Lögberg - 16.08.1906, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.08.1906, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. ÁGÚST 1906 DENVER og HELGA eða VIÐ ROSSNESKU HÍRÐINA. SKÁLDSAGA eftir ARTHUR W. MARCHMONT. „Vélabrögð ?“ í>að var Helga, sem sagði þetta. En Boreski leit Éil hennar mjög vandræðalega, og var auðséð, að i tiann var eittkvað smeikur. Svo dró hann upp vasa- klútinn sinn og þerði svitann af enninu á sér. „Já, vélabrögð, mademoiselle,“ svaraði eg með fjaegð. „Mr. Boreski veit vel hvað eg á við.“ Þetta iieyddi fiann til að taka til máls, en hann var skjálf- raddaður og hikandi. „Mér er ekki mögulegt að átta mig á, við hvað |>ér eigið.“ Eg anzaði honum ekki strax en horfði fast á íiann þangað til hann leit undan. „Yður berast svo margar fregnir frá hinum Sjölfróðu boðberum yöar, að þér hljótið, að geta fariS nærri um þetta. Eigum við að tvöfalda upp- hæðina og ónýta giftingarleyfið ?“ Hann handlék vasaklútinn sinn um hríð. Siðan fleygði hann honum frá sér, og þó eg sæi, að hann fceki það ákaflega nærri sér, sagði hann loksins, meö ólundar þráa. ,.Eg hefi áður skýrt frá skilmálum þeim, er eg set, og það er búið að ganga að þeim.“ „Það skal standa ef yður sýnist svo. En eg býst við, að yður sé það ljóst, að án sakaruppgjafanna, eða yfirhylmingarinnar, sein eg nefndi áðan, og fylgdi með, ef þér hefðuð gengið að síðastá boði jnjnn—hlýtur jafnvel eiginmaður hinnar ættgöfugu Stefaníu hertogafrúar, að verða að svara til saka sínna og athafna." Eg var að gefa honum síðasta tækifærið til að ákveða sig, og hann var nú á báðum áttum. „Þér berið fram þungar ákærur býsna léttilega, Mr. Denver,“ sagði Helga, sem aftur léði Boreski fylgi sitt. „Haldið þér, ef til vill, mademoiselle, að viö get- i,m ekki sannað þær?“ Eg horfði beint framan í hana. Eg sá ve! hvað Boreski leið, en hún átti hægra með að dylja tilfinningar sínar. Þannig er eðli Rvenna. Hún horfði ekki eins fast á mig og áður, £ór að brosa og sagði: „Hvernig verður Bandaríkjamönnum við, þegar f>eír reka sig á það, að þeir hafa verið að berjast við skuggann sinn?“ „Þeir þykjast góðu bættir, ef því fylgir saklaust kvenmanns bros, mademoiselle/ svaraði eg léttilega. „En hvað getur verið hættulega en kvenmanns- &rosið, Mr .Denver?“ „Níhilismus karlmannsins t. d„ mademoiselle — En hér eru skjölin, Mr. Boreski, Hér með veitist tmér sú ánægja að ávarpa yður sem greifa; sömuleið- ís að fá yður í hendur giftingarleyfið ásamt með á- vísan, er nerntir einni miljórf rúbla, og ætlast er til að swrSi morgungjöf hertogafrúarinnar, ánöfnuð af hin- csn fémilda keisara. Hvar eru skjölin, sem eg á að taka á móti?“ Hann stakk hendinni í vasa sinn. „Eg—“ hann þagnaði skyndilega og virtist luka síg. „Eg — eg skal koma með þau. Viljið þér leyfa .mér að sækja þau?“ Hann var nú búinn að ná sér aftur. , ^já, þér megið fara, til að sækja skjölin — og -víljiö l>ér sömuleiðis sjá um, að vagninn minn sé reíðubúinn ?