Lögberg


Lögberg - 12.05.1904, Qupperneq 5

Lögberg - 12.05.1904, Qupperneq 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 12. MAÍ 1904. 5 hermennirnir upp á þiljur aftur og skutu á Rússa þangaö til skip- inu var sökt meö annarri spreng- ingu. Margir japönsku foringj- arnir og liðsmennirnir fyrirfóru sér heldur en að lenda í höndum Rússa. Samkvæmt skýrslum Japansmanna sjálfra fórust ekki við þetta tækifaeri nema 73 menn. — Með frábærum dugnaöi hefir Japansmönnum tekist að koma miklu liði yfir um Yalu-fijótið og inn á Manchúríu. Varð þar or- usta mikil sunnudaginn 1. Maí og unnu Japansmenn frægan sigur. Um mannfall þeirra vita menn ekki með vissu, en Rússar kann- ast við að hafa mist þar hátt á þriðja þúsund manns. Rússar urðu að hrökkva undan norður eftir og yfirgefa mikið af byssum og öðrum hergögnnm og lítur mjög þesslega út, að þeir séu ekki fremur menn á móti Japans- mönnum á landi en á sjó. — Jap- ar.smenn hafa nú tekið verzlunar bæinn Dalny skamt frá Port Art- hur; þaðan fengu Port Arthur bú- ar nauðsynjar sínar og er því bú- ist við, að þar verði bráðlega vistaskortur. KirbjuJ>ing;sboð. Hér með auglýsist almenningi í söfnuðum hins ev. lúterska kirkju- félags íslendinga í Vesturheimi, að ársþing þess næsta—hið tutt- ugasta — byrjar, ef guð lofar, föstudaginn 24. Júnínæstkomandi með opinberri guðsþjónustu, er hefst kl. io}4 að morgni. Það verður haldið í hinni nýju kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Winni- peg. Við guðsþjónustuna í þing- byrjun er ætlast til að allir þing- menn verði til altaris. Söfnuðurinn gæti þessað útbúa hvern einstakan erindsreka, sem þeir senda til kirkjuþingsins, með vottorði frá safnaðarstjórninni, um að hann hafi verið löglega kos- inn til þess hlutverks. Hinir fastákveðnu íundir banda lagsins og sunnudagsskólans, sem halda á í sambandi við kirkjuþing- ið, verða sérstaklega auglýstir fyrir fram. Á trúmálafundi þessa kirkju- þings er ákveðið að rætt verði um kröfur safnaða til presta sinna. Winnipeg, 7. Maí 1904. Jón Bjarnason, forseti kirkjufélagsins. Vantar, nú þegar, unga stúlku til vinnu að verzlun í klæða og álnavörudeild. Verður að tala vel ensku og íslenzku. Umsækj- endur skrifi tafarlaust, ákveði kaupgjald er þeir vænta og til- taki menn er meðmæli geta gefið. M. Martin & Co. Churchbridge, Assa. Engir verkir. Bezta hreinsunarlyf, 6em engir verkir fj’lgja er 7 Monk’s pillur. XI, Paulson, 660 R06S Ave., seiu' Giftingaleyfisbréf jKUDLOFF GREIFI.j „Hvatvísi frænda yðar var um missætti það að kenna, prinz, “ sagði barúninn, ,,og einvígi það var þvert á móti ráðlegging okkar og þrá- beiðni. Viðvíkjandi sambandi Praga við þessi mál okkar síðan er það að segja, að í þess konar málum getur maður ekki slegið algerlega hend- inni á móti neinni hjálp sem býðst, hvaðan sem hún kemur, eins og þér skiljið. En samband hans við mál okkar er lítilfjörlegt mjög og ekki nema á yfirborðinu. “ ,,Dráps frænda míns hefir enn ekki verið hefnt, “ svaraði eg alvarlega. ,,Þess verður bráðum hefnt, “ sagði barún- inn drýgindalega. ,,Já, sannarlega, “ svaraði eg og lézt mis- skilja hann, ,,því að eg ætla mér að kalla mann- inn til reikningsskapar. “ ,,Ekki þó fyrri en við höfum komið málum okkar í framkvæmd. “ ,,í fyrsta sinn þegar fundum okkar ber sam- an,“ sagði eg gálauslega. ,.Slíkt tjáir ekki!