Lögberg - 13.12.1906, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DFSEMBER 1906
DENVER og HELGA
eöa
VIÐ ROSSNESKU IIIRÐINA.
SKÁLDSAGA •
eftir
ARTHUR W. MARCHMONT.
Mér gekk fyrst hálf illa a« finna herbergi min,
en hepnaöist þaö aC lokum. Eg bauö liösforingjan-
um inn til min. og tókst bráölega aö sannfæra hann
um aö hann hefði grunaö mig öldungis aö ástæöu-
lausu. Hann ætlaöi líka aldrei að þagna á afsökun-
um á aöferö sinni gagnvart mér, fékk mér aftur
skammbyssuna, og hét mér því, er mér Y>ótti mest um
vert, aö láta ekki á því bera viö nokkurn mann, aö
hann heföi hitt mig.
Manni þykir jafnaöarlegast vænt um, í hvaöa
raun sem kemur, a« ganga sem sigurvegari af hólmi.
Eg gat heldur ekki aö mér gert, aö hlakka dálítiö yfir
því meö sjálfum mér, hve laglega mér haföi tekist
aö komast inn í höllina, jafn óvænlega og á horföist
í fyrstu, og fanst aö þetta vær'i merki um, aö aöal-
áform mitt mundi einnig ganga aö óskum.
Því næst haföi eg fataskifti, og þegar cg var
kominn í föt mín, fór eg aö leggja niSur fyrir mér
hvernig bezt mundi veröa aö ná tali af keisaranum.
En fyrst þurfti eg aö fá mér eitthvaö aö borða, því aö
eg var orðinn matlvstugur, og var eg í rnestu vand-
ræöum meö þaö hvernig eg ætti að fara aö ná mér
í morgunverð.
Oft eru þaö smámunimir einir, sem valda manni
mestum erfiðleikum. Pierre. þjónninn, sem liafði
sint mér áður, var mjög handgenginn Kalkov prinz,
og var mér því al!s ekki um, að hann kæmist aö þvl
aö eg væri heim kominn, þar eö eg gat gengið að því
vísu, að hann segði húsbónda sínum frá því undir
eins.
Eg mátti samt til méð að ná mér í morgunverð.
.Til þess varð eg aö hringja og láta Það ráðast hver
kæmi. í þetta sinn var hepnin með mér. Maðurinn
sem kom inn til mín, var mér ókunnugur.
„Eg óska eftir aö fá morgunverö minn h'ingaö í
herbergiö í þetta skifti," sagöi eg mikilmenskulega,
og eins og eg hefði aíiö mestan hluta aldurs míns í
höllinni. Þjóninn kunni sig svo vel, að liann lét eigi á
sér merkja, að hann furöaöi sig á þessu, og að fám
mínútum liðnum kom hann meö morgunveröinn, og
beið hjá mér meðan eg snæddi sem skutulsveinn.
Eg þagði, meðan eg sat aö máltíðinni, og þegar
eg var búinn að boröa, kveikti eg mér í vindli og
sagöi síðan ofur-hátíðlega:
„Þú hefir víst ekki þjónað mér fvr hér. Eg
man ekki eftir aö eg hafi séö þig aður.
„Eg hefi ekki verið í höllinni um tíma, mon-
sieur," svaraöi hann.
„Það hlaut að vera.“
„Eg kom aftur til hallarinnar í fyrradag," svar-
aði hann hvatlega og leit til mín svo einkennilega, að
mér duldist ekki hváð hann hugsaði.
„Einmitt það? Þú hefir komið hingað eftir að
eg fór burtu. Er Hans Hátign orðinn frískur aftur?
Eg sá í blöðunum, aö hann haföi veriö veikur."
„Fyrir náðarsam.lega handleiöslu forsjónarinnar,
er hann orðinn alheill aftur,“ svaraði hann hátíðlega.
,.Til allrar hamingju var það ekki nema létt kvef, sem
gekk að honum."
