Lögberg - 19.10.1905, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.10.1905, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER 1905. ajjjjjntni* ** fftW'fufr*^fiiffínTvi,rrtT.'w^ mmrnlnfmwnfmnmmTWmnTrn iiiiiii■■■■•••••■••••••■■•«»■•* SVIKAMYLNAN Skáldsaga eftir ARTHUR IV. MARCHMONT. XVI. kapituli. Eg kemst í bobba. Vegna þess eg ekki vissi hvernig eg átti aö haga mér frammi fyrir pasjanum þá geröi eg of mikiö úr meiöslum mínum, og fvr en eg hefði tíma til að skreiðast á fætur gaf hann málleysingjunum bendingu u»n að hjálpa mér, og þótti mér það verst af öllu. Það er viðurkent, að sjón og eftirtekt þessara ógæfusömu manna skerpist óendanlega mikið viö Jiað, að þeir eru sviftir heyrn og máli; og óttaðist eg því, að þeir mundu sjá, að eg ekki væri Hamdi. En eg hlaut aö eiga það á hættu, því það hefði getað vakið illan grun ef eg hefði ekki þegið hjálp þeirra. Sá þeirra, sem gaf sig fram, var herðabreið- ur og saman rekinn, og gat farið með mig eins og barn. Hann þreif í annan handlegginn á mér og kipti mér svo ómjúkt á fætur, að oþolandi hefði verið ef eg í raun og veru hefði verið aumingi sá sem eg lézt vera. Eg studdi mig við hann veinandi og lézt engjast sundur og saman af kvölum, en gætti þess vandlega að láta hann ekki sjá í andlit mér. Marabúk komst alls ekkert við af að sjá mjg; það virtist miklu fremur skemta honum, því eg þóttist sjá votta fyrir hæðnisbrosi á andlit hans þegar eg bar mig hvað aumingjalegast. Hefði hann komist við, þá hefði hann ekki verið sannur Tyrki. Tyrkjar eru orðnir því svo vanir, inann fram af manni, að fara illa með menn og horfa upp á eymd og þjjáningar, að slíkt vekur einitngis hjá þeim fyr- irlitningu og hæðni. ,,Þegar þú getur hreyft tunguna, þá talaðu,“ sagði hann harðneskjulega. „Hvert er ernidi þitt hingað ?“ Eg hélt áfram að veina, en kom þó loks fyrir mig fóturn, og reyndi að láta. málleysingjann sleppa mér. I>egar Marabúk sá það þá benti hann honum að fara á sinn stað og mér að koma nær. Eg þakkaði mínum sæla fyrir að vera laus við manninn án þess hann tæki eftir neinu, og svo skreiddíst eg nær borð- inu, en hengdi niður höfuðið til þess að hylja and- litið sem mest. „Flýttu þér með erindið, Hamdi,“ sagði hann hvatskeytlega. „Þjónn þinn óttast reiði herra síns og þorir ekki að hreyfa tungu, sína,“ stamaði eg í angistar- .rórnt > . ■ „Á eg að sýna þér hvernig eg get látið þig fá málið ?“ spurði hann ógnandi. ' „Hvað hefir komið fyrir?“ „Þjónn þinn hefir verið barinn, og píndur; margt hefir komist upp, en þjónn þinn hefir þagað.“ .Hann hrökk við og ygldi sig. „Hver píndi þig?“ „Ritari auðuga vantrúarmannsins, hundurinn hann Ormesby," og eg afbakaði nafn mitt í fram- burðinum eins og Tyrkjar gerðu. „Hann er fjöl- kunnugur og vissi það, að eg reyndi að ráða honum bana.“ „Það hefir verið þínuin eigin klaufaskap að kenna, Hamdi. Er hann enn á lífi?“ „Hann er galdramaður. Þjónn þinn sá hann éta eitrið — með mínum eigin augum sá eg það—og sver það við grafir feðra minna; en það gerði honum ekkert mein—og hann lifir.“ „Sá hann skjalið, sem eg gerði þér orð um?“ „Þjónn þinn brendi það—“ og svo sagði eg honum frá því, sem Kóprili gerði inni í heqbergi minu. Hann hlustaði með mesta athygli, og honum virtist geðjafet vel að slægð Kópríli; en Jægar eg sagði honum, að Grant hefði étið eitrið, þá breyttist fögnuður hans í reiði. „Þú ert argasti klaufi og hundspott, Hamdi, og þó þeir hefðu drepið þig í stað þess að berja þág, þá hefðir þú ekki fengið annað en þú áttir skilið.