Lögberg - 24.01.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.01.1907, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JANÚAR 1907 ALMANAK 1907 Almanakið fyrir 1907 er full- prentaS og er nú til sölu hjá út- gefandanum, og verður eftir Jyessa viku komið til útsöltunanna þess út um bygðir íslendinga. Stærðin lík og áður—lesmál 106 blaðsíður auk auglýsinga, og verðið sama: 25 cents Innihald: Tímatalið. Myrkvar 1907. Pláneturnar. Tunglið. Um tímatalið. Páskatímabilið. Sunnu- dagsbékstafur. Páskadagar. Sól- tími. Til minnis um ísland. Ar- töl nokkurra merkisviðburða. Stærð úthafanna. Lengstur dag- ur. Þegar klukkan er 12.—Alma- naksmánuðirnir'.—Sigtryggur Jón- asson, eftir séra F. J. B. (með myndj.—Edison, eftir Sigtr. Jón- asson. — Æfintýrið á Corcóvadó, eftir J. Magnús Bjarnason.—Safn til landnámssögu ísl. í Vjesturh.: Lögberg byrjar.Andlegt líf. Starf- semi Goodtemplara.— Tveir feðg- ar (með myndj.— Helztu viðburð- ir og mannalát meðal ísl. í Vestur- heimi. — Mynd af Snorra Sturlu- syni (eftir myndastyttu Einars Jónssonar frá GaltafelliJ. Sendið eftir almanakinu til mín, ef þér eigi náið til útsölumanna minna. Og sendið almanakið til ættmenna og vina á íslandi—ekk- ert lesmál héðan að vestan þeim kærkomnara en almanakið. * Myndin af Snorra Sturlusyni, sem er eftirlíking af myndastyttu Einars Jonssonar frá Galtafelli — íslendingsins, sem er að verða frægur fyrir listaverk sín,— er ein út af fyrir sig 25 centa virði fyrir hvern þjóðrækinn íslending í Vest- urheimi. o. $. immQuu&sm, 678 Sherbrooke St., WINNIPEG, MAN. Draugasaga. (Eftir Herman BangJ Eg hafði þekt manninn, sem írá- saga þessi ræðir um, frá því hann var unglingur. Frá því fyrsta að hann varð ástfanginn var mér kunnugt um það. Því miður þekti eg líka stúlk- una, sem hann var svo ógæfusamur að íella ástarhug til. Eg vissi það, flestum öðrum betur, að hún var ekki þess verð áð hann elskaði hana. En samt sem áður þagöi eg yfir því við hann, — hversvegna veit eg ekki. Máske var það hans vegna, — eða mín vegna ? Eg teit ekki hvort heldur var. En þegar þessi vinur minn komst svo að því, einn góðan veðurdag eins og menn segja, hver hún i raun og veru var og hvern mann hún hafði að geyma þessi heitmey hans, — þá skaut hann sig. Mynd- ina hennar hafði hann lagt á bert brjóstið og skaut sig svo, gegnum hana, rétt í hjartastað. Þegar eg frétti hvernig komið var gat eg ekki losað mig við þá hugsun að þetta væri að nokkru leyti mér að kenna. Og tþað ótta- legasta af öllu var, að ekki leið á löngu, eftir að hann var dáinn, að eg fékk áð vita að hann hefði borið þungan hug til mín. Því áður en hann réði sér bana hafði hann ritað eftirfylgjandi lín- ur, og slegið utan um þær til mín: „Eg ræð mér bana. Þið hafið bæði dregið mig á talar, hún og þú. En þú skalt verða mintur á að eg hefi verið til. Þú skalt verða mín var." Þií skalt verða tnín var. Já, hann hafði rétt fyrir sér í því. Eg sannarlega mintist hans. Það var eins og mér væri ómögu- legt að útrýma honum úr huga mínum fyrst framan af. En eftir því sem tímar liðu stóð mynd hans og minning óskýrari fyrir mér. Þetta virtist alt ætla að enda eðli- lega, því vanalega gengur svo til í lífinu að mynd og minning hinna dauðu máist og daprast í hugum hinna -lifandi, með tið og tíma. Vikur og mánuðir gá,tu nú oft liðið svo, aö ekki dytti mér þessi dáni vinur minn í hug. En svo alt í einu! Já, svo kom að því alt í einu, alveg fyrirvara- laust, eina nótt, að -eg sá hann með eigin augum, — það er að segja .. .., nei, bíðum við, .. .. eg ætla að segja greinilega frá öllu eins og það bar við. En ugglaust hefir heilinn í höfði mér eitthvað verið í ólagi þegar þetta kom fyrir. Eg veit ekki. Bæði á undan og eftir varð eg ekki ann- ars var en að eg væri öldungis eins og eg átti að mér, að öHu leyti