Lögberg - 12.04.1906, Blaðsíða 1
ReiÖhjól.
SkoOið reiðhjólin ckkar á $40.00, $45.00 og
$50.00 áðar en þér kaupiö annars staðar í vor..
Nýjar tegnndir til. ;
Anderson & Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
S38 Main Str. Tsleplione 339
Trésmí ða-áhöld.
Viö erum alveg nýbúnir að fá birgðir af þess-
um áhöldum, tilbónum baeði í Canadaog Banda-
ríkjunum. Ýmiskonar verð. Vörurnar teknar
aftur ef þær reynast öðruvísi en þæreru sagðar.
Anderson & Thomas,
Hardware & Sporting Göods.
$38 Maln Str, Telephon 339
19 AR.
Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 12. APRÍL 1906.
NR 15
Fréttir.
Á föstudaginn var kom Allan-
línuskipið Tunisian til Halfax og
hafði meöferðis sextán hundruð
innflytjendur. MeS öðrum fólks-
flutningaskipum voru, í vikunni
sem leiö, fu.ll sex fcúsund inn-
flytjenda á leiðinni vestur um haf
frá ýmsum löndum Norðurálfunn-
ar.
VerkfalliS í kolanámunum hjá
Lethbridge í Alberta leiddi af sér
all-alvarlegar róstur í síðastl.
viku. Réðist skrillinn þar á lög-
reglufiðiö og fengu margir tölu-
verða áverka í J>eim viðskiftum.
Reynt hafa þeir einnig, verkfalls-
mennirnir, að sprengja í loft upp
með dynamít íveruhús tveggja
manna í Lethbridge, sem peir
þóttust eiga eitthvað sökótt við.
Tókst það að nokkuru leyti og
urðu húsin fyrir miklum skemd-
um.
Rússneskur herforingi, Von
Mack að nafni, sem er forstöðu-
maður Rauðakross líknarfélags-
ms á Rússlandi, er nýkominn heim
þangað frá Japan. Segist honum
svo frá, að Japansmenn séu í óða-
önn að búa sig undir nýjan ófrið,
og sé það nú markmið þeirra að
reyna til þess að ná Philippine-
eyjunum frá Bandaríkjamönnum.
1 fellibyl sem gekk yfir Phil-
ippine-eyjarnar fórst fjöldi skipa
og báta, og druknuðu þar á ann-
að hundrað manns.
Norska skáldið og rithöfundur-
inn Alexander Kjelland, sem
margir íslendingar munu kann-
ast við og hafa lesið bækur eftir,
dó úr hjartaslagi hinn 6. þ. m.,
fimtíu og sjö ára að aldri.
Yfir fjögur þúsund heimilis-
réttarlönd voru tekin hér í Can-
ada í síðastliðnum Marzmánuði
Flest lönd voru tekin í grend við
Battleford, Edmonton, Regina og
Red Deer.
Nálægt Moosomíu í Saskatch
ewan rákust tvær járnbrautarlest-
ir á síðastliðinn föstudag. Meidd-
ust fjórir menn Jjar töluvert mikið
og fjöldi af vögnum fór í smá
mola.
Eldfjallið Vesúvíus á Italíu
gýs nú í ákafa, og er eitt J>orp í
grend við fjallið nú þegar í eyði
lagt af ösku og haunflóði. Yfir
tvö þúsund ekrur af ræktuðu
landi eru nú huldar af hvítgló-
andi hraunleðju, er sígur jafnt og
þétt áfram, færandi með sér ógn
og eyðilegging. Borgin Torr
Annuziata, á strönd Neapel-fló
ans, er nú umgringd af- hraun-
flóðinu og íbúarnir, yfir þrjátíu
þúsund að tölu, gátu með naum
indum forðað sér undan. Voru
jþeir fluttir í mesta hasti, bæði
Tandveg og sjóveg, til Neapel
Jarðskjálftar allmiklir fylgja eld-
gosinu, og hafa þeir víða gert
hinn mesta óskunda. Eins og við
er að búast er fólkið á þessum
stöðvum fult ótta og skelfingar
og veitir örðugt að halda því
skefjum og varðveita frið og
reglu.
