Lögberg - 07.09.1905, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.09.1905, Blaðsíða 4
LOGBERG FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER 1905 4 •sx nefiö út hvern fimtudag af The Lögberq PtoNTINO & PUBLISHING Co.. (lÖRgílt), að Cor. William Ave., og Nena St. Winnipeg, Man.—Xostar $2.00 um árið (á Islandi 6 \fkr. Borgist fyrirfram, Einstök nr. 5 cts, 'Published every Thursday by the Lög- œrg Printing and Publishing Co. (Incorpor- ated). at Cor. William Avenue & Nena St., Winnipeg, Man —Subscription price »2.00 per year, payable in advance. Single ciapies 5 cts. M, PAULSON, Eclitor, 3. A, BL3.VD\t,, n.i3. Mana ger, Atjgls'singar. — Smá-aug,lýsingar í eitt- skifti 25 cent fyrir 1 þml. Á stærri auglýs- iagaa um lengri tíma, afsláttur eftir samn *ngi- Bústaðaskifti kaupenda verður að til- ■iynna skriflega og geta um fyrverandi bú- stað jafnframt. dtanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: The I.ÖGBEKG PRISTING 4 PITIL. Co. P.O, Boxl36., Wlnnipeg. Man. leiephone 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Editor Lögberg, p.o.Bnt 130, tvinnlpeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaups anda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.-Ef kaupandi, sem or í stkuld við blaðið, flytur vistferlum án þessað tilkynna heimilisskiftin, þá er það fftir dómstólunum álitin sýnileg söan- rta fyrir prettvíslegum tilgangi. Friðurinn. I síöasta blaöi var skýrt frá því, að Japansmenn hefðu unniö liaö íil friðar að sleppa kröfum sínum um herkostnað, norðurhluta Sag- ialín-eyjarinnar, herskipin rúss- aesku, sem foröuðu sér inn á út- íendar hafnir, og takmörkun rúss- xiesks herskipaflota við Asíu- strendur. Þessi tilslökun leiddi cðlilega til þess, að vopnahlé er Ííomið á og friðarsamningar svo að segja fullgerðir. í fyrstu datt öldungis ofan yfir Ynenn þegar þessar óvæntu fréttir foárust. Menn skildu ekkert í Jap- ansmöiintim, sem engum gat dulist »ð áttu alt í hendi sinni þar aystra +ng hefðu í næstu atlögu gert út af við her Rússa í Manchúríu 02 tek- íð V ladivostock og þá um leiö ekki einasta náð Manchúríu og Kóreu iv höndum Rússa, heldur tekið frá Í»eim eina l>afnarstaðinn og gert Þeim ómögulegt að hafa nokkurn foerskipaflota framvegis við Asíu- strendur að austan. En því lengur sem máiið er rætt l»vi betur skilja menn það og því uieir vaxa Japansmenn í augum jþjóðanna, en Rússar minka að sama skapi. Frá því stríðið byrjaði hafa Rnssar beðið stórkostlegan ósigur i hverri einustu orustu á sjó og Candi, og það hefir komið betur og foetnr í ljós eftir því sem á leið, að Í»eir gátu aldrei átt sigurs að vaenta, hvað lengi sem stríðið hefði staðið. Japansmenn eru svo mann- imargir, að þeir hefðu framvegis haæglega getað mætt öllu liði því, sem Rússar hefðu komið austur, lánstraust Japansmanna hefir ankist svo víð stnðið, að fjá+skort ijjarti þar ekki verið að óttast. Það var því ekki annað sýnilegt en Hússum væri það miklu meiri foagnr en Japansmönnum að friður faemist á. Japansmenn áttu það í hendi sér að halda Saghalín-eynni aÐri og leggja undir sig Vladivo- stock svo ekki er annað sjáanlegt «1 J»eir hefðu grætt á því að halda stríðinu áfram nokkura mánuði erm þá. En málin stóðu þannig, að Rússakeisara og stjórn hans var engin þægð í friði; herskipastóll- 5nu var farinn, og hvað gerði það keisaranum þó nokkurar þúsundir faegna hans féllu í viðbót við það sem þegar var fallið? Að minsta kosti vildu Rússar heldur berjast, þó það þýddi ösigur, en að gefast upp; heldur láta brytja niður fólk- ið en ganga að neinum þeim samn- ingum sem bæru það á nokkurn hátt með sér, að þeir könnuðust við að vera sigraðir. Japansmenn aftur á móti