Lögberg - 28.04.1904, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. APRÍL
1904.
Líka vil eg biöja konurnar og
•giftu stúlkurnar aö koma og líta
á kvenhattana sem eg er að fá
l»essa dagana og eru af allra nýj-
ustu gerö og, eins og áður, veröa
seldir meö lægra veröi en svipað-
ir hattar eru seldir í hattabúðum
Já, eða kventreyjurnar, sem viö
erum nú að fá fyrir sumariö,
aldrei haft önnur eins ósköp af
þeim eins og nú. Komiö og skoð-
iö þær ásamt öörum kvenvarningi
nýjum, sem viö höfum, áður en
þér kaupiö annarstaöar.
Karlmanna alklæönaöi höttum
og skóm höfum viö einnig mikið
af.
Hlífist ekki viö að biðja um lán
til lengri eða skemri tíma, ef þér
þurfið þess meö. Meö ánægju
lána eg alt, sem beðiö er um,
fólki sem staðiö hefir í skilum viö
mig aö undanförnu.
Þaö er ágæt regla og góður
,,mórall“ í því að verzla heima
hjá sér, sérílagi þegar um sama
verð á vörum er að ræða.
Elis Thorwaldson.
heitstrengt, eftir því sem Praga sagði, að enginn
Gramberg-maður, sem kröfu gæti gert til ríkis,
skyldi halda lífi yrði hann ekki á annan hátt gerð-
ur óhæfur til aö gera slíka kröfu; og eg efaöist
alls ekki um, að ofsóknir þeirra mundu fylgja
henni eftir, hvert sem hún færi. Armleggur
þeirra mundi verða nógu langur til að ná til
hennar. Flótti mundi að vísu ónýta ráðabrugg
Ostenburg-manna, en meö því fengist ekki það,
sem okkur var miklu meira um vert: óhultleiki
fyrir alla, sem hlut áttu að máli.
Þannig komst eg að sömu niðurstöðunni og
áður: að um flótta gæti ekki verið að ræða fyr en
í öll önnur skjól væri fokiö. Og eg komst aö
þeirri niðurstööu, að nauðsynlegt væri, ef þess
væri nokkur kostur, að mæta vélráðum Osten-
burg-manna og beita þar krók á móti bragði.
Eftir margra klukkutíma, nákvæma yfirveg-
un opnuðust fyrir mér tveir vegir. Við urðiam
að vera meö í sainsærinu þangað til á síðasta
augnablikinu. Þá skvldi Minna að vísu hverfa,
en það hvarf hennar skyldi veröa af okkar eigin
völdum, en ekki Ostenburg-umboðsmanna; og
mér hugkvæmdist sú dirfska að veiða þá í sams-
konar snöru eins og þeir höfðu hugsað sér að
leggja fyrir Minnu. •
Ekki einasta skyldi eg láta hana koma fram
aftur einmitt þegar búist yrði við, aö hún væri
hvergi nærri og Marx hertoga ætti aö ota fram,
lieldur skyldi eg ná í hertogann og láta hann
vanta í stað hennar. Þannig skyldum við hafa
nægilega lengi hald á hásætinu til að komast að
öllum þeim samningum, sem við frekast æsktum.
Þetta væri ofdirfskuverk og útheimti tvo ó-
fyrirleitna menn. En eg hafði þá báða við hend-
ina—Ivrugen og Praga, og Steinitz hinn þriðja til
vara—og ekki var óhugsandi, að við gætum náð
í einn eða tvo fleiri á meðal þeirra, sem Minnu
voru trúir.
Hugsanir þessar verkuðu þannig á mig, að
eg hélzt ekki við í rúminu, heldur gekk um gólf í
herberginu æstur í skapi og eftir því áhugameiri
sem eg komst að ákveðnari niðurstöðu, þangað
til eg hafði yfirvegaö og búið alt vandlega undir f
hug? mínum.
Fyrsta sporið yröi aö sjálfsögðu að vera það
að láta samsærismennina álíta mig með sér í öllu
og aö eg hefði skuldbundið Minnu til hins sama;
og þegar eg gekk á fund Nauheims um morgun-
inn, hafði eg lagt alt skýrt og greinilega niöur
fyrir mér.