“ hrópaði barúninn við- stöðulaust. ,, Sjáiö þér ekki hvað þér eruð að gera, prinz? Þér segið okkur, að ef þér fallið, þá snúi Minna kántessa við okkur bakinu þegar að því er komið, að alt hepnist; og þó lýsið þér yfir því í sömu andránni, að þér ætlið að stofna lífi yðar í þann voða að berjast við einn af fræg- ustu skylmingameisturum Norðurálfunnar. Lang- ar yður til að eyðileggja alla fyrirætlun okkar?“ ,,Mig langar til aðhefna hansfrænda míns!“ sagði eg einbeittur. ,,Nema ef Nauheim greifi, sem tilvonandi meðlimur fjölskyldunnar, eöa ein- hver annar herra þessara, er nógu hollur kán- tessunni til að taka þetta aö sér. “ ,,Eg berst ekki við leigða morðingja, “ urr- aði Nauheim. ,,Það er enginn maður í Bavaríu fær um vopnaviöskifti við Praga, “ sagði barúninn; og mér var ánægja að vandræðum hans. “ ,,Sé svo, þá skjótið manninn!" sagði eg ill- úðlega. ,,En sannast að segja er mér óskiljan- legt hversvegna þið leyfðuð Gústaf að berjast við hann ef ykkur stendur svona mikill ótti af sverði hans. “ ,,Okkur var þá ekki jafn kunnugt um hina óttalegu vopnfimi hans; og frændi yðar gerði ekkert úr honum og trúði því ekki, að hann væri það, sem hann þóttist vera, “ sagöi barúninn. ,,Eg trúi því ekki heldur, “ svaraði eg með ákafa, og eg sá, að mér hafði tekist, eins og eg vildi, að koma því áliti inn hjá þeim, að í sum- um greinum væri eg sérlega varkár, en í sumum aftur á móti gálaus, og þeir höfðu sannfærst um það, að því skilyrði mínu fylgdi full alvara, að ef eg yrði tekinn af lífi, þá hætti Minna frænka mín við alt. Eg áleit því óþarft að tala frekar um þetta. ,,Þér eruð sannur Gramberg-maður, prinz, það er auðsætt, “ sagði barúninn og brosti. en sýndi þó, að hann var órólegur. .,Og eg er hræddur um, að þér verðið okkur erfiður. “ Það var tilgangur minn, en ekki þó eins og hann átti við. ,,Getur verið, “ svaraði eg óvúngjarnlega og stutt. ,,En hvað segið þið nú um skilyrði þessi?“ ,,Við getum gengið að þeim ef þér skuld- bindið yður til að flana ekki út í neinar hættur fyr en starfi okkar er lokið. Að öðrum kosti hætti eg að minsta kosti við alt nú, þó óþægi- legt sé. “ Eg hefði getað skellihlegið að því með hvað mikilli alvöru hann sagði þetta, því það sýndi, hvernig eg hafði getað snúið á hann. Eg hikaði við áður en eg svaraði, eins og eg væri að hugsa mig um. ,,Já, það er sanngjarnt, að eg skuldbindi mig til þess, “ sagði eg. ,,Egskal bíða. Það verður ekki lengi. “ ,,Innan hálfs mánaðar, með guðs hjálp, veröur alt um garð gengið, “ sagði Heckscher barún innilega. Síðan stóð hann upp og sagði með ákafa miklum: „Herrar mínir, guð bless drotningarefni vort — Minnu Bavaríudrotningu. Blessun guðs hvíli yfir henni og láti hana færa þessu truflaða ríki frið. Við nafn guðs sver eg hinum nýja Bavaríustjórnara hollustueið. “ Hann rétti upp hægri hendina og sór þennan tvíræða yfirskinseið, og allir viðstaddir fóru að dæmi hans. Það var hátíðleg athöfn og eg flýtti mér að