Lögberg - 29.03.1906, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MARZ 1906
GULLEYJAN
skáldsogo eftir
ROBERT LOUIS STEVENSON.
„Eg skal ekki bera á móti því,“ svaraði hinn
ungi háseti, „að hingaS til leizt mér miðlungi vel á
þetta áform, en eftir að hafa átt tal við þig í kveld,
hefir mér algerlega snúist hugur, og hér er hönd
mín til samþykkis um hluttöku mína í því.“
„Þú ert jafn hugprúSur og þú ert hygginn, vin-
ur minn,“ svaraSi Silfri og tók svo innilega í hönd
félaga síns aS eplatunnan lék á reiSiskjálfi, „og án
Þess aS skjalla þig, vil eg leyfa mér að segja að
líklegri gróðatnann, en þig, jafn ungan, hefi eg ald-
rei hitt. Þetta eru fá orS í fullri meiningu.“
Mér blandaSist ekki lengur hugur um þaS, hvaS
þeir meintu meö orSintt „gróöamaður“; auövitaö
þýddi þaS ekkert annað en hreinn og beinn sjóræn-
ingi, eftir því sem þeir notuðu þaö. Og þaö sem eg
haföi hlýtt hér á var síöasta fullnaSar tilraunin, til
aö fá í uppreistarsambandiö líklegast síSasta ærlega
hásetann á skipinu, aS heimanmönnum friSdómarans
og læknisins undanskildum. Eg varð þess brátt
fullviss að tilgáta mín var rétt, því nú blés Silfri í
vasahljóöpípu sína, og kom þá þriSji maöurinn
þangað aS vörmu spori og settist niður hjá þeint.
„Eg er búinn að sannfæra Dick,“ tók Silfri til
máls.
„Eg vissi aö Dick var ekki osveigjanlegur,“
svaraði hinn nýkomni, sem ‘eg þekti á röddinni að
var stýrismaðurinn ísrael Hands.- „Dicck er enginn
þverliöföi. En hvaö eg vildi sagt hafa, mig langar
til aS fá að vita hjá þér Barbecue, hvað lengi þetta
aðgeröaleysi á að standa. Eg er farinn að fá nóg
af þessum Smollett kafteini; hann pískar mig áfram
eins og ánauðugan þræl Mig er fariö aö muna í
að hvila mig í káetunni hans og smakka alt viniö
cg sælgætiö sem þeir herrar hafa.“
„ísrael," tók Silfri til máls, „þú hefir aldrei
fengiö orö fyrir að vera skynsamur eða ráösýnn og
hefir hvorugt til að bera. Eng.um dettur því í hug
aö fara eftir þvi í sem þú leggur til, enda biöur
þig enginn ráða. ÞaS er mitt aö skipa hér, en þitt
aö hlýða. Hlutsaðu nú á hvaö eg segi: Þú heldur
áfram að sofa fram á eins og þú hefir gjört, og
þola harðstjórnina um hríð, þú veröur að véra bljúg-
ur, auðmjúkur og smakka aldrei vín þangað til eg
gef merkið. — HeyrirSu þaö?“
„Já, víst heyri eg þaö,“ nöldraöi stýrismaöurinn,
„en eg spuröi þig hvað lettgi þetta ætti að ganga og
þú átt eftir aS svara því.“
„HvaS lengi!“ hrópaöi Silfri. „Jæja, fyrst þig
langar svona mikiö til aS vita það skal eg segja þér
þaö. Merkiö gef eg ekki fyr en í allra síðustu lög.
>Þú veist aS við höfum ^fbragös sjómann, til aö
stjórna þessu skipi, þar sem SmoIIett kafteinn er.
Þú veist aö friðdómarinn og læknirinn hafa upp-
dráttinn, sem greinir frá því, sem veriS er aö leita
að; hvorki eg eöa þú vitum hvar það , er. Ætlan
mín er því þessi: að láta læknirinn og friðdómarann
finna þetta sem við viljum allir eiga, og láta þá
hjálpa okkur að koma því um borð. Þá getum við
séS hvaö setur. Ef eg þyrSi að reiöa mig á ykkur
alla, annaö eins samsafn af óþjóðalýS og þiö eruð,
mundi eg láta Smollett kaftein ferja okkur miöja
vega heim áður en eg léti umskifti verða.
