Lögberg - 12.04.1906, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUÐAGINN 12, APRÍL 1906
Spartversku einkennin hjá
Ameríku-konunum.
Ekkert gerir þjóSirnar eins ólík-
ar hverja annari og konumar,seg-
ir hinn nafnfrægi vísindamaöur
Dr. Emil Reich í „The Grand
Magazine" (Xondon). Þær hafa
lítinn svip hver af annari, þegar
nákvæmlega er aö gætt, franska,
enska og ameríska konan.
Engin ættarmörk er hægt að sjá
milli ensku konunnar og hinnar
amerísku, lítiö eitt nær stendur
franska konan hinni síöarnefndu,
svo og hin italska. Reich lítur svo
á, aÖ ameríska konan, sem er svo
gersamlega ólík hinum evrópisku
þjóösystrum* sínum flestöllum, sé
aftur á móti mjög svipuö gömlu
spartversku konunni í fornaldar-
sógunni. Hann sér spartversku
konuna endurborna í amerísku
Jkonunni nú á timum, en Aþenu-
konuna í hinni ensku. Hann telur
sig ekki gera amerísku konunni
neitt rangt til, þegar hann er að
heimfæra samanburð sinn, þó hann
segi, aö hún sé alls ekki kvenleg,
né hafi þau andans einkenni, sem
gera konuna aö konu í orðsins eig-
inlega skilningi. Hann segir aö
Bandaríkin lúti óbeinlínis stjórn
þeirrar helftar íbúanna, sem gangi
í pilsum. Karlmannsins gæti þar
ekkert, við það sem á sér staö í
öðrum löndum, í samanburði viö
lconuna. Orörétt lýsir hann þessu
pannig :
„I Ameríku stjórnar konan
manninum. 1 orösins fylsta skiln-
ingi er þar enginn karlmaður.
Christopher Columbus var síöasti
karlmaöurinn, sem þangað kom.
Nú á dögum er karlkyn þjóöar-
innar daufur skuggi feöra sinna,
þegar þaö er borið saman við
konurnar. Karlmaðurinn heldttr
ekki ræöur í samkomusalnum,
hann þegir, þaö er konan sem hef-
ir orðið. Þau lifa sínu lífi hvort,
maðurinn og konan, og fæst er líkt
með þeim. Hún lifir til iþess að
njóta lífsins. Hún lifir i hugmynda
og tilfinningaheiminum. Eg áfelli
hana ekki fyrir þaö né legg neinn
dóm á hana i hina áttina af þeim
sökum. Hún kærir sig ekkert um
karlmanninn, þykir ekkert vænt
um hann, eöa langar til að láta
honum þykja vænt um sig. Hún
vill lifa sínu lifi, ein út af fyrir sig,
og þar af ieiðir að hún tekur
margt fyrir sig. Einn daginn gutl-
ar hún við efnafræöi, annan við
sálarfræöi, þriðja daginn er hún
ef til vi 11 gagntekin af Búddatrú,
eöa loftritun, málverkum lista-
manna o. s. frv. Þegar hún hefir
tekið sér drjúgan skamt af nátt-
úruvisindum, heimspeki og stærö-
fræði, skoðar hún sig sem ein-
hverja fremstu nútiöarkonuna sem
til er. Hún finnur aö hún hrærist
í nýjum heimi, gagnstæðum þeim,
scm annarra þjóöa konur lifa i.
Hún elskar alt nýtt og sækist eftir
þvi. Hún er full af umbrota og
framsóknaranda, löngu áður en
hún er tuttugu og fimm. ára. En
hún er mjög fögur, hún er yfirlits
fegri en Evrópukonan, eða nokkur
önnur kona í víðri veröld. Hún
er fallega vaxin og ber sig vel.
