Lögberg - 16.08.1906, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.08.1906, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. AGÚST 1906 Landst jóra-fvrirkoniulasiö, Öll íslenzku blööin hafa fjallaö um þetta mál meira og minna í alt vor og sumar. Til j-jess nú aö gefa löndum vorum hér vestra kjarnann úr þeim umræðum, hefir oss virst viðurkvæmijegt, að birta ritgeröir beggja aðal - flokksforingjanna ís-> lenzku, um þetta mál, þeirra Björns Jónssonar ritstjóra „Isa- foldar“, og Jóns Ólafssonar ritstj. „Reykjavikur“. Það hefir dregist að þessu aö koma nefndum rit- gerðum að í hlaðinu vegna rúm-> leysis, og er því fyrri greinin orð- in fyrnt nokkuð, rituð eins og hún ber með sér, æði löngu áður en þingmennirnir í&lenzku lögðu á stað til Khafnar. Gildi henn- ar eða skýrleiki liaggast engan veg- inn fyrir það. Hin ritgerðim er ný-> komin út nú. Landstjóra - fyrirkomulagið eftir ísafold. /. Það er nú að komast á dagskrá. Verði nokkuð úr för einhverra minni hlutamanna til Danmerkur í sumar, í sambandi við konungs heimboðið svo nefnt, eftir tillögu Þjóðræðisflokksstjórnarinnar, — skipa gerir hún hvorki né getur—, verður því vafalaust hreyft þar. Og fái það sæmilegar undirtekt- ir, tekur þjóðin það óefað upp aft- ur. Hún hefir aldrei frá þvi horfið öðru vísi en að sinni. Og trúir og einlægir talsmertn hennar á þingi og utan þings, fölskvalausir stjórnfrelsismenn, hafa aldrei hafnað því öðru vísi en í bili, til þess að komast eitt-» hvað dáJítið áleiðis, út úr verstu ógöngunum. Síðasta skifti, sem þeir höfðu meiri hluta á Þingi, 1901, og sam- þyktu öðruvísi lagaða stjórnarbót, vegna fullrár vissu, er þeir hugðu vera, um að ekki fengist meira þá, kváðu þeir svo að orði (í ávarpi efri deildar til konungs):, að stjórnarskipun íslands sé þá fyrst komin í það horf, er fuLlkomlega samsvari þörfum vorum, þegar æðsta stjónr landsins í hinum sér- staklegu málefnum þess er búsett hér á landi." Þar með áttu höfundar ávarpsins ekki við kák-búsetu þá,sem vér vor- um síöan látnir fá, ráðgjafabúsetu í orði, heldur fullkomna stjórnarbú- setu: landstjóra með ráðgjöfum. En samið var ávarpið í samráði við Framsóknarflokksmenn alla i báð- um deildum. Vegna fullrar vissu, — segjum vér. Alt til þess tíma hafði sem sé helztu mönnum beggja sjómmála- flokka í Danmörku borið alveg saman um það, að færslu stjórnar-< innar inn í landið mundu engir danskir valdhafar aðhyJlast nokk- urn tíma. Það þvldi ekki „eining ríkisins". Það stóð lika heima: vinstri- mannastjórnin, sem við völdum tók sumarið 1901, var sama sinnis og sömu skoðunar og fyrirrennar- ar hennar, rammir hægrimenn, þ. e. meiri hluti hinnar nýju stjórnn ar. Hún aftók það, er slegið var upp á því við hana um haustið, eft- ir þing, að hún ætti nú að bjóða íslendingum landstjórafyrirkomu-< Iagið, til þess að gera þá ánægða. Henni var gerð grein fyrir því, að það eitt kölluðu þeir innlenda stjórn, eða eitthvað því um líkt. En meiri hluti ráðaneytisins nýja varð á bandi með Alberti, ís- lands ráðgjafanum svonefndum, um að .leiða Islendinga af með því að skrifa sérráðgjafann nýja í Reykjavík, en láta hann eftir sem áður í raun réttri eiga heima