Lögberg - 10.03.1904, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.03.1904, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN io. MARZ 1904. Jólanóttin í Rfó Grandc dó Súl. (Úr skáldsöganni: ,.Brazilíufararnir"). Eftir J. MagnOs BjarnAsoN. (Niöurl.) ,, Hvaöa munkareglu tilheyriö þ:ö?“ sagöi eg við ábótann, þegar munkarnir voru farnir. ,,Engri sérstakri reglu, “ sagöi ábótinn spekingslega; ,,þetta klaustur var stofnaö áriö 1753 af hinum sæla Bólívar. Abótar þessa klausturs hafa engum veriö háöir,—þeir hafa verið hér ein- valdir, og jafnvel páfinn í Róm hefir ekkcrt haft yfir þeim aö segja. Og þegar ábóti þessa klausturs deyr, þá kjósa bræðurn- ir einn af sínum flokki í hans staö. Vorar reglur eru ekki strangar, eins og í flestum öðrum klaustr- um. Mark og miö vort er, aö lifa hreinu og guörækilegu lífi eins og saklaus'börn, og um leið aö njóta hins fagra og góða, sem náttúran hérna í Brazilíu fram- leiðir úr skauti sínu. Vér þjaum ekki líkami vora með þungri vinnu né föstum og löngum næturvök- um. En vér foröumst alla hræsni og undirferli. “ Og hinn hreini og barnslegi svipur ábótans bar honum vitni um, að þetta var satt. Nú komu allir munkarnir aftur og röðuðu sér í fylking á miöju gólfi, og studdu hönd undir kinn; og gleðin ijómaði úr augum þeirra. ,,En hvaðan komiö þið, og hvert ætlið þiö?“ sagði ábótinn og leit til Skúla. ,, Viö komum vestan frá Uru- guay-fljóti og ætlum austur til Portó Alegre, ‘ ‘ sagði eg. ,,Hvílík ógnar leiö!“ hrópuöu allir munkarnir og hristu höfuðin og slóu hönduin á lærin. f, Þiö eruð hvorki portúgalskir ué Spánverjar, “ sagöi ábótinn; , ,eg heyri aö þið eigið öröugt meö aö mæla á portúgalska tungu. “ ,,Við erum íslendingar, fæddir og uppaldir norður á íslandi, “ sagði eg. , ,íslendingar! íslendingar!“ hrópuöu allir munkarnir og ábót- inn meö; og þeir horfðu á okkur þegjandi nokkura stund og veltu vöngum, og það var eins og þeir væru að streitast við að kingja einhverju. ,, fslendingar frá íslandi? ‘ ‘ sagði ábótinn og setti á sig lærdóins- svip; ,,ísland mun vera norð-vest- ur af Bretlandi hinu mikla. “ ,,Alt veit pabbi, “ sögöu litlu munkarnir. ,,Já, langt norð-vestur frá Bret- landi, “ sagði eg. ,,Látum okkur nú sjá, hvaö Yor sæli bróöir Fransiskó hefirrit- aö um þaö land, “ sagði ábótinn; ,,farðu, bróöir Pedró, og komdu hingað með stóru bókina, seni vor sæli bróðir Fransiskó skrifaði hin síðustu ár ævi sinnar. “ ,,Já, pabbi, “ sagði einn munk- urinn. Hann fór og kom aö vörmu spori aftur með feikilega mikla skrifaöa bók. ,,Látum okkur nú heyra, hvað vor sæli bróðir P'ransiskó hefir að segja um ísland, “ sagöi ábótinn spekingslega, og setti um leið upp gleraugu í gull-umgjörö og fór að fletta blöðunurn í bókinni. En munkarnir störöu á hann á meöan og héldu að sér höndum, eins og góð og skikkanleg börn, sem eiga von á fallegri gjöf. Og þeir virtust veita því sérlega ná- kvaema eftirtekt, hvernig ábótinn h3r að því, að fletta blööunum í hinni iniklu bók, sem hinn sæli l'ransiskó haföi ritað; það var eins og þeir hugsuðu, að skeð gæti, aö þeir yrðu Kka einhvern- tíma ábótar, og þá kæmi það sér makalaust vel, að kuuna að fletta blööum í stórri skrifbók. Og ábótinn fletti einu blaði eft- j ir annað, eins og stór spekingur j með barnshjarta,og tautaöi: ,,ekki j hér—ekki hér. ‘ ‘ ,,Ekki hér, “ sögðu allir munk- i arnir einum rómi. ,,JÚ, hér er ísland!