Lögberg - 08.02.1906, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.02.1906, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. FEBRÚAR 1906. GULLEYJAN skáldsaga eftir , ROBBRT LOUIS STEVENSON. PÝRSTI ÞATTUR. GAMLI SJÓRÆNINGINN. I. KAPITULI. Gesturinn ókunni. Trenlawney friödómari, Livesey læknir og hinir aSrir leitarmenn Gulleyjarinnar hafa lagt aS mér aS skýra frá öllum atburSum, bæSi aS því er eyna sjálfa snertir og þvi er á leiSinni þangaS og ]>ar gerSist, og draga ekkert undan.nema legu eyjarinnar sjálfrar,meS því aS þar eru enn eftir fólgnir fjársjóSir Tek egþví pennann mér í hönd á því blessunarári 17—, og hef þar upp sögu mína, er faSir minn var veitingamaSur á gistihúsi þvi, er Benbogi heitir, og gamli sjómaSurinn meS öriS yfir þvera kinnina, kom þar fyrst inn fyrir dyr. Eg man þaS eins vel og þaS heföi skeS í gær, þeg- ar hann kom þrammandi inn í anddyri veitingahússins, og eftir honum fylgdu tveir menn, er báru hina feyki- miklu farmannskistu hans á handbörum. Hann var hár maSur vexti, þreklegur og skolbrúnn í andliti, háriS féll úfiS og ógreitt í flóknum lögSum langt niSur á herSar, og hinn blái óhreini sjókufl hans var víSa rif- inn og tættur, hendurnar blakkar og hnúaberar og neglurnar brotnar upp í kviku, en minnisstæSast er mér þó hvíta öriS, sem bar eitthvaS svo ónotalega mik- iS á, því þaS tók yfir þveran vangann brúnan og hrukkóttan. Eg man glögt eftir hvernig hann skimaSi í kring um sig þegar hann kom inn og tautaSi eitthvaS viS sjálfan sig um leiS, og svo alt í einu kyrjaSi upp forna farmannavísu, — sem eg heyrSi síSan svo oft: „Á farmannskistu fimtán manns viS flösku af rommi sitja!“ meS hásri og drynjandi röddu. Svo rak hann bylm- ingshögg í veitingaborSiS, og þegar faSir minn kom úl aS sinna þessum undarlega, ókunna gesti, heimtaSi hann hastur glas af rommi. Honum var fært þaS, hann drakk þaS hægt, til aS njóta sem bezt smekksins, og borfSi um leiS út um gluggann vfir klettumgirta víkina er veitingahúsiS stóS viS. „Þessi vík er dásnotur,“ sagSi hann loksins, „samt virSist veitingahús þetta eigi liggja sem bezt vií gestum, hvernig er aSsóknin kunningi?“ FaSir minn kvaS fáa þangaS koma, aS eins hefS- um viS vel ofan í okkur af inntektunum. „Jæja,“ sagSi gesturinn, „mér lizt vel á mig hér og ætla aS setjast hér aS. HeyriS þiS strákhvolpar,“ lirópaSi hann til þeirra er boriS höfSu kistu hans, „hingaS inn meS kistuna mína, eg ætla ekki lengra aS sinni. Eg er nægjusamur,“ bætti hann viS og sneri sér aS föSur mínum, „romm, svínsflesk og egg er alt, sem eg þarf meS, og svo höfSann, sem blasir þarna viS til þess aS hyggja aS skipum. PlvaS þú átt aS kalla mig? Þú mátt kalla mig kaftein, en—eg sé hvaS þig vantar—þarna,“ og hann kastaSi þremur eSa fjórum gullpeningum á gólfiS,— þú getur sagt mér til þegar eg er búinn að éta þetta út,“ og um leið horfði hann ógnandi á föSur minn og sló saman hnefunum. Jafnvel þó hann væri tötralega búinn og rustalegur í máli, var enginn hásetasvipur á honum, hann leit fremur út fyrir aS hafa verið stýrimaSur eSa kafteinn, vanur því aS láta hlýða