Lögberg - 08.02.1906, Blaðsíða 4
4
LOGBERG FIMTUDAGINN 8. EBRFÚAR 1906
Jögberg
er geflð út hvem flmtudag" aí The
Lögberg Prlntlng & Publlahlng Co.,
(löggllt), aö Cor. William Ave og
Nena 8t„ Winnipeg, Man. — Kostar
$2.00 um &ri8 (á lslandi 6 kr.) —
Borglst fyrirfram. Einstök nr. 5 cts.
Published every Thursday by The
Lögberg Printing and Publishlng Co.
(Incorporated), at Cor.William Ave.
& Nena St., Winnipeg, Man. — Sub-
scription price $2.00 per year, pay-
able in advance. Single copies 5 cts.
S. BJÖRNSSON, Editor.
M. PAULSON, Bus. Manager.
Augiýslngar. — Sm&auglýsingar I
eitt skiftl 25 cent fyrlr 1 þmi.. Á
stærri auglýsingum um lengri tima,
afsláttur eftir samningi.
Bústaðaskifti kaupenda verður að
tilkynna skriflega og geta um fyr-
verandi bústað Jafnframt.
Utanáskrift til afgreiðslust. blaðs-
ins er:
The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co.
P. O. Box. 136, Winnipeg, Man.
Telephone 221.
Utanáskrift til ritstjórans er:
Editor Lögberg,
P. O. Box 136. Winnipeg, Man.
Samkvæmt landslögum er uppsögn
kaupanda á blaSi ögild nema hann
sé skuldlaus þegar hann segir upp.—
Ef kaupandi, sem er i skuld viS
blaSiS, flytur vistferlum án þess aS
tilkynna heimilisskiftin, þá er þaB
fyrir dömstólunum álitin sýnileg
sönnun fyrir prettvíslegum tilgangi.
Aðgjöröir fylkisþingsins.
I>að er bæði smátt og rýrt, sem
þingið hér í fylkinu fær afkastað
á degi hverjum, og ekki er lið-
ugra þriggja vikna verkið þess að
neinu leyti sköruglegra en verið
hefir undanfarin fjögur ár. Svo
mikið er víst, að engin merki sjást
þess, að því fari fram á neinn veg,
heldur þokar því í áttina aftur á
bak, enda er ekki við öðru að bú-
ast, því að engir framsóknarmenn
í neinum skilningi eru þeir, sem
um hjálmunvöl löggjafarsnekkj-
unnar halda. I>að er svo sem auð-
séð, að fylkisstjórnin ætlar enn í
ár að viðhafa sömu dræmingjalegu
aðferðina á meðferð allra áhuga-
mála og merkustu lagaákvæða
fylkisins, sem um næstliðið nokk-
urra ára bil hefir einkent aðgerðir
hennar um þingtímann, og aug-
lýst og opinberað þingið, sem
slóðafengnasta löggjafarsilakepp
allra fylkjanna í Canada. Manni
liggur við að halda, að fylkis-
stjórninni sé ekki vel ljóst að árs-
tími löggjafarinnar í fylkinu stend
ur nú yfir. Dag eftir dag safnast
þingmennimir í málstofurnar, og
alt er til reiðu af þeirra hendi til
þess að starfa að velferðarmálum
fylkisins, en óvanalegt er það að
þeir stirðni af þingsetunni, því
hún hefir sjaldnast staðið yfir
nema örlitla stund á hverjum
degi. Vegna hvers? Af því að
fylkisstjórnin hefir ekki haft til
nægilegt verkefni fyrir dag hvern,
handa þingmönnunum, sem þó
beint er skylda hennar um að sjá
og einkis annars.
