Lögberg - 21.03.1901, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.03.1901, Blaðsíða 2
 LOGBBRQ, FlMTUIXAíQnrX 21. MAFUZ 19f>l. Nokkur orð um búuað Islai;d8. Eftir Pál Bkiem. IV.— Siðasti kafii. Vér viljum nú fara nokkrum orðum utn hlutverk Búnaöarfélaesing, að þvi er snertir verklegar framkvæmdir i bún aði. Wælikvarðinn, sem vér tökum, ei framkvæmdir Dana og fjárframlöf: þeirra l fjárlögum fyrir fjárhagsárið 190n o,í 1901. Fjárftamlögin eru þessi: 1. Til kostnaðar við sjálft land- búnHöarráðaneyud........kr. 104,94i 2. Til skótrari æktar......... 2112,0*'t 8. Til sandg'æðslu............ 3oö,uCs 4. til kynbóta: a. til kynb.stöðva. kr. 100,000 b. til kynbótafél....12u,0u0 -------- 220,000 6. Til þess að gæta bagsmuna hiti8 danska landbúnaðar i útlöndum, til umsjónar með innflutningi ábúsdýrum, út- flutniugi á kjöti og styrkur til gufuskipaferða,sem beint eru vegna húnaðarins, um.. 350,000 6. Til búnaðaifél. og fleíra.. 85U.004' 7, Til fiskiv. og björgunarmála. 420.0"i' Alls.............kr. 2,018,34l> Samkvæmt þessu verja Danir til verklegra f.yrirtækja á ári meir en 2 milj. krónum, og samsvarandi ætti a< yeita hér á landi til vetklegra fyrir- tækja í búnaði liölega 120 þús. kr. El farið er eftir fjárfranilögum Dana, ætti að verja hér á landi á hverju ári:— 1. Til yfírstjórnar búnaðarra/. kr. fi.OOi 2. Til skógræktar....... ........ 15,' '< 10 8. Til sandgi æðslu............ 18,881 4, Til kynbóta................. 13 200 6. Til útflutn. og innflutn. á bún- aðai vörum................. 20,880 fi. Til búnaðarfélaga o. fl.... 2o,8tk 7, Til fiskiv. og björgunarmála .. 25,000 Alls...............kr. 120.064 Hér á landi er að eins iagt fram fé til búnaðatfélaga, en styrkurinn veitist á alt annan hátt en í Dantcörku, og vsrður þvi að minna gagni. En nú skulum vér minnast á þetta bvert fyrir síg. Eg hef áður minst á skógrækt hér á Jandi. Ætla eg, að flestir muni vera á þeirri skoðttn, að hér sé um mikilsvert mál að ræða. Það verður að fara að byrja á skógrækt hér á landi. En ! á stoðar ekki að gefast upp við fyrstu til- raun. Það er ekkert að marka, þó að gróðursett ungvidi frá Danmöiku geti ekki þiifist hér. tíér veröur að reyna fræ, sem sé frá nyrstu lðndura, og fræ al innlsndum trjátegundumvbii ki og reyni); það má ekki hætta, þó að vanböld é slikum nýgiæóingi verði mikil framan «í. Hér hefur verið mikill skógur á þessu Jandi, og hann getur oröið svo mikill aítur, að ord skáldsins rætist: ,,Fagur er dalur og fyllist skógi.“ t sumum sveitum er sandgræðslan mesta nauðsynjamál. Búnaða.íéi. Suð. uramtsins hafði tekið það mál að séi; Búnaðarfélag ísland ertir það mál og þarf að sinna því rækilega. Þá er að minnast á kynbætur naut- gripa, hrcssa og sauðfjár. Hingað til hefur hér um bil ekkeit vevið gert tii kynbóta hér á iandi. Það er ekkeri, scm bsr ljósara vott um það, hversu búnaðuj vor er á raunalega lágu stigi. Allar siðaðar þjóðir hafa gert stör- mikið i þessu efni, og það er víst eng Inn, sem efast um i öðrum lðndum, að fé þvf, sem til þess