frískur og með óskertum sönsum. Það var einnig annað auka atriði, sem kom fyrir samtímis og sýnina j bar fyrir mig, og hvernig það fór j að vilja til hefi eg ekki getað gert mér grein fyrir, enn þann dag í j dag. Jæja. Nú skal eg haida frásögu minni áfram. Eg hafði setið heima alt kveldið j og verið að lesa í bók mér til j skemtunar. Rétt áður en eg fór að j hátta hafði eg verið að leika mér ! við hund húseigandans, eins og eg oft geri þegar eg er heima. Eg | hafði borðað kveldverð á sama tíma og vanalega, og kendi mér einkis meins, hvorki á sál né lik- ama. Þegar eg sofnaði lagaði á litla náttlampanum, á borðinu við j rúmið mitt, eins og vanalega. Alt í einu hrökk eg upp úr fasta j svefni. Mér virtist sem einhver í hefði opnað svefnherbergishurðina j olg gengið inn. Eg leit upp og spurði: „Andrés! j Ert þú að ganga um “ Þjónninn í húsinu hét Andrés. En enginn svaraði og eg sá eng- I an við dyrnar. ! Og svo alt í einu, — án þess eg geti gert mér grein fyrir að eg ætlaði mér það, — reis eg upp við ölnboga og lyfti upp höfðinu frá koddanum. Og þá, — já, þá sá eg, að i hægindastólnum mínum, beint á móti rúminu, sem eg var vanur að sitja í og lesa, sat vinur minn gamli, sem hafði skotið sig, og mér hafði ekki komið í hug i margar vikur,— rétt eins og hann væri bráðlifandi. Já, þarna sat hann í gráu hvers- I dagsfötunum sínum, hryggur' í j huga, eftir andlitsfallinu að dæma, j og starði niður fyrir sig, eins og hann átti vanda til að gera í lif- anda lífi. Og eg sagði hátt: „Arni, ert þetta þú ? Hvað vilt þú hingáð?“ Eg var ekki minstu vitund ótta- sleginn. Eg sá manninn sitja þarna og eðlilega varð mér þvi fyrst fyr- ir að spyrja þessarar spurningar, því glögt mundi eg eftir þvi að vinur minn var ekki lengur meðal hinna lifandi. vakandi i rúniinu, og, að því er eg frekast veit, alfrískur, hefi eg þó hlotið að vera eitthvað veik-laður, að einhverju leyti í óéðlilegu á< standi, án þess eg hefði sjálfur hina minstu hugmynd um. Hinir dauðu eru dauðir. Af þeirn er elíki annað eftir en hand- fylli af mold, svo lítil handfylli, sem eg get falið í lófa mínum. Handfyllin sú getur ekki tekið á sig menska mynd og opinberast lifandi mönnum til þess að vekja hjá þeim endurminningar. Átti eg ekki að trúa minum eigin augum ? Og einmitt á sömu augnablikum, sem eg sá sýnina, kom einnig nokk- uð annað fyrir í öðru herbergi í sama húsinu. Þessi bráði sjúkdómur, — ef eg á að kalla það því nafni, — sem hafði gripið heilann í höfðinu á mér, hafði einnig haft áhrif á heila annars manns i húsinu svo hann líka misti jafnvægi sitt. Þ.ví morguninn eftir þegar eg kom á fætur og gekk inn í borð- stofuna, — án þess að hafa minst á sýnina við nokkurn mann, — spurði húsbóndinn mig; „Hvernig liður þér? Eg hefi verið hálfvegis órór þín vegná. Eg sat frammi i eldhúsi í gær- kveldi og var áð bíða við þangað til allir væru komnir inn. Alt í einu, — eg veit ekki af hvaða ástæðu — greip mi^ einhver hræðsla, og í sama bili var eins og stormbylur j þyti gegnum húsið og allar hurð- ir fuku upp. Mér varð hverft við og gekk út, til þess að lita eftir 1 hvort alt i einu væri skollið á rok. Nei, það var langt frá því. Það var blæjalogn alveg eins og var allan daginn í gær. Eg skal ekki neita þvi að eg fór að skjálfa af ótta, og einhvern veginn ósjálfrátt datt mér alt í einu í hu.g að þú mundir vera eitthvað veikur, eða að eitthvað gengi að þér, og alt væri ekki með feldu á herberginu þinu. Eg gekk hægt upp stigann og að herbergis- dyrunum, til þess að hlusta eftir hvort eg lieyrði nokkuð til þín, en varð einkis var. Eg veit að það var rnjög heimskulegt af mér að láta svona, en að næturlagi getur manni oft dottið margt undarlegt í hug.“ „Um hvaða leyti komst þú að dyrunum á herberginu mínu,“ spurði eg. „Klukkan var rétt að kalla eitt,“ svaraði hann. „Eg leit á hana þeg- ar eg kom aftur niður í elijhúsið.