Það héldu allir að mikið stæði
til og ósköpin öll ætti að afkasta,
þegar stjórnin skipaði svo fyrir,
að öll einkalagafrumvörp yrðu að
leggjast fyrir þingið strax í þing-
byrjun, annars yrði þeim ekki
unt. Þannig fékk bæjarstjórnin
tilkvnningu um það, að allar við-
aukatillögur og breytingar á bæj-
arlögunum, sem æskilegar sýnd-
ust, yrðu að vera til reiðu strax
við þingsetningu, því annars yrði
þeim ekki viðtaka veitt. Bæjar-
stjórnin brá náttúrlega strax við,
og lét ekkert til þess sparað, að
hafa tilbúnar í tækan tíma hinar
eftiræsktu breyting^rtillögur, sem
hún hafði fram að færa, en megin
þess sem hún hefir enn haft upp
úr óskum sinum er það, að ó-
merkilegustu beiðnir einstaklinga
hingað og þangað að voru látnar
sitja í fyrirrúmi fyrir nauðsyn
bæjarbúa hér, en vitanlega eru
margar af þeim beiðnum frá áður
útvöldum óskabörnum fylkis-
stjórnarinnar.
Enn sem komið er hefir ekkert
verið gert að kalla í hinum mörgu
og merkilegu málum, er upp voru
talin í hásætisræðunni. í mál-
þráðamálið hefir verið kosin þessi
svo kallaða rannsóknarnefnd, sem
alt á að rannsaka og grandskoða,
sem þráðum og þráðlagningum
við kemur, en vitanlega hefir hún
engan tima til þess að gera nokk-
uð til hlítar í þ.vi.
Skattamálið er enn að mestu ó-
sncrt, og umbætur á kosningar-
lögunum til að tryggja sem full-
komnast valfrelsi kjósenda, sem
fvlkisstjórnin, þó úndarlegt megi
virðast, þóttist svo hlynt, er í
sömu súpunni og hin enn þá.
Frv. t. d. um breytingar á vín-
veitingalögunum, er meðal annars
ákveður takmörk þess svæðis, er
vínsalan verði leyfð á eftirleiðis
hér í bænum, er enn óútkljáð. —
Það heíði sýnst svo að eigi hefði
verið óviðurkvæmilegt að fylkis-
stjórnin hefði lofað þingmönnun-
um, meðan hún hafði ekkert annað
handbært fyrir þá, að fjalla um
eitthvað af þeim mörgu málum
og stórsökum, er hún þykist eiga
á hendur Ottawa-stjórninni að
sækja. Landamerkjamálið. fjár-
málasamband stjórnanna, og flóa-
landamálið, voru sögð í hásætis-
ræðunni að mundu verða tekin
til alvarlegrar athugunar , en svo
má heita, að ekkert hafi verið i
þeiin gert cnn þá, þau liggja í
sama saltinu, í hinni rúmgóðu
málsfyrningarámu Roblin - stjórn-
arinnar.
í fyrra reyndi fyikisstjórnin að
hilma yfir þann auðsæa ásetning
sinn, að draga öll helztu málin
þangað til undir þinglokin með
því að láta þingið fást við ýms
auðvirðileg þarfleysismál eins og
t. d. afnám atkvæðagreiðslu með
kúlum o. fl. þ. u. 1., meðan verið
var að útbúa frv. sem á stóð.
Á þessu þingi bendir alt í sömu
átt, að eins er fylkisstjóniin djarf-
ari í þessu atriði en í fyrra. Hún
ber nú ekkert í vænginn fyrir
drátt merkustu málanna, hún læt-
ur það slarkast svona, og kærir sig
kollótta, flýtur á meðan ekki sekk-
ur. Alt ber því að sama brunnin-
um og í fyrra. Þá voru aðalmálin
öll ókláruð, þegar þingtíminn á-
kveðni var á enda, og urðu eigi til
lykta leidd fyr en eftir að þingið
var framlengt. — Eins og allir
vita, hefir þetta fyrirkomulag hin-
ar afar óheppilegustu afleiðingar
fyrir úrslit málanna, og löggjafar-
starfið alt.