Fríðustu konurnar, sem eg hefi séð
í Ameríku eru í Kentucky og
Massachusetts. Ameríska konan er
ódramblát og tilgeröarlaus. Hún
vill vekja eftirtekt á sér, meö því
sem hún segir, en ekki með lát-
bragði sinu og þögninni. Hún er
aldrei ofsafengin, og á viðkvæmni
hennar ber heldur eigi mikið, því
það er eins og hana vanti algerlega
báðar þessar skilgetnu staflsyst-
ur, sem gætir meir en lítið i sálar-
lífi flestra kvenna annara þjóða.
tÞað er einn andans eiginlegleiki,
sem hún hefir á mjög háu stigi, en
það er þrek og kraftur viljans.
Heimilið, eiginmaðurinn, börnin,
sem hún hefir getið af sér—þetta
au er lienni í raun og veru lítils-
virði. Yfir höfuð er erfitt að benda
á nokkurn sameiginlegan hæfileg-
leika í sálarlífi eða framkomu ame-
"’sku og ensku konunnar."
Hann hyggur þaö, vonds vita
fyrir Bandaríkin í ókominni tið, að
konan þar sverji sig jafn ljós.lega
og honum finst hún gera í ætt við
fornkonuna spartversku, og telur
hann drottnunargirnina og ríki-
lætiö ámeríska staía mikið af þeim
sökum. Þ.ví til sönnunar segir
hann:
„Milli Spörtu og Aþenu er nok-
urra mílna veglengd. Til forna
var þaö fárra daga ferð, en nú
má skreppa það á nokkrum klukku
tímum með járnbrautinni. Spart-
verjar voru drotnunargjarnir, og
vildu leggja undir sig alt Grikk-
land. Spartverska konan var lík
amerísku nútíðar konunni eins og
eg hefi þegar tekið fram. Ást til
karlmannsins þekti hún ekki, en
löngun til að sigra hann og gera
að þrteli sinum, til þess langaði
hana. Hún virti mikils hrausta og
hergjarna karlmenn, því að þeir
voru hentugt verkfæri í hennar
hendi til að koma fram áminstri
fyrirætlan. Það var enginn minsti
kvenneðlisvottur hjá þessum kon-
urn. Aþenumenn sögðu þær vera
stórfallegar en ókvenlegar. Kon-
urnar í Spörtu voru oft miklu rík-
ari en karlmennirnir, þvi að menn-
irnir fóru í stríðin, og bardagar og
vígaferli voru á þeim dögum dag-
legt brauð, og margir féllu í orust-
unum en konurnar erfðu eigurnar
og urðu margár vellauðugar. —
Heimspek. Aristoteles sagði að
Spartverska konan mundi skjótt
eyðileggja feðraríki sitt, og sá
varð líka endirinn. Sparta reyndi
að bæla alt Grikkland undir sig á
fjórðu öld fyrir Krist, veldi henn-
ar stóð skamma stund, og eftir
tvær aldir var það horfið með öllu.
Engin þjóð getur átt langa og
farsæla framtíð fyrir höndum, ef
eiginlegleikar spartversku kvenn-
anna yfirgnæfa í kvenlegg þeirrar
þjóðar. Þannig var konum Róm-
verja varið, og studdi það meðal
annara gildra orsaka til þess að
steypa hinu afar víðlenda ríki
þeirra. Hjá þeim réði mest ein-
veldisdrotnunargimin, að beygja
alt og alla undir sama veldissprot-
ann skilmálalaust; þar var ekkert
tillit tekið til þjóðtungna, trúar-
hugmynda, lista og því um líks;
öllu var hrært saman og neytt til
að lúta eina og sama valdinu, valdi
einokunarinnar og kúgkmarinnar,
og getur sérhver séð, að í slíku
ríki, þar sem þetta’ var aðal tak-
mark og eina eftirlöngun íbúanna,
þar hafi lítið rúm verið eftir skil-
ið konum með sönnum kvenlegum
tilfinningum.“
Dr. Reich telur þá stefnu ráð-
andi hjá mörgum stórþjóðum síð-
ari tíma, að gera hins vegar alt of
lítið úr líkamlegpim og andlegum
hæfilegleikum kvenna sinna, og
telur það vafalaust vera mjög ó-
heillavænlegt þjóðunum sjálfum.
