Lögberg - 26.03.1903, Page 1
k
Vasahnífar.
Drengjunum, sem þarfnast góðs, trausts
vasahnifs, og stúlkunum, sem þarfnast
fallegs pennahnífs, getum við fullnægt'
Skelplötu, horn, viður og málmsköft,
Anderson & Thomas,
638 Main Str. Hardware. Telepftone 339.
%%%%%%%%%%%%%%%%%% % •%-%•
t
r'%%/%%'%%'%'%%/%% ■«%%%%%%
Það dugar ekki.
Þegar þér kaupið verkfæri eða aðra harð
vöru þarf það að duga vel. Kaupið það
hér og við ábyrgjumst það. Það man
einnig verða sparnaður i því. Við höfum
búðina fulla af öllu sem finst í harðv.búð.
Anderson & Thomas,
1
4 Merki: svartnr Yale.lás.
I OIOpilUIIO UOU.
10. AR.
Winnipeg, Uan., flmtudaginn 26. Marz, 1903.
Nr 12.
New==York Life
mesta lífsábyrgðarfélag heimsins.
31. Des, 1891. 31. Des. 1902. Mismunur.
Sjófiur..................125,947,290 322,840,900 196 893,610
Jnntektir á árinu....... 31,854,194 79,108,401 47,254 207
Vextir borgafiir á árinu. 1.260,340 4,240,5i5 2 980.175
Borga8 félagsm. á órinu. 12,671,491 30,558,560 17,887,069
Tala lífsábyrgfiarsktrteina 182,803 704,567 521,764
Lifstbyrgð i gildi......575,689,649 1,553,628,026 977,938,377
NEW-YORK LIFE er engin auðmannaklikka, heldur sam-
anstendur það af yíir sjö hundruð-þúsund manns at' öllum stétt-
um; því nær 60 ftra gamalt. Hver einasti meðlimur þess er hlut-
hati og teknr jafnan hluta af gróða félagsins, samkvæmt lifsá-
byrgðarskirteini þvf, er hann heldur, sem er óhagganlegt.
Stjórnarnefnd félagsins er kosin at’ félaí;smönnum. Nefnd
eú er undir gæzlu landstjórnarinnar í hvaöa ríki sem er.
CHR. OLAFSON, J. G. MORGAN,
Agent. Manager.
Qrain Exchange Building, Winnipeg,
Fréttir.
Canada.
í tilefni af þeim orðrómi að Mr.
R'ilph Smith mundi verða leiðtogi
frjálslynda flokksins f British Colum
bia hefir J. H. Senkler látið þá skoO-
un í ljósi, aB óhugsandi sé fyrir frjftls-
]ynd* flokkinn að hafa sigur f kosn-
ingunum f Brit. Col. undir foruatu
Mr. Jos. Martin. Sigurinn væri aftur
ft móti viss ef sá foringi fengist, er
fær vreri um að sameina alla krafta
flokksins, og ef Mr. Ralph Smith, eins
og nú væri stungið upp (i, tæki að sér
forustuna vreri hann f eugum efa um
að hann væri fær um að afljúka þvf
ætlunarverki fullnægjandi.
Mr. Martin segir að tilraunin til
að ,,smeygja“ Mr. Smith inn í flokk-
inn muni ekki takast. Haun kveðst
vera viss um að meirihluti leiðsndi
manna frj&lslynda flokksins í fylkinu
8éu ftnægðir með sig, og aðferðin til
þess að gera Mr. Smith að foringja
væri ekki löguð til að vekja traust &
manninum. Mr. Martin létennfrem-
ur í ljósi þft skoðun sína, að frj&ls-
lyndi flokkurinn væri ekki nógu sterk
ur og jafnvel enn ver undirbúinn en
afturhaldsliðið; mundi haDn styrkja
Prfor stjórnina & næsta þingi svo
framarlega sem allir meðiimir mót
stöðutíokks hennar ekki kæmu sér
saman um að kotna setn fyrat & al-
mennum kosningum.
Skipaferðir ft hftlfsmá'iaðarfresti
milli Rotterdam & Hollandi og Cana-
da eiga að komaat ft í næsta mftnuði.
Canadian Oceau and Inland lfnan
hefir tekið að sór þær ferðir og ætlar
að hafa fjögur skip í förum. Tvö
þeirra eiga að ganga vatnaleiðina,
alla leið til Sault Ste. Marie að minsta
koati. Dað sem flutt verður til Cana
da með þessum skipum verður mest
megnis st&I-brautsrteinar.