möttu meira friðinn en sigurvinninga. Þeir gripu í fyrstu til vopna í því skyni að tryggja sér frið — íri'ð fyrir yfirgangi Rússa. Fyrir því börðust þeir, en ekki fyrir peningum né til þess að leggja undir sig lönd. Og það var til þess að tryggja sér frið léng- ur en til bráðabirgða, að þeir vildu láta takmarka herskipastól Rússa þar eystra. Því Rússar eru að því þektir þegar þeir gera friðarsamninga, eða hvaða samn- inga sem er, að halda þá ekki nema á meðan þeir eru að safna kröftum og búa sig undir að geta rofið þá. En sýni Rússar sig i því, að fótumtroða samninga þá, sem nú verða gerðir á milli þeirra og Japansmanna, eins og þeir eru visir til að gera sjái þer sér fært, þá mælist slíkt illa fyrir eins mannúðlega og Japansmönn- um hefir farist. Alment er því treyst, að frið- arsamningarnir hafi varanlegt gildi; en traust það er þó sann- ast að segja aðallega á því hygt, að Rússar ekki muni fyrst lengi vel þora til við Japansmenn — ekki hætta sér í höndurnar á þeim aftur. Herkostnaður Japansmanna frá 1. Febrúar 1904 til 31. Marz 1905 var sagður að vera $678,000,000, eða meira en hálf önnur miljón dollara á dag. Síðan eru liðnir fimm mánuðir og hefir kostnað- urinn að líkindum verið tiltölu- lega eins mikill þá mánuðina. Það var kostnaður þessi, sem Japansmenn fóru fram á, og öll- um þótti sanngjarnt, að Rússar borguðu. En þó aldrei nema j Japansmenn verði sjálfir að hera | kostnaðinn, þá hafa þeir á ýms- j an hátt grætt miklu meira á stríð- | inu en því nemur: grætt meðal annars aðdáun heimsins svo þeir skipa nú sæti á meðal helztu stór- veldanna. John D. Rockefeller. Á undanförnum rnánuðum hafa blöð og tímarit í Bandaríkjunum og jafnvel víðar gengið svo hlífð- arlaust í skrokk á John D. Rocke- feller, auðmanninum mikla og að- almanni Standard Oil félagsins, og dregið fram í dagsbirtuna svo margháttað ranglæti, sem hann hefir beitt við einstaklinga og al- menning til þess að raka saman auðnum, að nú eru prestamir farn- ir að benda á hann í ræðuin sinum sem persónugjörving hins illa í heiminum. Og svo illa og óguð- lega á hann — og læfir ef sögurn- ar eru sannar sem af honum eru sagðar — safnað auð sínum, að engin kirkjuleg stofnun ætti að láta þá óhæfu um sig spyrjast að snerta við gjöfum frá honum til trúboðs eða neinna annarra kirkju- legra fyrirtækja. Svo að segja hið eina góða, sem um hann hefir verið sagt, er í stjórnarskýrslum í sambandi við peningagjafir hans til mentamálastofnana, enda halda • / sum tímarit og blöð því fram, að lofgjörð sú hljóti að hafa verið færð í letur af hónum sjálfum — enginn lifandi maður hefði getað haft sig til þ«ss að skrifa slíkt um | hann annar en sjálfur hann. Hvort John D. Rockefelier tek- ur sér það nærri eða ekki, sem um hann er sagt og á hann borið, veit maður ekki með neinni vissit, en fremur lítur þó út fyrir að svo sé, enda mætti hann vera í mei|ra lagi tilfinningarlítill ef ‘honum stæði á sama um það með hvað miklum viðbjóð og ógeði er á hann minst við öll tækifæri bæði í ræðu og riti. í tímariti einu er sýnd skopmynd af honum þar sem hann stendur i bókabúð og spyr kaupmanninn að því, raunalegur á svipinn, hvort hann geti ekkert tímarit selt sér til aö lesa þar sem ekki sé neitt á sig minst. Vesalings Rockefeller fór nærri um það, að ef á annað borð væri á sig minst, þá mundi það ekki vera til góðs. Aldrei hefir hann veriö svipað þvi jafn stórgjöfull til almennm fyrirtækja eins og nú á allra síð- ustu tímuríi eða síöan blöðin og tímaritin tóku til að úthúða hon- um fyrir alvöru ,á hvað sem slíkt bendir. En það er eins og þjóðin kunni ekki að meta það. Menn gretta sig við gjöfum hans og hafa skömm á þeim—fá nærri þvi eft- ir þvi tneiri skömm á karlinum sem hann gefur meira. Og þegar blöð- in segja frá gjöfum hans,þá ve»iju- ; legast hreyta þau i hann einhverj- i um smánarvrðum jafnframt, svo | sem til dæmis: „Gáðu að þér John D., að þú ekki gefir þig út á hús- ganginn; þessi gjöf þín slagar hátt upp i mánaðartekjurnar þjn- ar í Standard Oil félaginu'’. „Nú fer sá gamli á hreppinn; hann hefir gefið meira síðan í Mai í vor en nemur gróðahlut hans í Standard Oil félaginu á tímabilinu, sein lik- tir eru til að liann megi bíða eftir þangað til i September.