
John C. Freemont út í landkönnun-
ar-leiðangur, og fór hann vestur til
Salt Lake og þaðan norðvestur að
hafi (1842—46). Nú liggja 6 járn-
brautir yfir fjöllin fyrir norðan
Mexico.
Uppfundningar.
Fyrsta gufuskip, sem varð að
praktiskum notum, var bátur Rob-
erts Fultons, “Clermont,” sem fór
fyrstu ferð sína frá New York til
Albany árið 1807. Fyrsta gufuskip
sem fór yfir Atlantzhaf hét “Savan-
nah,” og fór það þessa ferð árið 1819.
Fyrsta járnbraut, sem notuð var
til almennra flutninga—fólks og
vöruflutninga—-og sem samskyns
gufuvél og nú er notuð dró lest eft-
ir, var Stockton & Darlington járn-
brautin á Englandi. Brezka þingið
löggilti haua árið 1821, en brautin
tók ekki veruLga til starfa fyr en
Arið 1825, eða fyrir 75 árum síðan.
Fyrsta járnbraut í Ameríku var 14
mína langur stúfur af Baltimore &
Ohio-brautinni, og var farið að
renna lesfcum eftir honum áríð 1830.
Fyrsta tilraun að lýsa stræti með
gasi var gerð í London á Englandi
árið 1807. En Edison tókst fyrst
að framleiða gagnlegt rafmagnsljós
árið 1878.
Kornskurðarvélin (reaper) var
fundin upp árið 1834.
Howe fann upp saumavél slna ár-
ið 1846.
Samuel F. B. Morse f inn upp raf-
magns-telegrafinn áiið 1837. Fyrsta
telegraf þræði,til almentirar notkun-
ar, var komið uj>p í Bai dankjunum
árið 1844.
Fyrsti tehf n var sýndur árið
1876.
F'inðgrntínn árið 1887—88.
Fyrsti t legraf-þráðnr var lagður
yfir Atlantzhaf árið 1857: hann var
fullkomnaður árið 1866.
Edisonlét vagna, sem knúðir voru
áfram með raftnagni, ganga eftir
Járnbrautar-stúf heima hjá sér (Men-
Þessi mynd er af íbúðarhúsi Guðmundar Thordarsonar bakara
Hann bygði það fyrir hálfu öðru ári síðan við hliðina á hinu stóra
bakaríi sínu, álRoss Ave. í Winnipeg, sem mynd var af f Jólablaði
Lögbergs I898.n Húsið er einungis einloftað, en stórt um sig og
sérlega vandaðiað öllu leyti.
elo Park) árið 1880. það var upp-1
haf hinna mörgu rafmagns-brauta í
heiminum.
Daguerre gerði fyrstu tilraunir
sínar að búatil ljósmyndit árið 1829.
Morse bjó til hinar fyrstu Jjósmynd-
ir af mönnum, sem hepnuðust veru-
lega, árið 1830.
Ljóskönnunar-vélin(spectroscope)
var fyrst notuð árið 1802, en hún
var ekki fullkomnuð fyr en 1859.
Árið 1896 fann Röntgen geisla
þann sem við hann er kendur—
geisla, sem lýsir í gegnum þétta eða
ógagnsæja hluti.
Mannfelagslegar umbætur o. fl.
Bretar afnámu þrælahald hver-
vetna í ríkinu árið 1833.
Alexander II. Rússakeisari leysti
23 miljónir af þegnum sínum (rúss-
neska bændur) úr þrældómi árið
1861.
Lincoln, forseti Bandaríkjanna,
gaf út auglýsingu sína um, að svert-
ingjar skyldu verða frjálsir hver-
vetna í Bandaríkjunum árið 1862.
Fyrsta milliþjóða-sýning var hald-
in í Hyde Park í London árið 1861.
Árið 1871 var þræta milli þjóða í
fyrsta sinni útkljáð með gjörðar-
dómi, í staðinn fyrir með vopnum.
það var krafa Bandaríkjanna á
bendur Bretum útaf skaða, sem
skipið Alabatm gerði á meðan borg-
arastríðið (þrælastríðið) stóð yfir í
Bandaríkjunum.