“ sagði á-j bótinn loksins og lagaöi gleraug- j un uin leið, því þau höföu sígiö j nokkuö ofan á nefiö á honum, meðan hann var að leita að fs- landi. ,,Gott, gott!“ hrópuðu munk- arnir og klöppuöu saman hönd- um af fögnuði og litu hver til annars; ,,og pabbi fann ísland!“ , ,Þaö er kalt land, “ las ábót- inn og stafaði annaö hvert orð, ,,en þar er Kka eldur; þar brenna menn ís-klumpuin, sem orðnir eru steingjörðir og grjótharöir fyrir elli sakir, og brennur fs sá eins og kol. ‘ ‘ ,.Hvaða býSn! “ sögðu munk- arnir. ,,Þareruog brunnar, sem á- valt sýöur og vellur í. “ ,,Sussu, sussu, hvílíkt undra- land!“ sögöu munkarnir. „Sömuleiöis eru þar steinar, sem eru eins léttir og dúnn, og hoppa þeir og skoppa alveg af sjálfsdáðum. “ ,, Mikil undur eru þetta!“sögðu munkarnir. ,,Þar er fja.ll, sem Heklaheitir, og stendur í björtu báli ár og síö og alla tíð; þar sjást oft svipir ,hintia framliönu. “ Nú signdu munkarnir sig og urðu langleitir og tautuöu eitt- hvaö í lágum hljóöum. ,,Þar er guðhrætt fólk og gest- risið, eins og þeir sannorðu lær- dóms-menn, Adamus Bremensis og Saxó, hafa í letur fært. “ ,,Dýrðin, dýröin!“ sögðumunk- arnir. ,,En það er því miður ekkieins þrifið fólk og ætti að vera, og þar býr á stundum hundrað manns saman í einu herbergi. ‘ ‘ ,,Pú, pú!“ sögðu munkarnirog hristu höfuöin. ,,Þar eru tvær höfuðborgir, heitir önnur Holar en hin Skal- hold—þar var hinni sæli biskup Thorlacó. Landiö var fyrst bygt af írskuin mönnum; en svo komu danskir sjóræningjar og ráku þá f burtu. Sá, sem réöi fyrir þess- um ræningjum hét Rólf eöa Rolló; hann trúði á illa anda. “ Munkarnir signdu sig nú hvað eftir annaö, og gerðu kross-mark alt í kring um sig. ,,Já, þetta alt segir vor sæli bróðir Fransiskó; og hver rnundi voga að mótmæla því, sem hann staðhæfir?“ sagöi ábótinn og lét um leiö aftur ðókina. ,, En hvaö erum við aö hugsa? ‘ ‘ I sagði hann eftir litla þögn; ,,hví bjóðum við ekki gestunum mat og drykk? Þeir hljóta aö vera svang- ir og vegmóöir. * ‘ ,,Já; því langan veg hafa þeir komiö, “ sögðu munkarnir. ,,Farið nú fram í matbúrið, bræður, og beriö á boröiö alt það bezta, sem til er í klaustrinu: bæði kjöt og mjólk, brauð oghun- ang og apelsínur, “ sagði ábótinn. ,,Og sa:tt vín, pabbi, “ sögöu munkarnir. ,,Já, sömuleiðis sætt vín, “ sagöi ábótinn og gekk á undan okkur fram í borðsalinn. Og alt það Ijúffengasta og bezta sem til v'ar í klaustrinu, var á borö borið fyrir okkur.; -og við át- um og drukkum með góöri lyst. En við urðum á r . ðan aö svara mörgum kynlegmn ipurningum um .sland og íslendinga. Nokkuru fyrir sólarlagið komu munkarnir, sem fariö höfðu kaup- staöarferö til Portó Alegre. Þeir komu með tuttugu hesta undir klyfjum. Og um sama leyti komu munkarnir, sem staðið höfðu yfir hjörðinni um daginn. Ábótinn fagnaði þeim öllum inni- lega og kysti þá, eins og móðir börnin sín. Og þegar leið aö náttmálum, var klukkunni í turninum hringt, og um leið var alt klaustrið upp- ljómað af ótal kertaljósum. All- ir munkarnir voru nú klæddir mjallhvítum skikkjum, en lítill silfur-kross hékk við festi á brjósti