Lögberg - 12.04.1906, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.04.1906, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL 1906 GULLEYJAN skáldsaga eftir ROBERT LOUIS STEVENSON. Alt í einu tók eg eftir einhverjum ókyrleika í sefinu og sá glögglega aö eitthvaö kvikt var þar á ferC. Villiönd ein flaug fyrst upp og önnur fylgdi þegar á eftir, og eftir örfáar mínútur kvaö alt loftiö vi5 af kliS fuglanna, sem flugu fram og aftur eftir votlendinu. Mér flaug undir eins í hug aS einhver há- setanna vaeri á næstu grösum í skógarjaörinum öCru hvoru megin mýrarinnar. Mér skjátlaöist ekki heldur, því skömmu siðar heyröi eg óglögt lágt mannamál, sem varð smámsaman skýrara og. auðA heyrðara, og dró eg af því að þeir, sem ræddust við, væru að færast nær. Eg varð lafhræddur, því eg fór nærri um það, hverjir væru þar á ferð, og skreið inn undir krækl- óttu greinarnar á einni síbleiku eikinni, og lét þar fyrir berast. Var þar gott fylgsni, því greinarnar beygöu enda angana út og niður að jörðu, en alt að því manngengt undir þær fast við eikarbolinn. Eg þekti brátt að annar þeirra, sem eg hafði heyrt til, var Silfri. Mennirnir töluöu býsna hátt og um eitthvert alvarlegt mál, því eg heyröi að þeir voru aestir, þó eg gæti eigi greint nein orðaskil. Svo varö þögn, og leit helzt út fyrir, að mennirn- ir hefðu annaö hvort snúið brott eða hætt viöræöun- um, og sett sig niður, þvi brátt varð sama kyröin á öllu, eins og verið hafði, áður en eg varð var við þá, og fuglahóparnir röðuðu sér á sínar fyrri stöðvar á ánni og tjörnunum í mýrinni. Mér duldist það engan veginn, aö eg hélt illa við áformið sem og eg hafði sett mér, þegar eg fór í land, með því að liggja aðgjörðalaus þar, sem eg var núj Úr þvi eg hafði verið svo óhygginn að yfirgefa skip- ið með þessum glæpaseggjum, þá var það minsta sem eg gat gert það, aö sæta færi til að komast aS ráða- gerð þeirra, ef mögulegt væri. Skylda mín var því aS færa mig nær mönnunum, sem eg haföi orðiö var viö, og reyna aS komast eftir, hvaS þeir væru aS tala um, því öll likindi voru á þvi, aS eitthvaS yrði á þvt aS græða fyrir mig og minn flokk. Eikiskógurinn, sem eg hefi áöur minst á, geröi mér létt fyrir meö að framkvæma þaS. Eg vissi vel áttina, sem eg þurfti aS stefna í, til þess að hafa upp á mönnunum, og þó eg hefði ekki vitað hana, gáfu fuglarnir það ljóslega til kynna, því þeir voru allir sestir, nema einn hópur, sem alt af flögraöi yfir sama blettinum, þar sem þessir friSar- spillendur höföust viö. Eg skreið á fjórum fótum í áttina til þeirra, hægt eg gætilega; loksins nam eg staöar, þar sem víð rauf var á liminu og skygndist eg í gegn um hana. ÞaSan gat eg séð greinilega ofan eftir lítilli ræmu, annars- vegar við mýrinu, sem girt var af feysknuðum trjá- bolum beggja megin; þar sá eg Jón Silfra og einn há- setanna, hvern andspænis öörum, ræðast við alvar- . . ' • * / lega á svipinn. Sólin varpaöi ljósi sínu á þá, björt og heit. Silfri hafði tekiS af sér hattinn og lagt hann við hlið sér,þer sem hann sat, og sneri stóra, föla og sléttleita andlit- inu aö hinum manninum, sem