Lögberg - 21.07.1904, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.07.1904, Blaðsíða 1
B rúöa r gj a f ir. Við h&fum fallegt úrval af silfurborð- % búnaði; hentugar brúðarftjafir. Ágœtir brythuifar og borðlampar. Anderson & Thomas, 638 Main Str. Hardware. Telephone 339. i| y 17. AR. i Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 21. Júlí 1904. ♦!5®E!S!iR!BSSai«iS!«8!SaSR SKS® jSKSi TOSS&rtMSgT I En n ine i ra. ríí —— af reiðbjólum nýkomið. Þau eru f\ rir- taks góð. Ef Jér ætiið að kauya hjó!, j á komið og skoðið þau íem við hðfutn. Anderson & Thomas, 53S Maln Str, Hardware. Telephone 339, §| Merki: svartnr Yale-lás ■} . v&æs&Aw ixiums ^&xœsn-sMim I I » g Bi NR. 29. Fréttir. Úr ’ölluni áttuni. Paul Kruger, fyrverandi forseti í Transvaal, dó í bænum Clarens í Sviss hinn 14. þ. m., tæpra sjö- tíu og níu ára að aldri, þrotinn aö heilsu ogkröftum. Hann haföi oft á síðustu árum látið þá ósk sína í ljósi, að hann yrði jarðaður við hlið konu sinnar f ættlandi ■sínu, og samkvæmt umsókn frá ættingjum hans hefir nú enska stjórnin leyft að flytja þangað lík hans. í ráði er að reisa stórt sykur- gerðarhús í Calgary í Norðvestur- landinu, sem áætlað er að kosta muni um átta h'undruð þúsund dollara. Mun það fyrirtæki verða öflugur þáttur í því að beina stór- kostlegum innflytjendastraum til Calgary-héraðsins. Á fimtudaginn var varð skaði talsverður í bænum Hilton, Man., og þar í grend, af stormi og stór- rigningu. Auðmenn nokkurir frá Frakk- lándi, Belgíu og víðar úr Norður- álfunni eru nú á leiðinni vestur um haf. Ætla þeir að ferðast um í Manitoba og Norðvesturlaudinu til þess að skoða sig um með þeim ásetningi að setjast hér að og byrja búskap og griparækt í stór- um stíl, og jafnvel einnig gefa sig við kolanámi. Síöastliðinn sunnudag var meiri hiti í Chicago. en komið nefir þar í þrjú ár undanfarið. Þrír menn dóu af afleiðingum hitans og margir veiktust. Ensk og þýzk póstskip og vöru- flutningaskip hafa rússnesk her- skip tekið á Rauðahafinuog rann- sakað. Hefir það vakið mestu ó- ánægju bæði í London og Berlín, að slíkri aðferð skuli vera beitt Við skip þeirra þjóða, er engan hlut eiga í ófriði Rússa og Japana. Víða í suðurhluta Rússlands lítur nú út fyrir uppskerubrest og þar afleiðandi hallæri og hung- brsneyð. þeir hafi nægilega mikiö í sjóði til þess að geta haldið út árlangt. Theodore Hertzl, formaður Zíonista hreyfingarinnar er nýlega dáinn í Yínarborg í Austurríki. Hann var aðalforgöngumaöur þeirrar hugmyndar, nú í seinni tíð, að stofna nýtt Gyðingaríki á Gyðingalandi. Jarðarför hans var hin fjölrnennasta er sézt hefir í Vínarborg og voru þar saman- komnir Gyðingar víðsvegar að úr Norburálfunni. Sá er við landstjóravöldunum tók á Finnlandi í stað Bobrikoffs, er skotinn var, heitir Obelensky, og er fursti að nafrbót. Hefir hann orð fyrir að vera einn hinn harðráðasti og‘grimmasti af aðals- mönnunum rússnesku. Sérstak- lega kom harka hans í Ijós í Gyð- ingaóeirðunum á Rússlandi í fyrra- vor, er hann lét Kósakkana brytja niður varnarlausar konur og börn svo sleitulaust, að .jafnvel rúss- nesku stjórninni þótti nóg um að- farirnar. Útnefning hans til lands- stjóra