nota tækifærið. ,,Nú skulum við allir undirskrifa yfirlýsing- una, “ sagði eg stillilega. Barúninn dró fram það sem áður hafði verið undirskrifað—stutt og einfalt skjal, er skuldbatt alla, sem undir það rituðu, til hollustu; og hon- um sýndist óljúft að sleppa hendi sinni af því. Hann tók sjálfur afskrift af því og brendi það síðan. Eg gerði enga athugasemd viö þetta, né hvernig skjalið var orðað, því það var nægi- lega hættulegt til þess, sem eg hafði í huga. Fundarmenn skrifuðu undir afskriftina, og eg tók eftir því, að barúninn ætlaði sér að veröa síð- astur. ,,Eg gekk síðastur í félag þetta og skrifa því síðastur undir, “ sagði eg hæglátlega og lagði skjalið fram fyrir hann. Hann langaði til að mótmæla þessu, það sá eg, en hafði enga gilda ástæöu. Sem stóð, að minsta kosti, hafði eg alt í hendi mér. Hann ritaði nafn sitt'hægt og, að þvfer mér virtist, nauðugur, og þegar því var lokið ýtti hann skjalinu yfir að hinni hlið litla borösins, hélt í það með annarri hendinni, en með hinni benti hann mér á, hvar eg ætti að skrifa nafn mitt. Eg sá, að augnamiö hans var hið sama og mitt—að varðveita skjal það, sem gat kostað líf allra þeirra, er undir það rituðu. En það var eitt aðalatriðið í fyrirætlun minni að ná skjalinu og nota það síðar eftir þörfum. Og hann sá ekki við mér. Eg lét ekkert á því bera, hvað eg hafði í huga, heldur tók pennann og virti hann fyrir mér. ,,Þetta verður frægur penni í sögunni, “ sagði eg og horfði á hann. Þegar eg svo bjó mig til að skrifa undir, þá misti eg pennann, og þegar eg laut niður til að taka hann upp, braut egviljandi af honum snáp- inn, og formælti um leið klaufaskap mínum. ,,Nú jæja, þarna er annar penni, “ sagði eg og kipti um leið skjalinu úr hendi barúnsins, gekk með þaö að öðru borði og skrifaði undir áður en hann var búinn að átta sig. Síðan þerraði eg KORNVARA Aðferð okkar að fara með korn- J flutninga er næstum því fullkomin. Þegar þér hafið kornvöru að selja [ eða láta flytja, þá verið ekki að hraðrita okkur fyrirspurnir um verð á staðnum, en skrifið eftir upplýsingum um verzlunaraðferð ! okkar. Thompson, Sons & Co. Grain Commission Merchants, WINNIPEG. Bankarar: Union Bank of Canada. £ £ REYNID EiNN BOLLA af PTONEER KAFFI og þér munuð aldrei framar kaupa óðrent kaffi til þess að brenna heima fyrir. PIONEER er óblandað kaffi, brent á réttan hátt og er ágætur og ilmandi drykkur. Óbrent kaffi léttist um eitt pund af hverjum fimm við brensluna. Biðjiö um PIONEER KAFFI Blue Ribbon M'fg C., Winnipeg. \ UP BY T- . BLUE RIBBONMFSCO 1 WIWMIPE6 1 fimmiimmMUMútmmiuiuiumímuum skriftina, braut skjalið saman og stakk því í vasa minn eins og slíkt væri í alla staði eðlilegt. En eg sá mennina líta hvern til annars með hálfgerðum ótta. Eg vissi, að þetta var hættu- spil, en eg gerði það samt og mér hepnaðist það. Sem herra kastalans og eini ættingi drotn- ingarefnisins skal eg vandlega varðveita þessa yfirlýsingu ykkar um hollustu og trygð, þessa nýju frelsisskrá Bavaríu, ‘ ‘ sagði eg eins hátíð- lega og inér var frekast unt um leið og eg stóð upp frá borðinu ,,í nafni frænku minnar þakka eg fyrir alla hjálp ykkar, og lofa því einlæglega og af heilum huga, að þiö skuluð fá örláta viður- kenningu fyrir alla fyrirhöfn ykkar. Upp frá þessum tíma helgar hún ríkinu líf sitt. Hvað mig snertir, þá fullvissa eg ykkur um þaö, að þó eg gengi síðastur í bandalagið, þá skal enginn reynast duglegri, ákveðnari, eða árvakrari en eg í máli þessu. Guð blessi Minnu Bavaríudrotn- ingu!