Sjötugasti og sjöundi afmælis
dagur Booths yfirforingja Frelsis-
hersins var hátíðlegur haldinn
London á Englandi á laugardag-
inn var. Nálægt þrjátíu þúsunc
meðlimir „hersins," sem þar eiga
heima komu þar þá saman
Crystal-höllinni til þess að færa
foringja sínum heillaóskir. En þó
Booth sé nú svona aldraður orð-
inn er hann samt enn ern og
hraustur. Til merkis um það má
geta þess að hann er nú að búa sig
undir ferðalag til Japan, og ætlar
>á að leggja leið sina yfir Rúss-
land og Síberíu. Ætlar hann að
leggja á stað í ferð þessa í Októ-
bermán. næstkomandi.
Eldsvoði töluvert rnikill varð í
bænum Saskatoon í Saskatchewan
siðastliðinni viku. Ein kona
brann þar inni.
Gullstykki, seytján þús. doll.
virði, var stolið nýlega, á leiðinni
frá Suður-Afríku og til New
York. Komst ekki þjófnaðurinn
upp fyr en kassin,n sem gullstykk-
ið átti að vera geymt í, kom til
New York. Þegar hann yar opn-
aður þar var komin gamall og ó-
ásjálegur stálbútur í kassann í
stað gullstvkkisins, enda bar kass-
inn þess merki, þegar nákvæmlega
var að gætt, að í hann hafði ver-
ið farið einhversstaðar á leiðinni.
Frá Kaupmannahöfn er símrit-
að, að samþykt hafi verið af fólks-
þinginu danska, að byggja aftur
upp hið mikla stórhýsi Kristjáns-
borgarslot, sem brann til grunna
árið 1884 til mikils harms fyrir
land og lýð.
Blýhvituverksmiðju ætía stór-
eignamenn brezkir að setja á stofn
í Halifax. Er það fyrsta verk-
smiðja þeirrar tegundar hér i
Canada, því öll blýhvíta hefir áður
verið innflutt.
Canada taka þátt í þessari heim-
ferð. Þeir ætla að leggja á stað
frá Minneapolis hinn 15. Maimán.
næstkomandi, koma til New York
hinn 18. og stíga þar á skip. Skip-
ið, sem þeir fara með, heitir „Cel-
tic“ og er eitt af fólksflutninga-
skipum Star-línunnar. Er það á-
kaflega stórt skip og skrautlegt,
með öllum bezta nútiðar útbúnaði.
Á þriðja plássi skipsins taka Norð
mennirnir sér far, og fá þar sér-
stök herbergi, sem rúma tvo, fjóra
og sex menn hvert. Ýmsra sér-
stakra hlunninda verða ferða-
mennirnir aðnjótandi hjá gufu-
skipafélaginu, sem ferðamönnum
vanalega veitir erfitt að fá.
Fréttir frá ísland'i.
í sambandi við eldgosið úr Ves-
úvíus, sem nú stendur yfir á ítalíu,
vildi til stórkostlegt slys í Neapel-
borg, á þriðjudaginn var. Þar í
borginni er stórt sölutorg með þaki
vfir, og er þar vanalega saman
korninn mesti fjöldi fólks til þess
að selja og kaupa. Á þakið yfir
sölutorginu hafðr nú safnast svo
mikið af vikri og ösku frá eldfjall-
inu, að það gat ekki borið þann
þunga og hrundi niður. Varð
fjölda manna, börn og fullorðnir,
undir rústunum og fórust nálægt
tuttugu en tvö hundruð særðust
meira og minna.
Reykjavík, 3. Marz 1906.
Þýzkir skemtiferðamenn munu
vera væntanlegir hingað aftur í
sumar í stórhópum, eins og í fyrra
Tvær gufuskipaferðir hingað eru
auglýstar i þýzkum blöðum í f. m.,
póstgufuskipi Oceana, er leggur
stað frá Hamborg fyrri ferðina
. Júlí og hina 4. Ágúst. Fyrri
ferðina er haldið alla leið til Spitz-
bergen, en hina til Knöskaness í
Noregi.
