Lögberg - 04.01.1906, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.01.1906, Blaðsíða 4
4 ■pgbcrg •er gefiS út hvern flmtudag af The foögbcrg Printing & Publishing Co., (löggilt), aS Cor. William Ave og Nena St., Winnipeg, Man. — Kostar 12.00 um áriS (á, lslandl 6 kr.) — Borgist fyrirfram. Elnstök nr. 5 cts. Publlshed every Thursday by The Lögberg Printing and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.William Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- acrlption price $2.00 per year, pay- able in advance,- Single copies 5 cts. S. BJÖRNSSON, Editor. M. PAUIiSON, Bus. Manager. Auglýsingar. — Smáauglýslngar i eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml.. A atœrrl auglýsingum um lengri tima, afsláttur eftir samningi. Bústaðaskifti kaupenda verður a8 tilkynna skriflega og geta um fyr- verandl bústaS jafnframt. Utanáskrift til afgreiSslust. blaðs- Ins er: The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. P. O. Boz. 136, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjórans er: liditor Lögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaSi ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er i skuld viS blaSlS, flytur vistferlum án þess aS tilkynna helmilisskiftin, þá er þaS fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvislegum tilgangi. 1905. Ekkert tímamark gefur meiri á- stæöu til að athuga liðna tímann en áramótin. Nú stöndum vér á einu þessara tímamarka, og þegar vér lítum yfir liðna árið og rás viðburðanna á því, verða fyrir augum svo marg víslegar myndir, að óhugsandi væri að koma þeirtf fyrir í litlum greinarkafla. hér í Vesturlandinu, og margs konar heppilegar og nytsamar um- bætur gerðar, bæði á almennum og sérstaklegum áhúgamálum þjóðar þessarar. Yfirleitt sýnist svö, sem flest hafi hjálpað til þess að styðja að vexti og viðgangi landsins og þjóðarinnar á liðnu ári. í garnla heiminum.einkum í As- íu, liefir liðna árið Verið næsta við- bufðaríkt. Þar lyktaði, síðastlið- ið sumar, hinn grimmilegi ófriður milli Rússlands og Japan, með sigri Japana, og friðarsamningn- um, sem fram fór. Með sigri þessum, sem og allri sinni fram- kornu í stríðinu, hafa Japanar öðl- ast bæði- álit og viðurkenningu sem ný stórþjóð í heiminum. í ófriðnum voru Rússar, sem allri Asíu var farin að standa ógn af, hraktir úr hervirkjum sínum og köstulum, Kína var bjargað og Kórea komst undir yfirráð Jap- ana. En af óförum Rússa austur frá leiddi enn fremur það, að ein- veldinu heima á Rússlandi hnign- aði, en þjóðin reis á fætur og heimtaði réttarbætur, og enn óséð hver endalok verði á innanlands óeirðunum, sem þar geysa nú sem hæst um áramótin. Varla nokkur ófriður, • sem sög- ur fara af, hefir haft eins víðtæk áhrif og þessi, því að beinlínis og óbeinlínis hefir hann verkað nær því á allar þjóðirnar í Evrópu. Englendingar hafa endurnýjað samband sitt við Japana, og tengt það band enn tryggilegar og ör- uggar en áður. ^Trakkar og Englendingar hafa þokast hverir nær öðrum. Gamla sambandið milli Rússa og Frakka ekki orðið nerna nafnið tómt. Vér, sem nú erum uppi, eigum því láni að fagna, að lifa á blóma- tið menningar og framfara. Enda hefir þetta liðna ár verið sannar- legt framfara, velmegunar og far- sældarár, víðast hvar um hinn mentaða heirn. Auðvitað er eigi hægt að bera á móti því,að á þessti ári, líkt og öllum liðnum tímum, hefir stundum skugga dregið fyrir sól friðar og vellíðanar, mismttn- andi dökka, og langstæða, alt eftir ásigkomulagi þjóðflokkanna, og afstöðu þeirra innbyrðis, og við náttúruna hið ytra. En ef vér lít- um á liðna árið í heild sinni, og berum saman báðar hliðarnar, þá björtu og þá dökku, getfim vér -eigi annað en kannast við, að bjarta hliöin varpar svo