“ * Þeir tóku undir þaö, en því fylgdi enginn innileiki, nema hjá þeirn tveimur, sem eg vissi að voru einlægir; og eg hafði gætur á öllu, því eg bjóst við einhverskonar árás. En ekkert var sagt til að reyna að ónýta fyrirætlun mína; og eftir fáein uppgerðar lofsorð barúnsins yfir því sem gerst haföi um kveldið, var fundinum slitið. Þegar mennirnir fóru, sá eg það greinilega, að gjörðir mínar höfðu haft mikil áhrif á þá; þeir höfðu að minsta kosti sannfærst um það, aö eg var ekki maður sem óhult var að reyna að leika með. En starf mitt var nú að eins hafið. XI. KAPITULI. JAFNVELEINN þEGN GETUR MYNDAÐ KÓNGSRÍKI. Eftir að allir fundarmenn voru farnir og eg haföi séð þá barúninn og Nauheim greifa verða samferða út og í óðaönn að bera saman ráð sín, sat eg einn stundarkorn og ieit meö talsveöri á- nægju yfir ávöxtinn af vikuverki mínu í Munchen, og hvað stórkostlega ástandið hafði breyzt við af- skifti mín af málunum. Eg inundi vissulega ganga óhultari til svefns vegna þess hvað mikils virði mér hafði tekist að gera líf mitt í augum þeirra; því eg gerði því skóna, að þeir mundu ekki ráðast að mér fyr en þeir hefðu breytt áætlun sinni. Hvað mundu þeir gera? Eg yfirvegaði það vandlega, velti þvf fyrir mér á alla vegu, eins og eg vissi að gamli barúns-óþokkinn mundi vera að gera á því sama augnabliki—nema hann vasri þá j þegar búinn að hugsa sér ráð, og hefði tekið j Nauheim út með sér til að aö segja honum frá ! því. \ Það skildist mér strax, að hvað sem þeir gerðu næst, þá mundi þaö mikið snerta Minnu. Hún var ásinn, sem alt innra samsærið snerist uin. Meðan hún væri sjálfri sér ráðandi og gæti gert þaö sem eg sagði—algerlega hafnað öllu ráðabrugginu og opinbcrlega afsalað sér öllu til- kalli til ríkis—, þá mundu þeir ekki snerta við mér. En óðara og þeir næðu henni á sitt vald, þá misti eg hald á þeim. Þeir þyrftu mín þá ekki framar við, heldur yröi eg í vegi. Eg gat í- myndaö mér hvað þá kæmi næst. Eg ásetti mér því að verða fyrri til og sýna Nauheim greifa í tvo heimana; og það vildi svo vel til, að hann gaf mér tilefniö. Eftir að eg hafði setið þarna einn á að gizka klukkutíma, kom hann inn og gerði sér ekkert far um að leyna þvf, að hann var í illu skapi. Þegar ilt var í honum, var hann of mikill dóni til að •gæta þess, að eg var gestur hans. Hann gekk regingslega inn í stofuna, tók sér vænan drykk af brennivíni og vék síðan að mér. ,,Eg býst viö þér álítiö, aö yður hafi tekist fjandans vel að leika aðalmanninn og ráðaöllu?