“ „Reiði herra míns er hinum trúlynda þjóni hans verri en dauðinn," tautaði eg niðurlútur, en hafði samt vakandi gætun á honum. Nokkur augnablik sat hann huglsandi og kiptist við eins og hann réði sér ekki fyrir gremju. „Hvað fleira grunar ritarann—þennan Ormes- by?“ ,„Eg er hræddur um hann gruni margt, herra minn. Hann spurð þjón þinn í ákafa, á milli högg- anna og ilstrokanna, um tilraunir sem gerðar hefðu verið til þess að ráða auðuga Bandaríkjamanninn af dögum. En þjónn þinn þagði.“ „En þú hefir þó í því efni gert eins og fyrir þig var lagt?“ spurði hann efablandinn. „Bandaríkjamaðurinn liggur dauðvona og deyr, herra minn,“ sagði eg og var óviss í hverju ætti að svara. „Þú átt við, að þú hafir gefið honum það sem eg sendi þér?“ „Eru ekki orð herra mins Hamdi þjóni hans lög eins og það sem kóraninn kennir?“ Hér fræddist maður þó um nokkuð. Ekki einasta hafði hann boðið Kópríli að koma eitri ofan í Grant,heldur hafði hann lagt sjálfur til eitrið; og þegar eg gerði þessa falsjátningu Um glæpinn þá brann eg í skinninu af reiði við pasjann. Það leit út fyrir, að Stefán hefði sagt satt, og að Grant hefðu verið sýnd fjörráð fyrri en mér. En hvers vegna, þegar Haidée lýsti yfir því, að líf Grants væri þeim meira virði en nokkurs annars manns, til þess að koma fram samsærinu, vegna hins mikla fjár sem hann réði vfir? Hvernig var þessu tvöfalda samsæri varið? Hugsun þessi flaug í gegn um huga /ninn á meðan eg stóð þarna' niðurlútur og beið þess að illmennið tæki til máls. „Veif gríska konan, hún húsmóðir þín, um alt þetta, Hamdi?“ „Á herra minn við það sem Bandaríkjamannin- um við kemur?“ „Hafa þéir pínt úr þér vitið, svo þú þprfir að spyrja jafn heimskulega ?“ svaraði hann reiðulega. „Hefir þú svikið mig?“ „Er þjónn þinn hundur, sem bitur í hendina sem fæðir hann og verndar?“ Hann leit til mín harðneskju og tortrygnislega að mér virtist, og mér til undrunar tautaði hann við sjálfan sig á frönsku: „Skyldi eg þá hafa trúað þér fyrir of miklu?“ Eg gat lagt nákvæmari skilning í þessi orð hans, því mér var kunnugt um mörg slys sem mættu illmennum í þjónustu hátt standandi Tyrkja þegar grunur féll á,að þeir vissu meira af leyndardómutn húsbænda sinna en undir vætí eigandi. „Sagði herra minn nokkuð?“ „Eg var að hugsa um það, Hamdi, að þú værir trúlyndur og góður þjónn og hefðir bætt fyrir það, sem á undan er gengið,“ sagði hann blíður mjög.og djöfullegt bros lék um varir hans. „Vinsamleg orð af vörum herra míns eru sól- skinsblettirnir í lifi þjóns hans; að þóknast herranum og gera vilja hans er hið eina sem þjónn han£ þráir.“ „Segðu mér þá satt og hreinskilnislega, eins og góðum þjóni’ sæmir, hvort þessi ritari Bandaríkja- mann^ins hefir nokkura tilraun gert að sanna þennan grun sinn?“ „Eg heyrði hann segja, að hann skyldi einhver ráð hafa til þess að ná fundi Rechads Effendi.“ „Þú hefir engu orði um hann slept?“ „Varir þjóns þins eru innsiglaðar eins og fyrir þeim væri innsigli dauðans.“ „Hann grunár þá ekki, að Rechad sé okkur einskis virði?“ spurði hann, og mátti heyra, að hann áleit mikið un,dir því komið. „Herra minn reiðist ekki óverðugtim þjóni sín- um þó hann flytji ill tíðindi; en eg óttast, að hann viti það.