Lögberg - 19.10.1905, Blaðsíða 4
4
LOGBERG fÍMTUDAGINN 19. OXTÓBER 1905
fögbErcj
■er (?efi5 út hvern fimtudag a£ The Lögberg
pRIttTING & PUBLIBHING Co.. (löggilt), að
Cor. William Ave., og Neoa St. Winnipeg,
Man.—Kostar 82.00 um árið (á Islandi 6
■(kr. Borgist fyrirfram, Einstök nr. 5 cts.
Published every Thursday by the Lög-
nerg Printing and Publishing Co. (Incorpor-
ated), at Cor. William Avenue & Nena St.,
Winnipeg, Man —Subscription price $2.00
per year, payable in advance. Single
•copies 5 cts.
S. BJOEN88ON, ÍSdttor,
M. PABLSON, Hua. Manager.
Augi.ýsingar. — Smá-augjýsingar í eitt-
■skifti 25 cent fyrir 1 þml. A stærri auglýs-
ingum um lengri tíma, afsláttur eftir.samn
ingi.
Bústaðaskikti kaupenda verður að til-
kynna skriflega og geta um fyrverandi bú-
stað jafnfrarat.
(Jtanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er:
The LÖGBERG PRIN'TING & PBBL. Co.
P.O, Box 136., Wtuntpeg, Man.
Telephone 221.
Utanáskrift til ritstjórans er:
Edltor Lögberg,
P.O.Box 136, Wtnnlpeg, Man.
Samkvæmt landslögum er uppsögn kaups
anda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus
þegar hann segir upp.-Ef kaupandi, sem
er f skuld við blaðið, flytur vistferlum án
þessað tilkynna heimilisskiftin, þá er það
fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönn-
un fyrir prettvíslegum tilgangi.
Ávarp.
Eins og tekiö hefir veriö fram í
síöasta tölublaöi Lögbergs, hefi
«g ráöist t að taka að mér rit-
stjómina um nokkurn tíma. Eg
fer þess eigi dulur, aö verk þetta
er baeði mikiö og vandasamt, og
aö mér v<eTöi erfitt að leysa það
svo vel af hendi, sem skyldi og eg
vildi, og erín sem komið er, hefi eg
því eigi lofast til að gegna því
nema nokkura mánuði.
ÍÞann stutta tíma hefi eg allan
vilja á, áð gena hlutaðeigendur
sem ánægðasta, og mun ásíðan í
ljós leiðast, hversu mér tekst það.
Eg ætla ekki að flytja langa lof-
orðaþulu tim það nú, hvað blaðið
eigi að flytja, meðan það sé í
mínum höndum, tíminn og kring-
umstæðurnar skapa oft efnið óðar
en varir, og slík loforð verða tíðum
endabrend, en eitt hefi eg ásett
mér, og það er það, að hefja eigi
að fyrrabragði neinar blaðadeilur
né byrja áreitni við nokkurn mann,
og væntir mig, að það mundi að
nokkru leyti, tryggja mér vinsæld-
ir þær, sem Lögberg hefir að
fagna, að minsta kosti hjá öllum
sanngjömum og réttsýnum mönn-
um.
Sömuleiðis mun eg bæja öllum
aðsendum greinum sltks efnis, burt
úr blaðinu, að svo miklu leyti, sem
eg fæ frekast við komið.
Aftur á móti skal eg vera mönn-
um mjög þakklátur fyrir nytsamar
og fróðlegar greinar og frétta-
pistla, og kysi eg helzt að fá þá
snjallyrta og gagnyrta en eigi
mjög langa.
Sérstaklega vil eg benda því
máli til góðra kunningja Lögbergs
út um nýlendurnar, þar eð eg eigi
er svo kunnugur högum og háttum
manna þar, sem æskilegast væri,
maður svo að segja nýkominn til
þessa lands.
Stefán Björnsson.