í Khöfn, hafa hann þar í rikisráði og í samvinnu við hina ráðgjafana, gefa þeim kost á að hafa hönd í bagga með honum um alt, sem þeir hirtu minstu vitund um að skifta sér af. Með því kænskuráði græddu þeir og það, að demba má.tti lands-< stjórnalrkostnaðinum á íslendinga. Samvizkusemin ekki meiri í því at- riði en það, að ekki var hirt hót um, þótt þar væru stöðulögin brot- in. Því þau segja (6. gr.), „að gjöldin til hinnar æðstu stjórnar hinna íslenzku mála i Kaupmanna- höfn — skuli greidd úr rikissjóði“. Með áminstum málamyndarflutn- ingi ráðgjafabústaðarins í Revkja- vík smeygðu Danir sér undan þeiin gjöldum. Svona var á oss skákað þá — ekki í fyrsta skifti, og fráleitt síð- asta heldur. Nú kann einhver að spyrja: hvers vegna gengu einlægir sjórn- frelsismenn á þingi hér að þessum kostum? Sáu þeir ekki, hvað hér bjó undir? Svarið er það fyrst, að þeir fengu þar engu um ráðið. Þeir voru orðnir i minni hluta á næsta þingi. Þjóðin Jét þlekkjast af fals- heitinu „heimastjórn“ og „heima- stjórnarflokkur“, meðal annars, og kaus svo óviturlega, að stjórnarlið- ið gamla, Estrupsþjónarnir, sem verið höföu um langan aldur, kom- ust í meiri hluta með því að gera bandalag við auðvaldið útlenda, sem ræður gjörðum kaupfélaga- stjóranna í landinu, þeirra manna, er höfðu fyrrum verið eða Játist vera manna heimtufrekastir um sjálfstjórn til handa þjóð vorri, en sneru nú við blaðinu þann veg, sem hér segir, að hafa haldið það bandalag síðan, eins og öllum er kunnugt. — En þeir gátu þó, þjóðfrelsis- menn, greitt afkvæði í móti stjórn- bótarfrumvarpi Alberti á þingun- um 1902 og 1903, og sýnt þar með trygð og fastheldni við réttan mál- stað, þótt engu fengi umþokað, engu ráðið um úrslit máLsins. Því gerðu þeir ekki það? Þetta er önnur spurningin. Þar til liggur sama svarið og hjá Jón Sigurðssyni, er honum og þinginu var láð það, er stjórnbót- arbaráttunni eldri Jauk þann veg, að konungi, konungsvaldinu, var selt sjálfdæmi (á þinginu 1873) um stjórnarskrá handa oss. Stjórnarbótarbaráttan var búin að standa fjórðung aldar, mælti hann; og þjóðin var orðin þreytt. Það var engin leið orðin að halda henni í herbúðum lengur. Hún vildi fá heimfararleyfi, fá hvíld. Hún hlýddi orðið miklu betur rödd þeirra manna, er gyltu fyrir henni friðinn og hvíldina, heldur en því sem eg sagði og mínir líkar. Eða þá að hún gerði sig líklega til að hlaupa í gönur, eins og sýndi sig á Þing- vallafundinum 1873. Hún er enn svo lítilsilgd. Þessum orðum talaði hann hér um bil. Og þegar stjórnarskráin kom, 1874, svona undir komin, svo sem náðargjöf konungs, — svo gölluð sem hún var í hans augum og ann- ara, er haldið höfðu öðru fram langa tíð, þá kvað hann svo að orði: — Það má vel notast við hana, ef henni er samvizkusamlega beitt og með fullum drengskjip, — þangað til þjóðin verður ríflegri sjálfstjórn vaxin og fer fram á hana með fullri alvöru og öruggu fylgi. — Ef henni verður samvizku- samlega beitt. En hvernig var henni svo beitt, stjórnarskránni frá 1874? Bvrjað á þvi, að hafa af oss, pretta oss um sérráðgjafa fyrir ís- landsmál. Þeir tímdu því ekki, Danir, þeg- ar tiJ kom. Þeir létu sig muna um þær tólf til