Lögberg - 28.07.1904, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.07.1904, Blaðsíða 1
iXL&iiÚ&i. lúicij&ti:' íÚi&ÍLÍiii'* | Íi rúða rgj a f i r. Við höfura fallegt úrval af silfurborð- búnaði; hentugar brúðarjtjaflr. Ágætir Þ: brj-thnifar og borðlamiiar Anderson & Thomas, ia 638 Main Str. Hardware. Telephons 339. i r- ........................1 | bn n mei ra. uf reiðhjóium nýkon-ið. Þau etu fyrii- g taks góð. Ef þér ætiið að kauya h;ó!, þá ij 1 komið og skoðið þau sem við höfum. Anderson & Thomas, gj 53S Main Str, Hardvvare. Telsphone 339, | fe Metki: svartur Vsle-lás ♦ 'SöHiiX&xifíMV-í. :-.-.T.*.v.va', 17. AR. Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 28. Júlí 1904. NR. 30. Fréttir. I Fimtán ára- gamall drengur, ■ bóndasonur nálægt Gretna, Pétur | Heibert aS nafni, druknaði í Pem- ! bina-ánni á laugardaginn var. Úr ölluni áttum. Á leiðinni frá Toronto til Fort Frances hvarf póstsending, meS hátt á annað þúsund dollara, á miSvikudaginn var. Hver valdur er aS hvarfinu er enn ekki upp- víst orðið. hafði hann veriS að baða °g og hætt sér of langt frá landi, en kunni ekki að synda, Strætisvagnar í Nevv York rák- ust á, og yfir tuttugu manns urðu fyrir allmiklum meiðslum, í vik- nnni sem leið. Rússar eru nú alvarlega byrj- aðir á ,,að hreinsa til“ á Finn- landi. Núna í þessum mánuði hafa horfið þrír finskir prófessor- ar við háskólann í Helsingfors. Seinast vita menn það til þeirra, að verið var að flytja þá áleiðis til Pétursborgar og voru þeir þá í járnum. Hvað svo hefir verið gert við þá vita menn ekki. Hús margra annarra prófessora hafa verið rannsökuð. Einn af pró- fessorunum, sem horfið hafa, heit- ir Wrede, barón að nafnbót, og einn af nafnkendustu mönnum Finnlendinga. Hvort þessi of- beldisverk standa í nokkuru sam- baadi viö víg BoLiikoffs vita menn ekki. Mögulegt et að stjórnin sé að eins með þessu framferði að sýna Finnum, að enginn þeirra á meðal sé óhultur fyrir hinum langa refsingararmi hennar. Tíbetbúar vilja nú gjarnan semja frið við Breta, en herfor- ingi þeirra, Younghusband, gefur ekki kost á að sinna þeim málum, fyr en hann sé kominn áleiðis til Lhassa, höfuðborgarinnar í land- inu. Segist hann þá muni vilj- ugur taka sáttaumleitunum af hendi landsmanna. Ráðherra utanríkismálanna við páfahirðina í Rómaborg, Merry Del Val kardínáli, hefir beðið um lausn frá embætti sínu, sökum ó- samlyndis viö hina kardínálana við hirðina. Gefa þeir honum að sök aö hann, með áhrifum sfn- um á páfann standiívegi fyrir því að viðunanlegar sættir komist á milli páfastólsins og stjórnarinn- ar á Frakklandi. En páfinn hefir svo miklð álit á hæfileikum kardí- nálans, að hann hefir neitað að taka lausnarbeiðni hans til greina. Frá því sýuingin í St. Louis var opnuð, hinn 30. Apríl síöast- liðinn, og þangað til hinn 16. þ. m., hafa fjórar miljónir og sjö hundruð þúsundir manna sótt hana. Aldrei hefir tala gestanna neinn daginn á þessu tímabili náð eitt hundrað þúsundum, nema daginn sem hún var opnuð, og svo aftur 4. Júlí. Þann dag voru þó sýningargestirnir í St. Louis rúmum helmingi færri en á Chi- cago-sýningunni 4. Júlí 