sér. Mennirnir, sem báru farangur hans, sögðu okkur að hann hefði um morguninn komið til þorpsins og spurst fyrir um veitingahúsin með fram víkinni, og þar eS eigi t er ólíkt, aS honum hafi veriS bent öðrum fremur á okk- ar, sem rólegt og afskekt, valdi hann það sér til dvalarstaSar. Annars þekti hann enginn eða vissi nein deili á honum. Hann var maSur gæfur hversdagslega. Mestan hluta dagsins var hann ýmist á rangli meS fram vík- inni, eSa sat á einhverjum klettinum með stóra kíkir- inn sinn og athugaði vandlega allar skipakomur. Á kveldin sat hann jafnan í sama horninu á setustof- unni, því er næst var arninum, og drakk romm, lítið eitt blandað vatni. Vanalega ansaði hann ekki, þó á hann væri yrt, en gaut að eins til manns augunum gulgráum og tindrandi og hvæsti um leið út um nefið, svo gall við hátt eins og í þokulúðri. Bæði heimafólkinu og kunnugu gestunum lærðist því fljótt að láta hann sem mest eiga um sig sjálfan. Alla jafna, er hann kom heim á kveldin, spurði hann eftir sjómönnum, hvort þeir hefðu komiö viö, eða farið um veginn neðan við veitingahúsið. í fyrstu hugð- um viö, aS þessar spurningar hans væru af því sprottnar, að hann fýsti eftir frekari félagsskap stétt- arbræðra sinna, en brátt komustum viö aö raun um, að hið gagnstæða var orsökin. Þegar svo bar viS, að sjómaöur kom að Benboga (eins og vildi til stöku sinnum, þar eS leiðin til Bristol lá þar um), þá var hann vanur aS gægjast inn um dyratjöldin á setu- stofunni og athuga gestinn nákvæmlega áður en hann færi fram til funda viS hann; jafnaðarlegast ræddi liann fátt viS gestina, og sneiddi sig hjá þeim, sem mest hann gat. Mér var sjálfum fullkunnugt um þessa mannfælni hans, því aS hann hafði gert mig aö trúnaðarmanni sínum í þeim efnum. Einu sinni hafði hann kallað mig á eintal, og lofað mér fjórum pence á fyrsta degi hvers mánaðar, ef eg hefði vakandi auga á öllum einfættum sjómönnum, er að garði bæru, og gerði honum strax aðvart um það. Eigi var bað samt ótítt, þegar eg kom til hans á mánaðamótum aö heimta gjaldið mitt, að hann svaraði mér að eins meö því að hvæsa út um nefið og ygla sig, en áSur en vikan var á -enda, var hann alt af viss meö, að hafa greitt mér laun mín, og leggja aö mér á ný að hafa gát á „einfætlingunum.“ Plvaö þessi óþekta einfætta persóna ásótti mig oft í draunium, þarf eg naumast frá aS skýra. Á stormnóttum, þegar húsið eins og lék á þræði, og brimöldurnar buldu á klettunum við víkina, stóð hann mér fyrir hugskotssjónum í þúsund djöfulleg- um og ógnandi myndum. Ýmist birtist hann mér meö fþtinn tekinn af um hnéð, ýmist upp undir mjöðm, eða þá sem skrýmsli það, er frá upphafi heföi skapaö verið á einum fætum, sem gekk nýður úr líkamanum miöjum, og verstu martraðirnar fékk eg, þegar mig dreymdi hann vera að elta mig yfir girðingár, götu- ræsi og alt hvað fyrir var. Aö öllu samtöldu vann eg fullkomlega fyrir þessum fjórum pence. Þegar allar ógnirnar voru meö taldar* En þótt eg væri svona skelkaður við sjómann- inn einfætta, var eg óhræddari við JCaftein, en flest- ir aðrir, sem kyntust honum. Það kom oft