Þingmennirnir sjálfir eru illa
fyrir kallaðair, búnir að hanga
vikum saman yfir litlu sem engu
verki, fá svo rétt undir það síð-
asta helliskúr helztu málanna yfir
höfuð sér, þegar ekki eru eftir
nema örfáir dagar til að útkljá
þau á. Sjáanlega hafa þeir engan
tíma til að kynna sér öll skjöl og
skilríki þar að lútandi, svo grand-
gæfilega sem bráð nauðsyn kref-
ur, eigi heldur geta orðið nægi-
legar umræður um málin í mál-
stofu þingsins, en einmitt slíkt er
þó ómissandi, því að ekkert hjálp-
ar betur til að benda á réttan
grundvöll máls hvers, er síðan er
hægt á að byggja, en það að mál-
in geti orðið rædd sem ítarlegast
og hinar ólíku skoðanir leitt í
ljós gallana og sýnt hvað heilnæmt
er eða óheilnæmt, hvað undirstöðn
vænlegt sé og hvað ekki. En að
þjóta á hundavaði yfir merkustu
lagafrumvörpin og velta þeim af
sér í hendingskasti inn i lögbókina,
er bæði skaðlegt fylkinu c>g ósam-
boðið og illa viðeigandi fyrir full-
trúa héraðanna, en eins og áður
hefir verið sýnt fram á, er þeirra
eigi skuldin, heldur eru þeir hafð-
ir að verkfæriun til þess að koma
fram óviðurkvæmilegum og afleið-
ingaillum vilja hærra valds.
Þar eð fylkisstjórnin sýnist held-
ur vera að sækja í sig veðrið með
að virða að vettugi öll aðalmálin
og draga það fram á síðasta
augnablik, að láta þingið við þau
fást, þá virðist full nauðsyn á, að
bæði þingmennimir sjálfir og
fylkisbúar í heild sinni tækju rögg
á sig og legðu fram fyrir fylkis-
stjórnina hörð mótmæli gegn því,
að hún leyfði sér að nota vald sitt
þannig eftirleiðis fylkinu til lag-
setningarlegs ógagns og skað-
semdar.
•------o------
Illunnindi C. P. R. járnbrautar-
félagsins.
Lengi hefir það verið vitanlegt,
að fylkisstjórnin og félag þetta
liafa góðir vinir verið, en margir
eru þeir orðnir nú hér í Winnipeg
bæ, sem þykir nóg um vináttu-
brögðin, þegar afleiðingarnar af
þeim verða bæjarbúum til fjár-
hagslegs tjóns á ýmsan veg, eins
og t. d. í því, að stjórnin gefur
bæjarráðinu eigi svo fríar hendur,
að það eigi hægt með að láta fé-
lagið bera þá skatta, sem hlutfalls
lega eru sanngjarnir við álögur á
öðrum fasteignahöfum hér í bæ.—
Nú er það áform bæjarstjórnar-
innar að snúa sér persónulega til
stjórnarformannsins og reyna að
fá hann til að leggja niður hlífi-
skjöld þann, er haldið hefir verið
yfir félagi þessu, og gera ráðstaf-
anir til þess, að það greiði skatta
af eignum sínum, eftir sama
mælikvarða og aðrir bæjarbúar.
Vitanlega verða teknar þar til
greina undanþágur þær, sem fé-
laginu hafa verið veittar í frum-
samningum þess við bæjarstjórn-
ina. Undanþágur þær frá skatt-
álögum náðu til allra þeirra eigna
félagsins hér í bænum, sem bein-
línis væru ætlaðar fyrir járnbraut-
ir, svo og eigna þeirra, er það síð-
ar kynni að fá eignarrétt á
hér í bænum í sama skyni.
En félagið virðist vilja toga á-
kvæði þetta æði mikið, því það
heimtar nú fálögu undanþágu á
ýmsum eignum sem engan veg
verða skoðaðar að heyri undir áð-
ur greint samningsákvæði. — Má
þar t. d. nefna æði stórt svæði, sem
félagið á hér í bænum, sem það
leigir fyrir ákveðið gjald og notað
er fyrir sölutorg og fleira. Enn
fremur á það stórt og mikið hótel,
á annarri landeign sinni og vill
hafa þetta hvorttveggja undan-
þegið skattgjaldi þar eð það geti
heimfærst undir samningsákvæð-
ið „fyrir járnbrautir“, en ýmsum
þykir það liggja óþarflega fjærri
sanni og ekki sízt bæjarstjórninni
hér í Winnipeg.