“ I>egar liann stóð á fætur, sá eg að Helga og hann litu hvort til annars með þýðingarmiklu augna- ráði. Og svo vorum viö Helga eftir tvö ein. Alt hafði gengið nokkurn veginn slysalaust, enn sem komið var; en öneitanlega var hér um margt að •ræða. sem eg gat engan veginn skilið enn þá, svo eg sneri mér að Helgu til að spyrja hana, og reyna að xra'ðast um ýmislegt, sem mér var í hug að fá að v- V. KAPITULI. *c*- Keisarinn yfirbugafiur. Helga leit djarflega framan í mig, og rétt þegar var i þann veginn að bera upp fyrstu spurningu nína. datt mér nokkuð í hug. Það var undarlegt, að hann skyldi ekki hafa haft skjölin með sér, þegar hann fór til fundar við mann, sem hann hélt að væri keisarinn. Eg mintist á það við hana. í stað þess að svara, horfði hún framan í mig brosandi. Hafi hún ekki þekt það olurvald, sem fylgdi brosi hennar, þá var eg orðinn var við það, og gerði það mig ráðþrota. „Þér eruð að reyna að draga dár að mér,“ sagði eg' „Hvers vegna voruð þér svona harður við aum- ingja Boreski, og livers vegna—“ hún hikaði til að geta lagt enn meiri áherzlu á síðari setninguna — „hvers vegna, segi eg, grunið þér okkur um, að viö séum nihilistar?“ \ „Yður? Eg hefi aldrei int i þá átt, hvað yður snertir. Það var Boreski, sem átti Það.“ „Mælið þér nú af einlægni, herra Bandaríkja- maður?“ Það lá töluverð ákærumeining í orðum hennar, hvern svo sem luin luigði mig vera. „Staðhæfing yðar mundi sannfæra mig þessu viðvíkjandi.“ „Yður ferst laglega að sveipa getsakir yðar i méinleysishjúpi. En skjall yðar stingur mann eins og nálaroddar.“ „Fanst yður það skjall- líkast stingandi nálar- oddum, þegar eg sagði að eg hefði óbilandi trú á staðhæfingum yðar ?“ „Ef eg gæti verið viss um það, bara að að eg gæti verið viss um það,“ hrópaöi hún og sló saman höndunum í mikilli geðshræringu. „Hversvegna skylduð þér þurfa að efast um þaö ?“ Iiún sneri sér beint á móti mér. „Vegna þess að þér þekkiö mig ekki, vegna. þess—“ hún lauk ekki við setninguna, en sagði síöar með mikilli áherzlu og sannfæringarkrafti. ,,Eg er enginn níhilisti, og Mr. Boreski ekki held- ur.“ „Og hefir hann ekkert haft saman við þá að sælda?“ Eg var viss um að hann var ekki saklaus af því. „Eg meina svo yöur sé kunnugt um.“ „Þér spyrjið eins ákveðið og lögmaður fyrir rétti.“ Það brá fyrir reiðisvip í fallega andlitinu á henni. „Ef við hofum haft nokkuð saman við þá að sælda, hefir það verið vegna þess, að það hefir ver- ið óhjákvæmilegt, og eg hefi engin önnur ráð haft.“ „Eftir því að dæma eruð þér ekki hræddar við að brenna yður þó að þér leikið með eldinn. Mér þykir fyrir, að hafa hlustað á það, sem þér hafið sagt.“' „Eg er ekki hrædd við nokkurn hlut, sem hjálp ar mér til að koma fram fyrirætlunum mínum.“ „Eg hefi samt aldrei heyrt, að nihilistar hafi hjálpað nokkrum manni, til nokkurs skapaðs hlutar.“ „Eg vel meðul mín og geng þann veg, sem mér sjálfri þókrast,“ svaraði hún þrákelLnislega. „Eg get trúað þvt; en eg er ekki að áfella yð- ur; óþarft er og fyrir yður að afsaka vður—fyrir mér. Eg er sannfærður um að hvað, sem þér hafið gert, í því efni, þá hafið þér hlotið að vera nevddar til þess, og álitið yður skylda til þess, undir þeint kringumstæðum—alt vegna þeirra mikilvægu fyrir- ætlana, sem þér mintust á.“ „Þér spyrjið ekki hverjar þær séu? Eg býst ekki vjð að þér hirðið að vita neitt um þær. Eigi að síður—nú lá við að kæmi grátstafur í kverkarnar á henni, og hún endaði þenna setningar stúf með þungu ándvarpi. „Eg leit svo á, að það væri réttara af mér að spyrja yður ekki um það„“ sagði eg eftir litla þögn. Eg var nærri búinn að gleyma því, vegna samúðar- þelsins, sem eg bar til hennar, að eg hafði enn eng- an rétt til að vita um þetta leyndarmál. „Nær kemur Mr. Boreski aftur?