• ,,Þér fóruö burt úr bænum í gær, prinz?“
sagði hann.
,,Já, eg er kyrrlæti vanur og get bezt hugsað
þegar eg er út á landi. Mál þetta ollir mér á-
hyggjum.“
,,Eg tók svo eftir, aö þér hefðuð verið las-
inn þegar þér komuð heim.,,“
,,Eg sagði það einungis mér til afsökunar.
Eg var þreyttur og í engu skapi til að skrafa. Það
var líka orðiö framorðið. “
,,Það var-—mjög,“ sagði hann kuldalega.
Eg svaraöi engu, og eftir augnablik hélt
hann áfram:
,, Eg býst við þér hafið verið aö hugsa um
mál okkar?“
,,Það leið mér ekki úr huga allan daginn og
hélt fyrir mér vöku í alla nótt. Eg vildi gjarnan
að eg hefði aldrei heyrt á það minst!“ sagði eg
harðneskjulega.
,,Eg býst við það sé nokkuð stórfelt mál
fyrir yður að komast að niðurstöðu í, “ sagð
hann hlæjandi; en svo bætti hann tafarlaust viö:
,,En samt tel eg víst þér hafið nú ráöiö þetta viö
yður? Við búumst við ákveðnu svari í kveld. “
,,Mér finst eg vilja ráðleggja frænku minni
að verða með ykkur og halda áfram ; en hvorc
sem þaö stafar af taugaóstyrk eöa af því eg er ó-
vanur við svona umfangsmikil mál—hvað helzt
sem þaö er, þá veit eg varla hverju eg á að
svara.1 •
,,Þér veröið aö gæta þess, aö nú hafiö þér
íengið fimm eða sex daga umhugsunartíma. “
,,Eg hefi oröið að skifta skoöunum algerlega.
Eg kom til Munchen með þeirri sannfæringu, að
ráöabrugg þetta hlyti að mishepnast, að endalok-
in hlytu að verða óheillavænleg. “
,,Og nú?“ spuröi hann og horföi á mig með
eftirtekt.
,,Eg sé, aö áhættan er feikna-mikil; en horf-
urnar eru langtum álitlegri en eg hélt. Sé alt
eins og sýnist, þá get eg nú satt aö segja ekki
séö, hvernig þetta getur mishepnast. Eg var aö
velta því fyrir mér í allan gærdag. “
, ,Hvað meiniö þér meö því: ,sé alt eins og
sýnist'? Hvernig ööruvísi gæti þaö veriö?“
,,Hvar sem ráöabrugg er, þar er æfinlega
eitthvaö aö óttast. í þessu máli óttast eg Ber-
lín. “
Þetta utrymdi tortrygninni, sem eg viljandi
vakti, og hann brosti til merkis um, aö ótti minn
væri heimskulegur.
,,Talið um þaö við Heckscher barún. Hann
mun fljótlega sannfæra yður um, að þar er ekkert
að ^óttast. “
,, Væri eg viss um þaö, þá hefði eg ekkert
framar á móti þessu aö segja. “
,,Þá eruð þér loksins okkar!“ hrópaði hann
fagnandi, ,,og það er mér sannarlegt gleöiefni,
prinz. Þér iðrist þess aldrei að hafa gengið í
bandalag með okkur, því svo sannarlega sem viö
sitjum nú báðir hérna við borðið, þá skulum við
ráða konungsríki þessu. “
Smátt og smátt lét eg hann vinna mig til
þess að sýna aö nokkuru leyti sömu ánægju og
ákafa eins Og hann, þangað til hann efaðist alls
ekki um, að eg væri algerlega unninn á þeirra
band; og eg talaði hátíðlega um hið dýrðlega
ætlunarverk og mikla tækifæri, er biði jafn ágætr-
ar og göfuglyndrar konu einsog Minnu sem drotn-
ingar Bavaríu. Þetta átti við hann að heyra, því
það styrkti hann í þeirri trú, að eg væri einlægur
og trúr, og að honum hefði tekist að gabba mig
svo dygði.