„Eg hélt viö mættum allir teljast dugandi sjó-
menn hér á skipinu,“ sagöi Dick.
„Viö mættum allir teljast dugandi sjómanna-
undirtillur hefurðu ætlaS aö segja,“ greip Silfri
fram í. „ViS getum stýrt eftir gefnu kompásstryki,
cn hver á að ákveða réttu áttina? Ef eg mætti ráða
léti eg Smollett koma okkur norötu ur hitabeltinu;
þá mundum viS sleppa viö allan misreikning, og þá
ánægju að veröa aö gera okkur aö góöu eina mat-
skeiö af vatni hve, fleiri daga eSa vikur ef til vildi.
En eg- veit hvaða lýSur þaö er sem eg hefi í minni
þjónustu. Eg verö þess vegna aö gera hinum full
skil áöur en viö leggjum frá eynni, strax eftir aö
búiS er að flytja gulliö um borö. En ykkur þekki
cg og veit hvaS þiS viljiS og þráiö,‘þiS eruS aldrei
ánægSir fyr en þiö hafiö drukkiö ykkur fulla. Þ'að
cr harmabrauð aö vera foringi yfir öörum eins ræfl-
r.m og þiö eruð allir upp til hópa.
„Láttu ekki svona, Langi Jón,“ svaraði ísrael,
„ÞaS er enginn aS bera á móti því, sem þú segir eða
taka af þér ráSin.“
„Eru þau ekki óendanlega mörg myndarlegu og
velútbúnu skipin, sem sökt hefir veriS á mararbotn,
cg skifta ekki þeir rösku sjómenn hundruðum sem
við höfum séð af lífi teknar til aS seöja hvatfýsis eft->
irlanganir ykkar,“ mælti Silfri. „Eg veit aS þið
gætuö veriö orSnir ríkir og átt góöa daga ef þiö
hefðum fariö aö ráöi okkar líkt og vitskertir menn, en
þaö hafiS þiö aldrei hugsaö um, þaS er víniS og ekk-
ert nema víniö, sem ykkur langar í, og á endanum
opnar þaS ykkur fangelsisdymar og ber ykkur þaS-
an í snöruna."
„ÞaS þekkja allir nurlunarnáttúruna í þér,
Silfri,“ svaraSi ísrael, „en sjómaöur varst þú engu
betri en margir okkar hinna. Og þó okkur þætti
gaman aö hressa okkur upp stöku sinnum, get eg
ekki séð aS viS séum neitt minni menn, en þú, fyrir
þaö.“
„Einmitt þaö,“ sagöi Silfri, „við skulum líta
á þessa prýöilegu fjöld dálítið nákvæmar. Pew var
éinn af ykkar tagi. Dó hann ekki sem bláfátækur
beiningamaöur? SömuleiSis Flint, hann drakk sig í
hel á Savanna ey, og hinir hafa flest allir fariS sömu
leiðina, nema þessar fáu hræSur, sem eignalausir
eru komnir á þetta skip. ÞaS er ekki óefnileg af-
koma eða hitt þó heldur.“
„En hvaö eigum við aS gera viö foringjana
þegar viö erum búnir aS hafa full not af þeim?“
spuröi Dick.
