Lögberg - 12.04.1906, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL 1906
Nfr íslands uppdráttur.
Þetta er fyrsti hæða-uppdrátt-
ur, sem gerSur hefir verið af Is-
landi, bygður á 1,400 hæðarmaöi-
ingum, 800 eftir Þorv. Thorodd-
sen, 600 eftir Björn Gunnlaugs-
son og aðra, sýndur með 9 litum.
Þeir landshlutar, sem hafa hæð
frá o—100 stikur >38*4 þml.)
hafa grænan lit, og eru það undir-
lendin með fram sjónum og dal-
irnir, sem skerast upp í hálendið;
en ljósgrænan lit hafa þær spildur,
sem eru 100—200 st. háar; það
eru útjaðrar undirlendisins, sem
næst liggja hálendinu. Bleiki lit-
urinn tekur yfir stærst svið 200—
800 st. há; hann skiftist aftur í 3
litblæi, sem snögt á að líta virðist
sami litur.
Ljósbleikastar eru 200—-400 st.
hæðir; svo eru allir afréttir, sem
næst liggja bygðum; litið eitt
dekkri blæ hafa 400—600 stiga há-
ir landshlutar; þannig er efri hluti
afréttanna, en svæði 600—800
st. há hafa enn þá dekkri blæ, eins
og Stórisandur, Ódáðahraun og
svæðin næst jöklunum, og mikið
af hálendi Vestfjarða. Tangar úr
þessum bleika lit teygjast fram úr
hálendinu og afmarka skarpt fja'.l-
garðana, sem eru umkringdir af
græna litnum.
Leirgrá eru þau svæði, sem eru
800—1200 st. há, 800—1000 st.
ljósari, en 1,000—1,200 st. dekkri.
Þann lit hafa útjaðrar jöklanna,
mestur hluti Langajökuls og Eyja-
fjallajökuls, Gláma. Drangajökull,
Súlur, Hlöðufell, Fjórðungsalda,
Askja og mörg fleiri fjöill. Þau
eru eins og eyjar innan um hinn
bleika lit, og auka mjög á skýrleik
og fegurð uppdráttarins.
Loks hafa þau svæði, sem eru
1200—1500 st. há, rauðleitan lit,
daufan, er aftur hefir tvo litblæi,
dekkri 1500 st. og lítið ljósari þeg-
ar hæðin kemst þar yfir; svo eru
allir hájöklar landsins og auk þess
Snæfell, Dyngjufjöll, TröLla-
dyngja og Hekla; hæstu hnúkarn-
ir milli Skagafjarðar og Eyja-
fjarðar hafa einnig þennan lit.
A þenna uppdrátt hafa hinar síð
ustu leiðréttingar mælingamann-
anna dönsku verið settar . Skafta-
fellssýslur hafa því fleiri nöfn og
öðruvísi útlit en á gömlu uppdrátt-
unum. Skeiðarársandurinn og
Núpsvötnin hafa öll tekið talsverð
um breytingum, sömuleiðis Veiði-
ós og Kúðafljót. — Stöðuvötn 'og
ár eru með hvítbláum lit; svo er
einnig hafið kring um landið að
100 st. dýpi; bláan íit hefir 200 st.
djúp; 50 st.dýpi er sýnt með blárri
boglínu.
Þó mikil nafnafjöldi sé á þess-
um uppdrætti og mjög margar töl-
ur til að sýna hæðirnar, þá er
hann þó skýr og fallegur, og hefir
á sér hinn smekklega blæ, sem
Justus Perthes uppdrættir hafa að
jafnaði. Enginn uppdráttur, sem
gerður hefir verið af íslandi hing-
að til, veitir jafn góða hugmynd
um yfirborð landsins, eins og þessi
síðasti; það er eins og landið lyft-
ist upp fyrir augum manns með
öllum sínum ójöfnum, höllum, döl-
hnúkum og sléttum.
Óskandi væri, að hann kæmist
inn á sem flest heimili islenzk.
Einkum er það þó gleðiefni fyr-
ir alla þá menn sem fást við kenslu
að geta hagnýtt sér þennan upp-
drátt, því til kenslu ber hann mjög
af öiUum öðrum. Og þótt hann
kunni að vera heldur lítill á vegg í
stóra kenslustofú, þá eru litir hans
svo skýrir, að þeir bæta langsam-r
lega upp það, sem vantar á stærð-
ina.