fvrir, að hann tók sér meira „neSan í því“, að kveldlagi en hann hafði gott af, þá var hann vis til að sitja langt fram á nótt, syngjandi hina tryllingslegu og æstu far- matinasöngva sína, og urðu þá allir nærstaddir aö vera svo háir og lágir, sem honum sýndist. Þegar þessi köst komu aö honum var hann ægilegur í fylsta máta. Ef nokkur talaði þá orð inni, annar %n hann, sló hann í boröið, og heimtaöi þögn með þrumandi rö'ddu. Stundúm rauk hann upp t ofsabræði ef hann var spurður einhvers, út af því setn hann hafði veriö að syngja um eða segja frá, stundum datt honum jafnvel í hug að setjast í dyrnar og varna öllum gest- unum útgöngu þangað til hann hjálfnr var orðinn út úr, og steinsofnaður. Það sem mest skelfdi fólk voru sögurnar hans, og þær voru líka margar ljótar, um morð og tnann- dTáQ, skipbrot og alls konar ógnir, svo afskaplegar, aö hárin risu á höfSum tilheyrendanna. Sögurnar hans báru þaö meö sér, aö hann hafði alið aldur sinn tneð verstu illmennum, er á skipsfjöl höfðu stigið, en orðalagið og hinar hrikalegu lýsingar hans tóku þó út yfir alt annað. Faðir minn sagöi oft að hann mttndi eyðileggja atvinnu okkar meö sögum sinuin og hrottaskap, en því fór þó fjarri; þratt fyrir alt hafði fólkið gaman af kallinum, og aðsóknin jókst fremur en minkaöi; ungu piltunum var mörgum vel til hans, þeir kölluSu hann „sjógarpinn víðförla“ og kváðu menn líka honurn gera England óttalegt a sjó. Aö einu leyti skerti hann hag okkar. Hann sat hjá okkur viku eftir viku og mánuö eftir mánuS, án þess að borga nokkuð fyrir sig. Þá sjaldan faðir minn mintist eittbvað á þaS. hvæsti Kafteinn svo hátt út um nefið, að honum féll allur ketill í eld, og síöast var faðir minn orðinn svo smeikur við hann, að hann steinhætti aS orSa slikt. Allan tímann, sem Kafteinn dvaldi hjá okkur, breytti hann aldrei búnaSi sínum að neinu leyti, eina sokka keypti hann af sölukerlingu og það lét hann nægja. Annaö barSið á hattinum hans rifnaði einu sinni, en hann fékst ekki um þaö, en lét þaS hanga niður meS vanganum, og þó það berSist framan í hann þegar vindur var úti .hirti hann ekki um að láta gera viö það. Eftir þessu var annað útlit hans og klæðaburöur. Aldrei skrifaði hann neinunt, og fékk heldur aldrei bréf svo við vissum til. Hann tal- aði aldrei við aðra en okkur heimilisfólkið og nán- ustu nágrannana, og sjaldan þó nema hann væri kendur. Ekkert okkar hafði séð hann opna far- mannskistuna miklu, og enginn vissi hvaS hún hafði að geyma. Alls einu sinni var honum andæft, og þaö var ekki fyr en undir þaö síðasta, þegar faðir minn var aðframkominn af sjúkdómi þeim sem dró hann til dauSa. Livesey læknir kom til okkar seint um kveld að skoSa föður minn. Hann snæddi hjá okkur um kveldiS, og eftir máltíðina vék hann sét; inn í setu- stafuna, til þess að kveikja þar í vindli og tefja þar tímann meöan verið var aö sækja hest hans til þorps- ins, því við höföum ekkert hesthús á Benboga. Eg fór hann þangaö með lækninum,og mér er enn í minni munurinn, sem eg fann aö var á þessum snirtimann- lega lækni, með bjarta yfirlitinn og brúnu fjörlegu