Lögberg - 08.03.1906, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 8, MARZ 1906
Jón Landi
Mót sólunni hlógu þau himinn og jörð,
en hélan þá grét er hún leit.
að vetur í ljósbláa vordjúpið hneig,
og vorfáninn blakti’ yfir sveit. —
I>á stofnaði hún, Móðir vor, sumardags-sumbl,
og suðræntun fornvinum batvð,
um beina hún Náttúra brosandi gekk
og blóðið af fjörintt sauð.
Þá Hós'amrd kvað viö um himin og jörð
af hljómandi vorfuglaklið,
er sungu þeir ástarljóð íslenzkri bygð
frá öræftun lengst út á mið. —
Á sönginn þattn hugfanginn hhtstaði Jón,
og horfði’ á þann tigttfríða svip.
er Fjallkonan bar, er hann síðasta sinn
frá Sandinttm réri' út í skip.
Og eimknöritm brunaöi’ um blágrænan sæ,
og bar hann frá íslenzkri strönd,
í óskanna' og vonanna allsnægtaheim,
hin auðtigu, vcstrænu löttd.
En þegar hann starði frá þilfari skips,
svo þögull, og fölur sem nár,
er landið í blántóðu hillingum hvarf,
þá hrttkktt af augum hans tár.
llann var ekki’ að flýja sitt fámenna land,
en frama og attð vildi ná,
og því fór hann beina leið Bjarinalands til,
sent bækurnar vísuðu á.
Og þar vildi’ liann vinna sér víkinganafn,
og vaskleikann brýna’ í sitt liö,
en koma svo aftur með gæftt og gull,
að göfugra fornmanna siö.
Og nú var hann Jón kominn vestur itnt vog,
en vinina átti hann fá,
og aleigan ltans var hið íslenzka mál,
sent enskan ei lteyrn vildi ljá.
Þá fékk hann að þekkja þá raundöpru reynd,
sem revnt höfunt görnttl og ung,
hve útlendingsvistin er einntanaleg,
og eitthvað svo kveljandi þung.
Hjá bölvandi verkstjórum vann hann sitt starf,
með volaðri hundstyggri sjót,
og fljótlega kttnni’ harin í enskunni orö,
en allra fyrst lærði hann blót.—
Á fölnandi vonir þær feigðbjarma sló,
sem flutti hann vestur ttnt mar,
liann langaði heitn, þar sem lifsrót hans bjó,
en léttur hans fjársjóður var.
Og svo liðtt ár, eitthvað fjögur til fimm,
að fjármumim safnaði’ ltann lítt.
Hann vann yfir sumttr, á veturna ei; —
þá vunnust upp dáglaunin títt.
Og nú var liann kominn þann aldurinn á,
er aðstoðar maðurinn þarf,
og einlifið kvartandi segir til sín,
— að sögn er það tekið að arf.
Svo hitti’ hann það ljúfasta’ er lifvaldur skóp
og léð var oss ununar til,
þá almættisgjöf, sem að gefur oss ást
og gæfu, og sælu og yl.
—Og piltur og stúlka þau úrðu sem eitt,
sem oft skeður mönnunum hjá,
er giftist hann Jón, eins og leyfðu’ honum lög,
— og létt er það Patent að.fá.
Og bústaðinn valdi' ltann í Winnipegborg
og vann fyrir konttnni’ og sér,
og ást þeirra’ í fyrstu var eldheit og traust,
— svo oftast hjá nýgiftum fer.
En svo komu börnin, og starf það og stríð,
sent stormar um fátækra land,
og ástin fór kólnandi árunum með,
ttnz eftir varð skylda pg band.
En börnunum innrætti’ hann íslenzki Jón,
sitt ættmál og feðranna ljóð,
en stormöldur þjóðlífsins báru það brott,
— það brent var á allsherjarglóð.
Á skólunum, götunum — alls staðar eins,
var enskan hið ríkjandi mál,
sem hjó niður íslenzka hugsun og orð,
og hertók strax barnanna sál.
Hann grét og hann hló yfir góðvonum þeim,
sem grafarar huldu í svörð.