befur gengið, hafi verið vel varið. Hér á landi mætti gera afar- mikið til kynbóta, hvort sem er að iæð» u n kynbætur á nautgripum, sauðfé eða hrossum. Það er meira cn lítið i það varið, ef verð á útflutningsbrossum hækkaði um heiming eða á miuðum 2— 8 kr. o.s.frv. Kynbætur bafa allsstaðar reynst svo, að mjög miklu munar fyrir efna- hag bænda. Em þad er þá auðvitað nauðsynlegt, að kynbæturnar séu fram- kvæmdar af viti, þekkÍDgu, og séu gerð- ar samkvæmt reynslu annara og bend- ingum vísindamanna. Hér liggur afar- mikið og merkilegt hlutverk fyrir Bún- aðarfélagi íslands. Það þarf að rann- saka nákvæmlegs, hvernig eigi ad haga kynbótum hér f landi og beimta síðan, að fé verði lagt fram til þess að byrjað verði á þeim sem allra fyrst. Þingey- ingar hafa stofnað hjá sér kynbótafélag og komið upp fjárbúi. En til þess aö þessi tilraun verði að góðu, þarf félagið að fá sem fyrst meiri styrk, og ennfrem- ur þarf að rannsaka það nákvæmlega, eftir hverjum reglum eigi að bæta fjár- kynið. Sigurður Sigurðsson, ráðanaut- ur Búnaðarfélagsins, hef ar ritað f Bún- aðarritið þ. á. um nautgriparæktina i Danmörku fróðiega grein og er þar skýrt Irá framkvæmdum Dana til kynbóta, bæði kynbótastöðvum og kynbótnféiög- um. í fyrra var veitt í Danmörku 10 þús. kr. til svinakynbótafélaga, og 21,760 kr til svínakynbótastöðva; var þá leitað ráða hjá landbúnaðarfélaginu danska. í skýrslu ftlagsins 1899—1900, bla 118— l2l. er skýrt frá því, hverjar frumreglur Danir telja beztar i þessu efui, sérstak- iega er það fróðlegt að sjá, að kynbóta- ^töðvar og k.vnbótafélögin þurfa að styðja sig við kynbótastöðvnrnar, geta ekki komið að fullu liði, nema félögin séu til. en þau visna upp og deyja, ef lau fá eigi fjái styrk. Hér á landi eru nú komin allmöig liúnaðai félög; að öllu samtöldu fá þtssi itlög t il vei ðan st\rk. Það hefir verið nikið gagn að styrknum til þeirra, og Þegar byjað var á að veita 1 ennan styrk, vorum vér á svo lágu stigi, að veita varð styrkinn fyrir unnið verk. En að réttu lagi ætti aö jafnaði að voita þennan styrk til óoiðinna framkvíemda. Bændur skifta nú styrknum á milli sin, í stað þess aö hann ætti að verða til þess ið sameina kraftana, svo að menn yrðu færir um að vinna eitthvert verk, sein Þe;m væri hverjum fyrir sig nm megn. Að svo stöddu er ekki ásta ða til að setja aðrar reglur um styrkveitingarnar, en Búnaðarfélagið getur ekki komist hjá því, að taka það til athugunar og rann- sóknar, hvernig fjárveiting til búnaðar- félaga gæti komið aðsem beztum notum. Sigurður Sigurí'sson, ráðanautur, skýrir frá eftirlitsfélögum (Kontrolfor- eninger) í Danmörku. Eg hef fyrir mér litgjöið um þessi félög. í einu félaginu var maður, sem hafði af fóðri 63,634 ein- ingar. Hann hafði 13 kýr og 2,7: 8 pund smjörs. Þegar hann var búinn að vera í félaginu í fjögur ár, þá hafði harm fó'i- ur 63.400 einingar, 14—15 kýr og 4.283 i'd. af S"jöii. Maðurinn hafði miima fóður, fleúi kýr og 1,515 þund af smjöri frain yfir það, sem hann hafði áður. Þetta gagn hafði þessi