Embaettaskifti í Ottawa,
Það má með nýjungum telja, að
póstmálaráðgjafi, SirWilliam Mul-
ock, hefir sagt af sér embætti, að
miklu leyti sakir heilsubrests, en
síðan verið útnefndur yfirdómari í
Toronto. Að missa hann frá þessu
starfi er hin mesta eftirsjá, þvi að
hann hefir mátt heita sannur þjóð-
arfrömuður í stöðu sinni. Hann
hefir úr talsverðri sjóðþurð, sem
var þegar hann tók við, reist svo
við fjárhaginn, að hann nú er kom-
inn í ntjög álitlegt horf.
Sir William hefir verið öflugur
meðhaldsmaður frjálslvnda flokks-
ins, alt frá því hann hóf göngu
sína, til þessa tíma, enda hefir
hann oft fyrir þær sakir mætt
megnum árásum af mótstöðu-
tnönnum sínum, en oftast borið
hærra hlut að lyktum.
Hann hefir um langan tíma, 23
ár, setið á þingbekknum, stöðugt
sem þingmaður fyrir North York,
og hefir hann gegnt því starfi með
frábærum dugnaði, og samvizku-
semi, og jafnan reynst bezt þegar
mest hefir á riðið.
Það eru fáir menn til, sem eins
og Sir Willam hafa, í stað þess að
njóta auðs sins og eiga góða daga,
ofrað öllu á altari þjóðar sinnar,
og jafnan berlega sýnt, að eigin
hagsmunir hafa orðið að lúta í
lægra haldi fyrir almennum heill-
um.—
Þótt svo hefði mátt sýnast, að
Sir William hefði átt skilið að
njóta hægrar og rólegrar elli, hefir
hann þó eigi tekið þann kost, hann
hefir helgað hinstu krafta sína i
þjónustu þjóðar sinnar, er hann
tók við yfirdömara embættinu í
Ontario, og er það ekki nema í
fullu samræmi við alla lífsstefnu
hans. *
Á því er enginn efi, að hann mun
vel fallinn til að gegna dómara
embættinu, þvi að bæði hefir hann
aflað sér stórmikilLar lagalegrar
þekkingar, og- hefir jafnan unnað
iögum og rétti.
Eftirmaður SirWilliam Mulocks
verður nafnkunnur lögmaður, Mr.
A. B. Aylesworth, að nafni. Hann
hefir hingað til eingöngu fengist
við málafærzlustörf, og getið sér
við það góðan orðstír, og er eigi
annars að vænta, en að hann muni
einnig reynast nýtur maður í hinni
nýju stöðu sinni, einkum þar það
er kunnugt, að maðurinn ann al-
þjóðlegum málum, og hefir allmik-
ið lagt sig eftir þeim.
------o-----—
Edison og uppgötvanir hans.
Edison, konungur uppgötvana-
heimsins, er ættaður frá Canada.
Faðir hans er fyrir 100 árum síðan
fæddur í Digby í Nova Scotia.
Afi hans var töluvert við stjórnmál
riðinn, og varð að flýja frá New
York á stjórnarbyltingartimanum,
af þeim sökum.
Samúel Edison, faðir hugvits-
mannsins.hneigðist að stjórnmálum
sem forfeður hans, og í bylting-
unni, sem varð 1873, þegar hann
hafði aðsetur í Vienna í Austur-
Canada, gekk liann í lið með upp-
reisnarmönnum, og hlaut kafteins
nafnbót, undir forustu Dr. Dun-
combs. Flokkur hans varð undir
í viðskiftunum, og Edison flýði til
Michtgan.
Meðan Samúel dvaldi í Vienna,
kvæntist liann kenslukonu, Miss
Nancy Elliot að nafni. Var hún
kona prýðisvel gefin.
í Milan í Ohio fæddist þeim, 11.
Febr. 1847, sonur, er nefndur var
Thomas Alfa, og þegar í æsku gaf
jæss vitni, hvað í honum mundi
búa.
Faðir hans varð að yfirgefa
Milan sakir atvinnubrests, og flutt-
ist hann til PortHuron í Michigan,
og settist þar að.