Fullkomnustu konurnar hjá þjóð
hverri sem er, segir hann vera þær
sem sameina lundareinkenni Aþ-
ensku og spartversku konunnar.
Um það kemst hann svo að orði:
„1 flestum stórveldum heimsins,
er sú stefna ráðandi, að gera sem
minst úr konunni, og hlýtur það
að verða hvaða ríki sem er sérlega
óframtíðarvænlegt. Shakespeare
var uppi áður en ríkið varð reglu-
legt drotnandi stórveldi, sem réði
lögum og lofum víða um , heim.
Af hverju er enginn Shakespeare
nú til á Englandi? Sérhver sá sem
gæti ritað sorgarleiki nú á dögum,
svipað því og Shakespreare reit á
sínum tíma, mundi raka saman
auðfjár, fleiri miljónum, en nú
getur enginn það. Breska rikið
er voldugt stórveldi, en það vant-
ar mikilmenni nú á tímum, bæði í
karilegg og kvenlegg er samsvari
vexti þess út á við. Slíkur vöxt-
ur ríkisins út á við bæri þá fyrst
æskilegan og góðan árangur, ef
staðfestast næðu hjá ensku þjóð-
inni, kostir þeir, sem Aþenumenn
og Spartverjar höfðu til að bera;
ef konan yrði atkvæða meiri og
fullkomnari, en hún er í því ríki,
án þess þó að stranda á því skeri
óeðlilegrar drotnunargirnar og
kvenveldisundirokunar, sem svo
mjög kveður að í Bandaríkjunum.
Lit. Digest.
-------0------
pakkarávarp.
Með því eg finn mér skylt að
láta þakklæti mitt í ljósi öllum
þeim sem urðu til þess, bæði í
smærri og stærri stýl, að veita mér
hjálp er eg varð hjálparþurfandi
sakir heilsulasleika, sem hafði ver-
ið búinn að þvinga mig æði lengi,
og sem seint í síðastliðnum Nóv-
embermánuði ágerðist svo, að eg
gat ekki lengur úr rúminu farið.
Þá ætla eg fyrst að leyfa mér að
nefna þau heiðurshjónin Mr. og
Mrs. J. Einarsson, sem eg var og
er til heimilis hjá. Þau gerðu eins
vel og mikið og í þeirri valdi stóð
til auðsýna mér hjálp og um-
hyggjusemi, eins og þó eg hefði
verið ein af þeirra fjölskyldu,
þrátt fyrir það þó eg væri þeim
lítið kunn áður, þar eg hafði að
eins verið þar til heimilis í 3 vikur
þegar þetta kom fyrir; því næst
var leitað dr. Ó. Björnsonar, sem
mér hafði ætíð áður að miklu
góðu orðið, enda brást það heldur
ekki í þetta sinn, þar sem hann og
stéttarbróðir hans og félagsbróðir
núverandi dr. B. J. Brandson
fundu út að helzt ekkert annað en
holdskurður gæti gefið mér veru-
legan bata, þá komu þeir mér inn
á sjúkrahúsið og veittu mér þar
alla þá læknishjálp sem eg þurfti
við; þeim hefði ekki getað farist
betur við mig þó eg hefði gefið
þeim marga tugi dollara fyrirfram
í launaskyni, sem var þó hið gagn-
stæða, eg hafði ekki neitt þá til að
endurgjalda þeim með; það var
heldur ekki spursmálið hjá þeim,
hvort eg hefði nokkuð fyrir að láta
að því leyti, sem þeir áttu sjálfir
hlut að máli; þeir og hjúkrunar-
konur sjúkrahússins létu ekkert ó-
gert til þess að mér gæti liðið sem
best að möguleikar voru til, sem
brátt sýndi að ekkert hafði verið
vanrækt þar eg var fær um að fara
af sjúkrahúsinu eftir 15 daga dvöl
þar. Þar næst ber þess að minn-
ast, að eg var búin að vinna rúmt
ár á Winnipeg Laundry þegar eg
veiktist; verkstjóri sá, sem þar
ræður yfir, Mr. Brown að nafni,
gerir svo vel að gefa mér óskert 6
vikna kaup, eftir að hann sjálfur
og sumt af samverkastúlkum mín-
um höfðu bætt við sig með sínum
eigin verkum því sem eg var vön
að geta afkastað. Þannig geyjndi
hann mér vísa atvinnuna eins fljótt
og eg mátti fara að vinna.sem varð
eftir sjö vikna burtuveru; þar er
maður, sem á fáa sína líka í álíka
stööu og hann er í; þökk sé hon-
um og öllum kæru samverkastúlk-
um mínum fyrir þetta og alla góða
viðkynningu þá og endra nær.
