Lögberg - 28.09.1905, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.09.1905, Blaðsíða 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER 1905 Pðbn-ct -«r ge&C út hvern fimtudag af The Lögberg PEINTING & PUBUSHING Co.. (löggilt), að Cor. William Ave., og Nena St. Winnipeg, Man. —Kostar $2.00 um áriS (á Islandi 6 . (kr. Borgist fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by the Lög- toerg PrintingandPublishingCo. (Incorpor- ated), at Cor. William Avenue & Nena St., Winnipeg, Man —Subscription price $2.00 per year, payable in advance. Single ■•copies jcts. M PAUL90N, Kcittor, ,X A. BLO'JOVL, Bu, Msrer. AcGLfsiNGAB. — Smá-augjýsingar í eitt- skifti 25 cent fyrir 1 þml. Á stærri auglýs- ingum um lengri tíma, afsláttur eftir samn ingi. Bl'stabasklfti kaupenda verður að til- nna skriflega og geta um fyrverandi bú- stað jafnframt. Otanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: The LÖGBERG PRINTING & PUBL. Co. P.O, Bo*138.. Wiunlpeg, Man. Teiephone 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Kdltor Lögberg, P.O.Box 138, Wlnnlpeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaups anda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus Jjegar hann segir upp.-Ef kaupandi, seíh er í skuld við blaðið, flytur vistferlum án þessað tilkynna heimilisskiftin, þá er það fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönn- •om fyrir prettvíslegum tilgangi. StjórnarlönJin í nýju fy Ikjun- um. Á flokksþingum konservatíva í báðum nýju fylkjunum, Alberta og Saskatchewan, hefir ákvæðiö um stjórarlöndin t stjórnarskránni frá síöasta þingi verið gert að ó- ánægjuefni við Ottavva-stjórnina, og er svo til ætlast, að það fremur öllu öðru verði til þess að þeir nái völdum við næstu kosningar, sem bráðum fara í hönd. Að vísu er það fullkunnugt konser- vatív - leiðtogunum, að úrslit næstu kosninga hafa eingin áhrif á landákvæðið í stjórnarskránni, sem nú er klappað og klárt, en sjálfsagt á að beita þeirri tál- beitu fyrir kjósendur, að komist afturhaldsflokkurinn til valda, þá geti hann látið víkja við og breyta stjórnarskránni eftir eigin geð- jþótta. Og með því kosningar fara í hönd þegar minst varir, J>á er ekki úr vegi að skýra fyrir ■sér aðalóánægjuefnið og sjá við Ihvað það hefir að styðjast. Konservatívar halda því fram, að alt ótekið og óselt land í nýju fylkjunum sé eign fylkjanna «g, að löndin eða Stjórn þeírra aetti því að vera í höndum fylkja- stjórnanna en ekki Dominion- stjórnarinnar. Frammi fyrir fólkinu fóta kon- servatívar sig vafalaust á því, að þegar fylkja sambandið komst á um árið, þá hafi fylkin — Nova Scotia, New Brunswick, Ontario og Quebec — hvert um sig haldið Iandi sínu eftir sem áður, og sömu reglunni hafi fylgt vcrið þegar British Columbía hafi geng- íð inn í sambandið. En þess er ekki getið, að þar er ólíku saman að jafn. Þegar áminst fylki gengu inn í samband- ið, þá voru þau sjálfstæð fylki ■og áttu lönd sín og réðu yfir þeim. En í nýju fylkjunum er alt öðru máli að gegna. Þau áttu ekkert land og réðu yfir engu fandi. Dominion-stjórnin keypti alt það land að Húdsonsflóa-fé- faginu fyrir ærna peninga,og Iandið hefir síðan í höndum þeirr- ar stjórnar verið og það einkar eðlilega. Menn geta því séð, að |>etta eir tvent allsendis ólíkt og óskylt. Þegar gömlu fylkin Sgengu inn í sambandið, þá Héldu þau umráðunum yfir lönd- um þeirra. Þegar nýju fylkin gengu