Lögberg - 24.03.1904, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.03.1904, Blaðsíða 1
llndir bitinu er alt koraið, Bitlaus rak hnífur er ónýc eign. og enginn hnífur bítur nema hann séu úr góð stáli Bestu eggjárn af inn- lendri og útlendri gerð fæst hjá okkur' Anderson & Thomas, Í'il 638Main Str. Ilardware Telepljone 339. K S Komið undir tvennu —gæðum og verði: Án Jjsss'' er jám vöruverzlunin ekki í réttu horli bejr sem hugsa um verðið en ekki vörugæðin faraekki rétt að. Járnvara t:I bygginga, se >' við seljurn, er áieiðanlega góð. Anderson & Thomas, 5S8 Main Str. Hardwarc. Telephone 33Ö. M*íki j *vartnr Yn1o-1&«> 17. AR. Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 24. Marz 1904. NR. 12. Fréttir. Úr ölluni áttuni. Rússneskur undirherforingi var nýlega tekinn fastur í Warsaw, og samstundis skotinn, fyrir að hafa selt útlendri ríkisstjórn upp- lýsingar um nöfn á leyniagentum þeim, er stjórn Rússa hefir hing- að og þangað í sinni þjónustn til þess að afla sér frétta. Slæm tegund af kvefveiki geng- ur i Montreal. Yfir tuttugu þús- nndir manna liggja þar þungt haldnir og dauðsfallatalan eykst dag frá degi. Lewis Harcourt, elzti sonur Sir William Vernon Harcourt, (liber- al stjórnmálamannsins, sem ný- !ega lét í ljósi, að hann ætlaði sér aö segja af sér þingmensku), hefir verið kosinn til þingmanns í einu hljóði, í stað Sir Williain Mather (lib.) sem sagði af sér þingmensku. Fimm húsaviðarkaupmenn frá Winnipeg ætla sér að reisa stóra sögunarmylnu í Vancouver, og senda beint þaðan unninn við til Winnipeg og annarra bæja í Mani- toba. Sagt er að Rússum lítist alló- friðlega á nágranna sína Svía. Þykjast þeir vita, að þaðan rnuni þeir ekki eiga neinsgóðs að vænta, ef Svíum þætti tækifæri gefast til aö ráða á þá. Tvær flutningslestir rákust á, rétt hjá Gilbert Blains, um fyrri helgi, og mölbrotnuðu. Ekki varð þar manntjón neitt, og þótti furðu sæta eftir þvf að dæma hvé illa vagnarnir voru útleiknir eftir áreksturinn. kistar, og margar af kvensniftun- um, sem hafi tekið sér þar ból- festu undir því yfirskyni að stunda nám, séu ekki annað en meira og minna opinberar skækjur. Frægur pólskur, pianóleikari, Poderewski að nafni, lét nýlega til sín heyra við hirðina í Péturs- borg. Keisarinn varð tnjög hrif- inn af kunnáttu hans, og kvað það gleðja sig mikið, að Rússland skyldi eiga slíkan snilling í þeirri list. ,,Eg biö yðar hátign fyrir- gefningar**, sagði Paderewski, ,,eg er ekki Rússi, heldur Pól- verji. “ Keisarinn svaraði því engu, en seinna um daginn fékk Paderewski skipun um að verða burtu úr Pétursborg, innan tutt- ugu og fjögra klukkustunda, og láta aldrei sjá sig þar framar. Þegar Vilhjálmur Þýzkalands- keisari fyrir skömmu heimsótti Gibraltarvígi Breta, þá varð hon- um að oröi: ,,Það er eins og eg bjóst við. Það er aðdáanlegt, eins og alt brezkt. Mig skal ekki furöa þó Gibraltar sé óvinnandi. “ Sagt er að Japanar hafi njósn- armenn um endilangt Rússland, og jafnvel í herbúðum Rússa og um borö á herskipum þeirra eru