Lögberg - 24.01.1907, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FiMTUDAGÍNN 24. JANÚAR 1907
DENYER og HELGA
VID RÚSSNESKU IIRÐINA.
SKALDSAGA
eftir
ARTHUR W. MARCHMONT.
„E* hefi áður orðið að £efa samferðafólki okk-
ar í skyn hversvegna vi'ð fylgjumst hér að,“ svaraði
hnn.
„Má eg há segja honrm, að við séum trulofuö
og—?” Eg þagnaöi.
„Þú ræður því.“
„Eg ætla að segja Frank l>að í fu’lri alvoru, en
ekki til að gafcba hann.“
„Jæja! Þér er l>að velkomið."
„Þá þvkir mér því vænna um, sem h ,nn k mur
ijt hingað.
“Við verðum að vita fyrir vist um þessar síðustu
nýjungar, jafnvel þó við verðum að gera einhverjar
játningar til að kornast að þeim.
“Eg held helzt, að þær fréttir, sem eg fræöi vin
minn um, verði honum eigi minna undrunarefni, en
mér það, sem, hann hefir að segja."
Og þó eigi liti sem allra bezt út fyrir okkur, þeg-
ar liér var komið, vorum við þó bæði nteð glöðu
bragði, þegar Siegel kom öslandi inn mefi pjönkur
sínar og eg gerði hann kunnugan Helgu.
XXIII. KAPITULI.
Við landamœrin.
Það er ekkert oflof þó eg segi, að Frank Siegel
bafi verið einhver hinn lang-snjallasti fréttaritari 1
Bandaríkjunum á sínum tíma, og hefir margur fretta-
ritari síðari tíða tekið sér snið eftir ho»ium. Megin-
regla Franks Segels var að veröa ætíð fyrstur að ná
í fréttirnar, leika á keppinauta sína, komast að meg-
in-atriðunum í öllum fréttnæmum málum, annað
hvort með illu eða góðu, og kæra sig kollottan um
alt annað. .,
Siegel var mest um það hugað, að sjá alt ei
bann vildi lýsa, með eigin augum, enda “varð hpnum
meira úr” flestu sem hann sá, en öðrum monnum.
Var það einkanlega að þakka hinni nákvæmu eftir-
tekt, er hann hafði til áð bera, svo og dómgreind hans
og skerpu; hann var skapaður til að vera fréttaritan.
Þegar liann hafði engum önnum að sinna, eins
og nú, er hann kotn til fundar við mig í vagnm-
um, var hann mjög viðkvæmur fyrir er hann komst
í kynni við fríðan kvenmann. Það leyndi ser
fceldur ekki. að honum leizt sérlega vel a Helgu,
enda lék hún á alsoddi til að vinna hylli vinar míns. .
Hún félzt á það, að óheppilegt heföi venð fynr
Mr. Siegel að fara burt úr höfuðborginm, aður en
uppvíst hefði orðið um, hvort níhilistinn flum hefði
st eða ekki.
‘Jás eg vildi gefa handfylli mína af hundrað doll-
eðlum til þess að vita hvar þessi níhdisti er nu
kominn, ekki vegna níhilistans sjálfs, né heldur
larinnar, heldur min vegna og “Kallarans .
5 einstakt fréttaritaraland er Rússland. Og
S mein er að því, hve hugdeigir blaðamenn her ^
ð gera sér mat úr því.sem við ber. h.g hefi
tað ýmislegt héðan, en hefi þó ekki þorað að
L það eins hressilega úr garði gert og eg hefð;
Ivað hafið Þér heyrt um þenna nihilistaflótta,
egel?” spurði Helga.
vestarstjórinn sagði mér megmhlutann af þvi.
t var sent símskeyti og sagt, að litast um eftu
a-konu. og ef til vijl karlmanni lika, sem ættu
a í þessari lest. Akvörðunin viðvíkjandl karl-
mm var annars óljós. Lauslega var þess get-
nskeytinu, að bæði í Pétursborg og viðar hefði
verið teknir fastir i gærkveld, en konan hefði
:i náðst enn þá. en á Það leggur lögreglan þó
áherzlu; þvi að hún kvað vera einhver voða-
kven-níhilistinn 1 öllu nkinu.
Linmitt það ?” svaraði Helga, og við htum
livort til annars.
“En miklir óskapa asnar eru annars rússnesku
lögregluþyónarnir." mæl'ti! Siegel enn fnemúr.