hvers þeirra. Ábótinn var skrýdd- ur líkt og kaþólskur prestur á stór- hátíð. Og allir munkarnir sungu, og'lásu bænir; og að því búnu buðu þeir hver öðrum ,,gleðileg jól. “ Og ábótinn gaf hverjum þeirra einhverja fallega gjöf. Ekki heldur gleymdu þeir okkur. Allir buðu þeir okkur ,,gleðilega há- tíð, “ og ýmsar smá-gjafir færðu þeir hverjum okkar. Þar næst kom jóla-veizlan, sem samanstóð af aldinum og sætu víni. Og and- lit munkanna ljómuöu af ánægju og fögnuði. Við íslendingarnir fyltumst líka innilegri gleöi, og urðum allir börn í anda, og hugsuðum til lið- inna daga, þegar viö vorum litlir drengir á íslandi og hlupum um pallinn með jólakertin okkar. Já, við uröum hrærðir í hjarta, urð- um aftur börn og sungum, eins og viö höfðum gert í bernsku: ,, Börnin segja og syngja svo á jóladag. “ Og þó við kynnum ekki alls- kostar vel við hina ýmsu kaþólsku siöi þessara munka, þá gátum viö ekki annað en orðið hrifnir af hinni barnslegu einfeldni þeirra og einlægni. Og í sannleik voru þeir börn—hreinhjartaðir og við- kvæmir—og þektu ekki aðra hlið mannlífsins en þá, sem hið til- breytingalausa og áhyggju-litla Iff í klaustrinu sýndi þeim. í klaustr- inu voru þeir uppaldir; það var þeim jarðnesk paradís og traust vígi fyrir öllum utanaðkomandi á- rásum og freistingum heimsins. B?n veröldina fyrir utan, og hinar margvíslegu skuggamyndir henn- ar, þektu þeir lítiö eða mjög ó- ljóst. Og þó þeir fylgdu aö mörgu leyti hinum ýmsu siöum og kreddum katólsku kirkjunnar róm- versku, þá voru þeir þrátt fyrir þaö í hjarta sínu alveg ólíkir öðr- um kaþólskum munkum. Um miðnættiö hringdu munk- arnir aftur hinni hljómfögru klukku klaustursins, og sungu portúgalskan jólasálm. Þar næst gengu þeir til rekkju og sofnuðu. En hin mörgu og skæru kertaljós loguðu eftir sem áður, svo hvergi bar á skugga í öllu klaustrinu. Og litla Patagóníu-stúlkan svaf vært og rótt í mjúkasta og bezta rúmi klaustursins. Hún vissi ekkert um hinar mörgu, fallegu jólagjafir, sem munkarnir litlu höfðu raðað á bekkinn fyrir fram- an herbergisdyrnar hennar. Á móti öllum þessum sæg af gjöfum átti hún að taka á jóladags-morg- uninn, þegar hún vaknaöi. En hún vissi ekkert um þetta nú, því hún var komin inn á undra land ljufu draumanna; og engill svefns- ins var að rétta að henni langt um dýrmætari jólagjöf en nokkur munkur gat látið af hendi, og þaö var nýr Kfskraftur, sem færði aft- ur heilsu-roðann í kinnar hennar. En úti rfkti kyrð og friður. Og jólanóttin blíð og þögul, íklædd allri hinni dásamlegu og óútmál- anlegu íegurð og stjörnudýrð hins suðræna himins, breiddi sig há-' tignarleg og kærleiksrík yfir ftið ilmsæta hásumar-skrúð dalsins, og laut ofan að blómum og grös- um og kysti þau, eins og ástrík móðir, kossi ftiðar og svölunar. Og hið einverulega klaustur, í af- skekta dalnum í óbygðinni í Rtó Grandc dó Súl, var umvafiðdjúpri og dularfullri kyrð og ró,—kyrö og ró, sem fylti huga manns óum- ræðilegum fögnuöi og lotning fyrir hinum miklu dásemdar-verk- um guös,—kyrö ogró, sem , ,minti mann á hvíldina eilífu. “ Ohio-nki, Toledo-bæ, \ Lncas Countj’. \ Franfc J. Dheney eififcstir, að hann séeldri eig- j andinn ao verzluninni, sem ]>ekt er ineð nafninu i F. J- Cheney & Co., í borgmni Toledo f