fjórtán þús. kr., er það hefði kostað. Þeir slengdu hinu nýja embætti saman við eitt danska ráðgjafaembættið, létu dómsmála- ráðgjafann danska hafa íslenzk mál í hjáverkum, alveg eins og verið hafði áður! Það er fullyrt, að fyrsti ráðgjaf- inn, sem fór með íslandsmál eftir 1874, Klein, hafi viljað halda á- fram með þau sem sérráðgjafi fyr- ir ísland, er ráðuneytisumskiftin urði í Danmörku ári síðar. En það fékst ekki. Ástandið hitt hélzt nær heilan mannsaldur. Líkt þessu, sem hér hefir hermt verið eftir Jóni Sigurðssyni og sá heyrði hann sjálfan segja, er þetta ritar, hugsuðu og töluðu forsprakk- ar þ jóðfrelsisflokksins 1902, er hér birtist konungslxiðskapur frá 10. Jan. það ár. — Við svoua stjórnarbót má veJ notast, ef henni er samvizkusam- lega beitt og undirhyggjulaust. Með henni er hægra að sigla sig hærra upp en ám, hennar. Og hver von er um, að þjóðin liafi þrek og staðfestu til aö halda uppi bardaganum áfram, stjórnar- baráttunni, ef þessu er haínað? Fáir munu treysta sér til að fulJ- yrða nú jaínvel, hvað þá heldur þá, að þjóðin hefði fylgt þjóðfrelsis- mönnum að máli, ef þeir hefðu tek- ið þann kostinn veturinn 1902, að hafna tilboði Alberti og blása til nýrrar atlögu, — til atlögu fyrir frekara sjálfsforræði en þar var í boði. — Ekki leið á löngu áður en bóla tók enn á undirhyggjunni af Dana hálfu, alveg eins og er eldri stjórn- arskráin hljóp af stokkunum. Setu sérráögjafans í ríkisráðinu hafði ekki verið minst á í konungs- boðskapnum veturinn 1902. AlLir bjuggust við að það mál ætti enn sem fyri að liggja milli hluta, bíða betri tíma. Og það ætluðu þjóð- frelsismenn að sætta sig viö. En svo kemur stjórnarskráfrum- varpið sjálft um sumarið eftir, og þar með ber og skýlaus fyrirmæli um, að í ríkisráðinu skuli sérmála- ráðgjafinn íslenzki bera upp fyrir konungi lög og mikilvægar stjórn- arráðstafanir. Hvað hugsaði framsóknarflokk- urinn þá, að kippa ekki óðara að sér hendinni, munu menn spyrja? Hann var kominn þá í minni hluta eins og fyr segir, og fekk engu um það ráðið, hvert stjórnar- skráin væri samþykt eða ekki. Bandamennirnir voru ráðnir í að samþykkja hana, með þessu undir- ferlis-innskoti, stjórnarliðar og Zöllners-liðar, allir eins og einn maður; cg gerðu það líka.. — En framsóknarflokkurinn hefði þó getað greitt atkvæði á móti, til þess að þvo hendur sínar. — Jú, það hefði hann getað, og það hefði hann. vitaskuJd átt að gera. Því skal engin bót mælt nú, að hann gerði það ekki. Það er hægra að sjá það nú en þá. Þá var og annars vegar vonleysið um, að þjóðin fengist til að fylgja honum út i nýja stjórnarskrábaráttu. Því sú hótun fylgdi frumvarpinu, að ef það væri ekki samþykt óbreytt, þá fengjum vér enga stjórnarliót. Það er hægur vandi að kasta nú þungum steini á framsóknarmenn á þingi og utan þings fyrir að þeir tóku það ráð, að snúast ekki í móti frumvarpinu og taka á sig þá á- byrgð, að ónýta.meira en 20 ára stjórnarbótarbaráttu, hefðu þeir verið þess megnugir, — sem ekki var. Eða hvaða horfur voru á því, að kjósendur landsins, sem höfðu látið blekkjast svo hraparlega á „heima- stjórnar“-falsheitinu, mundu kunna flokknum þakkir fyrir og leggja út í