Lögberg - 05.10.1905, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.10.1905, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER 1905 Vér og Danir. Kafli úr ritgjörö í Norðurtandi. Eftir Matth. Jochumsson. Viðskifti Islands og Dammerkur. Það má vel vera, að hin stjórn- arfarslegu viöskifti vor og Dana séu eigi útkljáð fyrir tíma og ei- lífð með réttarbótinni frá 1903 — dns og „Landvörn" vor kennir, og . þó með óþaría hávaöa, eða eins og dr. G. Hannesson nýlega benti td í þessu blaöi með stilling og skyn- semd. Eg fyrir mitt leyti er vin- veittur hinni dönsku þjóð, og æski einskis fremur en góðs samkomu- lags milli vor og hennar, þess er bygt sé á heilbrigðri þekking og liagsmunum frá beggja hálfu, en hins vegar vil eg einarðlega krefj- ast alls fullréttis frá hendi Dana i öllum vorum efnum, og svo full- komins sjálfsforræðis.sem vér með nokkuru móti verðum menn til að eiga og varðveita. En hér skal ekki tala um vor stjórnlegu við- skifti við hið danska ríki, heldur minna á viðskifti beggja þjóðanna frá fyrstu tíð, frá þvi ísland laut dönskum konungum og stjórn. En því betur sem eg skoða og skvnja þau viðskifti, samkvæmt þeim sagnarökum.sem eg hefi komist að, þvi fremur hneykslar mig ójafnað- ar- og kúgunartal það í blöðum vorum i garð Dana, sem verið hef- ir og enn er einatt viðkvæði þeirra manna, sem ýmist ekki vita betur, ellegar nota það hugsunarlaust til þess að brýna þjóömetnað vorn og áhuga á sjálfsforræðismálum vor- um. En skyldi ekki vera tími til kominn fyrir „pressu“ vora og al- þýðu að athuga þetta rétt,og rann- saka, hvort vér í þessu cfni sýnum ekki Dönum ójafnað og höfum þá, að minsta kosti meginhluta hinnar dönsku þjóðar, fyrir rangri sök, því að úr því hér skal ekki fást um stórpólitík eða hina dönsku stjórn, né benda á hennar bresti og glappa skot gagnvart landi voru — vísvit- andi sýndi hún oss sjaldan ójafn- að, og aldrei öðruvísi en þekking liennar, tízka og stjórnhættir gáfu tilefni til — þá liggur sú spurning eingöngu hér fyrir: Hvers konar viðskifti höfum vér átt við hina eiginlegu dönsku þjóð? og hvern ójafnað hefir hún sýnt oss? Saga umliðinna tíma svarar þeim spurn- ingum svo, að við þjóðina dönsku höfum vér mjög lítil mök átt eða viðskifti, því alt fram á sxðustu tíma var mikið djúp staðfest milli vor og Dannxerkur, þótt nú styttist með ári hverju allar leiðir milli ís- lands og útianda. Nokkur hern- aðar- og kaupskapar-viðskifti voru alltið við Dani, einkum af íslend- inga hálfu á söguöldununx, en ckki kendi vor þjóð nokkurrar kúgunar lxjá Dönum, heldur áttu höfðingj- ar, skáld og farmenn ávalt gott friðland hjá þeim; gckk svo alla tíð fram að lokum x^.aldar er Kal- marsambaíidið hófst. Fram að siðabótinni þverruðu, að því er sýnist, almenn eða nytsöm viðskifti héðan; voru það helzt konungs- menn og ungir klerkar.sem þá leit- uðu suður um Eyrarsund. En með siðabótinni örfast samgöngurnar að góðum mun, enda voru flest viðskifti þá stjórnlegs eðlis eða kirkju- og vísindaleg. Hefst og þá hin eiginlega viðskiftasaga land- anna. En fóru þau viðskifti fram milli þjóðanna? Nei, þau stöfuðu mest