“ Rétt að kalla eitt. Þáð var ein- mitt á sömu mínútunni, sem eg hafði séð vin minn. Eg leit á úrið mitt á borðinu við rúmið, rétt í því að hann hvarf mér sjónum. En þó maður nú ekki geti gert sér grein fyrir einhverjum atburði þarf maður, samt sem áður, elcki áð sjálfsögðu að verða óttasleginn. Það var heldur ekki neitt óttalegt við hann vin minn. Hann leit út, þarna sem eg þóttist sjá hann sitja í stólnum mínum, ailveg eins og í lifandi lífi. En hvaða erindi átti hann? Ætlaði hann að hræöa mig? Eg, hefi sjaldan verið i eins ró- legu skapi, eins heill á sál og lík- ama, eins og einmitt þegar eg sá hann — í fyrsta sinn eftir dauða hans. , Hann svaraði ekki spurningunni. Eg hélt áfram að stara á hann, án j þjess að finna minstu vitun-d til j hræðslu, þangað til hann, eftir fá- j einar mínútur, hvarf mér sjónum. Réttara væri nú máske að tala ekki svona ákveðið, en segja held- ur að þessi ímyndaða vera hefði, j eftir stundarkorn, horfið mér sjón- um. Þjví, þó eg væri þarna glað- Eg segi í fyrsta sinn, hví eg hefi séð hann tvisvar. I seinna sinni sá eg hann í Par- ísarborg á Frakklandi. Eg hafði um kveldið verið á dansleik. Vinur minn einn hafði keyrt með mig heim í vagni sín- um. Við höfðum verið í allra bezta skapi og spjallað um hitt og þetta. Við höfðutn engra vínfanga neitt um kveldið. Þegar heim kom gekk eg inn í herbergið mitt og kveikti á lamp- anum'. En þegar eg því næst sneri mér við, og ætlaði að fara að klæða mig úr frakkanum, sé eg að í hæg- indastólnum mínum, sem stóð út í horni, situr — hann vinur minn, sem skaut sig utn árið .... Hann sat þar hinn róleglasti i gráu fötunum/ sínum og starði á mig, — horfði beint framan í mig þarna í alglaöa ljósinu. Og án þess að láta mér neitt bregða, sagði eg hægt og rólega, rétt eins og eg hefði átt von á heimsókninni: „Ert þú- kominn, Árni? Hvað vilt þú mér “ Hann hreyfðist ekki né svaraði. Eg heyrði vagninn, sern eg hafði komið í heim, fjarlægjast. Eg starði á Árna stundarkorn, þar sem hann sat í stólnum, þangað til hann eins og leið burt frá augum mínum, án þess eg sæi ltvað um liann varð. Var þetta liugarburður ? Nei, langt frá! F.g gæti svarið að það voru lifandi augu, sem hann horfði á mig með. Úr þeim skein miklu skarpari lífsljómi en úr mínum eig- in augum. Augun voru ekki brost- in. Þau voru lifandi, bráðlifandi. Eg veit ekki hvað lengi eg var búinn að standa við borðið, alveg höggdofa, þegar eg alt í einu hrökk upp við það að mér heyrð- ist einhverju vera kastað á glugg- ann í herberginu mínu. Eg lagði við eyrun og hlustaði. Dálítil stund leið. Þá var aftur kastað i gluggann og hvein í rúð- unni. Eg gekk út áð glugganum,, lauk honum upp, hálf skjálfhentur þó, — og spurði hvað um væri að vera. Eg sá þá, þegar eg leit út um gluggann, að þar var kominn hann kunningi minn, sem hafði keyrt með mig heim í vagninum sínum. Þegar hann kojm, auga á mig sagði hann glaðlega: „Þú ert þá ekki neitt veikur. Það er gott!“ í „Nei, langt frá!“ svaraði eg. „Það er gott,“ sagði hann aftur. „Sem betur fer var það ekki ann- j að en heimska úr mér. Mér flaug einhvernveginn ósjálfrátt í hug á heimleiðinni, að eitthvað gengi að þér, og sagði ökumanninum að snúa við lnngað aftur. Þáð fór! betur að það var ekki annað en hugarburður. Góða nótt!