Lögberg - 08.02.1906, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.02.1906, Blaðsíða 1
Byssur og skotfæri. TakiC yður frídag til þess aö skjóta andir og andarunga. Við höfura vopnin sem með þarf. Við höfum fáeinar byssur til leigu og skotfæri til sölu. 1 Anderson <fc Thomas, Hardware & Sporting Goods. 638 Maln Str. Telephone 389 Steinolí uofnar, í kveldkulinu er þægilegt að geta haft hlýtt í herberginu sínu. Til þess að geta notið þeirra þæginda ættuð þdr að kaupa hjá okkur steinol- íuofn. Verð $5 00 og þar yfir, Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 638 Maln Str. Telephone 339. 19 AR. II — Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 8. Febrúar 1906. NR. 6 Heimboð til allra þeirra íslenzkra karl- manna, sem aöhyllast stjórn- arstefnu liberalSokksins og fylgja lionum að málum, án tillits til þess, hvort þeir eru meðlimir liberalklábbsins eða ekki. íslenzki liberal klúbburinn í Winnipeg heldur heiniboð á sam- komusal sínum, að 676 Sargent ave., í kveld (8. Febr.), er bvrjar klukkan 8. Verðnr gestunum skemt með ræðuni, söng og hljóðfæraslætti. . Aðal ræðumaðurinn verður E. Brown, Esq., borgarstjóri í Port- age la Prairie. Próf. S. K. Hall leikur þar á fortpíanó, og Mr. Tb. Johnson á fiðlu, Mr. H. Thorolfs- son skemtir með söng. Ókeypis veitingar. Fréttir. Þegar efri málstofan í Ottawa þinginu verður fullskipuð og nýju ráðherrarnir, sem þangað eru væntanlegir fyrir komandi þing, í sess sestir, þá munu liberalar balda 55 sætum af 87. — Þegar litið er til þess, að árið 1896 áttu að eins 9 liberalar sæti í efri mál- stofunni, gegn 72 conservatívuni, þá sýna hinir miklu yfirburðir frjálslynda flokksins nú, betur en nokkuð annað hve óhvggilegt er að skipa efri málstofuna að eins gömlttm mönnum, eins og aðallega átti sér stað þegar conservatívar sátu að völdum í Ottawa. Enda befir nú liberalstjórnin þar eystra ekki haldið þeirri reglu. Jarðarför Kristjáns Danakon- UBgs er sagt að muni verða frestað til 15. þ. m., til þess að allir hinir tignu gestir, er viðstaddir vilja verða, hafi tíma til að koma til Danmerkur. Meðal þeirra er Ját- varður Bretakonungur. Alexandra drotning kom til Kaupmannahafn- ar næstliðinn laugardag. Nú lítur út fyrir að fullkominn friður sé að komast á í St. Domin- ica. Uppreistarmenn allir eru sagðir yfirbugaðir og sviftir vopn- um og verjum, svo að erfitt verður þeim þvi að hefja uppreist á ný, minsta kosti fyrst um sinn. Venezuelabúar hervæða sig í gríð, hefir Castro forseti látið þá, skipun út ganga, að liðið skuli þegar skjóta á fyrsta franska her- J skipið, sem í skotmál kemur. gullstássi, sem bankinn hafði tekið til geymslu. Ekki hefir neitt orð- ið uppvíst um það enn hverjir eru að ráninu valdir. 1 bænum Lasalle, Ills., drukn- uðu nýlega þrir stúdentar og munkur einn, Gilbert Simon, > frá St. Bedes skolanum þar í bænum. Svo stóð á, að stúdentamir og nokkrir smásveinar höfðu verið á skautum á Illinions-ánni og gengið allir saman í hóp til þess að láta taka af sér mynd á svellinu. ís- inn þoldi ckki svo mikinn þunga og brotnaði niður. Munkur sá, sem áður var um getið, var nær- staddur, er slysið skeði, varpaði hann sér þegar í vatnið og fékk bjargað fimrn þeirra er féllu í ána, en þegar hann ætlaði að lyfta þeim ^jötta upp á ísbrúnina ör- magnaðist liann, eða fékk krampa, og sökk ásamt þremur ungu svein- unum, sem eftir voru í vökinni. Bjargarskorturinn í norðurhluta Japans kvað altaf vera að verða atkvæðameiri. Margir hafa þegar látist úr hungri og aðrir langt leiddir. Bæði stjórnin og utan- ríkissendiherrarnir gera allar ráð- stafanir, sem mögulegar eru, til