Hann spurði mig hvernig eg ætlaöi að verja
deginum, og hvort mig langaöi til aö finna fleiri
vini okkar fyrir fundinn til að tala viö þá um efa-
semdir mínar viövíkjandi afskiftum frá Berlín;
en eg sagðist heldur vilja vera einn, eg væri van-
ari viö að hugsa í einrúmi, og ætlaði rnér að ríða
út. Hann bauð mér hvern hesta sinna sem eg
vildi og benti mér á einn stað eöa tvo sem skemti-
legt væri að fara til.
Eg lézt mundi aðhyllast bendingar hans, og
hann stóð úti berhöfðaður og horfði á eftir mér
þegar eg reið úrhlaði. Þegar eg leit aftur veif-
aði hann hendinni, og á andliti hans lék bros,
sem bar vott um ánægju hans með sjálfan sigyfir
að hafa verið nógu mikill maður til að leika svona
á mig. Fyrst fór eg eftir veginum, sem hann
haföi bent mér á, og reiö hægt, og svo fór eg út
af honum og þræddi meðfram útjarðri bæjarins
þangað til eg kom á Linden-veginn; þá herti eg
á reiðinni og lét hestinn fara á þéttingsstökki til
þess aö komast í tíma á stefnumótið.
Umeittvarð eg vandlega að hugsa—fyrir
hvað miklu eg ætti að trúa Praga. Hann var
maöur varasamur, ófyrirleitinn, fífldjarfur og
ógurlega hefndargjarn; en eg hafði bjargað lífi
hans, og eg áleit, að hann væri þannig innrættur,
þrátt fyrir alt, að hann þættist standa í skuld við
mig, að minsta kosti þangað til hann þættist hafa
á einhvern hátt int hana af hendi. Einhvern
varð eg að fá mér til aöstoðar, sem öllu var kunn-
ugur, þvf nógu óálitlegt var mál mitt samt; og
enginn vafi var á því, að maður þessi gat orðið
mér að ósegjanlega miklu liði. Eg stóð vel að
vígi: hann gat komið fram hefndum; hann var
mér þakklátur fyrir hjálpina kveldinu áður; eg
gat borgað honum sanngjarnlega fyrir hjálpina;
og honum bauðst tækifæri til til að láta trej-sta
sér. Auövitað átti eg það á hættu, að hann sviki
mig; en eg gat ekki siglt fyrir öll annes, og þetta
fann eg, að eg varö að eiga á hættu.
Eg hafði riðiö eitthvað tíu eða ellefu mílur
og lét nú hestinn lötra meöfram litlum skógar-
toppi þegar eg heyrði kallað á mig inn á milli
trjánna. Kænlega hafði hann valið staðinn.
Hann var enginn viövaningur.
,,Ríöiö áfram þangaö til vegurinn beygir ti^
þessarar handar, prinz, og fariö irm um næsta
hliðiö. “
KORNVARA
Aöferð okkaraðfara með korn-
flutninga er næstum því fullkomin.
Þegar þér hafið kornvöru aö selja
eða láta flytja, þá veriö ekki að
hraörita okkur fyrirspurnir um
verö á staönum, en skrifið eftir
upplýsingum um verzlunaraöferð
okkar.
Thompson, Sons & Co.
Grain Commission Merchants,
W'INNIPEG.
Bankarar: Union Bank of Canada.
Spyr þú góða matreiðslnkonu
hvaða gerðarduft sé bezt. Hún mun svara
því að Blue Ribbon Baking Pow-
der sé það bezta, því ætíð^sé óhætt
að reiða sig á það.
Blue Ribbon
Baking Powder.
Þrjár verðlaunaávísanir í hverri’eins punds könnu.
Skrifið eftir verðlaunalista til
BLUE RIBBON, Winnipeg
Eg geröi eins og hann bauö mér, og var hann
þá kominn aö hliðinu fótgangandi, haíöi bundiö
hest sinn viö eik. Eg batt minn og gekk síöan
til Praga.
,, Var yöur veitt eftirför frá húsinu mfnu í
nótt?“ spuröi hann; og þegar eg sagði honum, að
það heföi ekki verið, þá svaraöi hann: ,,Gott; eg
varö aö losa mig við þá í morgun. Leikur þessi
er aö verða alvarlegur. Við megum ekki vera
hér lengi saman. Hvað vilduð þér mér?“
,, Viljið þér lofa mér að sjá skjalið, sein þér
létuð Nauheim skrifa undir?“ spurði eg.