á Finnlandi mun, að flestra áliti, hafa það í för ineð sér, að annaðhvort verði Finnland innan skamms algerlegainnlimað í Rúss- land og allar þjóðernishreyfing- ar brotnar þar á bak aftur, eða þá að almenn uppreist verði hafin þar gegn harðstjórn Rússa, að hverju sem slíkt kynni að verða. Fulltrúi Bandaríkjanna í Kon- stantinopel, höfuðborg Tyrklands, hótaði soldáninum því nýlega, að Bandaríkin mundu senda herskip sín þangað, nema fullnægt væri vissum kröfum, er hann haföi fram að bera frá stjórn sinni á hendur Tyr.kjum. En kröfurnar eru í því innifaldar: að kennuruin frá Ameríku séu veitt sömu rétt- indi og annarra þjóða inönnum við skóla þá, sem sjórnað er þar af útlendingum; að Ameríku- mönnum sé veittur sami réttur og öðrum útlendingum til þess að reka atvinnu á Tyrklanfti, og að fulltrúi Bandaríkjanna skuli hafa beinan aðgang að því að semja við soldáninn persónulega um við- skiftamálefni.. í vikunni sem leið náðu toll- þjónar í New York fjörutíu köss- fim með silkivarningi og tóbaki, úá Kína og Indlandi, sem laumað hafði verið þar á land, án þess greiöa toll af. Tuttugu menn fórust í járn-1 kfautarslysi, skamt frá Chicugo, í' v*kunni sem leið, og inargir fengu nieiösli meiri og minni. ^tórkostlegt verkfall verk- ^nna á kjötniðursuðuhúsum í ^hicago byrjaði hinn 12. þ. m. 1,1 hr átján þúsundir manna í, ^hicago hafa lagt niður vinnu. | Eins og vanalega gengur, þar( Sein verkföll eíga sér stað í stór-' ltni stíl, hafa ýmsar óeirðir og lnanndráp átt sér stað í borginni. 1 ^ökum verkfalísins hefir kjöt ^aekkað mjög í verði í Chicago. j líkindi eru talin á því, að verk- falliö geti staðið lengi yfir, og að ^insta kosti hefir formaður verk- iallsmannanma lýst því yfir að! Ung stúlka í Vicksburg, Miss., sem í nokkura mánuði 'var búin að vera trúloíuð málafærzumanni í Montreal sá sig um hönd nú fyrir skönnnu og sagði unnusta sínum npp. Hóf hann þá skaða- bótamál á hendur föður hennar, sem er ríkur stóreignamaður. Meðal annars gerir hann föður stúlkunnar reikning fyrir einum kassa af perum, mörgum tylftum af ,,Bananas“, tveimur kössuin af brjóstsykri og tveimur dollur- um fyrir hvern klukkutíma sem hann hafi eytt í samvistir við dóttur hans. Úr dómkirkjunni í bænum Ka- zan á Rússlandi var nýlega stolið líkneskjum af Maríu mey, Kristi og St. Nikulási. Líkneskin voru öll hlaðin dýrustu gimsteinum. Santos Dumont, loftfarinn frakkneski, sém getið var um í Lögbergi hinn 30, f.. m., er hætt- ur við að keppa um loftsiglinga- verðlaunin á St. Louis sýning- unni. Flugbelgurinn á loftfari hans varð fyrir svo miklum skemd- um í St. Louis, annaðhvort af völdum einhvers óviðkomandi, eða keppinauta hans tilvonandi, að hann segir ekki hægt að gera næganlega vel við hann á skemri tíma en tveimur mánuðúm, og mundi aðgerðin kosta yfir álta þúsundir dollara. Dumont er far- inn aftur á stað heim til Frakk- lands. ' Aðfaranótt síðastliðins laugar- dags varð talsverður skaði af þrumuveðri í Morris, Man. Nýtt íbúðarhús, sem næstum var full- gert, braut elding niður tilgrunna, málþræðir slitnuðu og fleiri skemdir urðu. Kornhlaða í Cartwright, Man. brann til ösku á sunnudaainn var. fargjöld, til þess að