Lögberg - 27.06.1901, Blaðsíða 4
4
LOGBEUG, FIMTUDAGINN 27 JÚNÍ 1901
LÖGBERGr.
•r ireflð út bvern flmtndag af THE LÖGBERO
RINTING & PUBLISHING 00., (lflggiH), að 309
Igin Ave , Winnlpeg, Man. — Kostar $2.00 um árid
a Inlandi 6 kr.]. Borgist fyrirfram, Einstök nr. 6c.
Pnhliahed every Thursday by THE LÖGBERG
PRINTING & PUBLlSHlNG CO., flncorporatedj, at
309 Elgin Ave., Winnipeg,Man. — Subscription price
$2.00 per year, payable in advance. Singlecopies 5c
Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson.
Business Manager: M. Paulson.
aUGLYSINGAR: Smá-auglýsingar i eltt skifti25c
fyrir 30 ord eda 1 þml. dálkslengdar, 76 cts um
mánudinn. A stærri auglýsingnm um lengri
tíma, afsláttur eflir samningi.
BUSTAD \-8KIFTI kaupenda verdur ad tilkynna
skriflega óg geta um fyrverandi bústad jafnfram
Utanáskripttll afgreidslustofubladsins er:
The Logberg Printing & Publishing Co.
P. O.Boz 1292
Winnipeg ,Man.
t UUnáskrlplttil rltstjdrans er:
Editor Lögberg,
P *0. Boz 1292,
Winnipeg, Man.
Samkvœmt landsldgum er uppsðgn kaupanda á
bladi ógild, nema hannsé skaldlans, þegar hann seg
r upp.—Ef kaupandi,nem er í skuld vid bladidflytu
vlstrerium,án þesw ad tilkynna heimilankiptin, þá er
fi't lyrir dómstólnnnm álitin sýnileg sönnumfyrir
prettvísum tilgangl.
— FIMTUDAGINN, 27. JUNI 1901. —
Fjarðarvísur.
(Fluttar á Grund í Eyjafirði á fyrsta
' sumardag 1901.)
Framfara-spor og fegursta vor
þú FjarSarins bygðin væn!
og viður og lyng þinn vermi hring,
svo vaxi þér klæðin græn!
I blömstur svalir breyttu dal,
þú byrjaða máttar-öld,
1 brúðarsal fyrir hrund og hal
svo hefji sig laufgræn tjöld.
þú áin blá, er svífur að sjá,
þú syngur oss brauð í munn;
en lærðu nú mál og lifandi sál
við listanna Mímisbrunn.
þá hefjast þfn börn eins og hauk-
ur og örn
yfir hömrum og vatnasal,
en óslitin bygð liggur atorku
trygð
yfir allan vorn kæra dal. —
„Hvað gjörir þú mér, það gjöri
eg þúr“,—
svo greinir hin kalda mold;
„ef gleður þú mig, þá gleð eg þig,
þín gæfa er cr/segir Fold.
„Hvert vallarstrá mína vottar þrá,
ef varirnar opna kann;
og augun öll þau vakna um völl
til að vita hver bezt mér ann.
Svo þreytt og hljóð, svo þolinmóö
heí eg þrokað í stormum kífs.
þú mátt nú til, þv! eg vakna vil—
æ vektu mig nú til lífs!“—
Vor móðurstorð, þau ináttar orð
í merg oss syngdu’ og blóð.
þér glói vor önd, þig græði vor
hönd,
þig gleðji vor hjartaljóð!
Nú gengur stund með gull í mund
og glæsileg mentavöld:
á burtu með hrygð, þú brosandi
bygð,
og blessan á komandi öld!
M. J.
—Stefnir, 4. maí 1901.
Aldamútahugleiðingar.
Islenzkt þjóðerni.
Grein mín, „Aldamótahugleið-
ingar,“ í 9. tbl, Bjarka þ. á. hefur,
eins og ég bjóst við, vakið mótmæli
úr ýmsum áttum og skal eg nú
minnast á málið nokkru frekar en
þar var gert. Eg fór þar stutt yfir
sögu og má því vel vera, að sumir
hafi misskilið mig að ýmsu leyti.
