Lögberg - 31.10.1901, Blaðsíða 8
8
LOGiiERG, FIMTUDAGINN 31 OKTOBER 1901
EEinungis
Skoðið okkar eins dollars
oo
KVEN-STÍGVÉL
Hneft eða reimuð.
það er aldrei minsti vafi á gæðunum hér, gerir okkert til hvaða skó
þér kaupið; öll okkar kaup eru gerð fyrir peninga út í hönd. það er það
bem gerir okkur mögulegt að komast að beztu kaupunum hji verksmiðj-
unum og þessvegna eigum við hægt með að ábyrgjast ykkua gæðin. alveg
eins þó skórnir kosti Sl.00, $2.00, $3.00 eða $4.00
Sem sérstakt sýnishorn af slíkurn vörum viljum vir benda yður á
kven-stígvél. sem vér nú seljum fyrir $1 00. þór hatíð borgað $1.25 og
$1.50 fyrir sömu vörugæði annarsstaðar. Komið inn og skoðið þau.
þér getið sparað yður dálitla peninga með því að verzla við okkur.
Sama verð til allra.
MinDLETOKT’S
719-721 MAIN 8TREET, - WINNIPEC.
Nálœgt C. P. R. vagnstOdvunum.
Ur bœnum
°g grendinni.
Bðndi frá Kildonan var sektaður um
$20 í síðustu víku fyrir að láta hest sinn
standa bundinn á Aðalstrætinu í Winni-
peg í tvo daga.
Lítið hús í vesturparti bæjarins er
til leigu. Lysthafendur snúi sér til A.
Eggertssonar, 680 Ross ave.
Mrs. E. McColl, 621 Williana ave.,
æskir eftir að fá góða Stúlku, til að gera
almenn húsverk.
Hringur með nokkurum lyklum á
týndist á sunnudagskveldið var. Finn-
andi er beðinn að skila honum til Ólafs
Vopna, 597 Ellice ave. W.
Vegna mjðg áríðandi málefnis er
hór með baðað til fundar í Hvítabandinu
næstkomandi laugardagskveld (2. Növ-
ember) í húsi Sigurbjargar Helgadóttur
778 Ross ave. Allir meðlimir, sem geta,
eru vinsamlega beðnir að mæta.
Sléttueldar hafa gert talsverðan
skaða hér og hvar i fylkinu síðan til
þornaði. Ýmsir hafu naist meira og
minna af heyi sinu, og sumir jafnvel
hveiti. Landi vor, Helgi Pálsson í
Middlechurch, niður með Rauðá, kvað
hafa mist um 30 ton af hoyi.
Að uridanfðrnu hafa 150 vðrufiutn-
ingslestir verið á ferðinni á Can. Pacifio
járnbrautinni á milli Winnipeg og Fort
William. Til Fort William hafa komið
200 til 340 flutningsvagnar á dag, hlaðn-
ir af hveiti frá Manitoba og Norðvestur-
landinu.
Unglingsmaður úr Álftavatnsný-
lendunni, Jón Sigurðsson að nafni, var
liuttur hingað á sjúkrahúsið á laugar-
daginn. Hann hafði af einhverju slysi
skotið sig í lærið, en til allrar lukku
liafði skotið ekki lent í beini.
Lögreglustjórinn í Winnipeg hefir
tilkynt þeim, sem búa i byggingunum á
Thomas st. vestast í bænum, að sam-
kvæmt skipun lögreglu-umboðsmann-
unna verði þeir að flytja þaðan innan
skamms.
Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar
liér í bænum hefir komið sér saman um
að halda social nálægt 9. Nóvember
næstkomandi. Nákvæmar verður skýrt
frá samkomunni i næsta blaði.
Ákveðið hefir verið að fresta flokks-
þingi frjálslyndra manna, sem halda
Atti hér i bænum 13. Nóvember næst-
komandi, þangað til miðvikudaginn 11,
Desember. Alla þá, sem kosnir hafa
verið sem erindirekar, og marga aðra
fjær og nær langar til þess að geta mætt
á þinginu, en vegna haustanna, sem
hafa dregist lengur en við var búist,
vegna votviðranna, er mjög vafasamt,
hvort menn mundu geta verið að heim-
»n í Nóvembermánuði nema sér i skaða.
Breytingin er því í alla staði lieppileg.
y?