Hann fjötraður lúrði í læðingi böls,
og landsvcnjan hélt um hann vörð.
Hann bar ckki fjötur á fæti né mund
og fanganna þekti’ hann ei kví;
en þjóðlífið andlega batt hann í bönd
og bölvaðinn festi hann í. ,
Mót daganna striti sem hetja hann hló
og hundana barði frá sér.
En margoft við íslendings grafir hann grét,
sem gleymast að eilífu hér. —
Hann sá ’hvernig islenzkan rangsælis reið,
að ræflanna aftökustað,
á snælenzkum asna með engelskan svip
og ómennin lofuðu það.
i
Hann heyrði þá fámennu fjallanna þjóð,
sem ferðaðist vestur um haf,
frá morgni til kvelds syngja’ um mat og urn gull,
og margan það dreymdi’ er liann svaf:
að nú væri alt það, sem íslenzkt var, deytt,
og ættlaiidið sonunum gleymt,
en þeir væru innlendir ágætismenn,-
sem auðlegð og lán væri geymt.
En suniir þó ropuðu’ um feðrannan frægð,
og frjálsa og norræna þjóð,
en þorðu.þó aldrei að horfa upp hátt
og hugblauðir lötruðu slóð.
Á magann þeir fleygðu sér fram fyrir þann,
sem fundið gat auðveldust ráð,
að gefa þeirn bita og gefa þeim spón,
af guðs eða konungsins náð.
r
Já, þó að þeir ropuðu’ um fcðranna frægð
og frjálsa og norræna þjóð,
þá aldrei um heiglanna æðarnar rann
hið islenzka vikingablóð.
—Ef norræna skapið er flúið oss frá
það fæst ekki’ að eilífu keypt,
er þrælslundin hefir sitt þrælslega mark
á þrælssál í ættlerum greypt.
En stjórnunum hékk á sú húsganga fjöld,
að hræðilegt var það að sjá,
er kom hún í ljós yfir kosningatið
og krunkaðr á sérhverjum skjá.
Hvert jáyrði virðingar verðmæfi bar,
á vöruna misjafna lagt.
Þaö voru’ engin landsmál á vogskálum þar,
það voru' að eins dalir, — er sagjt.
Hann kunni’ ekki lagiö við kirkju og stjórn
þvi klókindi vantaði lund, —
„var fugl, sem ei þekti á fjöðrunum skil,
„eða fiskur sem kunni’ ekki sund".
— Og töfin hans hér er utn tuttugu ár,
en tvítugur bingaö hann fór,
og þó að hann vinni sem víkingur enn,
þá verður ei fjáraflinn stór.
Þaö verður ci öllum til frama og fjár,
að flytja’ á hin vestrænu mið,
og fæstir koma' aftur með gæfu og gull
að göfugra fornmanna sið.
Og þegar hann Jón ferðast austur um ál
hann efalaust skemstu leið fer,
því vestur á Slcttmn þá geymir hann gröf,
sem gleymist að eilífu hér.
Þorstcinn Þ\ Þorsteinsson.
Ath.—Enda þótt skoðanir vorar á hagsmunum
íslendinga hér vestra fari mjög i aðra átt en lýsingin
á Jóni landa ber vott um hjá höf, hefir oss ekki þótt
frjálslegt af þeim sökum að bægja kvæðinu brott úr
blaðinu, enda mætti nú fyr vera gott að vera hér en
svo langt gengi, að hver einn og einasti landi væri á-
nægður hér vestan hafs. — Ritstj.
------o-------
Brazflíufararnir.
Útsölumenn að skáldsögunni
„Brazilíufararnir" eftir J. Magn-
ús Bjarnason:—
J. H. Frost, Minneota, Minn.
Jónas S.Bergmann, Gardar,N.D
Magnús J. Bjarnason, Moun-
tain, N. I).
Jón Jónsson, Hallson, N. D.
S. S. Einarson, Ely, N. D.
Thorir Björnsson, DuIuth.Minn
Thorg. Símonarson, Blaine,
Wasli.
E. II. Johnson, Spanish Fork,
t-Ttah.
Jón Björnsson, Baldur, Man.