Aðalatriðið í grein minni var,
að það væri hagur fyrir okkur, ef
við gætum runnið saman við ensku
þjóðina, tileinkað okkur menning
hennar og siði, orðið partur af henni.
—Ef nýbyrjaða öldin skildi þannig
við okkur, þá gerði hún vel.
það sem steudur í vegi fyrir
þvl, að allir geti aðhylst þessa skoð-
un, er að líkindum það eitt, að þá
væri þjóðerni okkar glatað.
En eg segi, að í raun og veru
sé ekkert í það varið; það megi fara
veg allrar veraldar; hitt só hið eftir-
sóknarverða, að komast inn í heims-
menninguna, inn á þá braut sem
aðrar Norðurálfuþjóðir hafa gengið
á undan okkur. Sé þjóðernisdýrk-
unin þessu andvíg, þá á hún að
víkja. Og mín skoðun er, að hún
hljóti að víkja með tímanum, ekki
aðeins hjá okkur íslendingum, held-
ur ölluin hinum smærri þjóðum.
það er framþróunarlögmálið sem
heimtar þær breytingar fyr eða síð-
ar.
Hvað er þjóðerni ? það eru öll
þau einkenni sem ein þjóð hefur er
greina hana frá öðrum þjóðum: sér-
stakur hugsunarháttur, sérstakt
mál, sérstakir lifnaðarhættir og sið-
ir, sórstakur búningur o. s. frv.
Að því leyti, sem ytri lífsskil-
yrði skapa þjóðernismismuninn, er
hann nauðsynlegur og óhjákvæmi-
legur. Að þvl leyti, sem hann skap-
ast af sjálfbyrgingsskap, er hann ó-
nanðsynlegur og illur.
Eftir því sem viðskifti þjóð-
anna fara vaxandi og kynni þeirra
hverrar af annari, hlýtur hugsunar-
háttur þeirra að verða líkari og lík-
ari. þetta er óhjákvæmilegt. Við
kynninguna læra þjóðirnar hver af
annari. Al!ar nýar skoðanir berast
Hjótt um, frá einni þjóð til annarar,
og umhugsunarefnin verða hin sömu
hjá öllumþjóðum sem standa á líku
menningarstígi.
þá er málið, tungan. Eg hef
sagt, að við stæðum miklu betur að
vtgi ef móðurmál [okkar væri enska.
Eg get ímyndað mér, að ekkert í
greininni hafi hneykslað menn eins
og einmitt þetta. En við rólega í-
hugun hljóta þó allir að sjá, að það
er rétt. Erum við til fyrir málið,
íslenzkuna, eða er hún til fyrir okk-
ur? Eg get ekki ætlað að menn
svari þeirri spurningu nema á einn
hátt: Málið er auðvitað til 1 okkar
þarfir. Með hjálp þess viljum við
geta gert okkur skiljanlega fyrir
öðrum hvenær sem við þurfum á að
halda. Og við viljum geta haft
gagn af annara skoðunum, skilið
aðra. Ekkert mál getur fullnægt
þessu í öllum tilfellum. En næst
takmarkinu komast þau mál sem
töluð eru af flestum og flestir skilja;
hin, sem fæstir tala og fæstir skilja,
eru fjarst.
Bókmenntir okkar hljóta alltaf
að verða ófullkomnar í samanburði
við bókmenntir stórþjóðanna. Sá
maður, sem á aðgang að tjölskrúð-
ugum bókmenntum á móíurmáli
sínu, stendur betur að vígi til þess
að afla sér þekkingar en hinn, sem
verður að læra til þess útlend tungu-
mál.
Og hvert væri svo tapið, ef við
gætum skift allt í einu á kunnátt-
unni í ensku og íslenzku? Tapið
er það, að við ættum ekki eftir á
kost á að lesa þær bókmentir, sem
við nú eigum.öðruvísi en svo, að við
lærðum Islenzku sem útlent mál.
En hvað væri unnið á móti? Meðal
annars jafngreiður aðgangur fyrir
okkur að enskum bókmentum og
við nú eigum að íslenzkum.
Vinningurinn er auðsær. Hjá
hinum, sem mótmæla þessu, ræður
óljós tilfinning.
