Lögberg - 15.09.1904, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.09.1904, Blaðsíða 1
| Winnipeg minjagripir: fc Tviblaðoðar árav á lOe, 20C. 2óc og §| E 50c; eldspítus'okkar 85c oe Söcf pipai- :.3 §S og saltbankar 25c; bjöl)ur2öc, Sp Allir velkomnir. Anderson Thornas, 538 Main Str. Hardwnre. Telep)|ona 339 J | Úrkeðjuskraut § Litlir skrúfulykiar, klaufbaratar, kot- s- ít uxir, sjútrarabrýni. trésnifðutól, linif- ■■■. ar af ýmsri gerð: alt silfrað og Rj'it. 0 | Verð 35 cents. | Anderson & Thomss, S; B38 Main Str. Hardware. Telephone 33í. | j| Merki: svartur Yale-Iás. 17. AR. Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 15. Sept. 1904. NR. 37. Fréttir. Úr ölluin áttum. Hinn nýji landstjóri á Finn- landi, Obolensky ofnrsti, tók viö embætti sínu seint f Ágústmánuöi, og ætlaði bann að vörmu spori aö leggja á stað í feröalag um landið til þess að kynna sér ástandið. Foringi umbótaflokksins á Finn- landi, sem heflr aðsetur sitt í Parísarborg á Frakklandi, hefir lýst því vfir að hann hafi litla trú á endurbótaloforðunum, Finn- landi til handa, er keisarinn aug- lýsti við fæðingu ríkiserfingjans. Telur hann loforð keisarans standa á veikum fótum, og umbæturnar þó þær kæmust í framkvæmd nú koma langt of seint. Segir hann að keisarinn hafi veriö neyddur til að gera þessar yfirlýsingar, en þær eigi ekki rót sína í neinu vin arþeli, sem hann heri í brjósti sér til finsku þjöðarinnar. Eingöngu lífhræðsla keisarans ætlar hann að hafi konrið honum til að lofa end- urbótunum, en þau loforð öll inuni hann afturkalla, jafnskjótt og hann sjái sér fært, eða þori á það að hætta. í rússneska héraðinu Bessara- bíu, segja þýzk blöð að Gyðingar hafi nú fyrir skömmu veriö myrt- ir og limlestir hrönnum satnan. Það var f þessu sama héraði, sem hin hryllilegu Kichenev morð á Gyðingum fóru fram í fyrra. Svo er sagt að rússneskir prestar hafi nú æst lýðinn gegn Gyðingum meö því móti að telja honum trú um að G}ðingar væru orsökin í stríðinu milli Rússa og Japans- manna. Jafnframt eru þar ýmsir flugumenn á ferð er telja alþýð- unni trú um að Gyðingar hafi nú fengið fullkomin borgaraleg rétt- indi á Rússlandi, og muni þeir, þar af leiðandi, innan skamms sölsa undir sig öll yfirráð í land- inu. Á Klondyke eynni, fyrir utan Dawson brann sögunarmylna um síðastliðin mánaðamót og mikið af efnivið og dýrum verkvélum. Er skaðinn af eldinum metinn á áttatíu þúsundir dollara. Banda- ríkjafélag átti eignir þessar sem brunnu. Sjö vikur eru nú liðnar síðan tuttugu og sex þúsundir vefara og annarra verkainanna í bómullar- verksmiðjunum í Fall River, Mass., gerðu verkfall og ekkert útlit er enn fyrir að samningar komist á né tekið verði aftur til starfa í verksmiðjunurn að sinni. Fólksflutningalínurnar, sem skip eiga í förutn yfir Atlanzhafiö liafa enn ekki getað orðið ásáttar um fastákveðin fargjöld. Jafnvel er búist viö aö fargjöldin muni verða sett enn meira niður eftir miðjan Októbermánuð í haust. Maður að nafni Thomas Kenne- dy, frá Winnipeg, fanst örendur á stræti einu í Toronto um fyrri helgi. Rann strætisvagn yfir hann á sporbrautinni seint um kveldið, en sterkur grunur leikur á að það hafi ekki orðið honum að bana, heldur hafi hann verið myrtur, og líkið síðan verfð lagt á brautina, í þeim tilgangi að hylma yfir glæpinn. Viö rann- sókn á líkihu kom það í ljós, að maðurinn var ekki nýlátinn, er hann fanst, og styrkir það grun- inn um aö svik séu í