Lögberg - 04.02.1904, Page 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. FEBRUAR 1904.
. Athiiffiísemd.
Lögberg frá 15. Jan. þessa árs
flytur grein um barnaveiki eftir dr.
M. Halldórsson í Park River, N.
Dak. í þessari grein minnist
hann meöal annars á hiö svo kall-
aöa ,, Antitoxin" eða ,,blóövatn“
(serum), sem notað hefir veriö
sem meöal í þessari hættulegu
veiki, og virðist,af orðum hans aö
dæma, aö hann hafi ekki mikla
trú á þessu nú alþekta meðali,
sem hefir fengiö veröskuldaöa viö-
urkenningu um allan heim. Vegna
þess aö ummæli hans um meöal
þetta gætu oröiö til þess að valda
hættulegum misskilningi og van-
trausti á því hjá fólki voru, sem
er málinu ókunnugt, þá vil eg
leyía mér aö gera fáeinar athuga-
semdir viö hin áminstu ummæli.
Höf. greinarinnar segir: ,,Eí
þetta meöal er haft um hönd í
byrjun veikinnar eöa fyrstu tvo
dagana, getur þaö dregiö úr veik-
inni aö mun og gert hana betri
viðureignar, en séu liönir 3—4
dagar frá því veikin byrjaöi, er
þaö mjög svo efasamt, hvort nokk-
urt gagn sé að því, cg því síöur sé
það um hönd haft seinna. “ Þetta
er óefað satt aö miklu leyti, en í
staöinn íyrir aö segja, aö meöaliö
aö eins dragi úr veikinni og geii
hana þægilegri viðureignar, þá er
hægt aö sýna og sanna, að sé
meöaliö gefiö á þessu fyrsta tíma
bili veikinnar, er þaö eflaust á
reiöanlegasta meöaliö, sem vísind-
in hafa enn sem komið er leitt í
Ijós. Skýrslur frá heilbrigðis'
nefndinni í New York borg, sem
eru mjög svo nákvæmar, sýna, aö
síöan fariö var aö hafa þetta meö-
al um hönd viö barnaveiki þar í
borginni, deyja meir en þrisvar
sinnum færri af þeim, sem veik-
ina fá, heldur en áöur átti sér
staö. Eitt áriö til dæmis voru
það, 4,232 börn, sem meðalið var
notað viö á fyrsta eöa öðrum degi
veikinnar, og af þeim hóp dóu
267 eöa rúmlega sex af hundraði,
en aftur miklu fleiri tiltölulega af
þeim, sem nutu þessarar hjálpar
seinna. Þegar tekið er til greina,
að áöur en fariö var aö viðhafa
þetta meöal, dóu oft alt aö því
tveir þriöju þeirra, sem veikina
fengu á annaö borö, þá getur
hver hugsandi maöur séö áhrifin,
sem meðaliö hefir, sé þaö haft
um hönd nógu snemma. Þessi
áminsta skýrsla er aö eins sýnis-
horn af mörg hundruð samskonar
skýrslum víösvegar frá, sem allar
sanna hiö sama. Sumir læknar
hafa nú á þessum síöustu árum
stundað svo hundruöum skiftir
barnaveikis sjúklinga, þar sem
aðeins 2—4 af hundraði hafa dáið,
Dr. Baginsky, sem er einn af
þeim frægustu læknum, sem uppi
hafa verið í Evrópu 4 síðustu ár
um, segir meöal annars í ritgetö
um þetta mál, aö aldrei hafi nokk
urt meðal sýnt eins ótvíræölega
lækningakraft sinn eins og ein
mitt þetta ,, Antitoxin. “ Ein
mitt vegna þess aö reynslan hefir
sýnt, hve áreiöanlegt meöaliö er,
tínst mér að áherzlu ætti aö leggja
á, að þaö ekki einasta dregur úr
veikinni, heldur beinlínis læknar
hana í flestum tilfellum ef þaö er
haft um hönd í tíma. En þótt
mest beri á áhrifum þess ef þaö
er snemma um hönd haft, þá hefir
það töluverð áhrif í fjölda mörg-
um tilfellum þótt seinna sénotaö.