stóð upp yfir honum. Silfra var auðsjáanlega mjög heitt, því aS svitinn pípti af honum og hann virtist vera í talsveröri geðs- hræringu, þó hann talaði mjög slétt og eins og honum var lagið, þegar hann var aS telja einhvern á sitt mál. ÞaS fyrsta sem eg heyrði af viSræöunni voru þessi orð hans: „Af því að mér er vel til þin, og veit hvernig á- statt er, hefi eg aðvaraö þig. Alt er felt og smelt nú, og engin brejAing verður gerð á því, hvorki af þér né öSrum. Eg hefi látiö þig vita þetta til aS bjarga lífi þínu. Ef einhver af óróaseggjunum vissi um aö eg væri að segja þér frá þessu, hvaS heldurðu mín biöi, Tom, ímyndarSu þér ekki aS þeir mundu fljótlega stytta mér stundir?“ „Silfri,“ sagði.hinn maðurinn, og eg sá að hann var eldrauöur í framan af geðshræringu, hann talaöi ótt og títt og það skalf í honum röddin. „Silfri,“ sagSi hann, „þú ert roskinn og ráöinn maður, og hef- ir að minsta kosti orö á þér fyrir aS vera drenglund- aöur, og í tilbót ertu vel efnaður, þar sem flestir aðr- ir hásetarnir á þessu skipi eru öldungis eignalausir; eftir því sem eg ímynda mér ertu enn fremur djarfur maöur. Eg ætla nú að skora á þig að segja mér.hvort þ ú ætlir að láta þetta blóðþyrsta illþýöi draga þig með sér til ódáðaverka. Eg vona að þú gerir það ekki. Sjálfan mig vona eg aldrei hendi slikt. Eg kýs heldur að láta líf mitt, en reynast ótrúr yfir- boð—“ Hann lauk ekki við setninguna, því nú heyröist hávaöi. Þ’arna hafði eg auðsjáanlega rekist á éinn af þeim, sem enn voru á okkar bandi, og rétt á eftir sagöi annar slíkur maður til sín. Innan úr skóginum öðru megin mýrarinnar, kvaS viö hljóö, líkast gremju- ópi, svo heyrSist annaö óp, og síöast hræSileg, lanjf- dregin angistarstuna, sem bergmálaSi hvaö eftir ann- að frá Sjónarhólsklettunum. Fuglarnir flugu á staS aö nýju og langa hríð á eftir hljómaði þetta voöalega helvein í eyrum mér. DauSaþögn, sem á eftir fylgdi, gerði það enn átakanlegra, því dö um stund raskaöi ekkert kveldkyrSinni nema vængjablak fuglahópanna, sem tyltu sér aftur niður á fenin, og niður brimsins við eyna, sem heyröist í fjarska. Tom haföi tekiö snögt viðbragð þegar hljóðið heyrSist, en Silfri brá sér hvergi. Hann var staöinn á fætur studdist við hækju sina og einblíndi á mót- stöðumann sinn, eins og höggormur, sem býr sig til fleygja sér á bráö sína. „Jón,“ sagöi hásetinn og reiddi upp hnefann. „Ekkert ofbeldi," hrópaöi Silfri, og hoppaSi nokk ur skref aftur á bak, meö því snarræði og lipurð, sem enginn fimleikamaöur hefði þurft aS blygSast sin fyrir. „Eg ætlaöi ekki aö sýna þér neitt ofbeldi," svar- aöi hinn. „ÞaS er hin svarta samvizka þín, sem kem- ur þér til aS óttast mig. En segðu mér í öllum ham- ingjunnar bænum, hvaö er þetta?“ „Þetta?“ svaraöi Silfri, og leit undan hálf kýmn- islega, en tók þó nákvæmlega eftir öllum hreyfingum hins, og litlu augun í stóra hvíta andlitinu á honum glönzuöu eins og glerkúlur. „Þetta? Ja, Mér þykir líklegast aS þaö hafi verið hljóöin hans Allans.