■“Hugsið )kkur að eins, í hvaða óhemju vandræði við
blaðamenn kæmumst tneð að segja skýrt og greinilega
frá nokkrum sköpuðum hlut, ef við færum jafn frá-
munalega klaufalega að og Þeir. Lögregluþjónarnir
hérna þyrftu að fara í smiöju, til ertndsreka “Kall-
arans”, til að læra “nýjungaveiðar.”
“Við hvað eigið þér?" spurði Helga.
“Eg á við það, að ef slíkt níhilista-uppþot kæmi
fyrir í Bandarikjunum og þetta, þá yrði aðferðin til
að komast fyrir það eitthvað svipuð þeirri. sem hér er
beitt. fEg tala svona opinskátt, vegna þess eg veit,
að ekkert okkar þriggja er Rússaættárý. Eg endur-
tek það aftur, að við Banaaríkjamenn færum alt
öðruvisi að til að ná i brotthlaupinn óbótamann, Að-
ur en lögreglan væri komin á stáð að leita að slíkum
náunga, eru blaðamennirnir venjulega búnir að kom-
ast að öllu þvi helzta flóttamanninum viðvíkjandi.
En sé svo eigi, þá er þegar símritað til erindsreka
blaðanna við öll brautamót í landinu—og kraíist. að
rannsaka hvort flóttamaðurinn sé ekki með þeirri og
þeirri lestinnii—t. a. m. eins og Þessari, sem við ferð-
umst með núna. Yanalegast er nákvæm lýsing látin
fslgja af hlutaðeigandi flóttamanni. Finst þér ekki
dálítil mynd í öðru eins, Harper Ná i bófinn um
leið og hann ætlar að laumast út úr lestarvagninum i 1
fyrsta sinni. bara með því að nota símann réttilega. ’
“Flóttamenhirnir fcita víst ekki neinum vinaraug-,
um á slika fréttaritara.” svaraði eg með meiri ein- :
’ægni en hann grunáði.
“En eg ætla nú sanit að eiga það á hættu,” svar- j
töí hann. “Heyrðu, þú manst eftir Mervin. Haraldi
Mervin, sem var okkur samtiða á Harvard, dökk-
hærða piltinn, sem við kölluðúm “spéhrókinn?
Hann er nú einn í sendiherrasveitinni hér. Eg hefi j
simritað honum og beðið hann að senda mér aftur
meö hraðskeyti lýsingu, af brotthlaupnu níhilistunum,;
ef hann geti. Eg ætla að njósna um Þá við landa- j
mærin. Verði eg þeirra ekki vrar þar, æt!a eg að
snúa aftur til Pétursborgar til að sjá hverju fram
vindttr ttm þetta tnál. Betur að eg hefði aldrei lagt
á stað þaðan.”
“Langaði yður til að koma níhilistunum í hend-
ur lögreglunnar ?” spurði Helga.
“Nei, það er langt frá Því, madama. Jú. egj
fcefði atiðvitáð ekkert á móti þvi. ef eg væri í Banda- j
’-íkjunum ; en hvað gott á eg lögreglunni eða stjórn-j
:nni rússnesku upp að ttnna? Eg er ekki að hugsa j
um neitt annað, en áð útvega “Kallaranum” mínttm j
em skjótastar o" áreiðanlegastar fregnir."
“Eti þar sem þér erúð nú staddur á Rússlandi, j
monsieur, gæti það orðið dýrt spaug fyrir yður. að j
blanda vður inn í lögreglumál landsins. I>ér gætuð
útt það hér um bil víst, að lenda sjálfur í fangelsi.”
“En haldfð þér kannske, að eg hefði nokkuð á
móti því? Hugsaðu þér bara, Harper, livílikt ágæt-
is-efni það væri í fréttagrein. En yfirskriftin þá:
LÝSING Á RÚSSNESKU FANGAVISTINNI—
Sjónarvottur segir frá. Eg gæti skrifað marga dálka
um það. Eg vildi bara. að það ætti fyrir mér að
liggja að komast í fangelsi hér á Rússlandi,” bætti
hann við andvarpandi.
“Eftirlanganir þínar ertt hálf-undarlegar. Sieg-
el.” sagði eg. “Skeð gæti. að það yrði attðveldara
fyrir þig að komast inn um fangelsisdyrnar í þesstt
landi. en að komast út um þær aftur. Svo eru ýmsir
sendir til Siberíu. Það er heldur en ekki eftirsókn-
arverður dvalarstaður—í mínum attgum.”
“Eg hefi ferðast um Siberíu. og af vtra útliti að
dæma. gæti eg ekki talað illa ttm landið eða ástandið.
En eg fékk auðvitað ekki nema dálitla nasasjón af
hverju eintt. Stjórnarliðið rússneska var of hyggið
til þess að leyfa mér áð kynnast ástandinu eins og
það er—en mikið hefði mig langað til þess.