áður j nefndn county og ríki, og að þessi veralun j borgi EITT HUNDRAÐ DOLLARA fyrir hvert j einasta Katarrh tilfelii er eigi læknast með því j að brúka Halls Cat-arrh Cure. FRANK J. CHKNEY. Undirskrifað og eiðfest frammi fyrir mér 6. des- j ember 1896. A. W. Gleason, 1 [L.S.J Notary Pubiic. Halls Catarrh Cure er tekið inn og verkar bein- ínis á blóðið og siímhimnurnar í líkamanum.Skrif- ð eftir gefins vottorðum. F. J. Cheney & Co,, Tolcdo, O. * Selt í öllum lyf jabúðum á 75C. Halls Family Pills eru þær beztu. Tenders for Indian Supplies. T OKUÐUM TILBOÐUM stlluSum tll undirtit- í -L> aðs og köliað ..Tenders for Indian Supplies“ verður veitt móttaka á skiifgtofu þessari þangað til um miðjan dag á fimtudaginn 31. Marz 1904. fyrir að flytja og afhcnda matvæli o. fl. til lndíána á fjár- hagsárina se'm cndar 30 Júní 1905, á hinum ýmsu stgðum í Manitoba og Norðvestnr-landinu. Eyðublöð fyrir lilboð, innihaidandi ailar upp- | lýsingar fást hjá undirrituðum eða hjá Indian Com- missioner í Winnipeg. Stjórnardeildin skuldbind- ur sig ekki til að taka Ia*gsta tilboði eða neinu þeirra. I D. McLEAN, Secretary. Dapartment of Indian Affairs, Ottawa, 18. Febr. 1904. Ath.—Fréttablöð, sem birta þessa auglýsing án heimildar frá stjórnardeiidinni, fá enga borgun fyrirsiíka birting. L M. Cleghorn, fi D LÆKNIR OG YFIRSKTUMÁBUR. Hefir keypt iyfjabúðina á Baldur og hefir því sjálfur umsjón á ðllum medöi- um, sem hann lætur frá sér. ELIZABETH ST. BALnUR- - - RflAW. P.S.—íslenzkur túlkur vid hendina hvenær sem þörf gerist. 5? Hainy Hiver Fue! Company, Liinltsd, eru nú viðbúnir til aö selja Öllurn ELDI- VID Verö tiltekiö í stórum eöa smá- um stíl. Geta flutt viöarpant- anir heim til manna með STUTTUM FYRIRVARA Chas. Brown, Manager. p.o.Box 7. 219 mcmtyrB BIK. TELEPHONE 2033. THE CanaríaWood and Coal Co. Limited, D. A. SCOTT, Managing Dirbctor. BEZTU AMERICAN HARD KOL $11.00 Allar tegundir af eldivið með lægsta verði. Við ábyrgj umst að gera yður ánægð. 193 Portage Ave. East. P. 0. Box‘271. Telephone 1862. ÖNNUR STÓRKOSTLEG HÚSGAGNA-BÚÐ. Hiö fyrirhugaöa stórhýsi er ,,Royal Furniture Co. sem áöur hét ,,Steele Furniture Co. “, ætlar aö láta byggja. Myndin sýnir fimm gólfa byggingu, en því er nú breytt þannig, að sjötta gólfinu verður bætt viö. Að ööru leyti veröur byggingin eins og myndin. Mr. Stirling hetír falið The Manitoba Construction Co. á hendur að byggja þetta sexloftaða vöruhús á Fort St., bak viö hús Royal Furniture Co., sein áður var ,,The Steele Co. og þégar þaö verö- ur fullgert rekur félagiö þar verzlun, jafnframt því sem það verzlar í núverandi húsum sínum á Main St. Þau verða hreinsuö og endur- bætt strax og hlýnar í veðrinu. Mr. Dan Smith er byggingameist. CANADA NORÐYESTURLAN DIÐ Reglur við landtöku. Af öllum sectionum með jafnri tðlu, sem tilheyra sambandsstjórninni, í Manitoba og Nordvesturlandinu, nema 8 og 26, geta fjölskyldnhðfuðog karl- menn 18 ára gamlir eða eldri, tekið sér 160 ekrur fyrir heimilisréttarland, það er að segja, sé landið ekki áður tekið, eða sett til siðu af stjóminni til við- artokiu nða ein hvers annars. Innritun. Menn mega skrifa sig fyrir landinu á þeirri landskrifstofu, sem na>st ligg- ui landinu sent tekið er. Með leyfi