þeir einnig svo tugum skiftir í ýmiskonar dularbúningi. Verkföll í Bandaríkjunum lít.ur nú út fyrir, engu minni en voru fyrir ári síðan, í öllum atvinnu- greinum er að húsabyggingum ! lúta. Piru nm tuttugu þúsundir' manna, nú þegar vinnulausir íj New York og daglega bætist við j hópinn. Auk þcss hafa tíu þús-1 undir steinprentara (lithographers) þar, hótað að leggja niöur vinnu bráðlega, ef ekki væri gengið inn á ýmsar kröfur þeirra. Þrjátíu rússneskum stúdeutum. —-þat á meðal nokkurum stúlk- um, — hefir verið vísað á burtu úr Berlfn á Þýzkalandi, þar sem ; þeir voru við nám, sökum þess r | að þeir báru sig upp undan því, að vfirvöldin þýzku leyfðu rúss- neskurn njósnarmönnurn að hafa strangar gætur á öllu framferði sínu. Var stúdentum þessum1 gefinn frá þremur til átta daga frestur til þess að fara burtu úr' Þýzkalandi en sjálfráðir mega! þeir vera utn það hvort á land þcir fara. Utanríkisráðgjafinn þýzki gefur rússnesku stúdentun-| um á Þýzkalandi þann vitnisburð, að þeir séu óróaseggir og anar- Maður að nafni John Meechan var skotinn til bana af ítölskum kaupmanni í Port Arthur. Man., á föstudaginn var. Meechan þessi var vinnumaður hjá C.P.R. járnbrautarfélaginu. Kom hann, ásamt með fleiri félöguni sínum, inn í búð ítalans og byrjaði að gera þar ýmsan óskunda, og end- irinn varð sá, sem að ofan er sagt. Daniel J. Sully, bómullarkaup- maður í Nevv York, sem í síðast- liðna finitán 'mánuði hefir ráðið verði þeirrar vörutegundar á heimsmarkaðnum, varð gjald- þrota á föstudaginn var. Sjóð- þurðurinn nemur rúmum fimm miljónum. Stríðið. Hinn io. Marz gerðu Japans^ menn harðsnúið áhlaup á Port Arthur með flota sínurn. Varð þar úti fyrir snörp orusta milli torpado-fiotanna. Sökk þar einn af bátum Rússa eftir aö mönnum hafði verið bjargaö, en hinir forð- uðu sér inn á höfnina. í þeirri atlögu féllu sjö Japansmenn og átta særðust. Eftir þriggja klukkutíma skothríð lögðu skip Japansinanna frá og höfðu þau þá gert skemdir miklar á virkjum ,Rússa og í bænum. Japansmenn hafa einnig eyðilagt Dalny, aðal- verzlunarstöð Rússa á skaganum. Floti Japansmanna hefir og skot- ið á Vladivostock, en tiltölulega lítið orðið ágengt. Landorustur hafa enn litlar verið og ekki við þeim búist fyr en Japansmenn hafa lagt braut sína norður frá Seoul (höfuðstaðnum í Kóreu). Með landhernum fá ekki frétta- ritarar að vera enn sem komið er og því lítið um áreiðanlegar fréttir. Nýkomin ,,ísafold“ segir frá láti Björns Jenssonar kennara við lærða skólann í Reykjavík. Hann dó þann 19. f.m. úr lungnabólgu eftir fárra daga legu. Björn var sonur Jens sáluga Sigurðssonar rektors og bróðursonur Jóns sál- u£a Sjgurðssonar. Hann var sér- lega vel látinn maður sem kenn- ari og prívatmaður. Nýkomin fréttabréf frá Þjóð- verjum í suðvestur hluta Afríku segja ófagrar sögur af afdrifum landnema þar. Eitt hundrað og þrettán nýbyggjarar eiga að hafa verið kv'aldir þar til dauöa, á ýms- an hátt, af hinum innlendu þjóð- flokkum. Lílc kvenna og barn^ hafa fundist hlutuð sundur og