En séu liðnir 3—5 dagar frá því
veikin byrjaði, er það eflaust rétt
aö segja, aö meðalið aðeins dragi
úr veikinni, en ekki meir.
Eg fæ ekki betur séö en aö í
færð er hér aö ofan, komi höfund-
urinn í mótsögn viö sjálfan sig.
Þar segir hann: ,,Eigi má spýta
því í sjúklinga nema í öll sund sé
fokið, og sjúklingurinn í mestu
lífshættu, og þó meö mestu var-
kárni. “ Ef þaö er satt, sem
hann sjálfur segir, aö meöaliö
reynist bezt þegar það er notaö í
byrjun veikinnar, því ætti maöur
þá aö eyöa dýrmætum tíma til aö
reyna önnur meöul þar til aö
sjúklingurinn er kominn aö dauða,
og fara þá aö nota þetta ,,blóö-
vatn“, sem þá aö öllum líkind-
um hefir tiltölulega lítil áhrif? Ei
að brúkun meöals þessa heföi
hættu í för meö sér, væri öðru
máli að gegna. En hér er ööru
nær en svo sé, þar sem meöalið
er eins h æ 11 u 1 a u s t ísjálfu sér
og þaö er. Greinarhöf. getur
þess, aö 40 börn hafi dáiö í St
Louis af því meöaliö hafi veriö
eitraö. Þetta er í alla staöi rétt
en hér heföi verið betra aö segja
allasöguna.en ekki einungis hálfa
Af þeirri ástæöu aö meöalið er
afardýrt, enn svo áreiöanlegt
hafa heilbrigöísnefndir f flestum
stórborgum þessa lands komif
því til leiöar, aö meðalið er lagt
til af hinu opinbera, sjúklingun
eða aöstandendum hans aö kostn-
aöarlausu, því annars yröu marg
ir fátæklingar aö fara þess á mis
Til þess aö gera þetta sem kostn-
aöarminst fyrir borgirnar, hefii
stjórnin í sumum borgunum sett
á fót stofnanir, þar sem meöalif
er framleitt. St. Louis er eii
af þeim. En af vangá eöa öör-
um orsökum höföu læknar þeir,
sem um framleiðslu meöalsins áttu
aö sjá, vanrækt aö láta prófa í
dýrum, hvort blóövatnið vær
alsendis óskemt, og af þeirri á-
stæðu var notaö viö þessi börn
,,blóövatn“ sem stífkrampa bac-
teríur höföu komist aö. Hér var
því um að kenna, að ekki haföi
veriö brúkuö nóg varúö viö fram-
leiðslu meöalsins, en engu ööru.
Ef þetta ætti sér optar staö, þá
væri von menn óttuðust meöa
þetta. En þetta er hiö eina
dæmi nokkuö þessu líkt, sem
hægt er aö tilfæra, og hefir þó
meðalið veriö brúkað í mörg
hundruö þúsund tilfellum. ,,Blóð-
vatniö“ er vandlega prófað til
þess aö ganga úr skugga um.
hvort þaö hafi nokkur óheilnæm
efni eöa bacteríur að geyma, og
síöan er svo vandlega um þaö bú-
iö, aö þaö getur ómögulega
skemst. Auövitaö á aö brúka
sömu varkárni við innspýtingu
þess eins og viöhaföar eru viö
sáralækningar. Dr. Emmett
Holt í New York, sem gert hefir
barnasjúkdóma aö sérfræöi og
skrifað hefir eina þá yfirgrips
mestu og áreiöanlegustu bók um
þá sjíklóma, sem til er á enskri
tungu, hefir eftir nákvæmar rann-
sóknir komist aö þeirri niöur-
stööu, aö þetta umtalaöa meðal
hafi aldrei í sjálfu sér skaölegar
afleiöingar í hvaö stórum skömt-
um sem þaö er gefiö, heldur sé
æfinlega einhverri óvarkárni um
aö kenna, í þeim fáu tilfellum,
þar sem ilt hefir hlotist af notkun
meöalsins. En þótt meöalið hafi
ekki skaölegar afleiöingar
l ör meö sér, þá orsakar þaö
í
í
sumum tilfellum óþægindi, t.
