Alþýðublaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 4
4? 3. júlí 1380 — Alj)ýðublaðið WiWWWWWMWWWWWWMWWVWMWiMVVWUMWW fMVWWWWVWWWWMW FÁIR atburðir kalda stríðs- ins hafa vakið meira umtal og vangaveltur en afdrif U- 2 flugvélarinnar, er skotin var niður nálægt Sverdlovsk í Sovétríkjunum hinn 1. maí síðastliðinn. Kxústjov notaði þánn atburð sem átyllu til þess að ónýta fund æðstu manna og Sovétleiðtogarnir hafa síðan notað hvert tæki- færi sem gefist hefur til að ráðast á Bandaríkjastjórn og einkum Eisenhower forseta og Nixon varaforseta. Krústjov, forsætisráðherra Sovétríkjanna skýrði frá því að flugvélin hefði verið skot in niður með flugskeyti í 80.000 feta hæð. Þetta var dregið í efa þá þegar og talið ómögulegt. Var þess getið til, að flugvélin hafi verið búin að tapa allmikilli hæð er hún var skotin niður. Bandaríski blaöamaðurinn Joseph Alsop ritaði nýlega grein í New York Herald Tribune, sem hann kallar The Real U2 Story, Hin sanna U2 saga. Eru niður- stöður hans fróðlegar og fer hér á eftir brot úr greininni. SVO skömmu eftir þá póli tísku stórviðburði, sem fylgdu í kjölfar U-2 atburð- arins og mörgum vikum eft- ir að vélin var skotin niður nálægt Sverdlövsk, er kann- ski ótímabært að reyna að segja söguna um U-2 eins og hún gekk fyrir sig. En það er þó gagnlegt einkum vegna þess að svo margar rangar á- lyktanir hafa verið dregnar í sambandi við þetta mál. Hvað gerðist þá f háloft- unum þegar hin rennilega könnunarflugvél Powers flugmanns sveif inn í ver- aldarsöguna? Það er almennt viðurkennt að U-2 hafi haft mjög tak- markað flughæfni. Væri henni flogið lítið eitt of hratt eða of hægt, var líklegt að hún færi að snúast og titra. Eldsneytið var einnig við- kvæmt og ef eitthvað bar út af í háloftunum slöbknaði á hreyflunum. Þegar slokknar á þotu- hreyfli í háloftunum svipar því til þess, er slokknar í gas ofni. I 70—80.000 feta hæð er ógerlegt að kveikja aftur á vélinni. Flugmaðurinn verður að lækka flugið nið- ur þangað, sem meira súr- efni er í loftinu ef hann á að geta sett hreyflana á stað aftur. Það er lítill vafi á, að ein- mitt þetta hefur gerzt í marg umrætt skipti. Það er vitað með vissu, að Powers hafði laekkað flugið að miklum mun nokkru áður en hann var skotinn niður. Fyrir alllöngu skýrði bandaríska utanríkisráðu- neytið frá því, að heyrzt hefðu viðtöl rússneskra flug- manna við loftvarnastöðvar á jörðu niðri, Var þetta op- inberað til þess að sýna fram á, að Rússar hefðu viljandi skotið niður bahdaiíska. flutningaflugvél, sem villzt hafði inn fyrir . landamæri Sovétríkjanna. Það er því sannað, að Bandaríkjamenn hlusta reglulega á loftskeyta viðtöl í Sovétríkjunum. Bandaríkjamenn hafa því hlustað á viðtöl þau, er fram fóru milli flugmanna og stöðva á jörðu niðri er U-2 var skotin niður. Nú er vit- að, að það kom fram í þess- um samtölum, að U-2 hafði farið að tapa hæð klukku- stund áður en sagt er að hún hafi orðið fyrir flugskeyti. Þetta eru staðreyndimar um U-2. Þær gera að engu fullyrðingar Rússa um að þeir hafi náð til hennar í venjulegri flughæð, og þær afsanna einnig ýmsar full- yrðingar Bandaríkjamanna í sambandi við málið. Flugvélin var skotin niður 1. maí. Allar upplýsingar, sem hleraðar höfðu verið, voru komnar til Washington daginn eftir. 2. maí var al- talað hér, að bandarísk flug- vél hefði verið skotin niður langt inn yfir Sovétríkjun- um. En það var einróma á- lit ráðamanna í Washington, að með tilliti til fundar æðstu manna mundu Rússar ekki vilj'a hætta á, að,„tapa andlitinu“ rneð því að viður- kenna, að könnunarvélar kæmust svo langt inn yfir Sovétríkin. Þar af leiðandi voru engar nýjar fyrirskip- anir gefnar um hvaða skýr- ingu ætti að gefa ef Krústjov færi að ræða málið. Þannig var hin fræga skýring um veðurathuganaflugvélina gef in er Krústjov gaf fyrstu upplýsingarnar um U-2, Með þessari skýringu var teflt á tæpasta vað en hún var engan veginn heimsku-' leg. En hún varð að engu þegar Krústjov viðurkenndi ÞETTA eru ljósmyndatæki U-2 vélanna, sem notaðar eru í könnunarflug. Mikilvægasta tæki þeirra eru ljósaútbún- affurinn. Ljósmyndavélin tekur myndir úr 80.000 feta hæð, sem eru svo skýrar, aff hægt er að greina mann á jörðu niffri. Hlutverk Powers flugmanns á U-2, sem skotin var niffur yfir Sverdlovsk, var að taka myndir af radar- stöðvum og eldflaugaskotstöffvum. Neðri myndin sýnir U-2 á flugi. Hún er með mjög ianga vængi og hægt aff nota hana sem svifflugu ef með þarf. þá staðreynd, að vélin hefði komist alla leið til S'verd- lovsk. Það er greinilegt af mynd- um af flaki U-2 að hún hef- ur ekki verið hitt beint með flugskeyti. Ef svo hefði ver- ið, hlyti flakið að vera mikl- um mun verr farið. Og Pow- ers hefði áreiðanlega ekki sloppið lifandi, ef flugskeyti hefði hitt vél hans. En ekki er þó útilokað, að U-2 hafi orðið fyrir flugskeyti eða réttara sagt, að flugskeyii hafi sprungið nálægt henni og valdið íkviknun. En lík- legt er að hún hafi verið skotin niður af orustuflug- vél. U-2 varð ekki fyrir árás í þeirri hæð, sem hún flýgur venjulega. Hún var skotin niður í 60.000 feta hæð eða þar fyrir neðan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.