“ „Fvrirætlanir mínar eru hefnd,“ hrópaði hún með miklum ástriðuákafa. Það sló fölleitum bjarma á andlitið og augun sýndust bæði stærri og skýrari en áður. því að það tindraði úr þeim heiftareldur. „Já, eg liygg á hefndir fvrir grimmúðugan og blevði- mar.nlegan glæp, níðingsverk, sem kvenmaður hefir kvalist af heiskara og sárara en nokkur önnur mann- cskja á jörðunni, og fvlt hefir hjarta hennar með brennandi og óslökkvar.di reiði.“ ,.Eg bið yður, mademoiselle. að skýra mér ekki írekara frá þessu sorglega efni,“ sagði eg aiidmæl- andi. „En nú vil eg segja yður frá því! Eg verð, eg hlvt að gcra það. Potturinn og pannan í þvi öllu er þorpari sá, sem þér hafið glæpst á að veita tíltrú yðar öllurn öðrum fremur. Níðingurinn er Kalkov prinz. Og maðurinn.sem óréttinn leið, er—“ hún þagnaði og ’eit til min titrandi af geðshræringu, efasemi og ótta, og bætti síðan við með lágri rödd: —„hinn maður- inn er, Boris Lavalski prinz.“ Eins og ræður að likindum, hafði eg aldrei heyrt það mannsnafn áður, gat jþví ekki skilið hvernig stóð á því, hve æst hún var. tlún stárði nærri bví áferg- islega á mig, til þess að reyna að sjá á mér einhvern, vott um að eg kannaðist við þetta mál; en þegar það tókst ekki, drógust skuggar yfir andlit hennar og hún varð náföl eins og .líkneski dauðans. „Boris Lavalski prinz,“ endurtók eg. „Ó, drottinn minn, að hatrið skuli geta verið orðið svona magnað 1“ hrópaði hún í ógurlegri ör- væntingu. Svo lnildi hún andlitiö í höndum sér, og \'arð gagntekin af svo sárum harmi, að eg datrðkendi í brjósti um hana. Hún sat þarna í nokkrar mínútur, yfirkomin af hrygð og hugarangri. Og mér leið illa þessar mín- útur, því að eg vissi ekkert livað eg átti að gera, eða segja, þó eg feginn hefði viljað Játa einskis þess ó- freistað, sem í mínu valdi stóð, til þess að gera sorg hennar léttbærari. Svo fékk viljaþrek hennar vald yfir tilfinningun- um. Flún stóð á fætur, og leit upp. Eg varð hissa af að sjá breytinguna. Flún var tekin til augnanna, drættir í andlitinu á henni, og svo föA var hún á- sýndum, að jafnvel varirnar, sem titruðu enn af ný- niðurbælda ekkanum, sýndust nær því blóðlausar og gulbleikar. „Þannig er því Þá varið, monsieur; þér eruð ó- vinur hans — og minn,“ mælti hún lágt, og var fast- mæltari en venjuAega. Enn eruð þér talsmaður svik- ráða þrælmennisins, sem valdið hefir allri ógæfunni. \ ið verðum því að halda áfram baráttun,ni.“ „Eg skil alls ekkert, hvað þér eruð að fara, ma- demoiselle. Eg kalla hinn alvisa til vitnis um það, að eg er ekki óvinur yðar; þvert á móti væri mér ekkert kærara, en að geta verið vinur yðar, og ef—“ „Það er ómögulegt, monsieur," greip hún frain í fokvond. „Á Mr. Boreski nú að koma inn aftur?“ „Eg hefi beðið eftir honum.“ „F2g sendi hann burt til þess að fá næði til, að ræða þetta mál við' yður.“ Hún studdi fingrinum á bjölluna, og sá að hún sló tvö högg. „Eg vissi ekki, að þér voruð húsbóndi hans,“ sagði cg. „Það er margt, sem þér vitið ekki, liklega jafn- vel fleira, en það sem þér viljið ekki muna, eða lang- ar helzt af öllu til að gleyma.“ Það var fyrirlitleg beiskja í rödd hennar. „Eg fullvissa yður—“ „F.r það nauðsynAegt, monsieur?