“ Þó að Tom yrði hverft viS orð Silfra bar hann sig eins og hetja. „Allan,“ endurtók hann. „FriSur sé með hon- um. "Hann lifði og dó eins og trúum og dyggum sjó- manni sæmdi. Slíkan hefi eg og álitiö Þig, Jón Silfri, alt til þessa, en eg hlýt aö sannfærast um, aö þú átt það ekki skiliö. Hvort sem eg kemst lifandi brott af þessari eyjueða ekki, ætla eg aldrei aS veröa drottins- svikari. Þú hefir látiö drepa Allan. Er ekki svo? Láttu drepa mig líka, eða gerSu þaS sjálfur, ef þú getur, eg óttast þig ekki, en eg býS þér byrginn.“ Þegar hinn djarfi háseti hafði mælt þessi orö, sneri hann bakinu við brytanum og lagði á staö ofan til lendingarinnar. En hann átti ekki að komast þangað. Langi Jón rak upp grimdaróp, greip annari hendinni um trjágrein, til aS styöja sig, brá hækjunni á loft með hinni og sendi þetta undarlega banaspjót að mótstööumanni sínum. Broddurinn á hækjunni hitti Tom rétt á milli heröablaðanna. Hann teygði upp hendurnar, dró þungt andvarp og féll til jarðar. Hvort hann var særöur mikið eða lítiS gat enginn vitað. Liklegt er samt, eftir hvininum af högginu aö dæma, aö hann hafi oröið fyrir mjög hættulegum á- verka, en hann fékk eigi tíma til aö rakna viö aftur, þó hann hefði aö eins falliö í ómegin. MeS lipurð, sem i engu gaf apans eftir, var Silfri, þó hækjulaus væri, á næsta augnabliki kominn ofan á hann, og rak sjóhníf sinn tvisvar sinnum upp aö hjöltum í hinn meSvitundarlausa líkama. Eg var svo nærri þeim.aö eg heyrði glögt másiö í Silfra þegar hann var aö veita hinum banasáriö. Eg get ekki lýst yfirliSi, því þaö hefir aldrei liSið yfir mig algerlega, en þetta haföi þær verkanir á mig, aö í nokkur augnablik fanst mér og alt, sem eg sá, fara á þotferö í kring um mig, og eg gat ekkert greint nema óljósa umgerð hlutanna eins og í þoku. Silfri, fuglamir, Sjónarhóll og alt,.fór á staö, og þúsund und arlegar og geigvænar raddir hljómuðu fyrir eyrum mér. Þegar eg náði mér var Silfri búinn að koma sér í sinar vanalegu stellingar aftur. Hann haföi sett upp hattinn, cg komið hækjunni fyrir undir holhendinni. Rétt við tærnar á honum lá Tom hreyfingarlaus, en morðinginn virtist ekki veita því neina eftir tekt, þar sem hann var að þerra blóðið af hníf sínum á gras- inu. Annars var alt óbreytt, sólin skein vorkunnar- laus á mýrina eimhjúpuöu og fellsbeltin, og eg gat varla talið sjálfum mér trú um, aS í raun og veru væri nýbúiö að myröa mann þarna, enda þótt eg hefði ver- ið sjónarvottur að því. En nú stakk Jón hendinni ofan í vasa sinn, dró þar upp hljóðpípu og blés í hana nokkrum sinnum, til aö gefa til kynna, auðsjáanlega fyrir fram ákveðiS merki; hann blés svo hátt, að það hlaut aS heyrast langar leiðir. Eg vissi vel hvaö þetta þýddi, og varS óttasleginn. Eg átti á hættu að verða auðveldlega fundinn, héldi eg kyrru fyrir, þar sem eg var. Þeir voru þegar búnir að taka tvo af þeim mönnum af lífi, er trúir höfðu reynst okkur. Lá ek''; næst við að halda, að á eftir Tom og Allan kæmi rööin aö mér? Eins hljóðlega, op meö svo miklum hraða, sem mér var mögulegt, lagði eg því á stað út úr skógar- þykninni, sem eg hafði falist í, á leiðinni í gegn um þaö gat eg glögglega 1 yri og harkið á bak viö mig, þegar félagar