Suðaustur af Breiðamerkur-
sandi út í hominu er lítill upp-
dráttur íslands, er sýnir bygt land
með grænum lit, en óbygðir hvít-
ari, en grasblettir aLla í öræfum og
óbygðum eru rauðir dílar hafðir
ti,1 að sýna. Það er góð leiðbein-
ing fyrir ferðamenn, til þess að
geta fundið áningastaði á hálendi
íslands.
Það fer að verða býsna mikið,
sem dr. Þorv. Thoroddsen hefir
starfað að því að auka þekkingu á
íslandi bæði utan lands og innan.
!Það er eigi að eins í jarðfræði, að
hann hefir aukið þekkingu manna,
heldur einnig í sögu og landafræði
íslands. Jarðfræðis uppdráttur
hans, sem hefir fengið maklega
viðurkenningu í útlöndum,má kall-
ast hið mesta stórvirki eftir einn
niann. Með Landfræðissögu sinni
hefir hann fylt upp stóra eyðu i
sögu landsins, sem ekkert var ritað
um nema í molum hingað og
þangað, og óhætt má telja eitt af
myndarlegustu og beztu ritum úr
sögu Landsins; og loks þessi hæða-
uppdráttur af landinu með öllum
þessum fjölda af hæðamælingum,
sem hefir þurft svo mikinn tíma til
og elju. Og þegar hér við bætast
ÖIl önnur rit og bækur á íslenzku
og útlendum málum, þá dettur
manni í hug starfsemi Guðbrands
biskups og Bjarnar Gunnlaugs-
sonar og annara beztu manna, sem
þjóð vor hefir átt; meðal þeirra
hefir Þorvaldur Thoroddsen áunn-
ið sér sæti.
Hæðauppdrætti þessum, sem hér
er getið, fyLgir bók, sem nú er að
koma út á þýzku eftir Þ. Th., og
heitir: Grundriss dcr Geologie und
Geographie von Island. Sú bók
verður meira en 40 arkir prentað-
ar með mörgum uppdráttum til
skýringar.
Vonandi koma þessir uppdrætt-
it í íslandslýsingu þeirri, sem dr.
Þorv. Thoroddsen er nú að rita
fyrir Bókmentafélagið.
Ö.
—Isafold.
------o-------
Ágúst Einarsson og íslenzkar
glfmur.
í síðasta nr. Heimskr. er all-
löng grein eftir A. E. um ís-
lenzkar glímur. Þetta mun vera
sami vindbelgurinn, sem var að
blása sig út Heimskr. fyrir hér
um bil ári siðan, en var þá ekkert
nema vindurinn eins og nú.
Öllum sem þekkja þenna Ágúst \
Einarsson mun blöskra sú fifl-
dirfska hans, • að setja sig í dóm-
ara sæti, þar sem allir vita, er
hánn hafa séð, að maðurinn hefir
vagl á öðru auga, en er rang-
eygður á hinu, og getur þar af
leiðandi ekkf litið nokkurn skap-
aðan hlut réttu auga.
Þó er þessi skepna einlægt að J
láta til sín heyra með aðfinning-
ai um hitt og þetta, sem hann ber
ekkert skynbragð á, og hlýtur því
að vera alt í senn, rangsýnn,
heimSkur og illa vaninn.
A. E. segist hafa verið hér á
tveimur Isl.dögum nfl. 1904 og
J9°5 °& séð ísl. glímur í Wpeg,
„sem hafi verið með gikkslegu
monti að eins til að sýnast. —og
stikli svo ótt og títt að fjórir fæt-
ur sýnist vera af jörðu og á, þó
að einn maður sé“ — átta fætur á
einum manni!! — I fyrri daga var
það kallaður fram úr skarandi fim
leiki í vopnaburði að láta sýnast
þrjú sverð á lofti í einu, en hvað
var það nú í samanburði við ísl.
glímurnar í Wpeg, þar sem einn
maður getur sýnt átta fætur í einu,
fjóra af jörðu og fjóra á jörðu.