,.Það eru góö tiðindi," svaraði eg. En samt kom
mér þáð hálfundarlega fvrir, aö það skyldi vera gert
hevrum kunnugt, að hann væri oröinn fullfrískur,
óðtir en eg var kominn til hallarinnar. Það virtist
stvrkia þá grunsemd, sem farin var að vakna hjá
mér á Knlkov prinz, aö hann hefði haft fleiri jarn 1
eldmum til að ná skíölin, en hann hafði látið uppi við
mig.
„Hérna okkur um að ræða hýst eg við að þu
þióm'r mér eft'rleiðs, meðan eg dvel i höllinni," sagði
eg eftir stundarþögn.
, Tá. monsieur."
Tt/rór bvkir vænt um það," og rétti eg um leið áð
l'^nnm >vo mdloeninga, sem viðurkenningu fyrir því,
Þvn án~'oðnr eg væri meö hann. „Mig langar til að
f ’ v-ð TTans Hátin-n, sem fyrst. Heldurðu að
1 r-ot.v Pomis þeirri ó«k á framfæri við keisarann
uv -tla að skrifa honum um það. Þ'að er
rm ''f-r-r'ðondi mál að ræða."
t'/.ct pkki v’ið. að neinar bægðir verði á þvi.
t?„ keisaranum nokkrar línur og feeiddi
hann um viðtalsleyfi, sem allra fyrst, og fékk mannin-
um bréfiö.
„Eg geng að Því vísu, að þú vitir hver eg er,“
sagöi eg brosand'i.
„Pierre, þjónn hins hávelborna Kalkov prinz,
sagði mér að í þessum herbergjum dveldi Bandaríkja-
maöur, sem héti Denver, en hann lýsti yöur alt ööru-
vísi, en þér komið mér fyrir sjónir."
„Já, hann hefir sagt yður, að eg væri skeggjaöur.
Eg var þaö líka, þegar eg fór úr höllinni, en meðan
var héðan að heiman, rakaði eg mig. Jæja, eg ætla
þá að biöja þig aö koma bréfi mínu til keisarans, svo
fljótt, sem þú getur."
Alt þetta hafði gengið svo æskilega að eg neri
saman höndunum af ánægju þegar hannn var farinn
meö bréfið, og fór lauslega yfir það í huganum, sem
eg þurfti aö skýra keisaranum frá.
Þaö hafði þá ekki verið svo ákaflega torvelt, að
komast inn fyrir varömannagarðinn, sem Kalkov
prinz hafði sett umhverfis ke’isarann; hin einfalda
Bandaríkjamanna-aðferö mín hafði nægt til þess.
Gengi mér nú jafn vel að koma áhugamáli mínu
fram við keisarann, þá mundi eg og Helga—, en þ_g-
ar mér datt hún í hug, misti eg þráðinn í því sem eg
haföi verið að velta fyrir mér, því allur huginn sner-
ist nú aö henni einni.
tlún átti það skiliö, að barist væri fyrir hana, og
alt lagt í sölurnar hennar vegna. Ynni eg nú sigur,
þá brosti lífiö móti mér ósegjanlega unaöslegt — viö
hlið hennar, sem í mínum augum bar af öllum öðrum
konum, eins og dagurinn af nóttunni, og sólin af hin-
um stjömunum. Mér var sama hvað það kostaði, eg
hikaöi ekkT viö aö reyna aö hjálpa henni, og eg sá í
anda alla hjálp mína margendurgoldna, meö ástúö-
lega brosinu, sem mundi breiðast yfir fallega andlitiö
á henni, við næstu fundi, þegar eg gæti sýnt henni að
mér heföi hepnast þaö, sem henn’i hafði mishepnast,
þegar eg hefði komið fram þeini áformum, sem hún
haföi barist fyrir, frá því hún kom til vits og ára
Svona háa loftkastala var eg búinn að reisa, þeg-
ar eg var alt i einu truflaður og einhver bankaði á
herberg'ishurðina. Rétt á eftir kom þjónninn inn.