í þeim bæ byrjaði Edison fyrst
að vinna,sem blaðadrengur á járn-
braut. Stundaði hann starfið af
kappi og fékk aðra drengi til
hjálpar sér.
Þó að eftirspurn væri eftir blöð-
iinum á þieim tíma, sakir borgara-
styrjaldarinnar, þá fann Edison
upp ráð til að auka hana enn
meira. Hann simritaði á undan
járnbrautarlest sinni, aðal-frétta-
atriðin á hverjum degi, enda fékk
hann góð laun ómaks síns, því að
á hverri járnbrautarstöð beið hans
fjöldi kaupenda.
Einn dag bar svo við, er hann
var staddur í Mount Clemens, að
hann sá barn, yfirmannsins á járn-
brautarstöðinni ,vera að leika sér á
brautinni, rétt í því að vagnlestin
var að renna inn á stöðina. Þrátt
fyrir auðsæja lífshættu, stökk Edi-
son út á brautina, lireif barnið í
fang sér og heppnaðist að bjarga
lifi þess, og sleppa sjálfur ómeidd-
ut undan lestinni. Þetta hugrekk-
isbragð varð til þess að breyta
lifstefnu hans.
Faðir barnsins, sem hann bjarg-
aði, tók hann að sér, og kendi
lionum hráðskeytafTæði, er heþn
sökti sér niður í með miklum
dugnaði og kappi.
Hann smíðaði sér sjálíur hrað-
skeytavél sem reyndar var bæði
lítil og ófinleg, en vanín verk sitt
rétt og frútt, og það nægði honum.
Smiði og útbúnaður þessarar
vélar, var fyrsta uppgötvunin hans,
og mátti hún með sanni heita
meistaraverk. En brátt kom fyrir
atvik, sem gaf honutn nýtt færi á
að reyna sig. Svo vildi til,að sím-
inn á 'milli Port Huron og Sarnia
slitnaði. Járnbrautarlýðurinn var
t miklum vanda staddur, og enginn
hafði ráð á reiðum höndum nema
Edison einn. Hann stökk upp í
járnbrautarvagn, og tók að hand-
fjatla hljóðpípuna eftir merkjum
Morses-stafrofsins, er hann hafði
nýlega numið, og að fáum mínút-
um hafði hann vakið eftirtekt
vélarstjórans í Sarnia, og komið á
nýju sambandi á milli staðanna.
Hann telur sjálfur þetta vera
fyrstu tilraun sína í þráðlausri
loftritun.
Þjessu næst var hann að símrítun
á ýmsum stöðum. Eitt sinn vildi
lionum það óhapp til, að honum
fórst fyrir að senda skeyti á undan
járnbrautarlest í réttan tíma. Vár
hann þá staddur í Stratford í Ont.
Af þessari vangá hans lá við
járnbrautarslysi og honum var
vikið frá embætti. Fór hann þá
burt úr Canada, og suður í Banda-
riki. Þar tók hann að vinna að
vélaútbúnaði ýmiskonar, og kom
þá skjótt í ljós, hvílíkur snillingur
hann var í þeirri grein.
Sérhver vél, hversu margbrotin,
sem hún var, stóð honum fyrir
hugskotsjónum jafn auðskilin og
og bók, prentuð stÓTu letri. Og
sérhverja vél <er hann sá, langaði
hann jafnan til að bæta og full-
komna. Á fáum vikum endurbætti
haifn t. d. prentvélina svo, að hún
ber enn í dag sömu ummerkin, sem
á henni voru, þegar hún kom úr
hans höndum.
MaTgir hugvitsmenn höfðu þá
árangurslaust reynt að senda með
fréttaþræði, tvö eða fleiri hrað-
skeyti í einu. Edison fór að revna
þetta, og fann þá upp tvöfalda og
fjórfalda „systemið.“
Honum hafði nú græðst töluvert
fé, einkum fyrir einkaleyfi á upp-
götvunum sínum, og fyrir það setti
hann á stofn verksmiðju, bæði til
að smíða í verkfæri þau og vélar,
er hann hafði fundið upp, og til
að halda áfram tilTaunum sínum í
stærri stíl.