nýja stjórnbótarbaráttu með með honum ? Lá ekki eins nærri að gera sér von um, að nýr sérmálaráðgjafi, landinu trúr og hollur, mundi hafa tök á að láta áminsta meinJoku eigi verða landinu að tjóni, meðan hún yrði ekki löguð, en sæta jafnframt fvrsta færi til að fá hana lagaða? \’ar ekki vorkunn, þó flokkurinn varaðist ekki það, að fyrsti sér- málaráögjafinn mundi verða enn danskari í stjórnarfarstefnu sinni en hjáverkaráðgjafarnir aldönsku höfðu verið? II. Tveim mótbárum mun enn sem fyr verða veifað gegn landstjóra- fyrirkomulaginu. önnur er kostnaðurinn; en hin tryggingarkröfur þær, er Danir muni gera um sérmálastjórnina ís- lenzku, afskifti þeirra af þvi.að hún renni eigi afskeiðis, sem ' allað er. Kostnaðargrýlan er eigi ægileg, ef vér erum ekki þeim rangindum beittir, að láta oss kosta sjálfan landstjórann. Hann yrði beint full- fulltrúi Dana,eða Danakonungs sér- staklega, eini sambandsliðurinn hér í sérmálunum ; — hin látum vér oss ekki koma við. Yrði landstjórin-n einhver maður af sjálfri konungsættinni t.d., kæmi Jaunakostnaðurinn alls. eigi tíl greina. Hann hefði sinn lögákveöna lífeyri úr ríkissjóði jafnt hvort sem hann eyddi honum öllum heima í Danmörku ofur iðjulítill, eða hér á landi meirihluta árs við nytsemdar- starf. Allra undirgefnustn Danadilkar islenzkir eða hálfís.lenzkir mundu að vísu líklegast fá aðsvif ef þeir heyrðu talað um aðra eins býsn og að konungborið fólk settist að hér i fiskiverinu í Revkjavík, þótt höfuð- staður sé kallað, — höfuðstaður skrælingjalands í þeirra augum. En aJdanskir stjórnmálamenn meiriháttar hafa talað um það scm alls enga íjarstæðu, — slegið því beinlíms fram í fullri aJvöru. Með almennilegum gufuskipa- fer.ðum milli landa og tryggilegu hraðskevtasámbandi þyrfti dvölin hér ekki að vera nein útlegð. Enda myndi enginn fást um það, þótt konungborinn landstjóri cg hans fólk létti sér upp og sæti jafnve' hinu megini við pollinn að jaínaði um háveturinn, ef því svo sýndist og það þreifaði ekki á því von bráð- ar, að hér er þrásinnis ekki stórum óvistlegra aö lofftslagi til á vetrum en t. d. í Khöfn. Það er annað, sem gerir vistina hér miður fýsilega mörgum þeim, er skárra hafa vau- ist. Miklu hirðlífis-hégómatildri þarf ekki að kviða af hálfu danskra konungsættingja. Látleysi og ljúf- mensku munu þeir hafa af sínum nýlega liðna yfirlætislausa ættar- jöfur. — Það er kunnugra manna mál, að mjög hafi það dregið Norðmenn til að kjósa heldur yfir sig Karl Danaprinz með konungs- nafni en að leggja út í þjóðveldis- stofnunarbaráttu, að þar þóttust þeir eiga víst að fá yfir sig mann, sem varla greindi annað frá ótign- um rikisforseta en embættisheitið. En gerum ráð fyrir, sem sjálf- sagt er öllu liklegra fyrst um sinn að minsta kosti, að landstjórinn yrðj ótíginn danskur maður. Er þá víst að hann þyrfti að verða svo ákaf- lega launadýr, hvorir sem kostuðu hann, hvort heldur vér eða Danir? Eftirlaun mundu að minsta kosti alls ekki koma til greina, yrði hafð- ur hinn sjálfsagði siður, að halda eigi slíkum manni í embætti nema fáein ár í senn. Þeirri tilhögun fylgja svo miklir kostir og auðsæir, að annað væri ekki takandi í mál, þótt ekki