miklu ljósmagni fyrir sjónir vorar, að skuggarnir virðast fækka svo og smækka, að þeirra gætir naumast. Og um leið og vér þökkum hon- um, sem leiðir rás viðburðanna, og gefur oss bæði blíða tíma og stranga, fyrir þetta blessunar ár, sem nú er á enda, heilsum vér glaðir nýja árinu með von um, að lands vors og heimsríkisins í heild i sinni bíði mörg slík hamingju og .heillaár á ókomnum tíma. Liðna árið hefir verið sannar- Iegt blómaár á Canada, einkttm hér í Vesturlandinu. Margar þús- undir hafa fluzt hingað víðsvegar frá úr hinum álfum heimsins, og sezt hér að. Lönd hafa verið num- in og bygð ból hafa drjúgum fylt auðnirnar, og skólar þotið upp í uýju nýlendunum. Borgirnar hafa stækkað og byggingar aukist feikimikið á þessu ári, og peninga ntagn og fjárframleiðsla liefir aldrei meiri verið í landinu. Hefir hin afbragðsgóða uppskera í haust stutt rnikið að því, þar eð hún var niargfalt nieiri hér vestanlands en nokkurn tíma áður. Tvö ný fylki hafa werið mynduð Ungverjar hafa gert strangar réttarkröfur til ltins aldttrhnigna keisara síns. Noregur hefir skilist frá Svía- ríki og tekið konung yfir sig. Það er eins og öll Evrópa hafi verið snert með töfrasprota, til að tryggja frelsi sitt og sjálfstæði þar sem það hefir verið fengið, og til að ná því og öðlast það, þar sem harðstjórn og einokun hefir setið við stýri. í Bandaríkjununt og Suður- Ameriku hefir verið ró og friðttr rnesti allstaðar nema í Venezuela. Árið hefir því verið hið hagstæð- asta í þessum löndurn. Vísindi og fagrar listir hafa blómgast á þessu ári, bæði í hin- um gamla og nýja heimi. Mikils- verðar uppgötvanir á notkun raf- magnsins, ltafa verið gerðar. Þá má nefna uppgötvan dr. Behrings, þess er talið er víst að hafi fundið upp örugt læknislyf gegn tæring- unni, á líkan hátt og liann uppgötv aði meðalið alþekta gegn barna- veikinni. Edison, sem alt af er að finna upp eitthvað nýtt, hefir á þessu ári haft fjölmargar upp- götvanir með höndunt, sem búast má við að hlaupi af stokkunum þá °g þegar, og umskapi og breyti til bóta því fyrirkomulagi, sem nú er bæði á iðnaði og öðrum þeim greinum, er snerta félagslíf manna. En nú er svo mikil um- bóta og uppgötvana öld, að þó að mikils verðar uppfyndingar fari fram víðsvegar í heiminum, erum vér orðnir því svo vanir, að það hefir að eins áhrif á oss fyrst í svipinn, þegar vér heyrum um slíka nýuppftmdna uppgötvun. En að skömmum tíma liðnum leggj- um vér hana í sjóð hinna annarra stórti spurninga, sem leystar hafa verið á liðnum tíma, og þar geym- ist hún, án þess að vér gefum henni frekari gaum. LÖGBERG flMTUDAGINN 4- JANÚAR 1906 Með vísindalegum framförum á þessu ári má telja það, hve af- bragðsvel japönskum sáralæknum hiefir tekist að verja herinn fyrir því að smittast af hættulegum sjúkdómum, sem nóg er af í Asíu, svo og i græðslu þeirra sára, er áður þóttu ólæknandí. Fylgja þeir í hvorutveggja nýuppgötvuðum reglum, siem vonandi er aö aðrar þjóðir læri af þeim bráðlega. Japönsku læknarnir gátu bægt bæði taugaveiki og öðrum næmum sjúkdóntum frá heilum her í Man- chúríu, en í smábæjum hér í Can- ada svo og í Bandaríkjunum og víðar, verður varla þversfótar stigið fyrir næmum sjúkdómum, sem breiðast óðfluga út, án þess hægt sé við að sporna. Meðal merkra manna, sem lát- ist hafa á þessu ári, má nefna Henry Irving, leikarann alþekta, og Dr. Barnardo, barnavininn mikla. Lítandi á liðna árið í heild sinni má segja, að það hafi verið ár umbóta, framþróunar og far- sældar í friðarlöndunum, um leið og það hefir verið ár viðreisnar og frelsis, þar sem ófriðaröldurnar hafa borist að landi og áhrif haft. -------o------ Fátækt og barátta. Baráttan við fátækt og bág kjör hefir eigi ósjaldan orðið nteðal til að framleiða, auka og efla