Þilskipafloti Reykjavíkur er nú
að halda á haf út, í sína fyrstu úti-
vist, 40—50 skip héðan og af Sel-
tjarnarnesi, með töluvert á þriðja
>ús. manna. Aðal bjargarlind höf-
uðstaðarins má nú heita að sá floti
sé orðin, og þvi meir en lítið undir
)ví komið, að skaparinn farsæli
för hans og atvinnu. — lsafold.
Firðritarar á Coney Island við
New York skýra frá því, að nótt-
ina milli 27. og 28. Marzmánaðar
næstl. hafi þeir sent loftskeyti, sem
hafði inni að halda 572 orð, yfir til
írlands, og daginn eftir hefði þeim
verið símritað að öll orðin hefðu
nákvæmlega komið til skila. Vega-
lengdin sem þessi loftskeyti bár-
ust er um 3,200 núlur. Bepdir
þetta, þar sem jafn mörg orð, er
öll voru send í einu, komust óhagg-
að yfir Atlanzhafið, bæði á framför
hjá firðriturum og eigi síður á
mikla framtíð loftskeyta aðferðar-
innar.
Stærsta gufuskipið, sem til er í
heimi, hljóp af stokkunum frá
skipsmíða-stöðinni Vulkan skamt
frá Stettin á Þýzkalandi. Sá bær
stendur við Eystrasalt. Skipið
heitir Augusta Victoria í höfuðið
á drotningu Þjóðverja. Það er
750 feta langt en 78 á breidd, og
átta þilför á því oían við sjávar-
borð. Skipið er um 68,000 smál.
Rúm er á þessu feikistóra flutn-
ingsfæri fyrir hátt á fimta þúsund
manns.
Prinzinn af Connaught.
Nóg að gjöra kváðu lögreglulið-
ar í Berlín hafa við að bægja brott
rússneskum flóttamönnum úr borg
smni, því tugum saman kváðu þeir
dfífa þangað á hverri viku.
I Sviss er stofnað félag nýlega,
sem gerir það að markmiði sínu
að hamla þeim persónum frá að
ganga í hjónaband, sem tæringar-
sjúkar eru.
■------0-------
Keisaraekkjan í Kína hefir ný-
lega sent Japansmönnum sjötíu og
fimm þúsundir dollara í samskota-
sjóðinn til þess að afstýra mann-
falli af hallæri þar í landi. Alls
hafa Japansmönnum nú verið
sendar tvö hundruð og fimtíu þús-
undir dollara í þessu augnamiði.
Sérstakar herdeildir hafa nú ver-
ið settar til þess að lialda vörð yf-
ir þeim hluta Pétursborgar er mest
megnis er bygður af Gyðingum,
Er þetta gert af þeirri ástæðu, að
borist hafa um það fregnir, að i
orði væri að ráðast á Gvðinga þar
nú um páskana og brytja þá niður.
Allir Gyðingar,sem mögulega geta
því við komið, flýja nú úr borg-
inni.
Norðmenn héðan að vestan ætla
mjög fjölmennir heim til Noregs
nú í «umar til þess að taka þátt í
hátíðahöfdunum við krýningu Há-
konar konungs. Norðmenn víðs-
vegar að frá Bandarikjnnum og
Prinzinn af Connaught kom til
bæjarins, eins og ráð var fyrir gert
um hádegisbil næstliðinn mánu-
dag. Mættu honum á járnbrautar
stöð C. N. R. fylkis- ®g borgar-
stjóri ásamt fleiri stórmennum
borgarinnar. Var og viðstaddur
nokkur hluti herliðsins og öll við-
takan hin viðhafnarmesta.
Var hinuxm tigna gesti síðan
fylgt til borgarráðshallarinnar á-
samt föruneyti hans, en þar var
saman kominn í móttökusalnum
mikill fjöldi helstu bæjarmanna.