hefðum vér fyrir oss reynslu hinmar lang stjórnhygnustu þjóðar í heimi, Englendinga. — Hún er jafnmikilsverð fyrir það, þótt upprunnin sé samfylgd land- stjóranna við ráðaneytið í heima- ríkinu. Ráðgjaíakostnaðurinn, sem einn ætti á oss að lenda, mundi verða heldur minni en meirí en nú kosta embætti ráðgjafa og landritara. Þeir yrðu 3 í mesta lagi, ráðgjaf- arnir, er landstjórinn hefði sér við hönd, með ábyrgð fyrir alþingi. Með 5—6 þús. kr. launum mundu þeir ekki kosta eins mikið og nú fer til fymefndra embætta tveggja, er að sjálfsögðu hyrfu úr sögunni, að meðtöldum hinum ósmáa ferða- kostnaði ráðgjafans nú milli Reykja víkur 0g Kaupmannahafnar. Hvað á fátæk bændaþjóð að gera með gulli glæsta og dýrindiskrásum úttroðna þjónustumenn, hvort held- tir er í æðri embættum eða lægri ? Sómasamlegt viðurlifi og aðbún- aður — það á að vera mæhkvarð- inn. Þá fyrst rífara, er efnin vaxa svo, að önnur arðmeiri störf bjóðast hæfustu unönnum þjóðar- innar, og draga þá frá vandasöm- ustu alþjóðlegum störfum. En ef Danir fást ekki til að kosta landstjórann. Ef þeir segjast hafa nóga byrði af oss undir, og nefna þar til ríkissjóðstillagið, strand- varnirnar og háskólastyrkmn. — Hverju á þá að svara? Þvi, sem satt er, að „tillagið“ sem þeir svo kalla, er ekki annað en mjög lágir vextir af landsins fé, sem dregið var á sínum tíma í ríkis- sjóð ólöglega eða þá fyrir rangláta timans rás; að strandvarnirnar séu aðallega nauðsynleg hertmaning, sem ekkert mundi við átt, ef rikið þyrfti ekki að halda við herskipa- flota hvort sem er, enda ekki borið við af Englendingum t. d. að telja eftír, þótt þeir hafi jafvel stórar flotadeildir á sinni kostnað á vakki við strendur á fjarlægum lýðlendum þeirra; og loks, að háskólastyrkur- . inn sé ekki annað en mörg hundruð ■ ára gömul dánargjöf, &em kemur ! ríkissjóði ekkert við, en. Dönum sé þó velkomið að kippa af oss ef þá fýsir — vér mundum hafa meira g'ott af þvi en ilt, er öllu væri á ; botninn hvolft: kynnast betur fleiri < þjóöa siðum og auðgast þar að fjölbreytilegri menning. Þetta var nú um eftirtölurnar. En svo keir.ur sjálft launa-atriðið. Þegar því skal svara, verður að leggja á vogarskálar hlunnindin að sambandinu við Dani yfirleitt ann- ars vegar, en hins vegar þá miklu kosti, sem þ jóðinni mun skiljast æ j betur og betur að mœla með fullum aðskilnaði við þá. III. Kunnugra er það en frá þurfi að segja, að það sem fundið var að Kanadafyrirkomulaginu svo nefndu' þegar það var hér á dagskrá fyrir hálfum mannsaldri, „miölunin" svo ' nefnda, var afturköllunarréttur sá á lögum frá lýlenduþinginu með land stjóra staðfestingu, sem heimaríkis- stjórnin brezka hefir á 1 árs fresti. I Mundu nú Danir vilja halda fast í þann afturköllunarrétt? 