Hann var ekki lengur ánægður
með að vinna sjálfur að fram-
kvæmd uppgötvana sinna. Hann,
vildi fara að fást við stórbrotnari
verkefni, sem krefðu aðstoð fjölda
manna, er liann sjálfur stýrði. Og
til þess var hann svo ákaflega vel
fallinn, því þó hann hvorki væri
efnafræðingur, náttúrufræðingur
eða stærðfræðingur, þá gat liann
notað sérfræðinga, í öllum þessum
greinum, alveg eins og verkfæri
sín. Hann finnur upp hugmyndina,
metur erfiðleikana,og með frábærri
nákvæmni, velur hann einmitt þá
ríienn til að framkvæma hana, sem
verkinu eru vaxnir, og er sjálfur
lifið og sálin í öllu saman. Hann
hefir þannig haft,einstaka snillinga
i sinni röð, sér að hjálparmönnum,
svo sem Tesla og Kenneley, sem
nú eru þjóðkunnir fyrir eigin upp-
götvanir.
Fyrsta aðal uppgötvun Edison
eftir að hann hafði stofnsett verk-
smiðju sína, var rafurmagnslamp-
inn, og mundi sú uppgötvun ein
nægja, til að gpra nafn hans ó-
gleymanlegt um aldur og æfi.
Löngu áður höfðu menn orðið
þess varir, að hægt var að gera
vír, í tómri glerpípu, hvítglóandi
með rafurmagni. En lampi sá var
litið annað, en ónýtt Ieikfang, sem
logaði síutt.var erfitt að meðhöndla
og kostnaðarsamur að jafnaði
gæða.
Með hugviti sínu og afbrigðaelju
tókst-Edison að framleiða rafur-
magrísljósið, eins og það er til nú,
bjartskínandi, stöðugt brennandi
og ódýrt. En svo mátti segja, að
hann yrði að leita um heim allan,
til að finna þráð þann, cr nægilega
ltngi væri hægt að halda glóandi
(atS minsta kosti 5,000 klst). Hann
reyndi þræði úr 3,000 jurtategund
um, en engir komu að haldi. Loks
kom honum til hugar að reyna
þræði úr bambusreyr og það
dugði.
Næst fann hann upp málþráða-
vél, þó með nokkuð öðru fyrir-
komulagi, en nú er notuð, og at-
huganir hans í sambandi við hana,
leiddu til þess, að hann uppgötvaði
hljóðritann (phonograph).
övo er sagt, að meðan hann var
að fást við útbúnað rafurmagns-
ljóss síns, hafi kent margra grasa
á vinnustofu hans. Safnaði hann
þá að sér ógrynni af alls konar
hlutum, er honum kynnu að koma
að gagni, bæði jurtakyns og stein-
tcgundum. Hafði hann þá hjá sér
háa stakka af jurtaþráðum ýmis-
konar, alls konar viðartegundir,
málma og málmblending, sýrur og
hreinsaðan vínanda, blöð og bók-
fell, liti og ljósmyndaböð. Alt
þetta var við hendina, ef til þurfti
að taka, til þess að klæða hug-
myndir hans i efnisbúning, og
metta þrá hins sístarfandi anda
liajis.
Þfgar í æsku unni hann bókum,
þó að skólavist hans yrði eigi
lengri en tveggja mánaða tími.
Einkum hafði hann miklar mætur
á bókum þeini, er lutu að aflfræði,
náttúrufræði og efnafræði, og
þegar efni hans uxu, jók hann
bókasafn sitt að miklum mun. Nú
prýða það allar vísindalegar og
heimspekilegar bækur, sem til eru.