Eg spratt á fætur.
„Hinn hávelborni Kalkov prinz vill hitta yður að
máli," sagði þjónninn og samtímis kom prinzinn inn
úr dyrunum.'meö silkimjúkt bros á vörunum, og út-
rétta arma á mót’i mér, cins og hann væri að bjóða
mig hjartanlega velkominn heim til hallarinnar.
„Eg get tæpast lýst þvi fyrir vður, kæri Denver,
hve feginn eg er að sjá yður aftur hingað konynln
hcilan á húfi." Um leið og hann sagði þetta greTp
hann um báðar hendur mínar. og hristi þær með
miklum vinalátnm. ,.Yður er óhætt að trúa bví."
mælti hann enn fremur. „að eg hefi lifað milli vonar
og ótta síöan þér fórúð, vegna þess eg óttaðTst að eitt-
hvcrt slvs nnindi liafa hetn yður."
Mér kom þetta svo óvart. að í fvrstu gekk mér
injög erfitt að dylja gremju mína. og láta sýnast svo.
sem mér þætti vænt um að sjá prinzinn.
..Þér megið vera viss um, Kalkov prinz. að eg er
mjog feginn að vera kominn hingað aftur," sagði eg
loksins, og var ekki laust við, að mér vefðist tunga
um tönn. því að augu hans hvildu á mér. hvöss og
rannsakandi, eins og augu hanksins. þegar hann er
að leita sér bráðar.
,.Eg er forsjóninni innilega þakklatur fvrir, að
þér eruð kominn aftur úr þessari för með heilu og
höldnu, og virðist eigi hafa beðið annað tjon. en að
mífisa skeggið. En hvað Það hcfir brevtt vður!“
Hann leit einkennilega til mín um leið og hann sagði
bctta. og hros sem vissi á ilt. gægðist undan hverri
fellinmi á andliti hans. hörkulegu og ófríðu.
..Tá. eg varð að raka mig." svaraði eg.
Þer eruð nú ekki fremur líkur keisaranum. en
e<>. svo eno-um getur orðið báð að villast nú á vkkur.“
..Ekk'i lasta eg bað. Mig langar ekki til að leika
EúfiS'ikei'ara aftur."
. Eg bvkist mega ráða bað af þessum orðum yð-
nr. að bér hafið komist í hann kraopan," svaraði hann.
Það eru tvær huga.rhræringar. sem eg hefi gert mér
nð reglu-að bæla niðtir. bær eru óboilinniæðin or for-
vúnm V11 1-erð ecr fiimt að iáta. að eor var orðinn ó-
i'r»f:,'rr'éð<'r ->ð b:ðn pftir frúrinm at vðtir, ptr eftir að
r...1,,,,, „t-k-ir bpf’V boríð'sarnan, b?ð p<r beirra með
r^..,.:f„; “
E„ 1 V-- r?ði»r otl H"1 "ð v~>ri céi-lerr- áfr-m
...., -K ♦;ik,-nua I’Onnm frét+irnnr. T>Vert - móti var
rrr -x 1- —-ð finn- 11— eiH-bvort br-crð fi1 að
1,:- Vvi að tilk’-nn- nrm-rmum npm- cem -Hra
- r v„.: c-m - darTa.'',a hef'r 'drifið. frá bví vfð
'-:vi„m
Trvaír, ' loo-J vó tapf? rrr fil o* vrtn''
'nev'orX.-.,. v^nr í V>eccíii
Driivr.“ t'nnnlf'i (»or.
T ilrÍA/rn V* (S P C " ^ r ~ 1 r /N «-va
ble'-na vður í benna. vanda. En vður er ób—tt að
trúa því, Denver minn góður, að mér kom aldrei
nokkurn tíma til hugar, að þetta yrði jafn torsótt fyr-
ir yður og raun varð á.“
Eg er ekkert að fást um það. Hinsvegar er eg
óánægöur yfir því, aö þér skylduö ekki standa við
orö yðar, en láta í þess stað elta vagn Bofesk’i, og
rjúfa þannig loforð yðar við okkur báða."