Þegar prinzinn var kominn inn í
salinn flutti borgarstjórinn honum
virðulega kveðju fyrir hönd íbúa
Winnipegborgar, og þakkaði prinz
inn fyrir hana með vel völdum
orðum. — Að lokinni hinni form-
legu velkomenda kveðju skoðaði
prinzinn sig um í bænum og kvað
hann hafa látið í ljósi mikla á-
nægju yfir framförum hinnar ungu
Winnipegborgar í mörgum grein-
um.
Hann lagði af stað aftur úr borg-
inni að kveldi næstl. þriðjudags.
Eftir síðustu ráðsályktan nefnd-
ar þeirrar, er annast átti um við-
tökur prinzinum til handa, var það
ákveðið, að hætta skyldi við að
hafa blvsför þá, er áður var ætlast
til að færi fram um leið og hann
legði brott úr bænum. Varð þvi
ekkert af henni enda hægt að sýna
prinzinum viðeigandi sóma á ann
an hátt, þó það gengi undan, sem
og var gert eftir því, sem föng
voru á.
Fullu nafni heitir prinzinn Ar-
thur Frederick Patrick Albert oi:
Connaught, og er sonur hertogans
af Connaught, bróður Játvarðar
Breta konungs. Prinzinn er ung
ur maður, liðlega 23 ára gamall.
-------0-------
Reykjavík, 3. Marz 1906.
Vopnafirði, 12. Jan. — Herra
ritstjóri! — Þessar eru helztu
fréttirnar héðan:
Tíöin hefir verið mjög óstöðug
og umhleypingasöm um og eftir
vetrarkomuna. Um jólaföstukomu
gerði áfelli og fór þá bráðafárið
að gera vart við sig með mesta
móti. Sumt af lin-bólusettu fé
drapst, svo að bólusetja vart^á ný.
Öndvegistíð hefir verið síðan
miðja jólaföstu, suðaustan þið-
vindi og austan blíður á víxl, örísa
um alla bygð og meitilfæri upp á
háeggjar Smjörfjalla. Spáir því
gamalt fólk, að svona niuni vetur-
inn verða lengst af; en hvað and-
arnir ‘segja um það, vitum við ekki
þvi að hér leikur enginn þá list að
leita frétta af framliðnum.
Heilbrigði er með bezta móti.
Barnaskólahús ætla Vopnfirð-
ingar að reisa hér í kaupstaðnum
í vor, fyrir 10,000 kr.,og hefir Sig-
tryggur Jóhannesson á Akureyri
tekið það verk að sér
Kirkja var hér reist í kaupstaðn
um fyrir fáum árum, er kostaði
10,000 kr., og önnur á Hofi, er
kostaði 7,000 kr. •
Bústofns-leigusjóðurinn reynist
ágætlega vel. í haust seldi hann
leigusauði sína á rúmar 14 kr.,
þótt veturgamlir væru.
Landbúnaður er í framför hér.
1 sumar sem leið voru hér plægð-
ar 25 dagsláttur, mestmegnis ó-
ræktað land,. og einn bóndi hefir
með vatnsveitingum aukið engi
sitt um nokkur hundruð hesta a1:
heyi. Tveir búendur hafa afgirt
tún sin, og fleiri eru í undirbún-
ingi með það
Rjómabúi hefir verið hreyft að
koma hér á fót. — Reykjavtk.
Reykjavík, 7. ‘Marz 1906.
Heiðurssamsæti héldu Þingvalla
sveitarmenn Hannesi bónda Guð
mundssyni x Skógarkoti . sjötugs
afmæli hans 11. f. m.
Á nýafstöðnum sýslufundi
Kjósarsýslu var samþykt 1,000 kr
fjárveiting úr sýslusjóði til þess
að kaupa hluti í mótorbáti til reglu
bundinna ferða um Kollafjörð og
Hvalfjörð
Ráðgert er að reisa nýtt barna-
skólahús á Seltjarnarnesi, og selja
hið gamla.
Ábyrgðarfélag fyrir mótorbáta
er nú stofnað hér í sambandi við
þilskipa ábyrgðarfélag Faxaflóa
eða sem sérstök deild af því, er
eingöngu taki að sér ábyrgð
mótorbátum. Þessi deild hefir
f járhag sinn út af fyrir sig og tek
ur engan þátt í skaða né ágóða að
al félagsins.