A.E. ætti að fá einhvern þenn-
an fótfima landa til að takast á
hendur veðhlaup. Eg skal ábyrgj-
ast, að hver sá maður, sem getur
borið til fætur sína svo fljótt að
sýnst geti átta, fer fram úr hverj-
um H'esti, sem til er í veröldinni.
Dan Pach, sem er sá fljótasti
skeiðhestur, sem uppi hefir verið,
fer enska mílu á einni mínútu og
fimtiu og sex sekúndum, getur þó
aldrei látið sýnast nema fjóra fæt-
ur í einu, en landinn hér í Winni-
peg „fjórar af jörðu og á,“
„Á íslendingadögunum hér eru
þeir, sem eiga að dæma um hver
glími bezt, svo skyni skropnir, að
þeir banna þeim, sem , glima, að
viðhafa íslenzk brögð, svo sem
veltibragð, grikk, snarhandar-
bragð, handbragð, hnéhnikk og
ristarbragð. —Þeir eru ekki betur
að sér í íslenzku glímuiþróttinni
en svo, að þeir að eins þekkja hæl-
króka, klofbragð, mjaðmarhnikk,
sniðglimu, bolabragð og skessu-
bragð.“
segir meistari Ágúst Einarsson.
1904 var eg ekki viðstaddur
neinar iþróttir á ísld., en 1905 var
eg einn af þeim, sem dæmdu um
glímurnar, ásamt Jóni Samson og
Páli Magnússyni.
Hefði A. E. verið maður með
fullri sjón og rænu, hefði eg verið
fús á að eiga við hann orðastað
um glímur, bæði að fornu og nýju
og sýna honum fram á, að alt, sem
hann segir, er ekkert nema auð-
virðilegasta bull. En þessu er
ekki að fagna.
Maðurinn er ekkert nema vind-
belgur, sem eg ætla mér að stinga
á og hleypa úr vindinum, og fer eg
svona að því:
Annað hvort skal A. E. halda
sér algerlega saman viðvíkj-
andi glímum og glímulögum, eða
reyna sig við einhvern af okkur
þremur, sem vorum dómarar á
síðasta Isl. daginn. Hann getur
þá fengið reynslu fyrir því, hvað
vel við erum „að okkur“ í íslenzk-
um glímum.
Wpeg, 9. Apríl 1906.
5. /. Austmann.
------o------
Vernd barnanna.
Baby’s OwnTablets eru hið eina
meðal, sem mæðurnar hafa vitnis-
burð efnafræðings stjórnarinnar
fyrir sér í því, að ekki hafi inni að
halda nein eitruð, deyfandi efni,
og sé að öllu leyti óskaðlegt. Er
þetta rnjög mikils virði fyrir allar
þær mæður, sem láta sér ant um
framtíðarvelferð barnanna sinna.
Þessar tablets eru jafn hæfilegt
meðal fyrir smábörn eins og stálp-
aða drengi og stúlkur, og lækna
alla hina rninni háttar barnasjúk-
dóma, sem jafnan fylgja æskuár-
unum. Mrs. W. J. Macintosh,
Clam Harbor, N. S., segir: „Eg
hefi notað Baby’s Own Tablets
við vindþembu, uppsölu, og kvef-
sjúkdómum, og þær hafa reynst
mér ágætlega. Eg þakka þessum
Tablets algerlega hvað drengur-
inn minn nú er heilsugóður.“ —
Skynsöm móðir hefir ætíð þessar
Tablets við hendina. Þær fást hjá
öllum lyfsölum, eðæ sendar með
pósti frá „TheDr.WilIiams’ Medi-
cine Co., Brockville, Ont.“ fyrir
25C. askjan.
PLUMBING,
hitalofts- og vatnshitus.
The C. C. Young Co.
71 NENA 8T.
’Phone 3000.
Xbyrgð tekin á að verkið sé vel af hendi
leyst.
MUSIK.
Við höfum til sölu alls konar hljóðfæri
og söngbækur. Piano. Orgel. Einka agent-
ar fyrir Wheeler & Wilson saumavélar.
Edisoas hljóðritar, Accordeons og harmo-
nikur af ýmsum tegundum. Nýjustu söng-
lög og söngbækur ætíð á reiðnm höndum.
