Alþýðublaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD GEFUR ÚT MÁLABÆKUR ÚT eru komnar þrjár nýjar bækur, sem bera samheitiS Málabækur ísafoiadr. Er hér um að ræða bækur um frönsku, ítölsku og spönsku og' sérstak- lega ætlaðar ferðamönnum, er ekki hafa lært þessi mál að neinu ráði. Bæ.kurnar eru aö mestu leyti sniðnar eftir samsvarandi út- gáfu bókaforlagsins Collins. Hef ur Magnús G. Jónsson, mennta skólakennari, búið bækurnar undir prentmi. Meginkaflar málabókanna fjalla um ferða- lög og kennir þar margra grasa — Þá eru kaflar um lönd, borg- ir og þjúðerni, töluorð, mál og vog, tíma, veður o. fl. Fremst í 'hevrri bók eru framburðar- skýringar, en framburður er sýndur við öll orð og setningar í bókunum. Aftast er svo orða- skrá. Málabækur ísafoldar eru í litlu broti, band virðist sterkt og smekklegt. Bækurnar, sem eru á anna ðhundrað folaðsíður, ættu að geta orðið mörgum ís- lenzkum ferðamanni að nokkru liði tU að gera sig skiljanlegan í þeim fjölda ríkja, iþar sem rómönsk tungumál eru töluð. Meiri afii SAMANLAGÐUR afli togara og báta var frá áramótum til 30. apríl 202 þús. lestir en var á sama tímabifo í fyrra 193 þús. | lestir. Frá sjóprófinu í gær. Skipstjóriun situr t. v. Hinn er förseti dómsins, Emil Ágústsson. ÁSTÆÐAN til þess, að Ms. Drangajökull sökk er sú líklegust, að minni hyggju, að komið hafi leki að skipinu, lýsti Hauk ur Guðmundsson skip- stjóri yfir í sjórétti í gær- morgun. Hann kvað sér hafa virzt skipið síga meira að aftan, áður en sjór tók að flæða inn í það — og taldi hann það styðja þá skoðun sína, að um leka hafi verið að ræða. Ekki varð þess þó vart, að skipið tæki niðri, enda var það ávallt langt frá landi, að sögn skip- stjóra, svo slíkt hefði ekki getað átt sér stað. Emil Ágústsson, fulltrúi borg- arfógeta, hóf sjópróf vegna Drangajökuls-málsins kl. 11 í gærmorgun. Með honum sátu í sjóréttinum skipstjórarnir Jón- as Jónasson og Jón Sigurðsson. Mættir voru umboðsmenn eig- enda skipsins, Jöklar h.f., og vá- tryggjenda skips og farms. Lögð voru fram í réttinum þessi skjöl: skýrsla skipstjóra, áhafnarskrá, farmskrá, teikn- ing, skipaskoðunarvottorð, veð- bókarvottorð og foleðslufarms- eyðublöð. Síðan var kallaður fyrir rétt- inn Haukur Guðmundsson, skip stjóri, Nökkvavogi 31, Reykja- vík, 39 ára að aldri. Tók forseti dómsins fram við skipstjóra, að þar sem hér lægi fyrir grunur um að um refsivert athæfi hefði verið að ræða, væri hon- um ekki skylt að svara öllum spurningum, sem fyrir hann kynnu að verða lagðar. SKÝRSLA SKIP- STJÓRA. Yar skýrsla skipstjóra síðan lesin. Þar kom m. a. fram, að farmur skipsins 'hafi alls verið 445 tonn í lest, þar af 336 tonn kartöflur. Auk þess voru um 45 tonn af varningi á þiifari, þar á meðal 14 dráttarvélar. Þá segir í skýrslunni, að skömmu áður en skipið sökk, hafi það mjög skyndiiega lagzt á bakborðshlið. Stýrði skipstjóri Framhald á 5. síðu. * KOM LEKI A9 Biaogræna iram leidd kemískt DÚSSELDORF, 30. júní, (NTB -AFP). — Tveir vestur-þýzkir efnafræðingar, prófessor Mar- tin Strell og dr. Anton Kolojar neff, við lífefnafræðistofnun- ina í Miinchen hafa fundið að- ferð til að framleiða klorofyl (blaðgrænu) með efnafræðileg- um aðferðum. Þessi athyglis- vcrði árangur hefur náðst eft- ir rúml. 20 ára rannsóknir og samkv. opinberri tilkynningu frá efnaiðnaðarsambandinu í dag hafa þessir tveir vísinda- menn unnið þarna land í efnarannsóknum, sem er ómet- anlega þýðingarmikið fyrir mannkynið. MWWMWWWWWTOMMW IBEVAN VEIKIST AFTUR ;í ANEURIN BEVAN, einn ;> ! > af fremstu leiðtogum !! ;! brezka Verkamannaflokks !; j! ins, er nú mikið veikur. ;! !; Hann er 62 ára að aldri. !; ;! Bevan lá lengi, mjög |; ^ þungt haldinn í veikind- |! 4 um sínum s. I. vetur. Hon- !; j um var vart hugað líf þá. ;! IMWMWWWWWWWWMMMM Klorofyl er hið dularfulla efni; sem gerir plöntur græn- ar og geymir mörg af leyndar- málum lífefnafræðinnar. Ára- tugum saman hafa efnafræð- ingar verið að reyna að fram- leiða blaðgrænu. Nýlega hefur bandarískum efnafræðingi tek- izt að framleiða klorofyl A án lifandi fruma, en það er til í þrisvar sinnum meira magni en klorofyl B. Þjóðverjunum hefur tekizt að framleiða báð-! ar tegundir á syntetískan hátt.! Fyrir nokkrum árum tókst svissneskum efnafræðingi að einangra klorofyl-kristalla í plöntum. Fyrsti sendi- herra Castros hér á landi í FYRRINÓTT kom hingað fyrsti sendiherra Kúbu hér á landi eftir að Castro náði völd- um á Kúbu. Heitir hann Gust- avo Arcos y Bergnes og hefur aðsetur í Haag. Hann afhendir forseta fslands embættisskilríki sín á þriðjudag. í dag var og væntanlegur hingað til lands sendiherra Kan ada á íslandi dr. Robert A. Mar Kay. Hann mun afhenda forseta íslands skilríki sín sem ambassa dor Kanada á íslandi með aðset- ur í Oslo en áður hefur hann sem sagt verið sendiherra. Alþýðublaðið — 3. júlí 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.