Lögberg - 03.10.1901, Blaðsíða 4
4
LOGBEKG, FIMTUDAGINN 3. OKTOBER 1901
LÖGBERG.
®r >tefl A 6t hrem flmtud»e af THE LÖGBERG
RINTING fc PUBLISHING CO., (MggiU), »ö Cor.
W1111.»m Ave. og Nena Str. Wlnnipeg, Man. — Kost-
ar $2.00 um áiid [4 íslandi 6 kr.l. Borgist fyrir
fram, Einstök nr. 6c.
Pnblished every Thursday by THE LÖQBERG
PRINTING fe PUBLISHING CO., rincorporatedj, at
Cor W.lllam Ave fe Nena St„ Winnipeg, Man —
Subacription price **.00 per year. payable in ad-
vance. Single copiee 6c. •
Busmess Manager: M. Paulson.
aUGLYSINGAR: Smá-auglýsingar í eUtskifti26c
fyrir 30 ord eda 1 þml. dálkslengdar, 76 cts nm
mánnðinn. A stœrri auglýsingnm um lengri
tíma, afsláttur efíir samningi.
BUSTAD 4-SKIFTI kaupenda verður að tilkynna
skriflega og geta um fyrverandi bústað jafnfram
Utanáskripttll afgreiðslustofnblaðsins er t
Th« Logberg Printlng & Publlehlng Co.
p.O.Boz 1292
Tel 221. WInnipeg,Man.
Utanáskriptttil ritstjörans ert
Editor L.Afrbenr9
P *0. Boz 1292,
Wlnnipeg, Man.
-— Samkvœmt landslögum er nppsögn kanpanda &
bladl ógild, nema hannsé skuldlans, þegar hann seg
r npp.—Ef kaupandi.sem er í sknld við blaðiðflytu
vlstferlum, án þess að tilkynna heimilaskiptin, þá er
sd fy-ir ddmstólunnm álitin sýnileg sönnumfyrir
prettvísnm tilgangi.
-- FIMTUDAGINN, 3 OKT. 1901 —
Ríkiserílnginn.
Eins og til stðð, kom hertoginn
af Cornwall og York og föruneyti
haas hingað til Winnipeg á fimtu-
daginn 26. September. Tífiin hefir
að undanförnu veriB mjög stirð og
vætusöm, en þennan dag var hér
glaöa sólskin og reglaleg sumarblíða,
svo aS koma ríkiserfingjans varð
honum sjálfum og bæjarbúum eins
ánægjuleg og frekast var unt að
hugsa sér. Sir Wilfrid Laurier, for-.
s etisráðherra Canada-stjórnarinnar,
og kona Minto lávarðar voru með í
f >rinni og ferðast með alla leið vest-
ur að h»fi.
Bærinn var svo vel prýddur, að
al Irei hefir annað eins sézt í Winni-
peg. Margir stórkostlegir og dýrö-
legir bogar voru bygðir yfir götur
þær, sem hertoginn og föruneyti
hans ferðaðist eftr, og hver einasta
bygging meðfram veginum var
skreytt á mjög smekkvíslegan hátt.
öll umferð eftir Aðalstrætinu
hættí nokkuru áður en hertoginn og
fóruneyti hans kom, og félögum
flestra þjóðflokka, sem til eru í
bænum^ var raðað beggja vegna
eftir strætinu 10 fet frá gangstétt-
unum. þar á meðal voru íslend-
ingar einna fjölmennastir og sómdu
sór mjög vel.
Prógrammið fyrir daginn var á
þessa leíð. Fyrst var farið eftir
Aðalstrætinu frá Can. Pac. járn- j
brautarstöðvunum suður að r&ðhús-
inu; þar tók bæjarstjórnin á móti
hertoganum og færði honum ávarp
i nafni Winnipeg bæjar, sem fyrst
var lesið og síðan afhent honum í
forkunnar fallegum og dýrum kassa.
þá voru honum flutt ýms fleiri á-
vörp, og svaraði hann þeim öllum
með hlýlegri og vel orðaðri ræðu.
Næst afhenti hann heilum hóp her-
manna medalíur í heiðursskyni fyr-
ir herþjónustu i Suður Afríku og
víðar. þegar öllu þessu var lokið
fór hann aftur norður Aðalstrætið
til járnbrautarstöðvanna. Um miðj-
an daginn borðaði hertoginn og
föruneyti hans hjá fylkisstjóranum,
og opnaði að því búnu Manitoba-
háskólann. Um kveldiö borðaði
hann aftur hjá fylkisstjóranum og
lagði á stað norður til Can. Pac.
jírnbrautarstöðvanna alfarinn kl.