Biðjið un skrá yfir ioc. söaglögin okkar.
Metropolitan Music Co.
537 MAIN ST.
Phone' 385 1.
Borgun út f hönd eöa afborganir.
Orr. Shea.
Plumbing & Heating.
-----o----
625 WiHiam Ave
Phone 82. Res. 3788.
Þá sem ætla sér að senda mér
peninga fyrir farbréf handa vin-
um eða vandamönnum þeirra á
íslandi, sem setla að koma í sumar
komandi, vil eg minna !á, að þeir
þurfa að gera það sem allra fyrst,
svo farbréfin komi í tíma til mót-
takenda.
H. S. BARDAL."
Cor. Elgin ave and Nena st.,
Winnipeg,
W, Meech,
339 Elgin Ave,
J. V. Thorlakson,
662 Langside St*
The WINMPEG DRAY CO.
FLYTJA HÚSBÚNAÐ OG PIANO’S.
Baggage Transfer, — Verzla með alls konar ELDIVIÐ sagaðan
og ósagaðan.
Horninu á ARTHUR & NOTRE DAME.
MEECH cSc THOIJLAKSON
----------eigendur.--
’Phone 4352.
WINNIPEG.
*
KOSTABOÐ
TIL NÝRRA KAUPENDA LÖGBERGS
í
$
|
\
*
Nýir kaupendur Lögbergs, sem borga $1.50 fyrir-
fram, fá blaðið frá bvrjun sögunnar Gulleyjan og til
næstu áramóta, og eina—hverja sem þeir kjósa sér—
af sögunum
Sáðmennirnir................... 50C. virði
Hvíta hersveitin................50C. virði
Höfuðglæpurinn................. 50C. virði
Rudloff greifi '................50C. virði
Lúsía...........................50C. virði
Svikamylnan.....................50C. virði
Hefndin ........................45C. virði
Páll sjóræningi og Gjaldkerinn.. 40C. virði
Ránið...........................30C. virði
Nýir kaupendur Lögbergs, sem borga $2.00 fyrir
fram, fá blaðið frá'byrjun sögunnar Pulleyjan til 1.
Apríl 1907 og hverjar tvær af sögunum, sem þeir
kjósa sér.
Gætiö þess, að í ölium tilfellum verður full borg-
un að fylgja pöntuninni og hún að komast í hendur
félagsins því að kostnaðarlausu.
Eftirspurnin eftir sögum Lögbergs eykst óðum
og eftir lítinn tíma verða þær upp gengnar.
Kaupið því Lögberg nú, á meðan þér eigið kost
á að ná í eina eða tvær sögur fyrir ekkert.
Peningana má senda í registeruðu bréfi, sé ekki
silfur sent; annars er bezt að kaupa Postal Note.
Þær fást á hverju pósthúsi.
Utanáskrift:
The LÖGBERG PRINTING & PUB. Co.
Box 136 Winnipeg, Man.
í
t
í
i
“EIMREIÐIN”
FJölbreyttasta eg ekemUlegasta
tfmarlUÖ & lelenzku. RitgerClr, eö*-
ur, kvæöl myndir. Verö 40c. hvert
hefti. Fæst hjá H. S. Bardal og 8.
Bergmann.
The Northern Bank.
Utibúdeildin á horninu á Nena
St. og William Ave.
Rentur borgaöar a£ innlögum. Ávísanir
gefnar á Islandsbanka og víösvegar um
heim
Höfuðstóll $2,000,000.
AOalskrifstofa í Winnipeg,
Sparisjóösdeildin opin á laugardacs-
kvöldum frá kl, 7—9. 5
THE CANADIAN BANK
Of COMMCRCC.
á horninu á Ross og Isabel
Höfuðstóll: $10,000,000.
Varasjóður: $4,500,000.
» SPAItlS J ÓÐSDEILDIN
Innlög $1.00 og þar yfir. Rentur
lagöar viö höfuöst. á sex mán. fresti.
Víxlar fást á Englandsbanlcu,
sem eru borganlegir á fslandl.
AÐALSKRIFSTOFA 1 TORONTO.
Bankastjórl I Winnlpeg er
Thos. S, Strathalrn.
THE DOHINION BANK.