mann- legan þroska og menningu. Ef allir hefðu fæðst með fullar hendur fjár og engin þörf verið á striti og stríði fyrir lífsþörfunum, þá væri mannkynið enn í bernsku. Ef hver og einn í þessu landi hefði verið fæddur til að taka við fleiri þús- und dollara arfi, þá væru landsbú- ar skamt á veg kornnir í flestum greinum. Hið viðáttu mikla land mundi þá enn geyma flesta kosti sína óeydda og ósnerta, gullið mundi enn liggja óhreyft í nám- unum, og stórborgir engar viera til. Mentun og menning á barátt- unni við fátækt og erfiðar kring- umstæður meira að þakka vöxt sinn og viðgang, en nokkru öðru. Menn eru hér sem víðast hvar annars staðar svo settir, að þeir leggja mest fram krafta sína, og vinna mestu og beztu verkin, þegar þeir eru að stríða við að ná því takmarki, sem þeir öllu fram- ar óska sér. Það er oftast ó- mögulegt fyrir flestan hluta fólks að gera sitt ítrasta í nokkru máli eða viðfangsefni, nema að brýn nauðsyn beri til og kalli eftir. Það er þin sikallandi nausyn á bót lifskjaranna, sem hefir knúið og knýr einstaklinginn áfram, til Þess að leggja fram alla krafta sína, svo að hann fái bætt úr þeirn, °g sýni hann óþrjótandi elju og atorku, getur hann þvi nær ætíð á enda lífsskeiðsins séð eftir sig liggja verk, sem hefir lyft honum hærra og um leið borið marg- falt blessunarríkari ávcxti, fyrir sjálfan hann og eftirkomendur hans, en þó hann hefði gen'gið út i lífið með fulla pyngju fjár, sem enzt hefði til að lifa aðgjörðalausu lífi alla æfi. Saga þjóðanna er rík nf dæm- um, sem sýna glögt, hve !'•■» sá auður hefir oftast reynst, og ó- notadrjúgur orðið, sem fyrirhafn- arlaust var fenginn; og að hinu leytinu sýnir hún aftur ánægju- lega mörg dæmi þess, hve hæfileg- leikantennirnir hafa brotist áfram og, stríðandi við skort og fátækt, orðið bæði auðugir og mikilsmetn- ir menn, sjálfum sér til gagns og frama, en landi sínu til sóma. Hér í Amerilcu má henda á marga slíka.sem bláfátækir dreng- ir gengu út í lífið, svo^sem Benja- mín Franklin, Alexander Hamil- ton, Daníel Webster, Abraham Lincoln, Horace Mann og marg- ir fleiri. Hin knýjandi nauðsyn og þráin eftir að komast áfratn, kom þeim til að nota alla sína beztu krafta, og hóf þá upp á há- tinda mannlegs frama, og gerði þá að stoð og styttu þjóðar sinn- ar. Og þann dag í dag hafa flest- ir atorkusömustu og fiýtustu menn þessa lands átt erfitt í upp- vextinum og orðið sjálfir að ryðja sér braut til vegs, virlíingtir og velmegunar. Maður, sem er borinn og barn- fæddur í auðlegð og allsnægtum, sem alt af hefir stuðst við styrkan armlegg annars eða annarra manna, maður, sem aldrei hefir , orðið að leggja á sig að vinna fvr- ir sér sjálfur, en verið dekrað við alt frá barnæsku, hann verður að öllum jafnaði óliæfur til að heyja nokkra lífsbaráttu, og oftast lík- amlegur og andlegur önytjungur alla æfi. Stríðið og erfiðið æfa og stæla lífsþrekið og þolið hjá hverjum einum, en aðgjörðaleysið, næðið og ómenskan, gerir menn- ina óhæfa til að verða menn í sönnum skilningi, því ,,þjar sem við ekkert er að stríða ekki er sigur neinn að fá.‘' Manngildi og stefnufesta ein- staklingsins verður líka, eigi síður en gullið, að reynast í eldi, eld- raunin er fólgin í baráttunni, er manninum mæta í stríðinu við erf- iðleikana, sem fyrir hann koma á lífsleiðinni. Lífið er eins og stórt leikfimis- hús, og enginn maður, sem siturá stól og athugar aðgjörðarlaus leikfimisáhöldin, fær við þá skoð- un þrekmikla og styrka vöðva. Sá faðir, sem gerir styrkleika-æfing- arnar fyrir son sinn í þessu mikda leikfimishúsi, mun aldrei sjá niðja sinum aukast þrótt, og þrekið og þróttinn fær sonurinn aldrei með- an hann horfir á aðfarir föður síns; hann verður sjálfur að taka handvigtirnar í hönd sér, og