Lögberg - 15.01.1901, Síða 4
4
ALDAMÓTABLAÐ LÖÖBERGS 1901.
Jean Valjean deyr.
Victor Hugo, hinn göfugi frakk-
neski rithöfundur, sem andaðist
á níræðisaldri árið 1885, er vafa-
laust eitt hinna merkilegustu
skálda heimsins. Og einna fræg-
ast og stórfeldast af hinum
mörgu og ágætu skáldverkum
hans er sagan Les Miserables
(,,Aumingjarnir“), sem kom út
árið 1862, auk frumritsins, í þýð-
ingum á níu tungum.
henni verið snúið á
tungumál.
í misgripum fyrir hann sjálfan og
átti að verða sendur í galeiðuþræl-
dóminn, gaf Jean Valjean sig upp
og komst þannig enn í gömlu þræl-
dómsvistina. En bráðum náði hann
sér aftur þaðan burt á flótta. Líf
hans úr því er stöðugur flótti. því
Javert nokkur, tilheyrandi lögreglu-
liðinu leynilega á Frakklandi, snuðr-
ar hann upp og er sí og æ í hælun-
Síðar hefur | um á honum. Síðari hluti sögunn-
tólf önnur j ar gjörist í höfuðborginni, París.
| þar býr Jean Valjean á ýmsum
ari, sem er í fimm meginþáttum
(bindum), er JeanValjean, upphaf-
lega fátækur og ómentaður alþýðu-
maður. Hann vann hart, en það
hrökk ekki til. Ut úr vandræðum
freistast hann til að stela brauði úr
bakarabúð til þess að seðja börn
systurdóttur sinnar, sem voru að
deyja af hungri. Fyrir þá yfirsjón
er hann dæmdur til að verða gal-
eiðuþræll í fimm ár. En út af ít-
rekuðum tilraunum hans til að
strjúka er þrældómur hans fram-
lengdur til nítján ára. þegar hon-
um loks er slept, eru grimdarkjör
hans í hinum langa þrældómi búin
að forherða hann, svifta hann
trúnni á alt gott bæði hjá guði og
inönnum. Enda rekr hann sig brátt
Aðal-persónan í skáldsögu þess- stöðum, útaf fyrir sig, undir nýju
nafni, með fósturdóttur sinni, sem
vex upp og verður inndæl stúlka.
Ungur maður af göfugri ætt, að
nafni Maríus Pontmercy, fellir ást-
arhug til hennar og hún ann hon-
um einnig. Og áður en fósturfað-
ir hennar veit af hafa þau bundist
trygðum í sakleysi hjártna sinna.
Sú opinberan var óumræðilegur
sársauki fyrir Jean Valjean, því
honum skildist, að nú yrði hann að
missa hana frá sér fyrir fult og alt,
fórna þessum sínum augasteini.
Hennar vegna samþykkir hann þó
þennan ráðahag. þau eru saman
vígð. En þegar brúðkaupsfagnað-
urinn stendur sem hæst, flýr Jean
Valjean burt í afkima einn í borg-
inni, fast ákveðinn í því, að láta
á það, er hann ætlar að fara að j ungu hjónin aldrei framar í þessu
bjarga sér sem frjáls maður, að j lífi sjá sig—til þess að enginn ó-
hann er allsstaðar látinn gjalda I virðingarblettur félli á þau, hana
fortíðar sinnar. Hann magnast þá sérstaklega, út af tengdunum við
enn meir í forherðingunni. í eymd j sig, hinn fyrirlitlega galeiðuþræl,
og örvænting leitar hann gist- er það opinberaðist, hver hann
ingar hjá biskupi nokkrum, sem j væri. þetta var hinn síðasti mikli
reynist alveg fram úr skarandi! brennipunktur í hinu fórnfæranda
guðs maður, heilagur kærleiks- ! kærleikslífi mannsins.