Og líkt er um hin atriðin að
segja. Lifnaðarhættir, siðir, bún-
ingar o. s. frv.—allt þetta breytist
og á að breytast hjá öllum þeim
þjóðum sem eru á framfaraskeiði.
Við viljum koma upp húsum úr
timbri eða steini í sama stíl og aðr-
ar þjóðir, við viljum leggja vegi um
landið, fá vagnflutninga eins og aðr-
ar þjóðir, og svona mætti lengi telja.
En með þessu er verið að nema burt
þau ejnkenni sem greina okkur frá
öðrum þjóðum. Við erum að líkja
eftir þeim, kasta burtu verulegum
þáttum af þjóðerni okkar.
það er mikið í það varið að
vera öðruvísi en aðrir, ef sá hinn
sami er þó öðrum fremri. En aftur
á móti er ekkert i það varið að vera
öllum ólikur og allra eftirbátur.
Ýmsir hafa orðið „þjóðerni"
altaf á vörunum án þess að það
tákni hjá þeim nokkra ákveðna
hugsun. þeir staglast á því eins og
páfagaukar. þeir hafa lært, að
„sérstakt þjóðerni" sé eitthvað gott,
en hafa aldrei spurt sjálfa sig, í
hverju gæðin séu þá fólgin. Ólafur
Davíðsson á Vopnafirði er auðsjáan-
legan einn af þessum mönnum.
En um það mál skal síðar talað.
—BjarJci.
þakklætis-orð.
Eg undirrituð hcf um mörg ár
(þó ung sé) verið margvíslega þjáð
af heilsuleysi, og því eðlilega ekki
getað unnið fyrir 1 fi mínu, hvað þá
veitt mér lœknishjá'p af eigin ram-
leik. En eg hef ft ýrnsan hfttt orðið
aónjótandi margv'slegrar góðgjörða-
■emi; þvl fyrir utan pnð sem minn
góði faðir hefur í fleiri ftr kostað upp
á mig I meðulum frá ýmsum læknum,
bæði i Canada og hér I Bandaríkjun-
um—svo mörgum tugum dollara skift-
ir—p>á hefur dr. M. Halldóasson, bér
á Park River, sem ég nú er hjá til
lsekninga, sýnt mér aðdáanlega
læknislega umönnun, góðvild og n&-
kvæmni, sem eg vart gat búist við af
vandalausum. 0/ nú nýlega hef eg
fengið #15 senda frá Íslendingaíljóti
1 Manitoba, sem góðir menn par söfn-
uðu handa mér á pann hátt, að h»fa
þar samkomu I sfðastliðnum april-
mánuði. Margt af pví fólki var mér
með öllu ókunnugt, þar á meðal meiri
hluti manna úr liornleikaradokknum
þar, sem, eftir því sem mér er skrifað
að norðan, léku á horn sfn & téðri
umkomu, af mjög fúsum vilja og &n
alls endurgjalds. Enn fremur hafa
msir, nær og fjær, sýnt mér innilega
lutteknÍDgu f þeirn miklu raunum,
sem stafað hafa af heilsuleysi mfnu.
Öllum þessum mönnum votta eg
mitt innilegasta þakklæti fyrir vel-
gjörðir þeirra mér til handa.
Park River, N.D., f júnl 1901.
Iiovísa B. Pélursdóltir.
Sláttuvísur.
Hver, sem í Edinborg kemur og spyr:
,,Hvar eru vagnar til sölu“
Sér, að á byggingu blasa við dyr,
Bíður þar Hermann, en stendur'ei kyr
Þvi hann er að halda þar tölu.
Hann er að lýsa ,.bindara“ er batt
Bindi, sem enginn gat slitið,
En leikur á hjólum svo létt og svo glatt,
Að landanum blöskrar (en þetta’ er.
þó satt),
Og sítérar siðan í ritið.
SAGA FÁTÆKLINGSINS.
Einn fátækur maður með f jölskyldu
stóra,
En fyrirtaks dugnað og karlmensku
staka,
Hann lagði á sig vökur og vann á
við fjóra
Og rar þó ei trútt um ’ann hrekti
til baka;
Hans akur var grýttur og erfitt að
sá hann
Og ilt var að herfa’ hann, en lang-
verst að slá hann.
