Lögberg - 27.08.1903, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.08.1903, Blaðsíða 4
4 LÖGBEKG 27. ÁGÚST 1903 ?aSmNG 'TSbEESS&iS s nÓ2^«A^ a?"*&d»ViSrsiíÆ •yrta fnun. BtaMfik «1. < canl PnblWvsd awn Ttavlu b» THB LÖGBBRO MUNTING ft POBUSHING Co. 'Lncorporated). tCov. Wfiuuif An «ad Hai St.. vVnNina. jl — BnttacrÍDtaoa i»rlc« Koo p« rmv. oayabl* iftmca. Sln*l* oooix* i orau. nmifti John A Bloodai, ADGLÝStHGAR r—9mLan*1«n*«r < attt akffll Jt oeot tyrlr jo orB aBa t þumi (Mlkalenídar. 71 •ant dq mifcnBiTui. A atærri aiwlMuitltna tua iansri t<mn- aMUttar eftir atmainsi BCSTABA-SKllTI kaopvcda TarBar «8 ttr kjnna skjriflaa* o* aata ata trrraraadl boaaa lnfrifrftmt DuaXakrita til *t»r»tð«:w«toío btaBataa ar i Tho Logbarv <u 5’ab. Oo, Si*. O. Bim 1232. ,r tartiMUiMB: • VrmUioiia *J1 *itaU^*»n» m Sditor LOftwrg. t G. »oi 1282. *«“«• *»* ««,Satukvini:t l«t datoitotn or opooogn aaapandt í buoi díiid oema Uorm »d sknkimaa þferfcr ;ian» <egirapp.—B; kaupaadt. aem er i skuld við blaBi& Irtnr vietleilum .'m þosr a8 tiikyrma heimilissKlfh ht. þá er þaB fjrir dámsrálurmm íhtta ajntlea tönnun fjTir prett /islegum tilsantt F Fimtudagirm 27. Ágiiat 1903. ,,Hver trúir }>ví?“ he tir einkennilega skrítin grein 4k tölublaði „Heimskringlu“. Grein in b/rjar á því ab bera blaðið „Frei Pre<s“ fj rir því, að síðan Laurier stjórntn komst til valda árið 1896 hafi hún ekki veitt eina einustu ekrur af landi til járnbrautarfélaga og vill svo fá að vita, „hver trúi þvf". Vér höfðum trúað því, að þetta sem bliðið „Free Press“ er borið fyrir, væri satt og því söktum vér o js með mestu forvitni niður í þessa „Heimskringlu“-grein. Oss kom ekki annað til bugar en hér ætti að sýna fr8in á, að Laurier-stjórnin hefði veitt járnbrautarfélögum land jafnvel þó oss kæmi það á óvart og þættumst hafa fylgt nokkurn veginn með í þeim málum. En það, sem gerir greinina svo einkennilega skrítna er, að algerlega er þar við það kannast, að Laurier- stjórnin hatí alls ekkert land veitt járnbrautarfélögum.svo greinin verð- ur að líkindum fremur til að styrkja menn ( trúnni en hið gagnstæða. Auðvitað er blaðið að reyna að gera mönnum það skiljanlegt, að það sé afturbalds flokkurinn, sem hafi tekið fram fyrir hendumar á stjórn- inni, með þvi sá flokkur trúi ekki á landveitingar til jórubrautarfélaga. Eins og slíkt þurfi að taka fram!! Laurier-stjórnin befir frá þv( fyrsta—eius og frjálslyndi flokkur- inn áður en hann komst til valda— verið því algerlega mótfallin, að yrkileg lönd væri látin lenda í höndunum á jórnbrautarfélögum oe þvf hefir hún fram fyigt. En það er satt og við það hika frjálslyndir menn sér ekki að kannast, að til þes.s að halda Yukon-viðskiftunum innan takmarka Canada með al- canrdiskri jórnbraut vildi stjórnin veita landspildu, sem aldrei gæti undir neinum kringumstæðum orðið að bændalandi og mikill vafi leikur á, hvort er neins virði. það getur farið svo, að þar finniat auðugar námur, en það er þó mjög vafasamt, og eftirspurn eftir landi því, sem fé- lagið átti að fá, er enn sem komið er bókstaflega engin. þegar afturhaldsmenn eru við völdin, þá láta þeir vini sína og félaga veiða ungann innan úr skóg- löndunum og hveitilöndunum án nokkurs minsta tillits til þess, hvað bezt er fyrir bændurna og bygðirn- ar; en þegar frjálslyndi fiokkurinn er tekinn við stjórn landsins, þá kemur annað hljóð í strokkinn; þá er það álitið óþolandi.að gefa óbyggi- lega kletta, sem getur verið og get- ur verið ekki að feli í sér einhverja málma, til þess að fá jafn þýðingar- miklu fyrirtaeki framgengt eins og canadiskri járnbraut inn í Yukon- [ landið. þvi