“ ,,Mér hefir ekki tekist sem verst, “ svaraði eg og ypti öxlum. ,,Mér er forvitni að vita, hvað þetta skilyrði yðar viðvíkjandi giftingu minni á að þýða,—eg kalla það fjandans afskiftasemi. “ ,, Allir hinir skildu hvað það þýddi; það er víst óþarft að hafa það upp aftur. “ ,,Ó, eg veit hvað þér eigið við. En hvern fjandann kemur yður það við? Er það tilgangur yðar að koma algerlega í veg fyrir giftingu þessa? Yður tekst það ekki, skuhið þér vita, svo það er _ ekki til neins að reyna það. “ ,,Eg vildi heldur tala um familíumál við yð- ur þegar þér eruð—“ eg ætlaöi að segja ódrukk- inn, en stilti mig og sagði f þess stað — ,,þegar þér eruð í betra skapi. “ ,,Hvað meinið þér með því?“ hrópaði hann óður af reiöi. ,,Eruð þér að gefa í skyn, að eg sé drukkinn?“ og hann stóð upp og gekk fast upp að mér. Þá var eins og hvíslaö vaíri að mér, hver til- gangur hans væri. Hann ætlaði að láta okkur sinnast út af giftingarfrestinum, og ef til vill fara í ryskingar til þess að reyna á þann hátt að ná skjalinu úr vasa mínum. ,,Eg vi! heldur, að samtal þetta haldi ekki áfram núna, “ sagði eg rólegur. , ,En það verður nú svo að vera,hvort sem þér viljið eða ekki. Eg ætla mér ekki að láta yður ríða skafiajárnað yfir mig, skal eg segja yður. Þér gerið svo vel að biðja mig fyrirgefningar á því að geía í skyn, að eg væri drukkinn. Heyrið þér það?“ ,,Mér dettur ekki í hug að biðja yður fyrir- gefningar á neinu, “ sagði eg hastur. , .Einmitt það? Við skulum vita, “ hrópaði hann í hærri róm; og svo sá eg hann velta viljandi um koll boröi, sem flöskur og glös stóðu á. Það varð hávaði mikill þegar borðið með öllu áslengd- ist í gólfið, og á næsta augnabliki komu tveir þjónar inn í stofuna. Eg áleit, að þetta hefði veriö fyrirfram á- kveðið merki, því að á sama augnabliki og þjón- arnir komu, lagði hann hendina á handlegginn á mér, horfði ógnandi framan í mig og formælti mér. ,,Þér farið ekki út úr stofunni fyr en þér biðjið fyrirgefningar, ‘ ‘ sagði hann og kallaði mennina til sín. Eg hélt mér býsna rólegum. Það tók mig ekki lengi að hrista hendina á honum af mér, og eg horfði í augu honum með svo haröneskjulegu og einbeittu augnaráöi, að hann gugnaði, hörfaði undan og skifti litum þó hann fól væri. ,,Eruð þér vitstola, Nauheim greifi, að reyna að láta mig gleyma því að eg er í yðar húsum?“ ,,Nei, eg er hvorki vitstola né drukkinn; en þér skuluð iðrast þess, sem þér hafið gert í kveld. Komið þið, “ kallaði hann aftur til manna sinna. Eg veit ekki hvað hann ætlaði sér að gera, því að á næsta augnabliki gerði eg honum alt ó- mögulegt. Eg þreif til marghleypunnar, sem eg hafði í vasa mínum, miðaði henni beint írainan í and- lit þjónanna og skipaði þeim með þrumandi rödd að hafa sig tafarlaust á burt úr stofunni. Þeir létu ekki segja sér það tvisvar, heldur lögðu á flótta upp á líf og dauða Og yfirgáfu herra sinn, sem stóð eins og hálfviti á miöju stofugólfinu. Eg lét þá marghleypuna í vasa minn aftur og vék mér að honum. ,,Segið mér nú, þegar við erum orðnir einir tveir, hvað þér ætlið yður að gera, “ sagði eg. En hugrekki hans haföi lagt á flótta ekki síður en þjónarnir, og með vesallegum uppgerð- ar hlátri stundi hann upp þeirri lýgi, að þetta hefði alt verið spaug; og svo sneri hann sér und- an til að hylja hræðslu sína og fékk sér annan teig af brennivíni. Eg sá tækifæri mitt, og notaði það.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.