innanríkisráðherrans, eða innfiutninga- um boðsmar. riir’ ( Winnipeg, röa næsta Dominion landsamboðsraanns, geta menn gefið öc r.S. ' mboð til þess að skrifa sig fvrir landi. Innritunaiarjald- ið er $10. Heimilisréttar-skyldur. Samkvætnt núgildandi lögum verða landnemar að uppfylla heimilisrétt- ar skyldur sinar á einhvem af þeim vegum, sem fram eru teknir i eftir- fylgjanú! töluliðum, nefnilega: [1] Að búa 4 landiuu og yrkjalÞað að minsta kosti i sex mánudi & hverjn ári i þrjú ár. [2] Ef faðir (eða múðir, ef faðmnn er látinn) eiuhverrar persónu, sem hefi rétt til aðskrifa sigfyrirbeimilisréttarlandi, býr á bújörð í nágrenni við land- ið, sem þvílík persóna hefir skrifað sig fyrir sem heimihsréttar landi, þá getur persónan fullnægt fyrirmælum -aganna, að því e,r áhúð á landiau snertir áður en afsalsbréf er veitt fyrir þvi, á þann hátt að hafa heimili hjá föður sinum eða móðcr. [8J Ef landnemi hefir fengið afsalsbvéf fyrir fyrri heimilisréttar-hújörð sinni, eða skirteini fyrir að afsalshréfið verði gefið út, er sé ui.dirritað í sam- ræini við fyrirniæli Dominion lindicganna, og hefir skrifað sig fyrir sídari heimilis!éttar bújörð, þá getur hann fullnægt fyrirmælum iaganna. að þvi er snertir ábúð á landinu (síðari heimilisréttar-bújörðinr.i) áður en afsalsbréf sé gefiðút, á þann hátt að búa á fyrri heimilisréttar-bújöi ðinwi, ef síöaii heim- ilisróttar-jörðin er í nánd við fyrri heimiflsréttar-jörðina. (41 Ef landneminn býr að staðaldri á btijörð sem hann 4 fhefirkeypt, tek- ið erfðir o. s, frv.] í nánd við heimilisréttarland það, er hann hefir skrifað sig fyrir þá getur hann fullnægt fvrirmælum laganna, að því er ábúð á heimilia- réttar-jöriinui snertir, á þann hátt að húa a téðri eignarjörð sinni (keyptul* ndi o. s. frv.) BoiÖni um eigfnarbréf ætt.i að vera gerð strax eftir aðSáiin oru liðin, annaðhvort hiá roesta um- noð.manni eða hjá InnpcHor sem sendur er til þess að skcða hvsð UDnið hefir yeriö á landinu. Sex mánuðum áður verður maður þó að hafa kunngert Dom- inion land. umboðsmanninum i Ottawa það, að hannætli sér að biðja um eignarréttinn. Leiðbeiningar. Nýkomnir inniiytjendur fá, á innflytjenda-skrifstofunni i Winnipeg, og á öllum Domiuion laEdaskrifstofum innan Manitoba og Norðvestnrtandsins, leið- beiningar iiid það hvar löud eru ótekin, og allir, sem é þessum skrifstcfum vinna veita innflytjendum, kostnaðarlaust, leiðbeinirigar og hjálp til þess að náílönésem þeim eru geðfeld: ennfremur ailar upplýsingar viðvíkjandi timb- iu’, kola og náma lögum. Allar slíkar reglugjörðir géta þeir fengið þar gef- ins, einnig geti, menn fencið reglugjörðina um stjórnarlönd innaL járnbrautar- heltisins I Britis) Coluinbia, með þvi að snúa sér bréflega til ritara innanríkis- beildarimiar í Ottawa innflytjenda-umhoðsmannsins i Winnipeg, eða til ein- dverra ai Dominion landi umboðsmðnnum í Manitcha eðn Norðvcstmrlandinu. JAMES A, SMART, iDeputy Minister of the Interior. N. B. — Auk lands þess, sem menn geta fengið gefins ot •:t, er við i reeln- gjörðinni hér að ofan, em til þúsundir ekra af bezta landi. sen hægt er að fA til leigu eða kaups hjá járnbrauta-félögum og ýmsom )» i.<'sMufélðgtun og cinstaklingum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.