inn í sambandið, þá gat ekki til orða komið, að þau héldu löndum síntim, vegna þess þau áttu engin lönd. Þess vegna verður því ekki haldið fram með neinum ástæðum, að nýju fylkin eigi stjórnarlöndin innan tak- marka þeirra. Konservatívar geta ekki bent á neitt dæmi í landinu þar sem likt stendur á, er réttlæti þessa kröfu þeirra. Líti menn suður yfir landamærin þá sjá menn að þeg- ný ríki ganga inn í ríkja samband- ið þá sleppur ekki Washington- stjórnin við þau umráðum yfir stjórnarlöndunum. Og líti menn til Manitoba, sem líkt stóð á með eins og nýju fylkin núna, þá sjá rnenn, að þegar það fylki g,ekk inn í sambandið, þá slepti ekki Ott- awa-stjórnin við það umráðunum yfir stjórnarlöndunum — og þá vortt konservatívar við völdin í Ottawa. Að vísu mögluðu Mani- toba-menn yfir þvi að fá ekki um- ráð yfir landinu,og Ottawa-stjórn- in skipaði nefnd manna til þess að íhtiga kröfuna. Nærri má geta, að konservatívar hafa í nefnd þeirri verið í meirihluta. í skýrslu sinni tekur nefndin það fram, að alt öðruvísi standi á með iand í Manitoba heldur en í hinttm fylkjunttm, gömlu fylkin hafi öll átt land sitt og ráðið yfir því þegar þau hafi gengið inn í sambandið, en landið í Manitoba hafi Dominion-stjórnin keýpt dýr- um dómum af Hútísonsflóafélag- inu, og auk þess orðið að kaupa og verða framvegis að kaupa af Indíánum rétt þeirra til landsins og sjá um þá; enn fremttr sé það skilyrði fyrir því að Iandið bygg- ist, að stjórnin geti veitt innflytj- end um frítt heimilisréttarland, og þess vegna megi ekki stjórnin sleppa hendi af landinu án þess full trygging fáist fyrir að við slíkt sé staðið og enn fremur að viss hluti Iandsins gangi til eflingar uppfræðslumálum. Og að encl- ingu farast nefndinni þannig orð í skýrglunni; „Nefndin álítur það í mesta máta áríðandi, að land það haldi áfram að vera undir hencli Dominion-stjórnarinnar, sem hún hefir atiglýst að öllum innflytjend- um standi ókevpis til boða sem heimilisréttarlöncl. Sæi nefndin nokkura gilda ástæðu til að mæla með því, að fylki þau.sem í Norð- vesturlandinu myndast, fengi um- ráð yfir stjórnarlöndunum, þá mundi nefndin jafnframt með því mæla, að þau hin sömu fylki önn- uðust innflutningamál sín og bæru allan kostnaðinn af því að bvggja landið.“ Alit nefndar þessarar var sam- þykt á stjómarráðsfundi í Ottawa 30. Maí 1884, °g hafi ástæðurnar, sem frant eru dregnar þar, og hér hefir verið drepið á, verið góðar og gildar þá, þá eru þær það enn þá miklu fremur nú þegar jafn mikið kapp er á lagt að bvggja Norðvesturlandið, eins og gert hefir verið á síðustu níu ártirn, og með jafn miklum árangri. Sumir halda því fram,að fylkis- stjórnunum sé engu síður ant um það en Dominion-stjórninni • aö landið byggist, og innflytjendur mundu engu síður fá ókeypis lönd þó þau væru í höndum fylkis- stjórnanna. En hvar er þá hag- urinn fyrir fvlkin? Svo er til ætl- ast, að stjc' i n <<1. græði á lönd- untim heW : leggi eimingis það á þau r\ icriftp.rg: ■ ð)esm skr:f- stofukc,ot!iaðinum . 