Þess utan gerðu fáeinar kunn-
ingjakonur mínar og stúlkur sér
far um að vera mér til greiða og
skemtunar á einn og annan hátt,
þegar tími og ástæður þeirra
leyfðu það. Eg veit mjög vel að eg
hefi fæst og helzt ekki neitt af áð-
ur sögðum góðverkum mér í té
látin svo óverðskuldað orðið megn
ug að endurgjalda, líkt því sem
vert væri, í neinn lianda máta. Bið
eg því og vona að drottinn endur-
gjaldi þeim öllum sem urðu mér
liðsinnandi þúsundfalt af ríkdómi
sinnar náðar, bæði í andlegum og
likamlegum efnum á þann hátt,
sem hann sér þeim fyrir beztu
og þegar þeir mest við þurfa,
bæði hér og ann^rs heims að eilifu.
Rúna Johnson,
619 Agnes st., Winnipeg, Man.
Auglýsing.
Ef þér þurfið að senda peninga til ís-
lands, Bandaríkjanna eða til einhverra
staða innan Canada þá notið Dominion Ex-
press Company's Money Orders. útlendar
ávisanir eða póstsendingar.
LÁG IÐGJÖLD.
Aðal skrifstofa
482 Main St., Winnipeg.
Skrifstofur víðsvegar um borgina, og (
öllum borgum og þorpum víðsvegar um
^andið meðfram Can. Pac. járnbrautinni.
Cigtarverkir læknaðir.
Hin skjóta lækrúng, sem Cham-
berlain’s Pain Balm hefir veitt
þúsundum manna, er þjáðst hafa
af gigt, hefir gert þetta meðal
nafnfrægt. Það veitir bæði hvíld
og svefn. Fjöldi manna hefir
komist til fullrar heilsu, sem not-
að hefir þenna áburð. Til sölu hjá
öllum lyfsölum.
Múrbönd. Viöur. Þak-
spónn. Gluggar. Huröir og all-
ur innanhúss efniviöur.
Skrautgler ( blý- og kop-
arrömmum (Lead & Copper
Lights).
Nú fer húsasmíöi alment
aö byrja.
Áður en þér festiö kaup
annars staöar ættuö þér aö finna
okkur.
Vér getum gert yöur á-
nægöa bæöi hvaö gæöi og verö
snertir.
Skrifstofa og vörugeymsla
neöst á
HENRY AVE., EAST.
'PHONE 2511.
The Alex. Black
Lumber Co.. Ltd.
Verzla meö allskonar
VIÐARTEGUNDIR:
Pine,
Furu,
ledar,
Spruce,
Haröviö.
Allskonar boröviöur,
shiplap, gólfborö,
loftborö, klæöning,
glugga- og dyraum-
búningar og alt sem
til húsageröar heyrir.
Pantanir afgreiddar
fljótt.
rel4JS9«.
Higgins*& Gladstone st.
Winnipeg.
S. Anderson
HEFIR
Skínandi1 Y eggj a-
pappír.