augun, og alla framkomu kurteisa og höfðinglega,— og hinurn ómentuðu búralegu þorpsbúum, og þá eigi varð síður munurinn minni ef tekinn var til saman- buröar, þessi úfni, digri, illúðlegi sjóræningi okkar, þar sem hann sat meS báða handleggi á borð lagSa Það var snemma morguns, og komið fram í Janúarmánuö, að venju fremur var kalt og vikin öll þakin þykkri, grárri frosthélu, fyrstu sólargeislamir blikuðu á hæðabrúnunum og hvass vindur blés á norðan. Kafteinn hafði farið á fætur í fyrra lagi, og gengiS upp á klettana eins og hann var vanur, ineð sjóhnífinn dinglandi á lendunum og gamla kík- irinn undir hendinni, og hattbaröiS rifna lafandi langt niður á heröar, og þaS síðasta sem eg heyrði til hans, voru formælingar um Livesey lækni þegar l’.ann hvarf bak við nefið á Stórakletti. og vínglasiS viö vitin á sér. Við vorum líka varla sestir niður fyr, en — hann var byrjaður á einum sinna uppáhaldssöngva: „Á farmannskistu fimtán manns, við flösku af rommi sitja; hina nam til Pleljarranns, hrottasenna flytja." I fyrstu hafði eg ímyndaö mér að „farmanns- kistusöngurinn“ ætti rót sína að rekja til stóru kist- unnar skipstjórans uppi á loftinu, og einfætti sjó- maðurinn hafði ósjálfrátt tvinnast saman vjö þær •Ggnar hugmyndir, sem þessi svaðalegi1- söngur liafði vakið hjá mér, og alt saman ollað mér mikilla harrn- kvæla í martraðarstríöi minu á nóttunni, en nú var eg luiinn aS heyra kviðling þenna svo oft, og orðinn honum svo vanur, að hann var farinn að bíta lítið á mig; hann var engum viðstöddum nýr, nema Lives- ey lækni, og eg sá, áð á hann hafði hann alt annaö en þægileg áhrif, því Livesey horfði yfir til fyllirútsiiís með reiðisvip, en hélt svo áfram Viðræöu sinni við Taylor gamla garöyrkjumann, um lækningaraðferð á gigtveiki er hann þjáðist af. Kapteinn hélt áfrain að syngja, og að síðustu barði hann hart ofan í borð- ið, og vissum við öll, að það þýddi þögn. Allir þögnuðu líka aS undanteknum lækninum, hann liélt afram að tala hægt og stillilega eins og ekkert hefði í skorist. Kapteinn einblíndi á hann um stund, sló aftur í boröið, bretti brýrnar og hrópaði síðast liams- laus af bræði: „Þögn á miðþiljum." „falaröu til mínsagði læknirinn. Rudda- menniö játaði bölvandi að svo væri. „Þá vil eg fræða þig á einu, maöur rninn/ sagði Livesey, „ef þú heldur áfram að drekka eins og þú liefir gert í kveld, þa verður bráðum einum þorparanum færra hér í heimi.“ Gamli maðurinn stökk á fætur nötrandi af heift- aræði, dró hinn langblaðaöa sjóhníf sinn úr sliðrum, lét hann leika í jafnvægi á lófa sínum og ógnaði meS að slöngva honum í læknirinn og stegla honum upp við vegginn. Læknirinn hreyfði sig ekki minstu vitund. Hann talaði til hans yfir öxl sér eins og áður, í sama tón og fyr, en öllu hærra, svo allir inni gátu glögg- lega heyrt, og enginn óttasvipur var á honum eða skjálfti í röddinni. „Sliörir þu ekki hníf þinn þegar í stað,“ sagði hann, „skal eg sjá svo um, að þú verðir hengdur á næsta dómþingi.