“Ómögulegt er það ekki. að nihilistarnir, sem
fhiðu, værtt nú ekki langt undan, Mr. Siegel,” mælti
Helga með alvörugefni.
“Rlessuð vertti ekki að msa hann að óþörfu,”
sagði eg hlæjandi.
“Er það mögulegt. að þér getið gefið mér nokkr-
ar upplýsingar þessu viðvíkjandi?" hrópaði hann með
áfergi.
‘ Já, eg er nihilistakonan voðalega og Mr. Den-
ver er karlmaðurinn brotthlaupni.” svaraði Helga of-
ttr rólega,.
“Þér ertið að draga dár að mér, og mér fellur
það illa. áð*þér skttlið vera að gera glens úr máli, sem
mér er jafntnikiis virði og þetta.”
“Ónei, tnonsieur, eg er að segja yðttr hreinan
sannleikann." svaraði Helga.
Hann varð þá aftur alvarlegur og sannfærðist
uin að það væri satt, sem hún sagði.
“Er mér þá óhætt að trúa þessu, Harper?“
spurði hann með öndina í hálsinum.
“Já, það er satt. Við erum bæði grunuð um að
vera níhilistar, og erum nú á leið til landamæranna”;
og svo sagði eg honum í fám orðum, hvernig ástatt
var fyrir okkur.
“Má eg nota þetta sem frétt?” spurði hann, því
að honum varð fyrst fyrir áð hugsa um blað sitt.
“Nei, það máftú ekki; við viljum að minsta kosti
ckki láta bendla nöfn okkar við blaðafrétt þána, þessu
viðvíkjandi, en viljir þú hins vegar afla þér upplýs-
inga, með því að komast inn í þetta mál, að einhverju
leyti, þá hefi cg ekkert á móti aö gcra þér kost á
þvi.”
“Tá. það vil eg feginn. Annað eins tækifæri og
þctta liýðst manni ekki nema einu sinni á æfinni. Mér
!>ætti líka vætit um ef cg gæti greitt eitthvað fyrir
ykkur um leiö," hætti hann vtð góðlatlega.
Þvi næst tók Helga til máls og skýrði okkur frá
hvað henni litist ráölegast. Við Siegel lögðum það
tii máianna sem okkur syndist. Ahugi hans ox og
minkaði eftir því, sem líkurnar fyrir þvi áð hann
yrði tekinn ía-tur, samkvæmt áætlun okkar, urðu
meiri eða minni. Ef satt skal segja, var hann engu
sólgnari í að komast í klær lögreglunnar, en eg að
sleppa undan þeim. Loksins komumst við þó áö á-
kveðinni niðurstöðu.
Var það að ráöi gert, aö Siegel yrði staögöngu-
maður minn, kallaði sig 1 larper C. Denver, og tæki
við vegabréfi mínu, en eg átti aftur á. móti að taka
við hans. Helga átti aö halda áfram aö vera Ma-
dama de Courvaix, og látast vcra okkur báðum óvið-
komandi. Við áttum að ferðast sitt í hverjum vagni
og reyna að sleppa út yfir landamærin, eins vel og
við gætum, hvert um sig.
“Eg ætla að segja yður það afdráttarlaust, Mr.
Siegel," mælti Helga, “að eg er hér um bil öldungis
tullviss um. að vöur verður ckki slept úr Rússlandi í
þetta skifti. Mr. Denver er hér mörgum nafnkunn-
ur orðinn. og Það var mesta yfirsjon af okkur að ut-
vega honum ekki vegabréf undir öðru nafni, þegar
við lögðutn á stað. Eg er að vona að eg sleppi, og
e<r er alveg vtss um, að ÝTr. Denver kemst idakklaust
yfir landamærin rneð vegabréfi yðar.”
“Eg ætla samt að láta mér nægja vegabréf Mr.
Denvers." mælti Siegel glaölilakkalega.
“Ef þér verður ekki leyft að fara út yfir laiida-
mærin ” sagði eg við Helgu, “þá geri eg enga tilraun
til aö sleppa.."
“En það er öldungis rangt af þér. Þú beinlínis
mátt það ekki,” svaraði hún. “Gáðu að því, hve ó-
endanlega illa við værum stödd, ef við lentum bæði
i fangelsi 1 einu. Þu skalt taka við þessu, mælti
hún enn fremur og rétti mér skjölin, sem eg hafði áð-
ur sótt svo hart að komast yfir, fáum dögum áður.