að ráða bót á vandræðunum, en fólksfjöldinn er svo mikill, að erf- itt er að koma nægilegum forða til hinna bágstöddu eins fljótt og þörfin krefur. Nær því ein milj- ón manna í þremur norðlægustu héruðunum, er nú að fram komin af skortinum, eftir því sem siðustu fréttir segja. Ilinn fyrsta þessa mán. gerðu prentarar í Boston verkfall og er það átta stunda vinnudagurinn. sem nú er ágreitiingsefnið. S.agt er að prentararnir liafi nægilegt fé við að styöjast til þess að geta baldið verkfallinu til streitu og því talið sjálfsagt að vinnuveitendurn- ir verði að ganga að kostum þcirra. Opinberlega hefir það nú verið auglýst, að Togo sjóliðsforingi Japansmanna ætli sér að koma í kynnisferð til Bandaríkjanna í næstkomandi Aprilmánuði á tveim herskipum. Eru Bandaríkjamenn nú þegar farnir að undirbúa sig til þess að taka á móti hinum við- fræga gesti eins og tign hans sæmir. Næstliðin vika er sagt að hafi verið svo köld í Mexico-ríkinu, að sliks hafi engin dæmi fyr \ærið,svo menn muni eftir, Einkum voru frostin tilfinnanleg íbúunum í innri hluta landsins. Á opnunt svæðum í bæjunum voru eldar gerðir til þess að fátæklingar gætu ornað sér við. í borginni Mexico fraus vatnið í vatnsleiðslupipun- um í fyrsta sinni frá því borgin var bygð. Snauðir menn, sem eigi' gátu klætt af sér kuldann né skýli! höfðu nægilegt, bárust mjög illa I af, og skárust ýms góðgerðafélög1 í að sjá þeim fyrir húsrttmi og hressingu. í fjölluntim þar um- hverfis dyngdi niður snjó óvenju miklum svo að járnbrautir kom- ust hvergi fram um tíma. Sex ára gamalt stúlkubarn gleypti ofurlítinn hjólhesfi sem hún hafði fengið að leikfangi á jólatréssamkomu í sjúkrahúsi einu í London. Læknarnir voru við hendina, ©g eftir að hafa viðhaft x-geisla aðferðina, sátt þeir að áð- ur nefnt leikfang stóð fast í vél- indanu. Bamið var að deyja og hálsskurður var því gerður til reynzlu, en tókst svo vel aö hægt var að ná burtu þessum banvæn- lega bita, og bjarga lífi barnsins. Það gat ekki rent neinu niður í nærfelt mánuð en var nært gegn- um pípu sem var rent ofan í mag- ann. Ensk blöð telja það hér um bil víst að þeir Balfour og Chamber- lain muni hætta að berjast undir sömu merkjum i stjórnmálum á Englandi, og kvað Chamberlain ætla að mynda nýjan flokk áhuga- málum sínum til styrktar. Þann 3. þ. m. brann !i\> ifiblaða mikil í St. Louis, með einu’ jón busli. af hveiti og áfast við ana hesthús með tvö hitndru' hestum og tvö hundruð vögnum í, alt til kaldra kola. Skaðinn er metinn á annað httndrað þús. doll. Fulltrúadcild Bandarikjaþings- ins hefir samþykt myndun beggja nýju rikjanna, sem samþykki þingsins var óskað um að tekin yrðu í sambandið, en það eru hér- öðin New Mexico og Arizona, sem steypa á saman og ntynda annað ríkið, en hitt Qklahoma og Indian Territory. Býsna harðar umræð- ur urðu út af málinu í þessari málstofu þingsins. Voru demo- kratar andvígir upptöku ríkjanna í sambandið, cn republicanar með- mæltir, og höfðu þvi meiri hlut í þessu máli, og vár upptakan sam- þykt og lögð fyrir senatið sem bráðlega mun taka málið til athug- unar. Stærsta og bezt útbúna herskip heimsins hljóp af stokkunum í Portsmouth á Englandi íyrir litlu síðan. Allra upplýsingar, til hag- vænlegrar byggingar þessa skips, frá japanska Stríðinu, hafa verið teknar til greina, og kostað kapps’ um að sneiða hjá öllum göllum ij b.Vgging« og frágangi, er þar' komti í ljós framar en mönnum var áður kunnugt. Skipið heitir „Dreadnought.