ID AFHENDUn
YDUR FOT-
IN EFTIR’24
KL.TIHA.
fcVið ábyrgjumst hverja flík
er við búum til, seljum
með sanngjðrnu verði, og
höfum beztu tegundir af
fataefnum. Föt úr Tweod sem
kostuðu $19.00 og $22.00, seljum
við nú á $16.00.
^OLLI
OLLINS
Cash Tailor
IJ55 MAIN ST.
Beinfc á móti Porfcage Ave,
LEIÐRÉTTINö:—í ritgerðinni síð-
ustu eftir Jón Ólafsson hafa komist inn
prentvillur, sem vér biðjum hann
að afsaka. 1 14. linu að neðan í öðrum
dálki á 2. siðu stendur: 14 cents hjá
þriðja, 16 cents hjá fjórða; á að vera: 15
cents hjá þriðja og fjórða.
Tiðin hefir verið góð að undanförnu
og stöðugir þurkar þangað til á þriðju-
daginn að rigndi lítið eitt. Þresking
hefir því gengið vel, og hefði getað geng-
ið enn þá betur ef ekki hefði verið vinnu-
mannaekla allvíða,
Wr. Gunnar J. Holm og kona hans,
sem nýlega fluttu búférlum frá íslend-
ingafljóti vesturtil Manitoba-vatns,urðu
fyrir þeirri sorg að misga yngsta barnið
sitt—efnilegan dreDg þriggja ára gaml-
an, er hét Grimur Sigurður Ágúgt.
Hann dó á almenna gjúkrabúsinu hér i
bænum 12. þ. m. úr barnaveiki og var
jarðsunginn þaðan sama dag af Bjarna
Þórarinssyni.
Mr. Bjðrn Clementsson, sem heima
á hér í bænum og lengi hefir unnið hjá
Carruthers húða og ullar félaginu, varð
fyrir fcvi sorglega slysi að tvíbrjóta ann-
an fótinn á sér síðastliðinn laugardag.
Mr. CIement8Son var á ferðinni akandi,
með tvo hesta fyrir, í þjónustu hús-
bsenda sinna. Hestarnir fældust eitt-
hvað, svo vagninn valt um koll og eitt
hjólið fór yfir annan fótinn á mannin-
um. Hann var fluttur á sjúkrahúsið og
fékk strax góða læknishjálp, svo von-
andi er, að hann fái fljótan bata,
Nokkurar islenzkar konur (giftar og
ógiftar) hafa tekið sig fram um að koma
saman á Northwest Hall þriðjudaginn
5. næsta mánaðar kl, 8 e. h. til þess að
ræða um og ráða fram úr á hvern hátt
bezt er að ná saman fé til styrktar al-
menna spitalanum hér i bsnum. Það
hvilir sjálfsögð skylda á íslendingum
að leggja sinn skerf til viðhalds sjúkra-
liúsinu, og eiga konur þessar þakkir
skilið fyrir framtakssemina. Þær biðja
allar konur og stúlkur, sem málinu eru
velviljaðar og eitthvert lið vilja leggja,
að sækja fundinn, og er vonandi að það
verði sem flestar.
Fundarboð.
Almennur fundur verður haldinn á
Northwest Hall í kveld (fimtudag) kl. 8,
til þess að ræða um mentamál Vestur-
íslendinga, að hvað miklu leyti þeir
hagnýta sórskólana í iandinu, þörfina á
því, að skólaganga ísl. ungmenna auk-
ist, og þýðingu þá, sem islenzkt kenn-
araembætti við Wesley College ætti að
hafa fynr Islendinga hér.
Tnos. H. Johnson,
skrifari skólanefndar ígl, kirkjufél.
Thomas H. Johnson lögfræðingur
biður þess getið, að hann verður staddur
i Glenboro, Man., næsta þriðjudag (eftir
að lestin kemur frá Winnipeg) og föstu-
dag, og á Baldur næsta fimtudag.
íslenzkar bmkur nýkomnar í bóka-
verzlanir þeirra H. S. Bardals og Jónas-
ar S. Bergmanns eru: Spanskar nætur,
eftir Jansson, 60c.; Makt myrkranna,
eftir Stoker, 40c.; Bernska og æska Jesú,
eftir Henning Jensen, 40c.; Bókasafn
alþýðu, fyrra heftið fyrir þetta ár (2. h.
af Þættir úr íslendinga sögu), áskriftar-
verð 40c., í lausa3ölu 65c.; Kirkjuþingið
á Gimli, 15c.