mafur af eftir- liisfélaginu og nákvœmu reikningshaldi. Auðvitað væri þetta ókleift hér á landi, þvi að bændur og vinnuhjú bafa ekki mentun til þess, að hafa svo nákvæmt reikningshald og umhyggjusemi að öðru leyti, sem nauðsynlegt er. En þótt svo sé, þá verður þó að keppa að þvi tak marki, að bændur hér á landi geti jafn- ast við aðra bændur í rikinu. Sagt hefur verið. að dalurinn milli Hellisheíðar og Eyjafjallajökuls geti fætt eins maiga menn, eins og nú eru á öllu íslandi. í Árnes- og Hangárs’hlla- sýslum eru nú uin 11 þús. manna, en með góðri rækt, ættu þær að geta fætt nærri sjöfalt fleira fólk. En þesci góða rækt kemr ekki af engu. Til þess að fá jiegsu framgengt, þurfum sér að leggja á oss bviðar. eins og siðaðar þjóðirgera. Vér verðum að auka hjá oss menntun, menningu og manndóm. Hve nær á að b.vrja? Er ekki kominn tími til að fara að byrja á einhverju, til þess að fá þessu framgengt? Búnaðarfélag Suðuramtsins var byrjað á því, að gera áætlun um, að veita Þjórsá yfir Flóann. Þetta er ei;t- hvert hið mesta vatnsveit.ingastórvirki liér á landi. En gera má einnig stór ko^tlegar vatnsveitingar f Rnngáivalla sýslu. Þaö þekki eg af eigin sjón. Sig nrður Sigurðsson, ráðanautur, hefur skoðað Skagafjði ðinn í sumar. Hann hefur skýrt mér frá, að þar megi einnig gera stórkostlegar vatnsveitingar. Og i flestum sýslum þessa lands má gjöra nikið í þessu efni. Hér er afarmikið hlutveik fyrir Búnaðarfélag íslands, enda virðist nú mál til komið, að jökul- árnar flytji ekki lengur næringarefni sín allsendis ónotuð til sjávar. Hið raesta stórvirki, sem gert hefur verið í þessa átt, er umbótin á Staðarbygðar- mýrunum. En það sýnir tvent. Fyrst og fremst þarf til þess, að stjórna slík- um verkum, menn, sem hafa mikla lækkingu. Búfræðingum frá búnaðar- skólunum er þetta yfirleitt langt um megn. I öðru lagi stoðar eigi að ætla bæudum hverjum um sig viðhald á þess konar jarðabótum. Það er heimska að búast við, að hægt sé að bæta upp við- haldsleysi með élagi. Það þurfa að vera alveg eérstakir menn, sem hafa umsjón með slíkum Störvirkjnm, láta halda þeim við og jafna svo niður kostnaðinum. Menn eru nú einu sinni kki eins góðir eins og þeir ættu að vera; þeir eru hirðulausir, spara eyrinn og láta kiónuna fjúka. Það var ekki hiit um aðsetja hestskónagla í skeifuna. seg- r Franklín, og afleiðingin var að hers- höfðinginn beið ósigur og landið varð undirokað. Eins og áður var getið, veita Danir fé til þess að sjá um útfluming á kjöti. Til þec8 fara sérstaklega 82 þús. kr. Til umsjónar með smjöri og margaiíni fara 33,300 kr., og útgjöld, er snerta útflutn- ng á fiski, eru 10 þús, kr. Að tiltölu ætti að vei ja til slíks hér á landi 4,518 kr. En hér er alls eigi varið neinu til þessa, og þó ætti öllum að vera það ljóst, að vöruvöndun er mjög mikilsvert mál, og að vér munum þurfa að styðja hana Öllu fremur en Danir. Hér á landi eru fískiskoðunarmenn; en þeir eru al- veg umsjónarlausir að kaiia má, nema að þeir eiga að vinna eið. En segja mun mega um þá eins og aðra, að