“ J í gufuskipi frá Bandarikjunum, er átti að flytja eitt þúsund her- menn til Philippine-eyjanna, kvikn aði inn á höfn í San Francisco í vikunni sem leið. Biðu þrír menn bana í eldinum en margir urðu fyrir svo miklum áverkum að ekki er þeim líf ætlað. TVeir vopnaðir ræningjar réð- ust inn í banka í Chicago siðla dags hinn 1. þ. m., og neyddu tvo af bankaþjónunum, sem þar voru viðstaddir, til að láta af hendi við sig þrjú hundruð dollara í pening- um og sjö hundruð dollara virði í Voðalegt járnbrautarslys varð á þriðjudagsnóttina var skamt frá bænum Helena, Mont. Flutnings lest þeyttist með feikilegum hraða á fólksflutningsvagna, og spyrnti þeim af sporinu, braut þá og skemdi. Þegar lestirnar rákust á kviknaði í þeim og brunnu þær'til kaldra kola, en sex menn létust og margir meiddist, sumir allhættu- Iega. Af þeim sem dóu festust nokkrir milli vagnanna, svo eigi var auðið að losa þá, þó sumir þeirra væru lifandi og með fullri rænu eftir að áreksturinn skeði. Hið átakanlegast hafði verið fyrir þá, sem af komust, að horfa upp á dauðastríð hinna í eldinum og geta enga hjálp veitt. Án gagnsóknar og í einu hljóði voru tvö þingmannaefni liberal flokksins kosin hinn 6. þ. m. Var annar þessara manna W.E.Know- les, sem kosinn var í Assiniboia, og hinn G. E. McCraney, kosinn í Saskatchewan. Rafaflssýningin í Chicago. íslendingur skarar fram úr. Rafmagn iðnaðarsýning allmik- ilfengleg er hér svo að segja ný- afstaðin. Fór sýning sú fram í stórhýsi einu er Colesíum nefnist. Var þar sýnt alt hið nýjasta og merkilegasta, sem íþróttamenn rafmagnsfræðinnar þekkja nú á dögum. Allir helztu rafmagnsfræðingar hér í Chicago tóku þátt í þessari sýning. Þeir gerðu sitt ítrasta að hafa alt sem fullkomnast. Það borgaði sig í öllu tilliti. Bæði þurftu þeir að halda uppi heiðri borgarinnar, sem talin er hafa ým- islegt stórskornara og merkilegra en nokkur önnur borg í heimi, og svo þurftu þeir að fá dálitið af skildingum upp í sýningarkostnað- inn, sem vitanlega var ekki all- lítill. Aðsóknin varð líka feikileg. Fólk þusti að úr öllum áttum að sjá býsn þau og undur, sem töfra- mennirnir höfðu þarna til sýnjs al- menningi. Það var líka sannast að segja, iið það borgaði sig að sjá þessa sýning. Ameríkumenn eru allra manna frægastir sem vélasmiðir og uppfundningamenn, enda bar sýningin þess ljós og fullkomin merki. En það var þó ekki það, sem niér þótti merkilegast við þessa sýning. Mér var kunnugt um snilli Aineríkumanna og sömuleið- is um ýmislegt af þeirra merkustu uppfundningum. Það, sem mér þótti ínerkilegast var það, að einn af helztu sýnend- unum var íslendingur. Það ertt svo fáir af oss, sent lagt hafa út í það, að etja kappi við þann hluta Amerikumanna, sem örðug- astur er viðfangs, og þaðan af færri, sem borið hafa sigur úr být- um i þeirri viðureign. En hér er þó einn, sem ekki hef- ir orðið undir. Maður þessi er Hjörtur Þórðarson, bróðir Grims bónda Þórðarsonar að Gardar, N. D., Þórðar læknis í Minneota og þeirra systkina. Hann er maður tæplega miðaldra, prýðisvel skýr, yfirlætislaus og íslenzkur í anda. Hann hefir víst búið hér í Chi- cago í allmörg ár. Mest af þeim tíma hefir hann fengist eitthvað við rafmagn, fyrst framan af hjá öðrum, en svo upp á eigin býti. Nú hefir hann verkstæði, þar sem fleiri tugir manna vinna. Eru þar búnar til ýmiskonar rafmagnsvél- ar, sniáar og stórar. — íslending- ar, sem fara í gegn um Chicago á ferðalögum, eins og þeir gera oft og einatt, ættu að koma við að 153 S. Jefferson st., og sjá vélaverk- stæði rafmagnsfræðingsins ís- lenzka. Á sýning þessari gerði Hjörtur ýmiskonar tilraunir með rafmagn- inu, sýndi hið þrefalda eðli þess: hita, ljós og afl, á ýmsan hátt. Þótti mönnurn það hin mesta skemtun. Sérstaklega mun mönn- um hafa þótt til koma að sjá