trúa náttúrlega allir, að Laurier-stjórnin bafi ekki veitt jórn- brautarfélögum eina einustu ekru af landi síðan hún kom til valda árið 1896. Sé nokkur í vafa uui það, þó bendum vér þeim manui á „Heirns- kringlu“-greinina bonum til trúar- styrkingar. Oeinlægni í landsmálum. Fátt'^eða jafnvel ekkert hefir amað jafnmikið að hér í Yestur- Canada á síðustn árum eins og tíutnlngavandræðin. Landinu hefir það staðið ósegjanlega mikið fyrir þriium, bvað allir vöruflutningar hafa gengið seint, og bændur hafa stórskaðast á því, hvað seint og illa hefir gengið að koma hveiti þeirra og öðrum afurðum til markaðar. Og þó hafa jarnbrautarfélögin sjálf- sagt ekki legið á liði sfno, því að fyrst og fremst hefir—að nafninu til að minsta kosti — verið samkepni milli C. P. R og C. N. R. brautanna með flutninga, og auk þess hafa flutningar, sérstaklega bveititíutn- ingar, lent að allmiklu leyti í hönd-% um útlends járnbrautarfélags, seu. hin félögin myndi ekki hafa lotið viðgangast befði annars verið kost- ur. Og þó vandræðin hafi verið rnikil á síðustu árum, þá getur eng- um kunnugum manni blandast hug- ur um það, að örðugleikarnir með flutninga hljóta að fara sivaxandi ar frá ári, eftir því seui bygðin þétt- ist og landbúnaðurinn eykst, eig: ekki framvegis að vera upp á önnur flutningsfæri að byggja en þessar núverandi tvær jórnbrautir. Iþessu efni geta skoðauir manua í Vestur- Canada ekki verið skiftar. Hér hljota allir að vera á einu máli. Og menn hafa eðlilega bvað eftir annaó borið upp kveinstali s na fyrir stjórninni í Ottawa og farið franr n, að úr þessu yrði bætt sem fyrst, og nú befir Mr. Sifton, fulltrúi Vestur- Canada í stjórninni, með sínum al- kunna dugnaði komið málinu svo vel ó veg, gert félöguoa sínum þörf Vesturlandsins á auknum og b»tt- um flutningsfærum svo akiljanlega, að stjómin hetir samið um byggingu nýrrar járnbrautar frá hafi til hafs, til þess ekki einasta að mæta jrörf- um þeirra mauna, sem nú búa i landinu, heldur einnig til að opna mönnum aðgang að nýju landi, sem til akuryrkju ekki stendur á baki hveitisléttunum í Manitobi, þrefalt víðáttumeira hveitilandi en C. P. R. brautin opnaði mönnum aðgang að; sem veitir mönnum aðgang að svo þúsandum mílna skiftir af skip gengum stórfljótum; sem veitir mönnum aðgang að mikilsverðum stórskógum og dýrmætri kolatekju. Vegalengáin austur með braut þess- ari verður miuni en með hinum brautunum og þá eðlilega flutnings gjaldið lægra. Og til þess að geta látið Vestur-Canada fá þessa ómiss- andi járnbraut byggir stjórnin sjálf brautina vestur til Winnipeg og semur um að leigja hana landinu að skaðlausu fyrstu fimtíu árin, eða þann tímann, sem hún er líkleg að borga sig sízt. þeir, sem eftir járn- orautum í austurfylkjunum hafa ferðast, geta um það borið, hvað brautirnar, vagnarnir og allur út- búnaður er iniklu betra og full- komnara þar eystra en hér vestra. I samningum stjórnarinnar er það áskilið, að þessi nýja járnbraut með vögnnm o. s. frv. standi að engu eyti á bakijGrand Trunk járnbraut- inni austur frá. Ein8 og okki er að undra er von þessi um nýja járnbraut bænd- um og íitmTiess-mönnum ( Vestur- Canada hið meeta fagnaðarefni, og ?að ekki sízt þegar ekki er á neinn íátt gengið nær einum hluta lands- ins en öðrum til að fá hana bygða. Business-menn’hér vestra hafa hver ( kapp við annan lýst yfir þvf, að nauðsyn beri til að brautin verði bygð og látið i ljósi ánægju sina ytir sainningunum, og það jafnt hverjam pólit ska flokknniri sern mennirnir tiiheyra. Og Öll þau blöð landsins, sem um samningana tala og ekki lata vissa menn eða félög tyggja alt í