1 ur. Setjmn I nú svo, ið nýju fylkin fengju löndin, eins og konservatívar fara fram á, og þá náttúrlega Manito- ba-fylki líka, þá yrðtt landdeild- irnar fjórar í stað <einnar og kostn- aðurinn þá fjórfaldur. Með því að láta innflytjendur fá landið ó- keypis stórgræðir Canada. Samt gætu ekki fylkin haft þá aðferð ef þau hefðu hönd yfir landinu og yrðtt að fá tekjur sínar úr þeirri átt. Þau yrðu að selja löndin og yrði slíkt landinu stórtjón þó stjórninni skini í bráðina gott af, því að þí'i kæmist landið í hendur spekúlanta og auðfélaga og með því útilokuðust efnalitlir innflytj- endur frá landtöku. Setjum nú svo, að nýju fylkin hefðu átt tilkall til landsins.er l>au ekki hafa eins og fram á hefir ver- dið sýnt, mtindu þau þá vera þet- ur stödd með landið heldur en með fé það sem Dominion-stjórn- in veitir þeitn til þess að bæta þeim það upp, að þau ekkert land eiga? Nú er gert ráð fyrir, að fólkstal hvers fylkis sé tvö hundruð og fimtíu þúsundir, og skal Domin- ion-stjórnin borga hvoru þeirra ?375,ooo árlega þangað til fólks- talan er orðin fjögttr hundruð þusundir. Þar eftir og þangað til fólkstalan er orðin 800,000; $562,- 500. Þar eftir og þangað til fólkstalan er ein miljón og tvö hundruð þúsundir, $750,000. Þar eftir $1,125,000 á ári. Auk þess skal Dominion-stjórnin á fyrstu fimm árunum greiða nýju fylkjun- um $93'75° til þess að koma upp opinberum byggingum fyrir. Kemur nokkurum sanngjörnum manni til hugar að halda því fram, að fylkin gætu fengið svona mikl- ar og áreiðanlegar tekjur af lönd- unum og haldið þó jafnframt á- fram að veita innflytjendum ó- keypis heimilisréttarland? Með samanburði við gömlu fylk- in sést, að Nýju fylkin fá tiltölu- lega meira hjá Dominion-stjórn- inni til þess að bæta þeim upp landleysið, heldur en gömlu fylk- in fá inn fyrir lönd sín. Árið sem leið til dæmis voru slikar tekjur Nova Scotia-fylkisins $600- ooo, og fólkstalan þar ,er nálægt 460,000; í Quebec er fólkstalan um 1,700,000, og landtekjurnar $r,300,000; í Ontario er fólkstal- an 2,200,000 og landtekjurnar þar $1.500,000. Og frá tekjum þess- um í gömlu fylkjunum er svo eftir að draga allan skrifstofu- kostnað og allan annan kostnað í sambandi við löndin og heggur slikt stórt skarð í tekjurnar. Þar við bætist, að tekjugrein þ.essi í gömlu fylkjunum hlýtur árlega að ganga úr sér eftir þvi sem landið selst og skógarnir réna. En nýju fylkin hafa þetta árlega ákveðná gjald,sem þau hafa ekkert fyrir og geta gengið að meðan Dominion- stjórnin er við lýði í Canada. Aðttr en við mál þetta er skiliö er rétt aö geta þess, að Mr. Haul- tain lýsti yfir því í opnti bréfi til Sir Wilfrid Laurier i vetur sem leið, að hann skyldi inn á það ganga, að fylkin yrðu þegar til lengdar léti eins vel haldin af árs- gjajdinu frá Dominion-stjórninni eins og j>ó þatt hefðu fengið um- ráð yfir löndunum. Og Mr. Geo. E. Fostér, einn af leiðtogum kon- servatíva, lýsti yfir því á þingi, að Laurier-stjórnin ' '-rði svo vel við nýju fylkin, að hún fengi öll fylk- ir hm upp á móti sér ft rir það. Alt þetta og margt fleira í sam- bandi við nýju fylkin og helztu niálin, f þar eru hm á dagskrá, er nauösynlegt að k>i.na sér vel áður en til fyrstu fylkiskosning- anna kemur. Hver hélt honum aftur? \ ið eitt af hinum stóru verzlun- arhústim í New York misti niaðui' nokkur miðaldra stöðu sína ný- lega fyrir þá sök, aö hann bað tim tvö hundruð dollara viðbót á ári við kaup sitt. Maður þessi segir svo sjálfur frá, að hann hafi unnið við þessa sörnu verzlun í tuttqgu og tvö ár; hann hafi ekki hlíft sér og verið dyggur íþjónn; hann hafi á allan hátt reynt að vinna verzlu(ninni gagn, en samt sem áður hafi hon->< um verið haldið aftur í öll þessl ár og verið beittur rangindum,því að þeim liönunt hafi hann ekki getað fengið hærra kaup en eitt þúsund