d. útslátt, dálítiö svipaöan ofsa-
kláöa; en þessi óþægindi vara
sjaldan meir enn einn til tvo sól-
arhringa og hafa enga hættu í för
meö sér. Niöurstaöa sú, sem
Dr.Emmett Holt hefir komist aö,
er nákvæmlega sú sama sem mörg
>úsund læknarvíösvegarumheim-
inn hafa komist aö af eigin reynslu.
næstu setningu viö þá, sem til- Þaö munu rera fá atriði í læknis-
fræöinni, sem menn eru eins al-
gerlega samdóma um, eins og ein-
mitt þetta. Fáar raddir heyrast
nú á dögum, sem’mótmæla Próf.
W. H. Welch, kennara við hinn
stórfræga Johns Hopkins háskóla,
þegar hann segir, aö ,,antitoxin‘
,,geti haft óþægilegar, en aldrei
skaölegar verkanir. “
Þaö er enn eitt atriöi í þessu
sambandi, sem eg vildi leyfa mér
aö minnast á, og þaö er brúkun á
þessu ,,antitoxin“ til þess aö
varna börnum veikinnar. Dr.
Halldórsson segir: ,,hættan þykir
svo mikil við innspýtinguna, aö
þetta er örsjaldan gert, nema í
nauöirnar reki, enda allsendis ó
víst, hvort nokkur eiginleg vörn
gegn barnaveiki er í henni fólg-
in. “ Viðvíkjandi því, að þetta
sé „örsjaldan gert, “ þá skal eg
gíta þess, aö á einu ári var þetta
gert undir umsjón lakna heil-
brigðisnefndarinnar í New York
og öörum borgum í 15,986 tilfell-
um. Þetta er aö eins dæmi, og
mætti tilfæra inörg hundruö sams
konar skýrslur, sem víösvegar
hefir veriö safnað um nær því all-
an heim. þetta er að eins gert
þegar maöur vill koma í veg fyrir
veikina hjá þeim, sem hafa veric'
í sama húsi og barnaveikis sjúkl-
ingar, eða ef maöur óttast, að
veikin geti hafa borist á annan
hátt. Þetta hefir reynst mjög
svo örugg vörn gegn útbreiöslu
veikinnar, því örsjaldan tekur sá
veikina, sem meöalið er sprautaö
í, á næstu 3—4 vikum, og er þá
oftast öll hætta um garð gengin.
Til dæmissýna þessar ofangreindu
skýrslur, aö af 15,986 manns,
cem álitiö var aö heíöu getað tek-
i5 veikina, veiktust á næstu 30
dögum eftir innspýtinguna aö eins
79. Yfirhöfuö var veikin í þess-
um sjúklingum óvanalega væg.íkg
aðeins einn þeirra dó. Enn eitt
sláandi dæmi vil eg tilfæra, af
þeim mörgu sem við hendina eru.