sig, lýsa yfir því ( einn hljóði, að samningar þessir só beztu jarn- brautarsamningar sem gerðir hafi verið í Canada. En samt eru til menn bæði í Austur- og Vestur-Canada, sem eru samningum þessum mótfallnir og reyna »f öllum mætti að spilla fyrir þeim. þnð er reynt að sýna frarn á, að óhæfiiega hátt verð sé borgað fyr- ir brantina, landið sé ekki þess virði, að járnbraut sé lögð eftir þv!, Vest- nrlandið bafi nú þegar nógar jórn- brautir og m. fl ; og alt þetta á að vern sagt og ritað af eintómri brenn- andi umönnun og áhuga fyrir vel- ferð landsins. En hór er í flestum ef ekki öllnm tilfellum um óeinlægni að ræða. Mennirnir hlióta að vita, að jnrnbrautin er alls ekki óþörf og, að sftmningarnir eru svo góðir, að engar minstu likur eru til, að aðra hagkvæmari og betri samninga væri hægt að gera. LeiPtogi afturhaldsflokksins ( JlominioD-þinginu veit það undur vel, að Vestnrlandið þarf járnbraut- ar við, og hann skilur það einnig, að Grand Trunk Pacific samning arnir eru margfalt betri fyrir þjóð ina en C. P. R. samningarnir voru— betri fyrir þjótina en nokkurir járn brnutarsamningar, sem afturhalds stjóin mundi gera. Hann er auð vitað i hjarta sínu samþykkur þv(, að brautin verði bygð, en bann er því mótfallinn, að það só frjálslynd stjórn, sem lætur byggja hana. það, sem hann mundi helzt vilja, er, að hann kæmist sjólfur til valda áður en samningarnir eru fullgerðir; ekki af umhyggju fyrir velferð Vestur- landsins—fyrir velferð þees ber hann sjalfsagt mjög litla umhyggju — heldur vegna leiðtoga afturhalds flokksins, sem með samnÍDgum um jórnbraut hafanna á milli mundu með lagi geta orðið vellauðugir menn ekki síður en fyrirrennarar þeirra um árið meö bygging C. P. R brautarinnar. Can. Pac. jórnbraut- arfélagið er, að vonum, þessum nýju samningum mótfallið, og til þess að fá fylgi þess öfluga félags við næstu almennar kosningar álítur leiðtogi afturhaldsflokksius viturlegt fyrir sig, að andæfa þeim af öllum mætti. þannig er því varið, að afturhalds- flokkurinn ( Domionion-þinginu berst á móti G. T. P. jórnbrautar- málinu. það er eigingirni og ó e i n- 1 æ g n i, sem þar ræður. Roblin-stjórnin veit það allra manna bezt, að lifsnauðsynlegt er fyrir Vestur-Canada að fá járnbraut i viðbót við þær, sem nú eru; að tneð hinni fyrirhuguðu járnbraut má vænta aukinna framfara og vel- raegunar og þæginda í fylkinu og Norðvesturlanainu; að akuryrkja og griparækt borgar sig betur og eignir bænda hækka stórum í verði. En Roblin býst við því, að þessi nýja járnbraut muni draga frá Can adian Northern brautinni, að tíutn- ingsgjald muni lækka meira en braut þeirri er fyrir beztu o. s. frv. Hann r(s því öndverður upp gegn G. T, P. járnbrautarmálinu. Og með því viðurkend er þörf Vestur- Canada á auknum járnbrautum, sem hjálpar málinu aðallega áfram eystra, þá gerir stjórnarformaður Manitoba-manna sér ferð austur um fylki til að reyna að prédika þaö inn í menn þar, að Manitoba-menn hafi pú allar þær járnbrautir, sem þeir þarfnist. Dáindis þokkalega að verið! óefað, auðskiljanlega, ó- neitanlega er hér um óeinlægni að ræða. Einn af ráðgjöfum Laurier- 8tjörnarinnar hefir sagt af sér vegna þess, segir hann, að G. T. P. samn- ingarnir sé að hans áliti ekki ákjós- anlegir fyrir landið; en grunur leik- ur á því, að hann hafi viljað láta brautina liggja til vissrabæja í New Brunswick, þar sem hennar var minni þörf, en honum kom hún bet- ur persónulega, og þegar þetta ekki fékst snerist hann á móti. Hér er því einnig um óeinlægni að ræða. Strathcona lávarður, sem um þessar mundir er staddur hér í Can- ada, hetir nýlega, eftir því sem