þess eftir norsku blaði 8. f. m., aö
þá séu íslenzkir menn á ferð x Nor
egi til þess að ráða þar fiskimenn
hingað til lands, og séu þegar um
100 ráðnir í Kristjaníu, 100 í Ála-
sundi og 100 í Björgvin. Segir
blaðið að lítið sé þar um óráðna
góða fiskimenn og séu því alls
konar menn ráðnir.
Reykjavík, 14. Marz 1906.
Jónatan Pálsson fyrrum bóndi
Þórðarstöðum í Fnjóskadal,and-
aðist 9. Febr. þ. á. öngulsstöðum
Eyjafirði, hjá Jóni bónda syni
sinum, er þar býr, rúmra 80 ára
að aldri. — Hann fæddist á Þ'órð-
arstöðum 3. des. 1825 og dvaldi
>ar alla sína löngu æfi, nema síð-
asta árið. Hann var gáfumaður
og fyrir nokkru síðan orðinn þjóð
kunnur fyrir sagnafróðleik sinn og
ættfræði. Hafa stöku sinnum kom-
ið á prent sagnaþættir eftir hann,
en allmikið mun hann hafa átt af
xandritum, einkum snertandi ætt-
fræði. — Bókasafn átti hann og
nxeira en bændur eiga að jafnaði
til sveita og allmargar fágætar
bækur.—Hann hafði safnað nokk-
uru af fornmenjum og verndað
i:rá glötun, með því hann hafði
yndi af öllum fornum fróðleik,
enda var hann flestum betur að
sér í sögu lands þessa og ættfræði.
tæpar 10. Tala skipverja samtals
var 393, en áætlað verð alls aflans
er nál. 220 þús. kr. Er þá skipp.
af fiski til jafnaðar 50 kr., síldar-
tunnan 7 kr. og lifrartunnan 13
kr. 9 af skipunum hafa eingöngu
stundað hákarlaveiðar, 3 hákarla-
veiðar og síldveiðar, hin þorsk-
veiðar og síldarveiðar. Þorskafl-
inn nemur samtals nál. 96 þús. kr„
síldarveiðin rúmar 63 þús. kr. og
hákarlaveiðin rúmar 60 þús. kr. —
Veiðistöðvar þessara skipa eru að-
allega fyrir norðan land. þó hafa
nokkur þeirra einnig rekið veiðar
við Vesturland. Hákarlaskipin
hafa aflað mest á Strandagrunni,
en sildin er langmest veidd í rek-
net út af Siglufirði.
28 námsmeyjar eru í vetur í
kvennaskólanum á Akureyri.
J. V. Hafsteen konsúll á Odd-
eyri hefir leigt gufuskip til síld-
eiða næsta sumar og er von á því
jangað í Júlíbyrjun. Stóra haf-
skipabryggju ætlar hann að láta
gera við Oddeyrartangann í við-
bót við þá sem þar er nú.
Nemendur
vetur um 50.
Það er sagt frá Höfn, að dr.
Valtýr Guðmundsson sé í þann
veginn að selja „Eimreiðina“ séra
íafsteini Péturssyni.
i
Frá Húsavik er skrifað I7-Feb.:
,Tíð umhleypingasöm og óstilt
mjög. Gengur erfitt með staura-
akstur; einir 6 staurar eru komnir
fram í Geitafell af því, sem Jón t
Reykjahlíð átti að sjá um; svo
ekki eru allir vonlausir, að þeir
comist ekki allir á rétta staði á
xessu ári.“
Úr Mývatnssveit er skrifað 17.