maður. Hann tekur aumingjanum Á einum stað í sögunni er lýst
eins og bróður, veitir honum húsa- bardaganum við Waterloo, og er
skjól og hressing og alt gott. En j sú lýsing fram úr skaranda meist-
svo var vonzkan mögnuð hjá hinum
fyrrveranda galeiðuþræli, að hann
araverk. þá er og þátturinn um
strætisbardagann í París ógleyman-
launar hinum kristna öldungi gist- legur fyrir þá alla, er lesið hafa, og
inguna með því að ræna hann— eigi síður sá um saurrennu-göngin
stelur kertastikum úr silfri þar úr þar undir borginni; en í gegn um
húsinu og flýr með það herfang það ægilega völundarhús flúði Jean
burt á nóttu. þetta fréttist. Lög-
regluþjónar eru sendir út og ná
honum. En biskupinn frelsar hann
xneð því að segja, að hinir stolnu
munir hafi verið gjöf frá sér til
mannsins. Nú fór Jean Valjean
að trúa á kærleikann hjá guði og
mönnum og tók um leið þann fasta
ásetning að lifa héðan í frá með
guö fyrir augum sér sem sannur
kærleiksmaður. Og hann hélt það
heit sitt trúlega. En úr því er æfi-
saga hans aðallega píslarsaga, saga
hinna átakanlegustu kærleiksfórna,
sem hann með sívaxandi sálarstyrk
innir af hendí alt fram í dauðann.
Engu að síðar verður hann á þess-
ari kærleiksbraut alt af að fara
huldu höfði, því löggæzlulið stjórn-
arinnar situr stöðugt um hann.
Ekki áræðír hann opinberlega að
bera sitt rétta nafti. í bæ einum
vinnur hann sig upp, setlir þar arð-, ,
. jut ur augum hans
sama verksmiðju á stofn, gfíeðir skarandi fögnuður.
stór-fé, veitir fjölda fátæklinga át 1
Valjean með Maríus á bakinu,
særðan til ólífis og meðvitundar-
lausan, út úr strætabardaganum.
Sá þáttur hinnar miklu skáld-
sögu, sem hér fer á eftir, er úr
henni nálega allra seinast. þau
Maríus og Cosette hafa fundið
,,föður“ sinn og eru hjá honum
deyjanda.
þegar Jean Valjean heyrði, að
klappað var á herbergisdyrnar,
sneri hann höfðinu til hliðar og
sagði með veikri rödd:
,,Kom inn!“
Dyrnar opnuðust. Cosette og
Maríus komu í ljós.
Cosette skundaði inn í herbergið.
Maríus nam staðar á þröskuldin-
um og studdist upp við dyrastafinn.
,,Cosette!“ sagði Jean Valjean,
og hann reis upp í stólnum, titr-
andi, með útbreiddum örmum, tor-
kennilegur, náfölur, hræðilegur, en
skein fram úr
vinnu og verður þar um tíma borg-
arstjóri*). Aumingja-stúlka ein,
Fantine að nafni, sem svikin var
af unnusta sínum og síðan komst í
ógurlegt volæði, naut hjúkrunar
hans, og að henni látinni tókst
honum að frelsa unga dóttur henn-
ar úr klóm illmenna nokkurra, er
Jhenardiers hétu. Síðan ól hann
stÚJkuna litlu upp og annaðist hana
eins Cg sinn augastein. Hún hét
Cosette varð svo yfirkomin af
geðshr^erjngi að henni lá við and-
köfum. Hún lét fallast upp að
brjósti Jean Valjeans,
..Faðir minn!“ sagði hún,
Jean Valjean sagði, frá sér rjurn-
inn, með stamandi rödd;
,,Cosette! hún?—þú sjáif? Ert
það þú, Cosette? O, guð minn
góður!“
Og svo sagði hann hærra, meðan
Cosette spenti örmum utan um
hann;
„Ert það þú, Cosette? þú hér?
Cbsette. Til þess að frelsa mann þú fyrirgefur mér þá?“
sem tekjfln hafði verið fastur I Maríus lét augnalok sín hníga,
einn,
| til þess að varna því að hann tárr
^ - . , , ... , M-,lo feldi, gekk áfram hægt urn nokkur
A þeim tirna íXÍtóW HRnn Made- ’ 6 ..