Edison er orðinn stórríkur mað-
ur, og vaxa efni hans árlega, en
þverra eigi, þar eð ein uppgötvun
hans stöðugt rekur aðra, og sakir
þess að þær flestar miða til iðnað-
ar unibóta á einhvern veg, hljóta
þær að verða hinar arðmestu.
Ameríka hefir oft verið nefnd
land vísinda- og hugvitsmanna, og
á það nafn með réttu skilið, en
fremstan allra her þó að telja Edi-
son, sem af eigin rammleik hefir
getið sér það vísindalega heiðurs-
nafn, sem í minnum verður haft
á meðan heimurinn stendur.
-------o------
Unibætur.
Fyrir skemtsu hefir póstmála-
stjórnin ákveðið nýjan mann til að
leiðbeina útlendingum þeim, sem
eigi kunna eða geta gert sig skilj-
anlega á enska tungu, svo að þeir
geti greiðlegar en verið hefir haft
bréfaskifti og óslitið samband viö
fjarverandi ktinningja og vini.
Maður sá verður tungumálagarp-
ur, sem getur talað mál Suður- og
Norður-Evrópu búa, og gert þeim
full skil í þessu efni,sem áöur hefir
verið mjög ábótavant. Hann á
ennfremur, að hjálpa útlendingum
við alls konar bréflegar umsóknir
og beiðnir, er þeir þurfa að fá
framgengt og ledðbeina þeim á all-
an hátt í fl. o. fl.
Þegar nýja pósthúsið er fullgert,
verða þar gerðar ráðstafanir, í
sömu endurbótaátt, sökum þess, að
stjórninni er einkar ant um, að
.greiða götu allra, sem hér eru svo
óheppilega settir, að þeir kunna
eigi að mæla á enska tungu.
Er þetta gagnólíkt framkomu
stjórnar þeirrar.er hér sat áður við
stýri, því að hún hafði, oft og þrá-
faldlega verið beidd þess, bæði
fyrr hönd íslendinga og annara
þjóða, er eigi gátu ensku talað, að
gera einhvprjar umbætur í þessu
efni, en það hefir alt til þessa
enga ávexti borið.
Skal stjórnin hafa þökk fyrir
þessi hagkvæmu og bráðnauðsyn-
legu umbóta afskifti,og er vonandi
að hún láti éigi hér við lenda, að
aðstoða og leiðbeina innflytjendum
í fleiri greinum.
Ásgrímur málari Jónsson
er nú staddur hér í bænum. Hefir
hann ferðast um suðurlandið í
sumar og málað. Fjallkonan gekk
upp í Vinaminni til þess að hafa
tal af Ásgrími. En þegar inn var
komið þurfti hún meira að neyta
augnanna en tungunnar. Því að
þatj eru veggir alsettir fallegum
og fjölbreyttum myndum. Hefir
liann málað flestar þeirra í vor
eöa sumar.
Ásgrímur er mjög fjölhæfur
málari. Hann gerir andlitsmynd-
ir og hafði þar nokkurar. Þar á
meðal vel gerða mynd af Brynj-
ólfi á Minna-Núpi. Hann gerir
myndir af landslagi og var þar
um auðugan garð að gresja. Hann
velur sér helzt það verkefni að
sýna einkennieg litabrigði. Þar
voru margar myndir úr Vestm.-
eyjum, allar fallegar. Hann
gerir stundum margar myndir af
sama staðnum, og sýnir hann í
dagsljósi, í sterku sólskini, þegar
kvöldroði og morgunroði slá eld-
lit á skýin, en þau lita aftur land-
ið og sjóinn, og þegar þokan belt-
ar sig um fjallatindana.. En sum-
ar myndirnar eru útsýni yfir sund
in og einkennilegustu eyjarnar, og
bak við EyjafjallajÖkull. Ein af
þeim er tekin um aftureldingu á
vordegi og er hún mjög vel gerð.