Utlönd.
Conservatfvar biðu ósigur í
aukakosningum, sem fram fóru í Sug-
seq & Englandi um miðjan þennan
m&nuð. Dar var kosinn maður sð
nafni C. F. Hutchinson af liberala-
flokknum og hafði hann 534 atkvæði
frara yfir andstæðing sinn Edward
Boyle, Cons.
Snjókoma og rigning óvanalega
mikil hefir veriö ft írlandi undanfarna
daga. Stormsr og stórflóð hafa brot
ið vötzlugarða vlðsvegar um landið
og þúsnndir ekra eru undir vatni.
mörg hundruð fjölskyldur hafa orðið
að flýja burt úr þessum héruðum.
Mjög vfðtækt anarkista samsæri
hafa menn nýlega komist & snoðir um
1 Rússlandi, eftir þvf sem fréttir frft
St. Pétursborg segja. Margir hafa
þegar verið teknir fastir ea engar n&-
kvæmari fréttir um þetta hafa enn
verið auglýstar.
Mrs. Florence Maybrick, amerik-
anska konan, sem var dremd til lffl&ts
í Llverpool árið 1899, fyrir að hafa
drepið mann sinn ft eitri, — en þeim
dómi var slðar breytt í lífstíðar fang
elsi —1 verður látin laus að ftri, sam-
kvæmt nýjum rannsóknura og upp
lýsingum 1 sakamftlinu gegn henni.
BAXDARÍKIN.
Fróttir frá Milwaukee segja að
sfðan veðurfræðisrannsóknir voru sett-
ar þar & stofu, fyrir þrj&tíu og þrem-
ur ftrum sfðan, hafi aldrei verið eins
heitt þar f Marzm&n. eins og nú f vet.
ur. 18. Marz, kl. 2 eftir h°i, var
hitinn 72£ gr., og er það sá mesti
hiti sem menn muna eftir eða vita um,
um það leyti ftrs sfðan 23 Marz 1878.
Pá var þar 70 gr. hiti.
Gufusk’p’ð Newport aern kom
18 Marz til Ssu Franc.sco frft Pan-
ama varð vart við tnikinn jarðskjáUtv
kl. 3 aðfaranótt hins 11. þ. m , hér
um bil 18 roSlur undan landi. Voru
svo mikil brögð að þessu að allir svm
sofandi voru á skip'nu vöknuðu og
þustu npp á þilfar óttaslegnir í nrer,
klæðum einum.
W. J. White innflutninea urn-
sjónarmaðnr Canada stjóruar f Banda-
rfkjunum, sem nú er þ ir á ferð, skýr-
ir svo frft að útlit sé fyrir að talsvart
fleiri brendur frft Iowa, Minnesota,
Nebraska, Norður- og Soður Dakota
og fleiri fylkjum þar syðra, mu-i
flytja til Cansda 1 ftr en cokkuru sinni
ftður.
Jftrnbrautarslys varð ft Graod
Trank jftrnbrautinni & þriðjudaginn
var n&lregt b» tara Gue'ph ( O itario.
Sre ðust þar margir og nokkurir til ó-
llfis._______________
Tollmálin.
Nálægt firntíu verksmiðjueig
endur fóru nýlega á fund Laurier-
stjórnarinnar og báðu hana a<5 lr.ta
ytirskoða toll-löggjötina og breyta
henni þar sem við ætti. þeir fóru
fram á að hækkaðir væri tollarnir
og, að tollmálunum yrði komið í það
horf, að þau hættu að vera flokks-
mál. þeir sýndu fratu á, að aldrei
hefði jafmniklar vörur verið fluttar
frá Bandaríkjunum til Cinada eins
og nú; nú væri keyptar vörur þaðan
fyrir 125 miljón dollars, og væri það
engu minni upphæð en fengist fyrir
alt hveiti Norðvesturlandsins. þeir
sögðust haía búið til áætlunum toll-
hækkun, sem þeir væru til með að
leggja fram ’fyrir stjórnina ef hún
sýndi engum hana. Stjórnin vildi
ekki taka við áætluninni nema hún
rnætti birta hana. Fremur fengu
verksmiðjuraenn daufa áheyrn, enda
munu þeir ekki láta við svo búið
st inda.