tafli. Tals- vert af peningum vissu rnenn að hann hafði haft undir höndum, seinast er hann sást á lífi, en ekki fundust á líkinu nema að eins fá- ein cent. Maðurinn, sem skaut Plehve, rússneska ráðherrann, í sumar, er sagt að nú sé strokinn úr fangels- inu í Pétursborg. Vinir hans hjálpuðu í kouiast undan, og veit enginn hvaö um hann hefir orðiö, enn sern komið er. Kona nokkur í Boston, Mass., skaut á mann sinn með marg- hleypu, fyrra laugardag, en hepn- aðist þó ekki að ráðahonum bana. Þegar lögreglan kom, og ætlaði að grípa konuna, hafði hún búið sér til vígi í framstofunni og skaut þaðan á lögregluþjóninn, sem varö sár til ólífis. I fimm klukku- tíma tókst henni að halda vörn uppi, og var búin að skjóta fimtíu skotum, áður en hún varð hand- sömuð. Slátrara verkfallið í Chicago er nú loksins á enda kljáð. Við verkfalliö hafa nálega firntíu og þrjár þúsundir manna verið meira og minna riðnir, og nemur vinnu- tjón það er þeir hafa orðið fyrir, fimm miljónum og eitt hundrað þúsuiidum dollara. Tap vinnu- veitendanna er, aftur á móti, sagt að muni ekki vera minna en sjö miljónir ogfimm hundruð þúsund. Á meðan á verkfallinu stóð voru í Chicago, einni saman, tuttugu og séx þúsnnd og sex hundruð manna er þátt tóku í því og jafn- margir utanborgar í nærliggjandi sveitum. Mennirnir taka nú til vinnu aftur undir sömu skilyrðum og voru er verkfallið hófst. Fávizka „Heiinskrini>lu“. í síðustu viku reynir ,,Heims- kringla að sýna það með tölum, að Laurier-stjórnin hafi á stjórn- arárum sínum lagt aukna skatta á Canada-menn með hækkuðum vörutollum, sem hún stöðugt kall- ar ýmist ,,skattbyrði“ eða ,,toll- byrði“ til þess að koma því að, að háir skattar séu tilfinnanlegir fyrir þjóðina. Út á það höfum vér ekkert að setja, því að sann- arlega eru háir tollar þjóðinni b y r ð i og hækkaðir tollar henni a u k i n h y r ð i. En það kemur einkennilega fyrir, að sjá þetta í ,,Heimskringlu“, sem heldur því eindregið og afdráttarlaust fram, að tollarnir verði hækkaðir ef aft- urhaldsflokkurinn nái völdunum. Fyrst hún skilur þaö, aö auknir tollar leiða til aukinna skatta, þá er það illa gert af henni að mæla meö tollhækkun. Skyldi annars nokkur einasti lesandi ,,Heimskringlu“ trúa því, að Canada-menn borgi hærri tolla nú en þeirgerðu fyrir átta árum síðan? Skyldi vera til nokkur einasti læs inaður í Canada, sem ekki veit það, að meö Fieldings- toll-löggjöfinni læ'kkuðu innfiutn- ingstollarnir að rniklum mun? Það vita allir. Einmitt fyrir hina rniklu tolllækkun eru verksmiðju- eigendurnir í Austur-Canac’a að reyna að koma Laurier-stjórninni frá völdum. Á hverju þingínu eftir annað hefir leiðtogi aftur- haldsfiokksins gert tillögu um tollhækkun. Það, sem Laurier- stjórninni er mest til foráttu fund- ið, er tolllækkunin, og það, sem lienni verður örðugast við að stríða við næstu kosningar, eru peningar hátollamannanna, sem notaðir verða við þá, sem ekki bera meiri virðingu fyrir sjálínm sér en svo að hafa askvæði sín til sölu. — Og samt er ,,Heims- kringlu" nógu ósvífin til að halda því frarn við lesendur sína, að Laurier-stjórnin hafi lagt á menn auknar hyrðar með hækkuðum tollum. Frjálslyndi flokkurinn hélt því fram áður en hann kom til valda, eru ekki nákvæmlega réttar—við því er ekki aö búast—, en þær eru ekki fjarri lagi það sem þær ná. Þær eru í rauninni ekki nema partur af skýrslum og þess vegna ekkert á þeim að græða. Nú skulum vér taka þetta brot upp úr ,,Hkr. “ og bæta þar við því, sem hún stelur undan, og munu allir lesendur Lögbergs vera svo reikningsfróðir, að þeir sjá, aö tollarnir hafa stórum lækkað síðan Laurier-stjórnin tók við þrátt fyrir það þó tekjurnar hafi hækkað. Og svo væntum vér svo góðs af ,,Hkr. að hún birti skýrslurnar í heilu lagi við allra fyrstu hentugleika. Á stjórnartlö afturhaldsmanna. aö ef innflutningstollarnir lækk- Ár Tolltekjur. Innfl. vörur. 