“ John D. Rockefeller hefir mikið gefið síöan í Maí í vor. Hann gaf Yale háskólanum eina miljón 29. Júni sem sérstakan vaxtarsjóð, og næsta dag gaf hann tíu miljónir í almenna vaxtasjóðinn skólans. Auk þess liefir hann gefið ýmsár smærri upphæðir á tímabilinu. Alls hefir ltann gefið siðan í Maí $11,- 500,000 eða meira, og er það þá að minsta kosti $9,000,000 meira en hann fær frá Standard Oil fé- laginu á sama tímabilinu. Svo það lítur út fyrir, að hon- um takist að koma út fé siríu þó það þyki illa saman dregið. Menri gretta sig og biðja fyrir sér yfir spilling náungans þegar hann gerir sig sekan í því að taka við gjöítim frá John D. Rockefeller; en þeir sem gjafirnar fá gretta sig ekki. heldur taka við þeim með þökkum, og þó meira væri. En John D. Rockcfeller fær tekjur víðar að en frá Standard Oil félaginu. Það er sagt að hann eigi að minsta kosti tvö hundriið og fimtíu miljónir annars staðar á vöxtum, sem með,4 prócent vöxt- um gefur af sér tíu miljónir á ári. Á árinu telst svo til, að tekj- ur hans í Standard Oil félaginu séu $16,000,000 og ættu árstekjur hans því að vera um eða yfir $26,- 000,000. Eins og frá er skýrt hér að ofan hefir hann á siðustu þrem- ur mánuðum gefið $11,500,000, og á næstu fimm mánuðum áður gaf hann $2,500,000. Þannig hefir hann þá á átta mánuðum gefið $14,000,000, eða rúmum fimm miljónum minna en tekjur hans á sömu átta mánuðunum. En það lítur út fyrir, að ekki sé hér með lokið. Nú er sagt hann hafi i Hyggju að gefa Chicago há- skólanum fimtíu miljónir og yrðu þá allar gjafir hans á árinu sextíu 'og fjórar miljónir eða þrjátíu og átta miljónum meiri en árstekjur hans. Geri hanrt það, þá verður þetta í fyrsta sinn á æfi hans, að menn segja, sem hann er fátækari í árslök en hann var í ársbyrjun. Þykir sumum það benda á, að hann hafi aðhylst þá kenningu Andrew Carnegie’s, að það sé glæpur að deyja ríkur eða frá miklum auð. Hvort skammirnar í blöðum og tímaritum landsins hafa vakið John D. Rockefeller, vita menn ekki. En Irítt vita menn eða hafa fvrir satt, að þó hann gefi allar eigur sínar þá takist honum ekki með því að réttlæta það sem. á undan er gengið eða bæta fyrir það i augum þjóöarinnar. ------o------ örbirgð á Englandi. I nýútkomnu hefti af New York Independent stendur stutt frétta- grein um örhirgðina á meðal fá- tæklinganna á Englandi, og er því þar haldið fram, að ástand þeirra liafi aldrei verið jafn bágt eins og á yfirstandandi. tima. Skýrslur lækna, sem skoðað liafa menn þá úr flokki fátæklinga, er í herinn liafa ætlað sér. að ganga, sýna, að um ægilega líkamlega hnignun er þar að ræða; og skýrsla þing- nefndar, sem skipuð var til að í- liuga málið, dregur lítið úr stað- hæfingum læknanna. Þingnefndin heldur því fram.að líkamleg hnign- un stafi sumpart af því, að börnin í uppvextinum fái ekki nóg að borða. Mentamálanefnd, sem sett var í London til þess að líta eftir aðbúð barnanna, komst að því, að mörg börn komu í skólana, sem bæði fengu of litla og of illa fæðu. Samt áleit ekki nefnd sú ráðlegt að börnunum væri gefið að borða á almennings kostnaö, og það ekki þó foreldrarnir, sem því eru vaxn- ir væru