Guðní Eggertsson, Tantallon,
Sask.
Chr. Christjánsson, Marshland,
Man. ^
S. J. Vidal, Hnausa, Man.
Gunnst. Eyjólfsson, Icel. River,
G. P. Magnússon, Gimli, Man.
Kristinn Kristinsson, Framnes,
Man.
Klem. Jónasson, Selkirk, Man.
Jón Jónsson, frá Sleðbrjót, Rab-
bit Point, Man.
Eyjólfur E. Wíum, Winnipeg-
osis, Man.
Jón Haldórsson, Sinclair, Man.
Jóhann Sigfússon,Narrows,Man
J. G. Reykdal, Sleipnir, Sask.
P. J. Norrnan, Churchbridge,
Saslc.
Jón Pétursson, Sólheimar, Alta.
Sigurður Jóhannsson, Keewat-
in, Ont.
H. S. BARDAL,
Winnipeg, Man.
|Rjób börn.
Ekkert í heiminum er inndællra
en hraust, heilbrigð, rjóð og kát
börn. En heilsa barnanna er það
sem veldur móðurinni mestrar ú-
nægju. Barnasjúkdómar koma æ-
tið snögglega og skynsamar mæð-
ur eru ætíð undir það búnar að
mæta þeim. Til þess bæði fljótt og
vel að lækna sjúkdóma barnanna
og æskulýðsins er ekkert meðal
eips örugt og Babv's Own Tablets,
og þeim fylgir ábyrgð fyrir að í
þeim séu ekki fólgin nein deyf-
andi né eitruð efni. Mrs. William
Sinclair, Hebron, N. B., segir: —
„Baby’s Own Tablets eru bezta
meðalið, sem eg þekki til þess að
lakna barnasjúkdóma. Eg hefi
ætíð Baby's Own Tablets á heimil-
inu og gæti hreint ekki án þeirra
verið."— Seldar hjá öllum lyfsöl-
um eða sendar með pósti fyrir 25
cent. askjan, ef skrifað er beint til
„The Dr. Williams’ Medicine Co.,
P.-Dckville, Ont."
The Winnipeq Paint& G!a$«. Co. Ltd.
Góður húsaviður!
unninn og óunninn, bæöi í smá og
stórkaupum. Verðið hjá okkur
hlýtur að vekja athygli yðar.
Nauðsynin á að fá bezta efni-
viðiun sem bezt undirbúinn er ölí-
um augljós. Með ánægju gefum
vér yður kostnaðar-áætlanir.
The Winnipeg Paint & Glass Co. Ltd.
’Phones: 2750 og 3282.
Vöruhiis á horninn á at
Joseph Street o* Gettrad.
Ave. l'ort Rouge. _______
OOOOOOOOOOOOOOOO
O O
o DANA RPRE GN. o
o o
o Hinn 9. Des. f. á. andaðist o
o að Hallson, N.D., Dinus Jóns- o
o son, og var jarðsetur hinn 15. o
O s. m. af séra H. B. Thorgrim- o
o sen. o
o Dinus sál. var fæddur og o
o upprunninn úr Fnjóskadal í o
c Þingeyjarsýslu á íslandi. Til o
o Ameríku kom hann árið 1879. o
c Með konu sinni, Kristjönu o
o Andrésdóttur,átti hann sextán o
o börn. Dímts sál. settist fyrst o
o að hér vestra í Nýja íslandi, o
o var svo þrjú ár í Winnipeg o
o og fiuttist þaðan suður í Dak- o
o ota-bygð. Þar var hann svo o
o til dánardægurs. o
o Dínus heitinn var mesta val- o
o menni í allri umgengni og tá.- o
o gætur húsfaðir. Allan góðan o
c félagsskap lagði liann krafta o
o sína fram til þess aö styðja o
o og var sérstaklega trúr kirkju- o
o ifélagsmaður og safnaðar- o
o maður. o
o Blessuð sé minning hans. o
o H. B. Th. o
o o
0000000000000000
I 11 g 6 1 f 11 r.
blað tandzarnarinanna á Islandi
Kemur út í Reykjavík í hverri
viku árið um kring. Berst fyrir
réttindum og sjálfstæði þjóðar-
innar. Flytur ritgerðir um öll
landsmál, fréttir innlendar og út-
lendar, kvæði hinna yngri skálda,
ritdóma o. fl.