“ Við þetta hnykti honum til muna þó hann reyndí að láta sem minst á því bera. „Þjað veit Allah, að eftir þessu verður að líta!“ hrópiaði hann og rak hnefann af alefli niður í borðið. „Segðu mér alt um það, Hamdi, sé þér nokkuð ant um að eg sé þér góður.“ „Munnur minn segir einungis frá því sem eg hefi heyrt og séð. Hann bar það á mig, að eg hefði eyðilagt skjalið, og þegar eg neitaði þvi, þá sagði hann: ,Þú ert að ljúga, Kópríli‘! vantrúarhundurinn sá arna — að kalla mig lygara! Óg hann sagðist vita, herra minn, að skjalið hefði verið falsað; að hans tign Rechad Effendj, hefði það ajdrei séð; að herra sinn, Bandaríkjamaðurinn, vissi það einnig; að hann hefði með göldrum fræðpt um alt ráðabrugg herra míns; og að uþdir hvaða skjöl sem væri yrði annar að rita nafnig sitt en RechaB Effendi." Alt þetta sagði eg náttúrlega út í loftið; og eg sagði það eins hægt og eg gat til þess að sjá hvernig hann tæki því og hvað langt mér væri óhætt að ganga. En hvert orð hafði sínar verkanir; og áhrif síðustu orðanna sýndu, að eg hafði hitt naglann á höfuðið. „Áttu við það, að hann hafi minst á hans tign War-ed-in Effendi?" Ýið þessi orð hans rann alt ráðabruggið upp fyrir mér í einu vetfangi, og eg átti fult í fangi að láta ekki sjá það hvernig mér hnykti við. Hann var í mikilli geðshræring og nafnið slapp út af vörum hans i hugsunarleysi og óviljandi; og þegar hann sá mér bregða, þá áttaði hann sig á yfirsjón sinni. Á næsta augnabliki náði eg mér aftur, og svaraði: „Þjónn herra míns verður að segja honum eins og er. Hann sagðist vita alt um War-ed-in Effendi.“ „Og mann þennan hefir þú látið komast und- an!“ hrópaði hann með þrumantli rödd og reiðieldur brann úr augum hans. „Þú hefir svikið mig skamm- arlega, Hamdi, og getur hafa eyðilagt- alt.“ Þar næst sökti hann sér niður í djúpar hugsan- ir, og eg stóð niðurlútur eins og eg ekki gæti borið reiði hans, en var í rauninni að velta því fyrir mér, hverja þýðing uppgötvun þessi gæti haft fyrJr okkur. Eg hafði fengig alt að vita s'em eg þurfti með. War-ed-in var mikið yngri bróðir Abdúl Hamjd. Almenningsálitið á hontim var alt annað en á Rechad; og á fyrri árurn var, sagt, að hann hefði verið vinveittur Marabúk pasja sem þá var einn af gæzlumönnum hans. Rechad Effendi var þannig einungis notaður til þess að hylja samsærið með War-ed-in. Rechad var, eins og við höfðum ætíð treyst, líklegur til að hlynna að fyrirtæki eins og því, sem Grant hafði með höndum; en yngri maðurinn aftitr á móti mundi svifta okkur öllum hlunnindun- um undir eins og hann kæini til valda ef Marabúk yrði uppáhaldsmaður hans og æðsti ráðgjafi. Hann var Tyrki í húð og hár, eins og Marabúk, og hataði alla og alt frá vesturlöndum af öllu hjarta. Þegar eg nú vissi um þetta innra samsæri þá gat eg gert alt sem þutfti, og hugsaði eg nú -mest um að komast heill á hófi út úr húsin.u; því eg var hræddur um, að Marabúk mundi eklci þora að láta mig fara eftir að hafa heyrt alt sem hann sagði. Eg hefði tiokkuð viljað til þess gefa aö vita upa hvað Marabúk pasja var að hugsa, þar sem hann sat, brúnþungur, alvarlegur, og velti fyrir sér því sem eg hafði sagt honum og hver áhrif það kynni að hafa á ráðabrugg Iians; og ef til vill var hann að ráða við sig hvernig bezt mundi að ráðstafa mér. Eftir langa og þreytandi þögn leit hann upp. „Hvernig gaztu komist á burtu og hingað til mín J. ‘ spurði hann tortrygnislega, og kom mér slíkt