S. Júl. Jóhannesson.
Hugsunarfrreði S. Júl. Jóhannes
sonar er ekki ft hftu stigi; það sýn r
greinin hans f seinust'i „Dagskrft.*
Par gefur hann f skyn. að þó hann hafi
aldrei verið ft Wesley, geti eg, sem
ekki hafi alt af vorið þar, engan veg-
inn borið ft móti þvf, sem hinn segir
um kenslu sóra Friðriks! P itta er
nú auma rökfrerslan. Nrer hefði Sig-
urði verið að reyua ekkert að sanna
mftl sitt holdur eo að gera það svona.
Nú ætti hann að geta séð, að hana
•igin orð sanna bezt ft hve litlum rök-
um saga hans um kenslu séra Friðriks
er bygð.
Pegar eg sýni honum fram & það,
að hann tali út ft þekju f þessu roftli,
með þvl, að hann verði hér að byggja
& sögusögn annara og þnð geti verið
valt oft og tlðum, viðurken dr hann
að eg segi alveg satt! Á þessu furð
aði mig stórum. Ekki þorir hann
lengur að bera ft móti þvf, að menn
geti verið skftld þó þeiryrki ekki, eða
þi að menn geti ort þó þeir séu ekki
skftld. Ekki reynir hsnn heldur að
bera á móti því, sem eg segi um
kenslu séra Friðriks, en vill reyna að
koma þvf inn t fólk, að hún hafi verið,
einB og hann lýsir henni, þegar eg
hafi ekki verið á skólanum!
Eg er Sigurði þskklfttur fyrir
heimboðið, en þvl miður get eg ekki
tekið þvf. Eg 'otia að hann só kom-
inn nógu mikið niðnr i hugsunar-
frreði til að skilj .. þ«ð, að eftir að hafa
r&ðlagt honuro að reyna ekki að sanna
þetta með kvreði eftir séra Friðrik,fer
eg vsrla »ð h"im«rekja hann til að
líta hann reyna pað.
Pað er ekkert að marka dóma
Sigurðar um annarra raanna skftld-
skap. Þekking hans f þft fttt er svo
takmörkuð, að hún er ekki neitt meiri
en þekking skjaldbökunnar I brun i i
um forðuou á sjónum. Eíigiun lretur
sér fiess vegna bregða þó skftldskap-
arlegt gildi margra kvreða fari fyrtr
ofan garð og Deðan hjft honum.
O. T. Jóxssox.
Herra ritst jóri Lögbergs!
Gerðu svo vel að taka þetta f
næsta blað:
Eg hefi nú lokið Missíónsstarfa
mlnum I Big Gross og Big Point
vestan Manitoba-vatns í þetta skifti
Embrettaði eg ft tveira stöðum f
Big Gross og skfrði eitt barn.
Svo embrettaði eg ft tve'm stöð*
urn f Wild Oak í skólahúsinu og Ad
dingharu B. O. í húsi M. J. Crawf jid
skirði eg fjögur börn f Wild Oak, þar
ft meðal skírði eg barn það, Mr. Ja-
kobs lóassonar, er Mr. Jóhann Sól-
mund'son talaði eða las yfir fydr
skömmu og sem getið er f ferðasögu
han8 í „Heiraskriuglu*1 26. Febrúar
og ftlft eg skyldu mína að vara lút
erska eða sannkristaa foreldra við því
að biðja hann að sklra, þar hann flyt-
ur ekki það, sem við köllum sanna
trú, og er ekki, að mfnu áliti, Ireri-
sveinn Jesú Krists. 15. þ. m.fermdi
eg 8 börn, og voru þau þessi: Aðal-
steinn Jakobsson, Erlindur Erlindss ,
Finnbogi Erlindsson, Jón Davtðsson,
He.lga Jóhannsdóttir, Olavfa S. Jó-
hannsdóttir, — öll frft Wild Oak; Sig-
rún M. Jakobsdóttir Crawford, Jón
Jónsson, breði frft Addingham.
O. V. Gíslason.
Aðvörun.