Fasteignir C. P. R. félagsins
hér í bænum nema nú nærfelt sjö
miljónum dollara. Eignarskattur
af þeim, ef hlutfallslega greiddist
við aðrar eignir bæjarmanna yrði
$140,000. Þetta er engin smá-
ræðis upphæð, og það virðist eng-
in gustuk vera á því að ívilna slík-
um auðfélögum í nokkru því, er
þeim ber að greiða til bæjarþarfa,
með réttu, það eru nógu mikil
hlunnindi sem það hefir fengið
þar fyrir utan. Bæinn kostar t. d.
um 22 þúsund dollara á ári að
vemda eignir félags þessa fyrír
eldsvoða, samborið við eignar-
magn þess og annarra fasteigna-
hafa hér í bænum. Fyrir nokkru
fór bæjarstjórnin þess á leit við
umboðsmenn félagsins hér í bæn-
um að taka þátt í björgunarliðs-
kostnaðinum. Eftir nokkrar um-
ræður hafði umboðsmaðurinn
sagt að það mesta, sem félagið
gæti staðið sig við að greiða í því
skyni væru 12 þúsund doll. árl.,
en síðan hefir heyrst, að for-
sprökkunum í Montreal þyki
þetta óþarfa útgjöld fyrir félagið
og ætli jafnvel að smeygja því
því fram af sér að greiða þá upp-
Iiæð.
C. P. R. félagið rekur enn
fremur hér í bæ hraðskeytastofn-
un, sem „commercial company“ og
erfitt verður að koma þeirri
starfsrækt undir ákvæðið „fyr-
ir jámbrautir“ eingöngu svo að
félagið geti sloppið við skatt-
greiðslu fyrir þær sakir. Sagt er
að félagið hafi myndast við að
greiða einhverja skattveru af
þessu eitt ár, en síðan aldrei.
Önnur slík hraðskeytafélög hér í
bæ verða að greiða skatt eftir
eignum og ástæðum, og lítil sann-
girni virðist i því vera að C. P.
R. sleppi við það, af því að alt
scm það hefir fyrir stafni, í bæn-
um vejrði heimfært undir hið títt-
nefnda ákvæði „fyrir járnbrautir“,
sem því einu sinni var gefið og
sem það siðan veifar vfir höfði
sér cins og dýrðlingablæju eða
verndargrip sem tryggi því öll
möguleg og ómöguleg réttindi. —
Þá eru enn ótaldar yfir tvö hundr-
uð ekrur lands er C. P. R. félagið
á innan takmarka bæjarlínunnar,
og ekkert af því landi er notað
fyrir „járnbrautir“, en sem félag-
ið greiðir þó engan skatt af, eða
hefir að minsta kosti sloppið við
að greiða alt að þessu. Eins og
gefur að skilja, og allir kunnugir
vita, þá er ekki nóg með það, að
félagið eigi þessar miklu eignir
hér álögulausar, heldur getur það
hvenær sem er, sakir hinna þjóð-
kunnu auðæfa sinna, keypt marg-
falt víðáttu meiri spildur af landi,
bæði í og við bæinn innan tak-
marka bæjarlínunnar , og haldið
þeim skattlausum alveg eins og
áður greindum eignum sínum,
ef ekkert verður í málinu gert til
að sporna við þessu athæfi. Félag-
ið er mörgum öðrum betur sett
til að skerða árstekjur bæjarins,
þar eð það gengur upp í þeirri
dulunni, að telja öllum trú um að
það hafi ekkert annað markmið
með eignir sinar en járnbrauta-
málið, þó það árum saman haldi
eignunum án þess að gera nokkuð
slíkt á þeim, og fylkisstjómin lok-
ar augunum fyrir þessu máli og
Iíður því að rýa bæinn miskunar-
laust. Slíkt verðskuldar vissulega
að því sé gaumur gefinn og gert
alt sem hægt er til þess af öllum
hlutaðeigendum, bæði aó láta fé-
lagið eigi komast upp með slíkt
og fá fylkisstjómina til að láta ó-
réttinn eigi óátalinn.
Opinberu tekjurnar af veitinga-
húsum bæjarins hafa t. d. til þessa
tíma runnið í fjárhyrzlu ríkis-
ins og gengið í gegnum hendur
viðkomandi stjórnar. Útlit er á að
C. P. R. veitingahúsið hér i bæ
verði látið sleppa við að greipa
þetta gjald til stjórnarinnar, en
er það réttlátt? Það virðist þó
býsna langt gengið, að vinsamleg
ívilnan leyfi sér að líða slíkt þegj-
andi, og full ástæða virðist til
þess komin að eitthvað væri hott-
að á stjórnina’, til þess að gera hér
að lútandi ráðstafanir, sem kotni í
veg fyrir það framvegis að félag
þetta geti traðkað á lögum bæjar-
ins og rétti.