látnir bera kostnaðinn. En með því var mælt, að reynt væri á nokkurum skólum að selja börnun- um mat eins ódýrt og hægt er, eða einungis fyrir það sem maturinn kostar — svo sem þrjú til fjögur cent máltíðin — og lærisveinarnir, í bekkjunum þar setn matreiðsla er kend, séu sem ínest notaðir til þess að matreiða. Síðustn skýrslur sýna, að nú er meiri örbirgð á Englandi en nokk- urn tíma áður hefir verið síðan ár- ið 1873, °g hún hefir farið óð- um vaxandi nú á síðtistu árum. Allsleysingjar eru nú taldir að vera 768,390, eða 22.8 af þúsundi af öllum fólksfjöldanum. Þeir eru 30,756 fleiri en í fyrra, og 63,782 fleiri en þeir voru fyrir tíu árum síðan. Allsleysingjar, sem i hús- um eða unfiir þaki húa voru í síð- astliðnum Maímánuði 238,934, en í Maímánuði 1904 voru þeir 229,- 915, og í Maímánuði fyrir tíu ár- um síðan, 189,903. Fólksfjöldinn í þurfamannahúsunum hefir stór- um aukist síðan um aldamótin, eða um 45,610. Allsleysingjar, sem ekkert skýli hafa, voru í Maímán- uði 529,456, en í Maímánuði í fyrra voru þeir 507,719. AUsleys- ingjarnir í London Csem með eru í tölu allsleysingjanna á Englandi) voru í síðasliðnum Maimánuði ll7’5&7 °g er þa® 7,918 fleira en í Maímánuði í fyrra; það er 20,087 fleira en í Maímánuði árið 1900, og það er fleira en það hefir nokkurn tima áður verið siðan árið 1871 þegar þeir voru 126,728. Alls- leysingjar þar tindir skýli voru í Maímántiði 73,255, en í Maímán- uði f fvrra voru þeir 70,997; og í þurfamannahúsuntim þar hafa aldrei verið jafnmargir .og nú. ------o—----- Friðarsamningarnir undirskrifaöir. Fulltrúar Japansmanna og Rússa í Portsmouth, N. H„ hafa nú kom- ið sér saman um og undirskrifað friðarsamningana og þykja slíkt fagnaðartíðindi mikil um heim allan. í fyrstu grein samninganna er það tekið fram aö vinátta eigi að takast með stjórnendum Rússa og Japansmanna og með þegnum þeirra. 1 í annarri grein viðttrkennir Rússakeisarí, að frá stjórnmála, hermála og fjárhagslegri hlið standi Kórea Japansmönnum næst, og skuldbindur Rússa til þess að setja sig ekki upp á móti neinni stjórn, vernd eða umráðum, sem Japansmenn kunna að álíta þörf á þar í samfélagi meðKóreustjórn- inni. En rússneskir þegnar og rússnesk fyrirtæki þar skulu njóta sama réttar eins og menn og fyrir- tæki annarra þjóða. I þriðju grein er það áskilið, að her beggja — Rússa og Japans- manna — verði samtímis á burt úr Manchúríu, og réttindi einstalc- linga og félaga þar lialdi sér . í fjórðu grein er fram tekið, að öll réttindi Rússa i sambandi við leigutilkall þeirra til Port Arthur og Dalny til lands og sjávar af- liendist Japansmönnum að fitllu. En þó rússneskir þegnar látnir halda eignum sínum og réttindum. í fimtu grein koma Rúsar og Japansmenn sér saman um að leggja engar tálmanir í veg fy/ir neitt það sem Kínverjar kunna að ráðast í (og nær jafnt til allra þjóöa) til þess að efla viðskifti og iðnað í Manchúríu. I sjöttu greininni koma Rússar og Japansmenn sér saman um livern liluta járnbrautanna hverjir liafa framvegis. Frá þvi verður í þetta sitin ekki greinilega sagt í Lögbergi, vegna þess nægilega ljóst landabréf er ekki við hendina. En mest af brautunum frá Harbin suður eftir Manchúríu verður í liöndum Japansmanna, en frá Kór- eu austur til Vladivostock í hönd- um Rússa, en þó undir gæzlu og stjórn kínverskra emhættismanna. Og í næstu tveimur greimtnum (7 og 8) er um það búið að farþega og vöruflutningar með járnbraut- tinum haldist hindrunarlaust. í níundu grein samþykkja Rúss- ar að láta Japansmenn fá Saghalin eyna norður að 50. breiddarstigi, ásamt öllum smáeyjunum með- fram þar. 1 tíundu grein er tekið fram, að Rússar, sem á suðurhluta eyjar- innar búa, hafi