þcir eru ekki allir eins góðir otr |«ir ættu að vera. Hér er einnig málefni, sem Bún- aðarfélag íslands ætti að athuga og heimta, að ekki væri látið aískiftaiaust. Eg hef minst á útflutning á físki og skuluro vér því snúa oss að fiskiveiðun- um. Framtið tslands felst að ýmsu leyti í sjónum. Auðæfi sjávarins liöfum yéj- ekki notað til nokkurrar hlítar, svo að nú viiðist veva kominn tími til fynr oss að farn aðtakaiil i-tatfn; en stöifin fást ekki fyrir ekki neitt, Vér ve'ð m í þessu sem öðrn að leggjn eitthvað á o^s. Fiskiveiðai nar batna litið með fieli-ÍR- skuifi og framfai alijali. En nieð fjár- frainlögum má «fla þa r. Þegar eg var staddur í Haugasundi í Noregi í vetur, þá var þar síld í göngu og sjómenn úr öllum áttum að veiða| hana. Þar voru sjómenn úr fjarlægum sveitum svo hundruðum og jafnvel þús- undum skifti. Allir voru þeir að veiða og bjarga sér, En er eg i om til Aust- fjatða, var annnð á ho'ði Iðjuleysiog! sultur var bæði þar og hér við Evjafjoi ð.1 í fi>kisveitnm þessun eru af 3U0 vinnu- dögum ársins að eins um 125, sem ganga til að bjarga sér, en 175 dagar eiu kö meira og minna leyti iðjuleysisdagar. Eg þekki ekkert land, sem getur veitt hörnum sínum viðunanlegt lifsuppeldi með þessu lagi, Og þetta iðjuleysi var að minsta kosti í vetur ekki landinu að kenna, því að þá var góður fiskafii hæði & Stokkseyri, vestur i Bolungarv k og líklega víðer. Virðist ekki ókleift, ef j laust væri á eitt, að koma sjómönnum á þá staði, þar sem aflinn er. Þetta er hið mesta nauðsynjamál. . Þegar eg kom austur á Seyðisfjörð Og Eskifjörð í sumar, var þar nógurfisk- ur í sjónum, en nálega eneinn afli vegna beituieysis. Reynt hafði verið að fá síld til heitu frá Eyjnfirði með Hólum. og varið til þess mörgum hundruðum króna. En Hólar hafa enga isgeýmslu og alt varð ónýtt. ReynthHfði og verið að fá síld frá Noregi til heitu, og mun hafa farið á sömu hið að miklu leyti. Beituleysi er ákaflegt niðurdrep fyrir fiskiveiðar, og enginn hlutur er þeim meir til eflingai' en að tryggja sér beitu. Eg gæti imyndað mér, að það munaði Austfiröi um mörg hundruð þúsund kiónur á Ari, ef sjómönn"m þar væri trygð beita. l-.f menn hefðu íshús á hentugum stöðum og lítinn gufuhát með ísgeymsluiúmi til þess aðflytja heitusíld milli íshúsanna, þá væri stigið afarmik- ið spor til þess að efia ogtryggja þennan mikilsverða atvinnuveg. F.n það verð- ur ekki geit nema með fjáiframlögnm. Eg hef Att tal uin þetta í hauat við íshússtjóra ísak Jónsson. sem á miklar þakkir akilið af íslendingum fyrir stai f sitt til að koma á íahúsum hér á laudi. Og vona eg. að hann muni skrifa ræki- lega um þetta mál, Aður langt um líður. Fyr eða síðar hljðtn menn rö sjá, að hér | er málefni, sem þjöðfélagið gi tiir ekki látið (ifskift;iInust. Isiðiiðu mnnnfélagi má ekki lengur hoi fa á það með liendnr í vösmn, ai' ineiri «ða minni hlnti fólks hnígi uiður í haiáttn sinni fyiir lifinu og g"ti ekki reist ig A fætm; menn em i siðuðu manufi'lagi til þess, «ð efla liag hver annars og hjálpa hver < örum Danir leggja rnikið fé fram til þess að bæta fisk mannnhafiiir, en vérnálega ekkert. Hér er einnig málefni, sem Búnaðarfélugið þyrfti aðtakaundii sinn væng. Eg hef talað hér um ýms málefni, er sneita landbúnað og fiskiveiðar 1 n við þau öll er adalspnrningin: Viljnm vór komust til jufns við snmþegna vora í Danmöiku, eða viljum vér það ekki? Ef vér viljum það, þá er ekki nóg að svara þvf með jái út í loftið. Ef vér viljum afla oss fjár og frægðar, þá stoðar eigi að ligg a »ila daga í öskustónni. eins og karlssonurinn. Vér verðum að rísa á fætur og leggja fram krafta vora, Ef vér viljum ná takmarkinu, þá verðum vér einnig að fara veginn að því. Og eg sé, eins og eg hef margoft tekið fram, engan annan veg en þann, sem Danir og aðrar siðaðar þjóðir hafa farið á undan oss. Vér verðum að leggja fram fé til þess að efln atvinnuvegina. Vér verðum að gjöra oss ijóst, að takmarkinu verður ekki náð með því, að ieggja fram eina niikla fjárhæð til eins fyrirtækis. Skógurinn verður ekki til af einu tró og stóráin f» ðist ekki öll ( einu. Hún skapast af afarmorgum lækjum og lindum. Eins er um arð- mikla atvinnuvegi. Þeir fást ekki með einu stórfyrirtæki, hvort sem það er kallað járnbrautir, Vestuferðir rit-ími o s frv. Nei. Það þarf afar-margar smáar fjárhæðir til þessa. íslendingar hafa skömm á bitlingum. En það eru þó einmitt hitlingamir, sem eiga að verða til þess að koma atvinnuvegunum á hátt stig. En þá er áiiðandi að þeim verði vel varið. Það stoðar * igi að veita þá i ráð- leysu. Nei. Fyrstveiður að 1 afa ná- kvæma rannsókn og undiihúning Hér hyrjar starf Búnaðai félags íslands. Þingiðmá eigi vera mjög smásálarlegt í þnssu efri. Búnaðaifélagið þarf aö hafa vísindalega mentað«n ráðanaunt, og það þarf að fá nægilegt fé ti) þess, að niiuiii málin og undirlúa þau. ÞA ríður þessu næst á. nð bitlingun- um verði vel vanð. og þarf aðhafa rækilpgt efiiiiit ineð því Ekki er sopið kálið þótt í aiismia sé komið. Eftiilitið er alvpg eins íiauðsynl'gt og undiihiín- ingurinn. Hér cetur Búnaðaifélagið einnig unnið landinu þaift veik ef því er falið |>að Við tílin ' atvinnuvpga ríður mpst á þpssu tvpnnu: nmli'búningi og eft.iiliti. Það er rkki pinhlitt. að flpyeja út fó til íshúsn. því að frá þeim getur vcrið svo illa gengið, að þau geti eigi komið að noturn, svo að vpl sé; og þó aö ishúsin séu góð. þá grtur ve'ið, að þau séu svo illa og ómyi.dailrga hiit. að þiu komi ekki að tilætluðum notum. Þpss vegna verður að leggja þar fram 6æmilegt fé til undirbúnings og eftirlits. Vér höfnm nefnt kynbætur. ishús og vatnsveitingar. Ef öllu þessu vaii komið i gott lag, getur þá nokkur maður efast um. að þetta mundi bæta stóri'm efnahag vor íslendinga? Eg efast um, að flðrar þjóðir myndi bæta hann að til- tölu meira hjá séí En ef efnahagurinn hatnar. þá veiða menn og færaii um að leggja fram fé til styrktar atvinnuvegum landsmanna. Að mfnu álit.i stafa Ameríkuferði n- ar eigi beinlínis af þvi. a^ mö’ num hér & landi liði illa Þær stafa miklu frem- ur af vonleys. Stundum