Alþýðublaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 5
Fr&mhald af 1. síðu. ræddri sendingu og orsök fjeirra. Alþýðublaðið sagði.hins vegar fyrsta júlí, að Fiskiðjuver Sauðárkróks h.f. hefði átt frum fcvæðið að förinni vestur og það 1 óþökk SII. Fáll Þórðarson framkvæmda stjóri staðfesti í símtali við Al- þýðublaðið í gær, að Fiskiðju- ver Sauðárkróks hefði átt frumkvæðið að förinni vestur eins og Alþýðublaðið sagði. Er Alþýðublaðið leitaði stað- festingar hjá Páli á fleiri atrið Jim fréttar Alþýðublaðsins færð ást hann undan að svara og fcvaðst hafa sent SH skýrslu um för sína vestur þar sem allt ikæmi fram varðandi þessi atr- iði. Kveðst hann teíja rétt, að Alþýðublaðið fengi þá skýrslu til birtingar. Páli skýrði Alþýðu iblaðinu ennfremur frá því, að svar SH við frétt Alþýðublaðs- ins hefði verið lesið fyrir sig og var á honum, að heyra, að iiann hefði ekki verið ánægður imeð það. ,,En ef Sölumiðstöðin sér ekki sóma sinn í því að hreinsa sig af þessu máli sjálf, þá hún um það“, sagði Páll. Ekki fékkst Páll til þess að ræða þetta mál frekar í gær en ítrekaði aðeins, af5 allt væri málið rakið í skýrslu)þeirri, er hann hefði sent S.H. Alþýðu- fclaðið reyndi að ná í fram- kvæmdastjóra S.H. í gær tíl þess að fá hjá honum umrædda skýrslu en hann var farinn úr bænum og skrifstofustjórinn kvaðst ekki geta afhent hana. En ef S.H. neitar að afherida Skýrslu þessa er það frekari Staðfesting á því, að ætlunin er að þagga málið niður. Ljóst er^ einnig eftir samtal Alþýðublaðs ins við Pál Þórðarson, að Sölu- miðstöðin hefur sent út vfir- lýsingu með röngum upplýsing- >um. IttMMWHMMHMMMtHMMV Betra oð muna ekkert NEW YORK, júní, (UPI). — Það er heppilegt, að «* maðurinn man ekki allt, sem hann heyrir, sér eða skynjar. Það er næstum því betra að muna ekkert en muna alít. Hugurinn væri þá fullur af minning Um um sársauka, angist og alls kyns vesöld, og sennilega gæti maður ekki lifað rólega stund, ef hann myndi allt. Þetta eru niðurstöður. víðtækra rannsókna í Bandaríkjunum á minni «» manna. § Alþýðublaðinu þykir þó rétt að birta yfirlýsingu S.H. og fer hún hér á eftir orðrétt: ,,Nú um nokkurt skeið hafa ýms blöð staðið í ómerkileg- um og ábyrgðarlausum skrif- um um Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, starfsemi henn ar og starfsmenn. Þessi blaða- skrif hafa að mestu leyti ver- ið persónulegt níð um ein- staka menn, og verið þess eðl- is, að þau hafa verið til van- sæmdar þeim mönnum einum, er þau skrifuðu. Af þeim ástæðum hefur Sölu miðstöð hraðfrystihúsanna ekki talið ástæðu til að svara þeim skrifum sérstaklega, þar sem rökræður við slíka skriffinna hafa ávailt reynzt tilgangslaus- ar. í Alþýðublaðinu þann 1. júlí s. 1. er feitletruð fyrirsögn um ,,stórhne3rksli hjá Sölumiðstöð- inni“. Segir þar orðrétt: ,.Kom- ið hefur í ljós, að frystigeymsl- ur Sölumiðstöðvarinnar í Bandaríkjunum eru svo léleg- ar, að fiskur stórskemmist í þeim“. Þetta er hreinn upp- spuni, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Samband