öll frá Danastjórn, verzlunin sem annað. Þjóðin átti nálega engan hlut í málunum. Á 17. öld- inni snemma hófst einokunin. Var þá skilningur manna sá í Norður- Evrópu, að konungar, sem bundn- ir voru af aðalsmannastéttinni, mættu tolla skip og ráöa verzlunar viðskiftum, við nýlendur og skatt- lönd. Kom þeim það vel, því að með þvi eina móti, að þeir ykju tekjur sínar, gátu þeir neytt valds síns til nokkurs jafnréttis við hina ágengu baróna. Þessu valdi héldu Danakonungar eða, fremur, eftir að þeir urðu einvaldir og gekk svo alla stund þangað til öll verzl- un var gerð frjáls, sem kallað var, undir lok 18. aldar—með takmörk- unum þeim, sem hjá oss entust fram yfir miðja 19. öldina. Þrátt fyrir þessi viðskifti, bænda við ein- okunar-kaupmenn, okrara og sjó- nxenn.svo og stúdenta og nokkurra embættismanna við danska kenn- ara og Hafnarbúa, lærðu lands- menn vorir lítið að þekkja Dani í heildinni eða land þeirra; tjl þess að það gæti orðið höfðu menn of litið saman að sælda, enda hvað kaupskapinn snerti nxest til að vekja óvild og hleypidóma eins og tímum og mentun manna í þá daga var háttað. Alþýðleg og alnxenn viðskifti milli landanna komust aldrei á, vér stóðum og aldrei und- ir stjórn hinnar dönsku þjóðar og vorir beztu menn vissu það ávalt fullvel. En dönsk alþýða mun sjaldan hafa gert sér þess konar mál ljóst, því alt stjórnarfar, eink- um eftir að einveldið hófst, koiu bændum eða alþýðu hvergi nærri. Enda lágu Danir sem þjóð skoðað- ir, undir nxiklu verra oki en íslend- ingar, oki, sem byrjaði snemma á öldum undir ófriði klerka og aðals- herra og alls ekki batnaði með siða bótinni, heldur fór hríðversnandi eftir þau tímaskifti. Konungar erfðu að vísu mikinn auð eftir páfa dóminn, en aðallinn magnaðist þeim mun meira og batt hendur sinna eigin drotna unz rikið, um miðja 17. öld, var nær orðið öðr- um að bráð og misti stóra lands- hluta. Þá kom einveldið, en eng- inn Kristján annar tii að frelsa rétt bændanna. Einmitt undir ein- völdu konungunum píndu höfð- ingjaimir þá mest, þessir herrar, sem hinir upprunalegu þýzku Ald- inborgarar fengu flesta sunnan að og gerðu að lendum mönnum. Á- þján danskra bænda á fyrri liluta 18. aldar er alkunn;þá stóð í blónxa „hóveríið“ eða skylduvinnan og „stafnsbandið“, eða búfestan og þá er tréhesturinn alkunnur. Hvern- ig átti slík þjóð að þrælka oss. í riti þ'ví, er eg samdi í fyrra, er nokkuð sagt frá ánauð danskra bsenda og því, hvernig ræktun landsins, afurðum og þjóðmenning þá var komið. Hví skyldum vér segja, að Danir eða hin danska þjóð hafi misboðið vorri þjóð. í eina stefnu má að vísu tala um all- þýðingamikil viðskifti vorrar þjóð ar við Dani, auk hinna stjórnlegu; eg meina hin bóklegu. Þau hófust þegar fyrir siðabót Lúters og óð- ara eftir að háskólinn i Kaupm,- höfn var settur á 15. öld, þótt ýms- ir íslendingar leituðu, eins eftir það, náms og frama jöfnum hönd- um suður á Þýzkalandi, eins og titt hafði verið frá 11. öld. En eftir að Kristján 4. veitti íslenzkuw stúdientum „Garð" Iögðust nxjög lengri utanfarir niður — oftlega til litils ábata mönnum og vísind- um, En annað bar við