0tl. viSskifti. 1S90 S31.5S7.072S 1121,858,241 $218,607,360 IS91 30,314,151 119,967,638 218,384,934 1S92 28,446.157 127,406,068 241,369,443 1S93 29,321,367 129,074,268 247,638,620 1S94 27,579,203 123,474,940 240,999,889 1S95 25,446,199 110,781,682 224,420,485 1S96 27.759,285 118,011,508 239,025,360 Á stjórnnrtíft frjálslynda flokksins. 189S $29,576,456,« 5140,323,053: $ 304.475.736 1S99 34,958,069 162,764,308 321,661,213 1900 38,242,223 189,622,513 381,517,236, I^OI 3S. 743,550 190,415,525 386,903,157 I£02 43,389,112 212,270,158 423,910,444 1903 49,015,506' 241,214,961 464,065,685 uöu þá yxu tolltekjurnar, ,því að með háu tollunum væri vörunurn haldið út úr landinu; að með lækkuðum tollum kæmist á verzl- unarsamkepni í landinu, og toll- arnir yrðu mikilsverð tekjugrein landsjóðs—rynnu í vasa þjóöar- innar í stað vasa verksmiðju- mnnanna með því að útiloka samkepni og gera þeim hægt að hafa vöru sína eins óvandaða og dýra og þeim sýndist; að með lækkuðum tollum ykjust útlend viðskifti slórum og Canada-menn hættu ekki einasta innkaup sín heldur fengju aukinn og betri markað fyrir vörur sínar. Og þetta hefir alt hókstaflega ræzt. Engum lifandi manni kemur til hugar að neita því, að tolltekj- urnar hafi stórum vaxið síðan Laurier-stj’órnin kom til valda. Hefði ekki sú orðið reyndin á, þá hefði frjálslyndi flokkurinn ekki staðið við loforð sín. Tekjur landsins þurftu að vaxa, og Laur- ier-stjórnin má vissulega vera stolt af að hafa komið því til leið- ar án þess aö leggja neina aukna byrði á þjóðina eða, réttara sagt, meö því að létta byrði af þjóð- inni. Með hátolla fyrirkomulagi aft- ! urhaldsmanna fóru útlend við-J skifti minkandi ár frá ári og þá auðvitað tolltekjurnar jafnframt. Með lágtollafyrirkomulagi frjáls- lyndu stjórnarinnar hafa viðskift- in farið vaxandi ár frá ári og toll- tekjurnar að sama skapi. Það hefir margsinnis verið fram tekið í Lögbergi að það hafi verið J afturför en ekki framför í landinu undir stjórn afturhaldsmanna. J Skýrslan fsíðustu,,Heimskringlu“ sannar það. Þar er sýnt, að toll- ^ tekjurnar árið 1890 hafa verið nálægt fjórum miljónum dollara meiri en árið 1896 undir sömu( tolllöggjöf. Það sýnir að við- skiftin höfðu farið minkandi, og sú minkun stafaði af afturför og engu öðru. Skýrslurnar í ,, Heimskringlu“ Með því að slíta skýrsluna í jsundur reynir ,,Hkr. “ að láta | liana verða Laurier-stjórniitni til ! fordæming;ar. En sé henni lof- að a.ö standa í heild sinni eins og; hún birtist hér, þá er hún stjórn- inni til stórsóma og ætti ein að nægja til að sannfæra alla um það, að landið sé betur komiö undir stjórn Sir Wilfrid Lauriers og frjálslynda flokksins heldur en afturhaldsmanna, og að breyting væri hin mesta fásinna. Þvert á móti betri vitund held- ur ,,Hkr. “ því fram, að Laurier- stjórnin hafi lagt á menn hærri tolla. Það sýnir hún með því hverju hún stal undan af skýrsl- unni. En það lýsir meira en meðal fávizku að gera sér von um að nokkur trúi henni eftir alt sem á undan