dollara á ári, honum hafi verið synjað um kauphækkun eftir tuttugu og tveggja ára dygga þjónustu. Nú vinnur hann hjá bæjarstjórninni í New York og fær í kaup tólf dollara á viku. l?essi aðferð verzlunarhússins að segja svona upp vinnu þjóni sínum eftir tuttugu og tveggja ára dygga þjónustu.virðist í fljótu áliti ósanngjörn og jafnvel hróp- lega ranglát. En sú ásökun frá hans hendi, að honum hafi verið haldið aftur, er alt annað mál. I fyrsta lagi væri það heimskuleg aðferð af verzlunareigendunum að láta hann fara ef erfitt væri að fá jafngóðan mann í hans stað. Við það hefðtt þeir ekki getað staðið sig. Á þessu tuttugu og tveggja ára tímabili var það svo tugum skiifti af samþjónum Hans við verzluri- ina, sem komust fram fyrir hann. Þegar hann var kominn að þfvi takmarki að fá eitt þúsund dolla.ra í kaup á áxi, vortt hinir farnir að j fá fimm þúsund, tíu þúsund, eða meira. Og sumir þeirra, sem byrjuðu á lægri tröppu en hann stóð á, voru nú á þessu timabili orðnir umsjónarmenn, ráðsmenn eða meðeigendttr í verzluninni. Mtindi nú nokkurum manni með heilbrigðri skynsemi detta í hug að allir þessir hefðu komíst þannig áfram eingöngu vegna þess að taumur þeirra hafi venð ranglega dreginn, og þeir hafi ekki verðskuldað að vera færðir upp? Mun nokkur maður í slikri stöðu og þessari vitanlega og viljuglega vinna á móti því, sem honum sjálfum er í hag? HitJ; liggur beinna við, að hugsa sér að skuldin hafi legið hjá mann intim sjálfum, orsökin til þess, að hann ekki var færðitr upp hafi verið honum sjálfum að kenna, en ekki húsbændum hans. Sjálfs- elskan og sjálfsálitið getur að vísu vakið hjá hontim þá hugmynd að hann hafi verið settur hjá og aðr- ir teknir fram yfir liann, en sú hugsun er ekki sannleijcanum samkvæm. . Flestir, sem þannig stendur á fyrir, hafa þá hugmynd að ein- hver -utanað komandi áh,rif séu þess valdandi, að þeir séu settir hjá. Þeir kvarta sáran yfir að öfundsjúkir keppinautar, sem beiti áhrifum sínum, eða láti aöra vini sína enn voldugri beita >eim við húsbændurna, standi sér í v<egi og hamli því að þeir kom- ist í það sæti sem þeim beri með réttu. * * * Ef svo er í raun og veru1, að einhver þeirra setn hærra er sett- ur, reynir til að koma í veg fyrir að þú kornist hærra, þá ættir þú að vera hróðugur yfir því, og það ætti að vera þér hvöt til enn fastari framsóknar. Það sannar þér, að sá hinn sami hefir ótta af þér, og finnur til þess me.ð sjálfum sér, að þú hafir hæfileika til þess að komast áfram og gegna vandameira og betur borguðu starfi. Þ/ettai áetti að knýja þig til þess að leysa verk þitt enn betur af hendi, revna að láta það, ef mögulegt er, bera svo langt af því, sem keppi- nautur þinn er fær um að af- kasta, að það ekki geti verið j nema stutt tímaspursmál þangað j til þú nærð í þá stöðu, sem þú I hefir verið að sækjast eftir, eða aðra enn betri. Hvaða verk sem þér er fengið að vinna þá leystu það vel af hendi. Hver sá sem er að berj- ast áfram og gerir þetta að orð- taki sínu hlvtur fyr eða síðar að bera sigur úr býtum. Ef Jtann aftur á móti álítur, að þíað sé smámunir einir, að vera að leggja sig niðiir við að vanda sig við hvað eina, þá mun hann, fyr eða síðar reka sig á, að það yerður sá þröskuldur á vegi hans sem reynist óyfirstíganlegur og úti- lokar hann frá því að standa fremstur af keppinautunum. Hroðvirknin og skeytingarleysið, sem hann er búinn að vienja sig á, hamla honum