negld á húsþilin á bændabýlunum, og ýms önnur hryðjuverk verið framin. Roval Templars of Temperancs í Toronto hafa uppgötvað það, að áfengt brjóstsykur sé selt þar í bænum. Þeir fara fram á, að slík áfengisverzlun verði bönnuð nteð lögum. Bölbænir rússnesks Pólverja. Hér í Winnipeg er að minsta kosti einn maður, sem lætur sig miklu skifta hver endalokin verða á stríðinu milli Rússa og Japans- manna. Kunningjar hans kalla hann Michael, en af ástæðum, sem seinna verður minst á, geta blöðin ekki um aukanafnið, sem hann hefir tekið sér, né hvar í bænurn hann eigi heima. Hið rétta skírnarnafn hans er Habdank Woynicz, og ef einhver ^ af leynilögreglumönnuin Rússa- I keisar^ns fyndi hann, þá mundi hann tafarlaust verða tekinn með einhverjum brögðum og fluttur til Síberíu til þess að vinna þar þrælavinnu í námum stjórnarinn- ar. Þaöan strauk hann fyrirrúm- um fimtán árum síðan og komst, eftir miklar þrautir og hörmung- ar, að endingu hingað til Winni- ' Peg= Hann er ekki fjölorður, við menn út í frá, uin það sem hann býr yfir, né það, sem á daga hans hefir drifið. ,,Armur hins litla föðurs nær langt, og fingur hans eru síþreifaudi eftir því sem týn- ist, “ segir hann. ,,Hinn litli faðir“ er Rússakeisarinn og ,,fing- urnir“ leynilögreglumennirnir, sem eru dreifðir um heim allan. Eftir að Michael var búinn að kynnast fréttaritaranum, sem þessa sögu segir, í nokkura daga, var hann búinn að fá svo mikið traust á honum, að hann bauö honum heim til sín. Herbergiö var fátæklegt en hreinlegt og á eldastónni sauð á hinum stóra te- potti, sem Rússar kalla samovar. í veggskoti í einu horninu stóð líkneskið, sem áður er getið, og fyrir frarnan það logaði á lampa. Allur þessi útbúnaður var mjög ó- líkur því, sem inenn eiga að venj- ast hér í Canada, en þó hafði út- lit húsbóndans sjálfs mest áhrif á fréttaritarann. Woynicz er rúmlega fertugur að aldri en mjög öldurmannlegur ásýndum. Hann hefir mikið hár snjóhvítt og langt skegg, grátt og hæruskotið. Augnatillitið er tindrantli og harðneskjulegt og djúpu hrukkurnar á andlitinu bera vott um lífsreynslu, sem fáum hefir fallið í skaut, sem betur fer. Hann talar vel ensku, þó fram- burðurinn og framsetningin sé stundum nokkuð einkennileg. ,,Já, það er hverju orði sann- ara, “ mælti hann, ,,eg bið þess innilega, að Rússar bíði ósigur og að ætt Romanoffanna verði koll- varpað. Ef bandamenn þessarar ! þjóðar, sem eg nú hefi leitað hæl- is hjá, vinna nógu duglega að j Rússum, ætla eg aö halda heim I til föðurlands míns, og einu sinni ^ enn áður en eg dey, berjast fyrir frelsi Póllands. “ Þeir tóku inig f Warsaw árið 1895 og settu mig í fangelsi, Og j eg fékk aldrei framar aö sjá kon- una rnína og litla drenginn minn. Mér var sagt, að drengurinn hefði (dáið úr sótt í fangelsinu, og kon- $ * S 1 I * 9 'I' 'í' 9 m S i 9 * f < > II 11 11 11 1 > < 1 o «> < 1 (> (1 ( 1 ( i I! * i (1 (* SAMSONGUR OG SÓLÓSÖNGUR. Aþíslenzk söngsamkoma, undir umsjón söng- flokks Fyrsta lút. safnaðar, verður haldin í kirkju safnaðarins MÁNUDAGSKVliI.DIÐ 11. Apríl 19o4. PRÓGI^AM : I. 1. SöngðokkurínD:..........O guð vors lumls..........S. Svrisujörnssok 2. Quartette: ...................tsland ...................S. Einarswon. T.H. Johnson, A. Johnson, D. J. Jónasson, B. Ólafsson. j. Söngflokkurinn:......