er gengið út af tollmál- unum. Þaö er fleira í þessu „Heims- kringlu“ blaði, sem ekki verður leitt hjá sér athugasemdalaust, en verðu*- að bíða næsta blaðs. Um stríðið niilli Rússa «<j Japaiismanna. Fyrverandi ráðgjafi samgöngu- málanna í Japan, er Kencho Su- yematsu heitir, hefir nýlega látið álit sitt um stríðiö í ljósi á þessa leið: ,,Vér Japanar vitum, að í þessu stríði voru við Rússa erum vér að berjast við sterkari þjóð en vér erum. Oss er það fullkomlega ljóst, að Rússar hafa miklu fleiri hermönnum á að skipa og miklu meiri peninga en vér. Vér höf- um verið neyddir til að leggja út í ófriðinn. Vér erum að berjast fyrir tilveru vorri sem þjóð og vonir vorar um sigur eru bygðar á því, að vér vitum, að Rússum er ómögulegt nokkuru sinni að koma við nema litlum hluta af öllum heratla sínum í einu í að- sókninni. Flutningur á miklum herafla til Manchúríu og viðhald hans þar er enginn hægðarleikur fyrir Rússa, en mjög auðvelt fyrir oss, sem eigum heima á næstu grös- um. Takmark vort er að brjóta upp Síberíujárnbrautina á smá- köflum, hingað og þangaö, og koma þannig í veg fyrir beinar samgöngur tnilli Rússlands og ó- friðarstöðvanna, svo engir flutn- ingar komist þá leið í gegn. Jafn- vel þó sigursæld japanska flotans hafi hingað til verið í bezta lagi og vel viðunandi, þá búumst vér þó við enn meiri sigurvinnihgum af hálfu landhersins. Vér höfum lagt miklu meiri rækt við landher vorn en sjóliðið og kostað til hans mikið meiru. Og svo er eitt atriði‘enn: Hyer einn og ein- asti af hermönnum vorum er ein- dreginn föðurlandsvinur.sem legg- ur út í stríðið hafandi þá óbifan- legu hugmynd í brjósti sér, að enginn hhitnr sé dýrölegri á jarö- ríki, né eftirsóknarverðari, en aö berjast og deyja á vígvellinum fyrir land sitt og þjóðerni. Trú- arhrögð vor og þjóðareinkunnir eru þannig, að flestallir af mönn- um vorum eru elcki einungis vilj- ugir til, heldur jafnvel sækjast eftir því að fórna lífi sínu og kröftum fyrir hið heilaga málefni, sem þeir álíta aö hér sé verið að berjast fyrir: tilveru föðurlands- ins og þjóðernisins. Þetta er afl- ið, sem knýr menn vora áíram, svo allir sækjast eftir aö vera settir þar, sem hættan er mest. Þannig hefir verið mjög mikil eft- irsókn eftir því að fara með tund- ursnekkjunum, sem er hættuleg- asta staðan er hægt er að velja sér í stríðinu. Því hefir verið haldið fram, að riddaralið vort væri ófullkomið og gæti aö engu ieyti jafnast við Kósakkana, sem Rússar hafa. Slíkar sagnir veikja að engu leyti t»aust vort á riddaraliðinu, því þær eru bygðar á ónákvæmri þekkingu. Uni undanfarinn tíma höfum vér verið, hægt Og rólega, að búa út riddaralið vort og æfa það. Vér erum nú komnir að þeirri niðurstöðu, að hestar vorir, þó smáir séu, eru miklu þolnari og þurfa miklu minna fóður en stóru hestarnir, sem Rússar hafa. Mikill fjöldi af hermönnum vorum hefir veVið vaninn við reiömensku, og vér erum þess full-öruggir, að bæði þeir og hestarnir mum standa sig betur, þegar tii þarf að taka, en alment hefir verið við búist. Allir hinir leiðandi foringjar í hernum hafa aflaö sér kunnáttu á Englandi, Þýzkalandi og Frakk- landi, og viðburöirnir í stríðinu munu verða ljósasti votturinn um, að þeir hafa fært sér námið vel í nyt. Oss hefir aö vísu fallið það illa, að óvingjarnlegar yfirlýsingar um þjóð vora hafa átt sér stað á !