„Á, eigið þér við það?" ansaði hann og sló út
höndum. „Já, ,það var leiðinlegt, sérstaklega vegna
þess, að þáð mistókst; en mennirnir, sem það var að
kenna, og ekki gátu leyst verk sitt sómasamlega af
hend’i, hafa allir verið settir í fangelsi. Þeir hefðu
átt að vita, að Boreski mundi koma á einni þessari
bannsettu bifreið, og geta sloppið þannig undan þeim.
Þetta voru bjálfar, sem eg fól áríðandi hlutverk, án
þess að þekkja þá til hlitar. Slíka p’ilta er eg ekki
vanur að hafa lengi í þjónustu minni. Eg varð bara
fokreiður þegar eg heyrði hvernig farið hafði.“
Eg lofaði honum að rausa, og þótti væntum, að
hann fór út fyrir aðalefnið. Þótti mér ekkert að því
þó áð hann yrði sem langorðastur, því að eg vonaðist
eftir, að fá þá og þegar viðtalsleyfið við lceisarann,
og um leið skipun frá honum, til að fara á fund hans,
og gat eg þá losnað vTð prinzinn með gildum ástæð-
um.
„Mér stendur á minstu þó þjónum yðar mishepn-
aðist eltingaleikurinn; þaö er tilraunin ein, sem eg er
að finna aö. Þer vitiö vel, aö þér lofuöuö því há-
tíðlega, að einkis slíks yrði freistað."
„Eg segi yður Það öldungis satt, Denver minn
góður, að það var óhjákvæmilegt. Eg hefði fariö
öldtingis eins að, þó þér hefðuö veriö sjálfur keisar-
inn. Vafalaust hljótiö þér aö v’ita, monsieur, að þaö
getur staðiö svo á stundum, að eigi verður hjá því
komist, aö brjóta hág viö hoö konunganna, svo litTö
beri á.“
Síðustu orðin lét hann mig skilja. að hann segði
mér eins og í trúnaði.
„Mér er ókunnttgt um siðvenjur þær flestar,
scm tíðkaðar eru við hirðir konunganrta, en það véit
eg með vissu, Kalkov prinz. að eg hefði aldrei farið
för þessa, hefði eg eigi treyst því, að Þér stæðuð við
orð yðar,“ svaraði eg þóttalega, rétt éins og eg tæki
þetta mjög nærri mér.
„Mér þykir þetta mjög leiðinlegt, já, dæmalaust
leiðinlegt, en eg segi vðttr það satt, að eg fór öldJ
ungis eins að gagnvart yöur. og þér hefðuö veriö
hinn tiginborni hcrra minn. En hverjar urðu þá af-
leiðingarnar af þessu tiltæki minu? J>ær hafa hlotið
að vera mjög mikilvægar; það er alveg auöséð á þyí,
hve mikla áherzlu þér leggið á þetta atr’iöi."
„Þnö var brot á loforði, sem Boreski var gef-
ið.“
TTann veifaði hendinni kæruleysislega, og sýndi
með því. að honum fanst þetta litlu skifta.
„Boreski var þó nógu slúnginn til að narra þá.
sem eltu liann. Þ'að leit nærri því út, eins og hann
hcfði átt von á eftirförinni."
,já, hann bjóst við þessu. Sú grunsemd hans
te'-ndist á rökum bygð, og spilti fvrir hegar kom að
því að semja v’iö hann utn skjölin."
„Eg fer þá að verða hræddur um, að för vðar
liafi mishepnast. Fenguð þér ekki skjölin?"
„Nei. eg fékk þau ekki,“ svaraði eg hikandi,
hrvggur og reiður yfir því, hve fljótt og kænlega
honum hafði tekist, að be’ina talinu að aðalefninu.