gera nauðsynlegar æfingar til þess að ná nokkrum þroslca. En er það ekki undarlegt hve margir feður, sem af engum efn- um hafa haft sig vel áfram í lífinu, og álitið það sína mestu heill, að þeim var varpað inn í skeiðvöll lífsins með tvær hendur tómar, er það ekki undarlegt hve þeir hinir sömu oft streitast við að búa alt sem bezt upp í hendur sona sinna, láta þá fá alt, sem þeir þurfa, fyr- irhafnarlaust, og svifta þá þannig þeim framfara og framtíðarmögu- legleikum, sem sjálfir feðurnir telja sér svo mikið happ að hafa hrept í æsku? Frægur listamaður á Englandi var einu sinni spurður um álit sitt á ungum manni, er með hon- nm hafði unnið að málun lit- mynda, og sagði hann hiklaust: Þessi ungi maður, sem þið eruð að spyrja um, verður aldrei góður málari, hann hefir sex þúsund pund í árstekjur." Listamaður sá þekti, og hafði sjálfur oft séð, hve baráttan við erfið lífskjör er nytsamt meðal til að draga fram hina beztu krafta, sem einstaklingurinn á til i eigu sinni, og enn fremur hafði hann eigi síður veitt því eftirtekt, hve erfitt maðurinn á með að gera sitt ítrastja í nokkru starfi, ef hann baðar í rósum,og engin ytri nauð- syn kallar eftir. Hrersu margir ungir innflytj- endur hafa t. a. rn. ekki komið hingað til landsins, sem lítillar eða engrar uppfræðingar höfðu notið í æsku, illa að sér í málinu, vina- snauðir og peningalausir, og þrátt fyrir alt þetta hafa þeir samt haf- ist hér oft og tíðum til auðs og metorða, og verið viðurkendir sem rnerkir og nytsamir menn í félags- lifinu, og gert mörgum þúsundum ungra innfæddra manna skömm til, þeim, er setið hafa í allsnægt- um, og ekkert gagn gert þjóðfé- Iaginu né landinu, og aldrei held- ur orð heyrst um, að væru til, nema á manntalsskránum. Því skal alls eigi haldið fram, að fátæktin í sjálfu sér sé eftir- sóknarverð fyrir alt lífið, eða nauð syn sé á að hjúh fylgi manninum frá vöggunni til grafarinnar. En hún er nauðsynleg á byrjun Iífs- skeiðisins, til að draga fram hulda krafta mannsins. Hún er að eins tneðal til að veita manninum þrótt og þroska. Sífeld fátækt er í raun réttri þrældómur, og ekkert annað, en j>að er einmitt þessi þrældómur og meðvitundin urn ókosti hans, sem knýr efnilegu unglingana, sem snauðir ganga út 1 Iífið, til að leysa af hendi nær því yfirmannleg vcrk, til þess að losna við þá fylgikonu og verða sjálf- stæðir, nýtir og dugandi menn, og margir þ.eirra hafa í þessari bar- attu reist sér þá bautasteina, sem aldrei munu grasi gróa, en gnæfa yfir foldu, um allar aldir, sjálfum þeim til heiðurs, en eftirkomend- unum til fagurlegrar fyrirmvndar. -------o------ Japanar og Kóreumenn. Ito markgreifi, sem fremstur er talinn hinna eldri stjórnmála- manna í Japan, hefir tekið sér fyr- ir hendur, persónulega, að greiða úr vandanum viðvíkjandi Kóretu Japansmenn höfðu talið það létt verk og auðunnið að fá Kóreu- menn til þess að semja sig að nýj- um siðum og ganga undir yfirráð þeirra, en nú eru þeir gengnir úr skugga um, að hér er við meiri erfiðleika að eiga, en þeir höfðu gert sér í hugarlund. Þeim hefir, enn sem komið er, ekkert orðið á- gengt. Að vísu liafa Kóreumenn elcki sýnt þeim opinberan mótþróa hcldur i hvívetna farið undan í flæmingi, tekið vel á öllu, en ekkert hefir. síðan orðið úr fram- kvæmdunum. Ef Japansmenn hefðu beitt vopnum og vígaferlum til þess að koma umbótum sínum á í landinu, þá er enginn efi á því að þeim hefði veitt létt að kúga Kóreubua til þess að taka upp nýja siði þegar í stað. En þær umbæt- ur hefðu ekki orðið neitt annað eða meira en yfirskin eitt, er ekki hefði átt sér neinar rætur. Japansmenn vildu ekki beita neinum slikum áhrifum. Þeir vildu sigra Kóreubúa með and- legu afli, en ekki með líkamlegu, ef svo mætti að orði