íslenzkra samvinnufélaga geyma fisk sinn í kæligeymslu í New York sem heitir ,.Harborside Cold Storage11. Er þetta ein af stærstu frystigeymslum í New York-borg, og uppfyllir að öllu leyti ströngustu kröfur um geymslu á frystum matvælum. Það er rétt, að S. H. bárust' frá Bandaríkjunum mjög al- varlegar kvartanir á fram- leiðslu frystihússins Fiskiver Sauðárkróks h.f. Þar sem hér var um ítrekaðar kvartanir að, ræða á framleiðslu Fiskivers Sauðárkróks, og einnig hafði fundizt við skoðun þar fiskur, sem ekki var fyrsta flokks að gæðum, taldi S.H. rétt, að fram kvæmdastjóri fyrirtækisins, hr. Páll Þórðarson, ásamt einum af eftirlitsmönnum S.H., færu út til Bandaríkjanna, til þess að skoða þann fisk, sem kvartað var um. Sú staðhæfing Alþýðublaðs- ins, að komið hafi til mála að selja umræddan fisk fyrir hálf- virði, á sér ekki stoð í veruleik- anum þar sem ákveðið var að vinna ekki fiskinn þar til frek- ari athugun hefði farið fram á honum, að viðstöddum fram- kvæmdastjóra Fiskivers Sauð- árkróks. Yið þessa skoðun komu í ljós gallar á framleiðsl- unni. Því af framleiðslunni, sem talið var óhæft til vinnslu, var þegar fleygt á staðnum, en hér var aðeins um lítið mag,n að ræða. Dylgjur Alþýðublaðsins um að Jón Gunnarsson hafi íarið til Englands,.þegar fyrrnefndir menn voru væntanlegir til Bandaríkjanna, eru tæpast svaraverðar. Sannleikurinn er sá, að á þessum tíma var hann H H H staddur austur í Moskva, en þar var þá verið að gera sarnn- inga um sölu á frystum fiski og fleiri íslenzkum afurðum. Fullyrðingar blaðsins um að fiskur hafj skemmst, eða orðið ónýtu rvegna lélegra geymslu- skilyrða fyrir vestan, og síðan blandað samsri við framleiðslu frá árinu 1959, eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. Hinsveg- ar voru í kæligeymslum „Har- borside Cold Storagi“ 24 kassar frá fyrrnefndu frystihúsi, sem framleiddir höfðu verið árið 1958. Höfðu þessir kassar verið sendir til baka frá verksmiðju S.H. í Nanticoke. þar eð fiskur- inn var of gallaður til þess að fara í vinnslu. Að lokum hlýtur hverjum manni að vera ljóst, að það er ekki hægt að kenna dreifing- arkerfi S. H. í Bandaríkjunum um galla, sem eiga rætur sínar að rekja til framleiðslunnar á íslandi, og hugleiðingar blaðs- ins um stórgróða dreifingar- umboðs S.H. af að kaupa slíka vöru eru auðvitað hreinasta íjarstæða. í þessu máli var farið í einu ‘og öllu eftir venjum S.H.: Fisk- urinn var greindur í sundur eftir gæðum og Fiskiver Sauð- árkróks h.f. bar kostnað af því sem skemmt var“. Framhald af 3. síðu. þá upp í vindinn og setti rétt snöggvast á fulla ferð. Rétti skipið sig þá við andartak, en lagðist síðan æ meira á sömu hlið og var þá stöðvað. Gúmmí- björgunarbátum var skotið út og komust flestir í þá. Sumir urðu þó að stö'kkva í sjóinn og synda að bátunum. Skipti 'það engum togum, að skipið sökk á nokkrum mínútum. yfirheyrslurnar. Við yfirheyrslur uplýsti skip- stjóri m. a. að 10-15 cm. breið ar geilar hefðu verið í kartöflu- farminum í 2. lest. Kvaðst hann 'hafa