Silfra söfnuöust til hans, og herti vitneskjan um komu þeirra ekki all-lítið á mér. Strax og eg kom út úr þéttskógnum 0g yfir á greiö- færara svæði, hljóp eg svo hart, sem fætur toguðu, en hugsaði ekkert um í hvaöa átt eg flýði og stóS á sama um það, ef eg aS eins kæmist brott frá óvinum mín- urn. Á hlaupunum óx óttinn hjá mér um allan helm- 'ngr. og síðast varð hann svo ríkur að við lá að eg yrði óður af hræöslu. Satt að segja voru líkindin fyrir því að eg kæm- ist lifandi brott af eynni sama sem engin. Hvernig átti eg aS komast um borð aftur? Þegar skotið yröi úti á skipinu, til að kveöja hásetana úr landi, var auð- vitað hvaö þeir mundu gera viö mig, kæmi eg ofan í fjöru til þeirra .nýkominna frá manndrápum og hrySjuverkum. Þeim mundi eigi þykja það árenni- legt, að eiga það undir von, að eg hefði ekki orðiö ein- hvers vísari um glæpi þeirra á eynni, þar sem þeir höfðu ekki séS mig allan daginn, og eg flýöi frá þeim strax og viö komum að landi, án þess að gera nokkra grein fyrir því tiltæki minu. Mér gat ekki dulist, að hverju alt stefndi. Eg kvaddi i huganum Hispaniola, friödómarann, læknirinn og kafteininn. Mín beið ekk- ert á eynni, annað en hungur-dauðinn eða að verða myrtur af upreistarmönnunum. Meðan eg var aö hugsa um alt þetta, linti eg ekki á hlaupunum, og án þess að taka eftir því, , hafði eg nálgast þá hæöina, sem eg sá fyrst um daginn, eftir að eg kom að auða rjóðrinu. Á henni voru tvær strýtur. Þar sem eg var nú staddur uxu síbleiku eikurnar ekki eins þéttar, cg líktust meir hávöxnu skógarbelti tilsýndar. Innan um þær glitti á furutré á einstöku stað, og þau voru há, fimtíu til sextiu fet. LoftiS var léttara og betra þarna fjær mýrinni og fenjunum sefgrónu. Alt í einu heyröi eg hávaða og eg stansaði meö áköfum hjart- slætti. XV. KAPITULI. Eyjarbúinn. Ofan fellshlíöina, sem eg stóS neðan við, og var bæöi brött og grýtt, ultu smá hnöllungar niður á milli trjánna. Eg leit strax í áttina þangað, og sá ein- hverja fígúru hlaupa meö miklum hraða bak við eitt stóra furutréð í brekkunni. Hvort þ.að var maður, api eSa björn gat eg alls ekki vitað með vissu. Svip af öllu þessu þrennu sýndist mér fígúran hafa. Og eg fyltist felmtri af að sjá hana. Nú leit svo út, sem eg væri króaður á báða vegu. Moröingjarnir voru aö baki mér, en fram undan þessi ókunna vera, sem lá nú í leyni. Og í huganum kaus eg undir eins fremur að mæta þeirri hættunni, sem eg þekti, en hinni, sem eg þekti ekki. Silfri sjálfur leizt mér ekki eins ógnarlegur og þessi hulda vera skógarins. Eg sneri því viS áleiðis til bátanna og horfði um öxl á ganginum. Alt í einu kom ókunna veran aftur í ljós, og eg sá að hún lagöi á staö, hljóp til hliöar og stefndi í veg fyrir mig. Eg var alveg uppgefinn af hlaupunum um daginn, en þó eg hefSi veriö öldungis óþreyttur, sá eg skjótt, aö mig skorti mikiS til aS jafnast á við hana i flýti. Þessi skepna hoppaði af einum trjá- stofni á annan, eins og fráasta skógardýr, þó var hún tvífætt, og að því leyti manni lík, en engum þeim, sem eg hafði samt séð áður, því hún fór svo álút, aö höf- uöið nam