„Þ'etta eru leiðinleg og næsta meinleg von-
brigði," mælti hann: ,,en eg er viss um aö þau eru
ekki vður að kenna."
Þ'að leit svo út að hann segði þetta í fullri al-
vöru. En vegna þcss. að eg vTssi. bve mikið áhuga-
mál honum var að ná i skjölin. og aö honum varð nú
eigi meira um, en Þetta, þegar hann fékk að vita að
mér hefði mishepnast, benti það helzt til þess. aö því
er mér fanst, að hann liefði fengfð vitneskiu um það,
seni Stefaníu hertof>-afrú og keisaranum hafKi fariö
á milli. við síðustu fundi. og hann gengi að því sem
vxsu, að hertogafrúin mundi geta náð í þau.
. Nei. þaö var enganveginn mér aö kenna. aö
skjölin fengust ekki." svaraöi eg.
„Eg er v’ður miög þ'akklátur, og skuldbundTnn
fvrir að bafa gert tilraun tH að hjálpa okkur, Mr.
Denver. Hefi e<r þegar hugsað mér að svna vöur
þakklæti mitt í verkinu. á þann hátt. sem eg hvst viö
að verði vður kærkomið. Alt. sem í valdi stiórnar-
innar stendur. til aö gréiða fyrir hurtför vöar héðan.
skal verða giört úegar 5 stað. Því lofa eg vður við
drengsken minn "
,.T>aö er miög falle^a gjört af vður."
Hann aðgætd mig miög nákvæmlega um leið og
eg svaraði. Svo tók hann aftur t'l rrráts, og sagði:
„Þér eruð bó ekki fallinn frá h’nni unnhaflegu
feiðaáæt’un vðar? Eg hefi oft tekið eftir því að
samlandar yöar eru skjótir til aö skifta um skoðanir."
„Nei, eg er ekki hættur viö feröina. Hvers-
vegna de.t ir yður það i hug?“
„Já, eg bjóst, ef til vill viö, að eitthvað þaö heföi
kunnað aö koma fyrir yöur í leiöangrinum yöar núna
síöast, er fullvissaöi yður um, aö þetta land væri
hættulegra umferöar, fyrir feröamenn, en mörg önn-
ur.“
Þaö var svo sem auöséö, að eitthvaö meira bjó
undir or’ðum hans, en hann lét uppi.
„Auðvitað verö eg aö eiga dálítiö 4 hættu," en
eg er ekki sérlega lífhræddur," svaraöi eg kæruleys-
'islega.
„Þaö sem eg á við, er það, að ef yður sýndist
þaö réttara a'ö snúa viö. þá mundi stjórnin sjá yöur
fyrir öruggri fylgd til landamæranna. Þetta skyldi
veröa gjört nú, tafarlaust, ef yður litist ráðlegra aö
nálgast nýlendur Rússa í Asíu úr annari átt. Eg á
viö aö koma austan aö þe'im, í stað þess aö fara land-
veg í gegn um Rússland."
„Eg hefi ekki dvaliö hér nema örstuttan tíma
enn þá, og ekki skoöa'ð mig neitt um í höfuðborginni,
herra prinz."
„Það er satt. Þér hafið ekki séð nema lítiun
hluta borgarinnar; en það er ekki eftirsjárvert, því
þetta er hættulegasti tími ársins fyrir útlendinga í
Péursborg."
„Þaö felst eitthvað á bak við þessi orð yðar,
hcrra prinz.“
„Nei. Hvað ætti það a'ð vera, Mr. Denver?
Þér hafð ekkert sagt mér enn af því, sem fyrir yöur
kom í síðasta leiöangr'i yöar."
„Eg hefi verið að bíöa eftir því aö fá að tala víö
keisarann. Eg hefi beðiö um að fá aö koma á fund
hans strax fyrri partinn í dag; og vegna þess, aö frá-
saga mín verður ekki sögö í hasti, ætlaði eg að fresta
því, aö segja yðiir hana, þangaö til eg væri búinn aö
finna Hans Hátign að máli."