“Hafandi þessi skjöl í höndunum, og njótandi styrkt-
ar af sendiherrasveit Bandaríkjanna og frelsis þíns,”
jnælti liún því næst, “ættir þú áð geta ná.ð fundi
keisarans. Takist þér það, þætti mér líklegt, að vin-
fengið, sem vkkar er á milli. komi máli o:kkar í það
horf. að við þyrftum engu að kvíða eftir það. Eina
bjargarvonin okkar er að þetta hepnist.”
“En þetta er sama sem aö yfirgefa þig, þegar
þér liggur mest við.” svaraði eg andmælandi. “Þú
heimtar olf mikið. Það væri bleyðimenska af mér,
ef eg gengi að þessu."
“Hvaða hjálp gætir þú veitt mér, ef við værum
bæöi tekin höndutn? Þú verður að gera þetta. Þú
meira að segja mátt til að gera það. Eg krefst þess
blátt áfram aö þú farir yfir landamærin áður en
við hin gerum tilraun til þess.”
“Heyrðu, Ilarper!” sagði Siegel, “þú getur hæg-
lega blekt þá, svo þeim detti ekki í lmg að gruna þig,
með því að spyrja eftir símskeytinu, sem eg bað
Mervin, sendiherrann okkar, að senda mér.”
Eg lét þá loksins undan, nauðugur þó, og á
næstu stöðinni, Dunaberg. yfirgaf eg Siegel og Helgu
og læddist eins og kjarklaus bleyða yfir í annan vagn.
“Vertu hughraustur, vinur minn,” sagði Helga
og rétti mér brosandi hendina um leið og eg var að
fara. “Vertu hughraustur,” endurtók hún, “og þú
skalt sanna til að við komumst bæði farsællega til
Berlínar.” ___
“Betur að svo yrði,” svaraði eg.
“Mér lízt mætavel á þetta,” hrópaði Siegel og
réði sér varla fvrir kátínu. “Haldi'ð þið það verði
ekki spaugilegt að sjá mig leika landráðamann, eftir
að þið eruð bæði sloppin undan. Eg vona að hamr
ingjan gefi, að þeir stemmi stigu fyrir mér við
landamærin.”
Það, sem eftir var leiðarinnar, var eg æstur
mjög og í ilht skapi. Eg vissi, áð Helga mundi aldr-
ei hafa viljað gera Siegel þetta uppskátt, og fá hann
í lið með okkur, nema vegna þess, að hún óttaðist, að
við mundum bæði vera í mikilli hættu stödd. Jafn-
framt sýndi það, að hún hafði fengið mér skjölin í
hendur, að hún gerði sér litlar vonir um að sleppa
undan.
En eg bar ótakmarkað traust til úrræða hennar
og ráðkænsku. Væri mögulegt fyrir nokkum, í
hennar sporum, að komast yfir landamærin, vissi eg
að henni mundi hepnast það; hins vegar duldust mér
ekki bægðimar, sem á því voru. Væri áskoranin,
sem vagnþjónarnir höfðu fengið, um eftirlit með rú-
hilistunum, er áður var minst á, komin frá Kalkóv
prinz, mundi sennilegast svo nákvæm Iýsing á Helgu
hafa fylgt meö skipuninni, að auðvelt yrði að þekkja
hana.
I annan stað duldist mér ekki, hve sniðuglega
hún hafði_ráðið til þess, að vi'ð Siegel skyldum skifta
um nöfn. Við vorum nægilega líkir til þess, að laus-
'iega rituö lýsing á öðrum okkar gæti heimfærst upp
á hinn. Við vorum báðir skegglausir, áþekkir á
vöxt og vfirbragö, og þegar eg las vegabréf hans, er
hann hafði notáð á langferð sinni um endilangt Rúss-
land, sá eg að engir agnúar voru á því, að það gæti
komið mér aö haldi.
Þegar við komum til á'iina hófust rannsóknim-
ar. A járnbrautarstöðinni var fyrir flokkur manna,
er sjáanlega haföi veriö faiið á hendur að líta eftir
ferðamönnunum. Tíndust þeir inn í vagnana, sinn
inn í hvern. Einn þeirra kom þar inn, er eg sat, með
ritfangaskrínu Siegels á hnjánum.
Hann aðgætti mig vandlega, þar sem eg sat og'
var að skriía, og eftir dálitla stund bað hann mig um
eldspýtu.
Eg rétti honutn eldfærastokk með fangamarki
Sicgels. Var það laglegur kjörgripur, er blaða-
manninum hafði fénast austur í Ivina. Eg varpaði
á manninn nokkrum oröum á afkáralegri rússnesku
um leið. Mér var sem sé kunnugt um rússnesku-
kunnáttu Siegels.