Fj'rir einum 3—4 árum kom upp
barnaveiki á einu barna sjúkra-
húsi f New York. Þrátt fyrirall-
ar mögulegar varúöarreglur
breiddist véikin út í sjúkrahúsinu
svo að á 108 dögum veiktust 107
börn. Þá var tekið til þeirra
ráöa að viöhafa þetta meðal viö
öll börnin, sem enn þá ekki höföu
veikst, 224 talsins. Á næstu 30
dögum veiktist að eins eitt barn
og þaö mjög lítiö. Síöan hefir
þessi aöferö til aö fyrirbyggja
veikina veriö viöhöfö í öörum
sjúkrahúsum þegar líkthefirver-
iö ástatt, og jaínan reynst áreiö
anleg. Flestir læknar eru þegar
búnir aö sannfærast af eigin
reynslu um þaö, aö meöaliö sé
engu aö síöur áreiðanlegt til aö
fyrirbyggja veikina en til að lækna
hana. Dr. Emmett Holt segir,
aö ,,Antitoxin“ ætti æfinlega aö
gefa hverju barni, sem nokkur
hætta sé á aö veikin hafi borist
til: Prof. Osler í Baltimore, sem
skrifaö hefir mjög vandaöa bók
um innvortis sjúkdóma, sem þeg-
ar hefir veriö viötekin sem kenslu-
bók viö flesta læknaskóla í Ame-
ríku og á Englandi, tilfærir í bók
sinni þessa staöhæfingu Dr. Holts
og samþykkir hana í alla staði.
3egar meöaliö er gefið til aö
varna veikinni, þá er vanalega
gefiö í mesta lagi einn fjóröi part-
ur á viö þaö, sem gefiö væri veiku
barni á sama aldri, og segir Próf.
Welch, að af öllum þeim tugum
júsunda tilfella, þar sem meðaliö
var þannig notaö, hafi þaö aldrei
íaft hin allra minstu skaöleg á-
irif. Þetta má eflaust telja einn
kost á meöalinu, aö þaö getur
aldrei, ef varkárni er brúkuö,
orðið til tjóns.
Þaö eru ýms önnur atriöi í þess-
ari grein Dr. Halldórssonar, sem
hefði mátt athuga, en eg sleppi
því aö sinni. Þessar athugaseind-
ir mínar eru skrifaöar aö eins í
þeim tilgangi aö reyna aö koma í
veg fyrir óveröskuldaö vantraust
á öruggasta vopninu, sem læknis-
listin hefir að bjóöa í stríðinu á
móti hinni banvænu barnaveiki.
Meöal þetta hefir þegar frelsaö
mörg þúsund barnslíf og heldur
áfram aö gera það. Efíir því
sem meöaliö er betur þekt, þá sjá
bæöi læknar og almenningur bet-
ur hvers viröi þaö er. Þessvegna
væri það fásinna að neita aö færa
sér meöalið í nyt þegar um barna-
veiki er að ræöa, hvort heldur
maöur hugsar aö lækna hana eöa
koma í veg fyrir hana eða hvor-
tveggja.
B. J. Brandson, læknir.
Daglegir sjúkdómar.
H^r uiii bil ætíö
slæmu bl>öi
tauguut
koma þeir at
o' veiklufuu
Só heilsan f riligi, þó ekki s>
iHir.t st'irko-*tlegt aö, ættuö þe
samt að fara varlega. ‘"pv'j"'
iva'a læknir, s"in v«ra skol, o.
hmn m n geta f’rætt y'ur a, a-
m ->t af þeim sjúkd muiu, seu
' enn og kunur þj .-t at' uú á dng
iru, eiga rót s na í veikluöu og o'
iim u blóri, e^a stafa frá veikluö
umt iugiiin þaö gi tur verið a
sjukdVn urinn sé að eins f byrjn-
hj 1 yAur og lýsi sér aé eíns meí' 6-
reglu á unlt iiL'Unni, höfuWerk <•
s frv. K11 þessuin einkennuni
t’ylgir oft a síðan alg< rt heilsuleysi
í sl kuui tilfelluin j duust ekkeri
Meral á við Dr. Willimns Pinl<
t’ills, sem f'æra yður nýtt fjör og
nýja fieilse. þ isundir af veikluA
111 konum og kö luiu eiga heiLu
bftsuaog núverandi hraustleika
þessu nierali aö þtkka. þessai
p lur auka og hreiist blóÖiA og
^tyrkja veiklnfiar t-iugar. þetta
•r þaö sem gert liefir þaó að verk
um að Dr. WillÍHms’ Pink Pill-
hafa nað svo niikilli hylli meða!
filksins. Mrs. W. J. Ciark, B >-t
<>n, Ont, 8*gir: ,,Eg þjatist mikir
• f ýmsri veiki, gigt, lifrarveiki
hiartveiki o tí. Stö mg notkun Dr.