“ mælti hún, svo háðslega, að eg fyrirvarð mig meira en frá verði sagty Eftir það ræddumst við ekkert við þangað til Boreski kom inn. Strax og hann kom inn í dyrnar leit hatin flóttalegum og spyrjandj augum til Helgu. „FTans Hátign er mjög áfram um að afljúka er- indi sínu, Mr. Boreski.“ Hann virtist rá.ða af orðum hennar og lát- bragði, hvernig ástatt var. Það var ekkert efamáA, að nú var einhver breyt- ing i nánd, og eg beið hennar eftirvæntingarfullur. Boreski sýndi mér sömu virðingu og undirgefni og áður, og eftir að hafa beöið mig leyfis settist hann niður og tók upp skjölin. „Hér eru skjöl þau, sem keisarinn vill fá,“ mæAti hann. „Fáið niér þau,“ og eg rétti um leið fram hend- ina, til þess að taka á móti þeim. En hann vildi ekki sleppa þeim við mig. „Allra þegnsamlegast leyfi eg mér að fara fram á, að mér sé fyrst leyft að líta í skjöl þau, er þér haf- ið með yður mér til handa, monsieitr! SkyAdi yður virðast það ósanngjarnt, leyfi eg mér að benda yður á, að Kalkov prinz er einu sinni búinn að svíkja mig 1 í trygðum á þessu kveldi. „Þér eruð varkár, P.oreski greifi.“ Hann roðn- aði af ánægju þegar eg ávarpaði hann með þessum nýja titli hans. „En hvers vegna skyldi eg þá heldur eiga nokkuð á hættu með aö fá yður mín skjöl í liendur? „Þér mintust á. trygðarof; en cru skjöl yð- ar ekki stolin? Þcim hefir verið náð með enn óheið- arlegri meðulum en svikum, eins og þér vitið. Hvers vegna ætti eg þá að eiga nokkuö undir dánumensku yðar?“ „Þá er eg hræddur um, að við getum engin kaup átt,“ svaraði hann, hneigði sig kurteislega, og sló út höndunum. „Þar skjátlast yður. Fáið MademoiselAe Helgu í hendur skjöl þau, er þer hafið.“ Svo sneri eg mér aö henni og sagði: „Eg vona að þér gerið svo vel og takið við skjölunum, mademoiselle, og fáið mér þau, þegar þessi varkárni gentlemaður hefir fullviss- að sig um, að ekkert sé við skjöl mín að athuga.“ „Meö leyfi yðar læt eg yður vita, að þetta mál kemur mér ejdeert við,“ svaraði hún'kuldalega. „Það litur út fyrir, sem þið bæði tefjið svo fyrir máli þessu, sem ykkur er mögulegt.“ Ilelga ypti öxlum, en Boreski sAó enn einu sinni út höndunum andmælandi og sagði: „Eg leyfi mér, lotningarfylst, að taka það fram aftur, að eg álít það ekkert ósanngjarnt, né heldur neinar vöflur, þó eg fari fram á,; að fá að sjá skjöl, sem eru jafn áríðandi fyrir mig og þessi.“ Eg hugsaði mig um stundarkorn. S.lepti eg mínum skjölum, án þess að fá hin í skiftum, mátti eg búast við einhverjum undanbrögðum af Boreski; og jafnvel að missa mín skjöl algerlega án þess að fá nokkuð í staðinn. Hins vegar var uppástunga hans engan veginn ósanngjörn. En þá datt mér alt i einu í hug ráð til að losna úr þessari klípu. Eg mintist þess að eg var vopnaður. „Gott og vel. Þér getið fengið skjölin,“ mælti eg, ýtti þeim með hendiniti yfir að bórðsröndinni, sem hann sat við, stóð á fætur og nam staðar milli hans og dyranna. „Það er ekki ofsögum sagt af traustinu, sem þér berið til okkar, monsieur,“ sagði Flelga gremju- lega. „Finst yður þetta mælt af saiyngirni Eg bauð að fá yður skjölin til geymslu. því að eg treysti yður fullkomlega til að pretta mig ekki. En þér svöruðuð því, að þetta væri yður öldungis óviðkomandi mál. En hér á eg nú við handhafa