Eg leyfi mér að tilkynna, að nú
hefi eg fengið meiri birgðir a::
veggjapappír en nokkru sinni áð-
ur, og sel eg hann með svo lágu
verði, að slíks eru ekki dæmi í
sögunni. T. d. hefi eg ljómandi
pappir fyrir ^yíc. strangann, og
svo fjölmargar tegundir með
ýmsu verði, alt að 80 c. strangann.
Verð á öllu hjá mér í ár er frá
25—30 prct. lægra en nokkurn
tíma áður. Enn fremur er hér svo
miklu úr að velja, að ekki er mér
neinn annar kunnur í borginni, er
meiri birgðir hefir. Komið og
skoðið pappírinn, jafnvel þó þér
kaupið ekkert.
Eg er sá eini Islendingur hér í
landi, sem verzla með þessa
vörutegund.
103 Nena Street.
..S. ANDE^SON.
The Winnipeg Paint4> Cilass. Co. Ltd.
Góður húsayiðurj
unninn og óunninn, bæöi í smá og
stórkaupum. Veröiö hjá okkur
hlýtur aö vekja athygli yöar. ^
Nauösynin á aö fá bezta efni-
viöian sem bezt undirbúinn er öll-
um augljós. Meö ánægju gefum
vér yöur kostnaöar-áætlanir.
The Winnipeg Paint & 6lass»Co. Ltd.^l
’Phones: 2750 or 3282
Voruhás á hornlnu á 9t
h Street ojr Oertrnd.
ve. Fort Rouge..
A E. BIRD
570 MAIN ST.
Gleðilega páska!
Þessa viku seljum viö meö eftirfylgjandi veröi.
KARLM. Box Calf Bal skó, mjög góöa tegund,Vanal.
$2.50. Nú.........................>..$2.00.
KARLM. Box Calf og Vici Kid Bal skór. Aöeins fáeinar
w stæröir, 9—11, eftir.Vanal. á $4.00 og $4.50.
Nú á............................$2.50.
KVENNA Dongola Bal skór, mjög þægilegir á fæti.
Vanal. $1.75. Nú á ...............$1.25.
KVENNA Dongola Bal skór meö patent tám.Goodyear
Welt sólar. Vanal. á $3.50. Nú á......$2.45.
Viö höfum til 410 pör af karlm. hönzkum sem viö
seljum nú mjög ódýrt.
A. E. BIRD
Eftirmaöur Adams & Morrison
-------------------------1
CANADA-NORÐVESTURLANDIÐ
beglto VTB LANDIðKV.
Af ölluat ááctlonum moB Jafnrl tðlu. aam tUhojm áambandástjórnlaiil.
I Manltoba, 8a.katch.wan og Albarta. nama t og 21, geta fjölákylduhöíu*
*ra «8a oldrl, teklB a«r 160 okrur fyrir helmllUréttarland.
Þa8 er a» eegja, eé landtB ekkl 18ur teklO. eCa sett U1 gtSu aí etjðralnnl
tll vlðartekju «8a einhvere annarm.
xmntmnr.
Uenn taega ehrtfa elg fyrlr landinu A þelrri landakrtfstotu, sem nseet
Uggur landlnu, eem tekiB er. MeB leyfl InnanríklsráBherrans, eBa lanflutn-
lnga umboBsmannrtne 1 Wlnaiyog, eSa n—ta Domlntop landsumboSsmanna
gsta menn gefl* ðBrum umboO Ul þeee aB ekrlfa tig fyrlr landL Innritunar-
gJaJdlB er »10.00.
HKIMTTTKRflTTAR-StTLDCR.
Samkrmmt nOgildaadi Iðgum, rerSa landnemar aS uppfylla hilmlltg
réttar-skyldur einar * einhvera af >elm vegum, eem fram eru teknlr I eft-
irfylgjandl tðluUBum. nefnllega:
X-—AB bfla á laadlnu og yrkja >a* a8 mlnsta kostl t sez mánuOl fl
hverju Arl 1 >rJ0 ár.