■'rakklandi, en þó erum vér sann- færðir um, að Frakkar verða aldr- ei sainbandsmenn Rússa gagnvart oss í þessum ófriði. Samband þessara tveggja þjóða er eingöngu innifalið í því, að F'rakkar eiga* mikið fé útistandandi í löndum Rússakeisara. Þjóðin á Frakk- landi, í heild sinni, hyggjurn vér að ekki sé oss öndverð. Enn sem komið er eigum vér engar sakir á hendur þeim, en ef þeir snerust á móti oss, mundu þeir þó aldrei ná neinni fótfestu í Jap- an. Þeir yrðu neyddir til að sækja að oss sjóleiðis, og um eng- an hlut eram vér vissari en að fioti vör en meira en nægjanlega mikill og vel útbúinn til þess að sópa Frökkum og þvf skipaliði, sem þeir eiga ráð á, á svipstundu burt úr austurhöfunum. Þar aö auki höfum vér þannig lagaða samninga við Breta, að þeir mundu koma oss til hjálpar ef sainan skyldi draga með Frökk- uin og Rússum. . * Kæmi þetta fyrir, munduip vér ekki búast við neinni vopnaðri hjálp frá. BandaríkjamÖnnum, en þaðan væntum vér hluttekningar og siðferðislegrar aðstoðar. Þeir hafa komið oss í kynni við Vest- urlandaþjóðirnar. Ef vér kom- umst í einhver vandræði í þeim félagsskap, sem þeir hafa leitt oss inn í, þá er ekkert eölilegra en að vér líturn til þeirra til þess að greiða úr flækjunni. Þó vér höfiun sótt hernaðarnám til vort að mun meira til gömlu landanna en til Vesturheims, þá hofum vér lært alla vora stjórnfræði af Banc a íkjamönn- um. Utanríkisráðgjafi vor og verzlunarmálaráðgjafi eru báð- ir útskrifaðir frá Harward há- skólanum, og mesti fjöldi annarra leiðandi manna vorra hafa fengið aðal mentun sína í Bandaríkjun- um. Þó stjórnarfyrirkomulag vort og þeirra sé mismunandi, þá er þó skyldleikinn mestur, ef svo má segja, meö stjörnarfyrirkomu- lagi Bandaríkjanna og voru. Vér stöndum í þeim efnum nær Bandaríkjamönnum en nokkurri annarri þjóð. Það hefir verið margt og mikið talað um hættuna, sem heimin- um gæti staðið af ,,gulu kynslóð- inni, “ en slíkt hefir við engin rök að styðjast. Og eg þori ó- hræddur að fullyrða það fyrir hönd Japansmanna, að þeir hafa enga löngun til að sýna öörum þjóðum yfirgang. Slíkar árásir liggja rnjög fjarri lundernisein- kennum þjóðarinnar. Hvað samhandi voru við Kfn- verja viðvíkur, þá höfum vér gef- ið leiðtogum þeirrar þjóðar fylli- lega í skyn, að það sé ósk vor, að þeir ekki blandi sér neitt í málin. ■ Ito greifi óttast það, að ef Kína kæmist í leikinn, þá mundu hinar illa uppfræddu hermannahjarðir þaðan, ekki gera greinarmun á Rússurn og þeim þjóðum, sem vér erum í vinfengi við, heldur að eins velta sér hugsunarlaust yfir Vesturlandaþjóöirnar hvar sem þá bæri að. Vér óttumst, að Kínar rnundu fljótlega hlaupa á sig og sökin væri síðan látin bitna á oss. Aö síðustu er að taka það fram, aö þó vér vinnum þetta stríð, er það ekki ætlun vor að færa landa- mærin út hið allra minsta. “ íslenzk mannalát í bænum:— Edward Skúli, tæpra tíu mánaða gamall, sonur Skúla Magnússonar 519 Marylandst., lézt 26. Ágúst. —Karlína Jónasína, 5 vikna göm- ul, dóttir Jóhannesar Bergmanns 547 Ross ave., lézt 30. Ágúst.— Ragnar A., tveggja mánaða og níu daga gamall, sonur Helga Þórðarsonar 313 Toronto st., lézt 9. Sept.—Ingvar Búason, B.A., kaupmaður á Ross ave., 30 ára gamall, lézt 13. þ. m. Hann læt- ur eftir sig konu og eitt barn. Jarðarförin fer fram næsta sunnu- dag kl. 2 síðdegis frá St. Pauls kirkjunni á norðvesturhorninu á Notre Dame ave. og Nena st. PÁLL M. CLEMENS byggingameistari. Bakeu Block. 408 Maix St. WINNIPEG- Telephoae 2635

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.