“ Þeir horfðu síðan hvor á annan mjög reiðulega, en loksins lét Kafteinn undan síga, ýtti hnífnum ofan í sliörin aftur og snautaði í sæti sitt, og urraði í hon- um eins og rakka, sem hefir fengið ráSningu. „Jæja maður minn,‘ sagði læknirinn þvínæst, „fyrst mér er orðið kunnugt um, aS slikur fugl og þú á heima í umdæmi minu, þá getur þú verið alveg viss um að eg skal hafa auga á þér nótt og dag. Eg ei' ekki að eins læknir, eg er líka yfirvald, og komist eg að þvi, að þú hegðir þér eftirleiðis, aö einhverju áþekt því sem hér hefir komið fyrir í kveld. skaltu eiga mig á fæti, og eg skal þá gera ráðstafanir til þess að þu gerir fólkinu hér engan óskunda fram- vegis. í þetta sinn hefi eg ekkert frekar við þig að tala.“ Rétt á eftir var komið meS hcst Livesey að hús- dyrunum og skömmu síðar kvaddi hann og reið á stað. En orð hans höfðu þau áhrif á Kaftein, að hann var hinn gæfasti þaS sein eftir var af kveldinu, og sýndi engan ofstopa eða illindi um nokkurn tima. II. KAPITULI. Svarti-Hundurinn keniur og fer. Þaö var ekki löngu eftir þetta aö hinn fyrsti ltinna leyndardómsfullu atburða skeöi, er losaði okkur við Kaftein sjálfan, en, eins og síðar sést, ekki við afleiðingarnar af verkum lians. Veturinn var byrjaður, með nöprum næSingum, fannkomu og frostgrimdum. Veikindi föður míns ágerðust eftir að kuldarnir komu, og útlit hans gerði það ótrúlegt, að hann mundi lifa af til vorsins. Honum hnignaði dag frá degi; við móSir mín uröum því að annast alt, sem gera þurfti á heimilinu; og höfðum viS fult í fangi með að komast yfir þaö alt, því mikið af timan- um gekk í það aö sinna hinum óskemtilega og heimtufreka gesti okkar. Faöir minn var lakari þenna morgun, svo móSir mín þorði ekki viS hann aS skilja. Eg var aS bera morgunmatinn á borS, til þess að hafa alt til, þegar Kafteinn kæmi aftur úr morgun-leiöangri sínum. Þegar eg var að enda við það, var huröinni skyndí- lega hrundið upp og inn kom maður, sem eg aldrei hafði séö fyr á æfi minni. Hann var fölur í andliti, vöxturinn tenglulegur, og hafði mist tvo fingur á vinstri hendinni; han gekk hokinn og horfði flóttalega í kring um sig. Langur hnífur hékk við belti hans, en saint leit hann ekki út fvrir aS vera áflogaseggur eða hraustmenni. Eg—sem jafnan hafði vakandi auga á öllum sjó- mönnum, sem inn komu, hvort heldur þeir gengu á einum fæti eða tveimur—, gat ekki gert aS því, að mér varð hálf-hverft við komu þessa manns. Þó hann liti ekki beinlínis út fyrir aS vera sjómaður, var þc einhver farmannabragur á honum. Eg spurði hann hvers hann óskaöi. Hann baö um brennivín, en um leið og eg var að leggja á stað að sækja drykkinn, settist hann niöur við borðið og gaf mér vísbendingu um aö koma nær og tala við sig. Eg stanzaSÍ alveg hisSa meS þerriklútinn í hendinni. „Kondu hingað, drengur minn/ sagði hann, „eg þarf að tala við þig einslega.“ Eg færöi mig nær honum fáein skref. „Er þessi máltíö búin skipsfélaga mínum, Bill?