ekki á óvart. Þegar uppvíst var orðið, að Kópríli væri valdur að eitraniruii, þá var ekki líklegt, að jafn hyggið fólk eins og Marabúk áleit íbúa Hvíta hússins, mundu láta hann leika Iausum hala. Segðist eg hafa sloppið út, þá hefði hann getað haft það fyrir ástæðu til að láta mi:g ekki hverfa þangað aftur. „Gríska konan, hún húsmóðir mín, vorkendi mér og gat komið því til leiðar, að eg fengi að fara og segja herra mínum frá því, hvað eg hefi mátt þola,“ sagði eg eftir dálitla þögn. „Hvað þú hefir mátt þola? Hvað kemur mér það við, hundurinn þinn, hvað þú mátt þoIa,“ sagði hann í þrumandi róm þegar hann heyrði að það kom hik á mig. „Hvernig gat hún gert það úr því uppvíst var orðið hvað þú gerðir?“ „Herra minn veit hvert vald hún hefir yfir Bandaríkjamanninum, og að það má svo heita, að hún ráði þar öllu á heimilinu." „Ertu að segja mér satt? Hamdi? Gættu þín að reyha ekki að leíka á mig,“ hrópaði hann aftur með mikilli alvöru og beiskju. „Þjónn þinn er sem ekkert í höndum herra síns. Eg sver það við skegg spámannsins, að þetta er eins °g eg segi; og gríska konan bauð mér að koma aftur % flytja sér skipanir herra míns; og hún Lelia bíður mín til þess að hleypa mér inn á laun.“ „Lelia, Lelia, hver er Lelia ?“ „Eg tala um hana einungis með því nafni sem hún gengur undir í húsinu, þar sem hún er að vinna verk herra mín6,“ svaraði eg hiklaust, en vissi þó, að eg hafði hlaupið á mig. „Við hverja áttui?“ spurði hann með sömu vonzkuntti. „Reiði herra míns og þjáningar rnínar hafa veikt svo þjón þinn, að eg man ekki nafn hennar,!? svaraði eg, en ásakaði mig harðlega með sjálfum mér fyrir þessa ófyrirgefanlegu yfirsjón. „Búinn að gleyma nafni konunnar þinnar? Einmitt það. Þú hefir hlotið að þjást mikið, vesalíngs Hamdi.“ Það er ómögulegt að útmála með orðum með hvað frámunalegri lævísi hann sagði þetta, og hvað kalt og illmannlegt glott lék á andliti hans. Hvað hann hugsaði, veit eg ekki, en eg fékk bráðlega að vita hvað hatm ætlaði sér að gera. „Svo þú ert fárveikur?“ ,, Að líta andlit herra míns og heyra hlýleg orð frá vörum hans hefir styrkt mig. Eg get nú farið aftur og starfað fyrir hann.“ „En það gerir þú nú einmitt ekki,“ tautaði liann við sjálfan sig á frönsku; og svo bætti hann við á tyrknesku í meðaumkvunarróm :„ Þú ert of veikur til þess að gera þar nokkurt gagn. Þú hefir unnið fyrri hvild, og hana skaltu fá.“ Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds við að heyra þessi orð hans, Eg vissi, að þau þýddu fangelsi til að byrja með og svo kannske annað verra. „Herra minn ræður,“ svaraði eg auðmjúkur og reyndi að hugsa ráð, er mér gæti að liði komið; og eg vissi, að hann hafði ekki af mér illilegu augun sín. Innan skamms mundi eg hafa séð fyrir endann á öllu þessu ef ekki hefði komið nýtt til sögunnar. Maður kom inn í stofuna með bréf til pasjans og stóð við á meðan hann las það. Marabúk hreyfði sig ekki meðan á lestrinum stóð, nema hvað hann einu sinni leit snöggvast til mín og sá þá að eg starði á hann. Síðan brosti hann, bros sem ekki boðaði neitt gott, og lét þjóninn fara. „Veiztu hvað þetta er?“ spurði hann og hampaði bréfinu. Hann tíndi fram orðin með hægð og augu hans voru harðneskjuleg og ógnandi. „Hvernig ætti þjónn þinn að vita um bréf herra síns?“ „Eg hélt þú kynnir að þekkja það, Hamdi, þú trúlyndi og sannsögli þjónn, þvi að bréfið' er frá þér.