komast til sín vestur um haf. Sú fjölskylda fórst öll. Norðmaður einn. John Vik að nafni, f Dallas, Wis. misti konu sína, þrjátíu og sex ára gamla, og fimm börn, hið elzta þrettán ára ög hið yngsta fjögra ára gamalt. Maður þessi flutti vestur fyrir hálfu öðru ári síðan Og hafði farnast svo vel, að hann gat nú í vör sent familíunni nægi- legt fé til þess að komast vestur fyrir, og ætlaði sér nú að byrja búskap. Mörg eru dæmin fieiri þessu ’lík í sambandi við þetta voöaslys. Tveir sendimenn frá Búum í Suður-Afríku eru nú að feröast um hér vestra til þess að skoða sig um og leita að hæfilegu ný- lendusvæði handa löndum sínum. Úimm hundruð fjölskyldur frá Transvaal nýlendunni hafa f í henni voruyfireitt þúsundbush. |h ju 6 flytja hingað til Cana. af höfrum,-og hveiti og flax þar að auki, sem alt ónýttist. I bænum Elizabethpool í land- eignum Rússa í Asíu sunnan og vestan undir Kákasusfjöllunum var landstjórinn skotinn til bana á sunnudaginn var. Skaut morð»- inginn á hann sex skambyssuskot- um, og forðaði sér undan að þvi búnu. da ef sendimönnunum skyldi ast vel á landið, sem ekki er efa að verði. lít- að „Mutual Life“ félagið í New York, stærsta lffsábj’rgðarfélagið í heimi borgaði út um helgina sem leið dánarkröfu sem nam hálfri miljón dollara. Maðurinn sem ábyrgðina hafði gekk í félag- iö í Nóvembermánuði í haust er leið, og dó, eftir uppskurð við botnlangabólgu, hinn 20. Júní síðasl. j Læknir á Indlandi, E. R. Rost ; að nafni hefir nú tekist, sam- kvænit fréttum í stórblaðinu ,.Tives“ í Lonaon á Englandi, að finna meðal við holdsveiki. í borginni Burmah á Indlandi, þar jsem læknirinn á heima, hefir 1 meðalið verið reynt við eitthundr- að sjúklinga, og við þrjátíu sjúkl- inga annars staðar á Indlandi. I Fjórir sjúklingarnir segir fregnin að séu orðnir albata og fjöldinn allur af hinum á góðum batavegi. StrícTið. Það gengur seint þófiö á Liao Tung skaganum. Japansmenn h^fa að því er virðist allan hug- ann við að vinna Port Arthur, en Meir en hálf miljón manna sóttu sýninguna í St. Louis vik- una sem leið, og var þó veður ggngur seigt og fast því að bæfinn ekki sem ákjósanlegast. Fyrri part vikunnar voru þar miklar rigningar og ákaflegur hiti seinni partinn. Ösamlyndið milli páfastólsins i Rómaborg og stjórnarinnar á Frakklandi fer stöðugt vaxandi. Stjórnin espar biskupana til þess að óhlýðnast páfanum í ýmsum , , , .v. , ,hafá orðið |)e:m að bana, en nu efnum, og afleiðingin heflr orðið 1 , , , , . ., , , - 1 n ,• « er su frett borin tu báka. Sunnu- su, að páfinn hehr skipað morg-1 , . , . „ ; , .daginn 17. lulí varð snörp orusta, um þeirra að segja af sér em-' J (er rammlega víggirtur og mikill liðsafli til varnar. Ekki heflr liði Kuropatkins og Kr.rokis enn lent J saman fyrir alvöru, en smáorust- j ur eru stóðugt háðar og mannfall italsvert í liði beggja. Fyrir jskömmu fréttist, að 30,000 Jap- 'ansmenn hefðu fallið úti fyrir , Port Arthur, sprengivélar áttu að bættum sínum. Þessu boði páf-1 ans hafa biskuparnir ekki gefið neinn gaum, samkvæmt bend- j ingu frá kirkjumálaráðgjafa Frakklands. Stjórnin á Frakk- landi heldur því fast fram, að samkvæmt satnningum páfastóls- ins