stolnu skjalanna?' „Og það sýnist svo, sem þér dæmið Mr. Boreski eftir framkomu þeirra manna, er þér hafið nánustu umgengm við og sækið flest ráð yðar í. Þess vegna er yður vorkunn þó þér séuð æði tortrygginn nú,“ mælti húti meö mikilli beiskju. „Reiði vðar og ósanngirni hleypur nú með yður í þær gönur, að orð yðar geta ekki skoðast svara- verð,“ mælti eg. Boreski grandskoðaði skjölin hvert á eftir öðru. Alt í einu sá eg að honum brá, og hann tók frá það skjalið, sem hann var að lesa. Eg fór að furða mig á því, ef liann skyldi hafa orðið var við, að eitthvert þeirra væri falsað. „Hér er einn stórvægilegur hængur á, og enn fremur annað athugavert atriði, sem ekki er eins þýðingarmikið,“ sagði hann að síðustu og rétti skjala strangann að mér. Ávísunin lá efst skjalanna. „Þessi ávísun er dagsett þrem dögum eftir daginn í dag.“ Eg tók við skjölunum 0g settist aftur niður. „Ástæðan fyrir því er auðsæ. Ávísan þessi á að heita morgungjöf konuefnis yðar, og af þvi Aeiðir, að fjárupphæðin felltir í gjalddag á giftingardegi yðar og fyr ekki.“ „Eg felli mig ekki við þá kosti, og því síður dag- setningaratriðið.“ Þetta var einmitt það, sem eg hafði bent Kalkov prinz á, og nú sá ég éngin ráð til að kippa þessu í liðinn. „En hvert er hitt atriðið, sem minna er áríð- andi?“ „Það er viðvikjandi giftingarleyfinu. Skjal það er dagsett, en eigi sú dagsetning að hafa nokkra þýðingu, þá hefði hún átt að vera sett þrem vikum fyr.“ „Hvers vegna?“ Hann skotraði augunum yfir til Helgu, þegar eg l>ar upp þessa spurningu, en hún ypti öxlum og mælti: „Eg veit ekki hvers vegna þér skylduð þegja vfir því. Þar er einmitt sönnun fyrir því, að um- kvartanir yðar eru á góðum rökum bygðar.“ „Stefanía hertogafrú er nú þegar orðin konan mín, monsieur,“ mælti Boreski. „Ekki er ykkur gaman,“ hrópaði eg öldungis hissa. „Þetta gerir heldur en ekki breyting í mál- inu.“ „Það gerir óhjákvæmilegt, að dagsetning leyfis- ins sé færð aftur í tímann, svo sem gifting okkar seg-< ir til, og fjárupphæðin greidd þegar i stað.“ „Enn fremur sýnir framkoma yðar það, að þér hafið anað að þessu í blindni og ráðleysi. Með þessu hafið þér svift hertogafrúna eignum hennar, þar eð þér hafið kvænst henni í leyfisleysi mínu — í leyfis- leysi keisarans.“ Að svo mæltu vafði eg saman skjalastranga ininn og stakk honum í vasann. „Mótmælalaust sýnir þetta nýja og hugðnæma hlið á málinu,“ mælti Helga brosatidi. „En þetta rýrir þó á engan veg gildi skjala þeirra, sem eg hefi nú í höndum,“ mælti Boreski og liélt á lofti skjö.lum sínum. Þó eg væri dauður út boritin átti eg engan kost á. að ráða fram úr þessum vandræðum. Hefði eg verið keisarinn sjálfur, var mér það mögulegt, með því að Aáta Kalkov prinz fá vitneskju um þetta, og skipa honum að greiða féð þegar í stað, og í annan stað að rita nýtt giftingarleyfi handa Boreski. Hefði eg getað gert þetta hvorttveggja, mundi mér hafa verið innan handar að ná i skjöl þau, sem eg var sendur eftir. En nú þóttist eg viss um, að Kalkov prinz mundi bara lilægja að því, ef eg sendi áskorun til hans, um að greiða út fjárupphæðina, en hins vegar var ó- mögulegt fyrir mig að skrifa nokkuð undir nafm keisarans, án þess að rithandar munur minn og hans kæmi í ljós. .

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.