Ritstjóri: Bcnedikt Sveinsson
frá Húsavík.
Vestur-íslendingar, þeir’ er vita!
vilja gerla hverju fram vindur
heima á Fróni, ættu að kaupa
Ingólf; þá fá þeir meðal annars
fréttir í hverjum Itálfum ntánuði
heim til sín. Sendið einn dollar í
póstávísun ásamt glöggri utaná-
skr., þá fáið þið blaðið sent þetta
ár (1906) skilvíslega ekki sjaldn-
ar cn tvisvar í mánuði.
Adr.: Benedikt Sveinsson,
Reykjavík, Iceland.
Komið og fáið að vita um verð
hjá okkur á harðvöru til bvgginga.
Það borgar sig:
Naglar $2.85. Byggingapappír
á 40C.—65C. stranginti. — Okkur
skyldi vera ánægja í að Ijita yður
vita um verð á skrfini og hurðar-
húnum og öllum öðrum tegundum
af harðvöru, sem til bvgginga
heyra.
WYÁTT s CLARK,
495 KOFRE DAME
TEI.BPHONE 3G31‘
1
MUNIÐ EFTIR
Að hjá G. P. Thordarson fáið
þér bezt tilbúiö kaffibrauð og
kryddbrauð af öllurn tegund-
um. Brúðarkökur hvergi betri
eða skrautlegri, en þó ódýrari
en annars staðar í borginni.
Telefóniö eftir því sem þér
viljið fá, og eg sendi það að
vörmu spori. — Búðin er á
horninu á Young st. & Sargent
ave. Húsnúmer mitt er nú
639 Furby st. Phone343 5
P. S. Herra H. S. Bardal verzl-
ar með brauö og kökur
frá mér. Herra Á Frið-
riksson á Ellice ave. verzl-
ar með kökur frá mér.
G- P. Thordarson
...«u .......
The Olafsson Real EstateCo.
Room 21 Christie Block.
— Lönd og bæjarlóðir til sölu. —
53634 Main st. - Phone 3985
A. S. Bardal
selur líkkistur og annast
um útfarir. Allur útbún-
aður sá bezti. Ennfrem-
ur selur bann allskonar
minnisvarða og legsteina
Teleplione 3o6,
MARKET HOTEL
146 Princess Street.
& móti markaðnum.
Eigancli - - P. O. Connell.
WINNIPEG.
Allar tegundir af vlnföngum og
vindlum. Viökynning góö og húsiö
f»ndprha?tt.
PRENTUN
allskonar gerö á Lögbergi,
fljótt, vel og rýmilega.
PÁLL M. CLEMENS
bygrg’ing'aíneistari.
Baker Block. 468 Main St.
WINNIPEG
A. ANDERSON,
SKRADDARI,
459 Notre Daine Ave,
KARLMANNAFATAEFNI.—Fáein
fataefni, sem fást fyrir saDngjarnt verð.
Þaö borgar sig fyrir Islendinga að finna
mig áður en þeir kaupa föt eða fata-
efni
Sé þcr kalt
þá er það þessi furnace þinn
sem þarf aðgerðar. Kostar
ekkert að láta okkur skoða
hann og gefa yður góð ráð.
Öll vinna ágætlega af hendi
leyst.
J, R. MAY & CO.
91 Nena st„ Winnipeg
CANADA NORÐYESTURLANDIÐ
REGIjUK VIö landtöku.
Af öllum sectionum með jafnri tölu, sem tilheyra sambandsstjórnínnl.
I Manltoba, Saskatchewan og Alberta, nema 8 og 26, geta fjölskylduhöfuð
og karlmenn 18 ftra eöa eldrl, tekið sér 160 ekrur fyrlr heimillsréttarland.
það er að segja, sé landið ekkl áður tekið, eða sett til slðu af stjórninnl
tii viðartekju eða einhvers annars.
INNRITUN.