rétt til að búa þar áfram ,án þesjs að verða japanskir þegnar. En Japansmenn hafa full- an rétt til þess að ,láta alla rúss- ncska sakamenn flytja burtu af þeirn hluta eyjarinnar. í elleftu grein skuldbinda Rúss- ar sig til þess að leyfa Japans- mönnum að fiska meðfram rúss- nesku ströndinni í japanska, Ok- hotsk og Berings-sjónum. í tólftu grein er samþykt að endurnýja alla viðskiftasamninga á milli Rússa og Japansmanna svo að segja óbreytta frá því sem þeir voru áður en stríðið byrjaði. í þrettándu grein er samþykt, að borga fyrir alla stríðsfanga það sem hald þeirra hefir .kostað. I fjórtándu grein er tekið fram, að friðarsamningarnir séu ritaðir á ensku og frönsku — á ensku handa Japansmöunum og á frakk- nesku handa Rússum. Fari svo, að einhver misskilningur komi upp síðar, þá skal franska útkggingin skera úr þeim misskilningi. Hví skyldu menn borga háa leigu inn í bænum,meö- an hægt er aö fá land örskamt frá bænum fyrir gjafviröi ? Eg hefi til sölu land f St. James mílur frá pcsthúsinu, fram meS Portage avenue sporvagnabraut-. sem menn geta eignast íneö $10 niöurborgun og $5 á mánuöi. Ekran aö eins $150. Land þetta er ágætt til garöræktar. Spor- vagnar flytja menn'alla leiö. B.B.HamsoD &Co. Bakers Block, 470 Main st. WlNNIPEG. N.B.—Skrifstofa mín er í sam- bandi viö skrifstofu landa yö- ar, Páls M. Clemens, bygg- ingarmeistara. 1 fimtándu greinver áskilið að innan fimtiu daga frá því samn- ingarnir eru undirskrifaðir í Ports- mouth staðfesti keisararnir þá báðir með undirskrift sinni. Eftir að samningarnir voru und» irskrifaðir f báðum málspörtum, liéldu japönsku fulltrúarnir veizlu og buðu þangað rússnesku fulltrú- unum, og höfðu þeir þar sýnt hverjir öðrum hlý vináttumerki. Rússar, þykjast með samningum þessum hafa unnið sigur mikinn, og segir s^agan, að M. Witte þakki sér sigurinn. En eiginlega varð Rússum það til sigurs, sé liér ann- ars um sigur að ræöa, að Japans- menn voru búnir að fá því fram- gengt, sem þeir börðust um, og kusu fremur frið en áframhald stríðsins og frekari sigurvinningp.. Sá skilningur er vist alveg réttur. Ósanngjörn stífni. Fyrir nokkuru fór Dominion- stjórnin enn þá einu sinni fram á þpð við brezku (stjórnina að upp- liefja innflutningsbannið á móti nautgripum frá Canada. Og nú hefir stjórnin í Ottawa fengið svar, þar sem brezka stjórnin neitar og byggir neitun sína á skýrslu akur- irkjumáladeildarinnar brezku. Heldur stjórnin þvi fram,að bann- iö standi ekkert í vegi fyrir grtpa- fiutningi til Bretlands. Bann þetta hafi staðið síðan árið 1879 °g sýnir hrezka stjórnin með tölum, að gripaflutningur til Bretlands hefir stórum aukist ár frá ári, og svo sýnir hún fram á, hvað nauðsyn- legt sé að fyrirbyggja þafi, að sjúkir nautgripi^ komist inn í land- ið. En nú vill sVo vel til, og það ættu Bretar að vita, að engir af- sýkjandi kvillar búa í canadískum nautgripum. Þess vegna fara Canadamenn fram á, að innflutn- ingsbannið sé upphafið. Þeim mundi annars ekki koma slíkt til liugar. Innflutningsbannið er þann- ig, að nautgripir mega ekki fara inn í landið,heldur verður að slátra þeim undir eins á bryggjunni. Er slíkt stórtjón fyrir Canada-menn eins og gefur að skilja. Bæði feng- ist hærra verð fyrir gripina ef hægt væri að slátra þeim eftir þörfum og auk þess yrðu þeir miklu meira virði ef þeir væru gevmdir í góð- um högum þangað til þeir væru búnir að taka sig eftir hrakning og sult á járnbrautum og yfir um At- tanzhaf. Innflutningsbann þetta er því Canada-mönnum til mikils baga og Bretum einnig, og væri fyrir löngu upphafið ef ekki væri ósanngjarni stífni Breta um að kenna. _________ ./ 4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.