1 Því er ekki vel hægt að svara að svo stöddu. Vér vitum það, að danskir stjórn- ' fræðingar hafa svarað oss þessari spurningu fyrir fám mánuðum, að þeir þyrftu að hugsa sig um það , mál. Sér fyndist í svip enga brýna I nauðsyn til þess bera, en vildu ekki i á því byggja fullnaðarsvar. Sumir stjórnfróðir menn fullyrða að ekki mundu Bretar heimta slíkan rétt nú í lög tekin, ef þeir ættu að sníða lý&lendum síoum stjómarskrá um þeásar mundir. Þeir fullyrða, að langt sé siðan alríkisstjórnin hafi notað þann rétt og mundi henni á saina standa nú orðið, þótt hann væri alls ekki í Jögum, — logum um sérmálastjórn lýðlendanna. Þeirra lag er, Breta, að lofa Jýðlendunum að lifa og láta eins og þær væru þjóðveldi, undir verndarskjóli alrík- isms. Þess vegna unna þær heima- rikinu svo sem þær hafa meðal ann- ars sýnt í Búastríðinu, er þær sendu sumar Englendingum ótilkvaddar liðsauka heiman frá sér og á sinn kostnað. Það mundi líklega hafa minna brytt á limafallssýki í danska ríkinu fyr og síðar.ef Danir hefðu átt slika stjórnvitnnga sem Bretar, og þjóð- in danska haft til að bera annan eins sjálfstjórnarþroska eins ,og andbýliingarnir hinu megin Vestur- hafs, er Danir svo kalla. | Sannleikurinn er sá, að þótt Bret- ‘ ar hafi áminstan afturköllunarrétt á pappírnum, hafi hann í orði, þá láta'. þeir sér á borði lynda eftirlit þpð, er þeirra maður, .landstjórinn yfir lýðlendunum (Kairbadaj, hefir með löggjöf og landstjórn þar. IIví gætu þá ekki Danir gert sér sama að góðu ? Mundi það vera svo óskapleg áhætta, með almennilegum mi.llilanda-samgöngum, þar á meðal eiinkum nýtilegu hraðskeyta sam- sambandi ? Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfræClngur og mála- færslumaCur. Skrifstofa:— Room 33 Canada Life Block, suöaustur hornl Portage avenue og Main st. Utanáskrift:—p. O. Box 1364. Telefön: 423. Wlnnlpeg, Man. H. M. Hannesson, íslenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstofa: ROOM 412 McINTYRE Block Telcphone 4414 Dr. O. Bjornson, [ Office: 650 WILLIAM AVE. TEL. 89 ? Offick-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. } Housh : 810 McDermot Ave. Tel. 4300 Office: 650 William ave. Tkl, 89 HOURS^J tO 4 & 7 to 8 P.M, Residenck: 620 McDermot ave. Tel.4300 WINNIPEG. MAN. Dr. G. J. Gislason, Meöaia- og l.'ppskurOa-læknir, Wellington Block, GRAND FORKS, - N, Dak. Sérstakt athygli veitt augna, eyrna nef og kverka sjúkdómum. Dr. M. Halldorson, PARK RIVER. N. D. Er aö hltta & hverjum mlðvikudegl I Grafton, N.D., frfi, kl. 5—6 e.m. I. M. Cleghora, M D læknir og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfjabúðina 6. Baldur, og- heflr þvi sjálfur umsjón 6. öllum með- ulum, sem hann lwtur fr& sér. Ellzabeth St., BALDDR, - MAN. P.S.—Islenzkur túlkur við hendina hvenær sem þörf gerist. A. S. Bardal selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina Teleplxone 3oG. Páll M. Clemens, bygrgingameistari. Baker Block. 468 Main St. WINNIPEG Phone 4887 IVI, F’aialson, selur Giftingaleyflsbréf rítlimtíi dtix — því að —] Eflíy’s Byggíngapapplr neldur húsunum heitumj og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verðskrA til TEES & PERSSE, LTt>. áQENTS, WINNIPEG. Stærsta Skandinavaverzlunin í Canada. Vér óskum eftir viðskiftum yðar. Heildsala og smásala á innfluttum, lostætunc raatartegundum. t, d.: norsk KKKogKKK Kspiksíld, ansjósur, sardínur, fiskboll- ur, prímostur, Gautaborgar-bjúgu, gamalostur, rauð-sagó, kartöflumjöl og margskon- ar grocerie-vörur The GUSTAFSON-JONES Cc. Limited, 325 Logan Ave. 325

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.