frá því að ná því sem hann sækist eftir. * * * Aðal þröskuldurinn á veginum fyrfr því að nxaðurinn komist áfram og nái í þá stöðu, sem honum finst hann hafa rétt til, og hæfileika til að gegna, er ein- mitt það, að hann getur ekki séð að staðan, sent hann er í, er fyrsta stigið til þess að búa liann undir annað betra og á- byrgðameira starf. Því betur sem hann leysir af hendi það starf, sem á honum hvílir, því meiri ná- J kvæmni, sem hann sýnir í þeirri j stöðu þess fljótari og vissari verð- ur hann, að ná í aðra og betri stöðu. Við skulum taka dæmi málinu til skýringar: Tveir ungir menn vinna 1 í sömu verzlunarbúðinni. Öðrum þeirra er það fullkomlega, ljóst, að allur ágóði hans af ver- unni þar er ekki innifalinn í pen- inguum, sem hann fær fyrir vinnu, sína um hver mánaðamót, heldttr er aðal-ágóðinn innifalinn í því, hvað gott tækifæri hann hefir þar lit að læra alt sem að vinnunni lýtur. Um leið og hann er þac að vinna fyrir kaupi gefst honum kostur á án nokkurrar aukaborg- ttnar, að læra þann galdur að reka slíka verzlun. Eigandi verzlunar- innar hefir, ef til vill, kostað miklu Hví skyldu menn borga háa leigu inn í bænum.ineö- an hægt er að fá land örskamt frá bænum fyrir gjafvirði ? Eg hefi til sölu land í St. James mílur frá pcsthúsinu, fram með Portage avenue sporvagnabraut-. sem menn geta eignast íneð $10 niðurborgun og $5 á mánuði. Ekran að eins $150. Land þetta er ágætt til garðræktar. Spor- vagnar fljTja menn alla leið. H.B.Harrison &Co. Bakers Block, 470 Main st. WlNNIPEG. b-N-—Skrifstofa mín er í sam- bandi við skrifstofu landayð- ar, Páls M. Clemens, bygg- ingarmeistara. til þess að læra að koma verzlun- inni í æskilegt liorf og varið lifi síntt og kröftum til þess að verða fær um að halda henni í því horfi. Sá hinn sami, sem gerir sérgrein fyrir þessu, notar vel bæði attgu og eyru þegar hann er við vinnu sína^ hugsar nákvæmlega um hvernig breyta megi þessu eða liinu til batnaðar og verður á þann hátt góður starfsmaður með mikilli þekkingu. Hinn félagi hans getur aftur á nióti ekki skoð- að vinnuna fyrir kaupgjaldinu öðruvísi en sem óþægilegt og leiðinlegt strit, sem bezt sé að hugsa sem allra minst um og hafa sem minst fyrir. Framgjömum manni, sem hefir næga þekkingu og hæfileika, get- ur enginn haldiö aftur til lengdar. Komist hann ekki nógu fljótt á- frant, að verðleikum, í þeirri vist, sem liann er í, þá leitar hann fvrir sér annars staðar.' Hver sá, sent ímyndar sér, að hann sé svo fast bundinn, að tilgangslaust sé fyrir hann að reyna að hreyfa sig, þarf ekki að búast við að komast úr böndunum. Hver, sem kominn er að þeirri sannfæringu, að hann geti ekki orðið annað né meifa en þjónn, verður heldur aldrei hús- bóndi, í orðsins réttu merkingu, nema hann breyti þeirri skoðun. Skorturinn hjá (sjálfum honum á sjálfstrausti, dugnaði og fram- kvæmdarsemi, eru viðjarnar sem: halda honum föstum. Það er eins náttúrlegt að vér gjetum öðjast þ|að, sem vér af einlægum luiga óskum eftir og sífelt vinnunv að því að >ná í, eins og hitt„ ag steinninn/, sem' vér hendum upp í loftið, fellur aft- ur til jarðarinnar samljyærrlt þyngdarlögmálinu. Metnaðurinn, þráin, baráttan fyrir því að kom- 604 Main st. C. THOMAS fluttur tii eo S T R B 3 dyr norBur ftá gömlu búöinni, naer Logan ave. lXga verðinu 604 Main st. | öllu-hXlevirðÍ | 604 Main p ) • OG MINNA. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.