komast. Þeir ætluðu sér að byggja yfirráð sín yfir Kóreu á líkum grundvelli og nú á sér stað með Egiptaland og ýms ríki á Indlandi, að því er snertir yfirráð Englendinga yfi'r þeim ríkjum, En þetta reynist nú, allmiklum erfiðleikum bundið. Keisarinn í Kóreu hefir um sig hirðmenn marga og misjafna, en alla vel að sér í hirðsiðum Austur- álfubúa, þeirri aðferð, sem sé, að mæla fagurt en hyggja flátt. I hvert skifti, sem sendiherra Jap- ansmanna hefir tekist með ein- hverju móti að fá einhvern af ráð- herrunum til þcss að fallast á að brýn þörf væri á umbót í ein- hverja vissa stefnu, og vænt sér liðsinnis frá hans hálfu, þá hefir ætíð svo farið, að hinn sami ráð- gjafi keisarans hefir mist embætti fyrir einhverjar sakir, sem honum hafa verið bornar á brýn, og í hans stað aftur verið settur ein- hver annar, sem keisari Kóreu- manna og lians trúu þjónar Irafa álitið að ekki mundi verða eins Ieiðitamur við japanska sendi- herrann. Þannig hefir gengið koll af kolli, og Japansmönnum verður þvi næsta lítið ágengt. Kóreubuar eru slægir og undir- förulir, eins og títt er um Austur- landamenn, enda er svo sagt, að naumast muni nokkur sú þjóð vera til á hnettinum, að Kóreubú- ar ekki taki þeim fram að lævísi og brögðum. Japansmenn eru nú komnir á þá skoðun, að býsna langan tíma hljóti það að liafa í för með sér að umskapa hugsunarhátt þjóðar- innar, og alt það, sem þeir hafa bvrjað á þar i landi til þessa tíma, hefir að eins orðið til þess að færa þeim heim sanninn um það, að erfiðleikarnir, sem þeir eiga við að stríða, aukast ineð hverjum degi í stað þess að minka. En nú hefir hinn gamli stjórn- vitringur Japansmanna, Ito mark- greifi, eins og sagt er hér að framan, tekið sérr fyrir hendur að koma skipulagi á í Kóreu. Hann ei einn af þeim, sem mjög mikinn þátt hefir átt í því að koma nútíð- ar-menningu á fastan fót í sínu eigin föðurlandi, og ber æfistarf hans vott um mikla og að mörgu leyti óvenjulega hæfileika. Bera því allir til hans hið bezta traust í þessu efni, og þykir Japansmönn- unr sem engum öðrum muni verra fært að reyna að koma umbótum frarn í Kóreu, ef Ito markgreifa ekki skyldi takast það. Fari svo, að Ito geti ráðið þess- um málum til lykta farsællega,mun nafn hans verða lengi uppi, sem einhvers hins snjallasta stjórn- málaskörungs samtíðar sinnar. — Daily Witness. Kosniniiaruar í Saskatchevvan. Heldur hækkar liagur liberala við hverja frétt, er aö vestan berst, og þar eð þeir hafa nú áreiðan- legan meirihluta í 16 kjördæmum, þrátt fyrir alla vafninga, flækjur og undirferli Iíaultains flokksins, má sigur Scott-stjórnarinnar kall- ast hinn frægasti. Dugnaður sá og hyggni, sem Scott stjórnarformaður hefir sýnt í kosningabaráttunni, gerir það augljóst, að frjálslyndi flokkurinn hefir þar í brjósti fylkingar sinnar einn hinn vaskasta foringja, sem ástæða er til að vænta hins bezta af í framtíðinni. Og enginn efi er á því,að ef skræfa nokkur hefði veitt flokki framsóknarmanna for- stöðu þar vestra,mundi liann hafa beðið lægra hlut í atganginum við Haultain og lið hans. Er sigur- inn því rneiri og eftirtektaverðari, sem höfuðsmaður andstæðinga- flokksins er óneitanlega mik- itl hæfilegleika maður, framgjarn og slunginn, enda eigi sett sig úr færi að nota öll möguleg meðul til eflingar flokki sínum. Sem betur fer, er nú kosningar- hríðin afstaðin og þyí nær ölí kurl til grafar kornin hvað at- kvæðagreiðsluna snertir, því að eins örfáir kjörstaðir eru enn ó- ljósir, hvernig greitt hafi, en þeir, sem óvissir hafa hingað til verið, juku flestallir meirihluta frjál- lyndu þingmannanna, og ræður þv íað líkum að sama verði reynd- iu í þeim fáu stöðum, sem enn eru í óvissu. } . ...

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.