„ÞaS er meira vit í þessari spurningu," svaraði
Silfri, „þú ert maður, sem vert er að eiga orðastaS
viö. HvaS finst þér sjálfum réttast? England kaf-
teinn hefði skotið þeim á land á einhverri eyöi ey
sem liöbrautingjum. Flint eða Billy Bones heföu
höggviS þá niður, einn af öörum eins og kvikfé.“
„Þannig hefði Billy áreiSanlega farið aS,“ tók
Israel til m’áls, „DauSir menn bera engar sögur,
var orStak hans. Sjálfur er hann nú dauöur og er
vist búinn að komast að raun um sannleikann í því;
bvað sem því líður var liann einhver sá harðráðasti
sjómaður sem eg hefi þekt?“
„Það er hverju oröi sannara,“ svaraöi Silfri,
„hann var bæöi haröráður og hvatvís. En takið nú
eftir því sem eg ætla að segja; eg er hæglætismaö-
ur, og ófús til hermdarverka, en i þetta skifti álít eg
að um of alvarlegt mál sé að gera, til þess aö um
nokkra meöaumkun geti verið aö ræöa. ÞiS hafið
óskað eftir, að eg gæfi úrskurS minn, og kveð eg
hann upp með ráðnum huga sem dauða. Mig langar
ekki til aö þessir piltar komi einn góöan veðurdag,meö
heilan hóp af lögfræöingum og lögreglumönnum og
geri manni óþarfa átroðning, einmitt þegar maSur
á að fara aö njóta lífsins. Þess vegna segi eg; bíö-
ið þiS! en þegar sá hentugi tími er kominn, þá gríp-
ið hann, tafarlaust. Eg skal þá gefa merkið.“
„Þú ert réttkjörinn foringi, Jón Silfri,“ gall
stýrismaðurinn viö.
„Þú skalt síöar sannfærast betur tim það, að eg
geri mig verðan þess heiðurs," svaraði Silfri. „Það
er aö eins eitt, sem eg krefst, og þaö er, aö eg fái
aö eiga viS Trelawney. Eg vil fá aö sníða af hon-
kálfskollinn. Dick,“ mælti hann í mýkri róm, „viltu
ekki vera svo vænn og rétta mér epli þarna úr tunn-
unni, eg þarf að væta á mér kverkamar, eg er orö-
inn rámur og skrjáfþur 1 hálsinum."
Lesarinn getur ímyndað sér, hvernig mér varS
viö aö heyra þessa skipun. Eg heföi stokkiö upp úr
tunnunni og hlaupiS mína leiS hefSi eg haft nokk-
urn þrótt í mér til þess; en mig skorti bæöi hug og
þrek. Eg heyrSi Dick vera farinn aS draga aS sér
fæturna, til að standa upp, en síðan virtist einhver
stööva hann, og eg heyrði Israel Hands segja:
„Eg hélt þú heföir tök á aö ná ræmunni úr
hálsinum á þér með einhverju, sem rennur betur nið-
fr en uppþornuð epli; því sendiröu ekki eftir brenni-
víni?“
„Eg ætla þá aö reiöa mig á þig, Dick,“ tók
Silfri til máls. „Eg hefi ráö á aS opna ámuna þó á
fárra vitund sé. Héma er lykillinn; viltu taka skaft-
pott í eldhúsintt fylla hann og færa okkur.“
Jafn óttasleginn og eg var, var mér nú ljóst og
ckiljanlegt, hvernig Arrow mundi hafa náð t vtniö,
sem valdiö haföi dauða hans.
Dick fór, en á meðan héldu þeir Israel og Silfri
áfram að tala saman, en þeir töluðu svo lágt, að eg
gat ekki heyrt nema ávæning af þvt, sem þeir ræddu
um. Þó komst eg aS því, aS þeir gerðu sér elcki
reiknig fyrir aö fá fleiri menn t samsæriö en komn-
ir voru. Skyldist mér því aö einhverjir mundu enn
vera okkur trúir, fyrir utan heimamenn Trelawn-
eys. HvaS margir þeir voru hafði eg enga hugmynd
um.
Dick kom brátt aftur meö vínið, og gæddu þeir
sér á þvt svo sem þeim ltkaöi, og drukku hver öSr-
um til og voru hinir kátustu. Eg fór nú líka aS
hressast þar sem eg var í tunnunni, og dirföist eg
aS líta upp og sá þá aS tungliS var fariö aB skína,
og glóbjart var orSið svo ^erla mátti sjá um alt
skipiS. í sömu svipan kyaS viS óp: „land! Iand!“
frá framstefni skipsins.
XII. KAPITULI.
A ráðstefnu.