um sömu mundir, sem Garðstyrkurinn hófst og tók að kyrsetja íslendinga í Kaupmannahöfn. Þ’að var hin vaknandi eftirtekt á vorum fornu bókmentum; var það sá viðburður sem táknar endurfæðing vors þjóð ernis. Tóku hinir vitrustu og beztu Danir báðum hönduni á móti hin- um miklu gersemum, fornbókum vorum; er nóg að nefna Óla gamla Worm og Friðrik konung hinn 3. Frá þeim tíma tóku danskir höfð- ingjar og fræðimenn að virða land vort og þess hagi miklu meira en áður og æ síðan hafa leiðandi menn Dana viðurkent á margan hátt í verki sem orði.að þeir og öll Norð- urlönd ættu feðrum vorum afar- veglegan arf að þakka. Að vísu drógust frumbækur vorar út úr landinu unz Danir skoðuðu þær eins eða fremur sína eign en Is- lands, — Islendingur varð og til að mynda með þeim danska stofn- un; en alt var betra en að ritin hyrfu úr sögunni, margt af þeim var nálega komið í fulla eyðilegg- ingu, þegar Árni lagði lífið í söl- urnar til að safna þeim og frelsa’á einn stað, þar sem hann hugði þeim helzt vera borgið. Hins vegar hljótum vér að viðurkenna, að Danir, bæði stjórn og þjóð, hafa lagt ^ogrynni fjár fram, til kostnaðar og útbreiðslu þessara bókmenta. ----—o------ Úr íslandsferð. „Varden" heitir kaþólskt mán- aðarrit, sem út er gefið í Kaup- mannahöfn. Landi vor, Jón Sveins- son,kaþólskur prestur í Danmörku, bi’óðir FriðriksSveinssonar (Fred. Swanson’sj málara hér íWinnipeg, hefir undanfarið skrifað giæinir í mánaðarrit þetta um forn-íslenzk- ar bókmentir. I Júlí-heftinu, í sumar senx leið, ritar presturinn um ferðalag sitt á íslandi, fyrir nokkurum árum síðan, er hánn var þar á skemtiferð. Það, sem hér bírtist í þetta sinn, er aö eins lítill kafli, en síðar meir vonum vér að geta bætt meiru við. „í þessari ferð minni,“ segir presturinn, „dvaldi eg nokkurar vikur uppi í sveit á Islandi. Eg verð nú að biðja lesendúr mína að fylgja mér á vængjum hugarins, yfir Atlanzhafið og til ís- lands. Þeir verða að fylgja mér á ferð minni um landið og sjá og heyra það sem eg heyrði og sá. Samt verð eg að taka það fram, að í stuttri ritgerð getur ekki verið umtalsmál aö segja frá nema fáu einu að öllu því, sem hægt er að segja ef rúm leyfði. Eftir tólf daga ferð frá Kaup- mannahöfn komum við inn á hina ljómandi fögru og mikilfenglegu slíipalegu í Reykjavík, og seint í Júlimánuði lögðum við svo á stað frá Reykjavik og upp i veit. Þá var yndislegasta sumarveður og glaða sólskin. Fyrir fimtíu krónur höfðum við keypt okkur sinn hestinn hvor. Og á þessum ágætu litlu dýrum þeyst- um við áfram yfir hinar óendan- legu hraunsléttur íslands. Á allar hliðar voru rjúkandi laugar og gjósandi hverir. En brátt brey.tt- ist landslagið og við komum í yndisleg daladrög, þar sem loftið var þrungið af töfrandi angan fjallablómanna. Þar var alt fult af gróðri og lífi, oft og tíðum sér- lega fagurskapað fólk var þar við vinnu sína á túnum og engjum í þessu unaðsríka sveita-umhverfi. Blómleg, kát og stálhraust börn léku sér og veltu í háa grasinu eða voru ríðandi á harða spretti á bin- um smávöxnu heStum sinum. Það er bæði yndislegt og til- breytingarmikið að ferðast um sveitir