Bókafregn.
Fyrsti þáttur af skáldsögunni
Brazilíufararnir, eftir J Magnús
Bjarnason, hefir nýlega kom-
ið oss fyrir sjónir. Ytri frágang-
ur kvers þessa er í betra lagi,
prentun og prófarkalestur allgóð-
ur, og þessar tæpar hundrað og
sextíu síður máls útgengilegt og
eigulegt rit.
Þessi fyrsti þáttur Braziliu-
faranna heitir „Haraldur“. Hefst
hann á frásögn um ferðalag fjögra
islenzkra manna, er leggja af
stað frá gamla landinu til Brasi-
líu laust eftir miðja næstliðna öld.
Höfundurinn lætur einn þessara
mann Harald segja söguna og
þegar til Braziliu kenutr er hann
sjálfur aðalpersónan sem frásögn-
in fjallar um. Hann ræðttr sig fyr-
ir garðyrkjumann hjá bónda
nokkrum skamt frá höfuðborg
Brasilíu, Ríó Janeiró. Þar kemst
liann í lífsháska mikinn hrapar
niður í gljúfur og er bjargað úr
heljargreipum fyrir tilstilli meyj-
ar einnar forkunnar fríðrar, sem
lieitna átti í kastala nokkrum
skamt þaðan frá er slysið skeði.
Ivastalameyjan lætur flytja
Harald heim til sín annast um
liann meðan hann liggur í sárum
og græðir hann að fullu. Meðan
hann dvelur þar hneigja þau sam-
hugi Haraklur og hjúkrunarkon-
an fagra, og bindast heitum í enda
kasalavistar hans. — Þegar hann
var orðinn ferða fær þaðan, fær
liann fregnir unt að einn af stall-
bræðrum hans er frá íslandi kont
með honum sé horfinn, en sá er
kllaður Skúli, kempa mikil og
hjartaþjófur ungra kvenna í
Brasiliu. Hafði hann skömmtt eft-
ir komu þeirra félaga vestur
komist í týgi við ungfrú eina í
borginni Santos skamt frá Ríó
Janeiró, og eru félagar hans hug-
sjúkir út af hvarfi hans og liggur
þeim næst að halda, að hún hafi
heillað hann til sín. En þar sem
engin vissa er á þvi hvað af Skúla
varð, leggja þeir þrír saman á
stað að leita hans eitthvað út í
víða veröld, Haraldur, Ólafur og
Snorri, á því endar þessi fyrsti
þáttur, en í þeim næsta kveðst
höf. muni skýra frá leitinni eftir
Skúla, svo og ýmsu er fyrir þá
Snorra og Ólaf hafði komið með-
an Haraldur var að hrapa í gljúfr-
inu og trúlofast kastalameyjunni
í Pálmadalnum.
Málið á riti þessu er gott, víða
hnyttið, en hugsunin og orðalagið
á stökustað eigi sem ljósast; af
þvi leiðir að höfundur viðhefur
víða svigasetningar til þess að
láta mann ekki „villast á, hvað
við hann á“; en það er fremur til
óprýði en prýði að nota slíkar
setningar oft. Dálítið óviðfeldið
orðalag er á bls. 10 og 12, þar
sem höf. segir „að það hafi gert
manni gott‘ að kynnast þeim Ól-
afi og Snorra, hvorum sig. Heppi-
legra sýndist að segja, „að maður
hafi haft gott af því“ að kynnast
o. s. frv., og á bls. 34 „það varð
svo útfallið“, fyrh- „endirinn varð
sá“, en þetta er svo lítilfjörlegt
að þess naumast gætir,því að yfir-
leitt er málið á bókinni hið vand-
aðasta eins og vér gátum um áð-
ur, og Haraldur reynist miklu
pennafærari en hann gefur í skyn
í formála þessa ritverks.