í sroftbre nokkurum í Suður-Da-
kota dó oýlega sex ftra gömulstúlka af
eitruðu brjóstsyki. Brjóstsykur þetta
var búið til f verksrniðju þar og var
sú tegund er kölluð er „Bon-Bon8.“
Prófessor Ladd, við akuryrkju-
skólann þar, hefir nú rannsakað þetta
brjóstsykur og fundið, að litarefnin í
því hafa í sér fólgin eitu efni, sem eru
mjög skaðleg fyrir hailsu breði barna
og fullorðinna og geti enda verið
brftðdrepandi. Samskonar efni eru
notuð við tilbi’niinq á flestöllum íeg-
undum af brjóstsykri, jafnvel þó það
sé bannað með lögum. Það er í lit-
unarefninu, sem notað er við brjóst-
sykurgerðina, að þessi eiturefni eru
fólgin. Stúlka sú, sem hér er um að
rreða. lifði aðeins einn sólarhring við
mikil harmkvreli eftir að hún hafði
borðað brjóstsykrið. Áðurnefndur
prófessor hefir nú ritað Og gefið út
brekling, þar sem hann alvarlega að.
varar og áminnir foreldra og vanda
menn um, að koraa í veg fyrir brjóst-
sykurnautn barnanna. Tekur hann
þar fram, að þó eiturtegundirnar í
flestum tilfellum séu ekki brftðdrep-
andi f brjóstsykri þ& hafi þrer svo
skaðvren fihrif ft maga og meltingar-
freri barnanna, að þau, ef til vill, bfði
þess aldrei bætur.
Petta er aðvörun aem allir for-
eldrar og vandamenn rettu að hug-
leiða alvarlega og færa sér rækilega f
nyt.
Úr bænum.
IFlokksþing frjálslynda flokksins í
Manitoba, sem hefir staðið yfir hér í
bænum undanfarna daga, lauk störfum
I sinum á þriðjudagskveldið. Það var vel
sótt, vann í bezta samræmi og afkastaði
því miklu. Eitt hið mesta áríðandi mál-
efni, sem fyrir þinginu lá, var að sam-
þykkja stefnuskrá fiokksins. Var hún
samþykt i einu hljóði á þriðjudagskveld-
ið og verður birt siðar.
Áður en þinginu var slitið var látin
í ljósi almenn ánægja yfir forystu Hon.
Thos. Greenway. Mr A. C. Fraser, frá
Brandon,bar upp þá tillögu.er Mr. Isaak
Campbell studdi: Að þingmennirnir
lýsa yfir trausti sinu á forystu Hon.
Thos. Greenway, ó.-ka honum til ham-
ingju á sextugasta og fimta afmælisdegi
hans (hinn 25. þ. m.I og vona að hann
eigi enn langt og happasælt starf fyrir
höndum bæði sem borgari og stjórnmála-
maður,
Tillögunni var tekið með miklu lófa-
klappi, Að lyktum talaði Mr. Greenway
nokkur orð.
Á ðdrum stað í blaðinu er auglýsing
um samtorau, sem haldinn verður i
Tjaldbúðinni hinn 30. þ. m. Eins og
auglýsingin ber meðsér verður samkom-
an fjölbreytileg þó inngðngueyrir sé ekki
hærri en að eins 25c.
Innbrotsþjófarnir eru að smá gera
vart við sig hér í bænum. Enn sem
komið er hefir lögreglan enga vitneskju
um hverjir valdir eru að þeim verkDaði,
enda gerir hinn mikli innflytjenda-
straumur daglega úröllum áttum eftir-
litið örðugt viðfangs.
Mr. Hugh Sut íerland, framkvæmd-
arstjóri Can North. járnbrautarfél. befir
lagt fram fyrir bæjarstjórnina beiðni um
að fá kringum 1000 yards á Broadvay,
milli Aðalstrætisins og Broadway brú-
arinnar, undir fyrirhugaðar byggingar.
Ætlar fólagið að láta reisa þar nýja
brautarstöð, hotel, vélsmiðaverkstæði og
fleiri byggingar.
ísinn á Rauðá er nú orðinn mjög
varasamur. Núna undanfarna daga
hafa b®ði menn og hestar dottið ofan
um hann. Þetta ætti að vera aðvörun
fyrir alla sem þurfa að fara yfir ána um
þenna tima ársins.
Það hefir komið til umtals í bæjar-
stjórninni aðbæta við20nýjum lögreglu-
þjónum í bænum. Virðist þess ekki
vanþörf þar sem bœrinn stækkar óðum,
— íbúatalan þrefaldast á skömmum tíma.