fylgzt með hleðslu og ekk- ■ert talið við hana að athuga. Aðspurður kvað hann olíu- tanka skipsins fjóra og kvaðst gizka á, að um 14 olíunnar (1214 tonni) hefði verið eytt, er óhapp ið varð, en tankar héfðu verið fylltir í Amsterdam. Ferskvatns tankur, um 16 tonna, hefði ver- ið fylltur í Antwerpen. Botn- tankar voru 4 í skipinu, alls um 7.0 tonna. Skipstjóri sagðist ekki muna nákvæmlega, hver djúprista skipsins hefði verið, er það lét úr síðustu höfn. Kvað hann hana þó ekki-hafa verið óeðli- lega mikal, þar sem farmþungi var tæp 500 ton, en 540-550 tonn á hleðslumerki. Ekki var fylgzt með farmi skipsins eftir að látið var úr Sigga Vigga síðustu höfn, enda voru lestir fullar og ekki hægt að komast niður í þær. Ekki varð vart við breytingar á legu skipsins, en skipstjóri hugðist bneyta legu þess að kvöldi þriðjudags í von um að iétta sjógangi af dráttar- vélum þeim, sem aftast voru á þilfari. Var rétt byrjað að dæla í botntanka, þegar skipið tók að hallast, en urn tvær klukku- stundir hefði tekið að dæla í tankana. Sundið þar sem Drangajökull sökk er rúmar 3 sjómílur, þar sem það er breiðast, að dómi skipstjóra, en um 2 sjómílur, þar sem slysið vildi til. Um þann atburð sagði skip- stjóri, að halli skipsins heíði allt í einu orðið óeðlilegur og farið hraðvaxandi. Gizkaði hanrv á, að um 10-15 mínútur hefðu liðið þar til skipið var yifirgef- ið, en tók þó fram, að erfitt væri að segja nákvæmlega til um tímann, eins og á stóð. Kvað skipstjóri skipið nær al- veg komið í kaf, þegar það var komið á hvolf. Eftir það liðu nokkrar mínútur, unz togarinn var kominn á vettvang og bjarg aði skipbrotsmönnum. Daglega voru framkvæ-mdar mælingar á kjölsogi og vatns-. tönkum, en ekki barlestartönk- um, sagði skipstjóri aðspurður. Engar athuganir voru gerðar varðandi það sérstaklega, að skipið stóð tvisvar á þurru við Thames-fljótið. Kvaðst hann ekki hafa talið neina ástæðu til þess, þar sem skipið hazi staðið í leðju. ,1 Að síðustu var skipstjóri spurður um ástæðuna til þesa að skipið sökk, eins og skýrt er frá að framan. Þá tók hann fram, aðspurður, að enginn skip verja hefði slasazt við atburð- inn, nema hvað matsveinninn hefði hrasað og brákazt á fæti. Síðan var réttinum frestað tvl kl. 10 árdegis á mánudag. — a. . 13 daga *HV£RNiG ÆXri IG AÐ MUNA EFTIR AFA ÚR ÞVí MAMMA MAN EKKI EFT/R PAB&A?" SJÖTTA júlí n. k. fer Ferða- fJlag íslands í lengstu ferð sína á sumrinu. Er hún um Suð- vesturland, éndilangt Norður- land, um stóran hluta Fljóts- dalshéraðs og á fimm firði aust aníands. Á þessari leið verða skoðaðir allir fegurstu og tilkomumestu staðir, s. s. Vatnsdalur, Hólar I Hjaltadal, Vaglaskógur, Mý- vatnssveit ,Ásbyrgi, Dettifoss, Halolrmsstaðarskógur og fjöl- margir fleiri stðir. Komið 4 Reyðarfjörð, Eskifjörð, Norð- fjörð, Borgarfjörð (eystra), SeyS isfjörð, Akureyri og Siglufjörð- ur heimsóttur, ef tími vinnst til. Tjöld verða með fyrir þá, sem óska að gista í þeim. | Alþýðublaðið — 3. júlí 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.