Mannlýsingamar eru Ijósar og
skýrar, og persónurnar halda sér
prýðilega alt i gegnum þáttinn,
og ekki sizt uppstökki karlinn
hann Castilhó, húsbóndi Haraldar.
Eigi síður láta höfundinum
náttúrulýsingarnar, þær eru marg-
ar alveg gullfallegar, hrifandi,
öfgalausar en þó það sem mest er
um að gera, svo eiginlegar og að-
laðandi að maður má til að fylgj-
ast með höfundinum á hugflugs-
brautum þeim, er andi hans svifur
inn á þegar hann er að lesa hin
huldu töfraljóð náttúrunnar.
Það er ekki aflið í hugsuninni
eða lýsingunni, eigi heldur lit-
sterkir drættir, sem vekja mann tii
viðurkenningar og draga hugann
inn á sjónarsvið höfundarins, það
er viðkvæmnin, angurblíðan, lip-
urðin og hin eðlilega hugsjón er
höfundurinn leiðir fram svo eink-
ar laglega og tilgerðarlaust, með
því að leika á lagtónastrengi
skáldhörpunnar með mjúkfingr-
aðri hendi, og hinir þýðu hljómar
þeirra strengja eru aðdráttaraflið
í þessu skáldriti.
Væntanlega birtist áframhald af
sögunni áður-en langt um líður;
livað þessum útkomna þætti við-
víkur þá er enginn efi á því að
hann verður vinsæll og kærkominn
gestur íslenzkri alþýðu og flýg-
ur út á skömmum tíma. Ritið er
til sölu hér í bænum í bókaverzl-
un H. S. Bárdals og kostar 50C.
----------------o------
Samsöngurinn í Fyrstu lút.
kirkjunni 2. þ. m.
Eins og til stóð hélt söngflokk-
ur Fyrstu lút kirkjunnar hinn áð-
ur auglýsta samsöng sinn, til arðs
fyrir orgelsjóð kirkjunnar föstu-
daginn 2. þ. m.
Það var efni Estersbókar snú-
ið i hátíðaljóð eftir Bradbury,sem
söngflokkurinn valdi sér til við-
fangsefnis. Atta sérstök hlutverk
komu þar fyrir og var þeim skift
þannig niður milli söngfólksins:
Esther drotning Mrs. W. H.
Paulson, Ahasuerus konungur
Mr. D. Jónasson, Haman (ráð-
gjafij Mr. H. Thorolfsson, Mor-
decai (föðurb. Esthers) Mr. T.
H. Johnson, Zeresh (kona Ham-
ansj Miss T. Hermann, systir
Mordecai Mrs S. K. Hall, Hegaí
Mr. Th. Clemens og Harbonah
Mr. A. Albert, herbergissveinn
konungs.
Það er víst óefað í fyrsta sinni
að ráðist hefir verið í jafn erfitt
viðfangsefni af íslenzkum söng-
flokki hér vestra, og munu það
flestir mæla, er þar voru staddir
að hlutaðeigendur hafi leyst það
svo vel af hendi sem framast' var
hægt eftir að vænta. Hin erfiðu
einsöngslög voru flest öll mæta
vel sungin og leyndi það sér eigi
síður í kórsöngnum að söngflokk-
urinn var þrautæfður, og sam-
hljómur raddanna hinn ákjósan-
legasti. Mr. Gisli Goodman stýrði
söngnum að vanda, vel og skipu-
lega. Miss L. Thorlákson lék und-
ir á hljóðfærið.
Á söngflokkurinn allur samt
beztu þakkir skilið fyrir þenna
myndarlega samsöng, sem glögg-
lega sýndi að söngflokkurinn er
fær um að Ieysi af hendi rnarg-
brotin og torveld hlutverk, og
hlýtur þetta bæði að auka honum
áliti og sóma eftirleiðis. Vonandi
að hann lofi mönnum aö heyra
hátíðasöng Esther drotningar í
annað sinn, áður en langt um líð-
ur því að þó vel væri sótt í þetta
skifti, þá er það óefað að marga
langar til að heyra hann, þegar
þeir frétta hvað vel hann tókst,
og þar að auki má óhætt fullyrða
aö fjöldi síðustu áheyranda hefði
gaman af að hlýða á hann á ný.