Þingmannaefni frjálslynda flokks-
ins í Winnipeg verða útuefnd S næstu
viku. Á sameiginlegum fundi liberala-
félagsins og liberala-klúbbs ungra raanna
í Winnipeg, sem baldinn var á laugar-
daginn var, var ákveðið að halda fundi
til þess að útnefna þingmannaefni bæj-
arins. eftirfylgjandi daga: Suður-Winni-
peg, þriðjudag 31. Marz í fundasal liber-
ala-klúbbs ungra manna. Mið-Winni-
peg: fimtudag 2. Apríl á sama Stað,
Norður-Winnipeg, fðstudag 3. April,
Gestur Pálsson.
Munið eftir að panta fyrsta hefti af
ritum Gests Pálssonar; þau eru til sölu
bjá öllum íslenzkum bóksölum vestan
hafs.
Næstu hefti verða prentuð innan
skamms; legg bönd á plóginnn til þess
að veglegur minnisvarði verði reistur
Gesti Pálssyni.
Mr. Sveinn Sveinsson 408 Agnes st.,
var á síðasta fundi stúkunnar ísafoldar
1.0 F. kosinn fjármálaritari í stað Mr.
S. Melsted, sem sökum anna varð að
aegja af sér. Eftir 1. Apríl snúi því með-
limir stúkunnar sór til Sveinssonar með
gjöld sín.
Samkoma
Þann 1. Apiíl n. k. heldur Goodtemplar
stúkan „Tilraunin'* framúrskarandi
skemtisamkomu á
Brú Hall
PROGRAMM
1. Phonograph—8t. Jobnson.
2. Quartette — ,.Sumarkveðja“ — Otto
Lindbiad — S. Péturson, A. Oliver,
J. 8. Johnson og T. Steinson.
3. Ræða—„Um bændastéttina'*— Á.
Sveinson.
4. Solo — „Meyjan af ókunna landinu"
— J. Friðfinnson.
5. Tala — Ofdrykkja, hófdrykkja og
bindindi — John S. Johnson.
6. Phonograph — St. Johnson.
7. Recitation — Roberts Faulds
8. Quartette — ,,Be Happy to night
good neighbours — C. A. White —
Mrs. Péturson, Miss. Oliver & A.
Oliver, S Póturson.
9. Upplestur — G. Bjarnason.
10. Trio—..Á vatni" (úr norsku)— S.
Hjaltalín, J. Friðfinnson, J. S. John-
son.
11. Kökuskurður — (Sætabrauðs útbýt-
ingar).
12. Phonograph—St. Johnson.
13. Ræða — Sigtr. Ágústson.
14. Duette — „Gently Sighs the Breese —
Mrs, Péturson, Miss Oliver.
15. Phonograph—St. Johnson.
13. Upplestur — Ónefnd.
17. Quartette — „Vorið er komið“ —
Otto Lindblad — Mrs, S. Péturson
Miss Oliver & A. Oliver, S. Péturs.
18. Ræða — Ferð til Kyrrahafsins.
19. Quartette—„Danmörk'1—S. Pétur-
son, A. Oliver, J. S. Johnson, T.
Steinson.
20. Recitation — Chr. Hjálmarson
21. Trio - ,,Til þín“ - H. K. Biskop —
J. Fnðfínu8oa, S. Hjaltalín, J. S.
Johnsou.
22. Phonograph — St. Johnson.
Aðgangur fyrir fullorðna 25c. en
einungis lOc. .fyrir börn. Samkoman
byrjar kl 7. Ókeypis veitingar bíða á
borðunum fyrir alla á eftir.
Ferðaáoetlun
tnilli Nýja Islauds og W.peg
Sleðinn leggur á stað frá 605 Ross
ave. kl. 1 hvern sunnudag og kemur til
Selkirk kl. 6; fer frá Selkirk kl. 8 á mánu-
dags morgna og kemur til Gimli kl. 6 að
kv.; fer frá Gimli á þriðjud.m. og kemur
til ícelandic River kl. 6. Fer frá lcel.
River í bakaleið kl. 8 á fimtudagsm. og
kemur t-il Gimli samd.; fer frá Gimli kl.
7.80 á föstudagsm. kemur til Selkirk kl.
6 sama kv.; laugardag kl. 8 frá Selkirk
til Winnipeg,— Hra. Runólfur Benson,
er sleðann keyrir,er að finna að 605 Ross
ave. á laugard. og sunnud., og gefur
hann allar nauðsynlegar upplýsingar
ferðalaginu viðvikjandi. Engin hætta
að fólk tefjist, þar þessi sleöi flytur póst-
inn og er skuldbundinn til að vera á á-
kveðnum tima á hverri póststöð.
Millidíro Bros.
West Selkirk.