Þeir bræður Helgi og Bessi Tómas-
synir frá.Mikley voru hér á ferðinni fy -
ir síðustu helgi.—Úr Álftavatnsnýlendu
voru hér í kaupstaðarferð fyrir og eftir
helgina: Páll Reykdal, Jóh. Þorsteins-
son, Júlíus Eirlksson, Hallgr. Ólafsson
og Jón Reykdal. — í vikunni sem leið
kom og Hávarður Guðmundsson, bóndi
í sömu bygð, til bæjarins með son sinn
John Palk, sem meðgengið hefir að
hafa stolið $80 af pósthúsinu í Winnipeg
ll.Sept. síðastl. og $2,200 24. sama mán.,
hefir nú verið dæmdur f þriggja ára
betrunarhússvinnu. J. B. Thompson,
sem Palk segir, að hafi verið í vitorði
með sór og varðveitt þýfið, hefir verið
yfirheyrður fyrir pólitirétti,og máli hans
vísað til hærri réttar, sem haldinn verð-
ur í næsta mánuði.
Prendergast dómari hér 1 bænum
hefir verið gerður að yfirréttardómara i
Norðvesturlandinu og verður heimili
hans því framvegis í bænum Prince Al'
bert. Prendergast er af frönskum ætt-
um, en fæddur hér í landinu. Hann var
lengi þingmaður hér í fylkinu og hefir
ætíð áunnið sér hylli allra þeirra, sem
nokkuð haía átt saman við hann að
sælda.
Mr. Jón Sigurðsson, bóndi hjá Ey-
ford, N. D., heilsaði upp á oss 1 gær.
Hann hefir ferðast norður til Narrows
við Manitoba-vatn til þess að finna dótt-
ur sína, sem þar er gift Halli Hallssyni
úr Norðurmúlasýslu, og jafnframt til
þess að skoða land meðfram vatninu.
Honum leizt vel á landið til griparækt-
ar, en þótti heldur háttí vatninu, og lét
vel yfir hag landa þar nyrðra. Hain
hefir nú einn um sjðtugt, en er ern og
sjörugur eins og miðaldra maður.
New=York Life
INSUI^ANCE CO.
JOHN A. McCALL, . , President.
Mikla samþjóðlega lífsábyrgðarfélagið. Það starfar undir
eftirliti og með samþykki fleiri stjórna en nokk-
urt annað lífsábyrgðarfélag í heimi.
♦ ♦♦
Alger sameigu (engir hluthafar); allur gróSi fcilheyrir skírteinis-
höfum eingöngu.
115,299 ný skirfceini gefin úfc áriS 1900 fyrir meira en $232,388,-
000 (fyrstu iögjöld greidd í peningum).
Aukin lífsábyrgS í gildi á árinu 1900 .........yfir $140,284,600.
♦♦♦
Nýtt starf og aukin lífsábyrgð í gildi hjá New-York Life er
miklu meira en hjá nokkuru öðru reglulegu lífsábyrgðarfé-
lagi í heimi. Nýtt starf þess er meira en fjórum sinnum
á við nýtt starf seytján canadísku félaganna til samans, um
allan heim, og aukin lifsábyrgð í gildi nærri sjö sinnum
meiri en allra þeirra.
♦ ♦♦
Allar eignir.............................
öll lífsábyrgð í gildi .
Allar tekjur árið 1900 . : . .
Alt borgað skírteinishöfum árið 1900
Allar dánarkröfur borgaðar áriS 1900
Allir vextir borgaðir skfrteinish. árið 1900
yfir $268,196,000
yfir 1,202,156,000
yfir 58,914,000
yfir 23,355,000
yfir 12,581,000
yfir 2,828,000
Chr. Olafson,
J. G. Morgan,
GENERAL SPECIAL AGENT,
Manitoba og Norðvesturlandsins.
Skiýfstofa: Grain Exchangk Building,
WINNIPEG, MAN.
MANAGER,
Vestur-Can. deildarinnar
Grain Exchange Bldg,
WINNIPEG. MAN.
$25 00 kven»-ú»; kassinn úr
hreinu gulli; verkiÖ vandað (Walt-
ham Movement) fæst nú hjá undir-
skrifuðum &
$15.00.