1893. Boris stórfursti á Rússlandi og frændi keisarans var fyrir nokkuru síðan sendur til ófriðarstöðvanna í Austur-Asíu, og átti hann þar að taka til starfa, undir yfirstjórn Kuropatkins aðalherforingjans. Stórfurstinn hlýddi skipuninni tafarlaust og lagði á staö, en til þess að stytta sér stundir þar austur frá, tók hann með sér ,,sökkhlaðinn byrðing af fjörug- um snótum“ og nægar birgðir af vínföngum. Þótti Kuropatkin koma hans og framferði hafa svo siðspillandi áhrif, að hann veitti honuin ávítur. En stórfurstinn brást þannig við að hann veitti Kuropatkin áverka rneð sverði sínu. Sendi Kuropatkin nú keis- aranum skýrslu um framferði frænda hans og var þá stórfurst- inn óðara kallaður heim. Kuropatkin sendi kvenfólkið á eftir honum heimleiðis, þó ekki fengi það eins skrautlega vagna til heimferðarinnar og það hafði komið á austur þangað. Verkfall stálgerðarmannanna í Sydney, N. S. er nú til lykta leitt að lokum, og hefir það kostað eina miljón dollara. Ákafur hiti var vikuna sem leið í sveitunum kring um London, ■Ont. Töluvert af gripum drapst þar af sólstungu um það leyti. Lestarstjóri á póstflutningalest, sem í voru tólf vagnar hlaðnir af póstflutningi, misti vald yfir lest- inni er hún var á ferð í halla skamt frá Owen Sound á suunu- daginn var. Fór lestin út af spor- inu og brotnaði í spón en menn komust af. John Perdicaris, grfski Banda- ríkjamaðurinn, sem ræningjafor- inginn Raisuli hafði í haldi í Mor- okko, er nú f París. Hann hefir látið þá skoðun í ljósi að Frakkar muni þurfa á talsverðum herafla að halda ef þeir vilji gera sér nokkura von um að haldayfirráð- unum yfir Morokko. Ástandið þar segir hann vera mjög ískyggi- legt og ekki muni veita af að senda þangað að minsta kosti tíu þúsundir hermanna, ti þess að koma þar á friði og spekt. Ef Frakkar hiki við að beita her- valdinu, gegn fiinum herskáa og rángjarna landslýö, muni innan skams alt veröa þar í uppnámi, og óstjórnog agale)rsi ná yfirhönd- inni, svo Bandaríkin verði neydd til að skerast í leikinn. Perdi- caris ræður til að gefa Raisuli, sem hánn kallar færasta mann landsins, fullkomin j^firráð í Tan- gier og þar umhverfis. Segir hann það eina ráðið til þess að óspektunum linni. En þeim til- lögum mælir konsúll Bandaríkj- anna í Tangier fastlega á móti, Enn.eru Tyrkir byrjaðir á að myrða Armeníumenn. í sex þorpum hafa þeir nú myrt hvern einasta karlmann og kvalið og limlest konur og börn. í einu víð- lendu héraði þar í Armeníu háfa Tyrkir nú um nokkurn tíma drep- ið frá sextíu til áttatfu Armeníu- menn á hverju lcveldi. Ibúar í þorpú einu, sem flúið höfðu í örugt vígi, þar sem böðlarnir ekki kom- ust að þeim, voru gintir af Tyrkj- um, með loforðum um að þeir skyldu látnir óáreittir, til þess að hverfa heim aftur. En ekki voru þeir fyr komnir þangað en Tyrkir réðust á þá og drápu hvert manns- barn. Meðfram alfaravegunum í Armeníu er fult af dauðra manna búkum, meira og minna limlest- um. Engar tilraunir hafa stór- þjóðirnar enn gert til þe« að koma f veg fyrir þessar hryllilegu aðfapir. McLeod, undirforingi frá Fort Chippewyan, Athabasca, kom með Indíána nokkurn