hið margbreytta eðli aflsins. Flestir , hafa auðvitað einhverja hugmynd ! um aðsóknarafl, frásóknar og mið- I flóttaafl rafmagnsins, en lestur um þá hluti er léttur á metunum á borð við það að sjá þessháttar með eigin augum. Ein af tilraunum Hjartar var sú, að veita 300,000 volta raf- magnsstraum á málmþynnuborð allstórt, sem reist var á rönd og haldið uppi af viðarsúlum tveim. Frá borðinu var enginn leiðari svo rafmagnið komst ekki þaðan í burt. Við það myndaðist afar- sterkur og ægilegur geisli, sem spriklaði um borðið með geisi- hraða og feikilegum brestuin og hraki. Að sjá þann geisla, gefur manni betri hugmynd en lestur margra bóka um hvílíkt voðaafl rafmagnið er. Eins og margir vita.þá er Hjört- ur uppfundningamaöur að þeim aflmesta magnleiðara sem til er í heimi. Var uppfundning sú til sýnis á St. Louis sýningunni í fvrra sumar og vakti niikla athygli meðal helztu rafmagnsfræðinga heimsins. Hygg eg hann hafi notað magnleiðara þann við fram- leiðslu geislans á sýningunni hér. En um það gáði eg ekki að spyrja hann. Að minsta kosti sagði liann okkur, að hann gæti magnað geisl- ann upp i t,000,000 volta; af því dreg eg það, að hann hafi þá notað hinn aflmikla leiðara. Af öllum þeim, sem höfðu með þessa sýningu að gera, sýndi eng- inn eins margvíslegar tilraunir með rafmagninu eins og Hjörtur Hygg eg hann hafi verið einn af I þeim allra snjöllustu í sinni ment af þeim sem þar voru. Ösin af fólkinu var líka hvergi eins mikil eins og í krng um liann og ,hans pláss. Mér fanst það mikið ánægjuefni, hve mynd- arlegan þátt hann tók í þessari einkennilegu og merkilegu sýn- ingu, og af þeirri ástæðu skrifa eg þessar línur um það efni. Það er vsssulega gleðiefni fyrir oss ís- lendinga þegar einhverjir af vor- um fámenna þjóðflokki koniast dá- litið lengra áleiðis á braut þekk- ingarinnar en alment gerist. Þeim mönnum þarf að fjölga meir og meir. Um það eru víst allir sam- dóma. Chicago, 3. Febr. 1906. Jóhann Bjarnason. I Préttabréf. Ur bænum. Mrs. Guðrún Sigurðardóttir, frá Hólmum í Vopnafirði, nú tal- in í Winnipeg á bréf geymt á skrifstofu Lögbergs. Tilboðum um hirðingu á Fyrstu hit. kirkjunni verður veitt móttaka til 15. þ. m.. Kaup við það starf liefir að undanförnu verið $20 um sumarmánuðina ag $25 um vetr- armánuðina. Tilboðin verða að vera í lokuðum umslögum og sendast til skrifara safnaðarins, S. W.Melsted, 673 Bannatyne ave. JCristnes, Sask. 15. Jan. 1906. Heiðraöa Lögberg. Eg finn hvöt hjá mér til að senda þér fáeinar frétta línur, því oft hefi eg haft minna að skrifa um en nú. Það er þá fyrst að byrja á að geta um tíðarfarið. Það sem af vetrinum er, hefir ver- ið öndvegis tíð svo góð, að menn, sem búnir eru að vera liér úti um 12 ár, hafa ekki lifað eins góða vetrartíð; heilbrigði hér er góð. Séra Einar Vigfússon fcá Winni- peg heimsótti okkur, 3 vikum fyr- ir jól, og dvaldi hér út þar til á milli jóla og nýárs, og messaði fjórum sinnum, skírði 8 börn og gifti tvenn hjón. Hann fór fram á, aö menn mynduðu söfnuð, og var því vel svarað, og er það nú komið svo langt, að söfnuður er þegar myndaður og í honum eru yfir 39 manns, það er að segja heimilisfeður. Safnaðar fundur var haldinn fyrsta sunnudag í Janúar i nýja skólahúsinu, og voru á þeim fundi kosnir fulltrúar fyrir þennan nýja söfnuð, og lög safn- aðarins rædd og samþykt með litl- um breytingum. — Tvö mál, sem áttu að ræðast á þessum fundi, urðu að gevmast til næsta fundar, annað var að fá prest fyrir þenna nýja söfnuð og hitt var að koma á sunnudagsskóla; var því ákveð- ið að halda skyldi saínaðarfund aftur innan skamms til að ræða þessi mál. Söfnuðinum