ÞaS lifnaði heldur eo dkki yfir skipshöfninní
viö fregnina. Eg' heyrðt aS yfirmennimir þustu
upp káetustigann, og hásetarnir komu upp á þilfar-
iS. Sætti eg færi, þegar tnér leizt vænlegast, og
stökk upp úr tunnunni; enginn virtist taka eftir mér,
Eg smaug undir beitiásinn og laumaöist aftur eftir
þilfarinu; viö ásendann sneri eg viS og þaut á hlé-*
borSa fram eftir skiptnu og náSi Hunter og Livesey
áður en þeir voru komnir inn í háseta þyrpinguna
sem raðaöi sér meS báSum borðum í framstafninum.
Eftir aS tungliS var komiS upp hafSi fariS að
rofa í þokuna, sem veriö haföi æriö dimm áSur um
kveldið. I suðvestri sáum tvær lágar hæöir, meö
tveggja til þriggja mtlna millibili, lyftast yfir sjáf-
arflöt, og hinu megin viö aSra þeirra þriSju hæðina,
sem leit út fyrir aS vera sú hæsta, en þokubandið
byrgSi sjónum efsta toppinn á henni.
Þannig kom það af eyjunni, sem enn sást, mér
fyrir sjónir, en eg sá þetta alt mjög óljóst, því aS
eg var langt frá þvíaö vera búinn að ná mér aftur
eftir skelfingaratvik þaö, sem nýlega haföi mætt mér.
I>ví næst heyröi eg Smollett kaftein gefa fyrirskip-
anir sínar. Hispaniólu var beitt betur upp í vindinn
og stefndi nú austur fyrir eyna.
„Eg vil spyrja ykkur,“ tók kafteinninn til máls,
„hvort nokkur ykkar, sem hér eru innanborðs hafi
séö eyland það fyr, sem nú er fyrir stafni?“
„Eg hefi komið til eyjar þessarar,“ svaraði Jón
Silfri, „einusinni, til að taka vatn, meö kaupskipi,
sem eg var bryti á.“
„SkipalægiS mun vera við hana sunnanveröa,
milli hennar og smáeyjarinnar býst eg við?“ spurSi
kafteinninn.
„Það er rétt til getið. herra kafteinn. Litlu eyj-
una nefndu skipverjar kaupskipsins „Beinagrindar-
ey.“ Sögurnar segja, að stærri eyjan hafi áöur fyrri
verið uppáhalds hafnarstaöur sjóræningja. Einn há-
setinn, sem meS okkur var, þekti flestöll örnefnin á
henni. HæSina þarna aS norðanverðu kallaöi hann
FramsigluhæS, og að sunnanverðu eru þrjár hæðir.
Sú stærsta þeirra, sem þokan liggur yfir ofanveröri
heitir Sjónarhóll, og dregur nafn af viðsýninu
þaöan.“
„Eg hefi hér uppdrátt,“ mælti Smollett kafteinn,
„gættu að, hvert honum ber saraan við það, sem þú
hefir lieyrt eða veizt um eyjuna.“
Augun tindruðu i Silfra af fögnuði þegar kaf-
teinninn rétti honum uppdráttinn; en þegar hann
hafði litið yfir hann, sá eg fljótt vonbrigöasvip á and-
litinu á honum. Þetta var ekki sami uppdrátturinn,
sem hafði veriö í kistu Billy Bones, heldur annar ná-
kvæmlega dreginn eftir honum og aö öllu leyti
eins, nema — á þenna vantaði rauöu krossana þrjá
og skrifuðu útskýringarnar. Þó aö Silfra brygöust
illa vonir sínar, tókst honum furöanlega að dylja
þaö.
„Vissulega er uppdrátturinn af þessari ey, herra
Jkafteinn!“ tók hann til máls, „og hann nákvæmur í
fylsta máta. En mig furöar á því, aS hann skuli
vera til. Sjóræningjamir hafa aö sjálfsögðu eigi
veriS færir um aö búa hann til, og gera hann jafn vel
úr garöi, býst eg viö. Hér er „Skipalægi Kidds kaf-
teins“, alveg eins og skipsfélagi minn kallaði það,
alt kemur heim. Hafir þú í hyggju, herra kafteinn,
aö leggja að eynni, er alóhætt aö fara eftir uppdrætt-
inum, og betri stað en þenna til að taka vatn á, er
vart hægt aS óska sér.“
„Eg þakka þér fyrir upplýsingarnar," sagöi
Smollett kafteinn. „SíSar mun eg ef til vill spyrja
þig einhvers frekar. Nú mittu fara.“
ÞaS gekk alveg fram af mér meS hve köldu blóSi
Jón gat látið í ljósi þekkingu sina á eynni; og eg skal
játa þaö, aö mér varö hálf ónotalega viS, þegar eg sá
hann koma áleiSis til mtn. Sjáanlega hafSi hann
ekki minstu hugmynd um, að eg hafði í tunnunni ver-
iö heymarvottur aö vélráSabruggi hans, en nú var eg
búinn aS fá svo mikla óbeit á honum- fyrir grimd
hans, tvöfeldni og tilfinningarleysi, aö eg hrökk sam-
an þegar hann lagði hönd sína á öxlina á mér.