#fet, og með varirnar sanian dregnar
Þesn mynd er af stóru og vönduðu íbúðarhúsi. er Guðjón Thomas
gullsmiður hygði sér á William Ave í Winnipeg síðastl. sumar (1900).
Húsið er úr timbri, en steinkjallari undir því. Það er hitað með heitú lofti
úr stórum ofni (furnacei) í kjallaranum, vatn leitt í það úr vatnsverki ba-jar-
ins, hefur baðherbergi oar er útbúið til að iýsast með rafmagns-ljósum.
Húsið með lóðinni kostaði um 83,000.
og grátstafi í kverkunum heyrðist
hann segja í hálfum hljóðum:
,,Faðir minn!“
,,Og þú fyrirgefur mér líka!“
sagði Jean Valjean.
Maríus gat nú engu orði upp
komið, en Jean Valjean bætti við:
,,Ég þakka. “
Cosette tók af sér sjalið, fleygði
hattinum á rúmið og sagði:
,, þetta er f y r i r mér. ‘ ‘
Svo settist hún á kné gamla
mannsins, strauk hárlokkana hvítu
til hliðar með hjartnæmri ná-
kvæmni og kysti hann á ennið.
Jean Valjean var eins og utan
við sig, en gjörði enga mótstöðu.
Cosette gat að eins að litlu
leyti áttað sig á öílu þessu, en hún
lét að honum með sívaxandi kær-
leikshótum, eins og hún vildi nú
líka borga skuld Maríusar.
Með skjálfandi rödd tók Jean
Valjean til máls:
,,En sá barnaskapur! Ég hélt
ég sæi hana aldrei framar. þér að
segja, kæri Pontmercy, var ég rétt
í því þið komuð hérna inn að segja
við sjálfan mig: ,það er alt búið.
þarna er kjóllinn hennar litli. Ó
mig auman! Ég fæ aldrei framar
að sjá hana Cosette. ‘ þetta var
ég að segja rneð sjálfum mér á
sama augnablikinu sem þið komuð
upp stigann. Var ég ekki heimsk-
ur? Svo heimskur var ég. En
við hugsum án þess að taka tillit
til guðs. Guð sagði: ,þú heldur,
að það eigi að yfirgefa þig, fávís
maður. Nei, ekkert þvílíkt skal
koma fyrir. Komdu, hérna er
veslings-maður, sein þarf á því að
halda, að honum sé sendur engill. ‘
Og engillinn er kominn; ég sé hana
Cosette mína aftur! Ég sé hana
elsku-Cosette mína á ný. Ó, hvað
ég átti bágt!“
Ofur litla stund gat hann engu
orði komið upp. Síðan hélt hann
áfram:
„Sannarlega þurfti ég öðru
hverju að sjá Cosette allra snöggv-
ast. Hjartað verður að hafa bein
að bíta. En þó fann ég það vel,
að ég var til hindrunar. Ég hugs-
aði mér upp ástæður: þau þurfa
ekkert á þér að halda. Vertu kyrr
í þínu horni. þú hefur engan rétt
til að halda alt af áfram. Ó, guði
sé lof! ég sé hana enn! Veiztu af
þyí, Cosotte, að maðurinn þinn er
fyrirtaks-fn'ður?— En hvaö kraginn
þinn bróderaði er fallegur! Já,
vfst er hann fallegur. Svona háls-
lfn lfkar roér, Maðurinn þinn hef-
ur valið það. Er ekki svo? Og
þú verður að ganga í kasmír-kjól,
Cosette. Lofaðu mér, Pontmercy
góður, að kalla hana Cosette. ,það
verður ekki lengi. “
Cpsette þók nú tjl máls:
,,4ð þú sþyfdir yfirgefí) okkpr
svona! Hvar hefurðu verið? þvf
varstu svona lengi burtu? þegar
þú áður fórst að heiman, varstu
aldrei lengur burtu en 3 eða 4
daga. Ég sendi Nicolette, en alt
af var svarið: ,Hann er ekki
heima. ‘ Hvað langt er síðan þú
komst? því léztu okkur ekki.vita?