og hennar verði páfinn jafnan að fá samþykki stjórnarinnar til að víkja mönnum af klerkastétt- inni frá embætti, eða fiytja þá úr landi. Páfinn reynir á ýmsan hátt að æsa þjóðina gegn stjórn- inni, J)ó ekki hafi það haft neinn áranguf enn sem komi^ er. sem lauk Jiannig, að Rússar urðu frá að hverfa og mistu, eftir þeirra eigin sögusögn, á annað þúsund Margir hafa um sárt að binda síðan slysið kom fyrir með fólk- flutningaskipið ,,Norge. “ Þannig hafði Svfi nokkur, Hákon ívar- son að nafni, er heima á nú í Parkers Prairie, Minn., kominn þangað fyrir einu ári síðan, sent konu sinni og sjö börnum þeirra manns. Fyrir skömmu komu Rússar skipu.n inn í Miðjarðarhafið úr Svartahafinu, sem sögð voru hlaðin kolum, en þegar þau voru komin inn í Rauðahafið kom það upp, að þetta rar ekkert annað en albúinn herskipafloti. Höfðu byssur og annar útbúnaður verið í lestinni undir þunnu kolalagi. Nýlega hafa skip þessi tekið brezkt skip og rannsakað skjöl þess og enn fremur þýzkt póst- skip, sem tekið var að herfangi regna þess þar höfðu fundist vör- ur, sein óleyftlegt átti að vera að flytja með því skipið ætlaði til Japan. Þetta tiltæki Rússa hefir vakið hina mestu eftirtekt og þyk- ir benda til þess, að Norðurálfu- þjóðirnar geti ekki lengur látiS stríðiö afskiftalaust,* enda hafa Englendingar sent herskipaflota til Alexandríu, er að líkindum á að taka fram fyrir hendur Jiessara rússnesku víkinga. Samkvæmt löguni eiga Tyrkir að varna Svartahafsflota Rússa útgöngu um Dardanellasundið á stríöstímum, en annaðhvort hefir Rússuin tekist að fara í kringum gæzluliö soldánsins eða þá hitt, að Tyrkir hafa gengið í heimullegt bandalag rneð Rússum, og lftur mjög út fyrir, að svo muni vera, því að nú á ný hefir tveimur skip- um í viðbót við víkjngaflota þenn- an verið leyfð útsigling. ' Reynist það svo, að Tyrkir hafi á þennan hátt rofið sarnninga og hjálpað Rússum, þá geta Englendingar ekki lengur setið hjá aðgerðalaus- ir, því að þeir eru samkvæmt samningi við Japansmenn skyld- ugir að veita J?eim lið ef tvö ríki sækja að þeim. Eðlilegar afleiðingar. Meðferðin á svertingjum í Suð- urríkjum Bandaríkjanna er nú farin að hefna sín á sumum stöð- um á annan liátt en við va'r búist, en þó eðlilega. Þeir eru sagðir vondir svertingjarnir og fjarri því að vera æskilegir borgarar. Get- ur gjarnan verið; en þeir hafa þar syðra þótt gott vinnufólk, og víða í Suðurríkjunum ekki um annað fólk verið að ræða til vissrar vinnu. Svertingjadráp (lj'nchi?igs) færast fremur í vöxt, svo á sumum stöð- um er þessi ógæfusami kynfiokk- ur aldrei óhræddur um líf sitt. Og svo hafa svertingjarnir verið í sumum ríkjunum sviftir borgara- ' legum réttindum og geta því ekki lengur með atkvæðum sínum hlynt að því, að þeir kömist til embætta, sem þeim eru helzt vin- veittir. Nú hafa svertingjarnir fiutt burtu úr heilum bygðarlög- um.