(a) Þá eik í stormi, (b) Svanasöngnr á heiði. 4. Trío:......Kvöldklukkan........ Mts. W. H. Paulson, Miss A. tíorgfjörð, Miss T. Hertnan. 5. Söngflokkurinn:...........Sumarnótt á heiði...........G. Evjói.psson f>. Sólö...... (Óákveðið), H. Thórólfsson. 7. Sextette:......Vorvísa, Mrs. W H. Paulson, Misses Anderson og Herman, Messrs. Thórólfsson, Jónasson, og Ölafsson. II. 8. Sóló......(Óákveðið) Mrs. VV. H. Paulson, 9. Quartette........Vetrarnótt, T. H. Johnson, A, Johnson, D. J. Jónasson, B. Ólafsson. Söngflokkurinn:........Ólafur Tryggvason. Quartette:.................Lofsöngur....................g. Binarsson . T. H. Johnson, A. Johnson, D. J. Jónasson, B. Ölafsseu. Sóló og Chorus:........Þar straurakarl gnýr hörpu. Quartette:........'a) Svfþjóð, (b) Kveldið, Mrs. W. H.PauIson, Miss T.Hermau, Messrs. Thórólfsson og Jónasson. 14. Söngflokkurinn:... .(a) Þér risa jöklar, (b) Eldgamla ísafold. I 35C. fyrir fullorðna I 9 9 <► <> i.S <> 1 I : I ;; to 12. 13 Aðgangur: °g 25C. fyrir börn. feS Byrjar kl. 8 síðdegis ( i ;; <> 41 9 9 9 > \ <» I <b $ Lögregluinönnunum í Chicago er ekki borin sem bopt sagan. Fyrverandi formaöur lögreglu- deildarinnar í New York, Alex- andet Piper að nafm, hefir verið í Chicago nú í sjö vikur undanfar- ið, f þeint erindagjörðum að líta eftir hvernig lögreglumennirnir þar gegndu skyldu sinni. Segir hann svo frá, að lögreglumálefnin í Chicago séu í mjög slæmu á- standi. í stað þess að vernda bæjarbúa fyrir þjófunt og bófum, sitja lögreglumennirnir að sumh’i á veitingahúsunum, og taka þútt f margskonar fjárglæfrabrögðum og peningaspili. ! Michael er rússneskur Pólverji. j f einu horninu á herberginu, sem j hann heldur til í, er líkneski, sem hann fellur iðulega á kné fyrir og þylur bænir sínar. Meðal annars I biður hann þess, heitt og inni- lega, að Rússar bíði rækilegan ó- sigur í ófriðinum við Japansmenn. í Bænir hans lýsa þungri heift- rækni kúgaðs og kvalins manns, sem hvorki getur gleymt né fyrir- gefið; sorg einlægs föðurlands- vinar harmandi þ4 niðurlægingu og eymd, sem ættjörð hans er komin í af völdum erlendrar harð- stjórnar; sárbitrum endgrminn- ingum um myrta ættingja, vini og eiginkonu, sem slitin var frá hon- um til þess að þola þau örlög, sern verri eru en dauöinn. an-------“. Hér þagnaði hann snögglega, grúföi sig niður að ^ borðinu og nötraði af hrygö og gremju. ,,Eg var aldrei yfirheyröur, “ hélt hann áfrarn eftir stundarkorn, ! ,,eg var tafarlaust sendur til Si- beríu og í fjögur löng og þungbær ár varö eg aö vinna þar þræla- vinnu ineö glæpamönnum. Það var farið með rnig eins og hund; eg var sveltur ver en hundur og átti að öllu varri aðbúnað en margur hundur. ‘ ‘ ,,Eru sögurnar um illa meðferð á föngunum í Siberíu sannar ? • ‘ spurði fréttaritarinn. „Sannar! Lítið þér á!