“Talið þér frönsku, monsieur ” spurði hann
kurteislega og rétti mér aftur eldspýtnahulstrið.
“Un poo, pas bocoo.” Hann kannaðist strax við
áherzluna og brosti. “Je suis Americain; San Franc-
isco, voo savoy.”
“Kannske þér talið þýzku?” spurði hann aítur.
“Ýa wohl, Awas; aber English am besten”,
svaraði eg hlæjandi.
“Hafið þér kannske verið í Ameríku?”
“Nei, herra minn, þangaö hefi eg ekki komið.”
“Vitanlega ekki!” svaraði eg góðlátlega, og gaf
í skyn með látbragði mínu, að hann hefði mikið
mist. í
“Þér eruð liklega blaðamaður?” sagöi hann eftir
litla þögn, og sá eg áð hann langaði meira en litið til
að kynnast mér.
“Já, eg heiti Siegel, fréttaritari “Kallarans” í
San Francisco.” Svo rétti eg honum nafnspjald
mitt og spurði um leið: “En hver eruð þér?”
Hann var ekki fljótur til svars, e nreyndi að sýna
á sér öll merki þess, að hann væri engin atkvæða-
persóna. Loksins sagði liann :
“Eg er blátt áfrain ferðamaðtir.”
“Flafið þér ferðast víða?”
“Ónei, ekki svo orð sé á gerandi. Eg hefi kom-
ið til Englands, Frakklands og Þýzkalands.”
“En eg hefi farið i kring um allan hnöttinn,” og
svo fór eg að halda hrókaræður um ýmislegt, sem eg
hefði séð á ferðum mínum og lýsa sumum stöðum,
sem eg jafnvel hafði aldrei séð. Eg gætti þess að
eins, að lýsa engu í löndum Rússakeisara vestan
megin ÚralfjaTlanna.
Hann spurði mig hvernig mér hefði litist á Pét-
ursborg. Eg svaraði að eg gæti varla lýst þvi. Eg
hefði átt þar skamma dvöl. Hefði að eins fengið færi
á að sjá vin minn, Harald Mervin á sendiherra skrif-
stofunni. Jafnframt gaf eg i skyn að eg mundi háfa
dvalið lengur í borginni, ef eg hefði þá vitað um ní-
hilistaflóttann, og rausaði fram og aíftur um það á
líkan hátt olg eg hafði heyrt Siegel gera. Eg gat
þess að endingu, að eg ætti von á símskeyti frá sendi-
herra Bandaríkjanna, og byggist við að fá það i
Koona. Svo spurði eg hann hvort hann gæti lagt
mér ráð til þess, að ná í það sem allra fyrst.
Hann tók vel í það, og liauðst til að hjálpa mér
til þess. Það gaf mér tiléfni til að tala opinskárr
við hann en áður. Eg skýrði honum þá frá þvi, að
mig langa'ði sérlega mikjð til að fá sem glegsta vit-
neskju um þetta mál, og spurði hann, hvort hann
héldi að það mundi borga sig fyrir mig að snúa aft-
ur til Pétursborgar í því skyni, eða ekki. Hagaði eg
svo orðurn mínum, að eg neyddi hann til að spyrja
tnig allnákvæmlega um hagi mína og blað það, er eg
v’æri riðinn við. Með þeim hætti fékk eg færi á að
skýra honum svo grandgæfilega frá högum mínum,
að hann steinhætti að gruna mig um græsku.
Eg varð þess brátt vísari, að manninum fór að
verða minna umhugað um að fræðast um hagi mína,
heldur en áður, og gat eg af því ráðið, að öll von
mundi nú sloknuð hjá honum, um að hann mundi
veiða niíllista, þar sem eg var. — Eg sá að hann vildi
losna við mig sem fyrst.
Ferðin var nú því nær á enda, og var eg að
velta ÞVí fyrir mér hvernig Siegel mundi ganga,
hvort einn spæjarinn hefði verið sendur inn til hans,
og hvernig leikar heföu farið inill þeirra, þegar sam-
ferðamaður minn sagði mér að við værum rétt að
segja komnir til Koona og mér mundi bezt að fara
að taka saman pjönkur mínar. Hann sýndi mér ó-
beðinn þá greiðasemi, að hjálpa mér til að ganga frá
dóti mínu, og sá eg að hann neytti allra bragði til að
hnýsast í skjöl þau. er eg hafði meðferðis, og lesa
sem flest af þeim. Eg hindraði hann heldur ekki í
því, og hefir hann sjálfsagt haldið að eg væri í
meira lagi. vitgrannur maður.