»•—Kf faSlr (eBa mOClr, ef faSirinn er Ifltlnn) etnhverrar peraöno, wn
he(ir rétt tU a* ekrtfa sig fyrtr heimllisrOttarlandl, bfr fl bflJðrB 1 nflgrennl
▼18 landlB, sem þvUlk persðaa heflr akrifaB slg fyrlr sem helmlllaréttar-
landl, >fl getur peraénan fullnmgt fyrlrmwlum laganna, aB >vl ar flbðS fl
landlnu snertlr flBur en afaalebröf er veltt fyrtr >vl, fl >ann hfltt aB hafa
helmiH hjfl fBBur alnum eBa möBur.
3'—Kf landneml heflr fengiB afealabréf fyrtr fyrrl helmillaréttar-bajQrO
einnl eBa aklrtelnl fyrtr aB afealabréflB vertU geflB flt. er aé undirrltaB I
samrtemi viB fyrirmmli Domlnlon laganna, og hoflr skrlfaB elg fyrir stBarl
helmllisréttar-búJflrB, þfl getur hann fullnegt fyrlrmælum laganna, aB þvt
er snertir flbflB fl landlnu (efBari helmilUréttar-búJörBlrml) &6ur en afsala-
bréf aé geflð flt, & þann hfltt aB búa fl fyrrt helmllisréttar-JörBlnnl, ef slBarl
helmlllsréttar-JörBin er i nflnd vlB fyrrl heimlUsréttar-JörBlna.
4.—Ef landnemlnn býr aB staSaldrl fl bflJörB, sem hann heflr keypt,
tekiB 1 erfSir o. e. frv.) I n&nd viS heimlUsréttarland þaS, er hann heflr
skrlfaC slg fyrir, þfl getur hann fullnsegt fyrlrmælum laganna, aö þvl or
flbflS fl helmilisréttar-JörBlnni enertlr, & þann h&tt &6 bfla & téBri elgnar-
JörB slnnl (keyptu l&ndl o. s. frv.).
BETDNI UM EIGNARBRÉF.
settl aB vera gerB strax eftlr aB þrjfl flrin eru ltBin, annaB hvort hjfl næsta
umboBsmanni eBa hjfl Inspector, sem sendur er tll þess aB skoBa HvaB fl
Iandinu heflr verlB unniB. Sex mflnuBum &Bur verBur maSur þö aB hafa
kunngert Domlnlon lands umboBsmanntnum I Otttawa þaB, aB hann ætll
sér aB blBJa um elgnarréttinn.
LEIDBEININGAR.
»
Nýkomnlr InnflytJendur ffl fl lnnflytjenda-skrlfstofunnl 1 'Wlnntpeg, og fl
Bllum Domlnlon landskrlfstofum innan Manitoba, Saskatchewan og Alberta,
leiBbeiningar um þaB hvar lönd eru ötekln, og allir, sem & þessum skrlf-
stofum vinna velta lnnflytjendum, kostnaBarlaust, leiBbeiningar og hj&lp tll
þess aB nft 1 lönd sem þelm eru geBfeld: enn fremur allar upplýsingar viB-
víkjandi ttmbur, kola og n&ma lögum. Allar slikar regiugerBlr geta þeir
fengiB þar geflns: einnig geta tr enn fengiB reglugerBlna um stjörnarlönd
Innan Jflrnbrautarbeltisins 1 Britlsh Columbia, meB þvl aB snfla sér bréflega
tll rltara innanrlklsdeildarlnnar 1 Ottawa, innflytJenda-umboBsmannsins I
Winnipeg, eBa til einhverra af Ðominion lands umboBsmönnunum 1 Mani-
toba, Saskatchewan og Alberta.
' þ W. W. CORY,
Deputy Mlnister of the Interior.
PÁLL M. CLEMENS
byggingameistari.
Bakbr Block. 468 Maim St.
WINNJ-riG Phone 488:
PRENTUN
allskonar gerö á Lögb#rgi,
fljótt, vel og rými’lega.