FrUarþing það, er Rússakeisari
stofnaði til, korn saman í Hague á
Hollandi árið 1899. þótt þing þetta
virðist ekki hafa borið neina veru
lega ávexti enn sem komið er, þá er
enginn vafi á, að það ber heillavæn-
lega ávexti með tímanum.
Rauðakross-félagið (til að hjúkra
særðum og sjúkum mönnum á ófrið-
ar-tímum, án tillits til málsparta í
ófriðnum) var myndað í Geneva ár-
ið 1864.
Kvenna kristilega bindindis
bandalagið (W. C. T. U.) var stofnað
árið 1873.
Trúarbragdalegir vidburdir.
Hinn mikli félagsskapur til trú-
boðs í útlöndum var myndaður í
Bandaríkjunum árið 1810. Félagið
sendi hina fyrstu trúboða sina út í
heiminn næsta ár (1811).
Hið fyrsta sunnudagaskóla-banda-
lag var myndað í London á Eng-
landi árið 1803. í Bandaríkjunum
árið 1824.
Brezka biblíufélagið var mynd tð
árið 1804.
Biblíufélag Bandaríkjanna var
stofnað árið 1816.
George Williams stofnaði ungrá
mannu krisfcilega félagið (Y.M.C.A.)
I London árið 1844.
þing Spánverja afnam hinn hræði-
lega rannsóknarrétt með lögum árið
1820.
Allsherjar ráð rómversk-kaþólsku
kirkjunnar samþy«kti kenninguna
eða trúaratriðið um óskeikulleik
páfans árið 1870.
Hið endurskoðaða nýja testamenti
var gefið út árið 1881, en gamla
testamentið 1885.
Fyrsta ungs fólks kristilega við-
leitnis-félag (Y.P.C.E.S.) var stofriað
árið 1881.
Stórslys og hallæri.
Eins og nærri má geta, ’nafa fjölda-
mörg hræðileg stórslys orðið í ve--
öldinni á hinni liðnu öld, og hallæri
eða hungursneyð hefur átt sér stað
í ýmsum löndum. það yrði mikiJs
til of löng skrá, ef vér færum að
telja upp alt þessháttar, svo vér get-
um einungis um hið allra stórkost-
legasta, og er það sem fylgir:
Jarðskjálftar hafa orðið: í Cap-
acas-fylki ( Venezuela (( Suður-
Ameríku*) árið 1812—óvist hvað
margir menn biðu bana ; á Indlandi
árið 1819, urn 2,000 biðu bana; í
Canton (Kwang-Tung) fylki i Kína
1830, um 6,000 biðu bana; í Calabria
(Suðvestur-ítalíu) 1835, um 1,000
biðu bana; á San Domingo ey ((
Vestind(um) 1842, um 6,000 bifu
bana; á Suður-Italíu 1852, um 14,000
biðu bana; i Calabria (Suðvestur-
ítaltu) 1857, um 10,000 biðu bana; í
Quito í Equador (Suður-Am.eríku)
1859, um 5,000 biðu bar.a; í Men-
doza (Suður-Ameríku) 18ó0, um
7,000 biðu bana; í Manila (Philip-
pine-eyjum) 1863, um 1,000 biðu
bana ; í Mitylene = Lesbos (Grikk-
lands-eyjum) 1867, um 1,000 biðu
bana; Arequipa borg og héraðinu í
krÍDg (í Peru í Suður-Ameríku)
1868, um 5,000 biðu bana; I San
Jose (( Colombia í Suður-Ameríku)
1875, um 14,000 biðu bana; í Scio-ey
(tilheyrir Tyrklandi) 1885, um 4,000
biðu bana; í Cassamicciola árið 1883
um -1,900 biðu bana; í Charleston í
(Niðnrlag k 8. blaðsíðm).
*) Vór köllum alt
an Mexico Suður-Atr.eríkn
þessari.—Ristj. Löiíb.
fyrir sunn-
í ritgjörð
ÍL^bfrgi ÍÆngVal,aDý,eDdu- n^úeitd í og se “Týsthefur'