er góður fiski- afl;, en hanr. er nær alveg kominn undir tilviljun. Ef nokknð her út af. þá þ' ýt- ur menn von. Sauðfénaðurinn ev send- ur til Englar ds. Meira og minna getur farist af fénu. Arðurinn af ársins sti iti prkominn undir tilviljnn. Vér vitum ekki, nema algert fjárflutningshann til Englands dynji þá og þegar yfir, er lítið sem tkkeit er gert til að út ýma fjár- kláðanum. Landsmenn verðn voniaus- ir um framtið sina. Þá vantav von og trú á landinu. ÞA vantar seglfestuna. ÞA vantar hinn stöðuga. þolgóða, blás- »l:di ’.yr íiá fullt'úaþingi þjóðarinnar. Þ, « þekkitiguua og þá vantar VÍl.-'Lil. Vonandi er, að alt þetta komi á 20. öldiuni, sem nú fer i hönd. Eu hversu lengi eigum vór að liiða eftir þvi? Á þetta alt að bíða niðja vorra og eigura vér allir, sem i.ú erum komnir á fullorð- ins Ar, að leggjast svo undir græna toifu, þreyttir af íifiildi og fjandskap vor í milli, að vér sjáum ekkeit af því. \!> /t\ /\ tfs /t> /> /j\ /j\ /í> /<V /> /|\ /i\ m '> 'k '\s '\s /ís 'HS '\s 'ÁS /i\ /\ /i\ 'k '\s 'k m ANNAR DE LAVAL SIGUR • • • Á I • • ST- PAUL FUNDINUM. Eitt gott, sem leiöir af hinum árlegu fundum “National Buttermakers’ Association”, er þaB, at5 þar eru menn mintir á, hvernig menn um víöa veröld, sem bezt vit hafa á skilvindum, brúka De Laval skilvinduna, og hvaö ákaflega mikið meira smjör þær framleiöa úr mjólkinni. þaö, sem mesta eftirtekt vakti á fundinum, er smjörgeröar samkepnin. Á hverju ári, síöan félagiö myndaðist, hefur ,,Alpha“ suijöriö náö mestu áliti. þannig fór þaö á hinum ný- afstaöna fundi í St. Paul. þeir, sem flestum stigum náöu, og fengu þar af leiðandi hæst verö- laun, voru ; 1. —E. O. QUENV'OLD, Owntonna, Minn., 97 st, 2, —C. H. JENSEN, Bernadotte, Minn., 96% sí. þannig sýnir smjörgjöröar kepnin áriö 1901, hve mikla þýöingu ,,Alpha“ disc-aöskiln- aöurinn hefur á áferö, þéttleik, bragð og geymslukraft smjörsins, þegar mjólkin er jafn góö og meöferöin hin saraa. Annaö þýöingarmikiö atriöi í satnbandi viö fundi þessa, sérstaklega fyrir þá, sem þurfa aö kaupa skilvindur, er samanburöurinn á þvf hvaö margar skilvindur af hverju tagi beztu smjörgeröarmenn landsins brúka, eins og kemur í ljós á fundinum — þar sem sýnt er hvaöa skilvindu hver maöur brúkar. Af 786 sýnishornum á fundinum var 85 per cent eftir “Alpha De Laval” skilvindu á móti 15 per cent eftir allar aörar til samans. þessu var skift þaunig: “Alpha” De Laval, 668; Sharples, 38; Reid “Danish”, 34; U. S., 19; “Jumbo”, 14; Springer, n, op Empire. 2. þetta, í sambandi viö undanfarna fundi, ætti aö vera alvarleg lexía fyrir hvern einasta smjörgjöröarmann. — B úkir þA nú ckki “Alplia” De Laval skilviiidu, þá er bezt fyrir pig að veita þér liana sem allra fyrst. v\l vV/ \t/ \t/ \t/ \/ \\' \t/ \t/ \\' \t/ f \í/ w \/ w \t/ \t/ \t/ \t/ \í/ \t/ \i/ \t/ \t/ \/ \í/ 9 m THE u- -%/%. De Laval Separator Co. Vestur-Canada skrifstofur, vöruhús og verkstæöi, 248 McDermot Ave., WINNIPEQ, MAN. Chlcago, New Vork, Montreal.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.