blað- ið „Telegram" segir, lýst yfir þv(, að þó ekki væri nægilegar járnbrautir til að flytja nveiti manna til mark- aðar síðustu árin, þá sé engin ástæða til að ætla, að slíkt þurfi að óttast framvegis, vegna þess, að þau ár hafi verið óvanalega mikil hveitiupp- skera. Maður þessi er einn at eig- endum C. P. R. brautarinnar og lít- ur eðlilega þennan tilvonandi öfluga keppinaut illu auga. Annars muudi hann, jafn gáfaður og kunnugur maður, ekki tala svoua. Setjum svo, að uppskeran at' hverri ekru hafi verið meiri síðasta ár en sann- gjarnt er að ætla að verði órlega framvegis, slíkt er sjólfsagt rétt að gera; en þá er ekki síður sanngjarnt og rétt að ætla, að ekrufjöldinn, sem í verður sáð, aukist miklu meira en því nemur, sem uppskeran kann að verða minni nf ekru hverri. Uui slíkt blandast víst manui þess- um ekki hugur. En það er C. P. R. brautin og hans eigin vasi, sem hann er hér um að hugsa, og því sjálfsagt að reyna að spiila fyrir málinu eftir föngum. Tillögur han» stjóinast því af eigiugirni og óein- iægni, Somu mennirnir, sem nú níf a niður járnbrautarsatnninga Laurier- stjórnarinnar, dýrðast yfir gömlu C. P. R. samningunum sem því iiezta og lofsverðasta, er eftir Macdonald- stjórnina salugu liggur. það er sýndur samanburður á þessum tveim sanmingum s siðasta blnði Lögb -rgs. Haftt menn veitt þeim saman- bur'i nókvæma eftirtekt? það lítur út fyrir, að Roblin- stjórnin ætli þó ekki að svikja öll kosningaloforð sín, því nú er bún farin að reka menn úr embættum f því skyni að stinga þar inn öðrum, sem gert hafa embætti að skilyrðr fyrir fylgi sinu við síðustu kosa- ingar. Minni Islands. Ræða flutt af O. T. Jónssyni á íslend- ingadeginum í Alberta 3. Ág. í dag er íslendingad igur. 1 dag komum við saman, Islending- arnir í þessari bygð, eins mikþr ís lendingar og okkur er mögulegt að vera; komum saman ekki einungis til ,.að hrista upp lamað fjór“ og njóta sem bezt þeirra skemtana, sem hér verða, heldur líka til að staldra svohtiö við á lífsieiðinni hver með I ! Gísli Þorláksson. Diinn 6. Jún( 1903. Gísli sálugi þorláksson bóndi;XSFrostastöðum í Skagafirði og einn af merkustu bændum sýslunnar var dóttursonur séra Hannesar Bjarnasouar, sem lengi var prestur að Ríp í Hegranesi, systursonur^Filippfu móður þeirra bræðra Magnúsar og Jóns Markússona, hér í Winuipeg, og bróðir þeirra Ouðmundar h ískólamanns í Reykjavík og Sigríðar, ekkju Björns sálnga þorláksson- ar frá Sleitustöðum í Skagafirði, sem nú mun búa í ís- lendingabygðinni í North Dakotu. Gísli mun hafa verið um sextugt þegar hann lézt. * * •* Sól er hnígin, komið kvöld, kalt er lík á fjölum, sveitiu grætur gildan höld, grúfa blóm ( dölutn, drúpir valinn bó ;dabær byrgður sorgar-húmi, vinir tárast, helja hlær hörð of dains rúmi. Dauða-fregn um dal og völl dynur þungum rómi, hinstu kveðju flytja fjöll föllnu sveit-ir-blómi, sem á traustum stofni stóð styrk og ljósi vatíð, nú við táralaug og ljóð, lágt í mold er gratið. Stórt er höggvið skarð f skjöld. skeið á enda farið; þannig fjör og fé og^völd fellur veikt sem skarið. þó að hverfi þrek og mól, það er-eitt, sem lifir : mannsins háa, helga sál hatin jörðu yfir. þeim er leið á lífsins dröfn langa farið hefur, víst er gott að hitta höfn hvíld og ró sem gefur; þegar endar æfi-verk, eru launin goldin, geymist vinar minning merk mold þó byrgi foldin. Fús þú varst að veita lið, vinur æ þeim snauðu, virtir háleitt mark og mið meira gulli rauðu; nú er fræiö fögur rós, fengin eru gjöldin: eilíft sumar, líf og ljós ljómar bak við tjöldin. M, iilurkiíssoa.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.