til Edmon- ton, N. W. T. á laugardaginn var, sem ákærður er fyrir að hafa borið út tvö börn sín, dreng fjögra ára gamlan og stúlku á öðru ári. Leit var gerð að börn- unum þegar menn urðu áskynja um hvarf þeirra. Fundust að eins fataræflar þeirra og ljós merki sáust um að þau höfðu orð- ið úlfunum að bráð. Indíáninn var dæmdur til tveggja ára hegn- ingarvinnu, og tók dómarinn það fram, að ef hér hefði verið um hvítan mann að ræða mundi þyngri dómur hafa verið upp- kveðinn, en hið andlega ástand fangans yrði hér að takast til greina. Börnin hafði Indíáninn skiiið eftir alein úti á víðavangi, án nokkurar aðhlynningar, og augsýnilega í þeim tilgangi að losna við að hafa nokkur þyngsli af þeim. Fréttabréf. Pine Valley, 16. Júlí 1904. Kæra Lögberg! Eg hefi verið að bíða við, hvort eg sæi ekki neitt í Lögbergi úr bygð þessari, en það hefir ekki verið sjáanlegt, svo eg sezt nú niður í annað sinn að .hripa héðan fáar línur. Það s'eni af er þessu sumri hefir verið eitthvert þaö úr- kotnumesta sumar, sem menn muna eftir; hver stórrigningin á fætur annarri með litiu millibili; þá sjaldan hafa komið góðir og þurrir dagar, þá hefir marg borg- ast fyrir þá, svo hér hefir verið mjög slæmt umíerðar. Útlit á öllu sáðverki er þvf rýrt, jarðepli víða druknað, gras- spretta fremur góð, einkanlega þar sem hálent er; á lægra landi er gras rýrara og stafar ]?að af of mikilli bleytu. Gripir eru hér fremur rýrir. Flugurnar hafa átt góöan þátt í því aö halda þeim frá að fitna. Kýr hafa mjólkað fremur illa, sem ekki er furða, þar sem bæði rigningar og fiugur hafa verið til að ónáða þær. Smjör er í góðu verði.fimtán cent pundið; egg átján cer.t tylftin. Nú nýskeð var hér á ferðinni S. Jónasson land-inspector, að taka skýrslur yfir eignir manna, sem búnar eru að vera hér nógu lengi og uppfylla skyldur á lönd- um sínum til að geta eignast þau. Mr. Jónasson hélt til hjá Mr. P. Pálma^ni á meðán hann dvaldi hér og þurftu því allir, sem hann vildu finna, að koma þangað. Mr. Jónasson tók vel á móti öllum og sýndi það, að hann hafði ein- lægan vilja á því, aö sem flestir gætu orðið eigendur að jörðum sinum. Betri mann gátum við ekki kosið okkur. Því miður gat hann ekki í þetta sinn heimsótt okkur alla, en bjóst við að koma seinna og þá að sjálfsögðu að fara um og yfirlíta, og væri vonandi að hann þá hitti á betri tíð og þurrari vegi. Við erum Mr. Jón- assop þakklátir fyrir komuna. Eg las í Lögbergi síðast, þar sem taldar eru upp prestþjónustu- lausar bygðir, að Pine Valley bygðin er talin með. Það gladdi mig að heyra, að prestar kirkju- félagsins hugsa þó til okkar, því vart mun nokkur íslenzk bygð meir þurfandi fyrir kristilega að- stoð en þessi, og vildi eg óska þiss af heilum hug, aö kirkjufé- lagið gæti miðlað okkur að ein- hverjuleyti af vinnukrafti þess. Lítið hefir verið um samkomur hjá okkur í sumar, þó má geta þess, að 4. Júlí hélt Mr. Th. M. Halldórsson samkomu, en hvað þar var á prógrami get eg ekki um sagt, — dansað að kveldinu, og ailir, sem þangað fóru, lýstu á- nægju sinni þegar heim kom. Um pólitík ætla eg ekki að vera fjölorður í þetta sinn, en eitt