á horninu á Notre Dame og Nena St.
Alls konar bankastörf af hendi
leyst.
_ Á vísanir seldar á banka á Islandi, Dan-
mörku og í öörum löndum Noröurálfunn-
ar.
Sparisjóðsdeildin.
Sparisjóðsdeildin tekur við innlög-
um, frá $1.00 aö upphæð og þar yfir.
Rentur borgaöar tvisvar á ári, í Júnl
og Desember.
Imperial BankofCanada
DHöfuöstóll (subscribed) $4,000,000.“^»»
Höfuöstóll (borgaður upp) $3,900,000.
VarasjóöurBfc - $3,900,000.^^^;
Höfuðstóll (borgaður upp) $3,880,000
Varasjóður _ $3,880,000
Algengar rentur borgaöar af öllum
innlögum. Avísanlr seldar á bank-
ana á fslandi, útborganlegar 1 krón.
Otibú I Winnipeg eru:
AÖalskrifstoían á horninu á Main st.
og Bannatyne Ave.
N. G. LESLIE, bankastj.
Noröurbæjar-deildin, á horninu á
Maln st. og Selkirk ave.
F. P. JARVIS, bankastj.
Dr.'M. HALLDORSSON,
PARK RIVER. N. D.
Er aö hitta á hverjum mlövikudegi
I Grafton, N.D., frá ki. 6—6 e.m.
GOODALL
— ljósmyndari —
að
616K Main st. Cor. Eogan ave.
Hér fæst alt sem þarf til þess atS
búa til Ijósmyndir, mynda-
gnllstáss og myndarammar.
ittHIÍ ORKAR 1
MORRIS PIANOJ^T
Tónninn og tilflnningin er fram-
leitt á hærra stig og með meiri llst
heldur en ánokkru ööru. Þau eru-
seld meö góðum kjörum og ábyrgst
um óákveðinn tlma.
Pað ætti aö vera á hverju helmilL
S. L. BARROCLOUGH & CO.,
228 Portage ave., - Winnlpeg.
Vörumar fást lánaðar, og með
vægum borgunarskilmálum.
New York Furnishmg Höuse
Alls konar vörar, sem til hú*-
búnaðar heyra.
Olíudúkur, linoleum, gólfdúk-
ar, gólfmottur, glvjggatjöld, og
myndir, klukkur, lampar, borð,
dúkar, rúmstæði, dýnur, rúmteppL
koddar, dinner sets, toilet sets,
þvottavindur og fleira.
JOSEPH HEIM.
eigandi.
Tel. 2590. 247 Port agt m
Thos. H. Johnson,
Islenzkur lögfræðlngur og mála-
færslumaður.
Skrifstofa:— Room 33 Canada Life
Block, suöaustur horni Portage
avenue og Main st.
Utanáskrift:—p. o. Box 1364.
Telefón: 423. Winnipeg, Man.
H. M. Hannesson,
íslenzkur lögfræðingur 0g mála-
færslumaður. Skrifstofa: 502
Northern Bank BuilÖing, Cor.
Port. Ave. and Fort St.,Winnipeg.
Telefón 2880.
Jfimtib cfttu
— því að —
EfldB’sBuogingapappir
Sddur húsunum heituml og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn-
um og verðskrá til
TEES & PERSSE, Ltd.
áoBNTS, WINNIPEG.
Stærsta Skandinavaverzlunin í Canada.
Vér óskura eftir viðskiftum yðar. HeHdsala Jog smásala á innfluttum, lostætum
matartegundum. t. d.: norsk KKKogKKKK spiksíld, ansjósur, sardínur, fiskboll-
ur, prímostur, Gautaborgar-bjúgu, gamalostur, rauö-sagó, kartöflumjöl og margskon-
ar grocerie-vörur
The GUSTAFSON-JONES Co. Limited,
325 Logan Ave. 325
Brúkuð töt.
Agæt brúkuð föt af beztu teg-
und fást ætíB hjá
Mrs. Shaw,
488 Notre Bame ave., Winnipeg*
Höfuðverkur kemur af óreglu í
maganum og læknast að eins með
Chamberlain’s Stomach and Liver
Tablets. Seldar hjá öllum lyfsöl-
um.