Menn mega skrifa sig fyrir landlnu á þeirri landskrifstofu, sem næst
liggur landinu, sem tekið er. Með leyfl innanrlkisráðherrans, eða innflutn-
ingm. umboðsmannsþis I Winnipeg, eða næsta Dominion landsumboðsmann*.
geta menn gefið öðrum umboð til þess að skriía sig fyrir landi. Innritunar-
gjaldið er í 10.00.
HEIMrLISRÉPrAR-SKYUDUR.
Samkvæmt núgildandi iögum, verða landnemar að uppfylla heimilia-
réttar-skyldur sínar á einhvern af þelm vegum, sem fram eru teknir I eft-
irfylgjandi töluliðum, nefnilega:
1. —Að búa á landinu og yrkja það að minsta kosti I sex mánuði &
hverju ári I þrjú ár.
2. —Ef faðir (eða móðir, ef faðirinn er iátinn) einhverrar persónu, sem
heflr rétt til að skrifa slg fyrir heimilisréttarlandi, býr á bújörð f nágrennl
við landið, sem þvílík persóna heflr skrifað sig fyrir sem heimilisréttar-
landi, þá getur persónan fullnægt fyrirmælum laganna, að því er ábúð 1
landinu snertir áður en afsalsbréf er veitt fyrir þvl, á þann hátt að hafa
heimili hjá föður sinum eða móður.
3. —Et landnemi hefir fengið afsalsbréf fyrir fyrri heimilisréttar-bújörS
sinni eða sklrteini fyrlr að afsalsbréfið verði geflð út, er sé undirritað I
samræml við fyrirmæli Dominion laganna, og heflr skrifað sig fyrir slðarl
heimillsréttar-böjörð, þá getur hann fullnægt fyrirmælum laganna, að þvt
er snertir ábúð á landlnu (slðari heimilisréttar-bújörðinmi) áður en aísals-
bréf sé gefið út, á þann hátt að búa á fyrri heimilisréttar-Jörðinnl, ef slðarl
heimillsréttar-jörðin er I nánd við fyrrl heimllisréttar-jörðina.
4. —Ef landneminn býr að staðaldri á böjörð, sem hann heflr keypt,
tekið I erfðir o. s. frv.) i nánd við heimilisréttarland það, er hann heflr
skrifað sig fyrir, þá getur hann fullnægt fyrlrmælum laganna, að þvt er
ábtíð á heimilisréttar-jörðinnl snertir, á þann hátt að búa á téðri elgnar-
jörð sinni (keyptu landl o. s. frv.).
BEIÐNI UM EIGNARBRÉF.
ættl að vera gerð strax eftir að þrjú árin eru liðin, annað hvort hjá næsta
umboðsmanni eða hjá Inspector, sem sendur er til þess að skoða hvað á
landinu heflr verið unnið. Sex mánuðum áður verður maður þó að hafa
kunngert Dominlon lands umboðsmanninum i Otttawa það, að hann ætll
sér að biðja um eignarréttinn.
UEIDBEININGAR.
Nýkomnir innflytjendur fá á innflytjenda-skrifstofunni I Winnlpeg, og á
öllum Dominion landskriístofum innan Manitoba, Saskatchewan og Alberta,
leiðbeiningar um það hvar lönd eru ðtekin, og allir, sem á þessum skrif-
stofum vinna velta Innflytjendum, kostnaðarlaust, leiðbeiningar og hjálp til
þess að ná I lönd sem þeim eru geðfeld; enn fremur allar upplýsingar við-
víkjandi timbur, lcola og náma lögum. Allar sllkar reglugerðir geta þeir
fengið þar geflns; einnlg geta n- enn fengið reglugerðlna um stjðrnarlönd
innan járnbrautarbeltisins 1 British Columbia, með þvl að snöa sér bréflega
tll ritara innanrlkisdeildarinnar I Ottawa, innflytjenda-umboðsmannsins !
Winnipeg, eða til einhverra af Ðominlon lands umboðsmönnunum í Mani-
toba, Saskatchewan og Alberta.
þ W. W. CORY,
Deputy Minister of the Tnterlor.
t