,,Eg ætla að trua yður fyrir að glata því
ekki, “ svaraði hann og bros l£k um dökkva and-
litiö hans. ,,Eg gat mér þess til, að yöur mundi
langa til að sjá það. “ Og hann rétti mér skjalið.
,,Ætlið þér að trúa mér fyrir því?“ spurði
eg undrandi.
,,Eg er ekkert flón, prinz, “ svaraði hann.
,,Ef þér hafið skjalið þá þýðir slfkt samvinnu
okkar, og það er einmitt það, sem eg vil. Vinn-
um við ekki saman, þá eruð þér alt of heiðarleg-
ur maður til aö skila mér því ekki. Eg treysti
manni annaðhvort til fulls eða alls ekki. “ Hann
lyfti upp höndunum, öxlunum og augabrúnunum
um leið og hann sagði þetta, eins og til að sýna,
að um það mál væri úttalað. ,,En þér, hvað
ætlið þér að gera? Þér hafiö náttúrlega hugsað
yður einhverja vissa stefnu?“
,, Viljiö þér vinna með mér?“ spurð: eg.
, ,Eg sagði yður það í gærkveldi, að pening-
ar mínir, sverð mitt og líf mitt stæði vöur til boöa,
og hjálpi starf yðar mér til að koma fram hefnd-
um, þá skal eg reynast öruggur og hundtryggur. “
,,Eg ætla að láta yður heyra um allar mínar
ráðagerðir, “ svaraði eg; og í sem fæstum orðum
sagði eg honum hvað eg haíði hugsað mér, og
hélt einungis því leyndu, sem snerti Minnu kán-
tessu og mig persónulega.
Hann veitíi orðum mínum nákvæma eftir-
tekt, hið dökkva andlit hans varð alvarlegt og
hann tók aldrei fram í fyrir mér. Eftir aö cg
hafði lokið máli mínu sat hann Iengi þegjandi og
velti þessu fyrir sér í huga sínum.
,,Það er kænlegt bragð, prinz—sérlega kæn-
legt. Þaö er einungis einn örðugléiki. “
,,Hver er hann?“
,, Fyrir okkur, yöur og mig, aö lifa nógu
lengi til að koma þessu í framkvæmd. Tilraunin
í gærkveldi veröur ekki sú síðasta, og þaö veröur
ekki reynt við mig einan. Þeir hafa ekkert ó-
náðað yður enn þá, ef tii vill vegna þess þeir
halda það tryggi sér Minnu kántessu að fá opin-
bert fylgi yðar. En þegar einu sinni það er
fengið, þá veröið þér í vegi, yður er óhætt að
gera því skóna. En takist okkur að láta hjörtu
okkar halda áfram að slá og halda hálsunum á
okkur óskornum þangað til hiö þýðingarmikla
augnablik rennur upp, þá vinnum við. Eg sver
það viö sverð höfuðengilsins, að mér líkar vel
þetta bragð yðar. • ‘
,,Þaö verður fundur í kveld og þar lýsi eg
opinberlega yfir fylgi mfnu; að því búnu fer eg til
Gramberg aftur til að undirbúa alt. “
,,Ef þér lifið það að fara héðan úr bænuin, “
sagði hann gremjulega. En nú vitið þér reyndar
við hvers konar menn þér eigiö. Og hvað viljið
þér að eg geri?“
,,^ ður fel eg hættumesta og, aö sumu leyti
neld eg, erfiðasta verkið—heiðnrsstöðuna. Þér
verðið að búa það undir, aö við getum náð Marx
Ostenburg hertoga á okkar vald, og vera viðbú-
inn að grípa hann hve nær sein eg gef yður bcnd-
ingu um það. Það veröur bezt að gera það sama
daginn sem hirðdansinn á að haldast. “
Mér til undrunar brosti hann og sagði, að
þann liluta verksins yrði ekki sérlega örðugt að
framkvæma.
,,Ef til vill þarf eg einn mann mér til hjálp-
ar þó eg að öllum líkindum verði einfær um það;
°g alt, sem þér þurfið aö gera, er að segja fyrir
um hvert á aö flytja hann.