Er litblærinn á jöklinum og
morgunskýjunum yfir bungunni
harðla fagur. Þar er og útsýni
af Eiðsgranda til Heklu og Þrý-
hyrnings. Er Heklutindur blár
og bjartur á einni myndinni, en
hulinn þoku á annarri. Þá hafði
hann og myndir frá Þingvöllupi,
af vestri Árbakka til Hrafna-
bjarga, í mismunandi ljósi. Marg-
NÝ VERZLUN
—í-
NÝRRI BÚÐ
Löndum vorum í suövestur-
bænum til leiöbeiningar gefum
viö til kynna, aö hinn 18. þ. m.
byrjum við undirritaðir matvöru-
verzlun í nýrri búö á horninu á
Sargent og Victor strætum. Við
óskum eftir að sem flestir landar
líti inn til okkar til þess að skoða
góðar vörur og fá að heyra gott
verðlag. Við lofum fljótri af-
greiðslu og hreinum viðskiftum.
CLEMENTS & Á RNASON
ar fleiri landslagsmvndir voru
þar, sem of langt yrði upp *ið
telja. I öllum myndunum er fjör
og kraftur og því Iíkast sem þær
séu að segja frá því, að höfund-
ur þeirra -eigi gnægð af æsku-
þreki og fögrum vonum.
Ein mynd er þar, sem minnir á
kvæði Jónasar Hallgrímssonar:
„Fýkur yfir hæðir“. Sólin er að
koma upp að vétrarlagi, en á
fönninni liggur örend kona og á
brjósti hennar barn t umbúðunt.
Lítur það upp úr reifunum og í
sólaráttina, en skamt frá situr
krummi og væntir sér bráða.
Snjóhvíta fannblæu lagði yfir lík
líknandi vetur, en miskunnarrík
sól móti sveininum lítur.
Þá er þriðji flokkurinn, og er
sá einkennilegastur. Þar er efni
tekið úr íslenzkum þjóðsögum.
Þar til heyra 8 myndir, hverann-
arri fallegri. Una ('Úlfhildur?)
álfkona verður fyrir þeim ósköp-
um af álögum, að hún verður að
ala aldur sinn í mannheimi þar
til er menskur maður eltir hana til
álfheima. En á hverri jólanótt
má hún koma heim.. Myndin
sýnir hana þar sem hún en
að koma heim. Er þar all-
einkennilegt og alt ljósum' prýtt,
en hún starir löngunaraugum
heim. — Á bæ einum triltust eða
dóu þeir, er gæta skyldu bæarins
á jólanóttina. , Eitt sinn bauðst
stúlka til að vera heima. Hún
liggur í rúmi sínu um nóttina, en
þá kemur nátttröll á gluggann og
segir:
Fögur þyki mér hönd þín,
snör mín, en snarpa, og dillidó.
Hún: Hún hefir aldrei saur sópað,
ári minn, Kári, og Korriró.
Hann: Fagurt þyki mér auga þitt
o. s. frv.
Hún: Aldrei hefir það ilt séð
o. s. frv.
Hann: Fagur þyki mér fótur þinn
o. s. frv.
Hún: Aldrei hefir hánn saur
troðið o. s. frv.
Hann: Dagur er í austri 0. s. frv.
Hún; Stattu og vertu að steini,
engum þó að meini,
ári minn, Kári, og Korriró.
Ásgrímur sýnir stúlkuna í rúm-
inu þá er hún hefir sagt síðustu
orðin, en í glugganum er nátt-
tröllið, Ijótt og ferlegt. En lífs-
merki sjást engin á andlitinu. Það
er dagað uppi og orðið að steini,
því að út um gluggann sést dags-
brúnin skínandi björt. — Þá er
stúlka, sem stendur undir kirkju-
garðinum. En upp yfir garðinum
teigist draugur og seilist til henn-
ar og þar fyrir, aftan sést i tjarg-
aöa kirkju. önnur stúlka er geng-
in til dyra með ljós í hendi. En
þegar hún lýkur upp, sér hún að
gesturinn er vofa, sem hallast upp
við dyrustafinn. Eru þessar
myndir svo draugalegar, að Fjall-