er víst, að farið er að brydda á því, að n enn muni ekki allir verða á sai.m bandinu þegar til atkvæða- greiðslu kemur næst. Heilsufar yfirleitt gott, þó ætla eg að geta þess, að Mr. B. Thor- valdson var að setja upp girðingu á landi sínu og hjó sig í fótinn og var lánsmaður, að hann ekki tók tærnar af. Hann hefir nú verið frá verkum í 7 vikur og er langt frá þvf að vera jafngóður enn. Menn mega ekki síður ^ara gæti- lega með axir en önnur hættuleg verkfæri. Eg man nú ekki eftir, að eg hafi meira að skrifa þetta sinn, og læt því staðar numið. Pine Valley búi. Otto, Man., 23. JÚIÍJ904. Herra ritstjóri Lögbergs! Viltu gera svo vel og ljá þess- um fáu línum rúm í þínu heiðraða blaði ? Þann 14. Júlí hélt herra Páll Reykdal samsæti sveitungum sín- um og vinum, eftir að hann kom heim úr skemtiferð frá Swan River, að afstaöinni gíftingu sinni f Winnipeg, og voru þar saman- konmir um 40 manns í húsi herra C. Breckmanns aö Lundar. Voru þar veitingar af öllu tagi, mjög snyrtilega fram bornar, undir for- stöðu húsfrú C. Breckmanns. þar voruj ungu hjónunum fluttar heillaóskir af ýmsuni og sungin íslenzk kvæöi, og svo var dansaö það sem eftir var nætur unz sól rann úr ægi, og fóru þá allir heim glaðir og ánægðir. Yfir höfuö þótti öllum samkoman hin skemti- legasta sem haldin hefir verið hér. Hér ber fátt til tíðinda. Góð líðan fólks yfirleitt. Menn eru farnir að verða langeygðir eftir Oak Point brautinni, því ekkert er hún farin að stawfa enn þá. Grasspretta f löku meðallagi, en þó munu flestir byrja heyskap í næstu viku. H. P. Dundonaki lávarður hefir verið kallaður heim til Eng- lands og á þar að gera grein fyrir athæfi sínu-hér í Canada við yfir- boðara hans. Síðan hann var rekmn hefir hann verið á ferðinni og vakið æsingar gegn stjórninni og þjóöflokkaríg, sem alt hlýtur að skemma fremur en bæta sam- komulagið milli Englands og Can- ada. Mr. Winston Churchill lýsti nýlega yfir því í brezka parla- mentinu, að enginn gæti neitaö því, að andstæðingar Canada- stjórnar hefðu notað Dundonald sem pólitískt verkfæri fyrir flokk sinn; og Sir Henry Campbell- Bannermann, leiðtogi andstæð- inga fiokksins í brezka parlament- inu, sagði, að athæfi Dundonalds væri ,,grave piece of bad taste. “ D.;Mrs. S. Goodman, Mrs. Stef- ánsson og Mrs. Breiðfjörð—allar frá Alberta-nýlendunni; Kristján Jónsson frá Baldur og Tómas sonur hans; Friðrik Friðriksson og Bjarni Loftsson frá Lögberg, Assa., (hinn síðarnefndi á leið til íslands í skemtiferð); B. D. West- mann og kona hans frá Church- bridge, Assa. Skemtif-erðir á symnguna. IðnaðarsVningin. Dominion-sýningin í Winnipeg var sett á þriðjudaginn, en ekki á mánudaginn, eins og til var ætl- ast. Athöfn sú hófst með venju- legri átveizlu og ræðuhöldum.sem helztu þjóðskörungum, fylkisþing- mönnum og vinum sýningarfélags- ins er boðið til. J. T. Gordon, M.P.P. og fors. félagsins, skipaði heiðurssætið í veizlunni og kall- aði fram ræðumennina. Til hægri handar honum sátu: Sir Daniel H. McMillan fylkisstjóri, Dubuc yfirdómari, R. P. Roblin stjórn- arformaður, Wm. Mackenzie for- seti C.N.R. félagsins og Rev. dr. Sparling skólastjóri. Til vinstri handar forsetanum sátu; Clifford Sifton innanríkisráðgjafi, Sidney Fisher akuryrkjumála-ráðgjafi, Sir William Van Horn, T. Sharpe borgarstjóri og C. C. Chipman formaður Húdsonsflóafélagsins.