Hann fékk sér ,,Plano“ fyrir nokkra
dali
Og fátækari varð með hverjum degi.
Hann vann svo illa’ að tók ei nokkru
tali—
Og tíminn leið en Plano breyttist eigi.
Og þess má gjarnan geta, þvi er miður,
I grýttan jarðveg hveitið hrundi niður.
Þá fékk hann sér ,,McCormick“ og fór
svo að slá
Og fyrirtaks maskínu sagði það vera.
Og mest kvað þó að því er mest
reyndi á,
Og meira en hann leyfði’ henni, vildi
hún gera.
Og býsna glaður varð bónda greyið
Því betur hjá honum en öðrum var
slegið.
Fátæktin lionum hnekti ekki lengur,
Honum vildu allir viljugir þjóna,
Og pá um haustið, það fór eins og
gengur,
í þreskingunni hafði’hann tóma Jóna.
En bæði hart og hæsta prísinn fékk
hann
Af hólmi með svo fríðurn sigri gekk
hann.
Glaður og ánægður hélt hann svo
heim
Með hálf-fulla vasana af gullinu
rauða.
Hann blcssaði oft yfir „bindara” þeim,
Sem bjargaði honum frá skuldum og
dauða.
En sögunni gjörvallri glaður eg trúi;
Eg get ekki trúað, að mennirnir Ijúgi,
Bráðum fæ eg bezta tvinna,
Betri máske en allra hinna,
Og til virkta vina minna
Með verði góðu sel eg þá.
Agninaldo er að spinna
Austur í grænum lundi.
Andcrson & llcriiiann.
by H.
«100 VERDLAUN #100.
Lesendum blaös þessa ætti að vera
ánae^ja í að heyra aö þaö er þó einn
hræöflegur sjúkdómur sem vísindin hafa
kent mönnum aft lækna, og það er Catarrh.
Hall’s Catarrh Cure er eina áieiðanlega
meðalið sem þekkist. Catarrh er consti-
tutional sjúkdómur «g verður að með-
höudlast þannig. Hall’s Catarrh Cure er
tekil inn og hefur áhrif á blóðið og slím-
himnurnar, eyðir sjúkdómnum og styrkir
sjúklinginn með því að uppbyggja lík-
amann og hjálpa náttúrunni til að vinna
verk sitt. Eigendurnir bera »vo mikið
traust til lnkningakrafts þess, að þeir
bjóða $100 fyrir hvert tilfelli sem þaö
læknar ekki. Skrigð eftir vottorðum til
F. J. CIIENEY & Co., Toledo, O.
Selt í Lyfjabúðum,
Halls Family Plllseru þær beztu.
„EIMREIDIN“,
fjölbreyttasta og skemtilegasta
tfmaritið & fslenzku. RitgjörÖir, mynd-
ir, sögur, kvæöi. VerÖ 40 ots. hvert
hefti. Fæst hjá H. S. Bardal, S.
Bergmann, o. fl.
266
„I>ér haldíð því þá fram ennþá, aö Mora haíi
verið hér fram yfir miönætti?“ sagði Mítchel.
„Það er sannleikurinn; það er alt sem eg get
sagt,“ sagði maðurinn.
„Dér eruð þá ekki eins heppinn f þetta skifti og
þér hélduð að þér væruð,“ sagði Mitchel.
„Hvernig það?“ sagði maðurinn.
„Nú, vegna þess, að ef þér hefðuð verið að
ljúga í það skifti, þá hefðuð þór getað fengið mikla
peninga núna fyrir að segja sannleikann,“ sagði
Mitchel.
„Dér meinið, fyrir að sverja að Mora hefði ekki
verið hér það kvöld?“ sagði maðurinn.
„Já,“ sagði Mitchel.
„Hvað mikið gæti eg fengið fyrir það?“ sagði
maðurinn.
„Ó, segjum eitt hundrað dollara,“ sagði Mitchel.
—^„Samþykt! Eg er reiðubúinn!“ sagði maðurinn.
„Ó, þér eruð þ& til með að sverja, að hann hafi
ekki verið hér eftir miðnætti þetta umrædda kvöld?“
sagði Mitchei.