“ sagöi hann, og fór úr treyjunni og skyrt- unni. Yfrum herþarnar voru ör við ör. ,,Sjáið þér þetta? Það eru inerkin eftir hnútakeyrið. Og nú daglega þegar eg les fréttablaðiö ykkar og ófarir Rússa, ermérsem eg heyri dauðaorg mannhundanna, sem léku rnig þannig, þegar þeir eru að sökkva til botns f kínverska hafinu. Og örin hverfa betur og betur og hjartað fyllist meiri friöi og ró eftir því sem ófarirnar auk- ast. “ Michael vildi fátt segja urn flótta sinn. En svo inikið fékk fréttaritarinn þó að vita, að sú för var dögunt og vikum saman háð hinum mestu hættum og skelfingum. Loksins koinst hann til Kína, þaðan til Vancouver og að endingu hingaö ti! Winnipeg. ,, Vinni Japanar fullkominn sig- ur á Rússum, “ sagöi Michael, ,,þá veröa afieiöingarnar ógur- legar, Póllendingar og fleiri munu þá rísa á fætur. Ósigrarn- ir á sjó gera Rússum ekki svo mikið til. að öðru leyti en því, að hvetja alla þá, seni stvnja undir ánauðaroki þeirra, til þess að grípa til vopna. En fari her keis- arans halloka í vopnaviðskiftun- um á landi, þá fer alt í bál og braud heima fyrir á Rússlandi, og ógurleg hefnd fyrir öll tár og blóð sakleysingjanna, sem úthelt hefir verið af stjórnarvöldum Rússlands, mun þá dyuja yfir iniskunnarlaust þegar verst gegnir. “ ,,Þérsembúið í frjálsu landi undir hagkvæmu stjórnarfyrir- kotnulagi getið ekki getið ýður til um helminginn af öllum hryðju- verkum rússnesku yfirvaldanna, og þér munduð ekki trúa helm- ingnum af sögum þeim, er hægt væri að segja frá um þau efni. Þér talið um að skifta yður ekki af málunum. Þér æskið ekki eft- ir að lenda t ófriði við Rússa. En eg, eg bið þess heitt og innilega aö ófriðareldurinn grípi svo um sig í Norðurálíunni að Rússland sjálft eyðist f þessu báli, sem kviknað hefir af völdum þess. Harðstjórnar og ofbeldisverkin, sem hafa verið og erti framin þar, verða ekki afplánuð með öðru en voðalegri blóðsúthellingu. Mig langar til að sjá óstjórnina á Rúss- landi brotna á bak aftur og frels- ið endurreist f löndunum sem hún nú drotnar yfir. Mig fýsir að sjá hana í dauðateygjunum í höndun- um á lýðnum æðisgengnum. seni hún hefir fótumtroðið og pínt. Eg er langt frá því óhultur um inig hér. En ef guö verndar mig og lítillækkar Rússland þá ætla eg, enn einu sinni, að hætta lífi infnu, berjast fyrir frelsi fósturjaröar minnar og falli hins volduga hvíta keisara. — Telegram. íslands fréttir. Rvík 22. P'ehr. 1904. Séra Jón Magnússon á Ríp hef- ir 18. þ. m. fengið lausn frá prest- skap frá næstkomandi fardögum að telja. Veitt prestakall. Séra Finar Þórðarson á Hofteigi hefir 18. þ. m. fengið veitingu fjrir Desjar- mýrarprestakalli frá næstu far- dögum. Dánir í Keykjavík á síðastliðnu ári eru: karlkyns 66, kvenkyns. 67, samtals 133. Af þessum hóp eru eigi færri en 42 börn ársgöm- ul eöa yngri, en það er nál. % ■>' allri tölunni, og fullur þriöjungur, ef tveggja ára gömul börn erw talin meö. — ,,ísafold. “

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.