því nær viö jörðu. Samt var þetta maður; eg gat ekki efast lengur um það. Eg fór aS rifja upp í huga mínum sögur þær, sem eg hafði heyrt um mannætur, og rétt að því kom- inn að kalla á hjálp. En þaS eitt fyrir sig, að þetta var maður, þó viltur væri, hélt mér frá aö gera það, og óttinn á Silfra og félögum hans vaknaði aftur á ný þegar eg var oröinn þess vís, að hér var að eins við einn óvin aö eiga sömu tegundar. Nú mundi eg líka eftir þvi, að eg bar skamm- byssuna mína á mér. Þegar eg var búinn að gera mér grein fyrir, aö eg var ekki varnarlaus með öllu, óx mér aftur hugur, og eg sneri beint að þessum eyj- arbúa og gekk einbeittur móti honum. Þá stundina var hann hulinn bak við eitt stóra tréð; en hann hlýtur aö hafa haft vakandi auga á mér, því strax og eg stefhdi í áttina til hans, kom hann aftur í ljós og kom beint á móti mér. Svo hikaði hann við, og gekk nokk- ur skref aftur á bak, færSist nær á ný, og að síðustu fleygöi hann sér á kné, og rétti út hendurnar friðmæl- andi á móti mér, sem var alveg forviða af undrun. Eg stóð grafkyrr og spurði: „Hver ert þú?“ „Eg er Ben Gunn,“ svaraði hann með óþýðri og hásri rödd. „Eg er aumingja Ben Gunn, sem ekki hefi séð kristinn mann í full þrjú ár.“ Eg hafði nú séS mannninn svo nærri mér, aö eg gekk úr skugga um það, að hann var aö eðlisfari hvít- ur á hörundslit eins og eg, og bauö af sér fremu'r góð- an bokka. Þar sem sá í bert hörund á honum var haí.11 samt blakkur af sólarhitanum og útivistinni; ' jafnvel varirnar á honum voru dökkbrúnar, og augun, sem voru falleg, ljósgrá að lit, sýndust undarlega hjá- leit í þessu dökka andliti. Enginn beiningamaöur, sem eg hefi séð eöa gert mér hugmynd um, gat i bún- aöi sínum jafnast viS útganginn á þessum mann- garmi. Hann var í buxna staö vafinn í sundurlausar segldúksdruslur, sem bundnar voru og heftar saman með leöurræmum úr fornum sjóstigvélum, mjóum krossspýtum, stórum koparhnöppum og ýmsu öðru því líku. Hann var nakinn aö ofan, en haföi um mittið breitt leðurbelti, sem var eini heillegi hluturinn af öllum búningnum. „Þrjú ár segist þú hafa veriö hér; rak þig hing- aö upp af skipbroti?“ spurði eg. „Nei, sú var ekki orsökin, félagi,‘ svaraöi hann; „eg var settur hér á land sem liðbrautingi." „Eg haföi heyrt getið um þessa refsingu, sem al- tíða meöal sjóræningja, og vissi að hún var mjög illa tæmd; og er í því fólgin, aS hinum seka er skotið á land á eyðiey, og fengið í hendur dálítiö af skotfærum, og svo skilinn þar eftir, ofurseldur auöninni og ein- verunni. „SíSan eg var skilinn hér eftir fyrir þremur ár- um síðan,“ mælti hann enn fremur, „hefi eg lifað á geitum, berjum og skelfiski, og eg segi, og hefi fengið aö reyna það, að hvar sem maSurinn er á hnettinum getur hann bjargast, geri hann alt sem honum er mögulegt til aö viðhalda lífinu. En mér er nýnæmi á mat siðaöra manna ; ekki vænti eg aS svo heppilega standi á fyrir þér, að þú hafir, þó ekki væri nema ost- skorpu í vasa þinum til að gefa mér? Þú mátt trúa því, aS marga nótt hefir mig dreymt osta og rjúkandi „toast,“ og þaö var annaö en gaman fyrir mig, sem