10 um kveldið. Öll sú leiö var svo
vel lýst um kveldiö, að hvergi bar
skugga á. Eftir Broadway og Dou-
ald strætunum röðuðu félög þjóð-
flokkanna sér, og hélt hver maður á
stóru blysi, og síðan fylgdu félögin
fóruneytinu eftir alla leiö norður.
Er það vafalaust langstærsta blys-
för, sem hér hefir nokkurn tíma
sést. Á meðan stóð á blysförinni
voru flugeldar á ferðinni frá öllum
helztu byggingunum meöfram veg-
inum.
Eitt með því allra fallegasta í
sambandi við viðtökurnar var aö
sjá barnahópinn, sem raðað var í
upphækkuð sæti (grand stand) and-
spænis pallinum, sem reistur var við
dyrnar á háskólabyggingunni handa
hertoganum. þar s'tu fjögur þús-
und skólabörn (drengirnir klæddir í
hermannabúninga) og skemtu her-
toganum með brezkum þjóðsöngv-
um, sem voru svo vel sungnir og
8amræmið svo gott, að aliir dáö-
ust að.
Mikill mannfjöldi var á götun-
um allan daginn, en góð stjórn á
öllu og troðningur því lítill. Allir
keptust við að koma auga á hertog-
ann og frú hans og mun öllum
fjöldanum hafa tekist það.
BEINIR SKATTAR
$115,156.15.
„Hvernig stendur & því, að
Roblin-stjórnin leggur þessa skatta
á fylkisbúa?" Svona lagaöar spurn-
ingar kveða við hvar sem hugsandi
menn mætast og tala saman um
þvert og endilangt fylkið. Og spurn-
ingar þessar hafa svo alvarlega bor-
ist Roblin til eyrna, að hann hefir
ekki séð annað fært en að láta aðal-
' málgagn sitt hér svara mönnum og
reyna til þess að hafa þá góða með
einhverju móti. En hór gildir ekk-
ert svar til þess að hafa menn góða.
Afturhaldsmenn lofuðu því, að ef
þeir kæmist til valda, þá skyldi eng-
ir beinir skattar verða lagðir á
menn; þetta eru því ekkert annað
en örgustu svik.
Og með hverju er svo reynt að
berja í brestina og fá fylkisbúa til
að sætta sig við skattana? Með ó-
s.nnindum, sem hver einasti akyn-
samur maður sér, að eru tilhæfulaus
ósannindi og þvættingur.
Roblin-stjórnin lætur mftlgagn
sitt segja, að skattarnir séu afleiö-
ingin af eyðslusemi Greenway-
8tjórnarinnar og, að þegar búið sé
að laga tekjuhallann, sem hafi verið,
þegar Greenway-stjórnin fór frá, þá
verði sköttunum aftur létt af. þenn-
an sama þvætting eru menn fylkis-
stjórnarinnar, sem að undanförnu
hafa verið á ferðinni um fylkið til
þess að búa hjörtu manna undir
næstu fylkiskosningar, látnir fara
með heirna & heimilum manna. Vór
trúum því hezt, að enginn einasti
kjósandi trúi þessu. Roblin heldur
auðsjáanlega að Manítoba-menn séu
miklu skilnings minni en þeir eru.
Setjum svo, að Roblinstjórnin væri
með sköttunum, sem hún leggur á
menn, að rótta við tekjuhalla Green-
way-stjórnarinnar; samt hefði aftur-
halds-stjórnin svikið menn. Hún
lofaði því skilmálalaust, að engir
skattar skyldi verðaá menn lagðir,
og leiðtogar afturhaldsliokksins
vissu dáindis vel hvernig fjárhag-
urinn stóð þegar þeir sviku út at-
kvæði manna með þessum loforðum.
Maður þarf ekki að verða stjórnar-
formaður til þess að vita hvernig
f járhagur fylkisins stendur, það geta
allir fengið að vita ef þeir eru læsir
og jafnvel þó þeir sóu það ekki.
þegar afturhaldsmenn tóku við
völdunum af Greenway-stjórninni,
þá reyndu þeir & allan hátt að láta
fj&rhaginn líta sem allra óálitlcgast
út; og þá gáfu þeir það út svart á
hvítu, að tekjuhalli Greenway-
stjórnarinnar væri oröinn $248,126.-
40. Nú skulum vér setja svo, að
þetta só rétt. það er' undir öllum
kringumstæðum óhætt að treysta
því og trúa, að tekjuhallinn hefir
ekki verið meiri. Enginn láti sér
til hugar koma, að afturhaldsstjórn-
in hafi dregið þar undan.