,,Eg verö aö útvega staöinn, “ svaraöi eg.
,,En hvernig getiö þér gert þetta? Hvers vegna
eruö þér svo viss í yöar sök?“
• >Eg get ráöiö viö kvenlegt hreyfiafl sem
ræöur viö hann, “ svaraði hann og brosti harö-
neskjulega.
,,En á því augnabliki veröur hann með all-
an hugann við stjórnmál þessi, og nærvera hans
í Munchen verður blátt áfram óhjákvæmiieg
^þeirra vegna. ‘ ‘
Það gerir ekkert til. Þó hann væri jarðað-
ur undir heilu fjalli, þá rifi hann sigút þaðan með
nöglunum og tönnunum ef hún skipaði honum
það. Verið þér óhræddur. “
„Honum verður ekkert mein gert?“
”Um það getum við talað þegar búiö er aö
ná honum, “ svaraði hann illúðlega.
Eg sagði ekkert meira. Gæti eg náö í her-
togann á því augnabliki sem mér lá á þvf, þágæti
eg æfinlega litið eftir hinu. Síðan ráöstafaði eg
þvf, hvernig við gætum fundist eða komið oröum
hvor til annars og leysti á meöan hest minn til
að fara.
“Þér ætlið á þennan fund í kveld, prinz?-
spurði hann.
..Sjálfsagt. Það er nauðsynlegt. “
,,Þér farið þangaö vopnaður?“
“Vopn mundu elcki koma mér aö miklu haldi
þar, en samt skal eg hafa þau með mér. “
,,Eg þarf ekki að aðvara yður frekar. En
eitt vil eg taka fram: Búist viö áhlaupi frá þeim
á hvcrju augnabliki þegar þér sýnist vera hvað
óhultastur. Og svo að skilnaði:’ leyfið mér að
vinna yður eiö að því, að eg skuli aldrei með einu
orði segja frá því, sem okkur fer á milli, hvaö
sem fyrir kann aö koma. Eg sver það við dreng-
skaparorð Korsíku-manns. “
Hann lyfti hattinum og stóö berhöfðaður.
Leikaraeðlisfar hans koin svo skarpt í ljós, og
hann gerði alt í vissum jstellingum og með bend-
ingum, sem maður gat ímyndað sér að væri upp-
gerö. En eg var sannfærður um, að í þessu máli
mátti treysta honum.
Eg reiö til Munchen aftur eftir öðrum vegi
og var alla leið sokkinn niður í að hugsa um fund-
inn. Eg áleit þa'ð alls ekki líklegt, aö þar yröi
reynt að beita ofbeldi við mig; en aðvörunarorð
Praga hljómuðu í eyrum mér—,,Búist við áhlaupi
frá Þeiin á hverju augnabliki þegar þér sýnist
vera hvað óhultastur. ‘ ‘ Eg heyrði óminn af þeim
allan síðari hluta dagsins, og þegar Nauheim kom
heim óvanalega seint og borðaði mat sinn í mesta
flýti, fór ómur þessi hækkandi.
Síðaii hluta dagsins keypti eg vopn—sverð-
staf og marghleypu; og meðan eg var einn setti
eg vandlega á mig stofuna, þar sem fundurinn
átti að verða, innganga hennar og útganga. Þaö
var gluggi í einu horninu, sem hægt var að opna
til að komast út í ferhyrndan garð á bak við hús-
ið. Hjá honutn hugsaði eg mér að sitja, ef svo
skyldi fara, að mér kæmi vel að komast út í
snatri.
Eg hafði satt að segja ákveðið að stíga djarf-
legt spor á fundinum, og fyrirfram gat eg ekki
vitað til hvers það leiddi.
Þegar fundartíminn kom.tók eg sæti mitt og
aðgætti mennina jafnóðum og þeir komu iun; og
í sæti mínu reyndi eg að koina taugum mfnum í
sem bezt ástand og hugsa mér hvern leik í skák
þeiiri, sem nú var 1 þann veginn að byrja upp á
líf og dauöa, og sem svo ósegjanlega mikið var
undir komið, eða gat verið, fyrir alla hlutaðeig-
endur.