Febr.: — „Verstu veður oftast
allan Þorrann, með frosti og fann-
kornu. Frostið alt að 20 stig, en
mest 22 stig. Eins og stendur
kemst enginn neitt fyrir ófærö.“
Úr. Miðfirði er skrifað 28. Feb.:
„Tíðin er fremur góð, yfir höfuð
mjög vægt vetrarveður og hagi
nægur hér um slóðir.“
Úr Steingrímsfirði er skrifað 21.
f. m.: — „Tíðarfar hefir erið mjög
gott í vetur og með því heyafli
var góður frá sumrinu, þá er út-
lit fyrir, að ekki skorti fóður, ef
vorið verður ekki því harðara.—
Einhver hafíshroði hafði komið
upp undir Trékyllisvík í norðan-
hreti, sem var hér frá 5.—10. þ.
m.; hafði hann svo færst frá aft-
ur og norður með i suðaustan-
vindi, sem þá gerðist og haldist
hefir öðru hvoru síðan. — Heilsu
far manna alment mjög gott og
engir nafnkendir dánir. — Hagur
almetmings allgóður vegna hins
háa verðs, á flestum íslenzkum
verzlunarvörum. Skuldir því með
minsta móti á nýári. Nægar vöru
birgðir í söludeild verzlunarfélags
Steingrímsfjarðar á Hólmavik.
Allslaust í verzlun R. P. Riis, en
von kvað vera á miklum vörum til
þeirrar verzlunar með Vestu 19,
Marz, en þangað til verða menn
að neyðast til að skifta við sína
eigin vtrzlun, söludeildina, enda
voru teknar út vörur fyrir 3,000
kr. í henni á einum degi um miðj
an Janúar.“
„Norðri“ flytur í 5. tlb. skýrslu
um þilskipaafla við Eyjafjörð síð
astl. ár. Þaðan hafa verið gerð
út 36 þilskip til þorskveiða, sílc
veiða og hákarlaveiða. Flest skipa
þessara eru litil, hið stærsta þeirra
á Hólaskóla eru í
Thor. E. Tuliníus stórkaupmað-
ur hefir nýlega gefið timbur, 7—
800 kr. virði, til sjúkraskýlisins á
Brekku í Fljótsdal.
„Aftanskinið" heitir smáblað,
sem nýfarið er að koma út á ísa-
firði, líkt að efni „Nýja ísland“
íér.
Eyfirðingar ætla að auka hjá sér
vélabátaútgerð að stórum mun í
sumar komandi. Hafa þeir pant-
að að minsta kosti 60 nýja véla-
óáta.
Heiðursmerki dannebrm. hafa
fengið H.Hafstein ráðherra, Stgr.
Thorsteinsson rektor og séra
Matth. Jochumsson. —Lögrétta.
Ur bænum.
Þakkarávörp og æfiminningar
verða ekki teknar tál birtingar í
Lögbergi hér eftir fyrir minna en
tuttugu cent hver þuml. dálks-
breiddar.
Nýkomin eru hingað til bæjarins
hr. Ingi G.Brynjólfsson steinleggj-
ari og kona hans. Þau hjón hafa
dvalið vestur í Brit. Columbia síð-
an þau giftu sig í vetur rétt eftir
hátíðir, lengst af hjá foreldrum
Mrs. Brynjólfsson, peim Christ-
ophersons hjónunum frá Grund í
Árgyle, sem um hrið hafa búið
þar vestra.
Suðvestur hornið á Carlton st.
og Qu’Appelle ave, 100x120 fet,
hefir hr. Sveinn Brynjólfsson
keypt nýlega fyrir $17,500. Lóðin
er andspænis Central Park og ó-
efað á einhverjum fallegasta og
hentugasta stað í bænunx. Free
Press getur þess, að þar eigi að
byggja stóra byggingu.
Sjómannablaðið „Ægir“ getur rúmar 70 smálestir, en hið minsta
Skemtifund ætlar liberal klúbb-
urinn ísleuzki að halda á samkomu
sal sínum, 676 Sargent ave., á
annan i páskum, 16. þ. m., er byrj-
ar kl. 8 að kveldinu. Verður þetta
síðasti lundur klúbbsins á þessum
vetri, og má óefað segja, að starf
lxans hafi hepnast mjög vel og með
limir miklu fleiri en nokkur hefði
getað búist við, jafn ungur og
klúbburinn er, stofnaður fyrst
næstl. haust. Ræður flytja þar dr.
B. J. Brandson, M. Markússon og
margir fleiri.