þessa næstum því ókunna lands. Mótsetningarnar koma þar 1 svo skýrt i ljós; eldur og ís; gróð- urgæl, blómleg engi og ófrjósam- ar, brunnar eyðimerkur. Og svo þjóðin, hin eina þjóð, sem enn talar óbreytt hið hljóm- fagra og aflmikla tungumál „feðr- anna frægu“, og vakir yfir og geymir hinar gömlu og dýrmætu endurminningar, Sem „andinn sami“ lifir enn í, andi löngu lið- innar, mikilfenglegrar fortíðar: hinn þróttmikli norræni andi. Hristingurinn, sem við urðum fyrir, af þvi að sitja á baki hinna smáu, fjörugu íslenzku hesta, gerði það að Yerkum, að við txrðum von bráðar glorhungraðir. Við urðum nú að fara að sjá okkur út stað til þéss að hvíla okk- ur um stund og borða miðdags- verð. Af því við vorum nú staddir þarna í óbygðum var ekki því að heílsa, að við gætum brugðið okk- ur heim á neinn bæ. Því sföur var hér um neinn veitingastað að tala. \’ið urðuin því að sætta okkur við að fara þar af baki, scm við gátum fengið haga fyrir hestana og borða svo af nestinu okkar undir beru lofti. Á meðan við vorum að velta þesu fyrir okkur sáum við alt í einu, af hæð,sem við vorum stadd- ir á, beint fram undan okkur, og á að gizka í einnar mílun fjar- lægð, töluvert mikinn reyk, Það var því líkast sem tíu eða tólf hfts væru að brenna. Tiu eða tólf hvítir reykjarstrókar stigu viðstöðulaust i loft upp frá jörð- inni og bar vindurinn þá í austur. „Iivað er nú um að vei-a?“ spurði eg islenzka fylgdarmann- inn okkar. „Hvaðan kemur þessi reykur?“ „Það er ekki reykur,“ svai'aði hann. ,,Það er aðeins gufa upp úr laugununx, sem nóg er til af hér á þessu svæði.“ Eftir því sem við komum nær sáunx við nú betur og betur hvernig gufustrókarnir brutust með helj- arafli út úr gígum, sem voru liing- að og þangað. Til hægri handar var stórt stöðuvatn og til vinstri háir fjallgarðar. En hvað þetta landslag var ein- kennilegt I Alt í kring í fjarlægð voru skínandi, drifhvítir jöklar, hrikalegir og nístingskaldir, en næst okkur sjóðandi liverir og brennandi jarðvegur. Manni varð eins og hálf ónota- legt svona nálægt hinum hræði- lega eldi, „jarðeldinum", sem sí og æ brennur þar undir yfirborð- inu, og það oft og tíðum næsta ofarlega í jarðlagmu. Þessir vellandi, rjúkandi, gjós- andi hverir eru, hvort sem er, nokkurskonar eldgos. Aðeins er það mismunurinn, að sjóöandi vatn kemur í stað elds og eim- yrju. En, samt sem áður, settumst við að á bakkanum við eina laug- ina. Ein af ástæðunum fyrir því, að við gerðum það var sú, að okkur langaði til að nota jarðhitann til þess að búa okkur til heitan mið- dagsverð. Ferðamenn á íslandi íara oft þannig að. Vatnið í mjög mörgum af laug- 'unum er, sem sé, fullkomlega vel hreint og heilsusamlegt í alla staði. “EIMREIÐIN” Fjölbreyttasta og skemtilegasta tímaritið á ísleDzku. Ritgjörðir, myndir, sögur og kvæði. Verð 40C. hvert hefti. Faest hjá II S. Bardal og S. Beigm: nu. THE CANADIAN BANK Of CD^MERCE. á horniiiM ti Iioii og iMabcl Höfuðstóll $3,700,000.00 Varabjóður $3,500,000.00 SPARISJÓDSDEILBIS Innlög Í1.00 og þar yfir. Rentur lagðar við höfuðstól á sex mánaða fresti. Vfxlar fást á Englands hanka seœ eru borganlegir 6 