VVillÍHins’ Pink Pil s varð mér að
i- i og nú, á tímtugasta og öðru
dduis'ri, er eg orfin eins og ung
annað sinn, og heilsuhraust.1'
þetta er vitnisburðnr allra, sern
reyna Dr. Willíams’ Pmk Pdls tii
<1 tar. En þér verðið að sjá um
um a* þér faið réttu tegundina meö
,,D’‘ Williams’ Piuk Pills for Pale
People“ prentað fnlluin stöfum á
oinbúðirnar utn hverja öskju. Séuð
"ér f vafa, bá skrifið beint til Dr
Willmms’ Medicine Co., Brockville,
Ont,, og yður munu verða sendir
pilluinar íritt með pófcti, öskjurn-
tr fyrir 50 cents, eoa sex öskjur
t’yrir $2 50.
KENNARA, sem hefir annars
e^a þriðja class certificate, vantar til
Hólasköla, S. D. nr. 889, Umsóknum
fvlgi æfingarvottorð og kaup, sem
óskað er eftir, só tiltgkið.
S. Christopherson, Sec Treas.
Grund P. 0., Man.
KENMARA vantar til að kenna
við Geysir skóla nr. 77*>. Kensla byrj-
ar 1. Marz og ondar 80. Jání 1904
f4 minuðir) Kennarar, sem vilja gefa
sig frara. eru beðnir að senda tilboð
sín tíl undirritaða, fyrir 17. Fabr., og
tilgreini bvaða mentastig þeir hafa og
hvaða kaup þeir vilji fá.
Geysir Man. Jan. 6. 1904.
Bjarni Jóbannsson
Skrif og Féh. G. S. D.
KENNARA VANTAR í Swan
Creek S. D. No. 743., sem hafa
iarf annars eöa þriöja class certi-
ficate. Kenslan byrjar 1. Maí
1904. Sendiö umsóknir, skýr-
iö fra reynslu yöar og tiltakiö
tauphæö.
JOHN C. FlDLER
Sec. Treas.
Cold Springs.
Man.
m
TTT
m
m
m
m
m
m
m
TTT
m
m
m
m
m
m
m
m
TTT
m
TTT
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
TTT
m
m
m
m
m
m
Rit Gests Pálssonar : :
G E F I N
: nyj 11111 kaup. Logbergs.
KOSTABOÐ LÖGBERGS:
í vor, sem leiö, buöum vérnýjum kaupendum Lögbergs,
sem borguöu andviröi blaðsins fyrirfram, Winnipeg-útgáf-
una af ritum Gests Pálssonar í kaupbætir. Kostaboði þessu
var þá tekiö svo vel, aö þau fáu eintök, sem vér höföum
ráö á, gengu fljótt upp. — Nú höfum vér á ný eignast tölu-
veröan slatta af bókinni, og meöan vér höfum nokkuö til
af henni bjóöum vér NYJUM KAUPENDUM Lögbergs,
sem senda oss $2.00 fyrir frani fyrir einn árg. blaðs-
ins, eitt cintak af ritum Gests Pálssonar í kaupbaetir,
og sendum bókina þeim kostnaöarlaust hvert sem er.