“ Svo hélt hann á stað í annað sinn. , Áhrifin, sem heilinn í höfðinu á j mér varð fyrir höfðu einnig í þetta sinn verkað á heila annars manns, í fjarlægð, alveg á sama hátt og í fyrra sinni þegar eg varð var við hann vin minn, sem skaut sig. Hvernig stóð á þessu öllu sam- an ? Var þetta einhver sjúkdómur — sjúkdómur og annað ekki? Eg veit ekki hvað segja skal. Og ef hann svo heimsækir mig í þriðja skifti, hann vinur minn? Skyldi það þá ekki geta verið fyr- irboði þess að eg eigi skamt eftir ólifað? En hvað um það. Eitt er víst að rækilega hefir hann staðið við þau orð sín, að eg skyldi verða hans var. Eins og--- Eins og leiðviltur fugl yfir freyð- andi sæ, sem flöktir og leitar til stranda, eins og vorblóm, sem hnípir í hel- kulda-blæ, eins og hvarflandi reykur á snark- andi glæ, svo er hugsjón lúns harmþrungna anda* Eins og straumröst ber óðfluga áralaust fley á úthafsins víðáttuleiðir, eins og þrumandi fosshljóð, er þagnað fær ei, eins og þróttbylgja tónfalls í stormviðris-þey, er þráin, er svellur og seiðir, Eins og friðandi dögg svalar sól- skrældri rós og sáðlöndin skrúðblæju klæðir, eins og við brosi ársólar varmhýra Ijós, eins og vorkvöld méð gullský, er stafar hvern ós, svo er ástin, sem unaðinn glæðir. Eins og funandi eldflóð, sem æðir um lönd og umturnar fegurð og brjálar, eins og brotaldan brimþung, er stynur við strönd, eins og stormþrungið ský syrtir himinsins rönd, svo er heift, sem í hjartanu bálar. Eins og gróandi vor kveður ljúf- linga-lag og litblæju’á jörðina breiðir. eins og sólgvltur himinn, er signir hvern dag, eins og stuuarblær þýður með gleð- innar brag, svo er vonin, sem lokkar og leiðir. Eins og glitrandi lognsær er lifs- ævivor með ljómandi hillinga-draumum, eins og gaddhertir fannskaflar fullorðsins spor* eins og fjúkandi haustlauf er ell- innar þor á feigðarhafs flughröðu straumum. Eins og svartdimmur skuggi, sem langt yfir láð á léttfleygum stormvængjum þeysir; eins og glefsandi vargur, er gægist að bráð, eins og geigþrungið af!, sem ei neinu er háð, svo er daúðinn, sem lífsböndin leysir. Svb. Björnsson. —Rcykjavík. Mrs. S. K. Hall Teacher of “Voice Culture” and Solo Singing. Mr. S. K. Hall Teacher of Piano Suite No. 2. Ðardal Block, Nena St. MissLonisaG.Tliorlaksoii, TEACHER OF THE PH.VO. | 062 Langside St„ • • Winnipeg P. Jh. Johnson, KENNIR PÍANÓ-SPIL og TÓNFRÆÐI ÚtskrifaÖur frá 1 Kenslastofur: Sandison músík-deildinni við t Block, 304 Main St., oe Gust.Adolphns Coll. t 701 V’ictor St .J Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfrœCingur og m&la- færslumaður. Skrlfstofa:— Room 33 Canada Life Block, suSaustur horni Portage avenue og Main st. Ctan/Lskrift:—p. o. Box 1364. Telefðn: 423. Winnipeg, Man. Hannesson &. White lögfræbingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ROOM 12 Bank of Hamilton Chamb. Telephone 4716 < Dr. O. Bjornson, (Orr.cK: 650 WILLIAM AVE. TEL. 8p ^ Office-tímar : 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. } House: 6ao McDermot Ave. Tel. 4300 .vvö n n Dr. B. J. Brandson. Office: 650 Willlam ave. Tel, 89 1 Hours : 3 to 4 & 7 to 8 p.m, Residence : 620 McDermot aye. Tel.4300 WINNIPEG, MAN. Dr. C. J. Gislason, MeÖala- og Uppskuröa-læknir. Wellington Block, GKAND FORKS, - N, Dak. Sérstakt athygli veitt augna, eyrna nef og kverka sjúkdómum. Dr. M. Halldor&on, PARK RIVER. N. D. Er a(S hitta & hverjum miBvikudegi i Grafton, N.D., frá kl. 6—6 e.m. 1.1. Cleghora, ID læknir og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfjabúöina á Baldur, ogr heflr þvl sjálfur umsjðn á öllum með- ulum, sem hann lwtur frá sér. Elizabeth St., MUH'H, . MAN. P.S.—Islenzkur túlkur viö hendina hvenær sem þörf gerist. selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aðnr sá bezti. Ennfrem- ur selur bann allskonar minnisvarða og legsteina Telephoile 3oG Páll M. Clemens, byggingameistari. 219 McDermot Ave. WINNIPEG Phone 4887 AT, Paulson. selur G iftin g aleyfls br éf Píanó og Orgel enn óviðjafnanleg. Bezta tegund- in sem fæst í Canada. Seld með afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. eftir — þvf að — heldur húsunum heitumj og varnar kulda. Skrifið eftir sýnishorn- um og verðskrá, til TEES & PERSSE, LIR- áQBNTS, WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.