— Ræður fluttu: J. T. Gordon, Clif- ford Sifton (aðal-ræðuna), Sidney Fisher, R. P. Roblin, Sir Wm Van Horn og Wm. Mackenzie.— Að loknum ræðunum var gengið út og sýningin opnuð á þann hátt, að forsetinn afhenti fylkisstjóran- um lykil, en hann aftur innanrík- isráðgjafanum, Clifford Sifton. Með lykli þessum opnaði Mr. Sifton lás á flaggstöng og fiaug þá brezki fáninn upp í stangar- toppinn. Á undan og eftir sere- mónfu þessari voru lúðrar þeyttir og skotið af fimtán fallbyssum, og jafnframt afhjúpaðist mynda- stytta af buffalóuxa upp á turni byggingarinnar. Á sýningu þessari er margt merkilegt að sjá, en )>ar er líka margt sýnt, fyrir aukaborgun.sem fremur er til augnabliksskemtunar en verulegrar "uppbyggingar og ættu menn að sneiða hjá sem flestu af því tagi, en verja heldur tímanum til þess að skoöa sýn- ingarmuni og skepnurnar. C. P. R. félagið hefir gefið út skrá yfir sérstakar aukaferðir til þess aö flytja sýningargesti. í viðbót við hinar vanalegu ferðir er bætt tuttugu og einni aukaferð frá ýmsum stöðum í landinu. Á þriðjudaginn, hinn 26. var auka- ferð frá Manitou, Brandon og Minnedosa. Á miðvikudaginn, hinn 27. frá Souris, Emerson og West-Selkirk. Hinn 29., föstu- dag, frá Brandon, Emerson og 1 eulon. Hinn 30., laugardag, frá Rat Portage. Hinn i.Ágúst, mánudag, frá Emerson og Teu- lon. Þriðjudag, 2. Ágúst, frá Manitou, Brandon og Minnedosa. Hinn 3. Ágúst frá West-Selkirk, 4. Ágúst frá Souris og Rat Por- jtage og 5. Ágúst frá Emerson, Teulon og Brandon. Þeir, sem nota sér þessar ferðir, geta staðið við her í Winnipeg að minsta kosti í þrettán klukkutíma, og fargjaldið er mjög mikið niður- sett. Tilnefning til ríkisem- bœtta í N. 1). Islenzkir syningargestir eru með færra móti enn sem kom- ið er, hvernig sem þvf víkur viö. Vér höfum ekki Orðið varir vi<5 aðra en þessa: Mrs. P. Pálmason frá Pine Valley; Mrs. Thorunn Stuart frá Pheasant Forks, Assa.; Jónas K. Jónasson frá Narrows; Einar Hnappdal frá Hallson, N. Á flokksþingi North Dakota re- públíka, sem haldið var í Grand Forks miðvikudaginn þann 20. þ. m., var samþykt svolátandi state ticket. Presidental Electors — B. S. Russell, Stutsman; Roger Allin, Walsh ;Samuel Richardson, Ward; F. A. Schreiber, Mercer. Governor—E.Y. Sarl^s, Traill. Lieutenant governor— David Bartlett, Cooperstown. Congress—Thos. T. Marshall, ( Oakes, A. J. Gronna, Lakota. j Justice Supreme Court—N. C. j Young, Cass; Edward Engerud, Cass. Secretary of State—E. F. Por- ter, Melville. Auditor— H. L. Holmes, Bath- gate. Treasurer—A. Peterson, Sar- : gent. i School Superintendent—W. L. Stockwell, Walsh. Attornev General—C.N. Frich, Lakota. InsuranceCommissioner—E. C. Cooper.i Grand Forks. Commissioner of Agriculture— W. C- Gilbreath, Morton. Railrpad Commissioner—C. S- Diesem, LaMoure, chairman; John Christanson, McHenry; Eric Stafne, Richland.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.