var gefið nafn, og heitir hann; Kristnes- söfnuður. Við vonum fastlega að menn í vesturbýgöinni finni hvöt hjá sér til að mynda þar annan söfnuð; þessi bygð er orðin svo stór, að það yrði að skifta henni niðtir í þrjá til fjóra sÖfnuði, en samt gæti einn prestur þjónað þeim öllum. Messur vrðu að vera í skólahúsunum, sem eru að koma upp hingað og þangað um bvgð- ina, þangað til menn findi sig færa urn að koma upp kirkjum, sem menn munu gera svo fljótt sem efni leyfa. Á gamlárskveld var hér haldin fjölmenn skemtisamkoma í nýja skólahúsinu fAkra). Og menn skemtu sér viö söng og ræðuhöid. Fimm ræðumenn stikuðu þar upp á ræðupallinn, alveg ófeimnir að láta heyra til sín, enda sögöit ]■ margt gott, svo þeir höfðu ekL að fyrirverða sig fyrir. Skem .\ > var góð, alt fór vel fram, dans . eftir þar til kl. 2, þá hélt liver heim til sín, glaður vfir að hafa kvatt garnla árið í góðmn, bróöur- legum félagsskap. Það sem eg hefi skrifaö hér að ofan, lýsir því, að við liggjmn ekki í dvala yfir veturinn eins tg hýðbirnir, heldur erunt vel vak- andi, og störfum að andlegti og líkamlegu viðhaldi; þess þarf hvortveggja við ef vel á að fara; í.aminn gerir sínar kröfur vægð- tist, og sálin eins, þó hún fari .ra í það. Jónas Samsonson. Þorrablótið á fram að fara eins og áður hefir verið auglýst 15. þ. m.; eftir því sent oss er framast vitanlegt, hefir ekkert verið til þess sparað, að gera þetta samsæti svo úr garði, að það geti orðið sem skemtilegast fyrir gestina. — Ei.is og mönnum er kunnugt, þá er Þorrablótið íslenzkasta sant- lcoman, sem Vestur-íslendingar eiga kost á, og vonandi að þeir muni eftir því og fjölmenni, is- lenzku þjóðerni til viðhalds og sóma, en sjálfum sér til ánægju og unaðsbóta. Bæjarstjórnarnefndin, sem um elds, ljósa og vatnsmál bæj. fjallar, hefir nýlega komist að samning- um við Jackes & Co. um að ann- ast gasframleiðslu hér í bænuin fyrir hundrað og fjórtán þúsund doll. árlega. Annað félag, Woods Co., frá Philadelphia, lagði einnig fram tilboð sitt í þessu máli, en þótt það heimtaði nokkru lægra gjald, níutíu og tvær þúsundir doll., þá var fyrra tilboðið heldur kosið, þar eð útbúnaður þess fél. er álitinn miklu betri og fullkomn- ari. Barnaverndunarfélagið tók ný- lega tvö stjúpbörn Galla nokkurs, Pamko Spurzaks hér í bænum. — Hafði hann leikið börnin herfilega illa á vmsan liátt, t. d. látið dreng- inn einu sinni draga út nagla með tönnunum, sem hanu að gamni sínu hafði rekið niður í bekk innan húss; öðru sinni þegar stjúpföð- umum sinnaðist við drenginn, tók hann litla smælingjann og hélt honum yfir stingflugnabúri þang- að til andlit hans var alt afmyndað af bitinu. Mörg dæmi í lika átt komu félaginu til eyrna frá ná- grönnum þessara hjóna, skarst i það því í leikinn og tók barnið til sín, og tjáist muni gera alt til að foreldrunum verði hegnt fyrir að- farimar við börnin. Fyrir skemstu var kona ein ís- lcnzk á leið heim til sín frá kunn- ingjafólki sínu, síðla kvelds, og i.r stödd á Sargent ave. skamt r vestan Sherbrooke st., þegar nnur maður réðist að henni, ójáanlega töluvert við skál, og hripsaði í handtösku er hún hafði í hendi og sviftu þau henni sund- ur á milli sin.þannig að konan hélt eftir á haldinu en maðurinn tösk- unni. Konan, sem er skörungur mikill, lét sér ekki bylt við verða, snerist að gripdeildarmanninum og rak honum svo eftimiinnilega utan undir, að hann féll niður á strætið, en hún náði töskunni, og skildi þar með þeim. Sagan er ná- kvæmlega sönn, því vitni voru á- lengdar, en eftir ósk konunnar, er nafn hennar eigi lilgreint.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.