ís’ávðl. Aöalskrifstofa í Toroiito. Bankastjóri í Winnipeg er o---JOHN AIRD------o THE DOMINION BANK. Borgaður höfnðstóll, $3,000,000 00 Varasjóður, - 3,500,000.00 Eitt útibú bankans er á horninu á Notre Dame og Nena St. Alls konar bankastörf af hendi ieyst. Sparisjóðsdeildin tekur við innlögum, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Rentur borg- aðar tvisvar áári, x Júní og Desember.' T. W. BUTLER, Bankastjári. Imperial Bank of Canada Höfuöstóll. .$3,500,000 Varasjóöur.. 3,500,000 Algengar rentur borgaðar af öllum inn- lögum.—ÁvfSANIR SELDAR k BANKANA k ís- LANDX, ÚTBORGANLEGAR f RRÓNUM. Utibú í Winnipeg eru: Aðalskrifstofan á horninu á Main st. og Bannatyne ave. N. G. 1.ESLIE, bankastjóri. Norðurbæjar-deildin, á horninu á Main st og Selkirk ave. F, P. JARVIS, bankastjórf. DB A.V. PETERSON Norskur tannlaeknir. Room 1 Thompson Block PUONE 2048. opp. City Hall. þer þurfiö að láta hreinsa, fylla eöa gera við tennurnar þá komiö til mín. Verö sanngjarnt. Dr.M. HALLDORSSON, Fapk ST X> Er að hitta á hverium miðvikudegi í Grafton, N. D., frá kl. 5—6 e. m. STÆKKAÐAR MYNDIR, ,jjD 16x20 Crayons á $2.00 hver 16x20 meö vatnslitum $3.00. M YNDARAMMAR: 16x20 rammar frá $1.00 og þrr yfir. Vér búum til myndaramma af öllum stæröum. Komiö og skoöið þá. GOODALL’S Myndastofur 616/2 Main st. Cor. Logan ave. 536j4 Main st. cor. James st. Taylor st. Louise Bridge. 'ORKAR MORRIS;PIANO Tónninn'og.-tllfinninginer framleitt á hærra stig og með meiri list en á nokk- uru öðru. Þau eru seld með góðum kjörtam og ábyrgst um óákveðinn tíma. Það ætti að vera á hverju heimili. S L BARROCLOUGH & Co. 228 Portage ave. Winnipeg. MÍltOU, nrx» LYFSALI H. E, CLOSE prófgenginn lyfsali. Allskonar lyf og Patent meðul. Rit- föng &c.—Læknisfbrskriftum nákvæm- n gaumur gefinn. M a jileLea f Re n o vaiing^V or ks Við erum nú fluttir að 96 Albert st. Aðrar dyr norður a{ Mariaggi hotelinu. Föt hreinsuð.lituð.pressuð og bætt.. TEL- 48». Dr. W. Clarence Morden, TANNLCEKNIR Cor. Lostan ave. og Main st. 620/4 Main st. - - ’Phonel35. Plate work og tennur dregnar úr og fyltar fyrir sanngjarnt verð. AÍt verk vel gert. Thos. H. Johnson, íslenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstofa: Room 33 Canada Life Block. suðaustur horni Portage Ave. & Main st. Utanáskrift: P. O. box 1864, Telefón.423. Winnipeg, Manitoba Jftimib cftiu — því að Eflflu’sBuÐBlnoapapDir heldur húsunum heitum’ og rarnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, L™. áGKNTS, WINNIPEG. Hestarnir okkar voru lööur- sveitir. Við tókum ofan feröa- koffortin og sprettum af svo hestarnir gætu notiö hvíldarinnar sem allra bezt og bitið óhindraöir á meöan viö værum aö athafna okkur. En þesi vorkunsemi okk- ar við klárana lá viö sjálft að rnundi verða okkur dýrkeypt, eins og síðar mun sagt veröa. Vatnið ,í hverunum var að Búð: 495 Alexander ave. Vinnustofa: 246 Isabel st. ’Phone: 2789. Allar tegundir af myndarömmum búnar til. — Stækkum myndir. Viö þurfum umboösmenn víösvegar til aö selja fyrir okkur.— Heildsala og smásala. P. Cook, Eigandi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.