„Jé, eg mundi gera það fyrir hundrað dollara!“
sagði maöurinn.
„En var hann hér, eða var hann hér ekki f raun
og veru?“ sagði Mitchel. „Hver er sannleikurinn f
þvf efni?“
„Eg sagði yður, að hann hefði verið hér, eða er
ckki svo?“ sagði maðurinn. „I>að er sanuleikur "n,
tn það gerir ekkext til hvaö mig snertir. Eg hi
&Í3
„t>ér meinið, a8 cg á af f& yfir tvö hundruð
dollara,41 hrópaði gairila konan f inikilli geðshræringu.
„Það er einmitt það sem þesii herrasagði, fóstra
mín,“ greip stúlkan fram í, og voru þetta fyrstu orð-
in, sem hún hafði talað síðan MÍitchel kom inn.
„Seztu niður. Hoppaðu ekki upp f loftið strax og
þú heyrir, að þú eigir von á dálitlu af peningum.
£>ú hagar þér eins og þú hafir aldrei á æfi þinni séð
tvö hundruð dollara.“
„Dað er nú nærri sannleikanum,“ sagði gamla
kouan. „Það er langt síðan eg hef séð svo mikla
peninga f einni hrúgu. Hvenær fæ eg peningana?“
„Segjum á morgun,“ sagði Mitchel prófandi.
„Þér verðið að skrifa undir nokkur skjöl, og að því
búnu getið þér fengið upphæðina, sem yður ber. A
cg að koma hingað, eða getið þér komið á skrifstofu
vora?“
„Eg vil ekki gera yður það ómak, að koma hing-
að aftur, herra minn,“ sagði Mrs. Cooper. „Segið
mér hvert eg á aö koma, og þá skal eg vera þar á
ákveðnum tíma.“ Gamla konan var nú orðin mjög
vingjarnleg, og Mr. Mitchel var vel únægður með
hvernig honutn hafði hepnast áform sitt. Hann hafði
ekki einasta gert góða grein fyrir hvernig á þessari
lieimsókn hans stæði, heldur hafði hanu gert r&ðstaf-
anir til að hitta hana einsamla, á stað sem honum
yrði mögulegt að spyrja hana úr spjörunum. Hann
fekk Mrs. Coopcr þess vegna utanáskrift lögfræðing-
anna sein sáu um hana oigiu málefni, og bað haua að
270
ekki annað cn komast eftir hvenær er VOú & henni til
fóstru sinnar, og þér getið beðið hér f nágrenninu
þar til stúlkan lætur sjá BÍg; og þarna er það nú,
eini slétt eins og vax.“
Þessi uppástunga Rogers virtist vera heppileg,
því þótt stúlka þessi og hin leyndardómsfulla Mis.
Morton væri ein og sama persónan, þá gat það, að
hún hafði breytt um bústað, engan veginn hindrað
hana frá að heimsækja hana fósturmóöur sfna gömlu.
Mr. Mitchel þótti lfka vænt um að hafa fengið vitn-
eskju um þossa eldri konu, þvf þótt hann kynni að
ciga erlitt með að hafa nokkuð upp úr stúlkunni, J>&
áleit hann að það mundi verða tiltölulcga létt að fá
plýsupingar hjá kerlingunni, fóstru hennar, sem gera
mætti skrafhreifa með þvf, að gefa henni d&lltið af
vfni hyggilega.
„Gott og vel, Rogers,“ sagði Mitchel; „þvf fyr
sem þér fáið að vita hvenær stúlkan er væntsnleg,
þess betra. Setjum svo að [>ér heimsækið kerling-
uua strax, þá get eg farið með yður.“
„Einn tfmi er mér cins hentugur og annar,“
sagði drykkjurúturinn; og sfðan fóru þeir báðir út
úr herberginu. Um leið og þeir gengu fram hjá
drykkjuborðinu sagði Rogers kænlega:
„Sögðuð þér nokkuð? Já! Þakka yður fyrirt
Gef mér óblandað whiskey, Jack.“ Og svo hallaði
liann sér fram á drykkjuborðið, cins og maður sem
var alvanur þvf.
Mr. Mitchel fukk skenkinum iimmtiu dollar seð.