„Heyröu,” sagöi hann, „þessi eyja er ljómandi
tallegur staður, þaS er unun aö skoSa hana fyrir
ungmenni eins og þig t. d. Þar em há tré aS klifra
upp í, þar em tjarnir til að baSa sig í og nógar geit-
ur til aö veiöa. Helduröu aö þú hafir ekki gaman af
aS elta geitumar? ÞaS er nærri því sem mér finnist
svo sem eg sé aS veröa ungur í annaö sinn , viS aS
koma hingað, mig langar til aö fara í land, hlaupa,
hoppa og elta geitumar og gleyma þvt nokkra klukkit
tíma aö eg geng við tréfót. ÞaS er gaman aö vera
ungur og hafa tíu tær, sá veit gerst sem reynt hefir,
og mist hefir. Ef þig langar til aS fara í land og
litast um, skaltu kalla á gamla Jón; hann er alt af
reiSubúinn aö gefa þér allar upplýsingar, sem þú vilt
fá, og fara sjálfur meS þér ef þú óskar.“
Þegar hann var búinn aS klappa mér nokkrum
sinnum og kalla mig öllum þeim gælunöfnum, sem
hann kunni, yfirgaf hann mig og fór niöur t eldhús.
Smollett kafteinn, friSdómarinn og Livesey voru
aö tala saman á eftra þilfarinu, og þó mér væri ant
um að segja þeim sögu mína, þoröi eg þó ekki aö
trufla viöræöu þeirra að svo kornnu, því eg vissi aö
það gat vakiS grunsemd. Þegar eg var aS velta þvt
fyrir mér hvaS eg ætti aö hafa aö yfirvarpi til aö ná
tali af þeim, kaflaði Livesey á mig. Hann haföi
skilis pipuna sína eftir niðri, og af því að hann var
reykmaöur mikill, ætlaði hann aö senda mig eftir
henni; þegar eg var kominn svo nærri honum, aö eg
gat látiS hann heyra til mín án þess aö aörir hleruöu,
sagöi eg æstur i máli: „Herra læknir! eg hefi fréttir
að færa. Sjáðu um að kafteinninn og friödómarinn
fari ofan t káetu undir eins, og látið síðan senda eftir
mér til að gera eitthvað fyrir ykkur. Fréttirnar eru
voöalegar.“
Læknirinn brá lit sem snöggvast, en náSi sér þó
skjótt aftur.
„Þakka þér fyrir, Jim,“ sagöi hann upp hátt,
„það var ekki annaS sem eg vildi þér.“
AS svo mæltu skildi hann við mig og fór aftur
til hinna. Þeir töluðust við stundarkorn, og þó eigi
væri hægt aS sjá það á látbragði friödómarans og
Smolletts, aö þeir hefSu fengiS neinar ónotalegar
fréttir, gekk eg aS því vísu, að Livesey væri að til-
kynna þeim viSræöu okkar, enda fullvissaöist eg um
þaö, er eg rétt á eftir heyrði kafteininn gefa báts-
manninum, Job Anderson, skipun um aö blása i lúð-
urinn til aö kalla alla hásetana saman upp á þilfarið.