þar sem þeir hafa verstri með- ferð mætt og engrar borgaralegr- ar verndar notið. Fyrir nokkur- um árum gáfu bygðarlög þessi af sér ríkulega. uppskeru, en liggja nú óyrkt. Booker T. Washing- ton, svertingjahöföinginn góð- kunni, tók það nýlega fram á hvítra manna fundi í Alabama- ríkinu, að hvftir menn yrðu að gera sér grein fyrir því sem áreið- anlegum sannindum, aö þeirgætu ekki látið svertingjana, sem þeir drepa á vetrum, vinna með hlú- járni og plóg og keyra múlasna á sumrum. Svertingjar neita,sagði hann, að yrkja baðmull f reykn- um af kofum J)eirra, sem hvftir menn brenna, og meö lík myrtra bræðra sinna fest upp meðfram veginum á almannafæri. Og nú er þetta að koma fram. Svert- ingjarnir flýja bygðarlögin, þar sem þeir mæta verstri meðferð.og um hvíta vinnumenn í stað þeirra er þar ekki að ræða. Vinnulýð- urinn í Suðurríkýunum mörgum er aðallega svertingjar. Ur bænum. og grendinni Veðráttan er frekar vætusöm og hafa rigningar gert talsverðar skemdir á láglendi. Víðasthvar í Manitoba og Norðvesturlandinu er hveitispijetta í góðu lagi og upp- skeruhorfur hinar beztu; en engja- lönd eru víða svo biaut, að hey- skapur hlýtur að byrja seinna en ella. Uppskeruhorfur í Norður- Dakota eru fremur illar víðahvar vegna ofvætu og kulda. Bandalag Fyrsta lút. safnaðar hefir ákveðið að leigja sérstaka járnbrautarlest og fara skeintiferð til Winnipeg Beach 12. Ágúst næstkomandi. Bandalagið vonar, að sem flestir fslendingar veiði með í skemtiferð þessari, til j?ess hópurinn verði sem stærstur, o°r c> lofar að láta ekki sitt eftir liggja að gera þeiin daginn sem ánæju- legastan. Nákvæmara verði r þetta/auglýst í næstú blöðum. Nýja-ísland hefir verið gert að sérskildu dómhéraði og hefir Myers dómari ákveðið að setja héraðs- rétt á ■ Gimli 6. Okt. 1904, 9, Febr. og S. Júní 1905. Alla dag- ana verður rétturinn settur kl. 10 árdegis. Hinn 15. þ. m. sigldu 132 ís- lenzkir vesturfarar frá Glasgow með Allanlínu-skipinu Sicilian, þeir ættu að koma ti! Winnipeg um mánaðamótin. Utsala á bæjarvatni, tán þess að leiða það inn í húsin, er nú byrjuð hér í bænum. Meí> því að renna J)ar til gerðum smámerkj- um inn í vélar, sem e.ru í sam- bandi við vatnsleiðsiuna og reist- ar víðsvegar um bæmn, getur nú almenningur orðiö bæjarvatnsins aðnjótandi. Tuttugu og fimm merki fást fyrir fimm cent, og fyrir hvert merki sem stungið ei í vélina skilar hún Jiremur gailón- um af vatni, eða sem svarar einni vatnsfötu af vanalegri stærð. Helgi Einarsson héðan úr bæn- um, flutti í síðastliðinni viku til Grass River, Ma«. Hann og syn- ir hans hafa eignast }>ar land, sem þeir fara nú að búa á. Vönduð peysuföt úr klæði fást að 313 Toronto st. Það kemur sér vel að eiga þau á íslendinga- daginn í næsta mánuði og áþorra- blótinu að vetri. Mikil eftirspur'n er eftir vinnu- mönnum, írá bændum hingaö og þangaö úti um land. Kaupið, sem boðið er, er frá tuttugu og fimm til þrjátíu dollarar um mánuðinn. Ásgeir Sveinsson og kona hans, að 618 Toronto st. mistu barn á fyrsta ári, hinn 16. þ. m. Islenzkir sýningargestir eru hér með mintir á það, að kvenfélag Fyrsta lirt. safnaðar selur veit- ingar í sýnirigargarðinum. Síð- astliðið sumar var það alment viðurkent, aö þær hefðu betri og betur framreiddar veitingar en nokkurir aðrir, sein þar höfðu greiöasölu á hsndi. Mr. Þorgeir Símonarson biður Lögberg að geta þess, aö utaná- skrift til sfn verði framvegis: Box 119, Blaine, Wash.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.