„Eg er viss um aö keisarinn tekur yður tveim
liöndum. Heyrðuð þér getið um veikindi Hans Há-
tignar ?“ spurði hann brosandi.
„Já, eg sá það í blaði. Mér var bent á það þar."
„Mér datt í hug að svo mundi fara. Það var
snjalt bragð af okkur. Fanst y'ður það ekki? En
Hans Hátign varð að fara á fætur, og láta sér batna
í gær."
„Áður en eg kom aftur," skaut eg inn í þurlega.
„Já, hann var nauðbeygður til að leggja þá á
staö til Moskva.—aö mæta krónprinzinum."
„Hvað er þetta? Er það satt að keisarinn sé
sé kominn til Moskva?’’ spuröi eg og varð heklur en
ekki hverft við.
V •
„Vissuð þér það ekki? Þjónninn hefði átt að
segja yður það strax í morgun. En þessir þjónar
eru sannkölluð þorskhöfuð," bætti hann við og leit til
mín með illúðlegri gletni. Eg vissi að lionum var í
meira lagi skemt með Því, hve þetta kom flatt upp á
mÍR. ,
„Nei, eg hefi ekkert heyrt um það fyrri," svaraði
eg og beit á jaxlinn, til að dylja reiöi nxína.
„Hans Hátign féll það mjög þungt, að þér skyld-
uð eigi vera kominn aftur, áður en hann lagði af stað;
sérstaklega vegna þess, að hann vissi fyrir víst, að
þér munduð verða farinn burt úr Pétursborg þegar
hann kæmi aftur frá Moskva." — Hann skemti sér
um stund að vonbrigðum mínum, og sagði síðan létti-
lega: „Að einu leyti þykir mér samt vænt um, að
keisarinn skyldi ekki geta veitt yður viðtalsleyfi núna,
því að einmitt fyrir þá sök hafið þér nægan tíma, til
að segja mér ferðasögu yðar, sem eg er ákaflega for-
vitinn að fá að heyra, eins og eg sagði yður áðan."
Ætlið þér að segja mér hana hérna, ei^a eigum við
heldur að fara til herbergja minna?"
„Mér er sama hvort er,“ svaraði eg í alt annað
■en ánægjulegum rómi.
Hann hafði algjörlega yfirhöndina í þessari bar-
áttu. Frá því er við fundumst hafði honum tekist að
koma undir eins inn hjá mér kvíða fyrir því, hve mik-
i« hann vissi um, að Helga væri við máliö riðin. Og
honum hafði hepnast að ala á þeim kvíða„ eftir því
sem vi'ð ræddumst lengur við; að því studdi alt lát-
bragð hans, dylgjur og óljósar hótanir, er hann fól
undir rós, í hverri setn'ingu, sem hann sag'ði.
„Hversvegna bjóst keisarinn við því, að eg
mund'i verða farinn burt úr Pétursborg, þegar hann
kæmi aftnr?" spurði eg eftir stutta þögn. „Mig
undrar stórum þessar nýjungar, sem þér segið mér,
herra prinz."
„Eg sagöi keisaranum, kæri Denver minn, aö
þér munduö verða kominn á brott, þegar hann kæmi
aftur," svaraði hann með meiri hreinskilni, en eg
hefði búist við.
„Hversvegna ?“
Hami sló út höndunum og brosti.
,,/Etli við rekum okkur ekki á ástæðuna, þegar
þér farið að segja mér hina mjög skemtilegu ferða-
sögu yðar? Eg segi yður það satt, að eg hefi aldrei
verið eins forvitinn að heyra nokkra sögu áður á æfi
minni. Eg ætla að biðja yður að draga mig nú ekki
tlengur á henni."
Og svo hallaðT hann sér aftur á bak í stólnum,
spenti greipar á hné sér, og horfði þannig á mig eft-
irvæntingarfullur, bíðanldi eftir því, að eg tæki t’il
*
/
'