„Eg hefi kallaS alla hásetana saman,“ tók Smoll-
ett kafteinn til máls, „því mig langar til aS segja fá-
ein orð viö ykkur. Eyland þetta, sem viö stefnum
nú að, er áfangastaður feröar okkar. Húsbóndi okk-
ar, Mr. Trelawney, er viö höfum allir reynt hinn
mesta höföingja, hefir nýlega óskað eftir, aS eg segði
sér álit mitt á hásetunum, sem eg hefi haft yfir að
segja á þessari ferö, og þar eð eg gat meS góSri sam-
vizku sagt, að hver og einn ykkar heföi gert skyldu
sína, eftir því sem framast má vænta, stakk hann upp
á því, að eg kæmi ofan í káetu til sín, til að drekka
velfarnaðarminni ykkar, en þið fengjuð aftur á móti
drykk framreiddan uppi á þilfhri til þess að gera
okkur sömu skil. Ef ykkur er það sama í hug og
mér, vildi eg mælast til að þið hrópuðuö margfalt
húrra fyrir jafn örlátum foringja og hann er.“
Húrrahrópin kváðu líka við, eins og ekki var
neitt tiltökumál, en þau voru svo samróma og virtust
gefin af svo heilum hug, aS eg verð aö játa að mér
var tæpast hægt aö trúa því að mennirnir, sem lustu
þeim upp, væru þyrstir í blóð okkar.
„Lengi lifi Smollett kafteinn,‘.‘ hrópaði Langi
Jón, „eitt húrra fyrir honum.“
Nýtt húrrahróp kvað viö frá liásetunum.
AS því búnu fóru hinir þrír yfirmenn brott af
þilfarinu og rétt á eftir voru orð gerð Jim Hawkins,
að koma niður i káetuna og finna þá. Þeir sátu allir
við borðiö þax niöri, þegar eg kom, meö flösku af
bezta madeiravíni og rúsínuskál fyrir framan sig;
læknirinn reykjandi, meö með hárkolluna í hendinni,
en þaS vissi eg að var merki þess, aö hann var í mik-
illi geðshræringu.
„Jæja Hawkins," tók friSdómarinn til máls, „eg
heyri sagt, að þú hafir alvarlegar fréttir aö færa, það
cr bezt þú lofir okkur aS heyra þ,ær.“
Eg geröi eins og mér var skipaö, og skýrSi frá
viðræðu Silfra og hásetanna í svo fáum orSum, sem
mér var mögulegt. Enginn þeirra greip fram í fyrir
mér meöan eg sagöi söguna. Þeir hlýddu á mig al-
veg höggdofa, allir þrír.
Og svo varð þögn.
„Seztu niður, Jim,“ sagSi læknirinn loksins.
Hann var sá fyrsti þeirra, sem rauf þögnina.
Eg settist niöur hjá þeim og skenkti mér hálft
glas af vininu, og fylti báða hnefa mína með rúsín-
um, og allir yfirmennirnir, hver eftir annan, drukku
skál hepni minnar og hugrekkis.
„Þá er þaö komið fram, herra kafteinn,“ mælti
friödómarinn, „aö eg hefi haft rangt fyrir mér en þú
rétt Eg játa þaö hér frammi fyrir ykkur öllum að
eg er auötrúa glópur og bíö svo frekari skipana
ykkar.“
„Eg er annar glópurinn, og engu betri,“ svaraöi
kafteinninn. „Eg var oröinn fullviss um aS þessi
skipshöfn væri trú og dygg, enda hefi eg aldrei fyr
heyrt eSa séö menn hrópa fagnaSaróp fyrir þeim,
sem þeir hafa ætlaS að taka af lífi, fáum dögum áSur
en fremja átti morðiS. Eg get varla hugsaS mér
meiri fúlmensku og níðingshátt.“
„Þeir eru ekki vandir að virðingu sinni þessir
Flintverjar,“ sagöi Livesey.
„Ekki litur út fyrir það,“ svaraöi kafteinninn.
„En til þess að við eyöum ekki tímanum til einskis,
vil eg, meö Ieyfi friödómarans, benda á þau þrjú eöa
fjögur atriöi, sem mér viröast geta komiS til greina
eins og nú stendur á.“
„Aö sjálfsögöu hefir þú mitt leyfi til þess, þú
ert kafteinninn á skipinu,“ svaraöi friödómarinn meö
áherzlu.