“ spuröi ltann glottandi. Eg tjáði honum að eg þekti ekki Bill skipsfélaga hans; en sá sem máltíðin væri ætluð væri venjulega kallaöur Kafteinn, og hefði hann búið hjá okkur um tíma. „Það er alt gott og blessaS,“ sagði hann. „ÞaS má kalla Bill kaftein eigi síður en marga aðra. Hann á að hafa stórt ör á annari kinninni, og hefir það til aS vera dátlítið glettinn viö vín. Til frekari skýringa skal eg geta þess, að sá Bill, sem eg er að tala um, hefir örið á hægri kinninni. Kannastu nokk- uð við lýsinguna? Er nokkur hér til húsa, sem þannig lítur út?‘“ Eg sagði honum að Kafteinn hefði farið aS heiman snemma um morguninn. „Hvert fór hann eða í hvaða átt, segðu þaö slrax ?“ Eg henti honum á klettinn, sem Kafteinn hafði liorfið á bak viS, og sagöi honum um hvert leyti eg byggist við hann kæmi heim aftur. Eftir aS eg hafði svarað nokkrum fleiri spurningum hans þar að lút- andi, sagði hann: „Nú hefi eg fengið nóg að vita til þess að Bill félagi getur búist við, að velfarnaðar minni hans verði drukkið innan skamms.“ Um leið og hann sagði þetta brá fyrir einkenni- lega ógeðslegum svipblæ á gulbleika tólgarandlitinu á honum, svo að mér stóð nærri því stuggur af. Það sem þessum tveim mönnum bar á milli, hvaS sem það var, kom auðvitað ekki mér við, og þó mig hálflangaði til aS aðvara Kaftein, var þaS enginn liægðarleikur fyrir mig. Ókunni maðurinn hafSi ná- kvæmar gætur á mér, settist fast viö dyrnar, og beiS þannig komu Kafteins ygldur á svipinn og slæglegur eins og köttur, sem bíður bráðar. Einu sinni gat eg laumast út um bakdyrnar, en hann gáði að mér þegar eg ætlaði aS skjótast fyrir húshorniS ofan á veginn. Hann hrópaöi á eftir mér og skipaði mér að koma, og af því honum fanst víst, aS eg væri ekki nógu fljótur að hlýða, stökk hann fram í anddyriö, jós yfir mig svo hræSilegum bölbænum, að eg sá mér þann kost vænst- an aS hypja mig heim aftur. Þegar vS vorum báðir komnir inn, fór hann að blíökast aftur, hann greip til mín, hristi mig til eins og í glensi, sló svo á öxlina á mér og sagði eg væri hygginn og skemtilegur dreng- ur, og sér þætti reglulega vænt um mig. „Eg á son á aldur viö þig,“ sagðf hann. „Sá er þér sérlegá líkur, og eg er viss um, að bæði hann og þú verðið miklir menn einhvern tíma, en — mundu eftir því, — að drengir verða aS læra hlýðni, — sonarlega hlýðni um fram alt. Ef þú ltefSir verið i förum með okkur Bill, þá heföir þú kunnaS að hlýöa, fyrstu skipun, sem þú fékst. ÞaS kunni Bill og allir skipsfélagar hans. • „En“—hann leit út um gluggann, —„þarna kemur þá gamli Bill skipsfélagi minn, heill á hófi, meS stóra kíkirinn sinn í handarkrikanum. —• Nú skulum viö—þú og eg færa okkur inn í setustof- una og bíða þar á huröarbaki og koma flatt upp á gamla skrögginn.“ Um leiö og hann sagði þetta dró hann mig meS sér inn í herbergiS og skaut mér upp í horniS aftan viS sig að huröarbaki. Mér leiö afleitlega illa þarna eins og skiljanlegt er, og bætti þaS ekkert líSan mína, eða dró úr óttanum, að ókunni maðurinn virtist all- hræddur sjálfur. Hann færði til beltið, sem hann hafSi yfir um sig, svo aS hnífurinn yrSi sem næst hendi, og losaði um hann í sliörunum. Ha»n var auösjáanlega meira en lítið skelkaður, því að hann átti bágt meö að hrinda frá sér öndinni, eins og biti stæöi í bálsinum á honum. . , \ I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.