“ Viö að heyra þetta varð mér svo bilt, að blóðið í æðum mínum ýmist stanzaði eða streymdi með óstjórnlegum hraða. Eg færði mig nær borðinu eins og til að líta á bréfið. „Það hlýtur a'ð vera bréfið sem eg skrifaði herranum áður en eg bjóst við að geta sjálfur komist á fund hans.“ „Það hlýtuir að vera, Hamdi; það hefir ugglaust legið á leiðinni,“ sagði hann með djöfullegrj hæðni og lævisi í svipnum; og svo hikaði hann eins og hann væri að skernta sér sem lengst við gildruna sem mín beið, og hann horfði á mig yfir bréfið. „Lestu upp úr þér það sem stendur í bréfinu frá þér.“ Eg var auðvitað gersamlega yfirbugaður; alger- lega undir og i gildrunni, og engin von um að sleppa nema helzt með ofbeldi, sem þó ekki var líklegt að koma mér að miklu haldi þegar þess er gætt, livar eg var staddur. Kaftaninn huldi hægri hönd mína og mjakaði eg henni nú með hægð að skammbyssunni og dró hana upp úr vasanum um leið og eg hneigði mig til merkis um undirgefni. „Lofaðu mér að heyra,“ sagði hann góðlátlega, og lék sér með mfg eins og köttur með mús. „Það ætti ekki að 'vera erfitt fyrir þig, Hamdi.“ „Eg er búinn að segja þjér það, að eg hefi mist minnið,“ svaraði eg og gleymdi í fátinu að láta koma fram uppgerðar undirgefnina í málróm mínum. Ósamkvæmni þessi fór ekki fram hjá honum—ekkert fór fram hjá honum á þessum síðustu augnablikum. „Eg skal finna ráð til þess að þú fáir minnfð aftur.“ „Nú áleit eg ráðlegast að segja til mín. „Stattu við,“ hrópaði eg á frönsku. „Segir, þú eitt einasta orð, eða gefir nokkurt merki, eða hreyfir þig, þá dettur þú dauður niður. Eg miða skamm- byssu á þig“; og eg lét sjá á skammbyssukjaftinn út á rriilli fellinganna á kaftaninum. Eg þorði ekki að beita miklu ofbeldi af ótta fyrir því, að málleysingj- arnir á bak við mig kynnu að ráðast að mér. Marabúk hafði aðdáanlega stjórn á sér. Honum brá alls ekki svo þess sæjust nokkur merki, og enginn óstyrkur sást á höndum hans, sem þó hefði hæglega sézt hefði liann nokkur verið vegna bréfsins sem hann hélt á. Hann má eiga það, að hann var engin skræfa. Hann vissi vel, að hann var í dauðans hættu; en hann var eins rólegtir, kaldur og stilturt eins og hann hafði nokkum tíma verið meðan á þessu einkennilega samtali stóð. „Eg fer að verða forvitinn,“ sagði hann með hægð eftir dálitla þögn. „Þú ert—hver?“ „Eg er ritari Mr. Grants, Mervyn Ormesby.“ „Og hefir komið hingað sem spæjari.“ „Og ætla mér að fara héðan aftur,“ svaraði eg. „Þar skjátlast þér, Mr. Ormesby, þú verður að fyrirgefa. Þú ferð ekki héðan, fyr en minn tími er kominn og með mínu samþykki. Nú ert þú of hættulegur.“ „Hreyfir þú fingur til þess að varna m»iír útgöngu bá hleypi eg af byssunni." Hann þagði um stund, virti mig fyrir sér vandlega og hugsandi eins og hann væri að reyna að skygnast inn í huga minn; og svo hristi hann höfuðið með hægð. „Nei, þú gerir það ekki,“ sagði hann og glotti illilega. „Dræpir þú mig þá mundu þjónar mínir annað hvort tæta þig í sundur eða afhenda þig yfirvöldunum sem morðingja. Hvort heldur sem væri gerði þér ómögulegt að koma því fram sem þú býrð yfir. Eg býð þér því að skjóta. En skjótir þú ekki innan einnar mínútu þá læt eg þjtóna mína taka þ'g“ Og með frábæru hugrekki og rólegheitum tók hann upp úrið sitt, leit á það og síðan beint í augu' mér eins og hann ögraði mér að skjóta sig. I —

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.