þessa upphæð segir stjórnin, að
hún só að afborga með sköttunum,
en auðvitað er það tilhæfulaus ó-
sannindi. Strax eftir að afturhalds-
stjórnin var komin til valda, fékk
hún leyfi þingsins til að taka $500,-
000 peningal&n, og átti það fé fyrst
og fremst og sérstaklega að ganga
til þess að afborga tekjuhalla Green-
way-stjórnarinnar. þessi tekju-
halli er því fyrir lifandi löngu borg-
aðar; að minsta kosti hefir stjórnin
fengið peningana, og vér ætlum
ekki að geta svo ills til, að þeim hafi
verið varið á annan—óleyfilegan
hátt.
Nú sjá menn hvað óforskamm-
að það er af Roblin að láta ljúga
því að fólki, að skattarnir gangi til
þess að laga tekjuhalla Greenway-
stjórnarinnar, og að þegar því só
lokið, þá geri hann sér von um að
geta létt af mönnum byröinni. Eða
heldur RobJin, að Manitoba-menn
viti ekki um þetta $500,000 lán,
sem sérstaklega var ætlað til þess,
sam hér að ofan er sagt?
það er ekki til neins fyrir Mr.
Roblin að láta blað sitt reyna að
sýna fylkisbúum fram &, að beinir
skattar sóu nauðsynlegri nú heldur
en þegar Mr. Greenway var við
völdin, nema fyrir það, að nú er ver
haldið & almenningsfé.
þegar Mr. Greenway tók við
ráðsmenskunni um árið, þá var fjár-
hagur fylkisins í svo aumu ástandi,
að bankarnir neituðu ávísunum
stjórnarinnar. þegar afturhalds-
menn tóku við, var fjárhagurinn
svo gótur, aö lánstraust fylkisins
var fullkomlega eins gott eins og
nokkurra hinna fylkjanna.
þó Roblin-stjórnin legði niður
völdin í dag eða á morgun, þá hefir
ráðsmenska hennar haft þau áhrif,
að fjárhagur og lánstraust fylkisin3
hefir stór versnað.
Eftir allan þann langa tíma,
sem Mr. Greenway var við völdin,
var tekjuhallinn, eftir því sem aftur-
haldsstjórnin sjálf segir, $248,126.40.
Tekjuhalli Roblin-stjórnarinnar, eft-
ir eitt einastaár, er orðinn $180,000,
þrátt fyrir alla skattana, og vór get-
um fullvissað^ menn um, að ennþá
voðalegri veröur tekjuhallinn eftir
þetta yfirstandandi ár.
Lækkun á flutningsgjaldi.
þegar Roblin-stjórnin gerði
járnbrautarsamningana ógleyman-
lega við Canadian Northern jfirn-
brautarfélagið síðastliðinn vetur,
þvert á móti vilja fylkisbúa, þá brúk-
aði hún það, sem eina aðal ástæð-
una tíl þess að sýna ágæti samning-
anna, að flutningsgjaldið yrði lækk-
að að miklam mun, svo að Mani-
toba-bændurnir græddu stórfó á því,
hvað miklu ódýrara yrði að senda
hveitið til markaöar núna í haust
en nokkuru sinni áður.
í járnbrautarsamningunum stend-
ur, að l. Október 1901 eigi fyrsta
Canadian Northern járnbrautarlest
in að ganga alla leið til Port Arthur,
og þá eigi flutningsgjaldið jafnframt
að stíga niður. Með öðrum orðum,
þetta átti alt að vera komið £ kring
í tíma til þess að flytja burtu þessa
árs uppskeru manna, þstta tók
Mr. Roblin fram hvað eftir annað,
og á Wawanesa fundinum í sumar
gladdi hann menn með því, að til að
byrja með yrði flutningsgjaldið und-
ir hveiti lækkaði á þessu hausti um 2
cts undir hundrað pundin, og svo
■agði hann mönnum að þeir gæti
8j»lfir reiknað hvað mikinn sparn-
aðarauka þetta þýddi.
En nú lýsir Koblin yfir því, að
ekki verði staðið við þetta loforö.
flutningsgjaldið geti ekki lækkað
að sinni. Hann segir, að það séu
tvær aðal ástæður, sem geri lækk-
unina ómögulega; önnur ástæðan sé
sú, að járnbrautin só ekki komin
alla leið til Port Arthur; hina ástæð-
una neitar hann að gefa. Ekki
heldur vill hann nú segja hvenær
járnbrautin verði fullgerð, en býst
við, að það verði ef til vill í næsta
mánuði.
þar sveik þ& Roblin þetta eins
og um tollana. Mönnum var lofað
lækkun á flutningsgjaldi 1. Októ-
ber; og mönuum var lofaS því, að
engir skattar skyldi verða lagðir á
þá. Svo fæst engin lækkun á flutn-
ingsgjaldi, en skattamir eru hækk-
aðir um $115,156.15. það væri
frórdegt fyrir bændur að setjast nú
niíur og reikna hvað mikilli upp-
hæð þessi svik nema.