Veiztu, að þú hefur breytst stór-
köstlega mikið? Ó. faðir minn!
að þú skyldir gjöra þetta! þú hef-
ur verið sjúkur, og við vissum það
ekki. Taktu, Maríus, á hendinni
og findu, hvað köld hún er!“
,,Svo þú ert hér, kæri Pont-
mercy. þú fyrirgefur mér víst?“
—sagði Jean Valjean.
þegar Maríus heyrði hann segja
þetta í annað sinn, þá brauzt flóð
tilfinninga hans, sem nú voru orðn-
ar óviðráðanlegar, eins og fossandi
árstraumur út úr hjarta hans í
þessum orðum:
..Cosette! heyrirðu? Svona er
það með hann: Hann biður mig
fyrirgefningar—og veiztu, Cosette,
hvað hann hefur gjört fyrir mig?
Hann hefur frelsað líf mitt. Hann
hefur gjört meira. Hann hefur
gefið mér þig, Og eftir að hann
hefur gjört þetta hvorttveggja:
frelsað mig og gefið mér þig—hvað
hefur hann svo gjört við sjálfan
sig? Hann hefur fórnað sjálfum
sér. Svona er hann. Og við mig
vanþakklátan, gleyminn, með-
aumkunarlausan, sekan segir hann:
, Ég þakka ‘. Ég segi þér það satt,
Cosette, að þó ég legði líf mitt alt
að fótum hans, þá væri það of lítið.
Hinn blóðugi bardagi á strætinu,
voðinn í saurrennu-göngunum, eld-
ofninn—hann gekk í gegnum það
alt mín vegna, þín vegna, Cosette!
Hann bar mig í gegn um dauðann
í öllum þeim skelfingar-myndum,
sem inér voru búnar, en að hans
vilja lentu á honum. Alt hugsan-
legt hugrekki, alla mannkosti, all-
an hetjumóð, sem unt er að ímynda
sér, allan heilagleik—alt þetta hef-
ur hann til að bera, Cosette!
þessi maður er engill guðs. “
,,þei, þei!“ sagði Jean Valjean í
hálfum hljóðum. ,, Seg ekki svona
mikið. “
,,En þú, faðir!“—svaraði Marí-
us með sársauka-blandinni lotning,
—-, ,að þú skyldir ekki láta mig
neitt vita utn þetta. það er líka
þér að kenna. þú frelsar líf manna,
og heldur því svo leyndu fyrjr þeim.
Og enn meira gjöfjrðu, þú ber
sakjr á sjájfan þig, f því skyni, að
það geti dulist, hve góður þú ert.
það er skelfilegt. “
,,Ég sagði satt'*—svaraði Jean
Valjean.
,,Nei“, sagði Marfus. ,,þá fyrst
er sagt satt, þegar sannleikurinn
állur fær að koma í ljós. Og þú
sagðir hann ekki allan. þú vaps(
hr. Madeleine. þ)y( gaztu ekki
utp þnð? þú gafst Javert Ííf. því
gazt'u þess ekki? Ég á jær líf mitt
aö þakka. því fékk ég ekki að
vita það?“
,,Áf því ég hugsaði eins og þú.
Eg fann, að þú hafðir rétt fýrir þér.