Alt annað nú ódfrt að sama skapi t.
d. vönduðustu ÁTTA DAGA VERK
#3.00
Borgið ekki hærra verð fyrir úr,
klukkur og pess konar, en nauðsyn-
legt er. Komið heldur til mfn.
G. Thomas,
598 Main St., Winnipbg.
Giftingahringar hvergi eins góðir og
ódýrir.
fas Kaupid
j[ Kolfortin og
|! Tosknrnar ydar
11 ad Bovlin
Við höfum nýfengið
mikið af völdum ofanne fnd
um vörum.
W. T. DEVLIN,
407 Maín St., Mclntyre Block. Tel. 389-
Robínson & CO.
Því sem við lofum það
endum við. Það sem við
bjóðum yður er einmitt
varan sem þér þarfnist.
Nóg er til af því góða.
Skirting, 25c.
Shectiiiíi:, 25c.
Towelling, llc.
Drcss Ooods, 05c.
Fancy Flauncls, 33c.
Flanucl Blouscs, $1.25.
Robinson & Co ,
400-402 Main St.
í-'%'%'%%/%%/%%/%'%/%^%/%/%.-'
THE MAMMOTH
FURNITURE HOUSE.
MIKIL
KJORKADP
er hægt að fá með því að
koma 1 búðina okkar og lofa
okkur að gjá yður fyrir
Dagstofu,
Staís, \ Husbunadi
Skrifstofu
og skólabekkjum.
Stærstu birgðir af húsbúnaði
sem hægt er að velja úr í
Canada. Allur húsbánaður
af beztu tegund.
Verðer sanngjarnt, og ó-
mögulegt að selja slíkar vör-
ur ódýrari. Við sláum af
fyrir peninga út i hðnd.
Við séljum með léttum
borgunarskilmálum.
Yður er vinsamlega boðið
að skoða okkar miklu vöru-
birgðir.
JOHN LESLIE,
824 til 328 Main St.
LAlkunnnr fyrir vandaöan . hú»- é
búnað. J
t'%%/%/%/%/%%%/%%/%%/%/%%^
H« R. Baudry,
GROCBR.
520 Ellice Ave., West.
10 pd bezta óbrent kaffi .$1.00
15 pd harður molasykur....$1.00
1 pakki Champion kaffibætir á lOc.
Skólabapkur og annað sem skóla-
börnin þarfnast.
Vörur fluttar heim tafarlaust.
Hvergi í bænum fáiS þér
ódýrari giftingahringa, stftsshringa
: og alt annað sem heyrir til gull- og
silfurstássi., úr og klukkur enn hji
Th. Johnson,
292^ Main St.—Allar viðgerðir fljótt
afgreiddar og til þeirra vandað.
Vel Klæddir.
Dið sparið ykkur alveg eías mikla
peninga pó pér klæðist fötum,
sem búin eru til eftir nýjustu
týzku, heldur en fötum sem eru
„out of date.“ Haustfötin okkar
s/na mikla bót til b&tnaðar.
Karlmannabuxur,
Ný tegund af karlmsnnabuxum
fyrir veturinn, verð $1.75—4.00.
Drengjabuxur,
100 pör af dre»gjabuxun< úr
Corduroy og Frieze, veið 75 ets.
til $1.00.
Haust-föt og Yflrfrakkar,
»em kosta aðeins $10 00 er hverj-
um manni boðleg. Dau eru búin
til úr al-ull, ogsaumurinn, fóörið
og allur frágangur er svo vel af
hendi leyst að þau geta vel pol-
að samanburð við dýrari föt.
Fíngerð föt og trakkar,
frá $12 00 til $15.00, eru einmitt
fötin sem hver maður ætti að
eignast sem vill vera vel klædd-
ur, og pið munið jafnframt kann-
ast við að þau sóu meira virði en
það, sem við förum fram á. Við
bjóðum svo öllurn, sem vilja
klæðast snyrtilega, að heimsækja
oss.
J. F.
Fumerton
& Co.
GLENBORO, JVTan
„EIMREIDIN”
fjölbreyttasta og skemtilegasta
tímaritið á íslenzku. Ritgjörðir, mynd-
ir, sögur, kvæði. Verð 40 ots. hvert
hefti. Fæst hjá H. S. Bardal, S..
Bcigm&nn, o. fl,