er matmaður í verunni, aS vakna svo dag eftir dag upp í þessu allsleysi, sem hér er. „Komist eg einhvem tima út á skipiö aftur,skaltu fá nægju þína af hverri matartegund, sem þar er til, cn eg hefi engan bita á mér,“ svaraði eg. MeSan hann var að tala hafði hann þuklað á mér öllum —eg held til aö ganga úr skugga um, hvort eg hefði ekkert matarkyns meSferSis — strokið hendurn- ar á mér, klappaö mér og látið öll hugsanleg ánægju- merki í ljósi, yfir að hafa fundiö aöra veru sér líka. En við síðustu oröin sem eg talaði varS hann eins og hálf-hissa, og horfði á mig um stund hugsandi þang- að til hann sagöi: „Ef þú kemst einhvern tima út á skipið, sagöiröu; hver skyldi hindra þig frá því?“ „Eg veit þú gerir þaS ekki,“ svaraði eg. „ÞaS er dagsatt,“ svaraði hann. „En segðu mér hvað þú heitir.“ „Jim,“ svaraöi eg. v ■ „Jim! Jim!“ hrópaði hann undraglaður. „Nú, jæja, Jim, eer hefi átt viö ill kjör að búa, svo ill, aö þú mundir aldrei hafa getaS ímyndaö þér neitt svipað því, sem eg hefi orðiö að reyna. Eftir útliti mínu nú, mundir þú tæpast geta trúaS aö eg heföi veriö borinn og barnfæddur í siöuðu landi af guöhræddri móður.“ „Nei, eg hafSi ekki myndað mér neitt sérstakt á- lit um þaS.“ „Eg trúi því,“ svaraSi hann, „en móöir min var samt einstaklega guðhrædd, og eg var sjálfur, um eitt skeið, góSur og guShræddur drengur, sem kunni kver- ið mitt alt utanbókar spjaldanna á milli. En mín saga er nú svona: Eg byrjaöi á aö spila „dibbspil"*) á steinlögðu götunum í fæöingarbæ mínum á Englandi. Þar af hófst ólán mitt. MóSir mín sat með mig og taldi um fyrir mér á ýmsa vegu, blessuð gamla kon- an, en alt kom fyrir eitt. Eg fjarlægöist því meir rétta veginn, sem mér var ákveönar bent á hann. Að síS- ustu þóknaðist forsjóninni, að láta mig lenda hingað. Eg hefi hugsað mikiö um hiö liöna líf mitt, hér á þess- ari eyðiey, og eg er orðinn guShræddur aftur. DÞú skalt ekki sjá mig neyta víns,— þó eg eigi kost á'því eftirleiðis. Eg hefi einsett mér aS bæta ráö mitt, og eg ætla að gera það, og veit hvað eg á aö gera. Og eg skal segja þér enn eitt“ — hann leit í kring um sig og sagöi síðan í hálfum hljóðum — „eg er stórríkur maður.“ Nú efaðist eg ekki lengur um að þessi mfinn- garmur var oröinn geggjaður á geSsmununum af ein- verunni, og eg er viss um, aö á svip mínum hefir hann séð, hvaö eg hugsaði; því hann tók upp aftur það sem hann hafði sagt með enn meiri áherzlu: „Þú mátt trúa því, eg er stórríkur; eg sé þú trú- ir því ekki, — en það er samt sátt, og eg skal gera mann úr þér, því skal eg k>fa þér. Jim! þú ert fyrsti maðurinn, sem fanst mig hér á þessum eyðistaS, og þú skalt fá það borgpö.“ Alt í einu dró skugga yfir gleðisvipinn, sem ver- ið haföi á andlitinu á honum, hann tók fastara utan um hendina á mér, tók hinni hendinni ógnandi í treyju barminn á mér og spuröi: ✓ „Er það skip Flints, sem þú komst á hingað?“ Mér flaug strax heppilegt ráS í hug. Eg sá, að hér mundi eg hafa hitt fyrir bandamann og svaraði því vafningalaust: , *) Barnaleikur enskur. t _i-. . ' i'l :ÍJ

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.