—Bókin er alls staöar seld fyrir $1.00, og ef inenn vilja
heldur eignast hana á þann hátt, getum vér selt þeim hana
fyrir þaö verö. — Nýir kaupendur Lögbergs fá hana
GEFINS. — Auövitaö græöum vér ekki á þessu fyrsta ár-
iö, en flestir, sem byrja aö kaupa Lögberg, halda því áfram.
—Að öörum kosti geta nýir kaupendur Lögbergs, sem
borga fyrirfram fyrir yfirstandandi árgang blaösins, fengiö
ókeypis hverjar tvær af neöangreindum sögum Lögbergs:
SAðmennirnir............ 554 bls.—5hc. viiði
Phrofto................. 495 bls,—40c virði
í ieiðslu ...............317 bls,— 3 c. virði
Hvít.a hersveitin........615 t ls.—50c. vi ði
Leikinn i'læpsmaður..... 364 bls!—40c. virði
Höfuðglæpurinn.......... 424 bls —45e virAi
Páll sjórun. og Gjaidkerinn.. 3')7 bls,—40c. viiði
Hefndin ................ 173 bls.—40c virði
—Borganir veröa aö sendast oss aö kostnaöarlausu inn á
skrifstofu blaösins.
GAMLIR KAUPENDUR, sem borga fyrirfram fyrir
yfirstandandi árgang, fá einnig í kaupbætir hverjar tvær af
sögubókum Lögbergs, sem þeir kjósa sér.
The Logberg Printing & Publ. Co.,
Cor. William Ave. og Nena St.,
P- °’ .r‘,ox-1?- ♦ ♦ ♦ Winnipeg, Man.
m
TTT
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
rrf
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
ryri frrfe; HÉÍÉÉáJ
a mri nrrtxx rmri im ivnt*
ERUD ÞER AÐ BYGGJA?
EDDY’S ÓKegnkvæmi byggingapappir er sá btzti. Hann
er mikið sterkari og þykkari en nokkur annar (tjöru eða
byvginKa) pappír. Vindur fer ekki í gegn um hsnn. heldur
kulda úti og nita ínni. engin ólykt að honum, dregur ekki
raka í sig, og spillir engu sem hann liggur við. Hann er
mikið notaður, ekki eingöngu til að klæða hús með, heldur
einnig til að fóðra með frystihús, kælingarhús, mjólkurhús,
smjörgerðarhús og önnur hú'*, þar sem þarf jafnan hita, og
forðast þarf raka. Skrifið agentum vorum:
TEES & PERSSE. WINNIPEG, eftir sýnishornum.
Tlii' E. II. Eddy Cii. Ltd., Ilnll.
Tees & Persse, Afjents, Winnipeg.
LONDON * CANADIÁN
LOAN — A&ENCY CO.
LIMITED.
Penin
skilm
igar naðir gegn veði í ræktuðum bújörðum, með i>ægilegum
álum,
Róðsmaður: Virðingarmaður:
Geo. J. Maulson, S. Chrístopf\erson,
195 Lombard 8t., Grund P. O.
WINNIPEG. MANfTOBA.
Lan<Jtil BÖlu f ýmsum pörtum fylkisins með láguverð og góðumkjörum
♦ Við búum til að '>ing —
| BEZTU TECUND AF HVEITI.
*# Okkar „PREMIER HUNGARIAN ‘
# tekur öllu öðru fram.
0 Biðjið kapmanninn yðar nm það.
Mannfactured m
♦ ALEXANDER & LAW BROS., ♦
# - -----"iin
*
««*«**#**&»*#:****»**«•#***
Dr. O. BJORNSON,
650 William Ave.
OfFicx-TÍMAB: kl. 1.80 til 8 og 7 til 8 e.h
Thlekón: 89,
“EIMREIÐIN”
fjðlbreyttasta og skemtilegasta tíma-
ritið A Islenzku Ritgjörðir, myndir,
sögur, kvæði Verð 40 cts. hvert
hefti. Fæst hjá ri. S. Bardal 8.,
J. Bargmanno u.