þegar Roblin færði upp fylkis-
styrkinn til þess hluta Can. North-
ern járnbrautarinnar, sem lagður
var, um $2,000 á hverja mílu, og því
var alment mótmælt af fylkisbúum,
hvaða pólitískum flokk sem þeir
tilheyrðu, þá fóðraði hann þá aö-
ferð sína með þvf, að segja, að sá
aukastyrkur væri veittur til þess fé-
lagið gæti keypt ílutningsvagna og
aðrar nauðsynjar til þess að hafa alt
undirbúið 1. Október þegar þyrfti
að fara að flytja hveitiö. það, sem
átti að fást fyrir þessa $2,000 á míl-
una, hefir því ekki fengist. það lft-
ur út fyrir, að því fó hafi verið var-
ið til einhvers annars?
þetta er nú fyrsta sýnishornið
af því, hvaða hagur Manitoba-mönn-
um er líklegur að verða af járn-
brautarsamningum Roblin-stjórnar-
innar, og hvað vel verður við þaö
staðið, sem þar er lofað.
Kœru Skiftcivinir!
Auk hins mikla upplags af nýj-
um vörum af svipaðri tegund og eg
hef áður haft, sem nú er á hverjum
383
Eq ef þér afbendið mig yfirvöldunum, þá f&ið þér
viðurkenningu fyrir það, og þá hefir þó með því móti
einn maður gott af mér i heiminum. Auk þesa hafið
þér sannarlega unnið fyrir peningum þeim, sem Mora
bauð, og ættuð að fá þá.“
„En hvers vegna svo aem ættuð þér að gefast
upp?'4 gpurði Mitchel. Þér hafið liðið svo mikið 1
heiminum, að það vaeri rangt að látayður líða meira.“
„Það ei óhjákvæmilegt, og það er bezt. Þér
g&ið ekki að þvi, að eg hof framið annað morð til.
Eg drnp Samúel sleipa. Einnig það gerði eg i scjórn-
lausum geðæsingi. Eg var nýböinn að horfa upp &
andlát móður minnar; og eg anaði eftir götunni i
hiigsunarleysi. Af tilviljun varð mér reikað nálægt
húsdyrum yðar, og i því sá eg Samúel ganga þaðan.
Alt i einu fiaug mér þ& i hug, að hann mundi hafa
svikið mig, þvi hann vissi um alt saman. Hann vissi
þegar eg tók röndóttu fötin og þegar eg kom með
þau aftur. 1 einu oiði sagt, hann vissi um alt. í
þvi skspi, sem eg var þá, var ómögulegt fyrir mig að
hngsa skyusamlega og stillilega. Eg greip um háls-
inn á Sam. Hann var með hnif i hendinni. Eg
n&ði hnifnum af bonum, og drap hann. Þegar hann
féll, þá kom fraao 1 mér dýrsleg—nei! mannleg slæg-
vizka. Eg vissi, að þér mynduð f& að vita um morð
þetta, sem framið var svona nálægt yfar eigin hfisi;
mér kom til hugar það, sem við höfðum sagt hvor
við annan, um fyrra morðið, svo eg smeygði erfða-
ykr&nni 1 vasa hins deyjat^i mancs til þess að þér
7
inn skoöaði það sem enn eitt dæmi upp á nápínu-
skap föður síns.
III.
það var síði.ri hluti dags seint um haustiö eitt-
hvað níu mánuðum áður en það gerðist, sem sagt
er frá í upphafi frásögu þessarar. það var barið
að dyrum á herbergjum Helenu Samnó. „Hvað
er þetta,“ sagði hún, þegar hún sá bróður sinn koma
inn og setjast við eldinn,—„þvf ert þú ekki á skóla?
gengur nokkuð að þér?“
„það gengur ekki neitt að mór,“ svaraði dreng-
urinn. „Eg ætla mór ekki að ganga á skóla fram-
ar.“
„Hvað ertu að fara með.?“ hrópaði hún, mjög
undrunarfull. „Hver segir það?“
„Eg segi þaö,“ var svarið; „eg hef komið á
skrifstofuna sfðan eg borðaði, og sagt það, sem mór
bjó í skapi.“
„þvf gerðirðu þetta, Karl?“ sagði systirin.
„Hvað sagði faðir okkar? Hvað sagðir þú?“
„Nú,“ svaraði Karl, „hann spurði mig þvf í
ósköpunum eg væri ekki á skóla, og eg sagði hon-
um, að eg hefði komist að þeirri niðurstöðu, uð eg