það var nauðsynlegt, að ég færi
burt. Hefðir þú vitað um æfintýr-
ið í saurrennu-göngunum, þá hefðir
þú haldið mér hjá þér kyrrum. Ég
hlaut þá að þegja. Hefði ég sagt
frá því, þá hefðu allir komist í
vandræði. “
,,Hvaða vandræði? Og hverjir
myndu hafa kornist í vandræði?“
—svaraði Maríus. ,,Geturðu látið
þér detta í hug, að þú verðir hér
kyrr framvegis? Við erunr komin
til að taka þig héðan með okkur
heim. Ó, guð minn góðurí að
hugsa um það, að ég fékk að vita
þetta alt að eins af hending! Við
förum með þig heim. þú ert líf af
okkar lífi. þú ert faðir hennar og
minn. þú verður ekki einum degi
lengur í þessu ömurlega húsi. I-
myndaðu þér ekki, að þú verðir
hér á morgun. “
,,Á morgun“, sagði Jean Val-
jean, ,,verð ég hér ekki, en ég
verð ekki í húsinu ykkar. “
,,Við hvað áttu?“ svaraði Marí-
us. ,,Héðan í frá látum við'það
ekki við gangast, að þú farir í ferð-
ir. þú skilur aldrei framar við
okkur. þú heyrir okkur til. Við
látum þig ekki fara. “
,,í þetta skifti er það til góðs“
bætti Cosette við. ,,Við höfunr
vagn hérna úti fyrir. Ég ætla
burt með þig. Og ef á þarf að
halda, beiti ég ofbeldi. “
þetta sagði hún brosandi og bjó
sig til að lyfta hinum gamla manni
í örmum sér, og sagði enn fremur:
,, Herbergið þitt er enn í húsinu
okkar. Ef þú að eins vissir, hve
fallegur garðurinn er nú. Skraut-
rúnnarnir standa svo ljómandi vel.
Gangstígirnir eru þaktir sandi úr
ánni. þar eru nokkrar ný-út-
sprungnar fjólur. þú skalt gæða
þér á jarðarberjunum mínum. Ég
vökva þau sjálf. Og ég vil nú
ekki hafa neina titla eða komplí-
ment framar. Við heyrum lýð-
veldinu til. Er ekki svo, Maríus?
Prógrammið er nýtt. Ef þú að
eins vissir, elsku-faðir, um óhapp-
ið, sem ég varð fyrir. það var svo-
lítill fugl, rauðbrystingur, -sem átti
hreiður í smugu einni í steingarð-
inum. En þá kom óláns köttur
og át hann upp fyrir mér. Vesal-
ings fuglinn minn fagri, sem vanur
var að stinga höfðinu út um glugg-
ann sinn og horfa á mig! Ég gat
ekki tára bundist, þegar þetta kom
fyrir. Ég hefði viljað gjöra út af
við köttinn. En nú grætur enginn
framar. Allir hlæja og eru glaðir.
þú kemur með okkur. Hvað feg-
inn hann verður, hann afi! þú
hefur beð fyrir þig í garðinum; þú
hirðir það sjálfur; og svo skulum
við vita, hvort jarðarberin þín
dafna eins vel og mín. Og svo
skal ég gjöra sérhvað eina, sem
þér leikur hugur á, og svo hlýð-
irðu mér. “
Jean Valjean hlustaði á orð
hennar, en heyrði þau þó ekki.
Hann heyrði miklu fremur söng-
inn í rödd hennar en innihald orð-
anna. Hægt og hægt kom fram í
auga hans tár eitt stórt og með því
sorgin streymandi út úr djúpi sál-
arinnar, og í hálfum hljóðum
íeyrðist hann segja;
..Sönnunin fyrir þyí, aö guð er
góður, er það, að hún er hér. “
,,Faðir minn!“ sagði Cosette.
Jean Valjean hélt áfram:
,, Satt er það, að yndislegt væri
óað fyrir okkur að fá að vera sam-
an. Mergð fugla í trjápum. Ég
á skemtigöngu með Cosette. Að
vera með þeim, sem lif-a, bjóða
hvort öðru góðan daginn, kalla
hvort á annað inn í garðinn,—víst
væri það inndælt, Að sjá hvort
annað á hverjum morgni, undir
eins í býtj, Hvort í kapp við ann-
að að hlúa að blettinunr sínurn
litla. Hún mjmdi gæða mér á
jarðarberjunum sínum. Og ég léti
hana tína rósirnar mínar. Víst
væri það unaður, En—“
Hann þagnaði, en tók þó bráð-
lega aftur til máls með blíðuin
rómi:
,,því miður getur það ekk
oröið. “
Táriö féll ekki; það hvarf til
baka qg hrus lék nú í þess stað um
ásjópu Jean Valjeans.
Cosette tók báðar hendur öld-
ungsins í sínar.
,,Guð ininn!“ sagði hún þá.
,,liendurnar á þér eru eun káldari